Lögberg - 14.06.1923, Blaðsíða 7

Lögberg - 14.06.1923, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGiNN JÚNÍ 14. 1923. BU. 7 Verið vissir í yðar sök Með því að nota áreiðanlegar vörur eins og ELECTRO GASOLINE BUFFALO ENGLISH MOTOR OIL SPECIAL TRANSMISSION LUBRICANT “Best by Every Test” Seldar í vorum átta “Service Stations” í Winnipeg No. 1—Á ihorni Portage Ave. og Maryland St. No. 2—Á Suður Main St., gengt Union Depot. No. 31—McDermot og Rorie Sts. gengt Grain Exdhange. No. 4—Á horni Portage Ave. og Kennedy St. No. 5—Á horni Rupert og King, hak við McLaren Hotel. No. 6—Á horni Osborne og Stradbrooke Sts. No. 7—Á horni M]ain St. og Stella Ave. No. 8—Á horni Portage Ave. og Strathcona St. Einnig í Moose Jaw, Saskatoon, Sask., Lethbridge, Alta. Eða hann kvaðst heita Sjúlvi, því svo hafði hann verið nefndur er- 'lendis, og skrifaði á blað, sem hann lét sjást hjá sér: ‘“Merki- Legi, legi, legi, maðurinn Sjúlvi hinn vitri.” Líka er hatf leftir hon- um að hann hafi sagst heita Sölvi Helgason Guömundsen, Is- landus, Sókrates, Sólon, Melank- ton. Honum er eignuð þessi vísa um sjálfan sig: “Eg er gull og gersemi, gimsteinn elskuríkur. eg er djásn og dýrmæti, drotni sjálfum líkur.” PrairieCityOilGompany Ltd PHONE: A-6341 601-6 SOMERSET BUILDING Sölvi Helgason. Sölvi Helgason, eða ’Sölvi spek- ingur, var einn af þeim einkenni- legu mönnum, sem eg man eftir frá æskuárum mínum; og ef til vill var hann hinn allra leinkenni- legasti. Misjafnir hafa líka dómar manna verið um hann. Sumir hafa álitið hann mikil- menni, sem aldrei hafi notið ®ín vegna mentunarskorts og mis* skilnings manna. Aðrir hafa álitið hann hálfgildings vitfirr- ing. Og enn voru aðrir — og sá flokkur hefir líklega verið fjöl- mennastur — sem álitu hann blátt áfram, ótýndan þorpara og raupara. peim fækkar nú óðum, sem þjektu Solva á manndóms- og þroskaskeiði. pess vegna ætla eg að reyna að lýsa honum nokkuð eftir þvi, sem hann stendur fyrir mér í ljósi endurminninganna. verið getur að mér skjátlist þar í ,sumu; bæði er nú orðið langt um liðið, svo finst mér, þegar eg lít til baka, á allan þann ferða- manna og flakkarasæg, sem kom á æskuheimili mitt, eins og eg hafi setið í kvikmyndaleikhúsi, og séð hverja myndina eftir aðra líða framhjá. Sumar leiftra hratt og skilja ^litlar eða engar endurminningar eftir, aðrar nokkuð hægar; sumar koma aft- ur og aftur, þær festast bezt i minninu. Allar koma þær úr dimmunni annars vegar og hverfa út í myrkrið hinum megin, og eg þekki hvorki fortíð þeirra eða framtíð. það er sagt að mynd- irnar njóti sín eftir því sem ljós- ið fellur á þær, og að ljósið hafi ekki fallið óhaganlega á öreiga- lýðinn á heimili mínu, ræð eg af því. að eg ber hlýjan hug til þeirra flestra, og vildi gjarnan, ef þess væri kostur, sjá margt af því fólki aftur, þó með nok'krum undantekningum. Sölvi Helgason var hár maður vexti og samsvaraði sér vel, stór- skorinn í andliti, með hátt nef, sléttur að vöngum, með ljóst hár og skegg, útlimasmár, karlmann- legur og vel á sig kominn að öllu lejrti. Þó var sem einhver auðnuleysisblær hvíldi yfir mann- inum öllum. Má vera, að því hafi fremur valdið hreyfingar hans, sem voru nokkuð einkenni- legar og afskamtaðar, heldur en likamsskapnaður. Augun voru skörp og bitur. Jafnan brúkaði 'hann gleraugu, sagðist hafa byrj- að að brúka þau þegar hann var milli 10 og 20 vetra, til þess að hlífa sjóninni, því mikið hefði hann þurft að reyna á hana, þar sem hann hefði sífelt verið að skrifa eða mála. Sölvi var æfinlega vel til fara, hefir hann líklega átt það. að nokkru leyti, Sigurlaugu systur sinni að þakka. Þrifinn var hann. pótti því betra að hýsa hann en suma aðra flækinga, og var valið gott rúm, enda sagði hann, að sér þætti munur að gista þar eða á kotbæjunum, þar sem askurinn og koppurinn væru í faðmlögum undir rúmunum. Lítið hefi eg heyrt um æskuár Sölva. Hygg að hann hafi ver ið ættaður og upprunninn úr Skagafirði. Sigvalda Jón&syni Skagfirðing er eignuð iþessi vísa um hann: Hver er mæðumaður meiri heldur en aá, er vex upp vel gáfaður vönduðu fólki hjá, títt ámintur um trú og dygð en þó verður innan skamms allra viðurstygð. Einhver hefir sagt mér, að hann hafi verið alinn upp við mikla hörku og kærleiksleysi, og þarf það ekki að koma í bága við það sem Sigvaldi segir, því þetta “blessað vandaða fólk” var ekki skilningsbetra á sálarlif barna og unglinga en hver annar. Tveggja systra Sölva heyrði eg getið. Sigurlaug hét önnur, var saumakona og átti heima á Skagaströnd; fékk hún gott orð. Hin hét Helga, og átti heima hjá Jóhannesi sýslumanni föður Jó- hannesar bæjarfógeta i Reykja- vík, þegar hann var sýslumaður í Strandasýslu. Hún var orð- lögð fyrir meinleysi og góðlyndi. pegar Sölvi var fulltíða. þótti hann misindismaður og komst í glæpamál. Það var fyrir mitt minni, og hefi eg engin gögn til að skrifa um það. Eg heyrði og tel víst, að það hafi verið satt, að hann hafi verið dæmdur í þrælk- unarvinnu og sendur til Kaup- mannahafnar að taka út þegn- inguna. Lítið mun hann hafa batnað við það að öðru leyti er. þvíi, að kunna betur að forðast lögin, en þótti þó jafnan viðsjáll, einkum fyrir kvennfólk. Væri minst á utanför hans. sagðist hann aldrei hafa farið þangað sem fangi, það hefði verið gamli Sölvi Hegason. Ef fólk hélt samt sem áður að það heíði alt verið sama persónan, og eitt- hvað befði hann hlotið að vinna til þeirrar meðfprðar, svaraði hann einungis með þessari spurn- ingu: “Hvað vann Kristur til?” pegar eg man fyrst eftir hon- um, eða nokkru eftir 1860, var hann æði hnakkakertuf, og talaði um veru sína ytra eins og :hann hefði verið frjáls maður. og ekki af lakara tæi. Sagði t.d.: “Við íslendingar höfum þetta svona og svona þegar við erum í Höfn.” Oftast sagði hann þó: “pegar eg var erlendis,” til að gefa í skyn, að vera sín þar hefði ekki verið bundjn við vissan stað, enda sagðist hann ekkert vera að stæra sig af því, þó hann hefði séð 5 konungsríki og þrjú keisaradæmi fyrir utan íslands tetur. pá þóttist hannr hafa verið að full- komna sig i heimsspeki og mál- aralist. Ekki sagði Sölvi æfinlega rétt til nafns síns, þegar hann var spurður að heiti. Nefndi þá stundum orð. sem áttu að tákna mannkosti hans t. d.: “húsfriður”. Yms snillyrði eru höfð eftir Sölva, en skaði er það, að eg þekki þau engin, nema það sem viðkom honum sjálfum eða hans eigin verkum. Veit eg iekxi einu sinni, hvort þau hafa verið til um nokkuð annað. Einu sinni var hann að sýna uppdrátt af blómum eftir sjálfan sig, en hjá hverju blómi sást mannsand- lit. Hann var spurður, hvað það ætti að merkja. pá svaraði hann: “pað eru andar blómanna.” Einu sinn'i var Sölvi að mála á ■bæ nokkrum, þar sem hann gist>. Bóndi fer að líta á málverkið og spyr, hvað þetta sé. “Það er eilífðin.” segir Sölvi “Þetta ei- lífðin,” segir bóndi. ‘1Mér sýn- ist það vera líkast ljósskjóttri meri.” “ipað er hún líka í aug- um heimskingjanna,” svaraði Sölvi. pegar Símon Dalaskáld orti Ar- onsrímu, um alla flækinga, sem þá voru uppi í Skagafirði, hafði hann Sölva þar með, lé thann vera jarl'sson og kunna allar íþróttir, andlegar og líkamlegar, sem Sí- mon hafði vit á að nefna, langt um ipeir en hugsanlegt væri að nokkur maður gæti kunnað. Sölvi brá ekki skapi sínu er hann heyrði þetta, en sagði með svo mikilli ró, að heimspekingi mátti vol sæma: “Alt er þetta satt. þó það eigi að vera háð.” Einu sinni kom Sölvi snemma dags á sunnudag að Melum, og var þá talsvert hreyfur af víni IHonum þótti of seint að leggja á 'Holtavörðuheiði, og var svo um kyrt þann dag og næstu nótt. Þó að hann væri nokkuð drukkinn bar lítið á því, nema hvað han.i var orðhvatari en venjulega, og gat ekki haldið kyrru fyrir heldur var á sífeldu rápi um bæ- inn, og eldhlúisstúlkan þóttist verða vör við, að hann væri að gæta ofan í pottinn, þegar hún var að elda miðdagsmatinn. Svo þegar að hann fór ofan næst, kall- aði hún á eftir honum og bað hann að hræra í pottinum. Ekki heCi eg séð manni sbregða meir en Sölva þá. Hann var kominn of an í stigann, en kom upp aftur sótrauður af reiði, og spurði stúlkuna. hvort hún væri að spotta sig, eða hvað þetta “gems ætti að þýða. pau kýttu svo um þetta nokkra stund, þangað ti hún sagðist þá verða að gera það sjálf og fór svo ofan, Sölvi settist á rúm í baðstofunni og sat þar lengi eins og agndofa, en sagði að lokum upphát við sjálfan sig: “Að biðja mig að hræra í pottinum, að biðja heim- speking að hræra í pottinum.” Annar skagfirskur flætkingur kom stundum til okkar, sem Sig- urður hét og var kallaður Sig- urður á iskyrtunni, eða Sigurður sóði. pað var ískyggilegur maður, sem mörgum stóð stugg- ur ^f. Hjá okkur varð þess lít- ið vart, því það var fjölment heimili. En eg var eitt sinn stödd á öðrum bæ, þar sem hann kom, og varð eg þess vör. að ótta sló á fólkið; þó gerði hann ekki mein af sér svo eg vissi, enda var hann ekki áreittur. Helzt sat hann þar, sem skugga bar á, Og talaði lítið, tók ekki þátt í, þó fólkið væri að gera að gamni sínu. Mér fanst hann Iíkastur því, sem eg gat í þá daga hugsað mér fordæmda sál. Um Sigurð þenna sagði Sölvi eftirfylgjandi sögu: “Einu ein.ii urðum við Sigirður á skyrtu'ii’i samferða yfir iHeljardalsheiM. pegar við vorum komnir nokkuð langt frá bænum, bilaði skóþvieng- ur hans. pá léði eg honum hníf, en hann var “engelskur’. pegar hann hafði gert við skóinn, sprettur hann upp og rekur hníf- inn í brjóst mér. Þá vildi það mér til lífs, að eg hafði bók á brjósinu. pað var Mannkyns- sagan sem eg ber þar ávalt, og kom lagið í hana. parna fóru.n við saman og glímdum níu hrot- ur. Hann féll allar, 'því hanr er að visu fílefldur, en brauð- stirður; en eg er sá mesti glímu- maður, sem uppi hefir verið á þessari öld.” Líklega hefir það ekki Verið Mannkynssaga Páls Mielsteðs, sem hann ibar á brjóst- inu, því hann gerði lítið úr henni og taldi hana mjög óáreiðanlega «n sagðist sjálfur vera að semja mannkynssögu eftir þremur bóic- um, einni enskri, annari þýzkri og þriðju sænskri. Þegar Jón bróðir minn hafði fengið vieitingui fyrir Bjarnar- nesprestakalli, kóm <Sölvi til okk- ar sem oftar. pá þóttist har.n þurfa að fræða okkur um ýmislegt þar austan að, bæði um fólkið, sem hann náttúrlega gerði lítið úr, í sambandi við sjálfan sig. o? rvo vegi og staðhætti. “pegar eg fór í fyrsta sinn yfir Skeiðár- sand,” sagði hann, “var nýlega afstaðið hlaup í Skieiðaiá. pá stáðnæmast stórir jakar á sand- mum, sem star.da svo djúpt, að þegar þeir þiðna, verða eftir stór- ar holur fullar af vatni; ef þá hvessir scst sandskán ofan á vatn- ið. En eg var ókunnugur, og varaðist þetta ekki, svo eg vissi ekki fyni til ,en eg datt ofan í einn pyttinn. pá vildi mér það til lífs, að eg hafði stóran kassa á bakinu, fullan af málvericum, svo eg staðnæmdist við hann og komst svo upp úr.” “Og einu sir.ni þegar eg fór yfir Breiðamerkursand. var Jök- ulsá ófær, svo eg varð að ganga upp á jökulinn. ipá kom eg að breiðri jökulsprungu, nenti ekki að ganga fyrir endann á ihenni og ætlaði að stökkva yfir hana, en stökk heldur stutt og hrapaði niður langar leiðir, þar til eg staðnæmdist við það, sem eg hafði á bakinu. Þar var kol- dimt niðri. pá vildi mér það til, að eg hafði á mér hníf, svo eg gat ’búð mér til spor í hlíðarnar á sprungunni og komst þannig upp.” pessa sögu hefir hann sagt víðar. Því eg heyrði fyrir aust- an langloku, sem sett var saman eftir honum. petta var eitt þar í: “Fyrir þremur árum, áður en eg fór að nota Tanlac, mundi eg tæpast hafa trúað því, að mér væri nokkur minsta batavon;” sagði Mrs. Hannah Gorman, að 414 Arthur St., Windsor, Ont. “Eg hafði þjáðst af magaveiki full 17 ár. Iðulega kvaldist eg svo mikið, að mér fanst að eg mundi með engu móti geta af- borið þjáningarnar lengur. Eg var hvorki farin að geta neytt svefns né matar og var að verða að reglulegum aumingja. En ?á kom Tanlac til sögunnar og veitti mér nýjan lífsþrótt. Eg ^yngdist um tíu pund og líður í alla staði upp á það ibezat. Tanlac var regluuleg blessun mér til handa.” Tanac fæst hjá öllum ábyggi- legum lyfsölum. Varist eftir- líkingar. Meiar en 37 miljón flöskur seldar. Jodrandi yfir því að hún fékk haldið lífi Mrs. Gorman segist ekki hafa gert sér von um líf. Hælir Tanlac á hvert reipi. Sendið oss yðar RJÖMA Og verid vissir um........... £«*•«.. >r Sanna vigt Rétta flokkun 24 kl.stunda þjónustu og ánœgju. EGG Vér borgum peninga út í hönd fyrir glæný egg Canadian Packing C Stofnsett 1852 WINNIPEG, CANADA það ugglaust þesi passi, sem sneitt um, standbjörgum, eyðisöndum, er að í bragr.um, sem. nefndur er öræfum, skógum, dölum, giljum, í greininni. Af því að passi1 grafningum, bygðum, bæjum, þessi er bæði skemtilegur og fiskiverum höndlunarstöðum. fjörlega stílaður og lýsir mann-! bygðarlögum búnaðarháttum og inum vel og grobbi hans, en pass- j svo mörgu og mörgu fleira, sem Tanlac Vegetab e Pil s, eru er , fárra lllön<junl) þyifjj. rétt ekki verður hér upp talið, sem að birta hann hér. Er hann! hann ætlar að skoða og sjá og prentaður eftir Nýjum Félags- j um ritum 9. ár, 1849, bls. 151—153.) náttúrunnar bezta meðal. hjá öllum lyfsölum. Fást “Jökulsárnar, jökulsárnar, jökuls voru slæmar gjárnar. Hálærður um himnaportin hlaut hann Sölvi fótaskortinn með passann. Ipassann púk- ans til1 pompaði* hann ofan í dimma gil .o s. frv par fiefir 'eimhver gerst svo djarfur að spyrja hann eftir pass anum, sem hann hefir auðvitað engan haft, og tekið svo það ráð, að segjast hafa mist hann í jök ulsprungu Einn fagran vordag var alt fólkið á Melum úti við og enginn í bænum. pá sjáum við hvar Sölvi kemur gangandi með kassa á bakinu svo stóran, að hann var lítið minni en meðal fjárhúshurð Móðir mín sendi eldhússtúlkuna sína til að vinna honum beina. pað var aldraður kvenmaður, vin gjarnlegur og blíður 4 máli. peg ar ihún hefir boðið honum til baðstofu, tekur ihún hann tali og segir: “Hvað ertu nú að fara Sölvi minn?” “Eg er nú að fara af landi burt,” segir hann, “og ætla fyrst landveg til Tteykja víkur, og þaðan sjóveg til Norð ur-Ameríku. Eg gat ekkert flutt með mér, nema pappírana mína. þeir eru í þessum kassa Það eru 11,000 myndir og 900 •blómstur. petta kostar sína peninga þegar þangað er komið. Hér segir fólk: “petta er fallegt, þetta er gáfulegt.” — En eg et ekki þetta.” Sölvi fór svo að hafa sokkaskifti. iHann bað konuna að lána sér háa sokka, því sér væri svo ilt í bakinu: sagðist vera dauður, drepinn og kúgaður, af því að bera sífelt svona þunga byrði á bakinu. Hún gerði sem hann bað, þótt hún hefði aldrei beyrt fyr að langir sokkar lækn- uðu slíkt. Framan af æfinni mun Sölvi hafa unnið, að minsta kosti á sumrin. Eg man að hann sagði frá, að hann hefði verið í kaupa- vinnu hjá séra Jakob Guðmund3- syni á Ríp, — síðar á Sauðafelli í Dölum. Séra Jakob er sá mesti sláttumaður sem nfl er uppi á íslandi.” sagði Sölvi. “Hann sló jþrjá dagsláttur á dag. En,” bætti hann við, “þá sló eg sex.” — Einu sinni sagðist hann hafa ílegið tjörn nokkra með fleiri mönnum. Sumir gengu svo langt fram, að vatnið náði þeim í mitti, öðrum undir höndur, en Sölvi gekk svo langt fram fyrir þá alla. að hann varð að halla sér aftur á bak, svo vatnið rynni ekki upp I hann. Aldraður maður hér í sveitinni, systursonur séra Jakobs, segist vel muna eftir Sölva þegar hann var kaupamaður á Ríp. Segir hann að Sölvi hafi ekk iverið sér- legur afkastamaður, en fremur strákslegur, og lítið hafi þurft út af að bera, til þess að hann hót- aði fólki að drepa það. Það, sem Sölvi vár þó stoltast- ur af, var málaralistin. Hann sýndi sjaldan myndir sínar hjá okkur, af því að foreldrar mínir gáfu sig lítið að honum. pó man eg að hann sýndi ieinu sinni mikið af myndum, enda voru þau þá viðstödd. Ein myndin sagði hann að væri af Pétri bskupi. En þegar faðir minn, sem þekti bisk- up, var til kvaddur að segja hvort myndin væri lík,- varð Sölvi fyrri ti’l og sagði: “petta er sálin úr honum.” Enda líktist myndin alls ekki. Annari mynd man eg líka eftir. Hún var af kölska. Var það hliðarmynd. Hann var afar reistur Og borginmannlegur, stóð og sté fram öðrum fæti. eins og hann væri á gangi, en var þó með langa tólbakspípu í munnin- um. Svart hár hafði hann langt og strítt, sem stóð aftur af hausn- um, því annars hefði það dregist aftur af jörðunni. - Hinar mynd- irnar minnir mig að væru allar líkar hver annari, búlduieitar með bleik andlit og Ijósgúl höfuð. einum vinnumanninum varð á að segja: “petta er falleg stúlka.” “Stúlka,” segir Sölvi, og var megn fyrirlitning í rómnum. “petta er kona, margra barna móðir úti á pýzkalandi. — Ekki eruð þið miklir mannþekkjendur.” Sumar myndirnar sagði hann að væru hugsjnir úór E. Swedenborg. Sjáfan sig málaði Sölvi með geislabaug eða helgigloríu um höfuðið. Hann var spurður að, hvað það ætti að merkja. Þá sagði hann. ‘’Ósköp spyr þú barna- lega.” Móðir mín sýndi So'lva alma- nak, sem öllum. er sáu, þotti lista- verk. pá sagði hann: “petta þykir ykkur fallegt; hvað mund- uð þið þá segja, ef þið sæjuð al- manak eftir Sölva Helgason? Að sjá þetta, og tunglin, þau eru eins og gamlar pottikökur.” Það er ó- mögulegt fyrir þá, sem ekki þektu Sölva, að ímynda sér hvaða fádæmum af fyrirlitningu har.n kom fyrir í þessum fáu orðum. Altaf held eg að hann, vakinn og sofinn, hafi verið að hugsa upp nýtt til að stæra sig af. Eitt kvöld sat hann og hvíldi höfuð’.ð í höndum sér. Við hugðum að hann mundi blunda, en alt í einu rétti hann fram höndina og sagði: “Petta er ekki stór hönd. en sin- arnar eru eins og stálþræðir.” par, sem honum þótti mjög ó- mannblendið fólk og óupplýst, sagðist hann ekki geta verið; sér fyndist hann vera kominn til Hadesar. “Sýslumaðurinn yfir Norður- múlasýslu gjörir vitanlegt: að herra silfur- og gullsmiður, mál- ari og hárskeri m. m. Sölvi Helga- son Guðmundsen. óskar í dag af mér reisupassa frá Norður-Múla- sýslu yfir austur og suður og norður fjórðuna íslands, til ýmis- legra þarflegra erinda. Með- að skrifa og sumt upp að teikna, alt á sinn kostnað m. fl. pað er mín ósk og þénustusam- leg tilmæli til allra, sem marg- nefndan herra gullsmið m. m. S. H- .Guðmundsen fyrir hitta, að þér látið hann passéra frítt, og liðsinnið, hjálpið og lánið honum það sem hann meðþurfa kann til ferðarinnar, því það er óhætt fyr- ir hvern mann, að hjálpa honum og lána, ef hann þess með þurfa fram öðrum hans erindum, ætlar ^ kann, þótt hann fjarlægjist þann- hann að setja sig niður í ein-1 er kynni að lána honum peninga hverri sýslu á þessari ferð sem og annað ier hann kynni að með- annar handverksmaður, hver að er. þurfa, sjá han.s vitnisburð hér að þó flestum handverksmönnum meiri, og betur að sér til sálar og líkama; og er hann fyrir löngu búinn að gera sig nafnfrægan í norður og austurfjórðungum landsins með sínum framúrskar- andi gáfum á flestum smíðum, og á alla málma, klæði og tré; líka fyrir uppfyndingar og ýmsar fróð- legar og hugvitsfullar kunstir, en þó mest fyrir iðni, kapp, minni, ástundan, sálarflug. skapandi í- myndunarafl og kraft, bæði smekk, tilfinning og fegurð í öll- u mbókmentum og vísindagrein- um, líka svo sem fyrir karl- mensku, krafta og glímur, fjör og fimleika, gang og hörku, sund og handahlaup. Með surtdinu hefir hann bjargað, að öllu sam- anlögðu, 18 manns er fallið hafa í ár. vötn (ströng ög lygn) og sjö. Á handahlaupum hefir hann ver- i ðreyndur við ífærustu hesta, bæði nyrðra og eystra, og hefir hann (að frásögn annara en hans sjálfs) borið langt af. Margar eru hans íþróttir, fleiri og meiri, þó ekki sé hér upp taldar, og mætti þó tilnefna noikkrar, sem hann skarar fram úr öðrum í, sem eru: allar listir hér að ofan taldar, einnig frábær ráðvendni og stilling, góðmens’ka og lítil- læti, hógværð og hreinskilni. greiði og gjafmildi og fl. Fyrir þessar dygðir og listir, sem hann er útbúinn með, og sem hann sýnir jafnt öllum, af öllum stétt- um, þá er hann elskaður af hverj- um manni, í hverri röð sem er, sem verðugt er. pessi passi gildir frá 1. ágúst-. usmánaðar 1843 til þess 30. júní- us mánaðar 1844, handa herra gullsmið. málara og hárskera S. | framan. Passinn þessi gildir, iþó ekki sé um það getið hér að framan í passanum, yfr allan Vestfirðinga- fjórung, ef herra Guðmundsen á þangað erindi, eða vill þar eitt- hvað skoða, viðkomandi náttúru- fræðinni, eða ef hann vill , þar setja sig niður sem handverks- maður í einhverri sýslu þar. Samt gildir ekki þessi passi, hvorki þar né 1 hinum fjórðungum landsins um lengra tímabil, en hér er getið um að framan, nefnilega frá 1. ágústusmánaðar 1843 til þess 30. júníusmánaðar 1844 sem reisu- passi. en að öllu sem sýslupassi, 'hvar sem hann setur sig niður í hverjum fjórungi landsins, og þarf hann ekki sýslupassa héðan frá Norður-iMúlasýslu, annan en þenna. Norður-Múlasýslu skrifstofu 1. ágústm.. 1843. F. Ch Valsuöe Nafn sýslumannsins hafði Sö’lvi ekki rétt, því hann hét Vals- öe. Grunur lá á Sölva að hafa falsað fleiri passa. — Fyrir til- tækið fékk Sölvi 27 vandarhagga refsingu eftir hæstaréttardórni 1846. Sölvi mun hafa dáið í Hegranesinu í Skagafirði árið 1896. Eg þekki ekki síðustu æfiár hann ihafa haldið H' Guðl«undsen, sem reisupassi hans. pá mun kyrru fyrir. Ekki hefi eg held- ur getað spurt uppi, hvað orðið hafi af málverkum ’hans og hand- ritum, ef þau hafa nokkur verið. Hann skrifaði oft af kappi, kveld og morgna, þegar hann gisti hjá okkur. Engum vildi hann sýna það, sem hann skrifaði: sagði að það væri ekki fyrir sveitafólk að lesa svo fína skrift. Eg heyrði að sumir efuðust um, að hann skrifaði nokkuð annað en punkta og stryk. Árið 1883 fluttist eg alfarin burt frá Melum, og sá Sölva aldrei eftir það. Að vísu kom hann í Vatnedal, en ekki svo langt fram eftir sem heimili mitt var þá. Eg ihefði þ*> gjarnan viljað sjá hann, því mp^rga á- nægjustund hefi eg haft af að rifja upp sögur hans með því látbragði sem þeim fylgdi. En alt fyrir það hefir mér ekki geng- ið betur en öðrum að ráða þá gátu. hvort hann var heimspek- ingur eða heimskingi. Kornsá, 1 nóvember 1922. Ingunn Jónsdóttir. Viðbætir. (Reisupassi Sölva Helgasonar.) en að öllu sem fullkominn sýslu- passi, ef hann setur sig niður í einhverri sýslu, eins og hér er getið um að framan. pessi passi gildir fyrii; herra Guðmundsen héðan frá Norður- Múlasýslu yfir allap þann part landsins, sem hér er að framan skrifaður, (þótt enginn embættis- maður teikni á hann) heim til Norður-Múlasýslu aftur, ef hann setur sig ekki niður í einhverri sýslu á ferðinni, eins og hans á-! form er, sem fyr er sagt 'hér að i framan. Þessi passi gjörist gildandi fyr- ir herra silfur og gullsmið, mál- ara og hárskera Sölva Helgason Guðmundsen, til að fara svo hart °g hægt um landið, sem honum þóknast, á þessu tímabili, sem hér er fyr frá sagt í passanum, því hann er í þeim erindum, er hann verður að hafa hæga ferð, en það er við máttúrufræði, að skoða grös o gsteina, niálma o. s. frv. En að vetrinum ætlar hann að stkoða hvernig veður hag- ar sér til í hverju héraði í þeim parti landsins. sem hann fer um, (eða reisir um), og þarf hann að halda miklar skriftir á öllum þessum tíma, bæði dagbækur, (Árið 1843, þegar Sölvi var 23 veðrabækur og lýsingabækur af ára, því bann er fæddur 1820, ýmsum pörtum landsins, líka fann hann upp á því óhappa til- j teikningar af ýmsum hlutum s. s. j tæki, að falsa handa sér svo kall- \ foissum, hverum, fjöllum jöklum, aðan “reisupassa” til iþess að geta ! dlfum, ám, brunahraunum, gjám, flakkað óhindrað um landið. Er^stöðum, fjörðum. eyjum draung- Höfuðverkur Höfuðverkur stafar venju- legast af þreytu í taugakerf- inu og hann hverfur ekki með öllu fyr en taugavefinir eru endurhrestir með Dr. Chase’s Nerve Food. Bráðabirgðarlinun fæst stundum með hinu og þessu höfuðverkjiardufti, en slKkt duft er langt of hart á taugun- um. Komið taugunum í lag og mun höfuðverkurinn þá ekki framar trufla yður. Mrs. W. J. Pearse, Nunn St. Coibourg, Ont., skrifar: “Eg varð imjög taugaveikluð fanát höfuðið ætla að klofna. Vinur einn ráðlagði mér Dr, Chase’s Nerve Food og eftir að hafa lokið úr fyrstu öskjunni, var mér strax farið að skána, Eg ihélt áfram þar til eg hafði notað úr sjö öskjum og var þá orðin alheil. Kenni eg nú eigi framar höfuðverkjar. Dr. Chase’s Nerve Food, 50 cent askjan, fæst hjá öllum kaupmönnum, eða beint frá Emanson Bates og Co., Limi- ted, Toronto.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.