Lögberg - 29.03.1923, Qupperneq 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
29. MARZ 1923.
Fimm ára þjáningar
á enda.
pegar hann tók Fruit-a-tivea
vi?5 gigt..
Hið fræga ávaxtalyf.
pað e rnú engum vafa undir-
orpið, að “Fruit-a-tives” er með-
alið, sem fólk hefir verið að
leita að, við gigt og bakverk.
Vitnisburðir víðsvegar um Oan-
ada sanna þetta bezt.
Mr. John E. Guilderson of
Parrsboro, N.S., skrifar: “Eg
þjáðist af gigt í fimm ár, reyndi
fjölda meðala og læknir í Am-
herst og víðar, en alt af kom gigt-
in aftur.
Árið 1916 sá eg auglýsingu
um “Fruit-a-tives” og fékk eina
ös'kju. Eftir sex mánaða aotk-
un, var eg orðinn alheill.”
50 cent askjan, 6 fyrir $2,50,
reynsluskerfur 25cent. Hjá öllum
lyfsölum, eða beint frá Fruit-a-
tives Limited, Ottawa, Ont.
Bræðraminning.
Mývatnssveit í pingeyjarsýslu
hygg eg vera með einkennilegri
sveitum íslands. Hið hálenda
umhverfi af hálsum og fjöllum
gerir útsýnið yndislega hressandi.
Hvarvetna sjást myndir skýrar og
töfrandi , og svipbrigði náttúr-
unnar eru óteljandi. Blasa við
hinu undrandi auga fjöllin Hjós-
blá, dimiblá og dökk, eftir fjarlægð
og afstöðu. Undarleg, óskiljan-
leg og laðandi fyrirbrigði ibúa í
svip þeirra, sem hafda huganum
föstum. Hvorki tíð né rúm fær
útrýmt þeim áhrifum. pað
virðist sem fjöllin séu vistarver-
ur ósýnilegra anda, eða íbúð
hinna fornu landvætta, Horfði
eg oft ihugfanginn á þessa dýrð-
iegu fjallasýn. Alt af var
nokkuð nýtt að skoða. í norður
lágu hin svo kölluðu Lambafjöli.
l>ar iþóttist eg eygja kaupstaðinn.
— par var sætaibrauðið og sykur-
'nr. o. fl. gott.
Innan þessa umhverfis er vatn-
ið, sem sveitin er nefnd eftir.
það er vogskorið mjög og óreglu-
legt i lögun; alþakið eyjum og
hólmum, skerjum grynningum og
ílúðum. Hraun eru umhverfis
vatnið. Eru þar eldborgir
margar, gígar og drangar. Alt
þetta skapar sveitarlegt útlit, hlý-
legt og yndislegt.
Naumast munu gleymaíit hinar
björtu vornætur við Mývatn, þeg-
ar eyjarnar oru orðnar grænar
og fuglinn er kominn; þegar hinn
fríði litur eyjanna speglast í
djúpi vatnsins og söngur fugl-
anna fyllir loftið með óútmálan-
legri unun. Á þeim björtu nótt-
um skapast endurminningar sem
aldrei deyja. Dauður má kallast
sá maður, sem finnur þá ekki til
fagnaðarins af því að lifa.
Ekki má gleyma hinni rv!á-
þungu Laxá, sem fellur úr vatn-
inu, né hvíslum og lækjum, sem
taka undir með henni. ógleyman-
leg eru þau ljóð, sem sungin eru
í 'leysingatíð á vorin. Skilst æ
betur, að þau orð eru kveðin úr
fortíð sveitarinnar, og um lands-
ins stríð og gleði.
Bygðin er ekki stór ummáls, en
al|l þéttir bæir umhverfis vatnið.
Bygðarkostir eru misjafnir til
lands, en hlunnindi mörg af sigl-
ungsveiði og eggjatekju, kvað það
fara vaxandi með ári hverju. Vel-
megun hefir átt sér hér bústað í
meir en þúsund ár. Bera forn-
sögur okkar það með sér, að
bjuggu þar menn sem voru meir
en í meðallagi að atgervi og dreng-
skap. Mun vera leitun á meiri
félagslegri samhygð, og óbrotnu,
frjálsu sveitalífi en i sveit þess-
ari. Hin tignartegu svipbrigði
náttúrunnar spunnu hugi manna
aaman, svo menn þektu hvorn an i
an sem bræður. Kæmi fyrir
stóratvik, tók öll sveitin þátt í þvi
sem einn maður. Man eg ef-ir
fleiri en einum slíkum atburði.
Tangi gengur að norðanverðu
fram í vatnið. Eru þar tveir bæ-
ir, Ytri- og Syðri Nesfönd. Heyrði
eg svæði þetta kallað: “Heiðni
tanginn.” óljósar eru mér á-
stæður fyrir því nafni, nema ef
það á að ibenda á legu og ásig-
komulag landsins, því þar hafa al-
ið aldur sinn ýmsir mætir menn.
í Syðri Neslöndum bjó porgils
gjallandi; þar óx upp séra Helgi
Hjálmarson á Grenjaðarstað, og
þaðan er ættaður Hans Jóhann
porkelson, dómkirkjuprestur. En
evæðið er iágt, og votlendi mikið;
Ll./rnflu ^eriren^atu-
ULLITI fl raun út í bláinn
með þvl aS nota
Dr. Chase’s Ointment við Kczema
og öðrum hútSsjúkdómum. patS
græðir undir eins alt þesskonar. Ein
askja til reynslu af Dr. Chase s Oint-
ment send frí gegn 2c frímerki, ef
nafn þessa blaós er nefnt. 60c. askj-
an I öllum lyfjabúSum, eða frá Ed-
manson, Mates & Co., Ltd., Toronto.
létt til heyfanga og ibeitar, og'
hættupláss fyrir skepnur haust og
vor.. Fremur virðist þar óvist-
legt, en útsýni þó ekki ógeðfelt.
Hlunr/indi eru talsverð af veiði-
skap, ef ástundunun er með.
Að Ytri Neslöndum eru fæddir
þeir bræður: Sigurjón, faðir minn
f. árið 1844, d. í Winnipeg 20.
oktober 1920. Sigurður, f. 9. júlí
1848, d. vestur á Kyrrahafs strönd
27. mars 1921. Pétur, f. 15. okto-
ber 1853, (eftir þVí sem næst verð-
ur 'komist) d. 24. nóv. 1922, í Ar-
gylebygð í Manitoba. Foreldrar
þeirra voru Kristófer Andrésson,
ættaður úr Höfðahverfi og Sigur-
veig Sigurðardóttir frá Skógum í
Reykjahverfi.
Sigurður fluttist til Ameríku,
þegar hann var 25 ára að aldri, og
bjó. þar æ síðan.
peir bræður, Sigurjón og Pétur
voru áfram í Ytri-Neslöndum, og
stunduðu búskap með móður sinni
eftir að þeir .mistu föður sinn, þar
til Sigurjón tók við búsforráðum.
Árið 1884 fluttist þeir bræður að
Grímsstöðum I sömu sveit. Keypti
faðir minn jörðina og bygði Pétri
part af henni.
Jörðin er að mörgu leyti arð-
söm, og landrými mikið. Engjar
eru mest mýrar og tjarnir; búfjár-
hagi mikilll og góður, og liggur til
fjalls. Fjárgeymsla er þar örðug
vegna breytilegs landslags og víð-
áttu. íHlunnindi eru þar af varpi
og silungsveiði. Slútnes er eyja
í vatninu, sem liggur undir jörð-
ina, og er t^lið með fegurstu blett-
um íslands. par er mikið varp
og heyskapur nokkur, og heygott.
Jörðin er mannfrek og munu
vinnumenn hafa verið vanalega 4
og 3—4. vinnukonur auk
kaupafólks í tíð bræðra. Jukust
efni þeirra og farnaðist þeim vel
aH’a þá tíð, sem þeir bjuggu þar.
Árið 1882 gekk Pétur að eiga
konuna, Sigurveigu ólafsdóttir frá
Hjalla í Reykjadal. Er hún bú-
kona og samhent var hún manni
sínum í öllum hagsmunum. Eign-
uðust þau 4 börn, þrjár dætur sem
allar eru dánar: Elýiu Guðnýju
Rósu, gift kanadiskum manni, Carl
Story; Sigurlínu Helgu og Sigur-
veigu Aðalhjörgu; og einn dreng,
Ólaf Hélga, sem er fyrirvinna hjá
móður sinni.
Árið 1893 reyndist mörgum til
faTs efnalega, og mörgum til við-
reisnar. pað ár fluttust margir
til Ameríku og þar á meðal þeir
bræður. Seldi faðir minn jörðina
og aðrar eignir í orði kveðnu, en
misjafnlega gekk með greiðslu;
mun fé þeira bræðra hafa mjög
gengið til þurðar er hingað kom.
Pó komust þeir bræður hér vel af
j og keyptu sér bújarðir í Árgyle-
bygð í Manitoba. Pétur, sem var
yngri maður mun hafa sett sig
nokkuð inn í hugsunarhátt og
skipulag þessa lands, þó ýmislegt
væri því til fyrirstöðu. Faðir
minn var eldri maður og naut sín
miður, og festi hér aldrei yndi, og
mun hvorugur þeirra bræðra hafa
notið sín til fuils. Eg hygg að
báðir hafi þráð hinar fornu stöðv-
ar, með blá fjöll og bjartar nætur.
Ekki vil eg gera mannlýsing um
þá bræöur, og síst um föður minn,
því það er áður gert af G. J. Ole-
son — sjá Heimskr. 12. apríl 1922.
En taka vil eg fram nokkur sér-
kenni þeirra.
Faðir minn var vel fallin til
lækninga. Heyrðist það á honum,
að það starf mundi hann -hafa kos-
ið sér, hefði tækifæri leyft; ávanst
honum furðanlega í því. Hafa
menn minst með þakkfætT á það
við mig hingað og þangað um bygð-
ir íslendinga. Búskap stundaði
hann með atorku og kappsemi og
vildi sjá sér og sínum farborða í
öliu. Lagaþekking hafði hann
talsverða. Tók hann stundum að
sér varnir fyrir menn og vanst
furðanlega. Eitt sinn ‘kom til
hans maður, sem kvað sér vísað
af ábýlisjörð sinni af þeim, sem
hafði umboðið. Faðir minn réði
honum til að sitja kyrrum og bjóst
við að standa fyrir svörum. Varð
það að endalykt, að maðurinn hélt
jörðinni svo lengi sem hann sjálf-
ur kaus. Teldi faðir minn réttinn
sín megin, var honum eðlilegt að
halda má|U sínu með réttmætu a
rökum. Undanhald var honum þá
ekki lagið, og flutti mál sitt með
fullri einurð við hvern sem átti í
hlut.
Pétur var að eðlisfari fremur
dulur og eigi fljótt þektur. Bjó
hann iðulega einn að hugsunum
sínum. Byggi hann yfir einhverju
viðkvæmu og alvarlegu, gætti þesa
'litt 1 dagfari. Hversdagslega var
hann glaður og hreyfur. Hann
var bókhnneigður og aflaði sér
margskonar þekkingar á ÍQrnu og
nýju. Kom fram hjá honum
skarpskygni í athugun og dóm-
greind; sá hann tíðum lengra fram
«n aðrir. Honum var létt um að
aetja sig inn I hugsunarhátt ann-
ara; var skýr og sannfærandi í
tali. Hann var fjörmaður og
gekk kappsamlega að ihverju starfi,
og stundum um megn fram.
Lagnaðarmaður var hann til allra
vinnu og varð vel ágengt.
Pess einkennis vil eg minnast,
sem Pétur hafði fram yfir alla,
sem eg hefi þekt: það, hversu létt
honum var að setja sig inn í barns-
iegah hugsunarhátt. Hann hafði
ætíð á reiðum höndum sögur, serr>
£læddu barslega ímynd; sagðist
honum svo vel, að alt stóð iljóst og
llifandi fyrir hugskotssjónum: Feli
og fclettar urðu að híbýlum fyrir
lifandi verur; fuglar og ferfætl-
ingar komu fram með athafnir
sínar. Alt festist í huganu.n og
náttúran fékfc lifandi svip og lát-
brigði. pess væri óskandi að
I.ver unglingur hefði slíkan leií-
sögumarn á 'yr ta áfangr æfinn-
ar. pað er neira vert til fram-
búðar en mikið gull eðá silfur.
pað kennir unglingnum að finna
til lífsins umlhverfis í náttúrunni
Maður er aldrei einsamaM. Sli -
ar endurminningar standa alla 'íð
eins og klettur úr hafinu, þótt a!t
annað bregðist.
Báðir voru þeir bræður bókíúsir
og reyndu til að fylgjast með tím-
anum. Félagsmenn voru þeir
meir en í meðallagi. Hygg eg það
vera einkenni manna víða í ping-
eyjarsýslu. Víðast þar sem eg
hefi komið hérlendis, standa þeir
aílla jafna framarlega í flokki.
peir voru hjálpsamir og trúmena
ákveðnir, hver upp á siína vísu.
Tækja þeir bræður þátt í trúar-
legum ræðum eða athöfnum, voru
þeir “allir í orðinu/* Frændsemi
sína héldu þeir með ræktarsemi
ihvor'við annan, þrátt fyrir ólíkt
lundarlag; mun það fremur hafa
stuðlað til þess að gera þá sam-
rýmda. Hugsunanháttur þeirra
beggja stóð yfir hið hversdags-
lega, sýnilega og hverfandi; að
því ósýnilega, verulega og eilíí’.
Drengskap sinn létu þeir ekki fal-
an fyrir nokkurn hlut.
í íslenzka grefreitnum í Argyle
hygðinni er svæði állstórt, afmark-
að og keypt af frændfólki mínu.
par er því búinn staður að enduð-
um dögum par hvila hvor við
annars hlið bræðurnir þrír: þeir
Sigurjón, Sigurður og Pétur. par
nýtur /hold þeirra þægrar og ma >•-
legrar rósemi og hviídar, að lok-
inni hinni viðburðaríku og mis-
brestasömu andvöku tímans. Frið-
ur Guðs hvíli yfir moldum þeirra.
S. S. Christopherson.
Frá Innisfail, Alta.
Innisfail 12. marz 1923.
Herra ritstjóri!
Miðvikudaginn 28- febr. síðastl.
kl. 3. e. h. komu hér að Tinda-
stól þeir Eggert Stefánsson sömgv-
ari og Pétur Magnússon verzlun-
arstjóri frá GÍenboro, Man.
pað hafði verið hláka undan-
farna daga og sleðafæri á förum
er þá bar að garði, enda þótti
þeim veðrið gott, sem egi var að
furða, þar eð mælirinn vísaði 54
fyrir ofan zero. Thori Johnson,
stjúpsonur minn, fór á léttum
sleða að mæta þeim í Innisfail, en
varð að skifta um og fá sér léttn
kerru tiil að keyra þá í til Mark-
erville og Stefáns G., þar hafði
þeim verið búinn samastaður af
forstöðunefndinni yfir nóttina.
Eigi þurfti eg langan tíma til að
komast að því, að “ihugur og
hjarta Eggerts Stefánssonar ber-a
hans heimalands mót”, eins og
eitt sfcáld vort kemst að orði;
enda þótt Eggert. sé búinn að
dvélja um 15 ára tíma frá Rjður-
landi sínu, og hafi farið víða um
lönd norðurálfu og nú um Vest-
urheim.
pegar tif Markerville kom, á-
fcvað Eggert að hafa söngsam-
komu næsta kveld, var það frem-
ur stuttur tími að koma boðum út
um ’bygðina, en með hjálp sim-
anna tókst það nokkurftveginn,
enda voru þeir óspart notaðir. pá
nótt byrjaði að snjóa og hélst
snjókoman fram undir kveli
næsta dag, birti þá upp með 6
stiga frosti og blæja logni. prátt
fyrir þetta alt, fyjtist húsið og
inntektirnar urðu $101,50. Skemt
unin byrjaði á settum tíma og
söng Eggert ellefu lög, ög vorp
sutn þeirra við löng kvæði. Óg
ef dæma má eftir Jófaklappinu
geðjaðist enska fól’kinu vel að
söngnum og var söngmaðurinn
endurkallaður tvisvar eða þrisvar
sinnum á þann hátt. Stephan G.
og séra Pétur Hjálmarsson héldu
stuttar tölur milli þátta og var
það sú eina hvíld sem Eggert fékk
frá ibyrjún til enda söngskrárinn-
ar. Að lokinni skemtiskránni var
fólk beðið að staídra við ögn og
þygíúa kaffi og annað sælgæti, er
kvenþjóðin hafði á boðstólnum.
Meðan beðið var söng P. Magn-
ússon nokkur lög, en Eggert spil-
aði undir, varð þá lófaklapp mik-
ið, allir vildu meiri söng, en þá
kom kaffið. Að síðustu spilaði
og söng Eggert íta'lst lag, er hann
kvað vera ástarsöng, fjörugt í
meira lagi, en orðin skildi eg ekki,
en pískraði í eyra þess er næstur
mér sat, að nú væri Eggert að
syngja ástaróð til konu sinnar í
Milano á ítalíu. Sungu svo all-
ir “God save the King,” og kann
eg eigi þessa sögu lengri.
Ó-jú, daginn eftir fcomu þeir
Pétur og Eggert í ófærðinni á
létta-fcerru, en skiftu um og fengu
sleða, því nú var komið gott sleða-
færi, en er nú, er þetta er skrif-
að, á förum.
Margt fleira mætti í fréttum
telja með natni og tími væri, en í
þetta sinn læt eg hér staðar nema,
með þeirri bón til þín, ritstjóri
góður, að þú skírir mig eigi Jón í
annað sinn, eins og í gamlárs-
dags bréfinu mínu, í staðinn fyrir
Jóh. Björnsson.
pað sem hér fer á eftir eru um-
sögn blaðsins “The Province Inn-
isfail Alberta” um sanikomu
Eggerts að Markewil’lie:
(Hr. Eggert Stefánsson, hinn
kunni íslenzki söngmaður, hélt
mjög yndislega söngsamkomu í
kirkju vorri fimtudagskveldið í
fyrri viku.
iHr. Stefánsson kom öllum 3Vo
að óvörum að ómögu(legt var að
auglýsa samfcomu hans eins og
æskilegt hefði verið, en þrátt fyr-
ir það fyltist kirkjan af fóiki,
en hinir er eigi vissu um eam-
komuna álíta með réttu að þeir
hafi farið á mis við ánægjulega
stund. Eigi ber það oft við, að
menn ihafi tækifæri að hlusta á
annan eins snilling og Hr. Stef-
ánsson. Hans miklu sönghæfi-
leikar, eru í sann'líeika alveg sér-
stakir og í fylsta máta aðdáunar-
verðir. Röddin þróttmikil um
leið og Ihún er viðkvæm, þýð og
draumkend. Skemtiskráin sam-
anstóð af ítölskum, enskum og ís-
lenzkum söngvum. Söngurinö
“Annie Laurie” var svo yndislega
sunginn, að það mun engum úr
minni fállla er á hlustaði.
Hr. Stefánsson er íslendingur
að ætt, en hefir fengið söngment-
un sína á Italíu; lært hjá hinum
bestu söngkennurum þar, og
mætti þar til nefna Maestri Man-
doline, fcennara hins fræga manns,
Signor Martinelli. Hr. Stefáns-
son ihefir haldið söngsamkomur í
Berlín, Stokhólmi og öðrum stór-
borgum Evrópu.
Hann er um þessar mundir að
ferðast um þetta megin'land og
hélt nýJega samkomu í Fyrstu
Congregational kirkjunni í Winni-
peg. iHann lagði á stað héðan á-
leiðis til Vancouver síðasl. föstu-
dag; þaðan fer hann svo til New
York og síöar ti|l ítalíu þar sem
hann á heima.
Tr>ggvi Jónsson.
hann dó, 15. nóv. 1922 að Leslie,
Sask. Fæddur var hann 12. jan.
1851, að Heiði á Langanesi. For-
eldrar hans voru Jón Benjamíns-
son og Guðrún iHallgrímsdóttir,
er síðar bjuggu að Syðralóni.
pegar Jón sá Benjamínsson
hugði á brottför úr sveitarfélagi
sínu, rýmdu sveitungar hans
þannig til, að hann gat fengið
eina beztu jörð ibygðarinnar,
Syðralón, heldur en sjá honum á
bak.
pau hjón, Jón og Guðrún, komu
háöldruð tíl Amerífcu og minnist
eg þeirra meðal hinna beztu
manna er eg hefi átt dvöl með.
Kostir þeirra og fyrirmenska
urðu ættgengir og eru enn í ætt
þeirra hjá börnum og barna-
börnum Ganga vonandi í þúsund
liði. Munu margir syðra minn-
ast Hannesar Jónssonar í Pem-
pina óg Kristbjargar, ekkju Jóns
J. Eymundssonar.’ Synir Hann-
esar eru þeir Jóhann, sýsluskrif-
ari í Cavalier, N. Dak. og Jór.
Hannesson, nú bóndi í Hallson
gjaldkeri í Cavalier,. N. Dak.
Tel eg báða hiklaust í hópi hinna
allra bestu íslendinga vestra.
T. J. naut uppfræðingar í æsku.
Meðal annars nam hann söng-
fræði og hljóðfæraslátt hjá Magri-
úsi organista á Akureyri; hann
llagði og stund á bókband. 1 sveit
hans nyrðra þótti naumast mann-
fagnaður án Tryggva, en gleði
hans var hógvær. Látlausari
mann gat hvergi.
Tryggvi var tvíkvæntur. Fyrri
konan var María GunnlögsdóttJr,
frá Ytra-Lóni. prír synir þeirra
lifa; Jó-hann verzlunarstjóri í
pórshöfn, Gunnlögur ibóndi .
grend við Pembína og Jón gull-
smiður í Leslie.
iSíðari konan, er lifir mann sinn
er Rósa Jónsdóttir; systir Stef.
Iheit. Jónssonar kaupm. í Wpg. og
þeirra systkyna. Komu þau hjón
nýlega gift frá fslandi 1892 og
settust að í Pembina, N. D. par
dvöldu þau unz þau 1919, fluttu
í grend við Leslie. — Eiga þau
fjögur efnileg börn á lífi: Ólaf,
Kristbjörgu, Halídór og Edward.
Á Tryggva hygg eg það hafi
sannast að “rótarslitinn visnar
vísir þó vökvist hlýrri morgun-
dögg”.
Hér vestra tók hann aldrei ihina
fyrri gleði sína, þrátt fyrir ágætt
heimiliislíf og sæmilegan efnahag.
Hjartað var ávalt jafn hlýtt, en
útsýn andans virtist önnur í út-
landinu og hinu nýja andlega
umhverfi. Á hann naumast einn,
meðal Vestur-íslendinga, þau eft-
irmæli.
Fornkunningi hans séra Jónas
A. Sigurðsson talaði yfir moldum
hans í Leslie, 18. n<óv. 1922.
Með Tryggva Jónssyni er einn
vorra bestu og dyggustu »manna
til mo|!dar gemginn.
J. A. S.
Benjamín Franklin
fæddur 12. sept. 1898
dáinn 7. sept. 1922.
Dánarfregnir eru ávalt sorgar-
fréttir, hvernig sem kringum-
stæðum er háttað; oft eru þær
alls ekki óvæntar fréttir.
pegar fregnin um lát þessa
unga manns barst vinum ogj
vandamönnum, og öllum þeim, er j
haft höfðu tækifæri að kynnast
Ihonum, mun í margra ihjörtum
hafa verið þessi spurning: hví
þurfti Franklín að deyja svo ung-
ur?
Dauða Franklíns heitins, bar
að í Farmington, New-M.exico.
Var hann nærri tuttugu og fjögra
ára er hann lézt. Hin slíðustu tvö
ár æfinnar átti hann við ólækn-
andi sjúkdóm að stríða; er því að
eg hygg, eftirtektarvert og fú-
gætt hversu miklu ihann kom til
leiðar á ihinni stuttu lífsleið sinni
og vel þess virði að í minnum sé
haft. i
Frankfín heitinn var sonur
þeirra heiðursihjóna, Sumarliða
Sumarliðasonar og Helgu konu
hams. Er nafn þeirra hjóna
kunnugt og kært öllum samlönd-
um þeirra, þar sem þau hafa
dvalið, ibæði I Milton, N. Dak.,
Seattle, Wash., og í Olympia,
Wash., þar sem heimili þeirra er
nú.
En Sumarliði er allkunnur eink-
um eldri íslendingum heima, og
þá sér í lagi Vestfirðingum, sem
Sumarliði frá Æðey. Átti hann
á sinni tí$, þátt í mörgum góðum
hugsjónum, er miðuðu til þroska
og framfara, landi og Jlýð til
heilla; var nákunnugur Jóni Sig-
urðssyni; var erindisreki íslands
á Björgvinarsýningunni, og mun
að mörgu leytí hafa borið af sam-
tíð sinni að hugsjónum og gjörf-
ugleik til.
Franklín fæddist í Milton N.
Dak. 12. isept. 1898. priggja ára
að aldri fluttist hann með for-
eldrum sínum til Seattle-borgar.
par gekk hann í skóla fyrri hluta
bernskuára sinna. En með far-
eldrum sínum fluttist hann til
Olympia, Wash., og þar lauk hann
venjulegu báskóla-námi vorið
1917. Hlaut hann hæðsta oink-
unn allra bekkjarbræðra sinna.
priðja námsár við skólann va *
Franklín ritstjóri skólablaðsins
“Olympus”, og ihið siíðasta ár við
skólann, var hann formaður sam-
toekkinga sinna. ipað ár hlaut
hann heiður fyrir verklegan hag-
leik í “ÍManual Arts”, er allir há-
skólar ríkisins tóku þátt ií, sín á
milJi.
Eftir að hann lauk “High
Schooir’-námi, vann hann í nokkra
mánuði við mælingastörf í þjón-
ustu stjórnarinnar, er hóf að þú
loknu, nám við University of
Washington, í Seattle. Nám stund
aði hann í Mannvirkjafræðisdeild-
inni. Eftir eins árs nám hlaut
hann, sökum fjárskorts að vinna
fyrir sér um hríð; vann hann þá
sem yfirmaður yfir deild mæl-
ingamanna. Næsta haust hætti
hann þessu starfi, þrátt fyrir það
þótt það væri vel launað og álit-
leg framtíðarstaða, því hu.gur
hans hneigðist til menta. pað ár
stundaði/ hann nám sem fyr, og
lauk öðru ársprófi um vorið, með
ágætri einkunn, einni hinni bestu,
er nokkur af 500 bekkjarbræðr-
um hans hlotnaðist.
Franklín heitinn var mjög vell
hagur, átti enda ekki langt að
sækja það. í hjáverkum sínum
hafði ihann ibúið til undur-litla, en
þó fullfcomna gufuvél. Var hún
sýnd eitt sinn á opinberri sýn-
ingu oinni, er mannvirkja-deild-
in hafði í iSeattle.
Varð mörgum starsýnt á að sjá
gufuvél af fullri stærð, og litlu
vélina við hliðina á henni — báð-
ar knúðar áfram af gufukrafti,
hilið við Ihlið; duldist engum, að
hér var um vandasmíði að ræða.
Nærfölt tvö síðustu ár æfi sinn-
ar barðist Franklín heitinn, von-
glaður og öruggur, þótt við ofur-
efli, (ólæknandi sjúkdóm) væri
að etja. Til þess er tekið af þeim
sem best þektu til, hve öruggur
hann var í voninni um bata, en
einnig hitt ©r ógleymanlegt þeim
er næstir stóðu, hve vel hann var^
við því, e« sl'íkt varð skiljanlegt,
að fögru framtíðarvonirnar sem
hann hafði skapað sér, myndu ekki
rætast hérnamegin grafar.
pegar dauða hans bar að, var
hann að undirbúa sig til burtfei’ð-
ar af hálendinu, þar sem hann
hafði verið um sumarið, til þess
að forðast hinn þvingandi hita.
sem fylgir loftslaginu í Arizona.
Daginn áður en ihefja skyldi þi
ferð, var það að FranfcMn heitin i
Sagðist alJklæddur á rúm sitt.
Seig þá á hann svefnhöfgi, og áð-
ur en fcvöld-rökkvið breiddi dökka
blæju sína á fold og mar, ha‘ i
sála hans í kvöldkyrðinni farið
hina hinztu langferð, — inn á
eilífðarlandið.
Með Franklín er fallin að foldu
hinn fjórði .sonur þeirra Sumar-
iðlason’s hjóna á tæpum tuttugu
árum. Einnig hafa þau mist mjög
efnilega dóttir, er var að verða
fullþroska. Minnist sá er þetta
ritar þess, hve fagur og mannvæn-
legur sá hópur var, og ihve bjart
var og fjörugt á því heimili, með-
al systkinanna, eldri og yngri, er
hann umkomuílaus unglingur naut
A I V 17 P M V Innflutninga Fyrirmæli
AL V LU ll I HAFIÐ I»ER LESIÐ ÞAU?
= HERNA ERU ÞAU!. =
Nauðsynleg skiiríki. Ónnur fyrirmœli.
Tvö
Tvö
Tvö
Eintök af Yenjulegiirn, Eiðfestiun
Vitnisburður um Ástæður og
Atvinnu.
Eintölí Til Samans, Eiðfest um
Ástæður og Atvinnu.
liritlsli and
Skandinavian
önnur
Eyrirmæli
im
Eru Eá
ndi við Breta og
Skandínava.
Sam-
Czeclio Slovakian
Jugq Slovakian
Einnish, Belgian
Erench, Kuinanian
Eintök Til Sarnans, Eiðfest
Ástæður og Atvinnu.
Polisli and
Gaiician
prjá JOíiitök Eiðfest Urn Ástæður
Atvinnu.
Borgarábréf Kaupenda, ef
Nokkurt.
og-j
J
Kussinn
Ef Vér Tölmn Ekki Tungu Yðar,
pá trtvegum Vér Yður
Túlk.
/ l.átið fjlgja $4.75 fyrir skýrslu |>á
| mn atvinnu og efnahagsástæður frá
I hinuni pólslttt incðismanni, ef um Pól-
{ verja er að ræða.
{I.eyí'i frá Ottawa er nauðsynlegt í
sambaiuli við fyrirfram borg-un Ear-
bréfa írá iiússlnndi.
pegar þér semjið um fyrir fram greidd fargjöld og ferðir við umboðsmann pjóðeignabrautanna
—National Owned Railway—þá er þaS trygging þess, aS öll afgreiðsla kostar eins litið og fram-
ast má verð.a Enda fylgir þar með trygging frá einu stærsta járnbrautarkerfinu i heimi.—
Kjörorð vort er: ‘ pjónnsta til viðskíftavina. Vér erum mnboðsmenn fyrir öll oimskipafé-
lög, sem nm Atiantshaf sigla.
Frekari upplýsingar hjá öllum umboðsmönnum Canadian Nátional Railways, eða:
J. MADII.I;, AVM. STAPDETON, W. J. QUIXDAN,
D.P.A Edmonton. D.P.A., Saskatoon D.P.A., Winnipeg.
J
Canadian National Railuiaiis
athvarf.s og vináttu innan vé-
banda heimilis þeirra.
Foreldrar, ástvinir og sa i-
ferðamenn allir eru ríkir í endut-
minningu “Frank” Sumarliðason-
ar, og mun minning hans seint új
minni líða.
Sig. Ólafsson.
Brúðkaupskvœði
til
Magnúsar Jónssonar
og
Bjargar Björnsson.
Hér á ykkar heiðursdegi,
hrein upp rennur gleðisól,
og á fÚgrum friðarvegi
finnið drottins náðarsfcjól.
Traustu bundust trygðabandu
um tímans sæ nú hefjið för.
Frelsarinn í stafni standi
og stýri ykkar lífsins knör.
pó ört sig tímans alda bylgt,
æðsta mín er hjartans þrá,
ykkur drottins forsjón fylgi
fögruhi lifsins vegi á.
Yfirstígið allar þrautir,
öll þá rofna sorgarský.
Ljúft svo' fetið ljóssins brautir
lofðungs hæða skjóli í.
Margrét Sigurðsson.
Til sölu.
9 herbergja hús til sölu í Ri-
verton. Húsið stendur á fljóts-
bafckanum á bezta stað bæjarins,
gosibrunnur á lóðinni, alt inngirt
og í bezta lagi. Góðir skilmái-
ar. — iSemja má við Guðm. Davíðs-
son ,Riverton, Man.
Leiðrétting. Hr. ritstjóri Lög-
bergs J. J. Bíldfell. Viltu gjöra
svo vel og ljá rúm í þínu heiðr-
aða blaði; leiðréttingu þessari við ^
æfiatriði, eftir Guðm. sál. Magn-
ússon, sem ibirtist í 8. blaði Lög-
bergs, eftir hr. H. E. J., hann
segir að hann hafi fæðst á Rifi.
já mikð rétt, á “Refasléttu” það
er ekki rétt, hún heitir Melrakka-
slétta, henni var gefið þetta
nafn frá fornöld, höf segir að
foreldrar hans hafi flust í
Hrauntanga í Axarfjarðarheiði, er
ekki rétt, Hrauntanginn er á
Hólaheiði, og þaðan að Heiðar-
kotinu Núpakötlu, það er ekki
rétt, hún er ekki í heiði, hún er
sjávarjörð á Melrakkasléttu, og
dregur nafn af Reistarnúp. Enn
fremur segir höf., þar eru haf-
iþokur tíðar og súf.d, saggaloft
dögum saman á öllum árstíðum,
en sólskin sjaldan. petta er
ekki rétt. Á Melrafckasléttu er
tíðin ekkert breytilegri en hvar
annarstaðar, hvorki þokur né
súldir. Sólin skín þar árið um
kring.
A. Sigurðson.
Lifrar verkir.
Verkir undir herðarblöðunum
benda til veiklunar í lifrinni.
önnur einkenni eru stýfla,
meltingarleysi og höfuðverfcur
Vissasti vegurinn til þess að
fcomast seih allra fyrst til
heilsu er sá, að nota Dr. C'has-
e’s Kidey-Liver Pills.
Stöðug notkun þeirra tryggir
bata, leiðréttir meltinguna og
hreinsar blóðið.
Mrs. W. Barten, Hanover,
Ont., skrifar:
“Um langa tíð þjáðist eg af
lifrar sjúkdómi og fylgdi því
al'la jafna þreytutilfinning í
bakinu, sem örðugt var að út-
rýma. Einhver ráðlagði mér
Dr. Chase’s Kidney-Liver Pills.
pær sannarlega reyndust mér
vel. preytan í bakinu hvarf
á svipstundu og nj líður mér á-
gætlega. (Eg hefi óbilandi trú
á Ðr. Ghase’s Kidney-Liver
pills og hefi þær ávalt í húsinu”
Dr. Ghase’s Kidney-Liver Pills,
ein pilla í einu; 25 cent askjan
hjá öllum lyfsöl'um eða Edman-
son, Bates og Co., Limited. Tor-
onto.
/