Lögberg - 29.03.1923, Qupperneq 4
BLs. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. MARZ 1923.
Jögberg
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
nmbta Press, Ltd.^Cor. William Ave. &
Sherbrook Str.. Winnipeg, Man.
Talsimari N-6327 o(í N-6328
Jðn J. Bfldfeli, Editor
(jtanáskrift til blaðains:
THE COLUNIBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnlpsg, Ma>V
Utan&akrift ritstjórans:
EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, N|an.
The “LöKbsra'’ '.s printed and published by The
Columbia Preas, Limlted. in the Columbia Block,
S53 tx 857 Sherbrooke Street. Wlnnipeg, Manitoba
Afturhald og öfgar,
pegar óforsjálni og öfgum lendir saman, þá
er sjaldnast von á góðu, enda hefir margt slysið
hlotnast út af því.
Eitt slíkt vildi til 'hér í Winnipeg í siðustu
viku og það á stað sem síst skyldi — í þinghússal
fylkisins.
Stjórnin var orðin óró út af því hve illa gekk
að fá fjárhagdlögin samþykt, svo að aðal leiðtogi
hennár í þinginu, dómsmálaráðherra Craig, tók það
óyndisúrræði að reyna að taka með valdi fyrir munn
þeirra manna, sem héldu uppi stöðugu skrafi um
þau.
petta tiltæki er náttúrlega óhugsað óyndisúr-
ræði, sem að engir stjórnmálamenn mundu láta sig
>henda, því það er sýnilegt hrot á þingræði og sver
þetta tiltæki sig miklu fremur í ætt til afturhalds-
flokksins, sem áður hefir reynt þetta 'hér í land-
inu, þó þeim tækist það ekki, en eðlilegrar hugsun-
ar bændaflokksins, sem í þetta sinn hefði þó átt
að ráða mestu. '
Gjörræði þessu var mótmælt af verkamanna-
flokknum á þinginu með ótakmörkuðum æsinga-
vafl’.í, sem gekk nálega eins langt í fjarstæðu áttina
og hitt.
Hvað var að hér?
pað vantaði jafnvægið — hugsjónina, sem sigl-
ir á milJi afturhalds og öfga. Merki frjálslynda
flok'ksins var fallið niður f þingsalnum. T. C.
Norris leiðtogi flokksins veikur, Thos. H. Johnson
ekki lengur í tölu þingmanna. Með þeim báðum
eða jafnvel öðrum þeirra á þingi, hefði ekkert þessu
Jfkt getað komið fyrir.
Tímarit Þjóðrœknisfélags
Islendinga.
“Tvenn sambönd”, eftir séra Guðmund Árna-
son. Sambönd þau, sem hér er um að ræða, eru
sambönd Vestur-íslendinga við þjóðir þær, sem
þeir dvelja hjá og svo við ættþjóð þeirra ísland.
Ritgerð þessi er hóflega skrifuð og ýmislegt vel
athugað. Hispurslaust viðurkennir höfundurirn
að í framtíðinni eigi íslendingar að eiga hér sam-
eginlegt þjóðerni með hinum enskumælandi þjóðum
og er það víst alveg rétt álitið. — Ef við viljum
reynast Iborgaralegum skýldum (okkar trú, getum
við hóMur ekki annað, og því getur naumast verið
um nokkur önnur samhönd að ræða, en þau, sem
vér þar 'höfum svarist undir. — Ekki einu sinni að
vera sem heild innan stærri heildar, eins og þó
greinarhöfundurinn segir að sambandið ætti að
vera. — íslendingar verða eitt mtð þeim þjóðum,
sem þeir búa hjá, eftir að þeir hafa gjörst þar
iborgarar. Eitt í starfi og ábugamálum þjóðanna.
— Eitt í vonum þeirra og vellíðan. — Eitt í erf-
iðleikum þeirra og andstreymi — “allir eitt.”
En til þess að geta notið sín sem bezt og orðið
sem liðtækastur á því sviði, þurfa þeir lEka. að vera
sér sjálfum trúir, uppruna sínum og eðli, enda
bendir greinarhöfundurinn á það — þeir verða
og eiga, að brúa hafið, sem er á milli hins ný-inn-
flutta manns og þess tímabils, sem þjóðir þessa
meginlands eru í þjóðernislegum skilningi orðnar
eitt, með efniviðum ísíienzkrar menningar og iífs-
reynslu og til þess er þeim sambandið við stofn-
þjóðina ómissandi.
Sjötta og síðasta rifcgjöi-ðin um þjóðræknissam-
tök, eftir séra Rögnvald Pétursson, er langt mál
um iítið efni. Er þar sagt frá þrátti Vestur-fs-
lendinga um hvort þjóðhátíð þeirra skuli fremur
haldin 2. ágúst eða 17 júní, á meir en 20 blaðsíðum.
m.
Frumsamdar sögur í ritinu eru fjórar, “Erf*a-
féð”, eftir J. Magnús Bjarnason, um afkomendur
ísiendinga og erfðagripi, sem bann finnur á Hóno-
lúlú í Haiwaii eyjunum, þegar bann var þar á ferð.
Saga þessi er lipur og vel sögð, skaði að e>ki skuli
vera hægt að gefa verk þess manns út í heild.
"Út við flæðanhálið,” eftir Guðmund Frið-
jónsson, er saga um einn af þessum íslenzku bænd-
um, sem minna svo mjög á hina djörfu þróttmiklu
og berskáu fornaldarbetjur. peir bafa að vísu
ekki verið í hernaði í vanalegum skilningi, en þeir
bafa strítt við óblíðu íslenzkrar náttúru, við bylji
og frosthörkur upp á regin fjöllum og hvergi
brugðið, _þeir hafa reynt afl við ægir og borið sig-
ur úr býtum, og þeir hafa lært og skilið lífið — iíf-
ið eins og það er við hjarta 'íslenzkrar náttúru. peir
eru heilir menn ekki haltrandi. >— pannig er sagt
fra Framari í þessari sögu. Framsetning sögunn-
ar er þróttmikil og ram-íslenzk.
“Fiskur í alla mata,” er skemtileg saga, eftir
Arnrúnu frá Felli.
Síðasta sagan í ritinu er “Að leikslokum,’ eftir
Guðrúnu H. Finnsdóttir.
Fyrsta sagan, sem vér iásum eftir þenna böf.
“Landskuld”, þótti oss góð. Hugsunin þar heil-
brigð, jafnvægið eðlilegt og lí framsetningunni
var líf og þróttur, sem hreif lesandann á vald sitt.
pessi síðasta er naumast eins góð, frá voru
gjónarmiði. Efni sögunnar alt of stórt til þe®s
að hægt sé að gera því góð skil í svo stuttu májli.
Af verkfallinu mikla hér í Winnipeg og því sem því
var samfara fær maður ekki rétta mynd, með því
að lesa þessa sögu. Eymd verkafólksins og rang-
læti það sem því finst að það hafi verið beitt, bald-
ið uppi annarsvegar, en herfylkingum stjórnarinn-
ar hins vegar. Ólag iðnaðarmálanna bér ihjá oss
og annarstaðar er nálega óuppausanleg lind fyrir
skáld og rithöfunda að ausa úr.
*
Utþrá og yfirvegun.
í síðasta eintaki Lögbergs er ritstjómargrein,
sem kölluð er “Útþrá æskunnar”. Grein þessi
er ekki löng, og ekki heldur neitt sérlega inni-
haldsrík, og þó er Ihún áreiðanlega þess verð,
að lesa hana oftar en einu simni, af því hún fel-
ur í sér inngang til umhugsunar og umtals um
það málefni, sem veldur mjög svo skaðlegum á-
hrifum og afleiðingulm í mannfélaginu.
Útþrá æskunnar er ótæmandi umhugsun-
ar og umtalsefni, hún hefur verið til á öllum
tímum, og var og er fjölda manna eiginleg. Áð-
urmeir, var útiþráin förunautur kjarks og hreysti
einkum. En jafnóðum og öflugri samgöngutæki
brúuðu útþöfin og styttu fjarlægðina, þá er út-
þráin orðin fylgikona fjöidans, orðin þjóðfélög-
unum að ægilegri velferðar hömlu. Margir eldri
menn hljóta að minnast þess, að þá í æsku vant-
aði ekki viljann, já, og meira: vantaði ekki sára
löngun til að fljúga eitthvað út í heiminn. En
hvað var það sem hélt rnönnum? peir menn
sem enginn þekti að sérlegri viðkvætmni, gátu
með tárin í augunum og angurblíðum rómi, sung-
ið gamla erindið, sem allir kannast við:
“Gott á fuglinn fileygi'’ o. s. frv.
Hjá flestum hugsandi mönnúm hreyfir sér
einhver óljós hugmynd um það, að æskan eigi
heimting á frjálsari viðbrögðum og framrensli, en
hún nýtur á yfirstandandi tímum. Að eldri kyn-
slóðin, foreldrar og yfirboðarar, dragi úr dýr-
mætum eiginleikum æskumannsins með því að
halda þeim í sinni kreddufullu þjónustu, þrengja
æskumannínum til að hlýða ýmsu því, sem stríð-
ir á móti hans tiihneigingum. Og uppeldisfræð-
in heldur því auðvitað fram, sem skilyrði fyrir
uppbygging kynsilóðarinnar, að meðfæddum
hæfileikum æskumanna, sé uimfram allt hjálpað
til þroskunar.
Hin áminnsta grein í Lögbergi, segir: “A
æskuna og æskuþrá manna eru vanalega lögð
bönd, svo hún fær ekki að njóta sín, og stundum
svo hastarlega, að vonir hennar verði að engu,
og útþráin deyr.”
Hinsvegar er iþað ýmislegt sem nauðsynlegt
er að minna á í þessu sambandi. Fyrst er það
þá fjórða boðorðið, guðs þóknanlegur vilji:
“Heiðra skaltu föður þinn og móður,” og þá ann-
að, sem auðvitað innibinst í fjórða boðorðinu, það
er: kærleikurinn, kærteikur foreldra og yfirboð-
ara til barna og fósturbama, og í þriðjalagi
reynslan, sem Iíka er innifalið í fjórða boðorðinu,
reynsla og þar af leiðandi imeiri þekking for-
eldra og yfirboðara, en æskumannsins.
petta sem nú er sagt nægir til að sýna
fleiri hliðar á máli þessu, nægir til að sanna það,
að málið er áreiðanlega umhugsunar vert. En
þá vaknar þessi spuming upp fyrir oss sem Lög-
bergs ritgerðin endaði á: “Er millibilið milli
æsku og elli orðið svo mikið, að þær geti ekki
lengur átt samleið?” og meira: Eru foreldrar og
yfirboðarar fremur en nokkumtíma áður, að mis-
beita valdi sínu yfir æskunni? Eða er æskunni
fremur en áður að iimrætast óhlýðni við yfir-
boðara? Eða eru máske áður óþektar ástríður
að vaxa upp á milli æsku og elli?
Af öllum þessum ástæðum getur óhamingj-
an að einhverju leyti stafað, en þó er það mín
skoðun að hið síðast talda sé aðalástæðan. En
það leiðir til enn einnar spumingar: Hvað er það
þá, sem vex upp á milli æsku og elli, og hindrar
sam'leið og saimvinnu ?
pað er ekki vandalaust að svara þeirri
spurningu, og mum sitt sýnast hverjum um það.
Enda getur það verið margt af því sem sérstak-
lega einkennir nútámann, sem veldur samúðar-
og hluttekningarleysi á báðar sáður, en það álít
eg að skólafyrirkomulagið sé aðalorsökin.
Of mikið af uppeldisskyldum foreldra og
þeirra sem kærleikann hafa til bamanna, eru ó-
viljandi ætlaðar skólakennurum, eða lagaðar
þeim á vald, þó sjáanlega að þeir hvorki geti, eða
hafi ástæður til að fullnægja þeim. pess utan
eins og oft hefur verið tekið fram nú í seinni tíð,
að skólaseta bamanna yfir sumartímann út á
landinu, stríðir á móti kærleika og löngun æsku-
mannsins til þekkingar og þátttöku í nauðsyn-
legum vinnubrögðum. En svo ætla eg ekki að
fara lengra út í það nú í bráðina. Hitt þykir
nokkru skifta, að gera sér grein fyrir því, hvað
útþrá er, og hvað af henni leáðir, svo hún megi
ekki hindruð vera.
Útþrá, er innihaldsríkt og fallegt orð, getut
innibundið í sér jafnt andlegar sem líkamlegar
fyrirætlanir og framkvæmdir; fyrirætlanir, sem
spretta upp af sárri löngun til að rnenta sig,
þroska og fullkomna hæfileika sína að einhverju
ákveðnu takmarki. En líka getur útþráin ver-
ið tóm ástríða til að kasta sér út í sollinn, krafa
eftir því, að fá að vera þar sem glaumurinn er
mestur.
Með öðrum orðum, útþráin er afl, oftast
vilt afl, sem þarf að beizla eða að minnstakosti
að hafa sterkar gætur á Hún getur áreiðan-
lega orðið hlntaðeigandi æskumanni til falls,
heimilinu til hins mesta hnekkis, og þjóðfélaginu
hans til óhamingju á einhvern hátt.
Hún er ótamið afl, sem útheimtir fullkomið
athjygli, óeigingjarnt og kærleiksríkt hugarþ .1,
og góða greind til hamingjusamlegrar forsjáar.
Eg get ekki betur séð, en að æskumanninum með
útþrána og ástvinum hans, hljóti sem oftast að
vera það sameiginlegt mál, hvað líklegast er til
vetferðar. Gamalt máltæki segir: “Heimskt e '
heimalið barn”, og sjáanlega lyftir sú skoðun
undir útþrána. En svo segir annað máltæki
jafn spaklegt: “Holt er heima hvað,” og þessi
yfirvegun leiðir til þeirrar niðurstöðu að: “Kapp
er best með forsjá”, og að útþráin er varhuga-
verður eiginleiki, sem getur verið nauðsynlegt að
hjáLpa við undir vissum kringumstæðum, en líka
nauðsynlegt að hafa taumihald á.
pað er mín skoðun að útþráin sé sá eigin-
leiki fjölda margra íslendinga, sem alls ekki hef-
ir verið iheftur til skaða á ‘mörgum næstliðnum
árum, en þar á móti að hún sé að verða sá
straumur seftn flæðir yfir bakkana og engar
stýflur halda. En eins og æfinlega hefur þetta
sínar undantekningar.
Dýrmæt útþrá, hefur sem oftast ,sín eig'n
framsóknarskiilyrði, og sín eigin laun í sér inni-
falin. pað er eins og hindranirnar flýi, ef tak-
markið er göfugt. Eins og líka að sú útþrá sem
orsakast af léttúð, leiðir til falls. Við könnumst
við það, og höfum persónulega þekkt marga
mikjlhæfa menn, sem strax í æsku voru svo á-
kveðnir og viljasterkir, að einhverju fyrirseltu
takmarki, að þeir vöktu á sér eftirtekt góðra
manna, sem hvöttu þá til fraftna, gáfu þeim heil-
ræði, og leystu þá út með gjöfum. Engina
verður óbarinn biskup, og slíkir menn verða oft-
ast að reiyna mikið á sig, en þegar þeir hafa há-
leitt augnamið, þá réttir margur þeim hjálpar-
hönd, og þannig nær hin fagra tilgangsríka og
réttmæta útþrá vanalega takmarkinu. Honum
sem er lifandi grein á vínviðareikinni, verða til-
lögð þroskaskilyrðin.
pjóðfélaginu verður að skiljast það, að ár-
lega vaxandi ginningaröfl og útsog léttúðarinnar,
er engin eðlileg útþrá, og leiðir ekki til andlegr-
ar þroskunar, né efnalegrar hagsældar.
Daglega þarf að treysta þá undirstöðu hjá
æskumanninum, sem kristileg lífsskoðun og
dyggðarík breytni á að vaxa ofaná.
SkóJamir ná ekki að hálfu leyti tilgangin-
um. Við sjáum þess dagleg dæmi, að: “pað
verður hverjum að list, sem hann leikur”, og al-
staðar er sú meginregla viðurkend, nema í skóla-
fyrirkomulaginu: barnungir og lífsreynslulaus-
ir kennarar, sem hafa sókst eftir þessari atvinnu,
á meðap þeir voru að búa sig undir aðra, og
hverfa oft að öðru, þegar þeir eru að fá ofurlitla
æfingu. Eins og það sé það fyrsta, sem megi
trúa unglingunum fyrir, og fela þeim á hendur
sem sé siðavöndun hirma bamanna. peir ungl-
ingar eru þó fágætir sem því verki eru vel vaxn-
ir, hvað sem þekkingu þeirra í hinum fyrirskip-
uðu lærdómsgreinum líður. Algengt er það, að
maðurinn innan við þrítugt og oft eldri, er naum-
ast snortinn ennþá af þeim undirstöðu sannind-
um, sem verða honum í trú og lífsbreytni helgust
og háleitust. Og eins lengi og maðurinn hefur
ekki sannfæringu fyrir því, hvert stefna skal, þá
getur hann ekki verið fullkominn leiðtogi ann-
ara.
Margir kunna að segja, að dygðaiðkanir
bamanna komi skólunum ekkert við. En er
ekki einhver ósamkvæmni i því, að þjóðfélögin
hafi tvær andlegar uppeldisstofnanir, kirkjur og
skóla, sem ekki ber nein skylda til að vinna sam-
an.
Skólamir með hagkvæanu fyrirkomulagi eru
það menningar áhald, sem eitt getur komið í veg
fyrir margar óákjósanlegar ástríður hjá þjóð-
inni. Skólamir, með heilbrigða skoðun á sam-
vinnufélagsskapar nauðsyn þjóðarinnar, geta,
með tíð og tíma, komið í veg fyrir léttúðar-
fulla og óhappasæla útþrá æskumannanna.
Skólamir eru þekkingar arfur liðinna alda,
og þeir standa best að vígi til að virða gildi
reynslupnar, æskumanninum til uppbyggingar.
Með heppilegu fyrirkomulagi standa þeir best að
vfgi til að sætta æsku og elli.
Fr. Guðmundsson.
Brúðkaupsvísur
Sungnar í silfurbrúðkaupi Mr og Mrs C F Edwards,
Minneota, Minn., 3. des. 1922.
Hér er brugöið upp sögunnar blikandi skjöld,
Og til 'baka nú sést yfir fjórðung af öld.
Yfir Kjartans og Guðrúnar góðfrsegu leið,
Varpar gullroða minningin fögur og Iheið.
Hér er brugðið upp sögunnar blikandi skjöld,
Og til baka nú sést yfir fjórðung af öld.
Yfir Kjartans og Guðrúnar góðfrægu leið,
Varpar gullroða minningin fögur og heið.
H'ún er bundin við hversdagsins blíðu og stríð,
Og við baráttu og sigur í liðinni tíð.
Yfir Kjartans og Guðrúnar góðfrægu leið,
Varpar gullroða minningin fögur og heið.
Hún er bundin við hversdagsins blíðu og stríð,
Og við baráttu og sigur í liðinni tíð.
Hún er bundin við fleira en frá verði greint.
Við hinn falslausa drengskap sem vér höfum reynt.
Hún er bundin við hversdagsins blíðu og stríð,
Og við baráttu og sigur á liðinni tíð.
Hún er bundin við fleira en frá verði greint.
Við hinn falslausa drengs'kap sem vér höfum reynt.
Og því sækja nú brúðhjónin hollvinir heim,
þenna hátíðisdag til að fagna með þeim.
Hún er bundin við fleira en frá verði greint.
Við hinn falslausa drengskap sem vér höfum reynt.
Og því sækja nú brúðhjónin hollvinir heim,
þenna hátíðisdag til að fagna með þeim.
Rví vér vitum það öll að þau eiga það flest,
Sem að ágætast þykir og reynst hefir bezt.
Og því sækja rnú brúðhjónin hollvinir heim,
penna hátíðisdag til að fagna með þeim.
pví vér vitum það öll að þau eiga það flest,
Sem að ágætast þykir og reynst hefir bezt.
Yfir Kjartans og Guðrúnar góðfrægjjj braut,
Vaki gæskunnar himinn í láni og þraut.
pví vér vitum það öll að þau eiga það flest,
Sem að ágætast þykir og reynst hefir bezt.
María G. Árnason.
“Heimasætur himinsala.”
Viðkvæmnin á vökunætur,
Vonarlífið sína kvilla;
Sálarhokur heppnast illa,—
Hvergi neinar skaðabætur.
Æfisól að ægi hnígur,—
Efinn hjartablóð vort sýgur,—-
Óttinn rnörgu að oss lýgur,—
Arðurinn: slys og þra'tur.—
Er þá furða að augað vakir, grætur?
Töfralampar ljúfrar nætur,
Lýsa, benda huga mínum
Út úr grafargöngum sínum,—
Myrkfælnin fær meinabæ'tur.-----
— Þarna uppi á einhver heima,—
Einhver bygði stjörnugeima,
Ljós þau kveikti, lét mig dreyma
U>m líf, seín þar á rætur,
Þegar barnið bernskufriðinn grætur.
Vilst lief eg á vegi förnum,—
Víða þóttist andinn heima.—--
Hver skóp háa himingeima?------
Hærra bent var efagjörnum.—
“Heimasætur himinsala”,
Heilla sálu ástardvala,
Máttar, kærleiks tungum tala,
Túlka oss jarðarbörnum
Allra föður, — æðri sól og stjörnum!
Jónas A. Sigurðsson.
Ástœðurnar
fyrir því að hugur íslenzkra bænda
hnegist til Canada
37. Kafli.
Stjónarfarskerfinu í Alberta,
má skifta í þrjá flokka er inni-
binda áhrif frá sambands, fylkis
og héraðs eða sveitastjórn. Grun 1
vallarlög sambands- og fylkis-
valda eru sniðin eftir brezku fv •
irkomulagi. Bretlandi er stjórn-
að af konungi að nafninu til, en
þó eru það í rauninni kjörnir full-
trúarar fólksins, er með völdin
fara. Fuilltrúi konungs í sam-
bandsþinginu, er landstjórinn.
lEn í fylkjunum út af fyrir sig,
fer fylkisstjórinn — Lieutenant
Governor, með umiboð konungs
Sambandsþingið skiftist í tvær
deildir, efri og neðri málstofu.
Stjórn'kjörnir tþingmenn eiga sæ i
í efri málstofunni, en aðeins þjóð-
kjörnir í hinni neðri.
Fylkisþingin eru eind'ellduð, og
fer þar ráðuneyti með völdin, er
styðst við meiri hluta þings, eins
og gildir um sambandsstjórnina.
Bæði samíbandis og fylkastjórn-
ir, haga störfum sínum á sam-
ræmi við grundvallarlögin — The
British North America Act, frá
1867. Er valdissvið alþjóðar-
stjórnarinnar og fylkjanna þar á-
kveðið.
Eftirgreind málefni teljast til
vapdsviðs sambandsstjórnarinn-
ar: pjóðeignir og þjóðskuldir,
verzlun og viðskifti, póstsam-
bönd, manntal og hagskýrslur,
hermál og varnir á sjó og landi,
laun stjórnþjóna og annara em-
bættismanna krúnunnar, vitar og
siglingar, sóttvarnarhús og sjó-
mannaspítalar, peningar og pen-
ingaslátta, bankakerfið, fiski-
veiðakerfið, vog og mál, sjálfs-
skuldarábyrgðarskírteini, vaxta-
ákvæði, gjaldþrota fyrirmæli,
einkaleyfis réttindi, umsjón með
Indíánum og lendum þeirra, þjóð-
jarðir, málmar, timbur, vatnsorka,
þegnréttindi, hjúskapur og hjú-
skaparslit, hegningaríögin og
framfylging þeirra, ásamt fang-
•elsum.
Valdsvið fylkjanna, er þannig á-
kveðið: Réttur til þess að breyta
grundvallarlögum fylkja, að und-
anteknu þeim lið, er kveður á um
embætti fylkisstjóra; skattar til
fylkisútgjalda, lántökur fylkjun-
um til handa, stofnun embætta í
þágu fyllkisstjórnanna og laun
þeirra embættismanna; fjárfram-
lög Ojg starfræksla fylkisfang-
elsa og annara betrunarstofnana,
stjórn og starfræksla sjúkrahúsa,
geðveikrahæla og liknarstofnana
innan fylkis, uppboðsleyfi og önn-
ur leyfi, opimber mannvirki önn-
en þau, er áður hefir verið tekið
fram að sambandsstjórnin ré5i
yfir, isímalagnimgar innanfylkis,
réttur til að framkvæma gifting-
ar, eftirlit með framkvæmd dóms
mála og fylkis/lögreglu og alllrar
löggæzlu, er snertir fylkismál, svo
og með mentamálum.
Sambands- og fylkisstjómir
hafa í sameiningu eftirlit með
akuryrkjumálum að nokkru leyti,
veldur það mestu um, hve mjög
sambandsstjórnin hefir beitt sér
fyrir að útbreiða vísindaþekkingu
í þeim efnum og varið til hennar
miklu fé. par af ieiðandi hefir
hún ósj'álfrátt ávailt haft hönd í
Ibagga með aðalframkvæmd þeim
mála. pótt sambandsstjórain
' ráði eigi yfir skólum fylkjann:..
þá veitir hún þó styrk til sérfræði-
skóla, svo sem landbúnaðar og
iðnskóla.
pingmanna tala í sambands-
þinginu, frá fylkjunum, er miðuð
við fóilksfjölda hvers fylkis um
i sig. Samkvæmt The British
' North American Act, hefir Oue-
bec fylki sextíu og firom fulltrúa
á samibandsþingi, en þingmanna-
tala hinna fyikjanna er ákveðin ;
1 hlutfalli við fólksfjölda í Quebcc.
Alberta-fylki hefir tólf neðri ntál-
stofu þingmenn og* 1 fimm í öld-
ungadeildinni.
Sambandsstjórnin hefir í hverjií
fylki umboðsmenn, til innheimtu
| tolla og eftirlits með námuiB ®g
timburtekju. Einnig á sviði ak-
uryrkju, fiskiveiða og skóg-
græðslumálanna.
Fylkjastjóri er útnefdnur af
Iandstjóra, það er, sambands-
! stjórninni er hann skipaður tií
; fimm ára og ö|ll lög fyK<isþirigs
| verða þess vegna að ná undirskrift
hans, áður en þau ganga í gildi.
! Hann kveður formlega til þings
í og slítur því, staðfestir allai
stjórnarráðsamþyktir, tilkynning
ar og embættismanna skipanir.
Fimtíu og átta þingmenn, eiga
sæti á fylkisþinginu í Alberta,
kosnir í almennum kosningam
pingið er kosið til fimm ára, þo
má Ieysa það upp áður, ef nauð-
syn þykir bera til. Kosningaréit
hafa jafnt konur sem karlar, er
! öðlast hafa brezk þegnréttindi,
I dvalið að minstal kosti ár í fylk-
inu og þrjá mánuði í hlutaðeig-
andi kjördæmi.
Vilja þingsins, eða þingæiri-
'hllutans, framkvæmir ráðuneytið.
Fyl'kisstjóri, að minsta koeti aí'
formi til velur yfirráðgjafanii.
enn hann aftur á mó.ti, kýa eér
i samverkamenn í stjórnina.
pessi ráðgajfaembætti emt í
; Alberta fylki: Forsetisráögjafi,
dómsmálaráðgjafi, fylkieritari,
fylkisféhirðir, akuryrkjuráðgjafi.
mentamálaráðgjafi, heilbrigðis og
héraðsmálaráðgajfi, ráðgjafi síms
og opinberra verka.
Tekjur sínar fær fýlkiestjóra-
in með innanfylkissköttum, bto>
og framlagi frá Sambandsstjóra-
inni, sem uppbót fyrir fylkií-
landeignir, svo og með sköttmi'
af óyrktu llandi og sköttum frá
verzlunar og fjármálastofnunum.
Réttarfarinu er skift á hiíIIí
tveggja dómstóla, héraðsdóms og
yfirdóms. Er yfirdómurinn Sup-
reme Court, æsti dómstóll innao
fyllikisins. Héraðsdómurinn fjall-
ar um minniháttar mál. f yfrr-
rétti eiga 9 dómarar sæti. Sam-
bandsstjórinn skipar dómiarana og
'greiðir laun þeirra, en að öðru
leyti standast fylkin kostnað við
réttarfarið. Fylkinu er sktft í
dómþinghár, og er að minsta
kosti einn héraðsdómari í SiTerri,
auk málaflutningsmanns krún-
unnar, fógeta og réttarþjóns. Ean
má nefna friðdómara og lög
regýudómara.
Eignarbréf öll, eru látin að
hendi í The Land Titles Offfce.
peir lesendur Lögbergs, er cskja
kynnu frekari upplýsinga uwi
Canada, geta snúið sér bréflega
til ritstjórans, J. J Bíldfelle, Col-
imbia Building, William Ave. og
íherbrooke St., Winnipeg, Mani-
coba.