Lögberg - 24.08.1922, Blaðsíða 6
LOGBBRG, FIMTUDAGINN 24. ÁGÚST 1922.
Fjölskyldan á Haugh
Saga frá Skotlandi
eftir ANNIE SWAN.
‘‘Sýnist þér hún. vera falleg?” spurði
Mary, og .svipur hennar var mjög beiskjulegur.
Þessar ungu stúlkur voru mjög ólíkar, og
þær vissu það sjálfar^ Hin 'háa tígulega
Eleanor, í skrautlega fatnaðinum, skygði al-
veg á þessa litlu pentmey í lélega kjólnum og
gömlu kápunni.
'EUeanor vissi ekki hvernig hún átti að
svara., Nýlega hafði hún hugsað, að sína eig-
in sorg væri ómögulegt að þola, og nú stóð
hún gagnvart þesisari stúlku, sem reyndi af
öllu afli að vinna sér inn peninga, til þess að
geta kevpt hið allra nauðsynlegasta, og hún
fann til auðmýktar,
“Hvemig líður móður þinni? Er hún
betrif” spurði hún til að breyta umtalsefninu.
“Ó. nei, hún er hérumbil sami auminginn.
Plún talaði um að fara á ifætur, 'þegar eg fór,
en eg bað hana að bíða með það, þangað til eg
kæmi aftur, svo nú verð ég að flýta mér heim”.
“Er Willie heima?”
“Nei, honum var boðið að koma til Aitk-
ins, og verður þar fram yfir jólin. Hann er
heppinn, isem hefir svo áhrifamikla vini. Þú
veist, að maður kemst ekkert áfram af sjálfs-
dáðum, jafnvel ekki þegar um listina er að
ræða.”
Eleanor leit undrandi á hana. Hún hafði
aldrei séð Mary í jafnþungu skapi og nú, en
hún hafði heldur engan grun um hin eymdar-
legu kjör, sdm hún varð að búa við. Síð-
degis þennan samá dag hafði vesalings stúlk-
an staðið við sjóinn og istarað á hann, og
spurt sjálfa sig, hvort það væri nokkur synd
að fleygja sér í hann, til þes að fá enda á öll-
um þessum fátæktarkvölum. Gruð, sem sér og
iþekkir alt, hiaut líka að vita, hve þung byrði
lífið var orðið henni.
Mary var að eðlisfari kjarkgóð of fjörug
ung stúlka, og það var ekki oft, sem hún leit
]»annig á Mfið, en hún hafði ekki smakkað
annað en einn tebolla og eina sneið af brauði
þennan dag, og ekkert annað var að finna, né
hægt að fá í heimili hennar, fyr en myndin
var borguð. ____
Nálææustn vinir fjölskyldunnar Ileron,
höfðu ekki hinn minsta grun um hvefátæk þau
í raun og veru voru.
“Eg hélt að hjá yk’kur væri gestir”, sagði
hún og lagði pentgrindina saman. “Máske
þeir hafi ekki yndi af að ferðast?”
“Þeir fóru í dag”, svaraði Eleanor, og
varð órógleg á svip.
“f dag?” endurtók Mary undrandi. “Eg
hélt að þeir mundu verða hér lengi”.
“Nei þeir eru farnir”, svaraði Eleanor,
og fann allra snöggvast löngun til að segja
skólasystir sinni allan sannleikann.
“Það er þái ekki satt, að þú ætlir að gift-
ast þessum franska manni? Mér þykir vænt
um það, því eg vil síður missa þig úr nálægð-
inni”.
“Uim það get eg ekkert sagt þér”, svaraði
Eleanor hálf byrst, og Marv tók þessari áminn-
ingi rólega. Hennar eigin s'orgir voru nú
svo þungar, að hún var alls ekki fær um, að
bæta 'meiru mótlæti við þær.
“Eg vona að það sé ekki satt, því enginn
vill missa þig frá Kinghorn, og þú þarft held-
ur ekki að fara, nema þú viljir það sjálf, Elea-
nor”.
“Eg er ófús til að dvelja alla æfina hér
nú orðið, eftir að eg hefi séð dálítið af heimin-
um, mér finst hér þrengra og einímanlegra en
áður”. '
“Guð fvrirgefi þér, Eleanor”, sagði Mary
alvarlega, “þú metur ekki míkils hve vel þér
líður á allan hátt hér”.
10. Kapítuli.
“Láttu mig bera pentgrindina fyrir þig”,
sagði Elean’or, og Mary leyfði henni að taka
hana.
“Mamma liggur veik í rúminu í dag, svo
eg get ekki beðið þig að verða mér samferða
inn, en eg vona að þú komir einhvern annan
dag seinna, í staðinn fyrir þennan dag”, sagði
Mar>r, sem furðaði að Eleanor tók áminningu
sinni svo rólega.
“Já, eg kem einhvern daginn bráðlega.
Flvttu rnóðir þinni kveðju mína. Heldur þú,
að mvndir bróðir þíns verði á sýningunni þetta
ár?”
“Já, hr. Aitkins, 'heldur að allar mvndir
Willies, og mínar Ifka, verði teknar á sýning-
una. Ef við getum sélt þær, væri það stórt
happ fyrir okkur”.
“Eg vona, að þær seljist”, sagði Eleanor
alúðlega. Það lá miklu betur á henni núna.
Gönguferðin og hið kalda loft, hafði haft góð
áhrif á hana, og hennar eigin sorg fanst henni
minka, þegar hún stóð gagnvart Mary, og
gerði samanburð á sínum kjöruím og hennar,
sem hún að nókkru leyti vissi að voru ólík.
“Mig hálf Iangar til að fara inn með þér,
og fá tebolla”, sagði hún litlu snðar. “ Móðir
þín þekkir mig svo vel, að það getur ekki amað
henni”.
Vesalings Mary blóðroðnaði. Hún gat
ekki fengið sig til að segja, að hún æiti ekki
neitt í hú-inu, og hún var of heiðarieg til að,
koma með ósannar viðbórur.
“Eg vil heldur, að þú komir einhvern ann-
an dag”, sagði hún loksins. Það liggur illa á
miímmu núna, og hún verður að vera í rúminu”.
“ Jæja, þá kem eg seinna einhvem tíma.
Eg ætla ofan í þorpið. Eg býst við, að póstur-
inn komi áður en langur tími líður, og hann
kemur með bréf og blöð til pabba míns ’ \
Hún hugsaði með sjálfri sér, að Brabants
kynni enn þá að vera í Edinburgh, og myndu
kanske skrifa henni þaðan.
“Claude kemurtoiáske heim í kvöld”, sagði
hún.
“lEg hefi heyrt að hann ætli að koma. Þú
hefir líklega ekki séð hann í heilt ár.
“Nei, en eg hefi þolað aðskilnaðinn og
liðið vel, eins og þú sérð. Við erum ekki
mjög glöð hvort við annað, en það verður samt
skemtilegt að fá að sjá hann aftur. Vertu sæl!”
“Vertu sæl!”
'Þær tóku saman höndum og gengu svo
hvor siína leið. Mary gekk eftir mjórri götu,
sem lá heirn að prestssetrinu, sam var gamal-
dags hús fremur hrörlegt, umkringt stórum
garði, sem var allmikið vanræktur að útliti.
Inni í húsinu var þokkalegt og öllu vel fyrir
komið, en húsmunir vorn mjög fáir. Hinir
verð miklu munir, sem Heron fjölskyldan eitt
sinn hafði átt, höfðu verið seldir, hver eftir
annan, þegar neyðin þrengdi mest að fjölskyld-
unni. En dagstofan var enn þá mjög viðfeld-
in ogþokkaleg, sem Mary átti skilið að fá þakk-
ir fyrir, þar eð hún var svo iðin.
Hún tók yfirfatnað sinn, eða kápuna, af
sér í snartri, og hljóp svo upp á loft.
“Eg befi líklega ekki verið mjög lengi í
burtu, mamma?” sagði hún glaðlega. “Nú
skal eg hjálpa þér í fötin, ef þú vilt fara á fæt-
ur.”
“Ekki lengi?” endurtók gremjuleg rödd.
“Þú hefir verið að heiman margar stundir, og
það er næstuím komið myrkur. Þú gengur að-
eins þínar leiðir og gleymir mér alveg”.
“Nei, alveg gagnstætt”, sagði Marv góð-
látlega, ‘ ‘ eg get ekki unnið starf mitt nógu vel,
af því eg hugsa sífelt um þig. En hver er
það, sem kemur akandi hingað? Það er frú
Allardyce frá Castlebar, og hún kemur akandi
alein. Það er leiðinlegt, að þú skulir ekki geta
tékið á móti henni”.
“Þannig er það alt af. Ef þix hefðir kom-
ið fyr heim, þá hefði eg setið í dagstofunni fyr-
ir löngu síðan, og fengið skemtun af að tala
við hana”.
“Það áttu hægt með að gera enn þá, ef þú
vilt það í raun og veru”, svaraði Mary ákveð-
in. “Hún er enn þá langt niðri í trjágangin-
um, og þxi getur aðeins /farið í morgunkjólinn
þinn ’ ’.
Frxi Heron stóð á fætur og klæddi sig með
undraverðum hraða, svo Mary átti bágt með að
verjast brosi, meðan hún hjálpaði henni. Hún
var umhyggjusöm og umburðarlynd við móð-
ur sína, þó hún vissi að megnið af veiki henn-
ar var ímyndun.
\ Þegar frú Allardyce hringdi dyrabjöllunni,
var frú Heron næstum tilbúin að mæta henni.
“Far þú ofan; eg skal sjálf láta Knhúfuna
á mig, en réttu mér fyrst hvíta sjalið mitt
—■ svona, nú máttu fara ofan. Taktu falleg-
ustu böllana og bjóð þú frú Allardyce að þiggja
te”.
“Nei, það get eg ekki, mamma. Þú mátt
ómögulega nefna það, því við eigum ekkert
'r í húsinu, og aðeins dálítið af gömlu
brauði”, sagði Mary fljótlega, áður en hún
hljóp ofan að heilsa gesti sínum.
Frú Allardyce stóð úti á tröppunni, með
stóra körfu í hendinni, sem hún hafði sjálf
borið í gegnum garðinn.
“Góðan daginn, Mary. Þökk fyrir, en eg
má ekki koma inn, þar eð eg verð að mæta Ro-
bert á stöðinni fyrir klukkan fjögur. Eg kam
með jóladagverð handa ykkur, og fáeina steikta
hænunga, því eg bjóst við, að þér hefðuð lítinn
tíma til að vinna í éldhúsinu þennan dag.
Hvernig Kður móður yðar?”
“Hún er nýlega komin á fætur, og langar
til að sjá yður”, svaraði Mary með tárvotuim
augum. “Getið þér ekki komið inn ofurlitla
stund ? ’ ’
“ Jú, eg get talað við hana á meðan þér
tæmið körfuna mína, því hennar hefi eg alt af
þörf. Nei, hamingjan góða! íBr það hún,
sem kemur ofan stigann? Þá hlýtur hún á-
reiðanlega að vera betri! ’ ’
Af hræðslu við að missa af heimsókn frú
Allardyces, hafði frú Heron alveg gleymt veiki
sinni og gekk hratt niður stigann. Marv lét
þessar gömlu konur vera tvær einar, bar stóru
körfuna inn í eldhúsið, og fór að tína úr henni
alt góðgætið. En hvað hér er mikið af góðum
mat, hugsaði hún. Fyrst kalkúnshani, tilbú-
inn að láta í ofninn, svo bjúga, egg og smér
og indælar kökur, bakaðar heima, sem maður
aðeins getur fengið hjá frú Allardyce.
Svo mikið af góðum mat, hafði ekkj verið
innan veggjar í galmla prestssetrinu um lang-
an tíma, og Marv, ,sem gleymdi öllu öðru en
svengd sinni tók stóra köku og át hana með
hraða mikluim.
“Eg áleit að það væri best, að færa ýkkur
jóladagverð nógu snemma, annars gæti ykkur
dottið í hug, að biðja um hann annarsstaðar”,
sagði frú Allardyce glaðílega við frú Heron.
“En hvað þér Ktið vel út, nú getuim við bráð-
lega fengið að sjá yður éC Castlebar að Kkind-
um, vona eg”.
Frú Heron hristi höfuðið, og mundi nú eft-
ir sinni ímynduðu veiki, sem hún hafði gleymt
fáeinar sekúndur.
“Um það get eg því ver ekki hugsað. Alt
er fjmuriegt hjá okkur, og ungu manneskjurnar
eru svo hugsunarlausar. Mary hefi eg ekki
séð síðari hluta dags”.
“Hún hefir eflaust verið neydd til að yfir-
gefa yður; hún er svo alúðleg og elskuverð
stúlka, sem aldrei gleymir skyldum sínum”,
sagði frú Allardvce alvarleg og vingjarnlega.
“Eg heyri aldrei neitt um viðburði, sem
eiga sér stað í nágrenni mínu. í gær sagði
Mary mér, að Eleanor Kerr sé kominn heim.
Vitið þér hvort ölaude muni kama bráðum?”
“ Já» eg held að búist sé við honum í kvöld.
Komið þér til Castlebar, einihvern daginn, frú
Heron, þá skal eg segja yður allar þær nýung-
ar, sem eg veit um”, sagði frú Allardyce spaug-
andi. “ Mary”, bætti hún við, þegar Mary
kom inn á sömu stundu, “eg er að reyna að fá
móðir yðar til að lofa því, að koma.til Castle-
bar, einhvem daginn, hún er miklu betri nú”.
“Já, eg held líka að hún sé dálítið betri.
Mig langar tifl, majmma, að þú sjáir alt, sem frú
Allardyce hefir gefið okkur”.
“ó, minstu ekki oftar á það, Mary. Ver-
ið þér sælar, frú Heron, og gleymið ekki að
koma og heimsækja mig einhvem daginn”.
“Máske eg geti ekið til yðar eirthvem dag-
inn, þegar verulega gott veður verður. Ef þér
sjááð Eíleanor Kerr, þá segið henni, að mig langi
til að sjá hana aftur, ef hún er ekki of dramb-
söm, til að vilja koma og íheimsækja galmla
kónu eins og mig”.
“Eg fann hana í dag síðdegis”, sagði
Marv. “Hún vildi vera mér samferða heim,
en eg bað hana að koma heldur einhvem ann-
an dag”.
Frú Heron varð mjög döpurleg. Svipur
hennar lýsti því, að hún ætlaði að taka öllum
óvirðingum með fyrirmyndar þolinmæði. Mót-
lætið hafði gert hana síngjarna. Hún hafði
beðið ósigur í bardaganum við áhyggjur sínar
og kvíða, og varð að lokum ,sjálfri sér og
þeim, sem umgengust hana, til ama. Willie
Heron fanst það óþolandi, að vera til lengdar í
návist móður sinnar, og var eins oft og hann
gat, í fjarlægð frá prestssetrinu. En Mary
átti aldrei frí, ár eftir ár.
I “Þér lítið þreytulega út, Mary”, sagði frú
Allardyce alúðlega, þegar þær urðu -samferða
yfir garðinn.
“Ó, það er ekkert að mér”, sagði Mary,
sem fann að tárin vildu kofmast út. “Vitið
þér, að frönsku vinimir hennar Eleanor, em
famir?”
“'Nei, um það hefi eg ekkert heyrt”.
“Þeir fóru í morgun. Eleanor hefir
sjálf sagt mér það”.
“Jæja!” sagði frú Allardyce ánægð.
“Þetta kalla eg góðar fréttir. Mér þætti
gaman að vita hvers vegna, þessir vinir henn-
ar fóru svo fljótt”.
“Eleanor er miklu fegurri nú, en hún var.
Sýnist yður ekki að hún Kti vel út?”
“Faíllegur er sá, sem breytir fallega”,
sagði frú Allardyce.
“En hún er ekki ánægð; er það ekki und-
arlegt, að þær manneskjur, setm engar sorgir
hafa, skuli endilega verða að skapa sér sorgir
sjálfar? Eg þekki enga unga stúlku, sem lif-
ir við eins góð 'kjör og Eleanor, og þó er hún
eitts óánægð og mögulegt er að vera”.
“Hún fær sína hegningu fyr eða seinna,
það mátt þú hiklaust reiða þig á”, svaraði
frú ABlardyce með rólegri fullvissu.
Þegar hún var á leiðinni heim til sín, gat
hún ekki hætt að hugsa um andlit Marys. Hún
skildi að eitthvað rneira en vanalegt -var, bjó í
huga hennar, en gat ekki skilið hvað það var.
TTún eins og allar aðrar manneskjur, hafði eng-
an gmn uim hve fátæk Heron f jölskyldan í raun-
inni var.
Meðan þessu fór fram, hafði Eleanor geng-
ið til pósthússins, en vonir hennar rættust ekki
Hún hélt enn þá, að Brabants mundi dvelja í
Edinburgh, áður en þau fæm til London.
A leiðinni heim til sín, sá hún Robert Allar-
dvce koma gangandi frá stöðinni, og nam stað-
ar til að bíða eftir honum.
*. “Góðan daginn, Robert! Eg hélt að þér
munduð alt af aka heim”, sagði hún, þegar
hann nálgaðist.
“ Eg er Kka vanur að gera það. Mamma
lofaðhað sækja mig í dag, en eg sé ekki til henn-
ar enn þá. Hún hefir tafist við eitthvað.Emð
þér á leiðinni heim? Veitist mér sá heiður — ”
“Nei, það megið þér ekki, því þarna kem-
ur móðir yðar akandi”.
“Já> en þér viljið lfklega leyfa okkur, að
aka með yður til Haugh?”
“Nei, þökk fyrir, eg vil heldur ganga. Eg
held, að mér sé hollast, að ganga, og hefi verið
í þungu skapi og vona að mér verði ihughærra
ef eg fæ mér góða göngu, spottakorn”.
Hún bjóst við, að hann kæmi með sömu
spurningu og Mary Heron hafði gert, en hann
var nógu hygginn til að þegja.
‘ ‘IFinst yður ekki, að við lifum hér í aumk-
unarverðu plássi?” spurði hún og benti með
hendinni á þorpið, “eg skil ekki hveraig eg get
þolað, að vera hér þennan langa vetur”.
“Mér þykir leiðinlegt, og það hryggir mig>
að heyra yður tala þannig. Við höfum öll
hlakkað til, að fá yður heim aftur. Þegar þér
venjist Kfinu Ihérna, mun yður finnast það
betra. Það er markvert hve mikið yndi við
höfulm af að lifa hér, ef við aðeins viljum það
sjálf”.
Hann var mjög ástfanginn af henni, en
hann hikaði þó ekki við að segja meiningu sína,
þó hann hefði aðra skoðun en hún.
Hún skildi áminninguna mjög vel, en fann
þó ekki til neinnar móðgunar. Hún, sem var
svo ákveðin að eðlisfari, fyrirleit veikleikann
hjá öðram í huga þeirra, en bar aJlt af yirðingu
fyrir þeim, sem voguðu að segja meiningu sína
hiklaust.
“Þegar eg skifti um skoðanir, skal eg segja
yður frá því; en eins og nú stendur, er eg leið
af öllu”.
“Eg fann föður yðar í morgun, og hann
sagði mér, að vinir yðar væra famir heim á
leið”, sagði ihann hiklaust og djarflega.
iHún roðnaði og reiðin brann í augum henn-
ar.
' “Já, það verður að kenna föður mínum
betri siði, ef það á að verða mögulegt fvrir mig
að d'velja á Haugh til lengdaf”.
Nýjar vörubirgðir
timbur, fjalviður af öllum
tegundum, geirettur og ala-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetfð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
——--------------(.imittirt — ‘ — —
HKNKY 4VE. EASI - WINNIPEG
Winnipeg Brick Company Limited
Verksmiðjueigendur og kaupmenn
— verzla með —
SKRAUT-GRJÓT og ALGENGT GRJÓT
Sandsteypulím, Möl, Lím, Cement og Liti
í steypulím o. s. frv.
Utanbæjar sem innan pantanir afgreidHar tafarlaust.
Phones F.R. 700—701
/
The Dowse Sash & Door Co. Ltd.
—Búa til og Verzla með —
Hurðir, Glugga, Geirettur og Strykaða Tigla.
Úrval af hörðu og mjúk-u timbri
— Hringið N 1156 —
“Þér Mjótið að hafa tekið eftir því, og
vitið, að honum er mjög ant um vellíðan yðar?”
“Ó, eg veit það ekki. Hann drekkur svo
mikið Whisky”, svaraði hún, og horfði beint í
augu Röberts Allardyce. _____
Hún sagði aðeins sannleikann, en undir
vissulm kringumstæðum, er afar leiðinlegt að
heyra sannleikann, og Allardyoe var nógu gam-
aldags, til að óska þess, að Eleanor reyndi að
dylja galla föður síns eftir bestu getu.
“IEin hvað móðir yðar ber ellina vel”, sagði
hún litlu síðar. “Hinn bræðilegi hattur, sem
hún hrúkar, getur ekki dulið, að hún er fögur
kona”.
Allardyce var mjög ánægjulegur að útliti.
A næsta augnabliki yrði vagninn kominn til
þeirra. Ef hann ætlaði að feegja nokkuð, yrði
það að gerast strax.
“Eleanor, þáð er sannarlega mikil ánægja
fyrir okkur öll, að fá yður heim aftur. Sá
tími, sem þér hafið verið fjarverandi, hefir
okkur fundist svo langur. Þér vitið, að við
erum trygg að eðlisfari hér í þessu umhverfi”.
“Nú talið þér mjög fallega. Þér verð-
skyldið, að fá það svar, að eg vildi að eg hefði
aldrei farið að heiman”, s/varaði hún hrein-
skilnislega og með sannarlegri álvöru.
“Við höfum ttft óskað þess, en við viljum
gleyma því hér eftir, ef þér aðeins getið orðið
ánægðar hjá okkur”.
“Lánið kemur ekki þó maður óski þess. Þvi
meira, sem maður reynir að ná því, þess fjar-
lægara er það”.
“Einlhvern daginn finnið þér það vonandi
hér hjá okknr”. 1
Hún hristi höfuðið.
“Það er ekki svo auðvelt, að fá þann fugl
til að una sér í búri, sem eitt sinn hefir kyryst
frelsinu. Það hefði aldrei átt að senda mig
burt”.
“Þessi taumlausa tilfinning ihiverfur með
tímanum. Þér vitið hvað fjarvera yðar hefir
verið fyrir mig, og hve glaður eg er yfir því,
að vita yður vera kona heim aftur”.
“Eg Jield við séum að vera teprulega við-
kvæop”, sagði Eleanor róleg. “Góðan daginn
frú Alllardiyce; þér megið þakka mér fyrir, að
sonur yðar er nú í góðu skapi. Þökk /yrir,
eg vil ekki aka núna. Verið 'þér sæl”
Hún lagði strax af stað, og sneri sér ald-
rei við, til að líta á þau.
j
11. Kapítuli.
Claude kom heiim þetta sama kvöld. Hann
fékk sér vagn íhjá járnbrautarstöðinni, og kom
til Haugh, á sömu stundu og Eleanor gekk inn
í dagstofuna. Hún varð glöð og ánægjuleg,
þegar hún hreyrði rödd 'bróður síns fyrir utan
dyrnar, og hljóp út til að mæta honum.
#
“ó, hvað mér þykir vænt um að þú ert
komiun, Claude!” sagði hún um leið og hún
opnaði dyrnar fyrir hann.
“Elr þetta þú, Eleanor? Nei, en hvað þú
hefir stæfekað!”
Hann hélt henni ihér um hil tvö fet fr á sér,
til þess að geta athugað hana nákvæmlega.
“Era gestir hérna?” spurði hann, “fatn-
aður minn kemur bráðum”.
“Nei, hér eru engir gestir, við erum al-
ein”, svaraði hún fljótlega. “Þú lítur líka
betur út, Claude, þér hefir farið mikið fram, og
ef þú spyrð mig um meiningu mína, vil eg
segja að við séum reglulega fögur systkini”.
“Já, 'það eram við sannarlega, systir niín,
pábbi og malmma hljóta, að vera ánægð ineð
okkur. Ó, hve það er skemtilegt að koma hoim,
einkum þar eð þú ert theima”.