Lögberg - 31.05.1923, Síða 8

Lögberg - 31.05.1923, Síða 8
Bls. 8 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN MAÍ 31. 1923. »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*************** ♦ 4- I Ur Bænum. I ♦ ___________________+ »+W»Wt»W4WtWWW« Jón Sigurjónsson stúdent, fór suður til Chicago fyrir helgina og býst við að dvelja þar syðra í skólafríinu. Dr. S. E. Björnsson frá Árborg kom til bæjarins ásamt fjölskyldu sinni siðastliðinn þriðjudag. Séra Guðmundur Árnason frá Oak Point, var staddur í bænum í vikunni. . Séra Kúnólfur Marteinsson pré- dikar um bindindismálið að Riv- erton á sunnudaginn kemur, 3. júní. Guðný Indriðason, kona Tryggva Indriðasonar í Árborg, Man., 49 ára gömul, lézt á almenna sjúkra- húsi bæjarins 26. þ. m. Líkið var flutt til Árborg og jarðsungið þar. Séra Jónas A. Sigurðsson kom til bæjarins vestan frá Kyrrahafi á þriðjudaginn var, þar sem hann hefir verið undanfarandi í erind- um Jóns Bjarnasonar skóla, og fór hann samdægurs suður til Pem- bina til þess að jarðsyngja tengda- móður sina, Elinu Stefánsdóttur, sem lézt þar 24. þ.m. / Mrs. ('Rev.) J. A. Sigurðsson frá Churchbridge kom til bæjar- ins í síðustu viku; var hún á leið til Pembina til móður sinnar og náði þangað hálfri stundu áður en gamla konan lézt. Séra Jónas og frú hans komu að sunnan í gær og héldu heimleiðis samdægurs. Mrs. porbjörg Jónasson, sem kom frá Islandi fyrir viku síðan, kom inn á skrifstofu Lögbergs, og bað .þess getið, að hún er ekki bróðurdóttir Guðmundar Sveins- son, eins og sfcilja jná af frétt þeirri í Lögbergi 1 síðustu viku, sem getur um komu fólksins. Hún færði og vinakveðju frá félagi Vestur-íslendinga í Reykjavík'og það með, að félagið langaði til þess, að vinna að samúð og bróð- urhug á milli þjóðarbrotanna og kvað hún það albúið að leiðbeina og liðsinna Vea.tur-íslendingum sem heim kæmu eftir mætti. Tíð sagði hún að hefði verið hin ynd- jslegasta heima á íslandi, bæði síðastliðin vetur 0g vor. Mr. og MrSUÖddur Melsted og börn þeirra fóru vestur til Church- bridge, Sask., í vikunni. Hálldór Danielsson. frá Lang- : ruth, og Jón Hafliðason, ásamt I tveimur sonum sínum, komu tij bæjarins í vikunni, og mun -Jón ætla að setjast hér að og stunda smíðavinnu. Kona Jóns varð eft- ir hjá dóttur þeirra hjóna, sem veik var af mislingum. En vænt- anlega koma þær mæðgur bráð- lega. Hr. Guðjón Thomas gullsmiður. hefir keypt verzlun hr. Jóhanná Straumfjörð, að 676 Sargent Ave., og er nú. fluttur þangað. Hefir hann þar nú miklar byrgðir af úr- um og klukkum og allskonar gull og silfur varningi. Þegar eitt- hvað gengur að úrinu yðar, eða þér þurfið að kaupa nýtt gullstáss, þá vitið þér hvar beztu viðslífft- annaer að vænta. Þér getið ávalt komist í sam- bandið við hr. Thomas, með því að hringja upp B805. 24. þ. m. lést að heimili sínu í Pembina, N. Dak., merkiskonan Elin Stefánsdóttir. Dóttir séra Stefáns Ólafssonar, fyrrum prests í Mýrdtals4$ngum á íslandi, 86 ára gömul. Hún var ekkja eftir óla£.heitinn porsteinsson, sem um 'langt skeið bjó í Pembina og fjöldi af Vestur-íslendingum könnuðust við. Allmárgir kunningjar og vinir nygiftu hjónanna, hr. Björgvins tcnskálds Guðmundssonar og frú- ar hans, komu saman í fundarsal Sambandskirkjunnar síðastl. mánu dagskveld. til þess að flytja þeim árnaðaróskir og njóta með þeim nokkufra ánægjustunda. Brást sú von eigi heldur, því samkvæm- ið fór í alla staði hið bezta fram. Nokkuð var sungið þarna af lög- um eftir Björgvin, en hann er, eins og þegar er kunnugt, óvenju- góðum gáfum gæddur í tónskáld- skaparáttina og ætti að eiga á þvi sviði fagra framtið fyrir höndum. Séra Rögnv. Pétursson stýrði samsætinu, flutti heiðursgestum snjalt ávarp og- afhenti þeim um leið dálitla gjöf frá viðstöddum gestum. Rausnarlegar veitingar voru fram reiddar og skorti yfir- leit hvorki gleði né góðan fagnað á vinamóti þessu. Jón Ragnar Johnson. B. A. fór vestur til Sinclair, Man., í síðustu; viku, þar sem hann dvelur nolck-í urn tíma hjá systur sinni Mrs. J. Duncan. Hr. Jón Jónsson, fyrrum alþing- ismaður frá Sleðbrjót, sem legið hefir veikur á almenna sjúkrahús- inu hér í borginni, er rétt í þann veginn að koma þaðan út, allmjög bættur á heilsu. Afgreiðsla til handa Bændum Rjómasendendur vita, að CRESCENT PURE MILK Company, Limited í Win- n*Pe6T» greiðir hæsta verð fyrir ga m 1 a n og n ý j a n rjóma. Flokkun og vigt má óhætt reiða sig á. Vér borgum með peningaávísun innan 24Tclukkustunda frá mót- töku, sem erjsama og pen- ingar út í hönd. Vér greið- um flutningsgjöld og út- vegum dunka með vœg- um afborgunum. Sama Lipra Afgreiðslan veitt neytendum mjólkur Meira en 100,000 Jmanna í Winnipeg, nota daglega Crescent Mjólk. Hún er bezta fæðan, sem Kugsast getur og nýja verðið, I 1S potturinn, er einnig hið lægsta. Ef þér kallið upp B1000, kemur C r e s c e n t ökumaðurinn að húsi yðar. • / ' 1 CrescentPureMilk COMPANY, LIMITED WINNIPEG Hr. Jónas pianokennari Páls- son, efndi til hljómleika með hin- um þroskaðra flokki nemenda sinna í fundarsal Sambandskirkj- unnar, síðastliðið þriðjudagskveld. Sótti þangað mannfjöldi mikill. Hljómleikar þessir voru kærkomin hressing í músik-ládeyðunni, sem oftast fylgir vorönnunum og hita- móki sumarmánaðanna. Mesta hrifningu Tijá áheyrendum, virtist vekja spil þeirra Helgu Pálsson, Helgu Ólafsson, Inez Hooker, Rosie Lechtzier og Ester Lind. betur en þér hafið nokkurntíma áður -gjört. Bregðist eíkki! Enginn má bregðast. Eg þrái að geta sagt, þegar eg hefi lokið því fjársöfn- unarstarfi í þarfir skólans. seth eg -er nú að hefja ihér í Winnipeg: Enginn sagði mér nei. Enginn einasti sagði mér nei. Síðastliðinn sunnudag ávarpaði eg Fyrsta lúterska söfnuð j sam- bandi við þetta mál. pegar dag- inn eftir, kom ein vinkona skólan3 ótilkvödd með $25,00 að gjöf fíl skólans. Stuttu þar á eftir kom annar vinur með $5,00 til mín. petta er vel byrjað. Áfram í Drottins nafni! Ef allir eru með, allir gjöra sitt besta, þeir gefa $200,00 sem það geta; þeir $100,00, sem það geta; þeir 50,00 sem það geta. þeir $25, 00 sem það geta, 0g svo hver af öðrum, eftir því sem efnin lejrfa. pó sumir séu svo fátækir ,að þeir geti ekki gefið nema undur lítið, og það sé 'þegið með alveg eins miklum þökkum eins og stærri upphæðir frá þeim sem ríkari eru, ef aðeins allir gjöra sitt bezta, veit eg að alt fer vel. í stríðinu mikla var oft tala§ um “going over the top”. Það er heit þrá mín að komast “over the top” í þesáh máli — upp á sigurhæð. Eg bið menn ennfremur ah gjöra tnér starfið eins létt fyrir og þeim er unt. Hjónin geta talað sig saman um hvað þau ætla að gefa og unga fó'lkið sömuleiðis, alt heimilisfólkið. Svo geta þeir látið upphæðirnar vera í höndum þess sem heima er, svo eg þurfi ekki að gjöra margar ferHr í sama húsið. í trausti til Winnipeg-íslend- inga. að þeir gjöri betur fyrir Jóns Bjarnasonar skóla en nokkr- ir aðrir hafa gjört á þessum vetri. Bróðurlegast, Rúnólfur Marteinsson 493 Lipton St. ISLEN^INGAD AGURINN Á GIMLI. Islendingadagsnefnd síðasta árs kallaðr saman almennan fund sunnudaginn þ. 6. maí og skilaði af sér störfum. .. Á fundinum var ákveðið að halda íslendingadag hér á Gimli 2. ágúst næstk., eins og að undan- förnu, og voru eftirtaldir menn kosnir í nefnd til að sjá um 'há- tíðarhaldið: Bergþór Thordarson pórður pórðarson W. J. A/nason CharleS A. Nielsen Gpðm. B. Magnúsaon J. J. Sólmundsson Baldur N. Jónasson Franklin Olson Helgi Benson. Hefur svo þessi nefnd haldið einn fund síðan og *kift með sér störfum þannig: Bergþór Thordarson, forseti Charles A. Nielsen, ritari W. J. Árnason, féhirðir. Nefndin mun gera alt sem í hennar valdi stendur til að und- irbúa daginn svo að hann fari eins vel fram og að undanförnu; hún er nú þegar farin að hugsa sér fyrir ræðumönnum, söngfólki og s'káldum, og svo verða auðvitað allskon^r íþróttir og ýmislegt fleira til skemtunar. og er vænst eftir að allir góðir íslendingar í Nýja-íslandi geri sitt besta til þess að 2. ágúst á Gimli í sumar verði sannkallaður hátíðisdagur og okkur öllum til sóma. Meira frá nefndinni seinna. . Charles A. Nielsen, ritari nefndarinnar. I b ú ð (suite) með sex her- bergjum baðklefa og sérstökum inngangi, er til leigu. — Upplýs- ingar gefnar að 894 Sherbrooke Street. MYRDAL BROS. Lundar. Man. hafa nú til sölu allar tegundir af nýtízku skófatnaði fyrir kven- fólk með Eatons og Simpson’s verði. — Einnig höfum vér “Bro- gue” Oxford fyrir karlmenn. Islenzkur sjómaður, suður í Boston, Mass., óskar eftir þrif- inni og reglusamri ráðskonu nú þegar, er hæði talar ensku og ís- lenzku. \k heimilinu eru, auk bónda, tveir synir hans, 9 og 11 ára að aldri. — Nánari upplýs- ingar á skrifstofu Lögbergs. íHP. Guðm. Guðmundsson frá Lundar, Man., 'kozn til bæjarins snoggva ferð í byrjun vikunnar. íHerbergi til Ieigu héfir V. B. Anderson að 668 Banning Street. Talsimi Sh. 7477. Hrebergí til leigii að 724 Bever- Iey street. Talsími N-7524. Þakkarávarp. Við undirrituð, aðstandendur Bjargar sál. Davíðsson, sem lézt úr brunasárum þ. 22. þ. m.. viljum votta okkar hjartans þakklæti öll- um þeim sem réttu okkur hjálp- arhönd, 0g sýndu okkur hluttekn- ingu á svo margvíslegan hátt, og heiðruðu útför hinnar látnu. Blessuð sé minning hennar. Sigurjón Davíðsson Sigurveig Davíðsson Mrs. Helga Johnson. Kjörkaup á Gimli. Norðaustur hornið á 4. stræti og Central með fimm her- bergja húsi (Cottage). Landið er I 32 fet á hlið og ágæt- ur kjallari undir húsinu. Miðstöðvarhitun. Stórar svalir inngirtar með vírneti. Tvö fjós annað stórt hitt minna. Gosbrunnur. Sendið tilboð yðar í þessa ágætu eign til Liddle Bros., - 616 Mclntyre Block Wianipeg. Phone A4361 SELKIRK Fyrirlestur um bindindi heldur Davíd Guðbrandsson. rit- stjóri Stjörnunnar, í safnaðarhúsinu í Selkirk fitntudaginn 31. maí, kl. 8 síðdegis. 80 fagrar og fræðandi myndir verða sýndar. Komið, heyrið og sjáið hinn lifandi 'boðskap, sem ræðumaðurinn og myndirnar flytja um afleiðingar áfengis- sölunnar í ýmsum löndum og blessun bindindisins. Allir boðnir og vélkonmir. Inngangur ókeypis en samskot tekin. — Fjölmennið! v'vWvVWWv**. SSSSSSS5SS8S2S2SSS2g222?2: TIL ÍSLENDINGA í WINNIPEG. Á þessum vetri hefi eg fferðast víðsvegar um bygðir íslenditiga í Canada og Bandaríkjunum, ti'I að safna fé fyrir Jóns Bjarnasonar- skóla. Eg hefi þegar minst með þakk- ] læti þeirra, sem hafa reynst mér' drengilega á.þessum ferðum mín- um. Nú langar mig til að benda öll- um á það, að þátttaka Bandaríkja íslendinga í þessu máli á þessum vetri- hefir verið almennari en ef til vi'Il nokkur átti von á. Eitt af því sem eg var spurður að, er eg var suður í Minnesota, var þetta: “Hvað gjöra íslend- ingarnir í Winnijjeg til að láta' skólann lifa og dafna? Eg sýndi fram á, að þeir hefðu í liðinni tíð oft gjört vel fyrir skólann. Nú megið þér til að sýna vflja yðar til að fórna fyrir skólann MERKILEGT TILBOÐ Til þess að sýna Wiimipe^lónm, hve mikið af vinnu og peningum sparast með því að kaupa Nýjustu Gas Eldavélina Þá bjóðumst vér til að selja hana til ókeypis 30 daga reynslu og gefa yður sæmilegt verð fyrir hina gömtu. Komið og sboðið THE LOBAIN BANGE Hún er alveg ný ó markaðmnn Applyanee Department. Winnipeg Electric Railway Co. Notre Dame og Albert St.. Winnipeé Bifreið? Auðvitað Ford! Nú, eftir að Ford bifreiðarnar hafa lækkað í verði, ættu þeir menn ekki að hugsa sig lengi um, er á annað borð þarfnast bifreiðar. Nýjar og brúkaðar bifreiðar fást við framúrskarandi lágu verði, og vægum afborgunarskilmálum, hjá hinum íslenzka umboðsmanni félagsins. Tryggið yður bifreið. Skrifið strax til Pauls I liorlakssonar. PhoneB7444‘ eða UjnboSsmanns Manitoba Motors Ltd., Heimilis Phone B7307 Winnipeg, Manitoba Province Theatre Wimxfneg alkunna myndalaok- hús. pessa viku e' sýnd Sure Fire Flint Látið ekki hjá líða að já þessa merkilegu mynd Alment verð: * Manltoba Co-operative Dairies LIMITETD Sameignafélag í orðsins fylstu merkingu, starfrækt og eign bænda, vinnur í samfélagi við United farm- ers í Manitoba, og som ganga út frá því að eina ráð- ið til framfara í búnaði sí “mixed farming” ásamt sameiginlegri sölu á varn ingu sínum. Virðingarfylst æskir að- stoðar yðar og samvlnnu. 846 Sherbrooke Str. WINNIPEG Ljósmyndir! petta tilboð að eins fyrlr lee- endur þessa blaðs: MunlO aB mlMsa eJcJd af þeavu tækl- færJ & a8 fullnægja pörfum yflar. Reglulegur ltetamyndlr seldar meö 50 per oemt afalættl frft vcrru renJuJega v^rBL 1 etækjcuö mynö fylgír hverrl tylft af myndum frft oss. Falleg pö«t- spjöld ft 11.00 tylftln. TalcIC me8 y8ur þessa auglýalngu þegar þ«r kxxnlB tll a8 sltja fyrtr. FINNS PHOTO STUDIO 576 Main St., Hemphill Block, Phone A6477 Winnlpeg. Síoni: A4153 lsl. Myndastofa WALTER’S PHOTO 'STUDIO Kristín Bjarnaaon eigandi Næst við Lyceum leikhúsið 290 Portage A-ue WiBnipeg ÖNNUR ÁRLEG SKEMTIFERÐ Undir Persónulegri Leiðsögn Kyrrahafsstrandar —Gegm iim KlettafjöUln— , óvanalegt tæklfærl aJ5 sjft Vest- ur Canada og Kyrrahafsströnd-, ina undir sérstökum og þægileg- um kringumstæSum og meS litl- um kostnaSi. - Sérstök járnbrautalest Per frá Winnipeg 4. Jöll me8 Canadian National járnbrautinnl og hefir samband viS hiS fagra skip “Prince Rupert’’ sem fer frá samnefndum bæ 9. Júll Exchanée Taxi B 500 Avalt til taks, jafnt á nótt sem degi Wankling, Millican Motors, Ltd’ Allar tegundir bifreiða að- gerða leyst af hendi bæði fljótt og vel. 501 FURBY STREET, Winnipeg Ljósmyndir Fallegustu myndirnar og með bezta verðinu fást hjá: PAIMER’S STUDIO 643 Portage Ave. Phone Sh 6446 þriðja hús fyrir austan 'Síher- brookö St. Stækkun mynda ábyrgst að veita ánægjji. Mobile og Polarina Olia GascHine Red’s Service Station milliFurby og Langside á Sargent A. BKBOMAN, Frop. FBEB 8ERVICK ON BDNWAI . CCP AN DIFFERK.NTIAI, OBKA8E Christian Johnson Nú er rétti tíminn til að láta endurfegra og hressa upp 6 gömlu húsgögnin og láta þaú líta út eins og þau væni gersam- lega ný. Eg er eini íslendingur- inn í borginni, sem annast um fóðrun og stoppun stóla og legu- bekkja og ábyrgist vandaða vinnu og fljóta afgreiðslu. Mun- ið staðinn og símanúmerið: — 311 Stradbrook Ave., Winnipeg. Tls. FJt.7487 Robinson’s Blómadeild Ný blóm koma Inn dagl«ga. Giftingar og hátíðablóm eératak- lega. Útfararhlóm búin meÖ etuttum fyrirvarál All« konar blóm og fræ á visaum tíma. f»- lenzka, töluð í búðinni. ROBINSON & CO. LTD. Mrs. Rovatzos ráðskona Sunnudaga tak. A6286. A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bld. WINfflPEG. Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta •perifé fólks. Selur eldábyrgðir og bM- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrtr- spurnum svarað samstundis. Skrifstofusími A4268 Húfifiimi Capitol Creamery Co. Vér greiðum hæsta verð fyrir ^rjóma, algerlega án tillits til annara rjómabúa. Vér sendum andvirðið um hæl. Viðskifti vor eru stöðugt að aukast og allir þeir, er senda oss rjóma, eru meira en ánægðir. peir, sem vilja fá nýtt fyrsta flokks smjör, geta fengið það í 5 punda stykkjum á heildsöluverði ) rjómabúi voru á þriðja lofti í Swift Canadian Building, Cor. William Ave- og Adelaide Street, Winnipeg. Komið og reynið. CAPITOL CREAMERY COMPANY, Carl Sörensen Sími N-8751 S. B. Ostenso Manager. Superintendent. StanzaS veríSur aC Waterous, Saska- toon, Wainwright, Edmonton, Jasper National Park, Mt. Robson Park, Prince George, Kitwanga, Terrace, Prince Rupert, Vancouver. Ef menn öska þarf ekki a8 kaupa farseöil nema til Victoria. Gefið Val um Jámbrautir tll Baka. Blóðþrýstingur Hví á8 þjást af blóðþrýstlngi og taugakreppu? þaö kostar ekkert að fá aö heyra um vora aðferð. Vér getum gert undur miklð til a8 lina þrautir yðar. VIT-O-NET PARLORS 738 Somerset Bld. P. N7793 BÓKBAND. þeir, sem óska að fá bundið Tímaritið, 4 árg., í eina bók, geta fengið það gert hjá Columbia Press, Cor. William og Sher- brooke, fyrir $1,50 í léreftsbandi, gylt í kjöl, en fyrir $2,25 fyrir leður á kjöl og horn og bestu tegund gyllingar. — Komið hing- að með bækur yðar, sem þér þurf- ið að láta binda. Arni Egprtson 1101 McArthur Bidg., Winnipeg Telephone A3637 Telegraph Address! “EGGERTSON WINNI^EG” Verzla með hús, lönd og lóð- ir. Utvega peningalán, elds- ábyrgð og fleira. King George Hotel (Cor. King & Alexander) Vér höfum tekið þetta ágæta Hotel á leigu og veitum viC- skiftavtnum öll nýtíziku þiæg- indi'. Sikemtileg herbergi til leigu fyrir lengri eða skemr) tíma, fyrir mjög *anngjarnt verð. petta er eina hótelið f borginni, sem falendingar stjórna. Th. Bjamason, Mrs. Swainson, að 627 Sargent Avenue, W.peg, hefir Avalt fyrirliggjandi úrvalsbirgðir af nýtfzku kvanhöttum, Hún er eina fsl. konan sem slfka verzlun rekur í Winnipg. Islendihgar, látið Mrs. Swain- son njóta viðskifta yðar. Tals. Heima: B 3075 TJpplýslngar hjá umboðs- manni, eða skrlflð W. J. QULVTjAN, Dlst. Pass. Agent, Wtnnlpeg. ‘ Canadfan National • Railways Fjórar lóðiú inngirtar með í- búðarhúsi óg fjósi til sölu á Gimli, á bezta stað í bænum, gegn mjög vægum afborgunar skilmál- um. Upplýsingar á skrifstofu Lögbergs. Slglingar -írá Montreal og Quebec, frá 45. maí til 30. júnl. Mal 18. s.s. Montlaurier til Liverpool “ 23. MeUta til Southaznpton “ 24. s.s. Marburn til Glasgow “ 25. Montclare til Liverpool “ 26. Eimpress of Britaln tll South- ampton ” 31. Marloch til GlasgoW Júní 1. Montcalml til Liverpool “ 2. Marglen til Southampton “ 6. Minnedosa til Southampton “ 7. Metagama til Glasgow “ 8. Montrose til Liverpool “ 9. Empress of Scotland til South- ampton “ 15. Montlaurier til Liverpool. “ 20. Melita til Southampton “ 21. Marbuen til Glasgow “ 22. Montolare til Liverpool " 23. Empress of Franoe tll South- ampton 7 " 28. Marloch til Glasgow " 29 Montcalm til Liverpool < “ 30. Empress of Britain til South- ampton Upplýsingar veitir B. 18. Bardal. 894 Sherbrook Street W. C. CABEY, Qeneral Agent K Allan, Killam and MoKay! Bldg 364 Main St., Winnipeg Can. Pac. Traffic Agents. YOUNG’S SERVICE On Batteries er langábyggileg- ufit—Reynið hana. Umboðsmenn I Manitoba fyrir EXIDE BATT- ERIES og TIRES. petta vr stærsta og fullkomnasta aðgerð- arverkatofa í Vesturlandiu.— A- byrgð vor fylgir öllu »em rtt gerum við og seljum. F. C. Youitg. Limlted 309 Cumlberland Ave. Winnipef

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.