Lögberg - 03.05.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.05.1923, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAí 1923. " - -'¦>»-»« 3SCEŒ f Jögberg Gefið út hvern Fimtudag af Tke Col- mnbia Prew, Ltd.jCor. William Ave. & Siierbrook Str.. Winnipeg, Man. TalaWaart N-6327 06 N-6328 1 Jóa J. Bfldf elL Editor Utanáakrih til blaBniu: TJJf »OlUmBI^ PHE8S, Ltd., Box 317», Wnnipeg, M«1- Utanátkrift riUtjórana: EDfTOR LOCBERC, Bex 3172 Wlnnlpeg, Man. The "IMgherg" la prtated and publiahed by The Columbla Praaa, Llmited. ln tha Columbia BlocJr, til t» IIT Bherbrooke Btreet, Wlnnipeg, Manttoba Undarlegt. pótt undarlegt megi kallast,_ virðast helzti margir þeirrar skoðunar, að gagnrýning bóka sé eitt hið allra auðveldasta viðfaiígsefni mann- anna. Að minsta kosti er það víst, að ótrúlega margir iþykjast sæmilega sterkir á því svellinu, eða vel það. Pó er hér um að ræða marghliða vandamál, viðkvæmara flestum öðrum. Bækur eru auðvitað misjafnar að gæðum. en þó eiga þær yfirleitt sammerkt í því, að vera boðberi einhverra þeirra lífsskoðana, er höf-:. undarnir telja mestu máli skifta. Gagnrýning bóka er nauðsynleg, en hún verður umfram alt, að byggast á sannleiksást og heilbrigðri dóm- greind. í tímaritinu "The English Review" birtist fyrir nokkru ritgerð um skáldskap, eftir Gerald Gould. Snýst megin innihaldið um það, hvort skáldþroska iþjóðanna sé að hnigna, eða það gagn- stæða. Höfundurinn telur þá skoðun næsta al- menna, að í þessu tilliti sé um afturför að ræða, en kveðst þó sjálfur vera algerlega á öðru máli. Á einum stað í ritgerð þessari, kemst höf. svo að orði: "Menn segja að skáldskapnum sé að fara aftur, — hann iþoli engan samanburð við það, sem áður var. En er þetta ekki eitthvað svip- að því, sem sagt er daglega í sambandi við dandbunaðinn, sem <þó hefir tekið risavöxnum framförum á hverju einasta ári? "J?að. eru ávait einhverjar náttuglur á sveimi, er þykjast finna eða sjá afturfaraein- kenni í hvaða átt sem litið er. "Skilningur fólks á gildi góðra bóka, er ef til vill eigi jafnskýr um þessar mundir og hann hefir stundum verið, en slíkt stendur í engum samböndum við afturför í skáldskap. Stór- skáld hverfa eigi úr sögunni fyrir það; mun- urinn aðeins sá, að viðurkenningin kemur ef til vill ekki fyr en öldum seinna. Skáldlistin er í engri hættu stödd, hún er ei- lifs eðlis og 'þessvegna getur henni ekki einu sinni farið aftur. En væri um hættu að ræða í þessu é sambandi, þá stafaði hún sannarlega ekki af góð- skáldaskorti heldur miklu f remur af óvandaðri klíkugagnrýni, sem ýmist af hagsmunahvötum eða hégómadýrð, hefur einn rithöfundinn til skýjanna fyrir lítið afrek, en þeytir upp form- gallamoldviðri yfir annan, oft og einatt, langtum snjallari." MikiII hluti nútíðardóma gengur í það, að tína saman svokallaða formgalla. Að því loknu, tekur við deilan um stefnurnar, til hvaða flokks skáldskapur þetta og jþetta kvæðið teljist, þar til svo er komið, að hið andlega erindi Ijóðsins hef- ir verið ausið moldu. H veitiflutningsg jöld. Margt og mikið hefir verið rætt og ritað síðustu vikur, um hveitiflutning hér í Canada, bæði hvað viðvíkur vegalengd og dýrleika. Eft- ir sumum þeim ræðum að dæma, gæti manni dóttið í hug, að hvergi í heimi væri lengra til sjávar, og að hvergi þyrftu menn að borga jafn- hatt, hvað þá heldur hærra flutningsgjald A feorntegundum en einmitt hér. Eftirfarandí grein, sem tekin er stórblaðinu "Omaba-World Herald", birtum vér í því augnamiði að gefa Jesendum vorum hugmynd um, að víðar er "pottur brotinn" en hér í Canada í þessu efni: "Samanburður sýnir, að hinar canadisku , járnbrautir flytja korntegundir til markaðar ná- lega helmingi ódýrara hina sömu vegalengd, en iþær bandarísku, og samt eru bændur norðan lín- unnar kveinandi, eigi með öllu að ástæðuiausu þó, yfir því, að þeir verði að borga alt of há flutnings- gjöld. Bændur í Vestur-fylkjum Bandaríkjanna borga frá 50% til 100% meira fyrir flutning hveitis til stór-vatnanna en Canada-bóndinn gerir. En hvernig stendur á því ? J?að virðist enginn vita. prír staðir við stór-vötnin taka við öllu hveiti úr vestrinu, Fort William frá Vestur- Canada, en DuJuth tfrá norðurfylkjum Banda- ríkjanna, og Chicago frá miðfylkjunum. AJlir þessir þrír staðir eru á vegamótum stór-vatn- anna. Fort William er um 200 mílur f rá Duluth, en allir"eru þeir um sömu vegalengd frá Buffalo. ^. Bærinn Sweetgrass í Montana, sem liggur við Great Northern járnbrautina, er um 10 mílur frá bænum Coutts í Alberta, er liggur við Can- adian Pacific brautina. Sweetgrass er 1,004 mílur frá Duluth, en Coutts er 1,203 mílur frá Fort William. J?egar bóndinn í Sweetgrass sendir hveiti sitt til Duluth, 1,004 mílur.verður hann að'borga í flutningsgjald 43 cents fyrir hver 100 pund, en þegar nágranni hans í Coutts sendir sitt til Fort WiHiam, sem eru 1,203 mílur, ¦ borgar hann aðeins 27% cent fyrir hver 100 pund. Mismunurinn verður því þessi: Banda- ríkjabóndinn borgar 15 og hálfu centi meira fyrir flutning á hverjum 100 pundum af hveiti, en sá canadiski; sem þó býr 200 mílum fjær áfanga- stað. Og ekki þyrfti að vera meiri f jarlægð miili þessara bænda en það, að þeir gætu hæglega boð- ið hver öðrum "góðan dag" á hverjum morgni án þess að taka á sig krók. Bóndinn í Lander í Wyomíng-fylkinu sendrr hveiti sitt til Chicago, sem 'eru 1,275 mílur mcð Northwestern járnbrautinni, og borgar 69^ cent fyrir hver 100 pund; geta allir reiknað mismun- inn á gjaldi hans og bóndans í Coutts, Alta., sem borgar 27i^ cent fyrir sín 100 pund á 1,203 mílna vegalengd." Áhrif áfengis á heilsuna. Hörð barátta er að byrja hér í Manitoba milli tveggja sterkra afla. öðru megin fylkja sér allir þeir einstaklingar, öll þau félög, öll þau öfl, sem setja sér það að aðal-takmarki, að fita sig og fylla vasa sinn á kostnað annara; allir þeir sem vilja fá lögleidda aftur áfengissölu í land- i»,u. 'Hinumegin eru þeir sem vilja hjálpa til þess að hér í landi vaxi upp siðsöm, heilbrigð og sterk þjóð, óhindruð af þeim ásteytingar-steinum sem óhjákvæmilega fylgja vínsölunni og vínnnautn- inni — jafnvel þó ekki sé nema í hófi. Eg hefi alt af haidið þvfi fram, að það væri embættisleg og siðferðisleg skylda læknastéttar- innar að berjast á móti öllu því, sem veikir heils- una og styttir lífdagana, en berjast fyrir öllu sem verndi heilöuna og auki vellíðan fólksins. Af þessum ástæðum tel eg það skyldu þeirrar stéttar að berjast fyrir vínbannsmálinu og á móti vínsölunni. Eg skal hér leyfa mér að lýsa stutt- lega áhrifum áfengisins á heilsuna, ef ske kynni , að það mætti vekja einhvern til umhugsunar og starfs,. einmitt nú, þegar mest ríður á, að vel sé unnið. Ástæðan fyrir því að eg rita þetta nú er sú, að sendisveinar hins svonefnda hóf- drykkjufélags (Moderation League) hafa reynt að telja fólki trú um, að áfengi í smáum stíl drukkið sé heilsusamlegt, og $?eir eru til sem svo grunt hugsa, að þeir trúa þessu. Áður en eg lýsi áhrifum áfengisins með mínum eigin orðum skal eg leyfa mér að tilfæra umsagnir heimsfrægra vísindamanna, sem alveg ættu að taka af skarið í þessu efni: "Mikill fjöldi þeirra sem af tæringu deyja hafa veikst af óþrifnaði'; óþrifnaður stafar oft- ar atf áfengisnautn en nokkru öðru. Fátækt er afaroft orsök tæringar og fátæktin stafar þrá- faldlega af drykkjuskap. pegar þetta hvort- tveggja er athugað og skýrslur lagðar til grund- vallar, þá kemur, það í ljós, að áíengisnautn er oftar orsök tæringar en nokkuð annað." Prof. Dr. Wiliiam Osler. "Afengisnautnin er móðir tæringarinnar og krabbans." Sir Victor Horsaley. "Áfengisnautnin, jafnvel í hófi, gjörir menn meðtækilegri fyrir flesta sjúkdóma og seinkar fyrir bata þegar þeir verða veikir." Dr. A. K. Chahners. "Áfengisnautnin er óvinur lífsins, þjónu dauðans, skapari drepsóttanna." Dr. Courad Wesselhoeft. "Áfengisnautnin sljófgar heilann, slítur taug- arnar, eitrar bióðið, afskræmir sálina." Dr. Guðmundur Björnsson. Ahrif áfengis á hjartað og blóðæðamar. J7egar áfengis er neytt berst iþað afarfljótt út í líkamann í gegn um örfínar æðar í magan- um. f þessum fínu "æðum eru afarfínar taug*;' eins og í öllum öðrum líffærum líkamans pessar taugar eru sérlega næmar fyrir áhrifum; þær kallast hreifitaugar æðanna (Vassomotors). pær «tjórna hinum örfínu vöðvum í blóðæðunum valda því að þeir ýmist slakna eða stríkka, sem þýðir það, að blóðæðarnar ýmist þenjast út e8a dragast saman — víkka eða mjókka. petta er þannig úr garði gert til þess, að mátulega mikið eða mátulega lítið blóð streymi til hvers Iíffæris, eða hvers hiuta líkamans, þegar hjartað bærist eða dœlar (því eins og menn vita vinnur hjartað eins og hver önnur dæla). pessar fínu taugar í æðum verða hálfmátt- Iausar þegar áfengiseitrið snertir þær. J?að eru , hérumbil fyrstu áhrif áfengisins. petta máttleysi tauganna veldur því, að blóðæðarnar iþenjast út meira en góðu hófi gegnir og blóðið streymir of auðveldlega um ,þær; þvi til þess að hjartað geti unnið verki^sitt fullkomlega, verður það að mæta vissri mótstöðu íþegar það dælir bloðinu út í líkam- an í gegn um blóðæðarnar. J7egar taugarnar í vöðvum blóðæðanna verða máttvana, þá hverfur þessi nauðsynlega mótstaða, eða minkar; af því leiðir |það að hjartað slær tíðara og verður að vinna meira verk, en því er ætlað. pegar svo er komið verður sá er afengisins hefir neytt æstur og oft ofstopafullur. Eftir nokkurn tíma verður hjartað þreytt af of miklu erviði og veikt af áhrifum eitursins. því er eins varið með hvert sérstakt líffæri og hvern sérstakan einstakling. J7egar einhvej vinn- ur yf ir sig, gefst hann upp, eða verður að minsta kosti þreyttur, þannig er það með hvert líffæri, t. d. hjartað í þessu tilfelli; það hægir á sér og verður þreytt; því verður ervitt að dæla blóðið í gegn um æðarnar út í líkamann, (þess vegna verð- ur allur líkaminn slappur og sá er áfengisins neytti missir þrótt, verður máttvana, fellur oft í nokkurs konar dá eða dvala. Smásaman líður þessi dvali frá, átfengisneyt- andinn nær sér aftur, því eitrið berst út úr lík- amanum með þvagi, með svita, með andardrætt- um o. s. frv. Hann neytir saTtía eitursins aftur og sama sagan endurtekst ár eftir ár. Blóð- æðarnar í hjartanu og hjartað sjálft verða fyrir sömu áhrifum og aðrar blóðæðar líkamans; eitrið og þreytan vinnur þeim tjón. Hinir fínu vöðvar í æðum vaxa af áreynsl- unni, æðaveggirnir þ*ykna þar af leiðandi og breyt- ast á þann hátt að óeðlileg f ita skapast þar; vöðv- arnir blátt áfram breytast í óheilbrigða; fitu. Kalkefni myndast í æðaveggjunum og hjartalokun og þanþolið (elasticity) minkar; stundum mynd- ast þar sár og getur jafnvel grafið í. J?egar blóð- æðamar hafa tapað þanþolinu, geta ekki þanist út, jþá þarf hjartab meira afl til þess að dæla blóð- í gegn um þær. J?etta skapar hjartanu aukið starf; hjartavöðvamir þreytast, þeir vaxa en missa jafnframt starfsþol; þeir breytast einnig smám saman í óeðlilega fitu. Alt þetta hefir vondar afleiðingar, andardrátturinn verður þung- andarteppa og hósti eru algeng, meltingin sljófg- ast. Hjartað, sem er miðstöð blóðrásarinnar og æðamar sem bera blóðið um líkamann, geta ekki unnið fullkomlega. Líkaminn fær ekki nógti mikið af súrefní úr loftinu og losnar ekki við nógu mikið af kolsýru. petta veikir líkamskraftana, geriit líkamann móttækilegri fyrir alla sjúkdóma og ófærari til \þess að standa á móti skaðlegum á- hrifum allra baktería. Áfengið er iþví erkióvin- ur lífsins og heilsunnar, en fóstbróðir dauða og drepsótta. Einhver segir ef til vill, að þ'ettai sé aðeins rétt, þegar um ofnautn áfengis sé að ræða, en reynslan hefir sýnt það»og ummæli þeirra, sem vit og þekking hafa, sannar að áhrifin eru samskon- ar hversu lítið sem drukkið er, þótt eyðilegging- in sé eftir því hraðstágari sem meira er drukkið af eitrinu. J?essu til sönnunar skal hér tilfærð nokkur ;immæli: Hinn frægi sérfræðingur, professor Paolo Amaldi á ftalíu, sem er viðurkendur einn merk- asti læknir heimsins, segir sem hér fer á etftir: "í orðsins réttu merkingu er jafnvel allra minsti skamtur áfengis ekki skaðlaus. Sann- leikurinn er sá að heilsa mannsins líður við áfeng- isnautnina í hversu smáum stíl sem hún er; skað- laus áfengisnautn er ekki fremur til en skaðlaus veiki. Minsti skamtur af því eitri dregur úr mótstöðuafli líkamans gegn sóttum og sjúkdóm- um. Sem læknir og heilbrigðisvörður, tel eg það skyldu mína að skýra f rá þessu; eg þekki ekkert sem í eins stórum stíl og éins oft ryður tseringu og krabbameinum braut eins og'áfengisnautnina. Að berjast á móti tæringu en láta vínnautnina afskiftalaust er sama sem að skera blöðin af ill- gresinu á akrinum en láta rótina ósnerta". J7ann- ig farast iþessum tfræga lækni orð meðal annars. Dr. T. D. Crothers, frægur læknir og vísinda- maður segir: "Hinn svokallaði hófsemdarmaður í áfeng- isnautn, er bokstaflega sjúklingur sem smám saman er að svifta sjálfan sig lífi. Nákvæm- ustu áhöld til þess að mæla með áhrif áfengisins á líffæri mannsins hafa sýnt það og sannað 'að allra mesta hófnautn þess eiturs sljófgar sjónina, deyfir heymina, veiklar taugakerfið í heild sinni - og hvert"einasta líffæri. Hjarta, sem berst 10 —15 sinnum hraðara á mínútunni eftir litla á- fengisnautn, sem kölluð t er hressing, slær jafn mörgum slögum færri en eðlileg eftir nokkurn tíma. Rannsóknir þær sem nákvæmastar og á- reiðanlegastar eru sýna, að lítill ská*mtur áfeng- is (tvær teskeiðar af brennivíni) hefir sljófgandi áhrif á minnið og hugsunina. J?etta eru sann- anir sem enginn getur mótmælt og því síður hrak- ið. Skýrslur sjúkrahúsanna sanna það, að hóf- nautnamönnunum í áfengi er hættara en þeim, sem ekki.bragða áfengi. peir hafa minna tæki- færi til þess að sleppa við sjúkdóma og minha afl til þess að standa á móti þeim og hrynda þeim af sér — þeim er lengur að batna, ef þeir sýkja&t. Uppskurðir hepnast miklu veryalment á þeim sem áfengis neyta en hinum, sem láta það vera; þetta er eðlilegt; blóðið er óheilbrigt af áhrifum eitursina og taugarnar veik'laðar, en heilbrigt blóð og ósjúkar taugar eru aðalskilyrði fyrir því, að sár grói fljótt og vel." J7etta segir Dr. Paolo Amaldi. Protfessor William Osler, sem er einn frægasti læknfr þessarar aldar (nýdáinn), segir: "peir sem áfengis neyta, jafnvel í mestu hóf- semd, eiga það á hættu, fremur öðrum, að veikj- ast af tæringu og krabbameinum. J7að stafar af því, að áfengiseitrið, jafnvel hvefsu litið sem er, veiklar líkamann alment og hvert sérstakt líf- færi." Framh. Sig. Júl. Jóhannsson. Merkilegur Efnastofu Arangur Sérhvern einasta dag, koma í Ijós við smásjána í vorri frægu efnarannsókna og ibökunarstofu, hinar og þessar ástæður fyrir því, að canadiskum húsmæðrum, tekst ekki eins vel og skyldi brauðgerð sín og bökuta. Nú gefst öllum kostur á vísinda aðferðir vorar, því færa sér persónulega í nyt ROBIN HOOD FLOUR Þjónustudeild býður hverri húsmóður, sem mishepnast bökun, að frera sér gott af aðferð þess. Skrifið Service Department voru í dag og skýrið oss frá Ibökunar erfiðleikum yðar.. Sendið sýnishorn af mjöli þvá, er þér notið og munum vér þá fljótt benda yður á hvað var að. Trygging. — 1 staðinn fyrir poka af Robin Hood Plour, 24. punda eíða þyngri, sem búið er að eyða nokkru^úr, látum vér yður fá annan tful'lan í þeim tilfellum, sem konunni hefir ekki hepnast böfeunin eftir þrjár tilraunir. R0BIN H00D MILLS Ltd. Moose Jaw, Sask. W\. Ástœðurnar fyrir því aC hugur islenzkra bænda hnegist til Canada 41. Kafli. Peace River liéraðið hefir á- valtjverið skoðað einskcnar æfin- týráland. Útsýni er þar bæði margbreytt og tilkomumikið og veðráttufarið fhið bezta. Svæði þetta liggur í norðunhlutum Al- berta og British Ck)lumbia. pað nær frá 54. breiddarstigi til þess 59. norður á bóginn, en frá 112.-lengdarstigi til 125. í vestur. Bezti partur spildu þessarar ligg- ur innan vébanda Alberta fylkis. Er jarðvegurinn þar einkar frjó- samur og vel fal'linn til akur- yrkju, jafnt sem búpeningsrækt- ar. British Oolumbia megin liggur spilda af þessu Peace Ri- ver héraði, um hlálfa fjórðu mil- jón ekra að stærð. Víía eru þar allgóð tækifæri til akuryrkju, en yfírleitt er þó Iandið fjöllótt. Timburtekja er þar allgóð og mikið af námum. Veðráttufar- ið í Peace River héraðinu, er 6- trúlega milt, þegar tekið er tillit til þess hve norðarlega það ligg- ur. Sumrin eru heit og sól- björt, en á vetrum hressandi svalt. Ofsastormar þekkjast þar varla. All kalt getur stund- um orðið að vetrinum til, þá fylgir joftast nær "dúnalogn. Hin- ir mildu Chinook vindar eiga mikinn þátt í þvií, hve veðráttu- farið er gott. Snemma vorar í héruðum þessum; leysir þá snjó al'lan á fáum dögum. Sáning hefst venjulegast snemma i apríl, stundum í marz. í kringum Fort Vermilion byrjar isáning fyrstu dagana í maí. Rign- inga kaflinn er mestur í júní og júlí. Meðal regnfall á ári, nem- ur frá tólf til þrettán þumlungum, Að sumrinu til eru langir dag- ar en skammar nætur. prjá mán- uði af árinu, má helzt svo að orði kveða, að Ijóst sé aillan sólar- hringinn á enda. Næturnar eru þvi nær undantekningarlaust svalar og hréssandi. Sumar- frost og, hagl gerir sjaldan vart við sig á stöðvum þessum. Hin svölu kvöld, eru dýrmæt, eftir sólheitan miðsumardag. — Kornsláttur hefst alla jafna um miðjan ágúst mánuð. September er að ýmsu leyti allra skemtileg- asti mónuður ársins. Veður hæfilega Mýtt, en næturnar ger- ast svalar og reka á flótta flugur og annan ófögnuí5, er fylgdi hita- tímabilinu. Oftast má gera sér von vetrar fyrri partinn í nóvem- ber, þótt iðuglega haldist tiltölu- lega milt fram undir. jól. Engum þarf að standa stuggur af vetrarkuldanum. Hann herð- ir fólkið og veitir því meiri lífs- þrótt. Sæmilega búið fólk, finnur ekki mikið til kuldans, og viðast eru húsakynni það góð nú, a$ hann kemst eikki inn fyrir þrö^kuldinn. Jarðvegurinn á svæðu^ þess- um, er einkar vel fallinn til á- vaxta og heyræktar, enda^er þar mikið um hvorttveggja. f' dölum eða dalverpum, er mikið um hveitirækt. Svo má að orði kveða, að yfirleitt "sé landi« frjó- samt. Nog er þar um fljót og ár, er veita jarðveginum raka. Blómgróður er mikill /í Peaca River héraðinu. Enda má svo að segja í hvaða átt, sem litið cr, sj áspildur stórar og smáar, þrungnar allskonar skrautgróðri. Margt hefir þegar verið isagt og skrifa'ð um kosti Peace River hér- aðsins, þótt enn hafi því hvergi nærri verið lýst sem vera .skyld'.. Timburtekja Ihéraðsins má teljast því nær ótæmandi. Við Wapiti, eru stórir timburflákar, ,sem eng- in mannshönd enn hefir snert, meðfram North og South Pine ánum, Smoky, Whitemud og Noti- klivini (Bathle) ánum, liggja hinar auðugustu skóglendur. Við Fort Vermilion eru þrjá sögunar- myllur og mikið flutt þaðan af timbri. Mikið er af óbygðum löndum á svæðum þessum, sem bíða þess eins, að hönd sé 1-ögð á plóginn. Byltingin. Eftir Richard Wagner. (Ridhard Wagner, 1813—1883 er sjálfsagt kunnur að nafni all- mbrgum íslendingiim, sem stærsta söng-leika skáld heimsins, þó fá- ir að líkindum hafi heyrt eði skiQji verk hans. En færri munu þeir þó vera, sem er kunnugt að Wagner var svæsinn starfaníi byltingamaður, og tók þátt í bylt- ingunni 1848 og varð fyri - það að fara landflótta til að komast hj i margra ára fangelsisvist. Eft- irfarandi kafli er brot úr ritgerð um sem hann skrifaði fyrir'Dres- den VoJks blatter). Eg er hin hulda endurnýun7- æskunnar, hinn ævarandi fruni- hofundur lífsins. Þar sem eg er ekki, þar geysar ógn dauðans. Eg er hugfróin, vonin, draumsjón hinna kúguðu. Eg eyðileg^ það sem er, en af bjarginu sem eg skín á tekur nýtt líf fram að streyma. Eg kem til að örjóta af yður alla þá fjötra, sem und- iroka yður, til að frelsa y5ur úr faðmi dauðans, og til að blása nýju lífi í æðar yðar. ttfí sem er verður að farast. p-t* er hin eilífa .lögeggjan ' lífsins, og eg hin alt eyMleggjandi, uppfylli það 'lögmál tW að skapa nýja f egr- andi *-ilveru. Eg vil umbreyta og endurnýja frá rótum það /yrir- komulag sem þið lifið við, þvi það er afsprengi eymdarinnar, ^em blómgast í eymd og volæöi, og á- vextir þess eru glæpir. Kornið er þroskað og eg er uppskerumaður inn. Eg vil stökkva á burtu hverri einustu blekkiniru, s^m ""ald hefir yfir mön^unum Eg vil eyðileggja drotnunarvaiá eins yfir mörgum, — drotnunar- vald þess lífssnauða yfir hinu lífræna, — drotnun þess efniskga yfir því andlega. Eg vil möl- brjóta vald hins mikla, afnema lög eignaréttarins. Látum vilja hvers einstaks vera meistara mannkynsins. Látum styrkleika hvers einstaklings vera ihans eig- in eign, því frjáls maður er hei- lagur maður, og ekkert það til, sem er háíeitara en hann. Eg vil eyðileggja núverandi fyrirkomulag, sem deilir mann- kyninu ií óvinveittar andstæður: pá sterku og þá tlítilmagna, einka- réttindamenn og útlaga, ríka og snauða. pað gerir allar mann- legar verur ófarsælar. Eg vil eyðileggja það fyrirkomulag sem gerir miljónir a$ þrælum hinna fáu og þá fáu þræla síns eigin valds og auðæfa. ' Eg vil eyði- leggja það fyrirkomulag sem að- skilur lífsgleðina frá vinnunni og gerir hana að ánauðaroki og lífs- gleðina að löstum, sem gerir ann- an aumingja sökum sikorts, en hinn fyrir ofgnótt. Eg vil eyðíleggja það fyrirkomulag, sem útslítur allri manndláð í þjónustu

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.