Lögberg - 31.05.1923, Síða 7

Lögberg - 31.05.1923, Síða 7
LOGBERG, FIMTUDAGINN MAÍ 31. 1923. Bb. 7 Veríð vissir í yðar sök MeS því aS nota áreiðanlegar ivörur eins og ELECTRO GASOLINE BUFFALO ENGLISH MOTOR OIL SPECIAL TRANSMISSION LUBRICANT “Best by Every Test” Seldar í vorum átta “Service Stations” í Winnipeg No. 1—Á ihorni Portage Ave. og Maryland St. No. 21—Á Suður Main St., gengt Union Depot. No. 31—McDermot og Rorie Sts. gengt Grain Exdhange. No. 4—Á horni Portage Ave. og Kennedy St. No. S—Á horni Rupert og King, hak við McLaren Hotel. No. 6—Á horni Osborne og Stradhrooke Sts. No. 7—Á horni MJain St. og Stella Ave. No. 8—Á horni Portage Ave. og Strathcona St. Einnig i Moose Jaw, Saskatoon, Sask., Lethbridge, Alta. PrairieGityOilGompany Ltd. PHONE: A-6341 601-6 SOMERSET BUILDING Hver á cmyndraa? 1 ritstjórnardálkum Hkr., sem út 'kom g. mai s.l., er greinarfor- smáín með yfirskriftinnS ‘‘Bros- legt.” Þar sem mér er þvert um geS aö eigna núverandi ritstjóra Heimskringlu, hr. Stefáni Einars- syni, þenna heimskulega illgirnis- samsetning, þá tek eg það ráð, að kalla höfundinn Lepp. Og sökiun þess að hann fann ástæðu til að ýta við gamla manninum og láta Hkr. flytja skammir og lítilsvirð- ing til mín ofan á undangenginn árlangan ófrið i minn garð, þá skal eg með silkihönskum strjúka ofur litið um leppinn. Þar sem nú skáldið St. G. gat ekki orðið' svo lánsamur að halda síðasta orðinu í deilumálunum al- kunnu, með sinni frægu “Þakkar- gerð” í Hkr., en hr. S. Sigurjóns- son fann réttmæta ástæðu til að gera þar athugasemdir við með grein í Lögbergi, sem að dómi þeirra, er eg hefi heyrt minnast á hana, er prýðisvel og sanngjarnlega rituð, þá leiðir það Lepp á stað, og lætur hann svo okkur alla fjór- menningana, sem í árslöngu stríði höfum staðið við margskonar skrif- finna, gjalda grunnhyggni sinnar og fljótfærnis-löngunar að sverta okkur alla jafnt. En látum nú þetta alt eins og vind um eyrun þjóta. Eg er orð- inn svo vanur. skömmum, bæði frá St. G. sjálfum og hans fylgifisk- um að slíkt raskar ekki framar ró minni. En aðal flónskan hjá Lepp, sem ætlar hann hreint að sprengja svo hann gengur upp og niður i sárasta helstríði eins og flogaveik- ur maður, er það sem hann kallar “tilgang’ og “aðal ásetning" okk- ar fjórmenninganna. í þessu hryggilega ástandi er hann að brölta og bölsótast eins og bykkja í feni, þar til loksins að hann kem- ur auga á hr. Jón Einarsson i Foam Lake, þá til allrar lukku kemur gusah upp úr aukningja Leppi áður en hann rifnar. Og tilgangur okkar fjórmenninganna og aðalásetningur gegnum alt seg- ir hann hafi verið og sé sá, að reka séra Rögnvald Pétursson frá rit- stjórn að ársriti Þjóðræknisfé- lagsins. Þessa stór-flónsku og hlægilegu hugsýki Lepps er vert að athuga ofurlítið. Nú fyrst, til að byrja með, er ómögulegt með nokkrum rökiun að brigsla mér um að hafa nokk- um tima látið falla lítilsvirðingar eður ónota orð til séra R. P.; svo ekki var hægt að merkja mig sem gamlan beinan mótstöðumann hans. Og á hinn bóginn viður- kenni eg það fúslega, að séra R. P. sé sökum vits og andl. hæfileika í fylsta máta fær um ritstjórnina, og langt fram yfir það. En við eigum hóp áf mönnum, sem líka væru í alla staði fullfærir að taka þessa stöðu. Vi'il Leppur gera svo vel og benda mér á nokkra sérstaka yfirburði Rögnvaldar til starfsins í gegn um það sem oss er kunnugt í ritum þessum. Hann á að eins eina all-fróðlega ritgjörð í gegn um öll ritin, sögulegs viðhald íslenzks þjóðernis hér; verður hún í heild sinni talin mik- ilsverð, jafnvel þótt á tvennum tungum kunni að velta um fram- setning ýmsra atriða þar. Með hvaða rökum getur Lepp- ur sagt að séra R. P. sé allra manna færasur fyrir þessa stöðu? Enginn hefir annar verið reyndur. Til þess að sýna, að eg sé ekki að vaða í sömu rakalausu vitleysunni og sá er hnúturnar sendi, þá get eg t.d. bent á hr. O. S. Thorgeirs- son, sem nýtur alþýðuhylli og er viðurkendur fyrir tímarit sitt og almanak. Hvað mundu menn segja um gamla kaft. Sigtr. Jónasson, skyldi hann ekki vera fullfær í þessa stöðu. Eða, er það á móti framgangi og viðhaldi ísl. þjóð- ernis hér að nefna lúterskan prest ritstjórastöðuna ? Ef ekki, þá nefni eg séra Jónas A. Sigurðsson, séra Björn B. Jónsson, séra Gutt- orm Guttormsson, séra Adam Þor- grímsson. Þá er hann Sveinstauli okkar, og marga fleiri mæfti nefna, sem væru vel færir um ritstjórnina. Allir þessir mcnn mundu gefa St. G. fimm fyrstu síðurnar í ritinu, ef hann óskaði þessa, enda væri það líka nóg fyr- ir hann, því það verður að hafa vakandi auga fyrir, að ritið seljist vel. — Hefir annars nokkur lifandi maður heyrt aðra eins fjarstæðu og þessa, sem Leppur klessir í Heimskringlu: “Hverjar hefðu afleiðingarnar orðið, efa séra R.P. væri bolað frá ritstjórninni? Og þá vitanlega væri St. G. líka bolað frá?“ — Þetta er meginþáttur í því stóra gjörræði, ef séra R. P. misti ritstjórnina. Eftir þessum útreikningi Lepps er þá R. P. eini maðurinn, sem heldur höfðinu á stórskáldinu upp úr vilpunni, og er þetta meiri óhróður en nokkuð annað, sem sagft hefir verið í garð Stephans. Lárus GuSmundsson. Hún var veik full 2 ár. Mrs. Goodæin skýrir frá reynslu sinni við Dodd’s Kidney Pills. Nova Scotia kona læknast af þriggja ára þjáningum við að nota Dodd’s Kidney Pills. — Mulgrave, N. S. 29. maí (Einkafregn). — “Eg get aldrei mæglt með Dodd’s Kidney Pills eins mikið og þær verðskulda.” segir Mrs. Alex Goodæin, velmet- in kona hér á taðnum. í þrjú ár þjáðist eg af hjart- veiki og taugabilun. var stundum svo aum, að eg ibjóst tæpast við að iifa það af. Margir ráðlögðu mér Dodd’s Kidney Pills og af- réð eg loks að reyna þær. Um- skiftanna var ekki lengi að ibíða. Se xöskjur læknuðu mig gersam- lega Nú geng eg ávalt til vinnu minnar hraust og ham- ingjusöm.” Sjúkdómur Mrs. Goodwin staf- aði frá nýrunum. Þess vegna ibatnaði henni svo fljótt af Dodd’s Kidney Pills. Spyrjið nágranna yðar hvort Dodd’s Kidney Piils lækni ekki skjótt nýrnasjúkdóma. svo margir Islendingar í þessum bæ, ungir og gamlir, og eru alt af að fjölga, verða því eðlilega fleiri dauðsföll þeirra á meðal með ári hverju, eftir því sem þeir fjölga meira, og þrátt fyrir það þó Seattle borg sé önnur borg í landinu með fæst dauðsföll, þá hljótum við samt öll að flytja úr þessari veröld fyr eða síðar. \ Árið sem leið var heldur gott ár fyrir verkalýðinn, og útlit fyrir að þetta ár verði engu síðra. Vinna byrjaði hér í borginni með fyrra móti i vor, eftir vetrarhvíldina, sem vanalega stöðvar útivinnuna um tvo til þrjá mán. vegna regns- ins; þó mun naumast hafa orðið alment uppihald með þá vinnu þennan vetur, því að veðrið var oft svo þurt,"enda var talsvert mikið meira bygt hér í vetur eftir nýár heldur en gert var i fyrra á sama tíma. Fjöldi stórbygginga er nú í smíðum, líklega með flesta móti um þetta leyti árs, þar á meðal hótel, sem kosta á fast að þrem miljónum dollara, og bankabygg- ing á aðra miljón dala. SVo ætlar stjórn landsins að byggja eitt af sínum stórhýsum hér (Federal Building), serti hún hefir við orð að byrja á i. júní n.k. og leggja í það verk sem svarar lökum fjór- um miljónum dollara, því “Uncle Sam.” er jafnan stórhugaður; ■— nóg um það að sinni, bezt að bíða þar til sú bygging er gjörð. Margir landar vinna að bygg- ingum, því fjöldinn af þeim eru smiðir; kaup þeirra er1 nú i doll. um kl.tímann, er vinna fyrir dag- launum, en sumir af þeim eru “contractors”. Margt af ísl. bygg- ingamönnum hafa samt farið héð- an í vor og vetur, til California, hvar sagt er að enn betur sé borg- að fýrir þá atvinnu en hér, og er engum það láandi, þó hann beri sig eftir björginni þar sem hún er feitust; flestra þeirra er þó von aftur til baka með haustinu. Á meðal þeirra, er suður fóru, voru Marvin Josephsson, Ólafur Ólafs- son, Jón Jónsson Yukonfari, Jón Berg, Áskell Sigtryggsson, Ragnar Sigtryggsson (agent, komin heim aftur), Árni Einarsson o. fl„ sem eg man ekki í svipinn að telja upp. Einnig fóru nokkrir norður til Al- aska, til fiskiveiða í þjónustu fiski- félaga; má nefna þar á meðal: Karl F. Fredrickson, konu hans og 2 börn, Kára I. Johnson, Jón Borg- fjörð, Ragnar, unglings piltur frá N.-Dak., Eybjörn Erlingsson, og margir fleiri. Sá fyrst nefndi af Alaskaförunum, Mr. Fredrickson, hefir verið í þjónustu North West- ern fiskifélagsins í nokkur undan- farin ár (bókhaldari), bæði í Se- attle og Alaska, því félag það hef- ir aðal setur sitt hér í borg; en snemma á síðastl. vetri hóf félagið hann til hærra sætis og gerði hann að yfir umsjónarmanni sínum fSuperintendent); sýnir það bezt, að Mr. Hredrickson hefir verið hollur og dyggur þegn félagsins. North Western er afar stórt fé- fór aftur að hlýna; síðan hafa , lag og hefir mörg útibú og mikla engin .frost komið hér við sjóinn, [ umsetning. Frá Seattle, Wash. Þó langt sé siðan að fréttir héð- an hafa sézt i Winnipeg blöðunum íslenzku, þá flytur þessi greinar- stúfur samt engin stórtíðindi; og þó margt beri hér upp á daginn, þá ætla eg ekki að segja þá sögu hér, því hún mundi verða bæði löng og leiðinleg til aflesturs.. En ýmsra atburða, er snerta okkur Íslendinga sem hér búum, vildi eg heldur geta minst að einhverju leyti, og flestir fréttaritarar byrja bréf sín með því að segja frá undanfarandi veðráttu, en eg skal þó vera fáorð- ur um hana. Veturinn síðastliðni var lang timum saman einhver sá þurrasti. er hér hefir komið lengi, og aðal- rigningamánuðurinn, sem er nóv- ember, var þurrari nú en í siðast- liðin 26 ár, segja veðurskýrslur borgarinnar. Aftur snjóaði gjarn- an oftar og meira, en vanalega, til dæmis snjóaði fjórum sinnum í desember, en lítið þó í hvert sinn; svo snjóaði aftur samfleytt í þrjá daga i febrúar, og varð sá snjór 20 þuml. þykkur, en tók fljótt upp með sólbráði og næturfrostum. Frost varð hæst í des., 20 fyrir of- an o, aftur komu meiri frost í feb- rúar, mest 16 yfir o. Með marz en loft var stundum svalt, jörð al- skrýdd sinu vana vorskrúði í miðj- um apríl. Almenn líðan meðal íslendinga er heldur góð og heilsufar í með- allagi; nokkrir af löndum hafa þó efnis, um dáiö Þiér í vetur og vor í borginni, og skal eg nefna þá, sem eg man eftir: Ingunn Ingjaldsson, dáin 1. febrúar, 55 ára gömul, ógift; Guðný Thorláksson (Ólafsdóttir■), 18. febrúar,'66 ára, kona þess, sem þetta ritar, verður hennar getið meira siðar; Ernest C. Middal, 23. feb., 9 ára gamall, mjög efnilegur; Sigurborg Thorsteinssort (Jóns- dóttir), 26. april, 75 ára og 9 mán. ekkja; tvö ungbörn, nýfædd hafa líka dáið, en ekki veit eg um nöfn þeirra. — Hér eru nú orðnir Margt af ísl. fólki hefir komið hér til borgarinnar í næstliðinni tíð og sumt af því sezt hér að, svo sem Sever Severson frá Minnesota og fjölskylda frá íslandi, Pálmi Páknason með konu og f jögur börn úr ísafjarðarsýslu, sem hingað kom til fólks síns, er hér býr; og margt af einhleypu, fólki hefir komið i vetur og sezt að fyrir ein hvern tima, sem eg man ekki eða veit ekki nöfn á. Af ferðafólki hefir komið ótölulegur fjöldi og veit eg ekki um nöfn helmings þeirra, en nokkra af þeim get eg nefnt hér: í janúar s.l. staðnæmdust hér nokkra daga í borginni Stefán Thorson frá Gimli, Man., Pétur Thomsen frá Winnipeg, Jóhann Stefánsson frá Piney, Man., og fleiri samferðamenn ‘hans; Hinrik Jónsson úr Pipestone bygð, Man., var hér nokkra daga í febrúarmán. og mun enn vera hér á ströndinni, líklega á Pt. Roberts. Svo var hér á ferð í marzmánuði P. G. Magn- ús frá Glenboro, Man., samferða- maður söngmannsins fræga, Egg- erts Stefánssonar, og Friðbjörn Friðriksson frá Winnipeg og kona hans, ásamt Árna Friðrikssyni frá Vancouver, bróður Friöbjarnar; og Kolbeinn Thordarson frá 'Saska- toon, Sask., og fleiri. Og ekki má gleýma skautamanninum fræga, Frank Fredrickson, sem var hér af og til í janúar og febrúar með félaga sinum Mr. Halldórsson, báð- ir frá WÍnnipeg. Samkepnin í þeirra íþrótt fór fram í þremur bæjum hér vestra, Vancouver Vic- toria og Seattle, og lukú Seattle- blöð lofsorði á Mr. Fredrickson fyrir aö hann hefði borið sigur úr býtum (náð hæsta marki) að skautaleiknum afloknum. 1 byrj- un maímánaðar kom hingað Albert Frederickson frá Victoria, B.C.; hygst hann að setjast hér að; kona hans fór um sömu mundir austur yfir fjöll, en er væntanleg 'hingað bráðum til manns síns. Þórarinn Jónsson frá W.peg var hér og á ferð í byrjun þ. m. á leið til Cali- forníu; var hér nokkrar nætur hjá bióður sinum ísaki. Þórarinn er verzlunarmaður og hygst að prófa um tíma loftið hér vestur frá ein- hvers staðar. Eggert Stefánsson, hinn alkunni söngmaður, kom hingað til borg- arinnar seint í marz, sem áður er getið, og söng hér fyrir fullu húsi í stórri kirkju nálægt miðpunkti borgarinnar, þann 24; aðsókn ís- lendinga var þar góð, tiltölulega betri en hérlends fólks; inngangur var dollar, en ekki er mér kunn- ugt um hvað inn kom eftir kvöld" ið. Um söngíþrótt listamannsins leiði eg hjá mér að dæma nokkuð, það er fyrir ofan mína dómgreind aö gera það, enda gerist þess engin þörf, svo mikið hefir verið ritað um sönghæfileika þess manns áð- ir, að hann er orðinn kunnur fyr- ir íþrótt sína hvar sem hann hefir fariö og víðar. Mr. Stefánsson er hér í Seattle enn og heldur aftur “concert” 2. júni n. k. í stórri Meþodistakirkju hér í Ballard. Hvað lengi hann verður hér í borg úr því, er mér ekki kunnugt, en “Seattle Weekly News” gat þess fyrir stuttu síðan, að Mr. Stefáns- son mundi dvelja hér í Seattle fram í ágúst í sumar. Séra Jónas A. Sigurðsson frá Churchbridge, Sask., kom til sinna fyrri stöðva í kring um 23. apríl og dvaldi hér hjá syni sínum Torfa og konu hans kortar fjórar vikur, og lagði aftur af stað héðan heim- leiðis þ. 19. þ.m.. Séra Jónas flutti tvær guðsþjónustur hér í Se- attle og einn fyrirlestur. Innihald fyrirlestursins var íslenzkt þjóð- erni eða eitthvað náskylt því. Einn- ig jarðsöng hann Sigurborgu Thor- steinsson, sem áður Var getið að látist hefði hér, og nokkur nýfædd börn skírði hann fyrir íslendinga. Tekið var til þess, hve vel séra Jónasi hefði mælst við þessar at- hafnir hér, mátti þess líka vænta af manni sem honum, þar sem bæði mælska og gáfur fylgjast að. Fyrir þremur árum síðan fluttist séra Jónas alfarinn héðan með fjölskyldu sína, eftir nærfelt 20 ára hérveru, og til ísl. safnaðanna kring um Churchbridge, Sask., í Canada, hvar hann hefir veriö þjónandi prestur síðan. Heilsa hans var mjög biluð hér síðustu árin, svo hann varð að gefa upp hálaunaða stöðu er hann hafði ha'ldið í mörg ár í þinghúsi þess- arar borgar, og jafnframt þoirri stöðu veitti; hamn jHallgrímssöfn- uði prestsþjónustu mestan part tímans. Nú virðist vera að heilsa hans sé að stórum mun betri, og fagna vinir hans og kunningjar hér yfir því. Mikið fanst séra Jónasi til um prestleysið hér á ströndinni, fanst að allir íslenzkir söfnuðir hér ættu að koma sér saman um að kalla til sín góðan og duglegan mann til að þjóna þessu prestakalli; var þó ekki að heyra, að hann væri sjálfur í vali til þess, áleit að yngri og hraustari maður væri betur kjörinn til þess. Aðal erindi séra Jónasar hingað vestur nú var að leita fjárstyrks fyrir Jóns Bjarnasonar skóla á meðal •íslendinga hér á norðurströndinni. Ógjörla veit eg hver árangur hans hefir orðið með það, en eitthvað varð honum ágengt þó hér í Se- attle. Það mun sjást skýrsla yfir það í blöðunum síðar. Bókafélagið “Vestri” er nú þeg- ar farið að undirbúa skemtiferð eftir venju, á sjó eða landi, sem kend er við annan ágúst, en óráðið er enn, hvert farið veröur; í mörg undanfarin ár hefir það félag haldið upp á þennan dag, og hélt rækilega uppi minningu dagsins lengi vel fyrst. Nú er eins og skift í tvö horn; minna hugsað uni minningardaginn, en meira um skemtiferðina, sem oftast er, nú orðið, sigling , og þegar komið er á staðinn, þá er öllu snúið upp á “picnic”, en engrar frelsisskrár minst, eða nokkurt merki þess sjáanlegt, að þetta sé þjóðminning- ardagur íslendinga. “Islendingar viljum vér allir vera.” Látum okk- ur þá sýna það með því, að minn- ast dagsins á hinn rétta og viðeig- andi hátt. H. Th. FERÐAAÆTTiTJN skipa á miUi I/eitli og fslands frá 1. Júní. Frá Leith til fslands:— 20. júnl—lsland, beint til Rvkur. 26. júnl—Lagarfoss, beint til Rv. 4. iúll—rBothnia, beint til Rv. 21. júlí—Lagarfose, beint til Rv. 4. ágúst—Bothnia, beint til Rv. 23. ágjist—fsland, beint til Rv. 29. ágúst—Lagarfoss, beint til Rv. 7. sept.—GotSafoss, til Austur- og NorSurlandsins. 12. sept.—Botnla—beint til Rv. 19. sept.—fsland, til Austurlands og þaCan til Reykjavlkur. 2. oktúber—Gullfoss til Austur- landsins og þaðan til Rvlkur. 7. oktúber—Lagarfoss, til Austur- og NorSurlands. 17. október—Botnia, til R.vlkur. 30. október—Island, tll Austurlands og þaðan til Rvkur. 10. nóv.—Gullfoss, beint til Rv. 11. nóv.—GoCafoss, til Austur- og NorBurlands. 22. nóv.—Botnia, beint tii Rv. 8. des.—fsland, belnt til Rvlkur. 15. des.—Gullfoss, beint til Rv. Frá Rvlk til Leith og Hull:— 8. Júni—Lagarfoss, norður fyrir land og vestur til Hull. 11. Júnl—Botnla, til Leith. 27. júní—fsland, norður íyrir land a8 vestan til Hull. 3. Júll—Goðofoss, norBur um land og vestur til Leith. 6. Júll—Lagarfoss, austur fyrir land a8 sunnan, til Leith. 10. júll—Gullíoss, beint tfl Kaup- mannahaínar. 16. júll—Botnla, beint til Leith. 2. ágúst—ísland, Beint til Leith. 13. ágúst—Botnla, nor8ur um land a8 vestan_ til Leith. « 14. ágúst—Gullfoss, beint til Leith. 31. ágúst—fsland, beint til Leith. 8. sept.—Lagarfoss, norður um land a8 vestan, til K.hafnar. 13. sept.—Gullfoss, beint til Leith. 25. sept.—Botnia, beint til Leith. 2. okt.—fsland, beint til Leith. 23. okt.-^-Gullfoss, beint til Bergen og Kaupmannahafnar. 25. okt.—Botnla, nor8ur um land a8 vestan, til Leith. 10. nóv.—ísland, beint til Leith. 30. nóv.—Gullfoss, beint til Kaup- mannahafnar. 4. des.—GcdSafoss, norður um land a8 vestan, til Leith. 5. des.—Botnia, beint tii Leith. 16. des.—ísland, beint til Leith. Fer8aáætlanir gufuskipa Eimskipa- félags íslands og Sameipaða gufu- skipafélagsins, er eg nýbúinn aS fá og birti nú þennan útdrátt úr þeim. H. S. Bardal. Œfiminnmg. \xtú. Helgu Jónsson síðast frá Ri'verton, Man. Eins og áður hefir verið getið í Möðunum andaðist hún að heim- ili tengdasonar síns og dóttur, Ben og Kristínar Hendrickson, 449 Burnell St., hér í bæ, 10. dag. janúar mánaðar í vetur. Fáein orð um hina látnu fara hér á eftir: Hún var fædd 20. apríl, 1857 í Króktúni á Landi í Rangárvalla- sý^lu. Foreldrar hennar voru jþau hjónin Arn'björn Jörundsson og Guðlaug Sæmundsdóttir. Helga var tvígift. hét fyrri máður hennart Lýður, ibróðir Jóns Þórðarsonar. kaupmanns í Reykjavík. Þau eignuðnst tvo syni, er annar þeirr,a Guðmundur dáinn (1909) en hinn, pórður, er kaupmaður í Reykjavík, eigandi Jóns pórðarsonar verzlunarinnar. Seinni maður hennar var Jón Jónsson frá Hnjúki í Vatnsdal. Bjuggu þau á Veðramóti, RejmL stað og Hjaltastöðum í Skagafirði. Þau eignuðust 7 börn, og eru iþrjú þeirra nú á 'lífi: Jón Lúther í Los Angeles, Cal., Kristín Hendrick- son, sem Helga dó hjá og áður var getið, og Sigríður gift O R. Phipps í Edmonton, Alberta. Árið 1900 fluttist hún vestur um haf með ibörnum sínum. Krist- ínu, Lúter og Páli, sem nú fyrir nokkrum árum er dáinn, en Sigríður kom vestur sex árum síðar. Var Helga lengst af í Nýja íslandi, í Árdalsbygð, Isa- foldarbygð og síðast nokkur ár í Riverton. Var hún nottckur á«* ráðskona hjá Snorra Jónssyni, sem nú er dáinn. Heiga sáluga var iengst af hraust kona, en fyrir þremur ár- um kendi hún sjúkdóms þesi, innvortis krabbamein, er leiddi hana í gröfina. í síðastliðnum okt- óber mánuði kom hún til Winnr- peg og var gerður á henni hol- skurður. Var hún ‘ um tíma á hinu almenna sjúkrahúsi bæjar- ins, en síðar flutti hún til dóttur sinnar. Fékk hún enga bót en alt leiddi til hins eina. Hún var jarðsungin af séra Rúnólfi Marteinssyni 16. jan. Að- al athöfnin fór fram á 'heimili dóttur hennar þar sem hún fékk hvíldina. Hin dóttir hennar, Mns. Phipps frá Edmonton, var einnig viðstödd ásarnt noikkrum öðrum. Helga sáluga var góðum gáfum gædd bæði til líkama oj. sálar, sérlega skýr kona og að því slkapi föst í skoðunum. Enginn eótti gull í greipar hennar er leitaðist við að umturna sannfæringu hennar. öll' framkoma hennar •bar vott um festu og þrótt. Lút- erskri trúarskoðun hélt hún ó- brjálaðri og var ætíð búin til varnar gegn hverjum sem á móti mælti. Var hún þar engu síð- ur glögg en áköf. 1 síðustu legunni var hún fram- úrskarandi þolrnmóð og hafði þá yndið mesta af því. sem hafði verið henni nautn um langt skeið, en það var guðs orð. par hafði hún fundið þann eina veg, sem liggur til sáluhjálpar og þann veg yfirgaf hún ekki. Grímr Thomsen. Framh. frá bls. 2. Grímur kom að nokkru leyti heim með brotin skip, að nokkru leyti af eigin hvötum. Hann notaði sér að tilefni breytingu á utanríkisráðuneytinu, ,en í raun og veru var hann orðinn þreyttur á starfi sínu og baráttu, kom lítt skapi sínu saman við valdhafana og sá engin líkindi til þess ið birta mundi framundan. Auk þess dró Island hann að sér. Með- an hann dva'ldi erlendis neytti hann hvers tækifæris til þess að bregða sér heim á sumrin, en u ar. fór hann aldrei eftir að har'n flutti búferlum iheim. Hvernig fórst nú Grími að wra Álftnesingur? Hann var kom- inn af þeim árum, sem umhverfið hefir úrslitaáhrif á menn, var kominn í sínar skorður, og áhrif- in urðu ekki sterk. Hann var nú með fólki, sem talaði «kki eins vel og hann, varð að gefa meira enn hann þá, og það vildi til. að af nógu var að taka. Bæði á alþingi og í samkvæmum sóaði hann andríki sínu og fyndni, en skotspænir voru þar oft skeytun- um varía samboðnir. pau yrk- isefni sem umhverfið hafði að bjóða. færði hann sér sjaldan í nyt. Honum verður það að vísu á, að yrkja fáeinar vísur um and- stæðinga sína og eitt kvæði um auka útsvörin í Álftaneshreppi. Það minnir mig á, að Bólu Hjálm- ar varð að yrkja um hrossakjöts- verð í 'AIkrahreppi, >— og ibendir um leið til þess, hvert hefði orðið hlutskifti Gríms í skáldsttcapnum, ef hann hefði alið allan aldur sinn sem fátækur sjómaður þar suður á nesinu. En einmitt á Bessastöðum fékk Grímur fult næði til þess að byggja sér sinn heim á sína vísu, og oft í sjiálfráðri andstæðu við umhverfi og samtíð. Hann hélt áfram að lesa þau rit, sem hrifið höfðu ihug hans ;í æsku, fékk alt af nýjar bækur og tímarit og jók í elli við mentun sína með því að sökkva sér niður í grískar bók- mentir. Þar fann hann iheim, sem að ýmsu leyti mintu á ís- lenzku fornritin. nærri sjálfum upptökum menningar seinni alda, frá þeim tímum. sem menn voru í eínu börn og spekingar. En á öllum lestri sínum fer hann ekki í mola, því hann skapar sífelt sjálfur um leið og tengir saman andstæðurnar í mentun sinni og reynslu með því að glíma við að fella hugsanir og sýnir í ramm- íslenzkt form. Hann er eins og sverðasmiðurinn, sem hann sjálf- ur hefir lýst: Áður var eg víða á ferðum, varla fer eg nú af bæ, áður hjó eg oft með sverðum, út eg nú og til þau slæ. Honum er þessi líking töm um skáldskapinn. Um þýðing Stormsins eftir Eirík Magnússon segir hann, að hún sé kaldhömruð og á henni sjáist hvert hamars- högg og hvért þjalarfar. En um sálma Hallgríms ’Péturssonar, að þeir séu einsteyptir og heilsteypt- ir, en þar á móti hægsorfnir og seinfægðir. það væri rangt að segja um Grím, að hann hafi ver- ið skáld fremur af vilja en mætti, en hitt er satt, að hann var skáld bæði af vilja og mætti. Hann var fremur “hagsmiður bragar”. eins og Bragi Boddason kallaði sjálfan sig, en innblásinn söng- vari. petta sést berlega á því, að hann yrkir meira í elli sinnr en æsku, sleppir sér aldrei, velur yrkisefni miklu oftar að yfirlögðu ráði en eftir geðkvæmdum líðandi stundar. Kvæði hans eru sann- kallaðar “ljóðfórnir”, utan 0g of- an við dæ-gurþrasið, íögð á altari listarinnar með hreinni lotningu. En í kvæðunum isést þó minst af því, sem Grímur fórnaði. Því að í kringum þenna aldna sverðasmið var kvikt af myndum og hugsun- uip, en af því sem gttóði 4 aflinum og sindraði í síuéi komst ekki annað í kvæðin en það, eem dreg- ið var gegnum ihið þröngva laðar- auga íslenzkrar braglistar — og það var Grími jafnvel enn þrengra ■en mörgum öðrum. En mikið af auði hins aldna þular fylgir verkum hans eihs og geislabaug- ur, svo að óákveðin kvæði leiftra milli lína hinna kveðnu. Beztu vini sína hygg eg, að Grímur muni eignast meðal þeirra íslendinga. sem dvelja svo lengi erlendis, að iþeir neyðast til þess að fara að mæla gildi íslenzkrar Mrs. Young þyngist um þrjátíu og fjögur pund. - I 1 4— Kveður Tanla chafa veitt sér fulla heilsu eftir að alt ann- að brást. “Eg vóg að eins hundrað og þrjá- tíu pund, var orðin 'hræðilega kinnfiskasogin og veikluleg. En sían eg fór að nota Tanlac er eg orðin ihundrað og fjörutíu og átta pund. Kinnarnar eru rjóðar eins og á skólastúlku og í síðastliðin 15 ár, hefir mér aldrei liðið jafn- vel,” s'egir Mrs. Bella Young. að 98 Cathcart St., Ontario. “Síðasta sjúkdómsárið var eg orðin reglulegur aumingi, taug- arnar voru allar úr lagi, matar- lystin sama og engin og höfuð- verkur og magapína kvöldu mig nótt sem nýtan dag. Stundum var eg svo máttfarin. að eg gat naumast reimað skóna mína, hvað þá heldur sint innanhúss störfum. “Tanlac veitti mér skjótt góða matariyst og á skömmum tíma þyngdist eg um 44 pund. Aldrei fæ eg lofan Tanlac sem verðugt er.” Tanlac fæst hjá öllum ábyggi- legum lyfsölum. Varist eftir- stælihgar. — Tanlac Vegetable Pills, eru náttúrunnar bezta með- ai við imeltingarleysi. Fást 1 öllum lyfjabúðum. menningar á alþjóða mælikvarða. Æltli þeir að fara að fá glýju í augun af menningarljóma stór- þjóðanna, þá er gott að leita til skáldsins gamla á Bessastöðum. Hann var sjálfur enginn heim- dragi, hann fékk ærið tættcifæri til þess að reyna hverjar taugar tengdu hann fastast við land sitt og þjóð, og hann valdi togan*1 í kvæði sín í samræmi við þá reynslu. Sú menning, sem var svo máttug í eðli, að hún slepti aldrei tökum á honum hvar sem hann fór og dró hann að lokum heim til sín aftur. hún er nú orðin einum traustum þætti sterk- ari eftir að hún eignaðist ihann 0g verk hans. Slíkir menn, ser,. eru svo einstakir, að enga uppbót er hægt að fá fyrir þá annarstað- ar, er hinn nýji sáttmáli íslend- mga, og vér höfum aldrei haft annars sáttmála þörf til þess að sanna tilverurétt vorn meðal þjóðanna. Einmitt þess vegi.a verður Grímur gott athvarf fyrÍT (slenzka víkinga, hvar sem þelr eiga í vök að verjast. Og lífsskoö- un hans er ferðamanninum 'hcli: að glúpna ekki fyrir smámunum, ttcveða heldur en kveina, en muna þó jafnan. að mannlegum mætti eru takmörk sett. Um Helga magra er sagt, að hann trúði á krist hversdaglega. en hét á pór til sæfara og harðræða. Hér skal ekki farið út í að jafna Grími við önnur íslenzk skáld, og mörg þeirra eru vafalaust eins hentug- ru hversdagslestur En hvenær eignumst vér annað eins skáld, sem betra er á að heita til sæfara og harðræða? Sig. Nordal. , —Eimreiðin. "" Gat ekki borðað. Stýfla á rót sína að rekja til lifrarsjúkdómis. Sölt, olíur og hin og þessi hægðalyf, geta aldrei annað gert, en bráða- byrgðarhjálp. — Ef þér viljið fyrir alvöru losna við þessa leið kvilla, þá er um að gera að vera á verði og taka fyrir rætur þeirra eina skjótt 0g hugsanlegt er. Mrs. Alvin Richards, R. R. No. 1, Seeley’s Bay, Ont., skrif- ar: “í tvö ár þjáðist eg mjög af meltingarleysi og stíflu. Matar- lystin var sama sem engin og þegar e gvaknaði á morgnana, var andardrátturinn sýrður og óeðlilegur. Eg notaði hin og þessi hægðarlyf án árangurs. Loks reyndi eg Dr. Chase’s Kidney Liver Pills og þær voru ekki lengi að koma mér aftur til heilsunnar. Eg get því með góðri samvizku mælt með þessu ágæta meðali við hvern sem líkt stedur á fyrir og mér. Dr. Chase’s Kidney Liver Pills, ein pill aí einu, 25 cent askjan, hjá öllum lyfsölum eða Edmanson, Bates & Co. Ltd. Toronto. -

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.