Lögberg - 25.01.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 25.01.1923, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG FIMTUDAGINN 25. JANÚAR 1923. Fjölskyldan á Haugh Saga frá Skotlandi eftir ANNIE SWAN. “pú hefir átt erfiða daga 1 London. Vin- stúlka þín, ungfrú Sheldon, sagði mér, að þú hefð- ir stundum orðið að vera án dagverðar. Er það satt ?” “Já, en það var ekki það verst,” svaraði Elea- nor hreinskilin. “pað var ekki jafn auðvelt að vinna fyrir fæði sínu, eins og þú hélst. Vilt þú fara aftur til vinnu þinnar, eða hvað vilt þú gera?” Eleanor hrökk við, og örvilnandi tilfinning greip hana eitt aúgnablik. pessi spurning var henni alveg óvænt, því hún var komin aftur til síns gamla heimilis, glöð og þakklát fyrir hin efnalegu gæði, sem hún átti von á undir þaki þess. Ef til vill hafði faðir hennar látið að óskum móðirinnar, og nú þegar hún var farin, vildi ekki hafa hana hjá sér. Hann áthugaði hana með nákvæmri eftirtekt, og sá að hún va hrygg. “Eg hélt, að eg mundi fá Ieyfi til að vera hér,” sagði hún skjálfrödduð. “Núna þegar mamma er farinrt, gæti eg máske orðið að ein- hverju gagni.” “Haugh er sama húsið og það áður var, að öllu leyti, og eg hefi ekki batnað minstu vitun!. Eg verð nú með hverjum degi eldri, og geðslag okkar batnar ekki með aldrinum. pú ættir helst að hugsa um þetta ítarlega,” sagði hann með við- skiftaróm og svip, alveg eins og hann væri að gera út um einhverja verzlun. Eleanor stóð hjá ofninum og studdi hendinni við vegginn. Hún var veikluleg og hrörleg út- lits, í svarta fatnaðinum sínum, og svipurinn á andliti hennar sýndi, að mótlæti lífsins hafði ekki gegnið fram hjá henni. Faðir hennar, sem með hinni seinlátu en ná- kvæmu eftirtekt kynþáttar síns, tók eftir breyt- ingunni \ hinu ytra útliti hennar, fann til inni- legrar meðaumkunar með henni og sjálfum sér. pau yrði neydd til að byrja nýtt líf, og hætta við að vera ókunnug hvort gagnvart öðru hér eftir. “Mamma áleit að eg ætti að vera kyr hér, pabbi. Hún bað mig að hjálpa þér og vera þér til huggunar.” pað verður erfitt að starfa núna, þegar hún er farin,” svaraði hann hryggur, “en þér er vel- komið að reyna það. Eg get sagt við þig, eins og eg sagði við Claude, þegar við ókum heim frá • kirkjugarðinum: Ef þú nokkru sinni giftir þig og eignast eiginmann, gerðu þá skydu þína á hverjum degi, og vertu ástúðleg og ulmburðar- lynd, annars verður þú fyrir stórri sorg og iðr- an, þegar dauðinn hefir tekið ástvin þinn burtu. — Er það Katie, sem kemur með teið?” Hann laut áfram og spurði kvíðandi að þessu, af því hann fann að tilfinningar sínar ætluðu að yfirbuga sig, en það var gagnstætt eðli hans að láta nokkurra manneskju gruna eða Skilja hugsanir sínar. í Katie kom hávaðalaust inn með teið, og spurði hvort hún ætti að biðja ungu hjónin að koma of- an. Eleanor kinkaði og stúlkan fór. Á næsta augnabliki knéféll Eleanor við hlið föður síns, og studdi handlegginn við kné hans. “Pabbi, eg við læra að þekkja þig! Eg vil kenna þér að þykja vænt um mig! Ef þú að- eins vilt fyrirgefa mér, vil eg af öllu megni reyn- ast þér sem góð dóttir, — enginn getur verið eins og mamma var — en eg skal líkjast henni.” Um leið og hún sagði þetta, lagði hún höfuð sitt á kné hans. Hann Iaut niður að henni, og tvö stór tár féliu áháls hennar. “Bam, bam — guð fyrirgefi mér!” sagði hann með grátekka, “við höfum ekki gert eins mikið gott og við hefðum átt að gera!” ♦ * * Tunglið kom með hægð upp á bak við skóg- inn, og stjörnumar sendu geisla sína til þessara tveggja sorgbitnu persóna. Hið föla stjömu- ljós, sendi dularfulla birtu til hins gamla höfð- ingjaseturs og hinar blómlegu, ilmríku grasflat- ir. pað snerti hið stóra haf og skildi eftir skín- andi randir, sem hurfu í fjarlægðinni, en fegurra en annarstaðar, skein tunglið á hina nýju gröf, þar sem hin elskaða og sárt saknaða kona, svaf sínum síðasta svefni. Hún var farin, en blessun lífs hennar var kyr hjá þeim. Hún hafði orðið að bera hita og byrgðir dagsins. Stundum virtist vonin dofna og trúin bregðast, en nú var alt opinberað og skiljanlegt fyrir hana, og á himnum — já, eg ef- ast ekki um það — var hin trygga sál hennar yf- irburða glöð, af því friður, von og ást höfðu fengið aðsetur í því heimili, sem hún hafði yfir- gefið. % 40. Kapítuli. Síðari hluta fagurs maídags hins næsta árs, voru þau Frances Sheldon og Adrian Brabant að ganga sér til skemtunar um Hyde listigarðinn. J>ar voru fjölda margar glaðar manneskjur auk þeirra, sem höfðu yndi af vordagsins indælu feg- urð og veðurblíðu. / Lánið hafði heimsótt og brosað gegn Adrian Brabant, því nú var hann álitinn að eiga sæti með- al hinna betri Ieikritaskálda. Nú var hann ekki lengur neyddur til að hugsa um né kvíða fyrir, hvemig hann ætti að geta viðhaldið lífi sínu. Hann vann sér nægilegt inn til þess, að geta full- nægt þörfum sínum, og hann hafði Ieigt litla íbúð í París handa móður sinni, þar sem hún gat lifað án bjargræðisáhyggja og verið viss um, að skuld- ir hennar yrðu borgaðar. Adrian hafði neytt hana til að samþykkja og standa fast við ýmsa skilmála, því móðir hans var mjög eyðslusöm ið eðlisfari, sem fátæktin hafði ekki megnað að yfir- buga, en þar eð Andrian var ákveðinn og reyndi að halda henni frá ónauðsynlegum útgjöldum, einkum frá því að steypa sér í skuldir, þá varð hún að reyna að halda sér innan við hin ákveðnu takmörk. Andrian átt fjölda af vinum, en engan sem hann mat eins mikils og Frances Sheldon. Hann gekk oft skemtigöngur með henni, og þessar ferð- ir vom henni til mikillar ánægju í hennar sífelt starfandi lífi. Nú var liðið heilt ár síðan hún heimsótti Castlebar, og allan þennan tíma hafði hún verið loforði sínu trú, og engum skipfað í Castlebar, nema frú Allardyce einstöku sinnum, en án þess, að hún á nokkum hátt reyndi að viðhalda eða auka þau áhrif, sem þessi kona hafði orðið fyrir meðan hún dvaldi þar. jHún skrifaði mjög oft Eleanor og vissi, að alt var í réttu horfi og að öllum Ieið vel á Haugh og í Aimfield, því Eleanor duldi ekkert fyrir þeirri stúlku, ,sem hafði reynst henni sönn vina í neyðinni. þetta ár hafði verið reynsluár fyrir Eleanor og mörg misgrip höfðu henni viljað til, því þótt faðir hennar hefði fyirgefið henni, og reynt að vera henni eins góður og hann gat, kom það stund um fyrir, að þessum.tveim ráðríku manneskjum lenti saman og urðu ósáttar. “Eg fekk bréf frá Eleanor í gær,” sagði ung- frú Frances, um leið og þau settust á bekk hjá ilmríku kastaníutré, eftir að hafa rölt inn í Kens- ington garðsins skuggaríku brautir. “Hvemig líður henni?” spurði Adrian, sem alt af hafði ánægju af að heyra um Eleanor. “Henni líður vel. Eg flutti henni kveðju yð- ar hún minnist á að sig langi til að heimsækja mig í næsta mánuði. Og mér þykir mjög vænt um að fá að sjá hana aftur.” “Henni líður þá vel á heimilinu?” “Ó, já. pau eru að sönnu ekki gallalaus- ar manneskjur, hvorki hún né óðalseigandinn, og þau hafa oft lent í þrætum og rifldi, en eg held, að þau sé nú byrjuð að skilja hvort annað, og þeg- ar öllu er á botninn hvolft, er þetta lykillinn að allri sannri vináttu. Menn verða að læra að skilja hvem annan, er það ekki ?” “Jú, áreiðanlega. Eleanor ætlar þá að koma hingað? Hafið þér ekki hugsað um, að heim- sækja Skotland þetta ár?” “Máske. Mér finst eg þurfa að fá frístund um tíma. Hin unaðslega ferð síðast liðið ár, hafði engin góð áhrif á mig, og eg hefi verið einis konar fyrirmynd fyrir samferðamenn mína í lífinu. Á laugardaginn ætla eg að fara heim til föður míns, til að sjá hvemig honum og systir minnd líður við sín erfiðu Mfskjör.” “pér lítið út fyrir að þurfa umbreytingar. Alloft á undanfömum tímum, hafið þér litið út fyrir að vera þreytt og ofreyndari en venja yðar var,” siagði Adrian alúðlega. “Eg ætti ekki að vera þreytt, því eg er alger- lega heilbrigð. Eg er ekki dauðvona sökum vinnunnar — eða rekin áfram eins og þræll,.en eg hefi mist kjarkinn, vinur minn. pað er þetta sem að mér er, og ekkert annað. Hann spurði hana ekki um orsökina til þessa. Ef hún hefði viljað, gat hún sagt honum haná. Við missum öll kjarkinn, fyr eða seinna,” sagði hann, meðan hún dró óskiljanlegar mynd- ir í sandinn með regnhlíf sinni, “það eru ekki okkar gallar, en það er afleiðing af staðfestu- leysi kynþáttar okkar, held eg — en nú skulum við fara heim og fá okkur te í félagi.” “Til Barker Street, eigið þér við” ? “Já, auðvitað. Eg keypti mér jólaköku í gær, og þér verðið að hjálpa mér að neyta hennar. Að því búnu getum við orðið samferða í kirkju, ef yður sýnist svo.” Hún stóð upp, og þau gengu þögul yfir hina mjúku, grasi vöxnu flöt, yfir í Oxford Street, og upp á þakið á fólksflutningsvagni, þar sem vind- urinn blés óhindraður. Frances yfirbugaði bráðlega þunga geðslagið sitt, og samtalið varð frjálst og þvingunarlaust. Klukkan var næstum fimm, þegar þau komu heim til hennar, og dyravörðurinn rétti henni nafnspjald, og þegar hún sá nafnið, blóðroðnaði hún. “Hann sagðist ætla að koma aftur kl. sex,” sagði dyravörðurinn. Frances kinkaði kolli, og Adrian og hún gengu upp tröppuna. “petta er einn af vinum mínum frá Skot- landi,” sagði hún, um leið og hún rétti honum nafnspjaldið og opnaði dymar. Viljið þér ekki vera hér í kvöld og kynnast honum ?” Hún sagði þetta fremur sem spumingu held- ur en ósk, og Adrian neitaði skynsamlega til- boðinu. Hann furðaði sig svo mikið yfir Franc- es, að hann gat naumast talað eins og hann var vanur, á meðan hann neytti síns einfalda matar. “pið munið hafa svo margt og mikið að tala um, og þess vegna vil eg ekki vera,” sagði hann, "eg hefi hálft í hvoru Iofað Rickmann að koma þangað í kvöld. pér verðið að afsaka mig.” Já, það vildi hún gera, en Adrian sá, að hún vissi ekki fyllilega hvað hún sagði, og þegar hann gekk ofan tröppuna, sagði hann við sjálfan sig, að hann væri heimskingi, sem ekki skyldi hvað það var, sem nú raskaði geðró hennar. Fyrir útan götudymar mætti hann Allardyce, og athugaði hann nákvæmlega. pað var nú eitt af hans áríðandi störfum, að rannsaka eðli manneskjanna, og þetta opna hreinskilna andlit, sem bar þes® vitni, að eigandi þess hefði lifað réttlátu lífi, og að sál hans var guði tilheyrandi, geðjaðist honum undur vel að. Meðan hann gekk ofan götuna, bað hann guð að varðveita þau og gera þau lánsöm, í undarlegri geðshræringu um hugsanina um þau, þó hann vissi mjög vel, að hann sjálfur yrði að rölta einmana gegnum lífið. Allardyce gekk hröðum skrefum upp og barði að dyrum fremur óþolinmóður. Frances opnaði þær og bað hann að koma inn. Eitt augna^ blik horfðu þau hvort á annað þegjandi. “pér sjáið að eg hefi hlýtt yður,” sagði hann “í dag er liðið eitt ár síðan við skildum.” “Úg hélt að það væri meira en eitt ár,” sagði hún lágt. , “Hverju hafið þér nú að svara mér?” sputði hann kvíðandi en raddhreimur hans bar vott um sigurvon, því svipur hennar gaf honum svar. “Eruð þér enn á sömu skoðun?” “Ef eg hefði ekki sömu skoðun, þá væri eg ekki kominn hingað í dag.” “Veit móðir yðar, að þér fóruð hingað?” “Já, eg hefi bréf til yðar í vasa mínum, nær ætlið þér að koma til Castlebar ?” “Eruð þér viss um að þér vitið hve alvarlegt þetta er? Eg hefi stundum kallað sjálfa mig kvenfrelsis stúlku — yilj ið þér giftast kvenfrels- isstúlku ?” “Já, þegar þessi stúlka ert þú Frances.” “Nú, jæja, þú verður þá að bera afleiðing- amar. Eg skal koma,” svaraði hún blátt áfram. * * * Eleanor Kerr sat við gluggann í dagstofunni á Haugh, þegar frú Allardyce ók upp eftir trjá- ganginum að húsinu. Útlit hennar var ein- kennilegt í dag, og Eleanor sá það undir eins. í dag var mánudagur, hún hafði ekki séð hana í marga daga, og varð þess vegna mjög glöð yfir að sjá þessa góðu konu í litla kunnuga vagninum. meðan síðasta árið leið, hafði frú Allardyce með einstakri alúð hjálpað ungu stúlkunni í öllum vandræðum hennar; nú ríkti sannarleg og hrein- skilin vinátta á milli þeirra, og Eleanor gekk til dyranna til þess að mæta henni. “pað er svo langt síðan að eg hefi séð yður,” sagði hún, “hvar voru þér á sunnudaginn? Við urðum ekki vör við yður neinstaðar.” “Eg fór ekki út. Eg átti rólegan dag við að lesa í biblíunni minni. Sonur minn er lagð- ur upp í ferð.” “Lagður af stað í ferðalag? Hvert er hann farinn ?” “Hann er farinn til London. Eg kom hing- að í því skyni að segja þér fá þessu, hélt að þú hefðir gaman af því.’' Eleanor hjálpaði henni úr yfirhöfninni, og svo urðu þær samferða inn í dagstofuna. “pú lítur vel út, Eleanor. pú líkist meira sjálfri þér, heldur en þú hefir um lamgan tíma gert. Er faðir þinn frískur?” ó, já — en hann er ekki eins hraustur og hann hefir áður verið.” “Hann er að eldast eins og við gerum öll. í dag er nú eitt ár síðan móðir þín yfirgaf okkur. Eg hefi hugsað um þig í alian dag, þó eg hafi líka utti sjálfa mig að hugsa.” “Já, í dag er eitt ár síðan,” endurtók Elea- nor. “Stundum get eg ekki trúað því að hún sé farin — og stundum finst mér, að hún hafi aldrei verið hér, mér finst það eins og draumur, að eg hafi nokkum tíma átt móðir,” sagði Eleanor. “En hún er ekki langt í burtu frá okkur. Blæjan, sem hylur hana fyrir okkur, mun naum- ast geta hulið okkur fyrir hen-ni. petta er mín huggun, þegar eg er hrygg og þrái hana. pú hefir gert skyldu þína þetta ár, Eleanor. Allir virða þig mikilís þess vegna. Ó, ef aðeins þín kæra móðir hefði lifað til að sjá, hve friðsamlega alt á sér stað hér á Haugh, þá hefði það glatt hana ósegjanlega.” Haldið þér að faðir minn sé ánægður?” spurði Eleanor kvíðandi. “pér vitið að hann segir ekki neitt, og við verðum oft ósátt.” “Hann er meira en ánægður, góða mín. Hann er miklu viðfeldnari og alúðlegri við alla, en hann áður var.. Halt þú áfnam eins og þú hefir byrjað og guð mun endurgjalda þér það. pú fram- kvæmir kvenmannsins eðallyndustu skyldur í þessu lífi. Langar þig til að heyra nýjungamar, sem eg get sagt þér?” “Já, auðvitað langar mig til þess.” “Syni mínutti er farið að leiðast að vera al- einn h.já mér, — hann er orðinn þreyttur af að umgangast gömlu frúna í Castlebar, og er farinn til London til þes® að sækja sér aðra nýja.” Eleanor sat alveg kyr, en andlit hennar var náfölt, og eitthvað sem líktist þoku, brá fyrir augu hennar. Margaret Allardyce var mjög hyggin og skarpskygn í flestum tilfellum, en hana gmnaði alls ekki, að Eleanor bæri aðrar tilfinningar til sonar síns en almenna vináttu. petta vissi Elea- nór og gat þess vegna dulið geðshræring sína. “Er það Franoes, sem hann hefir v^lið til að verða ný frú á Castlebar?” “Já, hún hefir máske sagt þér það? Hún hefir látið hann bíða heilt ár, þar eð hún vissi hve vænt honum hafði þótt um þig, og vildi að hann gæti lært að þekkja sínar eigin hugsanir. Hann hefir talið dagan-a þan-éað til árið var liðið, og fór á föstudaginn til London. Eg fekk bréf frá honum í morgun, og þau hafa kottiið sér sam- an, — svo við megum halda brúðkaup í Castle- bar í sumar, Eleanor!” F-rú Allardyce var mjög ánægð, og skrafaði fjörlega, svo Eleanor fékk tíma til að jafn-a sig. “pér þótti vænt um Frances, og ykkur kom vel saman,” sagði frú Allardyce. “Já, hún er ágæt manneskja,” svaraði Elea- nor róleg, og frú Allardyce kin’kaði samþykkj- andi. “Mér þykir vænt um að þú ert ánægð, Elea- ngr! Eg ímyn-daði mér að þetta mundi gleðja þig. Eg hefi oft hugsað kvíðandi um konu son- ar míns, en guð hefir verið mér miskunnsamur, og gert alt betur en eg á -skilið.” Frú Allardyce hélt áfram að tala glöð og gæfurík, en Eleanor var furðu kyrlát. Stundu síðar fór frúin, og Eleanor fylgdi henni að vagn- inulm, eins og hún var vön, en það var ekki oft, sem hún laut að gömlu kon-unni, og kysti haua tvisvar. ‘‘Hér er koss hand-a yður, og annar handa Frances, segið henni þetta þegar þér skrifiS,-” sagði hún brosandi. Fkú Allardyce kir.kaði ánægð, og ók burtu yifirburða glöð, án þess að gruna að öll gleði og tl/» ... 1 • ,*• timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgoir tegundum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. 11 Limited —---------- * HENRY 4VE. EAST - WINNIPE« Gleymið ekki D. D. WOOD & SONS, þegar þér þurflð KOL •---------------/ Domestic og Steam kol frá öllum námum Þú fœrð það sem þú biður um. Gæði og Afgreiðslu Tals. N7308. Yard og OTfice: Arlington og Ross lán v-ar sloknað í lí-fi ungu stúlkunnar, sem stóð róleg við dyrnar og horfði á eftir vagninum unz hann hvarf. pá litu augu hennar á grænu flöt- ina, sem svölumar flugu yfir og snertu blómin á ferð sinn-i. Á milli trjánna þar, kom faðir henn- ar gangandi, og þar sem hún stóð, sá hún að hann var veiklulegri en vant var, og skref hans voru ekki eins staðföst. Dj úp ást og blíða fylti hjarta hennar, og hú-n- sagði sjálfri sér, að vegur skyld- un-nar væri ekki erfiður. Hún gekk hratt inn í húsið og upp í her- bergið, sem móðir hennar dó í, sem nú var ekki notað. par var alt í sama ásigkomulagi og með- an hún lifði. Eleanor flutti þa-ngað ný blóm á hverjum degi, og þar dvaldi hún þegar hugur hennar v-ar sorgbitinn- og hún þarfnaðist hvíldar. Hún læsti dyrunum, spenti gyeipar og an-dlit hennar breyttist. “Mlamima, mamma! hrópaði hún yfirbuguð af sorg, fleygði sér á rúmið með beiskri saknaðar tilfinningu, sem gerði hana örvilnaða. Of seint vakn-aði hugsun hennar, og sú gersemi, sem hún eitt sinn hrinti frá sér, var gefin annari stúlku. ó, það var aðeins það, sem hún verðskuldaði. Alexander Kerr gekk hægt upp eftir garð- brautinni. Hann stóð oft kyr og leit í kring um sig. Alt var jafn fagurt og grænt og það var fyrir ári síðan, og alt var með sama útlitinu, en fyrir hann var lífið breytt. Á þessu liðna ári hafði hann gert alvarlega tilraun tíl að endurbæta alt það iBa, sem hann hafði af stað komið, og margir undruðust y-fir umbreytingunni, -sem átt hafði sér stað hjá óðalseigandanum á Haugh, og báru meiri virðingu fyrir honuim en áður. Hann var ellilegri, en andlit hans var blíðara og friðsamlegra. Hann stóð oft kyr, og þegar hann kom að dyrunum, kom Eleanor út og leit til hans brosandi. “Ert :þú þreyttur, pabbi? Hvar hefir þú verið?” spurði hún. “f kirkjugarðinum. Liljurnar eru svo blóm- Iegar, og það er svo fagurt hjá gröf móður þinn- ar.” “Eg vildi að þú hefðir lofað mér að fara með þér þangað!” sagði hún viðkvæm. “Við getum orðið samferða þangað seinna,” svaraði hann- vinsamlega. “Kemur Claude og Mary hingað í dag?” “Já, þegar Mary er búin að svæfa þann litla. Mary er ástrík móðir.” “Já, en Claude er líka góður faðir. ó, hve glöð Alice væri, ef hún væri nú hjá okkur.” pað blikaði sterk löngun í augum gamla mannsins, svo Eleanor tárfeldi. “pú isaknar hennar mikið, pabbi. Er eg að öllu leyti óhæf í hennar stað?” Hún þráði að heyra, að það væri þó einn sem þyrfti hennar með, og sem hún gæti verið til hjálpar og ánægja í þessu lífi. Kerr sneri -sér að henni og lagði hendina á öxl hennar. “Pú ert barn móður þinn'ar, Eleanor. \ Eg get ekki s-agt meia en þetta. -Ef eg hefði þig ekki, -gæti eg ekki lifað í þessu plássi.” ENDIR.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.