Lögberg - 14.06.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.06.1923, Blaðsíða 4
Bls. 4 LOOBERG, FIMTUDAGINN JÚNí 14. 1923. IJögberg GefiíJ út hvem Fimtudag af The Col- umbia Pres*, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talaimart Jí-6327 og N-6328 Jón J. BQdfeU, Editor (Jtanáakrift til blaðsina: THE COlUIHBIá PHESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, AJan- Utanáakrift rítatjórana: EDlTOR L0CBERC, Box 3172 Winnlpeg, Man. The ‘ L.ÓKbarg*’ ta -prlnted and publlshed bjr The Oolumbta Praaa, LlmKad, ln tha Colurnbla Block, Itl t) 817 Sherbrooke Btreet, WJnnlpe*, llanltoba Sósíalistamir og alheimsveldi. Á öðrum stað í blaðinu birtum vér grein eftir S. Miles Bouton, sem nú er í Berlín á þýzkaiandi og er hún álleftirtektaverð, bæði fyrir það, sem verið er að lýsa í greininni — fráhvarf æskulýðs- ins þar, frá kirkju og kristinni trú. En ekki síður fyrir það sem á bak við þá hreyfingu stend- ur, eða er aðalástæðan fyrir henni. pað hefir lengi verið hugsjón communista kenningarinnar að ná yfirráðum í heiminum, þó á hinn bóginn, að hún hafi aldrei orðið nógu sterk til þess. Pað er ekki ætlun vor, með þessum línum að fara að rekja sögu communistanna eða sósialist- anna, sem nú er svo mjög blandað saman. pað yrði of langt mál Ekki heldur að fara að dæma um nytsemi, eða nothæfni þeirra kenninga Heldur viljum vér að eins minna á, að aldrei í sögu mannkynsins hafa þær stefnur fylgt liði sínu fram með eins miklu afli og þær gera nú. T því sambandi þarf ekki annað en benda á Rússa, þessa einkennilegu þjóð, sem sökum ýmsra lyndiseinkenna er allra þjóða meðtækilegust fyrir slíka hreyfingar. Hún hef- ir nú eins og kunnugt er offrað öllu fyrir comm- unista fyrirkomulagið. — Mfenning þeirri, sem þjóðin átti og hafði með erfiðleikum miklum bygt upp hjá sér í tugi ára, þjóðfélags fyrirkomulaginu eins og þjóðin hafði búið við þhð í aldir, en sem þó aldrei hefir verið eign þjóðarinnar — aldrei á- vextir af hennar eigin sálarlífi, heldur fengið að, og því ekki eins rótfast eins og ella mundi — fyr- irkomulag samt, sem hún hefir gert sér að góðu og unað við, en sem hún nú hefir ka'stað frá sér fyrir sósialista eða communista stefnuna. ^Rússar ráku sig brátt á, að það var ekki eins auðgert að skifta um þjóðskipunar fyrirkomu- lag sitt eins og þeir héldu, að vísu gátu þeir gert það heima hjá sér og gerðu, en afleiðingarnar af því urðu, að þeir stóðu eins og yfirgefnir af flestum eða öllum þjóðum heimsins. pað var því ekki nema um tvent að ræða, að snúa við og taka aftur upp þjóðskipunar fyrir- komulag það sem þeir höfðu hafnað, eða að út- breiða þenna nýja boðskap með svo mikJu afli, að hann yrði að alheimsveldi og þann kostinn tóku þeir. Eins og gefur að skilja, þá var það undur margt, sem úr vegi þurfti að ryðja og eitt af því sem þeir snéru sér fyrst að bæði í heimaiandi sínu og hvar annarstaðar sem þeir gátu, eða geta, var kristin kirkja og trú. Kristna trúin var þrösk- uldur á vegi þeirra, sem rýma þurfti á burtu. — Bræðraband, sem þurfti að slíta. Afturhaid sem ekki átti samleið með hinum nýju kröfum comm- unistanna. Hégómi, sem bauð að gjalda keis- aranum það sem keisarans er og guði þiað sem guðs er. En þeir eins og kunnugt er afneita bæði guði og keisara — afneita öllu nema sjálfum sér. Ekki skal hér lagður dómur á þessa aðferð, og ekki heldur neinu spáð um það hversu sigur- sælir þeir verða í þessari herferð sinni, heidur eru þessar línur að eins ritaðar til þess að draga athygli manna að því, að þessi herferð hinna andlegu Bolshevikimanna gegn kirkju og kristin- dómi, er að eins ein af aðferðum þeim er þeir nota til þess að reyna að ná alheims yfirráðum í heim- inum og koma á alheimsveldi communista. Tóvinnuverkstæði í Winnipeg. Eitt af framtíðarspursmálum þessa fylkis, er að koma upp varanlegum iðnaði í sem allra flest- um greinum- Eins og kunnugt er, þá hefir komræktin og kvikfjárræktin veri$ aðal framleiðslulindir fylkis- ins, en dag frá degi hefir sú tilfinning fyrir því að sú framleiðsla væri of takmörkuð, til þess að geta fullnægt fyíkisbúum, rutt sér til rúms. Menn hafa séð það og skilið, að svo framarlega sem velferð manna í borg og bæjum ætti að geta verið borgið, þá yrðu menn að koma hér á fót verksmiðju iðn- aði. Enda virðast tækifæri liggja hér opin á því sviði. Einn slíkur iðnaður, er nú að hefja göngu sína hér í Winnipeg, það er tóvinnuverkstæði. Fyrir tveim árum síðan fundu fjárbændur hér í Manitoba mjög til þess, hve verð á ull þeirra var illa komið. pað hafði hrapað úr 50 og 60 centum ofan í 12 cent pundið. En verð á ull- arbandi, ullarplöggum og ullarfatnaði hélst hátt. Fjárbændur tóku sig því saman og ásettu sér að koma upp ullarverksmiðju hér í Winnipeg. peir mýnduðu félag og skrifuðu sig fyrir $60,000 virði af hlptum í félaginu. Nokkuð af því fé var borgað strax, en sökum þess að það var ekki nóg til þess að hrinda fyrirtækinu af stað, þá fóru forgöngumenn fyrirtækisins til Norris- stjómarinnar og báðu hana um lán, sem nam $14,000 upp á ábyrgð þeirra bænda. Norris- stjórain tók máli þessu vel og lofaði að styrkja fyrirtækið, ef tryggingin fyrir því væri óyggj- andi. En áður en samningar voru fullgjörðir var Norrisstjómin feld og með henni dó öll von fjárbændanna í Manitoba um hjálp til þess að koma þessu fyrirtæki sínu í framkvæmd. )7vi þó þeir dýrkuðu Bracken stjóraina til þess að veita sér þetta lán upp á tryggingu frá bændun- um og tryggingu í vélum, þá skelti hún skollaeyr- um við þeirri bæn og þverneitaði að veita þessu fyrirtæki bændanna nokkurt liðsinni. Pegar þessu máli var þ^nnig komið, var ekki um annað að gera fyrir bændurnar, en að hætta við þettað því enn hafði ekki borgast nógu mikið í peningum af stofnfé félagsins til þess að hægt væri að byrja, eða þá að fara sjálfir af stað með þetta í smáum stíl og það hafa þeir gert. peir hafa keypt vélar og áhöld og sett þessa verk- smiðju sína upp hér í bænum- Eins og sagt hefir verið, urðu þeir sökum fjár- skorts að byrja í smáum stíl, þeir hafa að eins sett inn vélar til þess að þvo, tæta, spinna, prjóna og vefa ullar-rúmábreiður og yfirhafnir, og er á- form þeirra að halda áfram þannig unz þeir eru vel komnir á fæturnar með þann part verksmiðj- unnar áður en þeir fara að bæta við hana. Síð- an að þeir byrjuðu hafa þeir haft nóg að gera, því að þeim hafa borist meiri pantanir en þeir hafa getað sint, frá Manitoba, Ontario, Saskat- chewan og Alberta. Menn geta sent ull sína til verksmiðjunnar og hún/ kaupir hana, þeir geta látið vinna úr henni band, sokka, vettlinga, á- breiður (blankets) eða hvað annað sem verk- smiðjan vinnur. peir geta líka fengið alt þetta keypt, fyrir miklu lægra verð en þeir eiga kost á að fá það annarstaðar. Ein af reglum þeim, sem þetta bændafélag hefir sétt sér, er að selja vöru sína ekki til heild- sala, heldur til almennings og smákaupmanna, þó með því skilyrði að verksmiðjan ráði á hvaða verði að þeir selja hana aftur til viðskiftamanna sinna. Bændur þeir sem hafa brotist í að komr þessu fyrirtæki í framkvæmd þrátt fyrir ervið- leika, þá sem undanfarin ár hafa haft í för með sér, eiga þakkir skilið fyrir dugnað sinn og fram- kvæmdir og eiga líka sannarlega skilið að fólk styrki þá af aJefli, með því að verzla við þá. Kolaverkfall í vœndum. Eftir síðustu Bandaríkjafregnum að dæma, er fátt Jíklegra en það, að verkfall muni hafið af hálfu manna þeirra, er í harðkolanámum Banda- ríkjanna vinna, í byrjun næstkomandi september mánaðar. Atvinnusamningamir milli námu- eigenda og námamanna, eru á enda þánn 30. á- gúst næstkomandi, eða rétt um það leyti, sem haustið er í aðsigi. Horfuraar eru því alt annað en glæsilegar. Hverjar ráðstafánir að forsetinn og þingið kann að gera, er auðvitað enn á huldu, en hitt þykir engan veginn ólíklegt, að svo fremi sem af kolaverkfalli verði, þá muni mik- ill meiri hluti þjóðarinnar kref jast þess, að stjórn- in taki námuraar í sínar hendur og starfræki þær fyrir eigin reikning, eða með öðrum orðum á kostnað almennings Merkur gestur. Nýkominn er hingað til borgarinnar, hr. Á- gúst H. Bjamason, prófessor í heimspeki við há- skóla íslands. Hygst hann að dvelja hér um hríð og flytja fyrirlestra meðal landa sinna- Pró- fessorinn er fyrir löngu orðinn víðkunnur fyrir ritverk sín, t. d. bækurnar Nítjánda öldin, Aust- urlönd o. fl. Hann hefir og haftá hendi ritsjóm timaritsins Iðunn/sem náð hefir allmiklum vin- sældum beggja megin hafsins. Ágúst hefir alla jafna verið elju og afkastamaður, hann er sírit- andi og hefir ávalt einhvern fróðleik fram að færa. Ritverk hans öll, bera vitni um heilbrigða dóm- greind og samvizkusemi. Enginn minsti vafi er á því, að margt gott getur af komu Ágústs stafað. pjóðemis sam- tök vestræna flokksbrotsins, ættu að hagnast að mun af komu jafn góðs gests. En það verður því að eins, að almenningur «æki fyrirlestra hans eins vel og framaSt má verða. Prófessor Ágúst H. Bjamason, er kvæntur Sigríði dóttur Jóns heitins ólafssonar, ritstjóra og skálds. Var hún í för með manni sínum vestur um ver, en dvelur enn hjá ólafi bróður sínum í Chicago. Mun hennar von til borgar- innar einhvem hinna næstu daga. Vonandi verða landar samtaka um, að láta þeim hjónum eigi leiðast þann stutta tíma, er þau kunna að dvelja meðal vestræna hópsins. Elsa Branström. pað fer heitur straumur um sál manns, þegar maður hugsar um þessa stúlku, sem enn er á unga aldri. Hún er svensk að ætt og uppruna, alin upp við allsnægtir og hefir notið als hins gðða, sem lífið hefir að veita, á uppvaxtarárum sínum. þessi stúHca átti heima í Petrograd ásamt foreldmm sínum, því faðir hennar hershöfðingi Branström, var þar ræðismaður Svía þegar að stríðið skall á og þar hefði hún getað setið í ró og næði og við glaum og gleði á meðan sú hryggi- lega heiftaralda velti sér yfir heiminn. — En hún gerði það ekki. Sál hennar fyltist ómótstæði- legri þrá til þes sað lina kvalir þúsundanna, sem sá ægilegi hildarleikur nísti, svo hún fékk leyfi foreldra sinna til þess að fara að heiman, til þess að líkna, græða og seðja. Skömmu eftir að stríðið hófst gekk hún í þjónustu Rauðakross félagsins, þar sem hún nam hj úkrunarfræði og tók svo til starfa — og starf- sviðið, er henni var falið var á Rússlandi. Árið 1915 var hún send til Síberíu. Um starf sitt þar í fangelsunum, og á meðal hermannanna og alla þá ægilegu eymd, sem fðlk varð þar að þola, talar Elsa Bamström í bók sem hún hefir ritað og heit- ir: “Á meðal hertekins fólks á Rússlandi og í Sí- beríu á árunum 1914—20”, sera út var gefin í des., 1921, og er lýsingin af ástandi þess fólks, yfirleitt á þessum svæðum, svo tilfinnanleg, að menn geta varla tára bundist að hugsa um það. Elsa Branström heimsótti svæði þau, sem her- tekið fólk dvaldi á, frá Omsk og alla leið til Vlad- ivostok, og geta menn getið nærri hve erfitt starf það hefir verið þar sem víða varð yfir vegleysur að fara fótgangandi. Á ferðalagi því heimsótti hún um 700,000 fanga, sem allir áttu við hin erfiðustu kjör að búa, og sumir óskapleg. f þæg- indalausum og köldum húsum og húskofum, var þeim hrúgað saman- Drepsóttir geysuðu og fólk hrundi niður og þeir dauðú lágu þar sem þeir gáf u upp öndina, unz einhvem af umsjónarmönn- unum bar þar að, en þeir voru fáir, sem slíkum störfum gátu sint eða vildu sinna, því það er ekki álitlega að hafast við þar sem drepsóttir búa, og dauðir og hálfdauðir menn eru einu innbyggjamir. En á þeim stöðvum hefir ungfrú Elsa Bran- ström búið í sex ár og öll hennar hugsun, allir hennar kraftar og öll hennar viðleitni hefir miðað til þess; að hjálpa þessu fólki, létta kvalir þess, klæða nekt þess og svala hungri þess. Bók þessa gefst ekki öllum kostur á að lesa. En þeir, sem vilja sjá þessa Florence Nightingale Svía og heyra hana segja sögu sína, geta gert það með því að koma á samkomu, sem hún heldur hér í Winnipeg í Central Congregational kikjunni á þriðjudagskvöldið kemur klukkan átta að kvöldi. Inngangur verður ekki seldur svo hver sem vill getur átt kost á að heyra hana, en samskota verður leitað á samkomunni. Með Miss Branström er countess Douglis dótt- ir fyrcverandi utanríkisráðherra Svía. Hún er af skoskum ættum en fædd í Svíþjóð, þar sem ætt- menn hennar hafa búið í langa tíð Er hún ein af þeim, sem hefir helgað Rauða krossinum starfsl^rafta sína. Henry Ford. Orð hefir leikið á því að undanförnu, að iðn- frömuðurinn mikli, Henry Ford, mundi hafa í hyggju að bjóða sig fram af hálfu demokrata flokksins í Bandaríkjunum, við næstu forseta- kosningar 1924. Henry Ford hefir gefið sig tiltölulega lítið við stjórnmálum, þótt hann að vísu byði sig fram sem senatorsefni fyrir Michigan ríkið, 1921. í það sinn beið Ford að nafninu til ósigur fyrir Mr. Newberry, er sótti undir merkj- um Repubicana. það var á almanna vitorði, að svo miklum brögðum var beitt af Newberry og fylgifiskum hans í kosningu þeirri, að við lá að úr því yrði opinbert þjóðarhneyksli. pingið tók kosningu Newberrys gilda með sáralitlum meiri hluta þó. Árið eftir voru stöðugt að koma upp ný og ný svik í sambandi við kosninguna og að lokum var alm'enningsálitið orðið svo andstætt Newberry, að hann neyddist til að segja af sér senatorsembættinu. þótt Henry Ford kæmist ekki á þing í það skiftið, óx hann samt mjög í aug- um almennings fyrir drenglyndi og hreinskilnis- lega framkomu, er hann hvarvetna sýndi, meðan á hinum ákafa pólitiska hildarleik stóð. pá fyrst fóru menn að tala um hann sem forseta efni í fullri alvöru. Stórblaðið New York World, flutti fyrir skömmu alllanga og ýtarlega grein um Henry Ford sem forseta efni. Enga hugmynd kveðst greinarhöfundurinn hafa um það, Tivort Ford háfi nokkru sinni til hugar komið, að bjóða sig fram við næstu forseta kosningar eða ekki- En hinu bætir hann við, að svo mikillar lýðhylli njóti Ford, að gefi hann á annað borð kost á sér, sé harla ólíklegt að nokkur annar maður úr dem- okrataflokknum reynst sigursælli. Nefnt blað fullyrðir að líklegast sé hvergi að finna í víðri veröld auðmann, er njóti slíkrar aðdáunar hjá alþýðu manna. Henry Ford er biljónamæringur, — auðugasti maðpr í heimi; en hann hefir kunnað vel með auð ^ sinn að fara, og það reið baggamuninn. f því falli, að Henry Ford yrði fyrir forseta vali og stjórnaði þjóðarbúinu jafnvel og sínu eig- in, mundi engan iðra þess, að hafa léð honum at- kvæði sitt. Af hverju KAKAN MISTCKST Konan var góður bakari. Hún hafði vandlega fylgt hinum venju- legu reglum. En samt mi&hepn- aðist ibökunin. UNDARL.EGUR LEYNDARDÓMUR. Hver var ástæðan? Ástand hveitisins. Á öllum árstíðum, er hveitið mi'smunandi. Stundum er það afarhart. Annar árið kannske miklu mýkra. Ailt sem þurfti til að tryggja bökunina, var aðeins það, að breyta viit- und til um reglurnar. Þegar eitthvað slíkt kemur fyrir, þurfið þér aðeins að hafa hugfast ROBIN HOOD FLOUR p JÓNUSTUDEILDINA Yður er boðið, að fá ókeypis upplýs- ingar hjá sérfræðingum þeim, sem vinna í efnarannsóknarstofú vorri og brauðgerðarhúsi. . Alveg sama hvaða hveiti þér notið, hvort iheldur Robin Hood eða aðrar tegundir, þér fáið á- ibyggilegar upplýsingar eins fyrir því. Skrifið í dag. Tryggtng.—1 staðinn fyrir poka af Robin Hood Flour, 24. punda eíSa þyngri, sem búið er aS eySa nokkru úr, látum vér y8ur fá annan fullan I þeim tilfellum, sem kon- unni hefir ekki hepnast bökunin eftir þrjár tilraunir. ROBIN HOOD MHIS LTD MOOSE JAW, SASK. Ástœðurnar fyrir því aC hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada 47 kafli. 'Stefna Dominionstjórnarinnar, að því innflutningamálin áhrær- ir, er eigi aðeins þjýðingarmikil fyrir íbúa fylkjasambandsins, hieldur og jafnframt fyrir heiminn alian í heild sinni. 1 fáum eða engum tilfellum, stendur Canada í nánari sambandi við alþjóðavid- skifti, en að því er viðkemur inn- flutningamálum. Canada er að ummáli fullur 16. hluti allrar veráldarinnar, en íbúatala landsins nemur ekki nema hálfum af hundraði af fólks- tölu veraldarinnar. Náttúru auðlegðin er mikil og margvís- leg, en kemur vitanlega ekki að tilætluðum notum, fyr en að í- búatölunni fjölgar það mikið, að unt sé að leggja hönd á plóginn á sem flesttim sviðum. pess vegna liggur í augum uppi, að fyrsta og mesta málið, sem liggur fyrir þjóðinni og þarfnast úr- lausnar, er innflutningsmálið. Saga innflutningsmálanna er ekki löng ennþá, allra isízt hvað Vestur Canada viðvíkur, en á hinn bóginn verður því ekki neitað, að hún sé merk. Árið 1871 — fjórum árum eft- ir stofnun fylkjasambandsins, nam íbúatala landsins að eins 3 690,000. Á árunum 1871—1881 nam fjö-lgunin 635,000, en á næstu tíu árum þar á eftir fjölgaði fólk- inu um 508,000 en á árunum 1891 —1901 nam fólksfjölgunin 538,000 Heimiiisréttarlögin stuðluðu mjög að auknum innflutningi. Fyrsta heimilisréttarlandið í Vestur Canada, var numið 2. júlí 1872. Canadian Pacific járn- brautarfélagið og eins Hudsons flóa félagið, áttu víðáttumikil landflæmi, er þau létu víða mæla út og seldu síðan jarðir við svo lágu verði, að minstu munaði að þær væru gefnar. Bæði hafa félög þessi unnið mjög að því að byggja upp landið. Eftirfarandi skýrsla sýnir það, bve margir tóku heimllisréttar- lönd á árunum 19C'l til 1914: Fiscal year 1901 ........... 8,167 “ 1902 14,673 “ 1903 .......... 31,383 “ “ 1904 ......... 26,073 “ 1905 ......... 30,819 “ “ 1906 ......... 41,869 Nine months ended March 31. 1907 .............. 21,647 Fiscal year 1908 .......... 30,424 “ “ 1909 ......... 39,081 “ “ 1910 .... .... 41,568 “ 1911 ......... 44,479 “ “ 1812 ......... 39,151 “ 1913 ......... 33,699 “ “ 1914 ......... 31,829 Total 434,862 Árið 1913 og framan af árinu 1914, áður en ófriðurinn mikli hófst, var allmikð um innflutn- ing fólks til landsins. En þegar eftir byrjun stríðsins, tók að heita mátti fyrir innflutningana. Frá brezku eyjunum nam útflutn- ingur fólks á fjárhagsárinu, sem endaði 31. marz árið 1914, 142,622, en árið 1916, fluttust þaðan inn í landið að eins 8,664. Sama er að segja um innflutninga frá Banda- ríkjunum. peir lækkuðu á tveim fyrstu stríðsárunum úr 107,530. niður í 36,937. Árið 1916 varð tala innflytjenda lægst. — Vínbannsmálið. “Já” og “Nei”. Hundruð skilja hana ekki. Er- uð þér viss um mismuninn? Margir halda að ef þeir greiði spurningunni játandi atkvæði, þá «éu þeir þar með að biðja stjórn- ina að takast á hendur umsjónina með vínsölunni. petta er skakt “jáið” í þessu sambandi þýðir aðeins það, að Moderation-frumvarpið verður lögleitt eins og það er. Með því að greiða játandi at- kvæði, neglið þér yður við frum- varp Moderation manna um ófyr- irsjáanlegan tíma. í frumvarpinu eru engin ákvæði er útiloka launsölu. ölgerðarhúsunum er iheimilað, að búa til og selja áfengt öl, án nokkurrar íhlutunar frá hálfu hinna opinberu stjórnarvalda. Tryggingarákvæði gegn óleyfi- legri vínsölu, er hvergi að finna, í frumvarpinu, þótt leitað sé með logandi ljósi. Á fundi, sem haldinn var í St. Johns Presbyterian Church fimtudagskveldið þann 26. apríl, 1923. Ritari framkvæmdarnefnd- ar bindindismanna las upp trygg- ingarákvæðin úr British Colum- bia lögunum, sem feld væru með öllu úr frumvarpi Moderation- manria. Mr. P. C. Locke, er játaði sig vera þann mann, er endurskoðað hefði síðast Moderation frumvarp- ið kvað óþarfa að krefjast frekari tryggingar gegn óleyfilegri vín- sölu. pað væri nóg trygging- arákvæði í núgildandi vinbanns- löggjöf, er giltu eftir sem áður, því bannlögin yrðu að líkindum ekki numin formlega úr gildi. Með þessu játa Mioderation- menn sjálfir, að tryggingarákvæði vanti í frumvarp þeirra. Auðvit- að þurfti aldrei neitt annað, en lesa frumvarpið og kynna sér það með eigin augum. Með þessu játa þeir það ótvi- rætt, að eini vegurinn til að úti- loka launsölu áfengra drykkja sé sá, að fylgja þar að lútandi á- kvæðum núgildandi vínbannslaga. Með þessu er einnig viðurkent, að Moderation-frumvarpið, hafi haft annan tilgang enn þann, að bæta úr misfellum núverandi fyrir- komulags, að því er snertir eftirlit og starfrækslu vínbannslaganna. Af þessu er sýnt, að um blekking- ar er að ræða af hálfu andbann- inga. fi Saskatchewanfylki reyndi þetta sama fyrirkomulag og Modera- tion-frumvarpið fer fram á. Stjórin starfræktí vínsölubúðir í hálft annað ár. Fór íbrátt svo að almenningur reis öndverður gegn slíku fyrirkomulagi, og klrafðist þess, að almenn atkvæðagreiðsla yiði látin fara fram um málið. Með vínbanni voru 97,248 en að- eins 23,666 héldu sér við brerini- vínsbúða fyrirkomulagið. Flest állir stærktu bæjir fýlkisins. greiddu Ibanninu stórmikinn meiri hluta og hafði fylgi við bannhug- myndina þó ávalt verið þar í veikara lagi. Hon. Geyrge Langley, einn af ráðgjöfum (stjórnarinnar, fór af- ar hörðum orðum um vínbúða fyr- irkomulagið, kvaðst með engu móti geta séð að stjórn, er á efti- hvern hátt bæri heill almennings fyrir brjósti, gæti stutt slíkan ó- fögnuð, er jafnvel væri í fleiri en einum skilningi beint sjálfs- morð. B. Columbia lögin eru enn í gildi, en vinsældir þeirra, ef nokkrar voru, virðast nú ekki orðnar á marga fiska. (Auglýsing.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.