Lögberg - 22.02.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.02.1923, Blaðsíða 4
BLí. 4 LOGBERG FIMTUDAGINN 22. FEBRÚAR 1923. Xögberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- utnbia Prets, Ltd.^Cor. Wilíiam Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. TaUiman >-6327 o,* N-6328 Jón J. Bildfetl, Editor UtanA»krift ti! blaðsin»: THt COLUMBIA PRE3S, Itd., Bo> 3171, Winnlpag, M«H- Utanáakrift ritstjórana: EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Wlnniptg, *|an. Ttt» "Lötrborir" 1» prlnted and publiahed by Th« Colutnbla Prasa. Ijimttad, In tha Columbla Block. tál 1» ItT Sherbrooke Street. Wlnnlpe*, Manltoba 1 Frakkar í Rínárdalnum. Flestar þjóðir heilmsins litu vanþóknaraug- um á það tiltæki Frakka, að fara með hervaldi inn í héruð pjóðverja til 'þess að neyða þá til að borga herkostnaðarskuldina, og enginn maður getur enn sagt, hve víðtæk, né alvarleg áhrif þess tiltækis Frakka geta orðið. pegar maður skoðar ástæðu Frakka, þá á- stæðu, er þeir sjálfir láta í veðri vaka, þá virð- ist, sem þeim sé nokkur vorkunn. f ) Með hið ægilega stríðssár, sem pjóðverjar veittu þeim, ógróið, með koLa- og járnnámur sín- ar eyðilagðar og útgjöld þjóðarinnar langt um meiri, en tekjurnar, segjast þeir verða að fá skaðabótaféð greitt. Á hinn bóginn eru pjóðverjar með gjald- miðii sinn fallin ofan í sama sem ekki neitt, með laanaða verzlun og framleiðslu, segjast ekki með nokkru móti geta borgað þær 32 biljónir dala, sem þeim var skipað að borga í skaðabætur. Svo margir af þektum hagfræðingum heimsins tóku undir með pjóðverjum, þegar af þeim var runn- in hervíman, og sögðu, að pjóðverjinn ætti sér ekki uppreisnarvon með slíkan hlekk um háls. Afleiðingin af tþví varð sú, að forsætisráð- herrar þriggja ríkjanna, Englands, Frakklands og ítalíu, komu saman og ræddu málið og komu sér saiman um að færa skaðabóta kröfuna niður úr 32 biljónum og ofan í $12,500,000,000. En þá bar á milli með borgunarskilmálana. Englendingar vildu veita pjóðverjum gjaldfrest, en Frakkar voru ófáanlegir til slíks, og þar skildi með þeim, og Frakkar fóru með her manns inn í Rínarhéraðið, sem er námaauðugast allra hér- aða 1 pýzkalandi, og tóku námurnar í sínar hend- ur með valdi. Ef til vill er ekki rétt að líta á þessa aðferð Frakka sem hernað, heldur sem lögtak, því eng- um blöðum getur verið um það að fletta, að þeir eiga heimtingu á þessu gjaldi frá pjóðverjum samkvæmt samningum. En það er ekki æfinlega, að-menn bera sig- ur úr býtum, þegar lö>gtaki er beitt. Ef að sá, sem skuldar, á nógar eignir til tþess að mæta skuld sinni og lögtakskostnaðinuim, þá fær skuldheimtumaðurinn sitt. En ef hann á það ekki, eða ef hann hefir komið eigum sínum svo fyrir, að ekki er hægt að ná í þær, þá verður atför skuldheimtumannsins ekkert nema blá- bert tap. Hvað verður það fyrir Frakka? Mjög miklar líkur eru til þess, að Frakkar verði aldrei auðugir á þenna hátt, því þeir hafa við 8vo mikla erfiðleika að etja. Fyrst þurfa þeir að sækja þessar námuaf- urðir úr sínu eigin landi í óvinaland, og iþví öll framleiðsla og flutningur miklu erfiðari. í öðru lagi verða þeir að hafa standandi her til þess að haldá fólkinu í þessum héruðum í skefjum og nógu öflugan til þess að pjóðverjum standi ótti af honum, og það ekki að eins í nokkra daga, vikur eða mánuði, heldur þar til að verkinu er lokið og skuldin greidd, og það virðist sem Frakkar setji það ekki mjög fyrir sig, hvort þetta tiltæki borgi sig eða ekki. peir hafa nú einu sinni tekið það í sig, að gjöra þetta, og pjóðverjar verða að borga brúsann, hvernig svo sem fer.. Pýzkir námamenn í þessum héruðum hafa tekið Frökkwm illa; gjört hvert verkfallið á fæt- ur öðru og tafið fyrir sem mest Iþeir mega, og jafnvel þeirra eigin menn hafa snúist á móti skipunum hersins og gjört verkfall í þessum námum. Frakkar vilia reyna að vinna þýzku námu- mennina með góðu, segja að það sé pjóðverjum sjálfum fyrir beztu, því það séu að eins þessir náma barónar, svo sem Thyssen, Stinnes og KruoT). sem þeir vilji frelsa pjóðverja frá. peir séu þjóðarinnar mestu óvinir, og með þá í broddi fylkin'rar eigi hún sér aldrei viðreisnar von. Sök sú, sem Frakkar hafa sérstaklega á hendur 'þessum mönnum, er, að þeir séu búnir að ná haldi á auðsunípsnrettu lindum Ibjóðar- innar. Að þeir borgi kostnað við alla framleiðslu 'heima fyrir í verðlausum peningum, sendi af- urðimar út úr landinu og fái borgun fyrir þær í gjaldmiðli annara þjóða. sem sé í fullu verði, og leggi hann svo á banka í öðrum löndum, þar sem það fé sé skattlaust, og staðhæfa, að mörgum biljónum sé þannig skotið undan skatti árlega af þessum mönnum, sem verkalýðurínn verði svo að borga. Vcr kunnum ekki aj5 dæma um fvrirætlanir Frakka með þessu tiltæki sínu, en heldur finst oss ótrúlegt, að þeir séu að bera hag Pióðveria fyrir ibrjósti. þó þeir Iáti hað máske f veðri vaka, bæði af kænsku og máske Hka af íbví. að þeir dirfast ekki að láta unm eun sem komíð er það. sem að voru áliff er aðal ástæðan, en það er, að slá eign sinni á þenna auðugasta part hins þýzka ríkis og halda honum—að mynda nýtt AIsace-Lorraine hérað. ------i--- I Þjóðræknisfélagið. i. pegar félag það var stofnað, gjörðu menn sér góðar vonir um, að það gæti orðið að nokkru nýtt og Vestur-íslendingum til góðs. Hugmyndin með stofnun þess, var fyrst og fremst sú, að aðstoða menn eftir mætti til þess “að verða menn með mönnum hér, þars mæld oss leiðin er.” í öðru lagi til þess, að reyna að sameina íslendinga í dreifingunni hér vestra um sam- eiginlegt áhugamál. í þriðja lagi til tþess, að koma á meiri sam- vinnu ef unt væri á milli Vestur- og Austur- fslendinga. Nú er félag þetta búið að starfa í fjögur ár, og hvernig hefir tekist að koma þessum hug- sjónum í framkvæmd? * ‘ Hvað fyrsta atriðinu viðvíkur, þá er ekki hægt að segja, að nein veruleg áhrif frá þess hálfu hafi sézt í þá átt, sem kannske er ekki heldur að búast við, því þroska manna á þeirri leið er ekki gott að mæla eða sjá á mjög stuttum tíma. pað hefir ekki ráðist í neitt, sem ensku- mælandi fólk hefir veitt sérstaka eftirtekt. Eng- ar bækur hefir það gefið út á enskri tungu, sem þó er næsta nóg til af, og arðvænlegar gætu orð- ið fyrir félagið, ef nógu vel væri farið með. Og ekkert verk hefir það haft með höndum, sem eft- irtekt hefir vakið á meðal hérlends fólks. En það er þó eitt af þroskaskilyrðum þess félags, og máske eitt það helzta. því á þann hátt virðist oss helzt líklegt, að hin yngri kynslóð mundi sinna málinu, og þá fyrst getur félagið farið að hafa verulega þýðingu, en fyr ekki. pað er að vísu satt, að pjóðræknisfélagið gæti haldið hinum eldri saman, það er að segja, ef mögulegt væri að fá þá til að vinna saman í einingu að nokkrum sköpuðum hlut. En það dugir ekki. Vér, eldri mennirnir, sem tengdir erum nán- ari böndum við ættjörðina en þeir, sem hér eru fæddir, föUum smátt og smátt úr sögunni og með okkur þetta þjóðræknisféiag, ef við berum ekki gæfu til iþess að vekja áhuga yngri kynslóð- arinnar fyrir því og sýna henni, að það hefir nytsamt verk að vinna fyrir hana — verk, sem liggur á sarna starfsviði og hún vill starfa á, og stefnir í sömu átt sem hún fer. par með er ekki sagt, að félagið þurfi endi- lega að verða enskt. Vér erum enn á sömu skoðun í þjóðræknismálinu og vér höfum ávalt verið, nefnilega. að oss beri að spyma við þeim broddum, sem vilja merja þjóðræknis tilfinn- ing vora og limlesta. Vér erum á þeirri skoðun, að pjóðræknisfélagið sé að vinna gott verk með því að kenna bömum og unglingum að lesa og skrifa mál feðra sinna. En það er hið unga fólk, — meira en hálf- vaxna fólkið—, sem félagið þarf að geta haft á- hrif á, og það getur það ekki, nema að hef ja ein- hverja starfsemi á sviði þess fólks, sem það fæst til að taka þátt í. Menn spýrja ef til vill hvað hægt sé að gera, til þess að hið yngra fólk fáist til að sinna þess- um félagsskap. peirri spumingu er ekki þægilegt að svara svo fullnægjandi sé. En eitthvað má þó réýna. Félagið hefir ekki gjört minstu vitund til þess að vekja áhuga unga fólksins fyrir þjóð- ræknisimálinu, nema íslenzkukensluna, sem er góðra gjalda verð, en ónóg út af fyrir sig. Félagið þarf að taka ákveðinn iþátt í áhuga- málum þeirra ungu, eða að það dagar uppi og deyr. Hér í bænum eru nokkrir ungir drengir, sem hafa myndað félag með sér til hockey-leika. pessir drengir eru að berjast áfram og reyna að láta á sér bera og til sfn finna I innlendu þjóð- þjóðlífi líkt og Fálkarair gerðu um árið. Hefir pjóðræknisfélagið skift sér nokkuð af þeim? fslendingar hinir eldri, sem stunduðu sjó við strendur íslands, þóttu margir ágætir ræðarar. Mundu ekki synir þeirra vera líklegir til frama í þeirri list. éf róðrarfélag væri myndað hér og ! þeir æfðir vel? Vér trúum ekki öðru, en að sumir þeirra, sem nú þykja taka vel í ár, volgnuðu undir ugg- um, ef iþeir ættu að etja við úrval íslenzkra æsku- manna vel æfðra. — Svona mætti halda áfram koil af kolli og benda á áhugamál hins uppvax- andi íslenzka æskulýðs, sem ekki ná fram að ganga, eða eru þróttlaus, sökum samtakaleysis þeirra eldri. Fyrir hálfu öðru ári síðan veitti stjórnar- nefnd pjóðræknisfélagsins ofur lítið fé til þess að afskrifa íslenzk sönglög, svo tæki væri á að æfa íslenzkan söngflokk. pað fé liggur enn ó- notað í fjárhirzlu félagsins, og enginn söng- flokkur til. ^ Ritið, sem félagið gefur út, er að ýmsu leyti gott rit, en það nær ekki nema að örlitlu Ieyti inn á svið áhugamála æskulýðsins og getur þv.í ekki verið úrlausn spursmáls þess, sem hér hef- ir verið gjört að umræðuefni. Vér höfum vakið máls á þessu atriði í sam- bandi við starf og framtíð pjóðræknisfélagsins, sökum þess, að oss fint það svo þýðingartnikið og það einmitt nú, þegar hið árlega þing þess er nú fyrir höndum, svo þingið gæti athugað þessa hlið málsins og máske tekið einhveria ákveðna v" bagnýta stefnu í málinu, — að minsta kosti iátið unga fóikíð vita. að félaeið man eftir að það só til. og að framtíðarvelferð þess öll sé undir bví komin, að það nái hylli þess. traustl og virðingu. Rússland úr sogunni. pað er ekki samt svo að skilja, að Rússland sé sokkið í sjó. Ekki hefir það heldur verið upp- numið, né af eldi brent. pað er enn á sama stað og það hefir verið, en það heitir ekki Rússland lengur, og ef til vill er nú þetta siðasta tiltæki þeirra Lenin og Trotzky í samræmi við alt ann- að, sem þar hefir farið fram á síðari árum. Hið forna Rússaveldi er i raun og veru ekki lengur til, og það sem eftir er af því svo breytt frá því sem það var í fyrri daga, að þó föður- landsvinirnir risu upp úr gröfum sínum, þá mundu þeir ekki þekkja það fyrir sama landið, sem þeir unnu. í síðastliðnum mánuði var þing eitt-mikið haldið í Moscow af Bolsheviki mönnum. Var það allsherjar þing þeirra. A því þingi gerðist ýmxslegt, sem eftirtektarvert er, þar á meðal það, að Rússland var skírt upp—nafninu, sem landið hefir borið i aldaraðir, var kastað, svo menn fara nú ekki lengur til Rússlands. þegar þeir fara til Petrograd eða Mpscow, heldur til Moscow í “The Union Soviet of Socialist Repub- lics”, þvl svo heitir hið nýja ríki, sem myndað hefir verið í landi MSoskóvítanna. Fjórtán lýð- veldi gengu inn í þetta nýja samband á þinginu. Sum þeirra voru ekki stór—flest partar, sem liðast höfðu út úr Rússlandi hinu foma. Eitt af þessum fjórtán var Chita lýðveldið, sem áður var undir umsjón Japaníta. i Hugmyndin með þessari breytingu, er auð- sjáanlega hin upphaflega draumsjónahugmynd Lenins, að láta sitt Sovíet-ríki ná um heim állan. En litlar líkur eru nú fyrir því, að hún muni ræt- ast, og það er Soviet leiðtogunum nú sjálfum ljóst. En þeir líklega hugsa sem svo, að "ef við ekki náum því takmarki, sem við í fyrstu ásett- um okkur, þá að reyna að komast eins langt á- leiðis og unt er”. petta nýja fyrirkomulag stefnir náttúrlega í áttina til alheims Soviet ríkis, en fyrst um sinn gjöra þeir herrar sig ánægða með að fá undir sína Soviet vængi parta af löndum eða þjóðum, hvar sem þær eru. pannig gætu t. d. fyikin í Bandaríkj unum, hvert um sig. sagt sig úr sam- bandinu og gengið inn í “The Union Soviet of Socialist Republics. Sama er að segja um sam- bandsríki Bretaveldis eða parta af þeim. pó mun þetta net þeirra Lenin og Trotzky sérstak- lega vera lagt fyrir Tyrki og Persa. Fjármálin á Rússlandi hinu foma,— segir fréttaritari einn, er á fundinum sat >— að séu í slæmu standi. Kvað hann forgöngumenn fjármál- anna hafa lýst yfir því, að eignir þjóðarinnar hefðu gengið til þurðari á árinu svo numið hefði 40 af hundraði. Ekki voru neinir reikningar lagðir fram um útgjöld eða útistandandi skuld- ir. Kvað hann tölur hvorutveggja þeirra liða vera orðnar svo háar, að þær væru með öllu óvið- ráðanlégar. Einarðlega talað. pað er kvartað um það nú á dögum, að menn skorti einurð, þegar mæla skal á mót stefnum, er mikið fylgi hafa og vinsældum hafa náð hjá þeim, sem miklu ráða og mikil eru fyrir sér. pannig hefir það verið með Evrópumálin síð-' an að stríðinu lauk. Menn sögðust koma saman til þess að semja frið í Versölum, en í rauninni komu þeir saman til þess að maka sinn eigin krók — til þess hver um sig að ná í sem mest af því, sem hægt var að festa hönd á og til skifta var hægt að nota. Og síðan hefir misskilningurinn og óvinátt- an farið sí-vaxandi og enginn hefir dirfst að segja meiningu sína hreint og hispurslaust, at þeim, sem nokkurs máttu sin. Nú hefir Bandaríkjamaður einn kveðið upp úr i þessu máli, Pierpont B. Noyes að nafni, mað- ur, sem þessum málum er kunnugur, því hann var verzlunar umboðsmaður Bandaríkjastjórnar í Rínárdalnum, og er tillaga hans á þessa leið: “Eg vildi að Bretar og Bandaríkjamenn vildu 1 einingu segja við Evrópu: Við höfum meðlíðan með Frökkum, eins og við höfðum árið 1918, og ávítum pjóðverja harðlega. En síðastliðin fjögur ár sanna, að vér höfum gjört rangt í því, að láta hefndarhug vom bitna á pjóðverjum, og við snú- úm nú baki við þeirri stefnu. Hið ófrávíkjanlega áform Frakka, að knýja pjóðverja með vopnum til þess að beygja sig undir kröfur þær, sem menn gjörðu á hendur þeim áður en hemaðarvíman var runnin af þeim, hefir ekki að eins stofnað menn- ingunni í hættu, heldur velmegun og efnalegri afkomu vorra eigin þjóða. Vér ættum því að gleyma skaðabótakröfum og taka upp alveg nýja réttlætisaðferð í sambúð vorri við pjóðverja, að minsta kosti unz jafnvæginu er aftur náð. Vér, Bretar og Bandaríkjamenn, fyrirdæmum því skaðabótakröfur Versala samningsins, og vér ráðum Frökkum til þess að taka her sinn burt úr Rinárdalnum og minka herútbúnaðinn, svo að enginn þurfi framar að óttast hervald þeirra.” SVEINN SfMONSSON Sjötugur 10. janúar 1923. Sjötugur. — pitt barstu böl, Brosti fátt um hauður. — Ljóðin reyndust dægradvöl Drýgri en hreysti og auður. Senn er líf og land og höfn Og lækning — fyrir stafni. — Út á dauðans ægidröfn Ýttu — í Jesú nafni! Jónas A. Sigurðsson. 1 Ástœðurnar fyrir því að hugur íslenzkra bændq hnegist til Canada 31. Kafli. f þeim hluta Suður-Alberta- fylkis, þar sem mest er um bland- aðan búnað og eins á svæðunum milli Calgary og Edmonton, er timothy ein allra algengasta og jafnframt besta heytegundin. Aðr- ar grastegundir — ágætar til fóð- urs má nefna, svo sem Kentucky bliue, broome gras, rúg, alsike og smára. Jarðvegurinn i Alberta, er eink- ar vel fallinn til garðyrkju. Enda er þar framleitt afarmikið að jarðeplum, næpum, rófum og því um líku. Nautpeningsræktin í Alberta, hefir ávalt verið mjög þýðingar- mikill atvinnuvegur fyrír fylkis- búa. Eru sláturgripir þar oft ó rneðal hinna allra bestu í Vestur- landinu, Fram að aldamótunum síðustu, var nautgriparæktin höf- uð atvinnuvegur íbúa suðurfylk- isins. 1 norður- og miðfylkinu, var þá einnig all mikið um gripa- rækt. Er framliðu stundir fóru bændur að leggja mikla áiherzlu á framleiðslu mjólkurafurða, og er smjörgerðin þar nú komin á afarhátt stig. iHefir stjórnin unnið að því allmikið, að hvetja bændur og veita þeim upplýsing- ar ií öllu því, er að kynbótum nautpenings lýtur. Nú orðið má svo heita, að griparæktin og korn- yrkjan, só stunduð jöfnum hönd- um. Á 'býlúm þéim, er næat liggja borgunum, er mjólkurframleiðsl- an að jafnaði mest. Enda er markaðurinn þar ihagfelda,stur. Á sléttum suðurfylkisins, var griparæktin mest stunduð, lengi vel framan af. En nú er orðið þar mikið um akuryrkju líka. Víða í fylkinu, er mikil timbur- tekja og ií flestum ánum, er tals- verð silungsveiði. í hæðunum, svo sem tuttugu og fimm mílur suður af High River, keypti prinsinn af Wales mikið og fagurt býli. Hefir þangað verið flutt mikið af nautpeningi, Shorthorne kyni, einnig sauðfé og Dartmoor hestum, frá brezku eyjunum. Hinu kjarngéða beitilandi er það að þakka, hve sláturgripir i Alberta eru. vænir. Veðráttufar- ið er heilnæmt öllum júrtagrdðri. Saggaloft þekkist þar ekki. Gripa- ræktarbændur hafa að jafnaði keypt og alið upp kynbótanaut, svo sem Shorthorne, Hereford og Aberdeen-Angus. Gripir af þessu kyni hafa selst við ihinu allra hæsta verð| á Chicagomarkaðin- um. í Peace River héraðinu, er griparæktin ’að aukast jafnt og þétt. Eftirspurn eftir góðu nauta- kjöti, hefir aukist árlega, og þar af leiðandi hefir æ verið meiri og meiri áherzla lögð á griparækt- ina. 1 mið- og norðurfylkinu, er að jafnaði til skýli fyrir allan bú pening, en 1 Suður-Alberta ganga gripir aumstaðar úti allan ársina ihring og þrlfast vel. Bændur 'hafa lagt og leggja enn, afarmikla rækt við kynbætur hjarða sinna. Eru kynbóitanaut i afarháu verði. Hefir það komið fyrir, að kálfar af besta kyni, hafa selst fyrir fimim þúsund dali. Algengasta nautgripa tegundin í Alberta, er Slhorthorne, en víða er talevert af Herefords, einkum í Suðurfylkinu. En Aberdeen- Angus, er að finna á víð og dreif um alt fylkið. Eins og áður hefir verið getið um, er mjólkur- og smjörfrara- leiðslan á miklu þroskastigi. Skil- yrðin til slikrar framleiðslu er > hin bestu. Akuryrkumáladeild- in hefir 1 þjónustu einni sérfræð- inga, er hafa eftirlit með smjör- framleiðslunni. Markaður fyrir Alberta smjör. er orðinn feykimikill i austur- ihluta Bandaríkjanna. Eru það einkum heildsöluhús < Toronto, Montreal og Vancouver, er ann- ast um söluna. Alls eru í fylkinu fimmtiu og þrjú sameignarrjómabú, þrettán, sem eru einstakilings eign og all- mörg í flestum hinna stærri bæja. Sameignarfélögin voru þau fyrstu og átti stjórnin allmikið i þeim þá og hafði þar af leiðandi stfangt eftirlit með rekstri þeirra. Nú eru það bygðarlögin, eða sveitar- félögin, er rjómabú þessi eiga, en umboðsmaður stjórnarinnar, eða starfsmenn hars, hafa msð þeim stöðugt eftirlit. Rjómanum er skift í flokka eftir því hve mis- munandi smjörfitan er FlokkunT in er bygð á lögum, er kallast The 'Dairymen’s Act of Canada. Rjómabúin í borgunum kaupa eigi aðeins rjóma, heldur og ný- mjólkina og selja hana síðan tii borgarbúa. Rjómabúið í Ec’moo- ton — The Edmonton City Dairy, er hið stærsta í öllu Jandinu. pað kaupir rjóma úr öll m áttum, stundum úr þrjúhundruð mílna fjarlægð. Hefir það einnig all- mörg útibú og býr auk þess til osta og ísrjóma. pað selur ár- lega yfir tvær miljónir punda af smjöri og hálfa miljón punda af osti. Sextugastíu og fimm hundr- aðshlutar af öllum rjómabúum í fylkinu, eru norðan við Red Deer. Ostagerðinni í fylkinu, hefir enn sem komið er, miðað tiltöju- lega seint áfram. Bændur nota aHmikið af mjólkinni ti'l gripa- eldis og kjósa fremur að selja rjómann. pað enda að öUu sam- anlögðu, hentugra og- auðveldara. prettán ostagerðarhús eru alls í fylkinu. peir lesendur Lögbergs, er æskja kynnu frekari upplýsinga oa Canada, geta snúið sér bréflega til ritstjórans, J. J Bildfells, Col- infbia Building, William Ave. og iherbrooke St., Winnipeg, Mani- toba. / Endurminningar um Abraham Lincaln. Eftir Comelius C. Cóle. Eg sá Abraham Lincoln fyrst í marz, 1863, þegar eg var á firð þar eystra. pað Var á þeim tíma sem settur var til síðu til heimsókna, og svo sem að sjálf- sögðu skrifaði eg fólki mínu vestur, hvernig að mér hefði litist á hann, og sýnir bréf það, að mé.* hefir farist eins og svo mörgum öðrum, að sjá og meta hæfileika 'hans. “í gærkveldi fór eg að sjá for- setann, og ihitti þar marga af hin- um háttstandandi 'borgurum, og fyrir aðeins fáum mínútum síðan sá eg Burnside, og fanst undir fiins sð hann bæri það með sér, að hann væri ekki fær um að taka að sér herforingja stöðuna. pað er undarlegt hve lítiill mannþekkj- ari að forsetinn og aðrir leið- togar eru. Lincoln er góðlyndur Vesturfylk jamaður.” Síðar var eg og Mrs. Cole að .boði ií Hvíta húsinu og biðum á- samt öðrum ti\l að ná fundi for- setans. pá vildi konu minni það til að hún misti glófann af anri- ari ihendinni, en tók ekki eftir því þar til kom að okkur að heilsa forsetanum og frú hans. Hún komst í hin mestu vandræði og leit í kringum sig eftir glófanum. Forsetinn sá undlr eins hvað komið hafði fyrir, horfði á hana hrosandi ofurlitla stund, cn sagðl ; svo: “Kærið yður ekkert frú Cole. Eg skal láta leita að honum á morgun og geyma hann svo til minningar um yður.” pessi orð, sem koma frá manni sem ekki ihafði m",isty hugm- • d um reglur fyrir hegður. manna, eins og þær eru kendar. sýna hve prúður hann var, að eðlisfari. í hegður; varð honum aldrei áfátt, vegna þess vinar- þels sem hann bar til allra manna. í samtali hélt ihann máli sínu fast fram, en hann reyndi aldrei að þrengja skoðunum sínum upp á nokkurn með vaildi. Hann veitti máli manna allra manna bezt athygli, og var ávalt reiðubúinn að láta sannfærast þegar hann Ícom auga á eitthvað réttara en hann sjálfur Ihélt fram. En ef málstaður' hans va.r vel grundvallaður og enginn annar gat fært fram betri ástæður fyrir sínu máli en hánn, þá var ekkl að hugsa að þoka honum eitt hænufet. En hann var aldrei frekur eða ósanngjarn. Eins og kunnugt er, var hann allra manna færastur að segja gamansögur og kunni mikið af þeim. Eg man eftir, að eg og Mr. Channon fórum einu sinni að heimsækj^ Mr. Lincoln í sam- bandi við lagafrumvörp, aem snertu California. Hann gat ekki orðið við ósk okkar í því sam bandi, og til þess að láta okkur -kilja að málinu væri lokið sagði hann eftirfylgjandi sögu: “Einu sinni voru þrir söfnuðir i í Springfield, allir íhaldssamir i j trúraálum, það voru Presbyteran- ; ir, Meþódistar og Babtistar og | hafði hver söfnuður sinn prest. | ‘Svo kom þangað alt í einu ungur | maður, sem boðaði “Universal- i ism”,og vildi fá fólk til að j mynda Universalista söfnuð. Sú trúarstefna var þá sérstaklega ó- vinsæl, svo þessir þrír íhalds- prestar 1 bænum komu sér sam- an um að tala þenna unga mann í kaf, svo þeir slóu söfnuðunum saman og skiftust svo á um að brýna fyrir þeim hættuna sem þar væri á ferðum. pegar til Me- þódista prestsins kom -að tala til safnaðanna, byrjaði hann á benda á hve vðl þeim vegnaði bæði að því er veraldlega og andlega h.luti snerti og hélt svo áfram: “Nú er kominn hér á meðal okkar maður tiil þess að flytja nýjar kenningar, og til þess að mynda nýjan söfnuð, þar sem þær kenn- ingar verða útbreiddar, að aMir'

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.