Lögberg - 28.12.1922, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.12.1922, Blaðsíða 1
Það er til myndasmiðiir í borginni W. W. ROBSON AthugiS nýja staöinn. KENNEDY BLDG. 317 Portage Ave. Mót Eaton iíabef 6. SPEiRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getu/. R E Y N IÐ Þ AÐI TALSlMI: N6617 - WINNIPEG ARCANGUR WÍNNIPEG, MANITOBA, FIMTUO'ALíINN 28. DESEMBER 1922 NUMER 52 Orlausn. Vinnur sér til frœgðar /. Fyrir nærri fimtíu árum vappaöi lítill labbakútur einförull aö eölisfari, af öllu snauöur, nema tárum. Sé eg hann i grænu grasi, vaömálsklukku klæddan hnokka liggjandi í ljóssins faömi blundkendum augum á bláhvel stara. Liggjandi svona langar stundir, vitandi’ af engu ööru en þessu, unz aö móðurrödd mild hann kallar út úr draumlöndum hulins-heima. II. Finn eg hann í hópi drengja orðfáan, og hljóðan hlusta eftir þeirra cvöaskvaldri — standa eins og utan flokksins. III. Mjæti eg honum enn þá einum upp við rætur regin fjalla, vökudrduma-göngu gjörnum, flæktum i þrauta þungum gátum: “Hvar var guö, meðan alt var í eyði? fyr en skapaðist himinn og hauður hvernig varö hann til, og hvert er upphaf allra hluta í víöri veröld?” Finn eg hann í þessum þönkum, hvorki sá þá hann eöa heyrði kæmi einhver að honum svona, undirleitur og feiminn varö hann. IV. Ar hafa liðið. Löngu seinna finn eg hann yfir fornum skræðum, er hann á ferð í Óðinsheimi, skoðar nú himinn heiðinna alda. Loft og haf milli höfuðbóla ríður hann, þar sem Æsir eiga óðul, ramgjör, í reginveldi glámpandi í sögu geisla-eldi. Horfir hann upp að Olympstindi, þar sem guðirnir grisku búa; fagurt er á þeim frægðar-hæðum. þar Seifur og Aþena yfir drotna. Mæti eg honum í Miklagarði, þar sem Múhamed heldur hendi hátt á lofti, með sverði bitru: “Þaö skal réttur í ríki mínu.” Fylgi’ eg honum austur á Indland, þar sem Búdda í boðoröinu býr þeim sælu í Nirvqninu sjálfsgleymskunnar út í auðnum. Þó þarf mjög til þess að vinna: vera má þú verðir að hundi eða ketti, kannske svíni, svo þú getir gleymt þér sjálfum Heyri’ eg hann saman bera Búdda við glæspánýju guðspekina: “Báðar líkar í blöndunarfræði, siðprúðar og litillátar.” Finn eg hann yfir andatrúnni athugulan — vorkennandi—: “vinum þeim, sem vini missa, sár eru jafnan sifjaböndin.” “Én hún veldur veiklun“ sagði’ ann, “vitfirring, ef að langt er gengið. Nægur er tíminn okkur öllum— eilífðin löng, en hér svo skammlíft.” V. Heyri eg hann einmál eiga, eins og lágt við sjálfs sín veru: “Eg hefi leitað langa vegu, fundið margt, en minna eignast.” “Att hefi eg vald að velja’ og hafna, verið þrátt á báðum áttum, hallast að og horfið frá því, haldlaust ef mér fanst það vera.” “Sé eg skína i austur áttu glaða stjörnu, geislamilda lýsa húm, og hjarnið bræða ofan úr köldu himins heiði.” “Þar er bjartast, bezt og hlýjast, himininn nær, og hrifning dýpri, gleðisamhljómur gripur hjartað, hnígur höfuð í heilagri lotning.” Mælti hann svo í helgri hrifning:. “Guðs sonur ertu og lávarður lifsins, fagnar þér nú með fegins-tárum fimtíu ára gamla barnið.” Jón Jónatansson. Nýárskveðja til BINDINDISVINA. Nýja árið — nýja, bjarta, nýja vegi leggur oss, vekur líf og von í hjarta, veitir allra gæða hnoss, lætur streyma ljós frá hæðum, líf og ylur fossar í tilverunnar öllum æðum, endurlifgun fýlgir því. Andi vor til unaðsbygða endurvakinn lyftir sér, leitar allra ljóssins dygða, ljósið honum kærast er, Myrkravöldin ferleg flýja, fríðleikshilling truflar sjón, syngja undur ársins nýja, öllum samræmis fögrum tón. Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Samkvæmt yfirlýsingu frá Hon. T. D. Patullo, einum af ráðgjöf- um Oliver stjórnarinnar í British Columbia, þá hafa nýlega fundist all auðugar olíunámur lí Peace River héraðinu þar í fylkinu. Verða skýrslur um það efni lagðar fyrir þingið innan skams. Clinton J. Ford, K. C., fyrrum lögfræðilegur ráðunautur Cal- gary borgar, Ihefir verið útnefnd- ur af hálfu frjálslynda flokksins, til þess að sækja um kosningar til fylkisþings í kjördeild þeirri, er losnaði við fráfall R. C. Edwards. R. E. A. Leacih, forseti nefnd- ar þeirrar, er yfirumsjón hefir með vínbannslögunum í Sask- atdhewan, hefir inýverið lýst yf- ir því, að ekki komi til nokkurra mála, að láta fara fram nýja atkvæðagreiðslu um núgildandi bannlög, fyr en eftir fimm til tíu ár, og iþau hafi verið reynd til hlítar. Hon. J. A. Robb, verzlunarmáia- ráðgjafi Mackenzce King, stjórn- arinnar, er nú á iheimleið frá Ástralíu, þar sem hann hefir dvalið um hríð í iþeim tilgangi, að korna á gangskiftasamning- um í verzlun, milli Canada og Átraiíu. Yms af helstu dag- blöðunum hér í landi fullyrða, að för ráðgjafans ihafi borið hinn besta árangur. Maður að nafni John Penny, sjötíu og fjögra ára að aldri, var myrtur að heimili sínu 527 Young Street hér ií borginni aðfaranótt þriðjudagsins, hinn 19. þ. m. Hafði öldungurinn verið veginn með ihamri. Lögreglan lét þeg- ar taka fasta tvo menn, en neit- aði að gefa upp nöfn þeirra að svo stöddu. Rannsókn í málinu stendur enn yfir. Sir Henry Thornton, foraeti þjóðeignabrautanna — Canadian National Railways, hefir tjáð sig hlyntan því, að nota raforku til starfrækslu néfndra járnbrauta, hvar sem því verði ibest viðkom- ið og fullyrðir, að tilraunir í þá átt muni verða gerðar innan til- tölulega skams tíma. E. M. MacDonald, sambands- þingmaður fyrir Pictou kjördæmið í Nova Scotia, flutti nýlega ræðu í Montreal, þar sem hann lýsti yfir því, að brýn nauðsyn bæri til að Canada ihefði sendiherra í Washington. Benti ræðumaður á það, að jafnvel þjóðakríli eins og Pern og Chile, hefðu þar full- valda umboðsmenn og væru þó viðskifti þeirra við iBandaríkin ekki nema eins og sandkorn á sjávarströnd, borið saman við verslun og viðskifta sambönd Canada við þá þjóð. Bændablaðið Farmers Sun, sem gefið er út í Toronto, skorar á alla þingmenn bændaflokksins <í sambandsþinginu, að Ibeita sér fyrir, að hlutfallskosningar verði lögleiddar, sem allra fyrst. Blaðið Ottawa Citizen, er þeirar skoðunar, að svo geti vel farið í náinni framtíð, að ihalds- flokkurinn í Canada lognist útaf í höndunum Mr. Meighen. Ávítar blaðið leiðtoga floikksins harðlega fyrir hinn pólitíska eltingaleik hans i sambandi við þjóðeigna- brautirnar •— Canadian National Railways. Ein allra elzta og veglegasta kaþ- ólska kirkjan i Quebec, brann til kaldra kola aðfaranótt föstudags- ins 22. þ.m. Eignatjónið er metið á hálfa miljón dala. Látinn er að Santa Monica, Cal., P. A. Stevenson. er um langan ald- ur stjórnaði frægasta aldinarækt- arbýli vestanlands, skamt norðvest- ur af bænum Mbrden í Manitoba. Hr. Stevenson var í mörg ár í þjón- ustu samhandsstjórnarinnar, sem umsjónarmaður með aldina og trjárækt. Bandaríkin. Frumvarp það, um styrk til hinna ýmsu eimskipafél'aga þjóð- arinnar, er Harding forseti barð- ist fastast ifyrir að fengi fram- gang á síðasta þingi, (hefir nú hlotið samþykki neðri málstof- unnar með 208 atkvæðum gegn 184. Frumvarpið sætti nokkr- um breytingum í meðferðinni. Líklegt þykir, að efri málstofan muni gera ýmsar breytingar við ] frumvarpið og mun því enn mega telja fullnaðar framgang þess í Vafa. Ríkisstjórinn i Illinois, Len Small, hefir gefið William Bross Lloyd, miljónamæring og félög- um ihans upp sakir. Menn þess- ir höfðu verið fundnir isekir um æsingar og dæmdir ií, frá eins til firnm ára betrunanhússvist. Dómsmálaráðgj., Bandaríkjanna Daugherty, skoras í erindisbréfi á alla lögreglustjóra þjóðarinn- ar, að hlutast til um að hert verði betur á eftirliti vínbannslaganna en við hefír gengist í liðinni tíð. Látinn er nýlega að heimili sínu í Washington, James R. Mann, neðri málstofu þingmaður frá Illinois ríkinu, sextíu og séx ára að aldri. Mr. Mann hafði gegnt þingmensku í fullan fjórð. ung aldar og var um langt skeið leiðtogi Republicana flokksins í þingdeild sinni. prettán senatorar og nýko.sin senatoraefni, héldu fyrir skömmu j fund í Washington, ásamt tutt- ugu og iþrem þingmönnum neðri 1 málstofunnar og nýkjörnum þing- mannaefnum, í þeim tilgangi að í- huga hvort æskilegt væri, að af- nema undir'búningskosnmgarn- ar — primaries, kjörmanna sam. kunduna — Electoral College, og kveðja saman nýkosið þing fyr, en núgildandi kosningarlög mæla fyrir. Engar fregnir hafa enn verið gerðar heyrin kunnar, af samtalsfundi þessum. Eldur kom fyrir skömmu upp í bænum New Bern ií North Caro- lina ríkinu, er varð valdandi að tveggja miljóna dala eignatjóni. prjú Ihundruð ábúðarhús, tvær kirkjur og margar verslunanbúð- ir, brunnu til kaldra kola. Mann- tjón kvað ekkert ihafa orðið. í skýrslu sinni til iþingsins, lætur flotamálaráðgjafi Banda- ríkjanna þes,s getið, að þjóðin þurfi að eiga herskipaflota, er að Emil Walters nær sérstakri við- urkenningu á tneðal listamanna i Bandaríkjunum, að þvi er blað eitt segir, er oss hefir nýlega borist að sunnan. Á siðastliðnu sumri átti Penn State þvi láni að fagna, að fá til sín sérstaklega fullkomna listasýningu, segir blaðið; ef til vill þá beztu, sem nokkru s inni hefir verið sýnd í listasafnshúsinu í Old Main. Listasafn það var eftir Emil Whlters, einn af allra fremstu listamálurum á meðal hinna yngri listmálara Bandaríkjaþjóðarinnar. Fyrir áhrif A. L. Kocher, for- manns bygging uneistara farchi- tects) félagsins, !ét Mr. Walters tilleiðast að koma til Penn State siðastliðið sumar og veita hér til- sögn í málaralist Eftir að þeirrí kenslutíð var lokið, fór hann aftur til Uniontown, þar sem hann kendi upp á eigin býti i sex vikur, og það var að þeim tíma liðnum, að útsýn- ið í Nittany dalnum dró hann til sín og aftur til Penn State, bæði til þess að hc,’sa upp á kunn- ingja sína og svo til þess að draga með fingri listarinnar upp myndir af hinni töfrandi náttúrufegurð, er sá dalur geymir. til þess aö sýna á listasýningunni t New York i vetur. Listdómarar telja Emil Walters ' einn af allra frenistu luigvitsmál- urum Bandarikjanna og eru mynd- ir hans nú að finna i flestum myndasöfnum einstaklinga í Banda- ríkjunum, sem list þeirri unna og nokkuð eru þektir, auk hinna stærri og smærri listasafna lands- ins. En glæsilegasti sigur Walters ! var sá, að hreppa George O. Good- win verðlannin i Chicago. Vel sé hverjum þeim íslending, sem setur markið hátt og yfirbug- ar erfiðleika, er á vegi hans veröa, til þess að ná þvi. Hugur leikur, — hjarta kætist, hlakkar sérhver æð og taug, þegar von og vissa mætist, veruleiki reynist spaug, þegar allar óskir rætast, öllum takmörkum er náð. pað er ljúfast, sælast, sætast að sigra fyrir Drottins náð. Höndum saman traustum tökum, tengju.m friðar efldu ibönd, yfir starfi okkar vökum, öll að vinna heimsins lönd, fyrir alt ihið fagra, — góða, fyrir kröfur hreinleikans, út vér skulum öllu bjóða undir fána meistarans. Ljóssins fána látum blakta, ljósiroðinn hátt við ský, 'hefjum sannleikis sverðið nakta, sækjum fram í stríð á ný, Rekum voða vald af höndum, verjum landið börn og fljóð, léttum þeirra þrældóms böndum, j þó að kosti llíf og blóð. Pétur Sigurðsson. j llllillllllllllllllllMMllílllllllllliM Söngvarinn litii. ÓLINA LILJA KRISTJANSDÓTTIR BERGbÓRSSON. jilllllllll Fœdd 6. júní 1911—Dáin 29. okt. 1920. Sem brosandi engill, sem barnstrúin á, hún barst inn í ættmenna hópinn sinn góða, hún Ólína litla, er sólina sá, þá svipfagur Júní var morgun að bjóða Og æskan varð fögur, og árbjört hver þrá, sem ástríkið klappaði’ á vangana rjóða. Hún söng eins og vorfuglinn sumarið hlýtt og sólina’ í húsið og blómanna gróður. Og brosið hjá afa og ömmu varð nýtt, og unaður sælli hjá föður og móður. Og frændalið hlustaði’ á fagnaðar-blítt hve fagur var söngur’nn, þýður og góður. En móðurjörð aftur sit. heimtaði hold, Þótt hlý væri dvölin á ástvina setri. Hún var eins og gestur, sem farfugl á fold, sem flýr undan komandi byljum á vetri. Hún skildi’ eftir hjúpinn sinn heima í mold og hvarf út í blámann til sóllanda betri. Þótt minningin vaki hjá vinunpm kvr og vonin sé ástinni haldgóður þráður, er ljúfustu ánægju lokaðar dyr og lífsvegur saknaðar þyrnunum stráður. Og því eru jólin nú þögulli' en f; r og |iess vegna' er vorsöngur hljóðari' en áður. En djúpt eins og eilífð er elskunnar hat. og eilíf-djúp lífsvötn um heirnana streyma. Hver einasta lífsrödd, sem almættið gaf, i alveldisríkinu mikla á heima. Frá sóllöndum ómandi söngröddum af, er söngvarann litla til vinanna’ að dreyma. borstcinn b. borsteinsson. llllllie engu leyti standi að ibaki her- skipaafla annara þjóða. pó lætur flotamálaráðgjafinn þær skýring- ar fylgja, að eigi sé ætlast til, að vikið verði í nokkru frá ákvæð- um Washington stefnunnar, um takmarkanir vígbúnaðar. Útgjöld i Bandaríkjanna fyrir fjárhagsárið, er hefst 1. jú!T 1323. eru áætluð $3,180,843,234, en tekjurnar, eru áætlaðar að nema, $3,361,812,359. Útgjöld- in fyrir árið 1924, eru áætluð $600,000,000 lægri. í bréfi til senator JWaHh frá Moosachwetts, lýsi dómsmálaráð- gjafinn, Mr. Daugiherty yfir því, að stjórnina skorti vald til að skifta sér nokkuð af Ku Klux Klan félagsskapnum. Slíkt koimi ein- vörðungu undir vald|Bviði hinni einstöku ríkja. Harding forseti hefir endurút- nefnt Pierce Butler, frá St. Paul, Minn., til aðstoðar dómara í hæzta rétti Bandaríkjanna. Síð- asta iþing vildi eigi fallast á út- nefninguna. Grímuklæddir ræningjar réðust inn í þjóðbankann í Denver, Colorado, hinn 18. þ. m., og námu á brott tvö hundruð þúsundir dala i peningum. Þingkosningar í Ástralíu eru ný- lega um garð gengnar, og lauk þeim með ósigri fyrir Hughes- stjórnina. Afstaða flokkanna sam- kvæmt siðustu fregnum, er sem hér segir: Stjórnarflokksmenn 27, Verkam.fl., 29, Frjálslyndi flokk- urinn og “County” flokkurinn til samans 29. GengiS er út frá því sem gefnu, aS stjórnin muni leggja niSur völd þá og þegar. Árslokahátíð sunnudagsskóia Fyrsta lút. safnaðar Ársloka hátíð sd.skóla fyrsta lút. safnaSar í Winnipeg var haldin í kirkju safnaSarins á aSfangadags- kveld jóla. Var þar fjölmenni svo mikiS saman komið, aS naumast! rúmaSist í kirkjunni, hvert sæti! var abkipaS, aukastólar settir alls- | staðar, þar sem þeirp varS niður j komiS, og samt stóð fólk uppi í kirkjunni í tugatali. Samkomur! þessar hafa ávalt verið vinsælar í 1 söfnuðinum og vel sóttar. En þessi var meS þeim beztu, sem vér minn- umst aS hafa veriS á. ÞaS var ekki að eins myndarhragur á þessari samkomu—þaS hefir ávalt verið á þessum ársloka samkomum, síSan þær' fyrst byrjuSu. En börnin, sem fram komu til þess að skemta, nutu sín ef til vill betur nú en vér minn- umst aS hafa heyrt þau gera áSur. Þau sungu af öllum kröftum svo að .'amblandaðar raddir yngismeyj- anna og sveinanna fyltu-kirkjuna, og oss fanst aS þau hlyti aS finna til máttar sins á sama tíma og á- heyrendurnir nutu óblandinnar á- nægju af hinni djarfmannlegu framkomu þeirra. Sama var aS segja um það annaö, sem fram fór —upplestur og söngleikinn ; það fór vel úr hendi og var vel undir búiS, þótt spursmál geti veriS um þaS, hvað nærri eigi aS ganga helgidóm- inum sjálfum , þegar um leiki er aS ræSa. En sleppum því, þetta var alt gert af góðum huga og heilum vilja og eiga allir þeir, sem aS því stóðu, þakkir skiliS, fyrir hið mikla verk, sem jiær og J>eir. er undir bjugggu, hafa orSið aS leggja á sig til jiess. Eitt af því, sem jók mjög á hátiSleik samkomunnar, var strengjahljóSfæra flokkur, sem til- heyrir sunnudagsskóianum, og nokkrir úr Winnipeg lúSraflokkn- unt, sem góSfúslega létu tilleiSast að koma þarna og spila með hinum á barnahátíSinni. Flokkur jæssi spilaSi nokkur lög og spilaSi líka undir með öllum söngflokkum, stórum og smáum, sem skemtu. — Fjölmenn guSsþjónusta var haldin kl. 11 á jóladaginn. ViS þá guðs- þjónustu söng hr. Eggert Stefáns- son einsöng (Ave María), og söng- flokkur safnaSarins var í einkenn- ishúningi — svörtum hempum eða yfirhöfnum, og fór sá búningur flokknum mæta vel, og var það veruleg framför frá því sem veriS hefir. Sagt er oss, að hr. Alb. C. Johnson hafi gefiS efniS í Jæssar yfirhafnir, sem er mjög vandaS, en aS konur innan kvenfélags safnað- arins hafi búiS þær til. — ViS guSsþjónustuna gengu 50 manns í söfnuSinn. VETRARKVÖLD. Kvöldið hljótt í köldum anda, klæðir húmi sæ og láð, vetrar lögin stíluð standa stjórnarvaldi tímans háð, undir fölvum fanna slæðum foldin hvílir snauð og bleik. meðan stjama her frá hæðum hlær við frostsins risaleik. Vetrarkvöld með skrautið skæra, skautið klakaperlum fáð, 'pú átt marga munarkæra mynd á gljáa hjarnið skráð; mjallar hafsins báran bjarta, brosir stimdum himni mót, alt eins nærri alvalds hjarta, eins og blóm á vorsins rót. Svella þinna höf þó hylji hjartkær blóm, er vorið ól, gegn um þína grimmu bylji geisilar dagsins vonar sól; þú átt nægan eld í æðum, oss þó finnist stundum kalt, undan þínum klaka klæðum kraftur lífsins vekur alt. M. Markússon. Níutiu ára afmœli. SíSastliSinn 28. n óvemlier átti öldungurinn Hinrik Gíslason í ís- lenzku bygSinni við Churchbridge, Sask., 90 ára afmæli sitt. ViS það tækifæri heimsóttu ættingjar hans og vinir á heimili sonar hans, Eyj- ólfs Hinrikssonar. Séra Jónas A. SigurSsson hafSi orð fyrir gestum og stýrði samkvæminu. Var það hafið með þvi aS syngja sálm, las svo presturinn ritningarkafla og flutti bæn, og ræSu til öldungsins og gestanna. Magnús Hinriksson, sonur afmælisbarnsins, flutti og ræðu og mintist húsráðenda og gesta. AS síðustu flutti séra J. A. SigurSsson kvæði þaS til Mr. Gíslasonar,' sem hér fylgir: Hinrik Gíslason níræSur. Einn eg jiekki yngitan mann,— ÖSrum líf finst betra; Nægjusamur nú er hann Níutíu vetra. Óblitt land og æfikjör örðug reyndust honum; Galt þó jafnan gleSisvör, GnægS hann hátti’ af vonum. Nökkva réri urn Njörfatún, Nætur, kvöld og mórgna. Blési, vatt ’ann hátt aS hún Hetju merkiS forna, Eins og Grettir utan fór, Orku feðra treysti; Ekki voru efnin stór, Álnavaran: hrcysti. Hvar seni fór, um fold og sæ, Fjárs- þó léttist -pyngja Kunni hann ei að kasta’ á glæ Kostum íslendinga. BoSar fækka, — bárulaust Ber þitt far að landi. — SkipiS senn mun sett í naust, —Sæll þinn farmanns andi. Hinrik Gíslason er ættaSur Ámessýslu og er einn af fyrs landnámsmönnum Þingvallar lendu, atgerfismaSur og ber 90 i aldurinn eins og hetja. Nautgripa-ábyrg*. Árið 1893, 3. des. stofnuSu Vestmanneyingar ábyrgSarsjóð fyrir nautgripi. Abyrgðargjald- ið er nú 4x/4% af virðingaverði gripsins. Drepist kvíga eða kýr, 2—12 vetra, fær sá er mist, y3 af virðingarverði skepnunnar. En farist istórgripur svo, að eigandi hafi engin not af honum, hvorki húð né kjöti, greiðist ihonum fjór- ir fimtu virðingarverðs. Á árunum 1895—1920 hefir verið borgað út úr sjóðnum í bæt- ur, rúmar 56CO kr. Sést af þvi gagnsemi sjóðsins eða ábyrgðar- innar. — Síðustu árin hefir ver- ið óvanalega mikill kúadauði í | Eyjunum, og er sjóðurinn því sem stendur í þröng. En vonandi raknar úr því aftur. Annars eru þessar nautgripa- ábyrgðir afarnauðsynlegar, eigi siíst í kaupstöðum og sjávarþorp- um, og yfir höfuð þar sem fátt er um kýr og kúahaldið kostnað- arsamt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.