Lögberg - 03.05.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 03.05.1923, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAÍ 1923. Barónsfrú Maínau. Eftir E. Marlitt. “Eitt augnablik enn!” sagði hann og lyfti upp hendinni, hann var rólegur en röddin var nöpur. “pér skjátlast, er þú heldur að eg hafi viljað gera þér ónæði með fyrirgefningu — og þú getur ómögulega dregið þá ályktun af því hvernig eg nálgaðist þig. Eg hefi ekki sömu skilningsyfirburði og þú, til þess að sundurliða það sem mér býr í huga og stjóma 'því. Eg læt hrífast og segi það sem mér kemur í hug, án þess að hugsa mikið um það; og áðan var það, ef til vill, fremur þrá til þess að biðja þig fyrir- gefningar, sem eg fann til, heldur en löngun til þess að láta þig auðmýkjast. Annað hvort kant þú ekki að dæma svip á andlitum annara — og því á eg erfitt með að trúa, vegna þinna óvenju- legu listamannshæfileika — eða þá að hin móðg- aða greifadóttir frá Trachenberg hefir ekki vilj- að skilja. Eg trúi því að hið síðara sé rétt, og eg virði ósk þína og vilja, er þú slærð hendi á móti hverri sáttarleitni. En hvað sem iþví líður, verð- um við að koma fram sem hjón, er kemur vel saman.” Nú var aftur hin venjulega léttúð í róm fhans. — J?ess vegna bið eg þig að tylla fingur- gómunum á handlegginn á mér, þegar við göng- um niður tröppumar.” XII. Tveir vagnar voru komnir og höfðu numið staðar við tröppumar fyrir framan glerhurðina, í öðrum þeirra, sem stóð fast við tröppumar, sat sjálft heldra fólkið, en á hinum, sem hafði numið staðar í hæfilegri fjarlægð, var kennari prinsanna og hirðmær. Hertogaekkjan var enn ekki staðinn upp; hún rétti hirðdróttsetanum allra náðugast höndina og var að tala við hann; hún var rétt að láta í Ijós ánæfgju siína yfir því, að hanrt væri aftur búinn að ná sér eftir gigtar- kastið, þegaþ Mainau kom með konu sína út á efst tröppuna. Hún leit allra- snöggvast til þeirra og eitt augnablik varð henni orðfall. Svo snéri hún höfðinu í skyndi og leit spyrjandi undr* unaraugum til hirðmeyjarinnar, sem var stigin út úr sínum vagni og var á leiðinni til hertoga- ekkjunnar. Hún var ekki síður undrandi og starði á barónsfrúna, sem kom nær. — Hertoga- ekkjan endaði setninguna með yndislegri handa- hreyfingu og steig út úr vagninum. Hirð- presturinn hjálpaði henni út. Já, hverjum skyldi hafa komið það til hug- ar að ‘gráa nunnan,” sem hafði setið í hnípi í vagnshominu, iþegar hún kom, gæti gengið svona tignarleg, sem húsfrú á Schönwerth, og hún gerði nní! Hún kom niður tröppumar með hendina hvílandí á armi' manns síns og kjólslóíl-> inn dróst á eftir henni. Hver mundi hafa trú- að því, að þessi unga kona gæti verið svo feimnis- Iaus yfir hinum ófagra háralit sínum, að hún léti hárið falla í fléttum niður á bakið; og hver mundi hafa trúað iþví að sólskinið í Schönwerth gæti breytt háralitnum á svona undraverðan hátt, svo að þetta mikla rauða hár yrði að geisl- andi kórónu á enni hennar? Konumar stóðu andspænis hver annari. pað 'var sagt um hertogaekkjuna, að hún reyndi að ná aftur æskuútliti sínu með því að klæðast í mjög Ijósleit föt, og það var auðséð í dag að sá orðrómur var sannur. Hún var klædd í rós- rauðan mjög niðurfleginn silkikjó! og hafði kniplingasjal á herðunum. A höfðinu bar hún lítinn kringlóttan stráhatt skreyttan með epla- blómum. Eitt augnablik var sem skugga brigði fyrir í svip hertogaekkj unnar — greindarlegu, stál- gráu augun horfðu á hana djarflega, og það var ómögulegt að villast um það, að andlitið hafði æskublóma, sem sást þegar að maður kom nær. En þegar hún leit á barón Mainau, lék aftur sól- bjart gleðibros um varir hennar. pað var al- veg rétt, sem fólk sagði, að hann hefði valið sér hana án þess að ástin kæmi til greina. Hann stóð kaldur og rólegur eins og marmarastytta við hlið konu sinnar. pegar hann kynti hana, hneigði hún sig með virðingu, en þó ekki of djúpt, fyrir hertogaekkjunni og rétti henni blóm- vöndinn. Hertogafrúin tók á móti honum með allra mesta lítillæti, og hún hefði sjálfsagt enn fleiri glamuryrði, sem tíðkast við þesskonar viðhafnar- kynningar, og sem flestir varðveita í hugum sínum, sem endurminningu um þau hátíðlegu aupiablik, hefði henni ekki orðið litið á hirð- dróttsetann — hann stóð þar ráðþrota og beit saman tönnunum, fölur eins og vofa, og að þvi kominn að hníga niður. “Eg hélt að eg væri sterkari en eg er,” sagði hann stamandi. “Mér þykir afar mikið fvrir því að þurfa að biðja1 um leyfi til þess að mega setjast aftur 1 stólinn.” Hertogaekkjan gaf merki þá var komið með stól og hann hneig niður á hann. pað var einkenni- legt augnablik fyrir mann, sem áður hafði verið hafður í hávegum og sem hafði svifið með sínu létta hirðmannsfótataki umhverfis hinar feg- urstu konur. pungi stóllinn valt skröltandi yfir malarstéttina í áttina til garðsins, því þang- að var heimsóknarferð herto^afólksin þenna dag heitið. — — Hin fríða hertogaekkja í rósrauða kjólnum gekk við hlið Mainaus og masaði við hann í sífellu. Aldrei fyr hafði hún verið eins kát og fjörug og nú; en samt sat maðurinn, sem einu sinni hafði ímyndað sér að hann einn gæti með samræðuhæfileikum sínum vakið eldfjör°hjá þessari dulu konu, nú þegjandi í stól sínum — hann var gleymdur. Synir hennar voru á harða stökki fram og aftur með Leó litla — þeir höfðu fyrst hangið í frakkalofum hirðdróttsetans, án hans gafc ekki orðið neitt af neinum leik. Nú varð það eins og af sjálfu sér að honum var ýtt fram og aftur og hann varð hljóður aðstoðar- leikarí í leik drengjanna heima hjá sjálfum sér — slíkt er óþolandi niðurlæging fyrir nafnkenda hirðmanns hæfileika, að vera kastað þannig burt meðan þeir eru enn í fullu fjöri. Og þar við bættist að þessi “rauðhaus” gekk þstr svo hroka- full og auðsjáanlega fann til þess að hún væri húsfreyja í Schönwerth. Með sjálfum sér hugs- aði hirðdróttsetinn á þá leið, að þessi allslausa greifadóttir þættist víst vera meiri, ættstærri og göfugri en sjálf hertogaekkjan. Honum lá við að kafna af vonsku. . “Fyrirgefið þér, frú mín góð,” sagði hann í háðslegum róm við barónsfrúna sem um leið og hún gekk fram hjá, beygði sig niður og sleit upp negulblóm, sem spratt á grasflötinni, “í dag söfnum við hvorki brönugrösum né öðru illgresi til þess að senda það til Rússlands.” Mainau snéri sér skyndilega við og var mjög rauður í framan. Eitthvert bituryrði til hirð- dróttsetans var ef til vill komið fram á varirnar á honum, en honum varð litið á konu sína, sem róleg og þegjandi stakk litla rauða blóminu í belti sitt og hann gerði ekki annað en að yfta öxlum í gremjufullri óþolinmæði. Svo hélt hann á- fram og tók upp aftur samtalið við hertogafrúna, sem hafði slitnað meðan á þessu stóð. Sá hluti garðsins, þar sem hin ágætu Schön- werth aldini voru ræktuð, Iá við hlið indverska garðsins í skjóli hæðanna, sem veittu svo gott skjól að það var mögulegt að halda þar við undra gróðri Indlands, þótt loftslagið væri kalt og ó- milt. Hér gátu sólargeislarnir skinið án allra áhrifa frá norðan — og vestanstormunum, til þess að ná góðum vexti. Undir þeim þroskuð- ust líka ágætar ferskjur og vínber og aðrir ávext- ir í limagerðum og skjólkvíjum og á litlum upp- mjóum stofnum, sem stóðu nokkrir saman hér og þar um grassléttuna. pessi gróðrarreitur, sem hafði ekki síður aðdráttarafl fyrir munn en y auga náði alla leið út að skóginum — auðvitað ekki hinum eldgamla þyikkviði, sem óx inn á milli hæðanna og upp eftir hlíðunum og var svo þéttur að þar fanst að eins rúm fyrir akbraut innan um undirviðinn. Vel hreinsaðir gang- stígar lágu á allstóru svæði meðal trjánna og undir fyrsta trjálundinum, sem að var komið, var hvítur’ sandborinn flotur, umgirtur af skuggasælum trjám. Gaflinn á veiðamanna húsinu svonefnda snéri út að þessum flöt. pað var lítið en snot- urt hús úr tígulsteini með gljáfægðum rúðum og hinum óhjákvæmilegu hjartarhornum á þakinu. pað var sem stöð á milli hallarinnar og húss skógvarðanna, sem tilheyrði Schönwerth, og sem lá hálfri mílu lengra inn í skóginum. í húsinu bjó veiðimaður með veiðihundum. Hann hafði umsjón yfir hinu mikla byssusafni Mainaus og við hátíðleg tækifæri kom hann fram fyrir al- menningsaugu í einkennisbúningi, sem veiði- maður barónsins. Skemtanir af þessu tagi voru vanalega haldnar á opna svæðinu fyrir framan veiðimanna- húsið. pað var skemtilegasti bletturinn á Scöhönwerth; þar mátti anda < að sér hressandi skógarilm og þaðan sást indverska musterið í allri sinni litadýrð mitt í útlenda jurtagróðrin- um, en lengra í burtu bar turna og þak hallarinn - ar með rómantiskum miðaldablæ við loftið fyrir ofan krónu hæstu trjánna. Við svona tækifæri var matreiðslumaður hallarinnar aldrei sjálfur til þess að gegna skyld- um stöðu sinnar, héldur stóð frú Löhn við am- inn í veiðimannahúsinu og hitaði kaffið. petta hafði verið siður árum saman. Hina herðabreiðu stóru konu í svarta viðhafnarkjólnum sem hún virtist aldrei ætla að geta slitið út, mátti ekki vanta við húsdyrnar fremur en fallegu hundana, sem hlupu geltandi um eða láu og böðuðu sig í sólskininu ásandinum.--------Alvarlega andlitið á frú Löhn undir eldhússhúfunni með óbreytan- legu skosku borðunum sásit aldrei brosa og ó- þjálu virðingarmerkin, sem henni fanst nauðsyn- íegt að sýna heldra fólkinu aðkomna voru æfin- lega mjög hörmuleg, en kaffið var ljúffengt og alt, sem. hún lagði hendur að var svo listugt og vel fram reitt að enginn fann neitt að því, hversu þögul hún var. penna dag var hún mjög móð, hvort sem það var af því að það var heitara en venjulega í litla eldhúsinu, eða hún hafði lagt of mikið á sig við undirbúninginn. Fólk hefði mátt í- mynda sér að hún hefði grátið, ef það hefði reyndar ekki Verið alveg ósamrýmanlegt við hina venjulegu skaphörku hennar; augu hennar voru heit og gljáandi. “Eruð þér veikar, kæra frú Löhn?” spurði hertogaekkjan með uppgerðar lítillæti. “Nei, aMs ekki, yðar hátign. Eg þakka allra undirgefnislegast fyrir spuminguna. “Nei, eg er gallhraust,” sagði hún og gaut í skyndi augunum, eins og hún væri hrædd, til hirðdróttsetans.-----Hún kom með nokkrar litlar hvítar, tágakörfur, sem prinsamir tóku við undir eins. Um stundarsakir settist enginn við kaffiborðið. Drengimir hlupu þangað sem ávextirnir voru og garðmaðurinn stóð í hæfilegri fjarlægð og horfði í þögulli örvæntingu á, hvera- ig angurgaparnir Iitlu rifu ávextina, eins og þeir komu fyrir, af trjánum, sem höfðu verið plöntuð og ræktuð með mestu umhyggju, og fleygðu þeim í körfuna. Uirðdróttsetinn var kominn þaraa; hann hafði látið aka sér þangað í völtustólnum. Hann varð að eyða þessum eymdarlegu áhrifum, sem hann hafði gert á gestina með vesaldómi sínum, og það þótt það kostaði hann óþolandi kvalir. Hann stóð upp og haltraði með fram limagirð- ingu, er var þakin með vínberjaklösum, og náði alla leið að stálvírsgirðingunni umhverfis ind- verska garðinn. Honum hepnaðist að ganga furðu uppréttum að kaffiborðinu og hann kom þangað rétt í sama bili og hertogaekkjan var að setjast við það. Hann rétti henni körfu, sem var full af vínberjum, er hann hafði sjálfur skor- ið af viðnum og brosti um leið — en brosið hvarf fljófct og af flaustrinu, sem á hahn kom, varð hann sótrauður í framan. “Hringurin minn!” hrópaði hann og setti körfuna skyndilega frá sér á borðið. Hann horfði á grannvaxna vísifingurinn á hægri hend- inni, þar sem að dýrmætur smaragður hafði glitrað fyrir nokkrum mínútum. Allir nema hertogafrúin ruku upp til handa og fóta og fóru að leita. Hringurinn, sem að hirðdróttsetinn sagði að hefði ávalt tollað svo vel á fingrinum, hafði vafalaust fallið af meðan hann var að tína vínberin og dottið ofan í lauf- ið — en hversu vandlega sem leitað var fanst hann ekki. “pjónarair skulu leita seirina undir minni umsjón,” sagði Mainau og snéri aftur að borð- inu — kurteisisskyldunnar vegna varð að binda enda á þetta uppihald. “Já, seinna — þegar hann er kominn í vasri einhvers og finst aldrei aftur,” sagði hirðdrótt- setinn og brostii ískyggilega. Sjálfur skollinn má treysta þjónunum! J?eir eru stöðugt á ferðinni meðfram girðingunni, aðalgatan 'liggur einmitt þar-------J?ér verðið að fyrirgefa að Iþetta atvik fær nokkuð á mig,” sagði hann við hertogaekkj- una. “En hringurinn var mér mjög dýrmætur, vegna þess að hann var einkennilegur erfða- gripur eftir Gisbert bróður minn. Fáum dög- um áður en hann dó fékk hann mér hann í votta viðurvist og skrifaði um leið þessi orð: “Gleym aldrei að þú hefir tekið við innsiglishringnum þann 10. september.” — Hann vildi sérstaklega ánafna mér hann og enn í dag kemst eg við af því -----Yðar hátign veit að mér kom ekki saman við þenna bróður, að eg, þvert á móti hafði stranglega áfelt hann fyrir han9 óstýriláta líf og ósiðferði. En hvað sem því líður kréfst þó hjartað síns réttar. Mér hefir þrátt fyrir alt, þótt vænt um hann, og þess vegna ollir þetta tap mér mikils sársauka.” “Án alls tillit til hins afarmikla verðmætis steinsins,” sagði Mainau þurlega. Hann var kominn að borðiml og seztur við hlið hertoga- ekkjunnar og hitt fólkið var að koma. “Já, auðvitað — en það er nú minna um það vert,” sagði hirðdróttsetinn. En um leið ýtti hann til stól sínum, svo að hann gæti séð eftir götunni alla leið með fram limagarðinum, þar sem hringurinn hafði týnst. — “Smaragðurinn er dýr og leturstungan á honum frábært verk, eins konar undur--------Svo er dálítill leyndar- dómur í því. Rétt hjá skjaldarmerkinu er ör- lítill depill. Sumir halda að þar hafi ofurlí':l flís kvarnast út úr steininum, en með stækkunar- gleri sést að það er mynd af fríðu, glögt dregnu mannshöfði. petta innsigli þrykt í vax eða fínt lakk, er í mínum augum meira virði heldur en undirskrift. “Við skulum nú fyrst drekka kaffið og svo skal eg koma með að leita,” sagði hertogaekkjan mjög elskulega. “pessi dýrmæti hringur ver"- ur að finnast.” Frú Löhn gekk í kringum borðið með stóran silfurbakka. Á andliti hennar varð ekki hin minsta svipbreyting. Eitt augnablik var stein- þögn, svo að heyra mátti skrjáfið í silkikjólnum hennar, er hún gekk með þungum skrefum um sandinn. En alt í einu fóru bollarnir að glamra, rétt eins og að hendurnar á henni hefðu farið að skjálfa af einhverjum skyndilegum felmtri. Hún var rétt í því bili að rétta hirðdróttsetanum kaffibolla. Hann leit upp forviða og svo í átt- ina þangað sem hún horfði — Gabríel kom gang- andi með fram limagarðinum. “Hvað vill strákurinn?” spurði hann og hvesti á hana augun. “Eg veit ekkert um það, náðugi herra,” sagði hún og varð aftur róleg. Gabríel gekk beint til hirðdróttsetans og rétti honum niðurlútur hringinn, sem hann hafði týnt. J?að var hrein og flekklaus bamshönd, sem hélt'á hringnum milli smárra fingra, en samt ýtti hirðdróttsetinn henni frá sér með viðbjóði, er hún ofurlaust snart hönd hans. “Eru ekki nógir diskar þarna?” spurði hann reiður og benti á borðið. Og hefir þú ekki all- an þann tíma, sem þú er búinn að vera hér í höll- inni lært svo mikla mannasiði, að þú vitir, hvernig þú átt að rétta manni eitthvað? Hvar fanstu hringinn?” “Hann lá við girðinguna — eg þekti hann strax — mér hefir ávalt þótt hann svo fallegur á hendinni á yður,” sagði drengurinn kvíðandi og eins og hann vildi biðja fyrirgefningar á því að hafa fengið eigandanum hringinn strax. “Nú, einmitt það; það er ekkert smáræðis hrós.” — Hirðdróttsetinn kinkaði kolli háðslega og dró hringinn á fingur sér? “Gefið þér honum kökubita , frú Löhn og spyrjið hann að, hvað hann vilji hingað.” Frú Löhn stakk hendinni í vasa sinn og dró þaðan lykil. “Var það ekki þetta, sem þú ætl- aðir að sækja. Gabríel ?” spurði hún. Dreng- urinn játaði. “Sjúklingurinn þarf að drekka og eg hefi geymt hindberjalöginn.” “Vitleysa — það er nóg af þjónum hér, hann hefði getað sent einn þeirra hingað yfirum, en það hefir verið dekrað við strákinn þangað til harin er farinn að halda, að hann megi til með að stinga nefinu inn ,í alt sem við ber hér á baróns- setrinu. Og í dag einmitt hefir hirðpresturinn stranglega bannað honum að taka þátt í nokkurri skemtun. Hafið þér gleymt því frú Löhn ? — Hann sagði að hann ætti að undirbúa sig,” hélt hann áfram og snéri sér að hertogaekkjunni. “Við komum okkur saman um það í morgun, að hann skuli fara burt í undirbúningsskólann inn- an þriggja vikna — það er meira en kominn tími til þess.” Líana horfði undrandi á frú Löhn. petta var þá ástæðan til þess að þessi kona hafði um morguninn borið sig svo undarlega og vandræða- lega að öllu um morguninn niðri í þvottakjallar- anum; hún hafði varla getað greint silki frá gróf- asta lérefti, hún sem bar betur skyn en flestir aðrir á þess konar hluti! petta var ástæðan ti Iþess að hún hafði skilið eftir lyklakippu sína á röngum stað — það var fáheyrð yfirsjón! Líana hafði tekið eftir því all-lengi að hún elskaði / *. l • trinbur, fjalviður af ölkam liyjar vorumrgðir teg«Kium, g«rettui og *k- kcmar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og «jáið vörur vorar. Vér erumœtlð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. --------------— Llmitad-------------- flENRY A.YE, EAST * W1NNIPE6 —RJÓMI------------------ Virðingarvert nafn er bezta trygg- ingin fyrir áreiðanlegum viðskiftum — og þess vegna getið þér treyst því að fá allan hugsanlegan ágóða og fyrsta flokks afgreiðslu hjá: CITY DAIRY Limited WINNIPEG James M. Carruthers, James W. Hillhouse forseti og framkv. stjóri, fjármálaritari Spyrjið þá er senda oss rjóma. drenginn svo heitt að það gekk næst tilbeiðslu, þrátt fyrir það þótt hún virtist vera hörð og sljó og sýndi honum enga meðaumkun, þegar aðrir sáu til. Nú stóð hún orðlaus og gafrjóð — í augum allra hinna var það vegna þess að hún hafði orðið fyrir ávítunum, sem hún verðskuldaði ekki, en í augum Líönu var það móðurhjartað, sem sló örar við það að heyra minst á yfirvof- andi hættu. Hertogaekkjan horfði á drenginn gegnum augnaglerið. “Hafið þér afráðið að hann skuli verða trúboði?” spurði hún prestinn og hristi höfuðið. “Eftir minni skoðun er drengurirn alveg óhæfur fyrir það starf.” pessi orð snertu Líönu eins og rafmagns- straumur. petta var í fyrsta skifti, sem hún hafði heyrt nokkuð sagt, sem gekk í berhögg við vald'boð prestsins og hirdróttsetans; og þessi orð komu af vörum þeirrar konu, sem með nokkr- um vemdarorðum gat breytt lífsbrautinni. parna sat gamli maðurinn og hlustaði að vísu með eft- irtekt. pað fór kuldahrollur um hana, þegar hún hugsaði til þess að setja sig vísvitandi upp á móti honum; allir hinir sem sátu við borðið lctu sér standa á sama um drenginn eða voru honum óvinveittir. Hversu kuldalega horfði ekki Mainau á hann, þar sem hann stóð, sem væri hann sakborningur og þorði ekki að hreyfa sig úr sporunum, enda þótt honum fyndist sení hann stæði á glóðum. Líana herti upp hugann — var það ekki konuhjarta, sem hún skaut máli sínu til? “Gabríel hefir sitt hlutverk nú þegar, yðar hátign,” sagði hún dálítið vandræðaleg, en þó án þes sað hafa augun af hinni fögru hertogaekkju; “hann er fæddur til þess að verða listainaður.” Allra augu litu undrandi til hennar, sem ekki hafði talað fyr. “Hann hefir án allrar tilsagn- ar, lærfc að draga með blýant svo vel að mig undrar á því. Eg hefi fundið uppdrætti eftir hann á leikborði Leós, sem eru nógu góðir til þess að hann gæti staðst próf og fengið ókejT)ig upptöku á listaskóla. Drengurinn er gæddur mjög miklum listamanns hæfileikum og brenn- andi ást á listinni, sem brýst fram með því afli, sem eingöngu er að finna hjá framúrskarandi hæfileikamönnum. pér hafið rétt fyrir yður. er þér segið, að hann sé ekki til þess kjörinn að verða trúboði; til þess þarf innri köllun, og sál- arkröftunum öllum þarf að vera beint í eina átt og maðurinn má ekki hafa nokkurn annan til- gang. pað væri grimd gagnvart drengnum sjálfum og óréttur gagnvart listinni, ef hann væri þvingaður. i Hertogaekkjan Ieit á hana stórum augum og gerði enga tilraun að leyna því að hún væri for- viða. “pér hafið algerlega misskilið mig, frú Mainau,” sagði hún þurlega. “Eg átti við að drengurinn væri auðsjáanlega veikbygður en hvorki við gáfur hans né langanir og ást á verk- inu. Viðvíkjandi því er það eitt að segja, að hann að sjálfsögðu verður að duga til þess. — Mér þykir mikið fyrir því, að það skuli vera til konur, sem ekki eru þeirrar skoðunar, að það sem er helgast og háleitast eigi að ganga fyrir öllu öðru. Við skulum lofa karlmönnunum, með sinn byltingaranda, að setja þekkingarmola sína, se mþó grundvallast á röngum ályktunum, í stað þess sem er heilagt — J?að er nógu sorglegt að það skuli þurfa að eiga sér stað — en við konur ættum að vera því áhugameiri að standa í fylk- ingu á móti þessum árásum, með þvf að standa sem stöðugastar í trúnni og láta aldrei tæla okk- ur til þess að brjóta heilann of mikið.” “pað væri til þess að gera verkefni konunn- ar í þessum heimi alt of létt, yðar hátign, og þar að auki yrði það til þess að opna dymar fyrir hjá- trúnni, trúnni á vofukendan andaheim og mátt Satans — Og því miður hafa konur of mikla til- hnegingu til þess kyns trúar.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.