Lögberg - 15.03.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.03.1923, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN MARCH 15. 1923. Jögberg Cefið út hvem Fimtudag af The Col- ambia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talaimart N-6327 ofi N-6328 Jón J. Bíldfell, Editor UtanAskrih til blaSsin*: TH€ eOlUHBIá PgESS, Ltd., Box 3lTt, Wnnlpsg, l(an. Utanáakrift ritstjóran*: tDiTOR L0CBERC, Box 317« Winnipeg, N)an. The "Lögberg" la printed and publlahed by The Columbia Praaa, Llmtted, ln the Columbla. Block. U» t> *€7 Sherbrooke Btroet. Winnipeg, Manitoba 1 — — — — Jón II. og Jandgæði Canada. Út af auglýsingum frá stjóminni í Canada, seim Lögberg flytur um kosti Canada, spyr Jón nokkur II. ritstjóra Lögbergs að þvi, hvort það sé landkostum þess lands að þakka að 92—93 af hverjum hundrað bændum í Manitoba hafi bújarð- ir sínar veðsettar og alt sem þeir hafi undir hönd- um. # pó að vér vitum að þessi spuming sé ekki sett fram í neinum góðum tilgangi, þá samt virðist oss rétt að svara henni að nokkm sökum landsins sem hefir veit>t þessum Jón II. og svo mörgum fs- lendingum lífs framfæri til fleiri ára. pó það hafi notið lítil'la þakka, eða viðurkenningar hjá honum og öðrum fleirum fyrir það, og erum vér ekki und • an því að kvarta, því mönnum ferst í því sem öðru, eins og þeir eru mennirnir til. Eins og menn þeir, sem lesið hafa þessar stjórnar-auglýsingar í Lögbergi vita, þá hafa þær aðallega rætt uim gæði landsins, Canada, og fram- tíðarmögulegleika þess. En gæði landsins og mennirnir, sem í því búa, eru ekki eitt og hið saima, svo þó þeir séu sokknir svo eða svo djúpt f skuldir, sannar það með engu móti að landið sé gæðasnautt. pað er á allra vitorði, að afkoma manna er undir hagsýni og atorku þeirra komin. Menn vita að á saima stendur hversu mikið berst upp í hend- ur sumra manna, að þá festist 'lítið við þá, og þó minst, þegar tekjurnar eru mestar, og svo bætist við þá tölu hópar manna, sem eru blátt áfraan of latir að bjarga sér. Er nokkurt vit í, að kenna skorti á gæðum landsins eða landanna um afkomuleysi þeirra og skuldabasl? Landgæði Canada og náttúruauðlegð er mönn- um orðin nú svo kunn, að enginn maður, sem vill láta landið njóta sannmælis, efast minstu vitund um þau, og þau standa opin hverjum sem vill koma og reyna, og ef menn njóta þeirra ekki, þá er það af því, að menn fást ekki til þess að sækja iþau — menn reyna ekki. í ísilenzkri bygð, ekki langt frá Winnipeg-borg byrjaði einn framtaksamur fslendingur á því, að rækta epli auk annarar jarðræktar, er hann stund- aði, og auka þannig framleiðsluna og tekjur. Framhjá þessum aldingarði hafa bygðar-mennirn- ir ekið ár eftir ár og engum þeirra hefir dottið í hug, að fá tré til þess, að setja niður í garð’sinn. Skyldi þetta sinnuleysi vera landinu að kenna? Ungir íslendingar full hraustir, hafa iegið hér í Winnipeg, vetur eftir vetur, nöldrandi um vinnu- leysi og vesaldóm, á meðan að rosknir menn hafa farið norður í skóga og gripið upp $2,000 virði af dýraskinnum á tveim mánuðum. Haldið þið að það sé af skorti á landsgæðum, að þessir ungu og hraustu menn liggja allann vet- urinn í vandræðum og vesaldóm inn í bæ, sér til niðurdreps og og öðrum til byrðar. Vilja menn reyna að telja sjálfum sér, eða öðr- um trú um, að land það sé snautt af gæðum, eem framleiddi 325,000,000 mæla af hveitikomi síðast- liðið ár, auk allra annara komtegunda, búpenings afurða, fiskiveiða, námaframleiðsJu og skógar- tekju. Vildi þessí Jón II., eða einhver annar mað- ur benda á nokkurt land í heimi, sem meira hefir miðlað íbúum sínum af auði en Canada gjörði s. 1. ár, þegar við fólksf jölda er miðað. q petta sem hér að framan er sagt, er sagt í þeirn einatilgangi, að láta Canada njóta sannmælis að því, er landkosti snertir og að hnekkja tilraun- um þeirra, sem eru að reyna að sverta landið í aug- um annara á meðan það fæðir þá og klæðir. 1 rannsóknarstofum vísindanna. pegar maður ferðast um þetta mikla megin- land — um borgir þess og bygðir, og sér verksmiðj- ur og verkstæði þúsundum saman — verksmiðj- ur, sem taka yfir stór landflæmi og þúsundir á þúsundir ofan vinna dag hvern að framleiðslu, | sem send er til allra heimsins landa, mönnum til þarfa og þæginda, þá stendur maður þrumu lost- inn yfir mikilleik athafna mannanna, og því sem vér köllum framfarir. En vér hugsum ekki ætíð um, að allar þessar verksmiðjur, öll þessi verkstæði, og öll þessi fram- - leiðsla, er aðeins þáttur, eða réttara sagt nokkrir þættir í lífsþræði vor mannanna. Vér hugsum ekki um, að á bak við þessar verksmiðjur, verk- stæði og athafnir allar, eru önnur verkstæði, aðr- ar framleiðslulindir. pað eru efnarannsóknar- verkstæðin þar sem vísindamennirnir hver í sinni grein eru dag frá degi og ár fram af ári að brjóta nýjar brautir í heimi andans og kanna hið ómæli- lega djúp atorku og efnis. pessir menn eru vegvísendumir á braut hinna verklegu framkvæmda mannanna. peirra er að sjá hættumar og stýra hjá þeim, sjá þurðina í einu og öðru og bæta úr henni. peir eru auga og eyra og uppfylling framtíðarvona fjöldans. Eitt af því sem bíður úrlausnar þessara manna, er orkuafl framtíðarinnar. peim hefir fyr- ir löngu skilist, að hið sýnilega orkuafl, sem til framleiðsunnar er notað, er óðum að eyðast og ihlýtur að þrjóta innan skaimms. peir skilja að námumar verða bráðum útgrafn- ar og oKubrunnarnir tæmdir, og ef ekkert sé hægt að finna, sem nota megi í stað kolanna, olíunnar og brennisins, þá bíði mannanna eyði- légging og vandræði á komandi árum. pað er þess vegna, að vísindamenn Ameríku og annara landa, hafa sérstaklega snúið sér að orku framleiðslunni, og það sem þeir hafa sér- staklega bygt von sína á, og byggja enn, er efnis- breytingin, og þá hefir náttúrlega fyrsta urnhugs- unar og ransóknarefni þeirra verið frumefnið sjálft, og þar staðhæfa þeir að lykill framtíðar- menningar mannanna sé að finna. Nýlega er afstaðinn fundur, eða þing vísinda- manna Ameríku, sem haldið var að þessu sinni í Cambridge Mass. par mættu þeir sem fremstir standa í hinum ýmsu vísindagreinum þessa lands, til þess að bera sig saman um hver árangur orð- inn sé af tilraunum þeirra á hinum ýmsu sviðum vísinda greinanna og var fundur sá svo merki- legur, að vert er að skýra frá honum nokkuð nán- Frumefni. Miklum tíma var varið til þess, að tala um frumefnið, og fluttu doktoramir R. A. Millikan og W .D. Harkins frá Chicago, T. W. Richard frá Hanvard, Louis Bell og J. Q. Stewart frá Prince- ton og S. A. Mitchell frá Virginia og fl., fyr- irlestra um það efni. öllum kom saman um, að enn væri uppruni efnisins ófundinn, ,þó rannsókn í þá átt hefði fleigt fram siðustu tuttugu árin. Hugmyndin um hið ósýnilega efni (atoms) héldi sér enn, en hún hefði verið skýrð, og að menn vissu nú, að á milli hinna mismunandi efna væri skyidleiki og menn gerðu sér grein fyrir þeim með fjölda og tilhögun raf- eininga (electrons) og frumeininga (protons) í hinu ósýnilega efni (atoms). petta tvent, electrons) og protons, segja þeir að só frumskilyrði efnisins, og lika rafurmagnsins. Samfolöndun þeirra og takmörkuð rás, segja þeir, að myndi efni. pessar einingar, electron og proton, eru mjög smáar. Dr. Miilikan komst að þeirri niðurstöðu, að það mundi taka Chicago-búa alla 20,000 ár að telja electrons eða rafeiningarnar, sem fara í gegn- um mjóan lampakveik á einni sekúndu, með því að vinna 24 stundir á dag. pessar electrons, eða rafeiningar og þessi protons eða frumeiningar eru 8.—100,000,000,000, 000 úr þujmlungi að þvermáli. Pyngd iþessara frumeininga (protons) hvers um sig er 6—100,000,000,000,000,000,000,000,000, úr unzu. En electron er 1—1,845 sinnum léttari. . Heilsufræðin. Dr. Farrand forseti Comell háskólans, hélt fyrirlestur um heilsufræði. Benti hann á framför þá hina miklu, sem sú grein vísindanna hefði tekið á síðari áruim. Hann benti á, að ekki væri langt síðan að bæj- ar og sveitabúar gjörðu sér litla rellu út af því, þó einhver veiktist á meðal þeirra. Að læknirinn hefði komið til þess veika og gjört það sem hann hefði getað, svo hefði hann annað hvort risið úr rekkju og tekið til síns starfa, eða dáið og verið jarðaður og svo foafi ekkert meira verið um það fengist. Nú hefir heiísufræðin komið því til leiðar, að sveita og bæjafélögin lá/ta sig varða þeg- ar menn leggjast sjúkir, bæði til þess, að vernda sjúklinginn, en aðallega þó sveita eða bæjarfélög- in frá útbreiðslu veikinnar. Dr. Farrand benti á, að síðan farið var að gefa þessari grein vísindanna verulegan gaum í Bandarkjunum, sem mætti segja að hafi verið síð- ustu fimtíu árin, þá hefði aldur manna lengst til muna. Hann sagði, að árið 1870, hefði meðal manns aldur í Bandarkjunum verið talinn 41 ár, en 1910 52% ogo 1922 56. Til saJmanburðar tók Dr. Farrand India, þar sem heilsufræðin og Iæknavís- indin væru styst á veg komin og benti á, að þar væri meðalmanns aldur talinn 24 ár. Mönnum skilst, að á bakvið þessa framför og göfugu viðleitni í heilsufræðinni, stendur sérstak- lega ein stétt manna — lækna stéttin, sém hefir ekki látið neina hættu ögra sér í sókninni á móti hinum skæðustu meinsemdum mannanna, og hafa margir þeirra látið lífið í þeirri viðureign, enda foendir Dr. Farrand á það í fyrirlestri sínum. Segir, að heilsufræðin eigi framþróun sína aðal- lega að þakka læknisfræðinni er hafi lyft dularhjúpi af upptökum og smittunarhættu fjölda margra sjúkdóma, svo fólk hafi lært að varast þá. DáKtið sagði ræðumaður að þeir sjúkdótnar, sem læknisfræðin hefði ekki enn getað grafið fyr- ir upptökin á hefðu aukist svo sem krabbamein. En þó foefðu þeir sjúkdómar, sem stafa frá biluð- um líffærum náð mestum þroska. pað sagði ræðu- maður, að væri ekki neitt sérstaklega óttalegt, því menn yrðu nú einu sinni, að deyja úr einhverju, og ef læknisfræðin gæti verndað líf þeirra, þar til líffærin væru orðin svo slitin að þau gætu ekki framar gegnt skyldu sinnar, þá mættu menn vel við una, og að það væri hið æðsta takmark lækna vísindanna, unz að þau væru í færum um að beina örvum sínum að dauðanum sjálfum. Framh. “íslendingar í Ameríku” eftir Halldór Hermannsson. petta er smárit, rúmar f jörutíu blaðsíður, sem Halldór Hermannsson hefir ritað fyrir dansk-ís- lenska félagið, er hefir fyrir markmið að auka þekkingu á íslandi í Danmörku, og eins á hinn bóg- inn, að útbreiða þekkingu á Danmörku á fslandi. Ritið er Nr. 12 í safni, sem gefið er úí af félaginu, og nefnist Dansk-Islandsk Samfunds Smaaskrifter. í fyrsta kaflanum ræðir höf. um útflutninga frá fslandi og stofnun ísienzkra nýlenda í Vestur- heimi. Er þar mjög fljótt yfir sögu farið, sem við er að búast í jafn stuttu riti, en greinilega er sagt frá höfuðatriðum og ótrúlega miklu efni þjappað saman á fáum blaðsíðum. Flestir staðir sem íslendingar hafa tekið sér bólfestu í eru nefnd- ir og öllum stærri bygðunum er lýst í fáum orð- um. Smávegis ónákvæmni er að finna í þessum kafla, eins og þar sem sagt er að íslendingar er fluttu úr Nýja-íslandi til Norður Dakota, hafi ferðast eftir Rauðá og Tunguánni, er falli í hana. þeir ferðuðust víst annað hvort með jámbraut til St. Vincent í Minneota og þaðan upp í íslenzku- bygðina í Norður-Dakota, eða þá gangandi með uxa sína alla leið. Tunguáin er smáspræna, sem renn- ur í Pémfoina ána, og eftir henni hefir víst aldrei verið neinn flutningur. pá er annar kaflinn um f járhagsástnd, félags- líf og kirkjumál. Er í honum, seím í landnáms- kaflanum, sagt frá þvi helsta. pess er getið, að nokkrir fslendingar hafi komist í embætti eða ver- ið kosnir á þing í fylkjum' Canada, eða ríkjum í Bandaríkjunum; en enginn þeirra er nefndur á nafn nema Thomas H. Johnson einn. Hinna hefði þó mátt geta, þótt nau'mast 'hafi þeir fengið sama orðstýr og hann. Kirkjumálin er nokkuð drepið á, helzt þó á deilur í þeim efnum, og er vafasamt hvort sumar ályktanir þar eru alls kostar réttar, svo sem það, að prestar frá ísiandi hafi ekki getað haldist við í kirkjufélaginu sökuim þröngsýni þess. Fyrst framan mun það varla hafa verið orsökin til þess að prestar komu ekki frá íslandi og tóku þjónustu í kirkjufélaginu, enda hafa sumir, sem að heiman hafa komið, verið þjónandi í þvi árum saman. Öðru máli er að gegna nú, vegna breytinga þeirra sem orðið hafa á íslandi á síðustu árum, en þó eru víst enn margir prestar á fslandi, sem frjálslynd- is vegna gætu átt heima í kirkjufélaginu. Um séra Jón heitinn Bjarnason farast höf. þannig orð: “Jón Bjarnason stóð framarlega sem leiðtogi, hann var röggsamur, ósveigjanlegur og yfirleitt mikill og heilsteyptur maður (”—en Förer af Rang, energisk og uböjelig og í det Hele en stærk, hel- stöbt Personlighed”). Og um séra Friðrik heit- inn Bergmann segir hann: “Bergmann var annan veg farið, hann var raunar lærður guðfræðingur og aðlaðandi maður, en maður getur varla varist þess, að verða var við þvingaða viðleitni í ritum hans, sem ber <vott um veika sannfæringu. (Bergmann var af en anden Type, vistnok en lærd Teolog og vindende Person- lighed, men í hans skrifter kan man næppe und- gaa at lægge Mærke til en forceret Stræben, som gærne er et Tegn paa en svag Overbevisning).” Náttúrlega gefca menn lagt mikið eða litið upp úr þessum samanburði, eftir því sem þeir vilja, en hann er að minsta kosti ólitaður af persónu- legu fylgi við mennina. 1 Annara kirkjuleiðtoga er ekki getið til þess að 'leggja neinn dóm á þá. pá er næsti kaflinn um málið, blöðin og bók- mentir. pessi kaflinn er, að mér finst, bestur. Viku- blöðin fá mjög vægan dóm, þótt fundið sé að máli og sumu öðru, og tímaritunum öllum má segja að höf. beri mjög vel söguna. Á alla helztu rithöf- unda er minst og það hlýlega, mest, sem við er að búast á Jóhann Magnús Bjamason og Stepfoan G. Stephansson, því eftir þá Iiggur mest. Um Síephan segir hann: “Mál hans er óvenjulega auðugt, kröftugt og hreint, skáldskapur hans er alvarlegur. hugmynda- ríkur og fullur af heppilegum samlíkingum, hann er djúpur, stundum myrkur, en í honum er und- irstreymi næmra en karlmannlegar tilfinninga. Hann er ávalt talsmaður mannúðarinnar, en laus við alla munklökkvi.” Dómur / höf. um önnur skáld er og mjög sanngjam og eitt segir hann um Kristján N. Júlíus, sem mörgum kann að hafa yfir- sézt, nefnilega, að “þunglyndislegur undirtónn yf- ir vonbrigðum lífsins” finnist oft í kvæðum hans. í sérstökum kafla minnist höf. á Vilhjálm Stefánsson, segir æfisögu hans í fáum orðum og greinir frá starfi hans. Segir hann, að í Vilhjálmi séu sameinaðar ágætar gáfur og gagnlegt vit. Síðasti kaflinn er um sambandið við föður- landið og framtíðarhorfur. Hér erþað sem eg fyrir mitt leyti hlýt að vera hinum háttvirta foöf. ósamdóma í sumu. Hami heldur því fram, að íslenzkt mál hljóti að líða und- ir lok í Vesturheimi áður en langt um líður, en heldur samt, að samband við fsland) geti haldist. Sömuleiðis telur hann það gagn bæði fyrir Vestur- íslendinga og hérlendar þjóðir, að íslendingar hafi ekki verið svelgdir upp sem einstaklingar jafnóð- um og þeir hafi komið. Eg heid naumast, að nokkrum kunnugum blandist hugur um, að þjóðrækni hefir farið vax- andi méðal Vestur-fslendinga síðari árin, en ekki minkandi. Hversu lengi málið varir er undir vilja og viðleitni komið. Hvaða lögmál er það, sem þvingar okkur til að leggja niður málið í fram- tíð? Sagan greinir vissulega ekki frá neinu slíku órjúfanlegu lögmáli. Viljinn kemur hér til greina og honum hefir óneitaniega vaxið ásmeg- in hjá okkur Vestur-fsJ. í þessu efni nú nokkur síðustu árin. Höf. minnist á þjóðræknisfélagið og starf þess, og lýkur lofsorði á ársrit þess. Við Vestur-íslendingar megum vera Halldóri Hermannssjmi þakklátir fyrir þetta rit hans. pað er fræðandi og vingjarnlega ritað. Dönsk al- þýða sem það er ætlað, veit sennilega ekki mik- ið um okkur. Við hefðum ekki getað kosið fær- ari né betri mann en Halldór Hermannsson er til þess að kynna okkur þar. Skaði hve lítið hefir verið gert að því, að kynna ökkur rétt í landi því er höf. býr í. G. Ámason. Hámark flónskunnar. Rit eitt er gefið út í Brooklyn, N. J., sem heitir: “The American Hair-dresser/’ og flytur það foman og nýjan vísdóm í sambandi við höf- uðbúning ýmsra þjóða og þykir ábyggilegt 1 þeirri fræði. Af hendingu barst oss febrúarhefti þessa rits í hendur og gefur þar að líta á blaðsíðu 98 rnynd þá sem hér fylgir, með þeim fróðleik, að það sem yngismærin hefir á höfðinu sé forn- íslenzkur höfuðbúnaður: “Primitive head-dress of a Bell of Iceland.” Oss þótti þetta svo merkileg uppgötvun, að vér gátum ekki setið á oss, með að lofa fslendingum að sjá hvaða hugmynd að þessir blaðamenn í Brooklyn gjöra sér um ís- lenzku kvennþjóðina og höfuðbúnað hennar til forna og gefur þá hvorutveggja að líta á mynd- inni hér að ofan. Að tala um fljótfærni og þekkingarleysi hjá þessum blaðamönnum nær ekki nokkúrri átt. petta er þursaskapur, sem moldbúum einum er samboðinn. gengustu dýrategundir, sem sózt er eftir sökum dýrmætra skinna, eru muskrat, refir, marten, foifur, fisher og lynx. Er mest af þess- um dýrum í hinum norSlægari héruðum fylkisins. Af öðrum dýrategundum, sem veiddar eru og dreifðar meira um fylkið, má nefna timfourúlf, refinn, sléttuúlf- inn, Wolferine, svarta, brúna og gráýrótta foirni, weasél, skunk og badger. Svo að segja allar tegundir hinna stærri dýra, sem sózt er eftir til veiða er að finna í fjalla- héruðunum, milli International Boundary og Smoky River, að undanteknum buffalos og Anú- lópum. Allmikið af villifé o< villigeitum, er að finna kringum Pincher Creek, Banff og Jasper. Banff og Jasper liggja innan vébanda svæða þess, er Domin- ion Parks nefnist og eru veiðar þar því bannaðar, en frá stöðvum þessum leggur fjö'ldi manns ár- lega upp i veiðifarir. 1 hæðunum meðfram Athafoaska ánni er krökt af aWskonar dýrum. Einning er mikið af dýrum í skógarbeltunum ibeggja vegna Saskatchewan ár- innar hinnar nyrðri. Mesti sæg- ur músdýra hefst við í skógaribelt- unum og er mikið veitt af þeim. Á fjalllendinu norðan við Jasper Park, er talsvert af Carifoou dýr- um og yfirleitt á svæðunum norð- an og vestan við Saskatchewan ána. Antilópur hafa fundist með- fram Canadian Pacific járnbrait- inni, um hundrað milur austur af Calgary. iFuglaveiði er mikil hvarvetna í fylkinu. Er þar einkum mikið um anda og gæsaveiði. Við Less- er Slave og Athabaska vötnin, er slík vjeiði mljög alment stunduð og með bezta árangi. Veiðillöggjöf fylkisins bannar með öllu, buffalo, elks og anti- lópu veiði. Músdýr má aðeins skjóta á tímabilinu milli 1. nóv- emiber og 14. desember. Endur og gæsir má skjóta tvær fyrstu vikumar í desember, sléttuhænsn og partridge, frá 1. október til 14. nóvember, en Hungarian part- ridge aðeins út októbermánuð. Veiðileyfi til að mega skjóta stórdýr, kosta foúsetta menn inn- an fylkis $2,50, en aðkomumenn $25,00; fulglaleyfi, $2.25 fyrir innanfýlkismenn, en $5,00' fyiir aökomumenn. Leyfi iþarf einnig fyrir leið- sögumenn og þjóna þá, er í veiði- stöð vinna. í flestum ám og lækjum Suður- fylkisins, er allmikið um silung og stunda margir þar silungs- veiði, bæði sér til gagns og gam- ans. Peir lesendur Lögbergs, er æekja vnnu frekari upplýsinga un 'anada, geta snúið sér bréflega i ritstjórans, J. J Bíldfells, Col- mbia Building, William Ave. og iherbrooke St., Winnipeg, Mani- l«a. Ástœðurnar fyrir því að hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada Víðáttumikil flæmi í Alberta, einkum suður og suðaustur hlut- anum, eru því nær iskóglaus, eða skógurinn þá svo smáger, að lítt hæfur getur talist til húsagerðar. Tálsivert er þar þó um allhátt kjarr sumstaðar, er veitir búpen- ingi sæmi'legt skjól. Með fram ánum, er aftur á móti víða tals- verður skógur, einkum greni. 1 hinum norðlægari héruðum fylk- isins er timburtekja mikil og góð. Skóglendi það, er mesta hefir timburtekjuna, er um 5,416,00 ekr- ur að ummáli og er gizkað á, að timlbrið á þeirri spildu, muni nema nálægt 21,000,000,000 feta. Aðal timburtegundirnar, er fram- leiddar eru sem verzlunarvira eru greni, birki, fura tamarac og Willow (Víðir). Mest er ura timhurtekju í Crow’s Nest héruð- unum, meðfram Old Man ánni ' Porcupine hæðunum. Einnig við High River, Sheep Creek, Bow River, Red Deer, Athabaska, Sask- atohewan, Brazeau, Pemibina og Mcleod. Ganga má út frá þv; sem gefnu, að i hinum norðlægari héruðum munu timburtekjan auk- ast mjög, er framliða stundir og fleira fólk tekur sér þar bólfestu. Sú deild sambandsstjórnarinn- ar, er annast um eftirlit með skóg- um, hefir í vörslu sinni víðáttu mikil skógflæmi. Er íþar gætt sérstakrar varúðar, að því er eldehættu snertir og strngum fyr- irmælum fylgt í samfoandi við beit og grisjun, pessi eru aðalsvæðin, er stjórnin hefir eftirlit með: Crow’s Nest, Bow River, Clear- water, Braseau, Cöoking Lake, Athabaska, og Lesser Slave. Réttindi til timfourtekju á stöðv- um þeseum, eru seld við opinberu uppboði á skrfstofu umfooðs- imanns Sambandsstjórnarnnar 1 umdæmi því sem um er að ræða. Fiskiveiðar 'í Albert fylki, eru all-þýðingarmikill atvinnuvegur. Er þar mikið um fiskigöngur bæði í fljótum og stöðuvötnum. Meg- in veiðistöðvarnar eru í efri hluta Miðfylklsins og í norðurhlutan- um. Er þar mest um hvítfisk, pike, pickerel, tulifoee og gull- augu. Silungsveiði er að eins í fáum vötnum fylkisins. 'Mikið er um dýraveiðar og loðskinna vöru í Alfoerta fylki og hefir fjölda manna austan um hat fluzt þangað, til þess að. njóta góðs af þeirri auðlegð. Upphaf- lega voru þar smáar vöruskifta- stöðvar, er keyptu loðvöru í stað annars varnings. Mest eru það þó Indíánar og kymblendingar, er dýraveiðar stunda, er það í flest- um tilfellum þeirra aðal atvinnu- grein. Er áætlað að loðskinna- framleiðsla fylkisins, nemi áriega hátt á þriðju miijón dala. Al-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.