Lögberg - 22.03.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.03.1923, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. MARZ, 1923 Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. Konan hafði starað stöðugt á Líönu, en nú lýsti sér hræðsla og óróleiki í svip hennar. — Hún tók með vinstri hendinni um hlut sem hékk við eina keðjuna og hélt honum fast með mjóu fingrun- um. pessi hlutur virtist vera ilmflaska úr silfri. “Nei, nei, vertu bara róleg, frúin tekur það ekki”, sagði frú Löhn í skipandi, en þó sef- andi róm. “Já, eg segi J>að, að þetta fólk sé fá- tæklingar,” hélt hún áfram og sneri sér að Lí- önu. “Eíkki getur imaður borðað þennan hé- górna” — hún toenti á skrautgripina — “og sann- ast að segja á hún það aills• ekki; hinn gamli náð- ugi herra, hirðdróttsetinn gæti tekið iþetta rusl frá henni, ef hann vildi. — Hún á ekki nokkurn skapaðan hlut. Og það er toara af náð húsbænd- anna, að hiún og drengurinn fá að borða hér og mega vera í húsinu — toara af náð húsbændanna og engu öðru.” pessi útskýring, sem var gefin í svo skörp um og sterkum dráttum, smaug í gegnum hjarta ungu konunnar eins og hárbeittur hnífur, og það því fremur sem Gabríel toeygði sig yfir móður sína og klappaði henni meðan ráðskonan var að tala, rétt eins og hún væri barn, er þyrfti vernd- ar með, og sem mætti koma til að gleyma öllum sársaukanum, sem það yrði fyrir, með því að iáta blíðlega að því. Höfuð drengsins, sem var frítt en dálítið þreytulegt og með þunglyndissvip um munninn, bar vott um þolgæði og undirgefni, sem margra ára ill meðferð hafði stimplað á svip hans. Líana hefði að vísu gjaman viljað spyrja: “Hver er þessi undarlega, ókunna kona, og hvers vegna er hún hér með toarnið sitt, sem verður að • alast upp undir svona hræðilegu oki?” En ótt- inn um að ráðskonan mundi gefa fleiri skýring- ar, sem yrðu enn meira særandi, kom henni til þess að segja ekkert. Hún fór ofan í vasa sinn dró upp súkkulaðismolana og lagði þá á borðið. “Leó sendir þér þetta, Gabríel”, sagði hún, “og svo átti eg að bjóða þér góða nótt fyrir hann. “Hann er góður, og mér þykir vænt um hann,” svaraði drengurinn með þunglyndislegu brosi. “pað er rétt, ibarnið imitt — en það má ekki koma fyrir oftar, að þér verði refsað fyrir ó- hlýðni hans.” Hún lagði víaifinguúinn undir hökuna á honum, lyfti upp höfðinu á honum og horfði bilíðlega í sakleysisleg augun. “porir þú aldrei að segja neitt, þegar þér er gert rangt til?” spurði hún, alvarleg. ófríða andlitið á frú Löhn roðnaði af undr- un — hún toarðist augsýnilega eitt augnablik, en aðeins eitt augnablik, við einhverja djúpa til- finningu, svo leit hún aftur á hina nýju húsmóð- ur sína og sagð í einn ákveðnari rðm en hún hafði áður talað í. “Náðuga frú, það gerir Gabríel ekkert ilt, og hann ætti að vera þakklátur þegar þeir gera honuim órétt í höllinni og kyssa á hendur þeirra. — Hann á að verða munkur, hann á að fara í kiaustur — þar, er nú um að gera að þegja og segj'a ekki orð, og það þó að sálin sé reiðutoúin að yfirgefa líkamann af sorg og gremju. — Hon- um getur ekki þótt of vænt um litla herrann, elsk- una hann Leó, því það er hann sem kemur því á- valt fram við gamla baróninn, að hann fái að vera hér; annars hefði hann fyrir löngu verið skiiinn frá móður sinni.” • Augu drengsins fyltust af tárum. “pú átta að verða munkur. Á að þvinga þig til þess, Gabríel?” spurði unga konan fljótt og innilega. “Segðu sannleikann drengur minn — hver þvingar þig?” heyrði hún vingjamlega rödd segja á bak við sig. pað var presturinn, sem hafði bundið endahnútinn á giftinguna fyrir skemstu. Hann stóð í dyrunum — hinn granni en þó krafta- lega vaxni líkami hans stóð þráðbeinn og bar við rósarunnana fyrir utan, som voru uppljóm- aðir af tunglskininu. Líönu datt alt í einu í hug, er hún sá hann standa þaraa, skugginn, sem hún hafði haldið að súlan kastaði frá sér — þessi maður hafði verið að njósna um hana og komið á eftir henni. Frú Löhn hneigði sig og presturinn, sem færði sig nær brosti, hneigði sig mjög kurteis- lega og sagði: “Verið þér alveg rólegar, frú mín góð. Við erum vandað fólk hér í Schönwerth og gerum okkur ekki sek í jafn hrvllilegum ofbeldisverx- um og æfintýrasögur segia frá, sögur, sem fólk leggur alt of mikinn trúnað á. — Gerurn við það, drengur minn ?” Hann lagði mjúka, hvíta hend- ina alúðlega á öxlina á drengnum. Hefð’i hann ekki verið klæddur í síða munka- kápu og haft hvítan rakaðan blett á miðju höfði, sdm var umkringdur af þykku, svörtu hári, þá hefði engum getað komið til hugar, að þessi maður væri prestur. f hreyfingum hans var ekki minsti vottur af hinum vísvitandi, hægfara hátíðlei'k, sem svo oft er ekkert annað en and- styggiíeg látalæti og sem vekur grun um upp- gerð og hræsni í orðum og í málrómi vottaði ekki fyrir neinum mærðarsemingi. — Við borðið höfðu samræðuraar snúist að stiórnmálum og ekki verið laust við að nokkur hiti væri í mönn- um, og þá hafði hin styrka, hvella rödd þessa manns verið með bardagablæ og heimtað hún hafði hliómað líkt og gjallandi herlúður. Pegar hann kom inn.hafði sjúka konan aft- ur grafið andlitið niður i svæflana o? nú var hnn grafkyr, sem hún svæfi; en torjóst hennar gekk samt upp og niður af ákafri geðshræringu — hún lá eins og hræddur og skiálfandi fugl, sem kúr- ir sig niður af hræðslu við hendina, sem seilist eftir honuim. “Hvað gengur að nú aftur í dag, frú Löhn?” spurði presturinn. “Hún er í mjög æstu skapi. Eg hefi heyrt hljóðin í henni; þau heyrast alla leið inn í skrúðhúsið.” “Hennar hátign, hertogafrúin, reið fram hjá húsinu, og þá er nú ávalt hávaði, eins og þér vitið”, sagði ráðskonan með virðingu, en þó mátti merkja sorg og gremju í málrómnum. pað brá fyrir daufu háðslegu brosi á andliti prestsins, som kom og hvarf með eldingarhraða. “Já, þá er ekki til neins um það að tala,” sagði hann og ypti öxlum. “Hertogafrúin vill víst ekki missa af útreiðum sínum gegnum Kasihnur- dalinn ,— og hver mundi þora að krefjast þess af henni, að hún neitaði sér um þær?” — Hann gekk nær rúminu, en þá hálfreis veika konan upp. “pér eruð víst langt of eftirgefanlegar við sjúklinginn, góða frú Löhn, þótt þér séuð nógu sterkar,” sagð presturinn og leit til hennar yfir öxfl sér. Til hvers er að hafa þessi þungu arm- toönd á þessum veikburða limum og alt þetta gullskraut á brjóstinu?” Hún mundi deyja ef eg tæki það af henni,” sagði frú Löhn. Orðin hljómuðu einkennilega, eins og hún pressaði þau út á milli tannanna. í litlu augunum, sem láu innarlega í höfðinu, var sem brigði fyrir leyndum glampa. pér skuluð ekki halda það. Hún er svo veik og máttfarin, að maður gæti næstum blás- ið henni um koll. pessi byrði þvingar hana meira en yður grunar, þegar hún er í svona æstu skapi.------Kclmið þér, við skulum reyna. Sjúka konan glenti upp augun. — pað var hræðsluleyftur í þeim. Hún þrýsti vinstri hendinni að brjóstinu og rak upp lágt en sárt kvein. sem gekk í gegnum merg og bein, eins og þau, sem Líana hafði heyrt fyr um daginn í her- bergi sínu. Frú Löhn færði sig strax á milli hennar og prestsins, sem gerði sig hklegan til að taka af henni gullskrautið. “Má eg toiðjast undan þessu, velæruverðugi herra ?” sagði hún með nokkrum mótþróa. — Ein- hver undarleg kergja var augsýnileg á svip hennar og látbragði. — “petta kemur mér við líka. Hverl er það sem ekki fær frið til þess að sofa á nóttunni, ef þér gerið hana óviðráðanlega fyrir mér?” pað er eg vesalingurinn. — Eg þurfti þess heldur ekki eg hefði getað gert eins og aðrir í höllinni, sem ekki stíga fæti sínum hér inn, hvað sem það kostar, og þá hefði eg frið á nóttunum. Eg vil segja, að eg geri það af kær- leika eða meðaumkun — eg er harðgeðjuð kona og segi mig ekki betri en eg er. — Méd kemur þetta fólk ekkert við”, hélt hún áfram í nöldrandi róm. “Eg geng hér um og reyni að halda eins mikilli ró og eg get, aðeins vegna húsbænda minna, sem gefa mér mitt daglegt brauð. “Hvað gengur að yður, kona góð?” sagði presturinn brosandii og í sefandi róm. “Hver efast um það, að frú Löhn geri skyldu sína eða að hún sé of viðkvæm. — f guðsbænum látið þér sjúklinginn hafa leikfang sitt, Eg skal verða síðasti maður til þess að gera yður stöðu yðar erf- iða.” Líana hafði farið út úr herberginu meðan á þessu stóð. Hún varð að sjá stjömbjartan him- ininn yfir sér og heyra marra í sandinum undir fótum sínum, til þess að fullvissa sig um, að hún væri ekki komin inn í þokuský draumkendra hugaróra. pessar manneskjur, sem höfðu imætst svona undarlega þarna undir reyrþakinu, höfðu haft lamandi áhrif á hana. Henni fanst sem hún hefði horft á mynd af algerlega ósam- stæðum hlutum. pessi ókunna veikbygða mann- eskja, sem lá þaraa ! rúminu/hlaðin skrautgrip- tún og klædd í skýléttan, hvítan búning, líkt og indversk prinsessa, og við hliðina á henni þessi stóra grófgerða kona, sem talaði almúgamál, með stífu, hvítu leréftssvuntuna og gráa háúið snúið saman í hnakkanum og haldið þar með breiðum hornkambi — hvílíkur óskiljanlegur ruglingur!” Svæfandi rósailm lagði á móti henni um leið og hún kom út. Næturgolan var toyrjuð að biása. Hún andaði gegnum glóðheitt loftið, sem var eins og stirðnað af silfurskini mánans, og bar með sér seinhljómandi hörputóna gegnum garðana. Hún lagði ósjálfrátt smáar svalar hendumar á gagnaugum, þar sem blóðið svall inni fyrir, og gekk ofan af veggsvölunum. Kashnur-dalurinn — ódáins landið, sem fyrstu mennirair þektu ekki og eiga að hafa eyðilagt fyrir okkur öllum hinúm!” sagði presturinn, sem hafði fylgt henni eftdr út úr húsinu og sem nú var kominn að hlið hennar. “Flestir leita þess og ganga, blindaðir af hinni gömlu bölvun, fram hjá því, eins og einfeldningar — meinlætamaður- inn þurkar það umsvifalaust út úr fyrirætlunum lífs síns, þangað til að eldingu slær niður í sál hans, sem sýnir honum að hann er heimskingi, sýnir honum að hann hefir ekki erft bölfunina, heldur bakað sér hana með offrekju sinni.” Rödd hans var myrk, eins og hinn þving- andi andi júlínæturinnar legði farg á hana. Líana stóð kyr og virti fyrir sér hina óreglu- legu andlitsdrætti hans, sem báru vott um djúpa geðshhræringar. Hún ætiaði að svara einhverju en alt í einu þaut blóðið fram í kinnar hennar og stóru, greindarlegu augun urðu hörð og köld sem stál. !M«ðan augu þessa manns, sem tal- aði af svo eldeitri mælsku, hvíldu á henni, gat hún ekki vakið máls á umtalsefni, sem setti sál hennar í svo ólgandi hræringu. Hún bældi nið- ur hjá sér sársaukakenda tilfinningu og sagði mjög rólega og í frábægjandi róm. “Eg gét ómögulega hugsað um sælubústaðinn meðan jafn sárar kvartanir og eg heyrði fyrir skemstu hljóma í eyrum mínurn. i— Hver er hún þessi óhamingjusama kona í húsinu þarna?” Presturinn fölnaði. Hann var auðsjáan- lega reiður og leit hálf illilega á ungu konuna við hliðina á sér. Hún reigði höfuðið þóttalega, sem gaf til kynna, að hún leyfði engúm að geraét nærgöngull við sig. Hún var greifadóttirin af Traohenberg með margar kynslóðir flekklausra forfeðra að baki sér. “Mjundi það ekki vera yðar göfugu tilfinn- ingar, náðuga frú, að komast að raun um, að hér í Sohönwerth sé skotið skjólshúsi yfir glataða konu?” sagði hann í hvössum róim. “Engin manneskja er ósvegjanlegri en kona, sem er full af sjálfsþótta yfir mannkostum sínurn. Vei henni! Og vei þeim líka, sem tilfinningarnar leiða á glapstigu. — Eg þekki þetta kalda, ásak- andi augnaráð skírlífra kvenna — það er eins og sverð!” — Hvílík orð af vörum prests, hugsaði Líana. Hann snéri sér við og benti á húsið með reyrþakinu, sem nú var komið í hvarf á bak við rósarunnana. “Hver skyldi trúa því, að þessi máttvana, stamandi manneskja, sem dauðinn hefir nú þegar snert hendur. og fætur á, hafi einu sinni dansað á götunum í Benares? Hún var indversk dansmær, vesalings Hindúa-stúlka, sem einn af Mainau ættinni hafði burt með sér og flutti yfir hafið hingað. — pessi svo nefndi Kashnur-dalur hér á þýzkri fold var toúinn til hennar vegna — þúsundum hefir verið fórnað, til þess að koma henni til þess að brosa, til þess aö fá hana til að gleyma föðurlandi sínu.” ' “Og nú fær hún fyrir náð að neyta daglegs brauðs hér í Schönwerth og er ofurseld þessari harðgeðjuðu konu?’’ sagði Líana í mikilli geðs- hræringu. “Og drengurinn hennar — honum er misþyrmt — ” “Náðuga frú,'eg vildi biðja yður sjálfrar yð- ar vegna, að kveða ekki upp svo 'harðan dóm gagnvart hirðdróttsetanum,” greip hann framm í fyrir henni. “pað var bróðir hans, sem með þessar ástarsögu gaf heiminulm afar mikið efni til ásteytingar. i— Hann er dáinn fyrir mörgum áruim, en enn þann dag í dag má ekki minnast á þetta án þess að gamli maðurinn komist í af- ar ilt skap. Hann er strang kaþólskur — ”, “Trú hans, hversu sterk, sem hún er, gef- ur honum engan rétt til þess, að feúga drenginn; og eg hefi sjálf séð, að það er gert,” sagði Líana án þess að láta það sem presturinn sagði á sig fá. 1 pau gengu í þessu inn í skugga runnanna og Líana gat ekki séð framan í samferðamann sinn, en hún heyrði hann ræskja sig vandræða- lega, og eftir stutta þögn svaraði hann með ein- kennilega slitróttum orðum. “Eg hefi kallað konuna glataða konu — hún var trúlaus, eins og allir Hindúar eru. — Dreng- urinn getur ekki krafist þess, að vera talinn með- limur Mainau ættarinnar fremur en hver betlar- inn, sem ber ihér að dyrum. Líana sagði ekki eitt einasta orð. Hún greiðkaði sporið í áttina til götuendans. Hit- inn inni í trjágöngunum var lítt þolandi. Sú leiðinlega hugsun greip hana, að þessi hiti streymdi út frá samferðamanni hennar. Henni fanst sem ein hárfléttan festist á kvisti og hún greip aftur fyrir sig með hendinni, en snart þá hönd, sem óðar færðist undan. Hún næstum rak upp hljóð, það fór hrollur um hana við snert- inguna, eins og háll höggormsskrokkur hefði skriðið yfir hendina á henni. pegar þau voru komin út úr trjágöngunum varð henni óvart litið framan á prestinn; tunglið skein nú framan í hann. Hann var mjög róleg- ur, andlitið var næstum sem steingjörfingur. pau gengu þegjandi hvort við annars hlið spölinn, sem eftir var að hliðinu; og þegar grindarhurðin lokaðist á eftir þeim, staðnæmdist presturinn. pað leit helzt út fyrir að það kostaði hann tölu- verða áreynslu að koma orðum að því sem hann átti enn ósagt. -i- “Jarðvegurinn hér á Schön- werth er heitur fyrir konufætur, hvort sem þær koma frá Indlandi, eða frá þýzku, greifasetri,” sagði hann í lágum róm. “Nú sem stendur geys- ar æðandi stormur yfir heiminn, náðuga frú, og herópið er: Niður með páfasinnana, niður með Jesúítana! — Fólk mun segja yður, að eg sé einn af þeim verstu, ofstækisfullur kaþólskur klerk- ur; fólk mun segja yður, að eg hafi gert mitt ýtrasta til þess, að svæla undir mig völd og hafi haft spillandi áhrif á þá, sem fara með völdin, og að Jesúíta-félagið sækist eftir því um alla jörðina. — pér getið haft hvaða skoðanir, sem þér viljið á því. — En ef að þér einhvern tíma þegar í nauðiraar rekuú— og það kemur að því — þurfið á hjálp og stuðning að halda, þá látið mig vita — og eg skal kdma.” Hann hneigði sig og gekk með hröðum létt- um skrefum í áttina til norðurenda hallarinnar. Líana gekk aftur til herbergja sinna. Með skjálfandi höndum lokaði hún dyrunum, sem iláu út og skoðaðí með grunsemd hverja rifu milli gluggatjaldanna, svo að ekkert ókunnugt auga skyldi aftur gægjast inn .til diennar. — Aldrei hafði henni verið eins órótt innan brjósts og nú, er hún hafði horft fram í tímann, jafnvel ekki þegar hamarsslög uppboðshaldarans bergmál- uðu um Rudisdorf-ihöllina og móðir hennar hljóp fraim og aftur uin auðar stofuraar, néri saman höndunum af örvæntingu, fleygði sér niður og á- sakaði Guð um það, að hann léti hina síðustu af Trachenbergsættinni deyja úr hungri — það höfðu verið hörmunga tímar. En þá hafði hin hugrakka Úlrika tekið við stjórninni á heimilinu og komið öMu í það horf, að lífið varð furðu þol- anlegt. Og það sem hafði bjargað henni og systur hennar hafði verið vinnan — heiðarlegri stoð heldur en hjálparhönd kaþólska klerksins. Nei, fyr skyldi hún falla í baráttunni, hegar í “nauðimar ræki” en að hún þægi þá hjálp. VIII. Morguninn eftir, uppgötvaði Líana smáklefa, sem var látlaúst búinn að húsgöngum, en þó við- kunnanlegur, við hliðina á svefnherbergi sínu; þetta var auðsjáanlega fataklefi. pangað bar hún plöntupressu sína, bækur og teikniáhöld. Hér ætlaði hún sér að vinna. Frá glugganum, sem var stór, var góð útsýn yfir þá hluta hallargarðs- ins, sem bezt voru fallnir til eftirmyndunar, og í fjarlægð sáust hin háu, skógi vöxnu fjöll. Hún tók lylfilinn að klefanum af lyklakippunni og gaf þernunni, sem kom inn í því, til kynna, að fötin ættu að geymast annarsstaðar. peman, sem var sprengmóð afsakaði sig fyrir það að koma seint með því, að hún hefði gengið til tíða — það lagði enn reykelsisilm ai klæðum hennar. “Herra !!/• .. ■ • V* timbur, fialviður af öllum Wyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og als- konar aðrir stríkaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðii að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. --------------- Umit.d — —--------- HENRY 4VK. EAST - WINNIPEG | | 1 1 11 ............• Gleymið ekki D. D. WOOD & SONS, þegar þér þurfið IkolI • _______________> Domestic og Steam kol frá öllum námum Pú fœrð það sem þú biður um. Gæði og Afgreiðslu Tals. N7308. Yard og öfíice: Arlington og Ross hirðpresturinn er alt of strangur”, sagði hún kvartandi, “og þó að maður væri svoi veikur að maður gæti varla kropið, þá yrði maður að gera það við 'tíðasönginn. Hann er oft hér í Schön- werth þetta tvo og þrjá daga í einu og hefir her- bergi út af fyrir sig, og bann er jafnvel strangari í Heimilisstjórninni en sjálfur herra hirðdrótt- setinn. Og sama er á hertogasetrinu; hann er þar alt í öllu hjá hennar hátign, hertogafrúnni.” Með iþessu endaði hún hina löngu afsökunarbón sína, en bætti við: “Guð sé lof, nú er hann far- inn fyrir nokkru yfir á hertogasetrið.” pessi síðustu orð létu líka mjög vel i eyrum ungu kon- unnar. pjónn einn kom inn og tilkynti að morgun- verðurinn væri til reiðu í borðstofunni. Borð- stofan var síðasta stofan í röðinni, sem hirð- dróttsetinn hafði til íbúðar. Gluggarair á henni snéru mót austri og gáfu útsýni yfir hinn stóra hallargarð. Húsbúnaður allur var þar þungur og sterkur úr eik, svo áð jafnvel í sölum mið- aldariddara á hinni verstu stálöld og drykkju- öld hefði hann ekki fundið traustari, og ekki hefðu þar fundist fleiri villigalta og hjartarhöfuð á veggjujn né stærri drykkjarker. Ofn var í einu horninu og frá eldinum sem logaði í honum, flugu gneistar upp í breiða geislarák, seím morg- unsólin varpaði á gólfið, en hitann af glóandi brennibútunum lagði ekki langt út fyrir völtru- stól hirðdróttsetans og snotra morgunverðar- borðið, sem stóð við hliðina á honum — salur- inn var of stór. Gigtarverkirnir í fótum öldungsins hlutu að vera með vægasta móti, því hann ihafði risið upp úr stólnum og stóð og studdist við hækju út við gluggann og horfði niður í garðinn, þegar Líana kom inn. Hún gat vel séð vaxtarlag hans. Hann var hár maður vexti og mjög magur. Einhverntíma ihlaut hann að hafa verið friður maður, eins og allir Mainauarnir voru; aðeins andlitsdrættirnir höfðu ef til vill ávalt verið helzt til of fíngerðir og simáir fyrir karlmannsandlit. Djúp skora, sem var milli ennisins og nefsins og svipurinn á stutta niðurandlitinu, sem fyrir mörgum árum höfðu ef til vill gefið andlitinu ertnislegt útlit, báru nú órækan vott um illgimi. Rödd Leós litla hljómaði hávær úr næsta her- bergi gegnum hálfopnar dyr. Hún hafði ein- kennilega sefandi áhrif á ungu konuna, sem kom inn, er 'hún sá hirðdróttsetann standa við glugg- ann. Ráðskonan stóð þar hjá honum, en þó í hæfilegri fjarlægð, Hún hélt á bók og nokkr- um blöðum. pað var eflaust bók, sem útgjöld heimilisins voru rituð í og reikningar þar að lút- andi. Hún hélt á þessu í hendinni en teygði fram höfuðið og reyndi að horfa niður i garðinn yfir öxlina á öldungnum. pað var óimögulegt að merkja á svip 'hennar hvað fram hafði farið um nóttina, þegar nýja frúin gekk fram hjá og hneigði sig kurteislega fyrir hirðdróttsetanum. Hann snéri sér við oe tók undir kveðjuna með lipurri kurteisi, en, í flýti. pað var eins og öll hans eftirtekt væri fjötruð við eitthvað niðri í garðinum. “Lítið þér bara á sagði hann í gremjuróm við Líönu, sem gekk til þeirra, og benti um leið út um gluggannn, “þessir svívirðilegu krakka- ormar, þessi skrí'll, þeir hafa skorið sundur viðar- teinunga þarna niðri á gróðrarteignum — ó- þokkahyskið! — peir vita mikið vel að hunda- svipan hangir nú upp á vegg síðan eg varð að gera mér að góðu að sitja í stólnuim jafnt og stöð- ugit. En í þetta sinni að minsta kosti mun Raoul láta til sín taka — þetta kemur við hann, gróðr- arteigurinn er hans verk.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.