Lögberg - 26.07.1923, Blaðsíða 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
26. JÚLl 1923.
Kreptur af gigt.
Fór a5 batna, er hann tók að
Fruit-a-tives.
Meðalið, sem búið er til úr á-
vöxtum.
pér getð losnað við gigt. pér
getið losnað við bólgu í höndum
og fótum og baki. “Fruit-a-tives
hrekja á burt orsökina til gigtar.
“1 ftfll þrjú ár lá eg í rúminu,
þjáður af gigt. Reyndi Fruit-a-
tives og fór undir eins að batna
Eftir að eg var 'hálfnaður með
fyrstu öskjuna, fann eg góðan
mun á mér. Eg íhélt áfram við
Fruit-a-tives, þar til eg get nú
gengið fullar tvær mílur og unn-
ið talsvert heima við.”
Alex Munro, Lorne, Ont.
50c. hylkið, 6 fyrir $2.50, reynslu-
skerfur 25c. Fæst hjá öllum
lyfsölum eða beint frá Fruit-a-
tives Limited, Ottawa, Ont.
FRA ISLANDi.
AF FLJÓTSDALSHERAÐI.
Laxaveiði hófst í Elliðaánu’m
fyrsta júní. Veiddust 23 laxar
fyrsta daginn, sjö annan daginn
og 12 í fyrradag. Laxinn er stói
og telja veiðimenn mikinn lax
genginn í árnar og góðar veiði-
horfur-
Mér kom til hugar, að senda þér
Dagur, fáeinar línur, til að greina
frá því helsta er við ber hér á
Héraði- Fyrst skal tilnefnt tíðar-
farið. Vorið 1922" var með köld-
ustu vorum, þó gekk fénaður
sæmilega fram hjá allflestum, án
nokkijrra verulegra fóðurkaupa.
Jarðargróður varð yfirleitt í lak-
ara lagi, sérstaklega brást öll
garðrækt tilfinnanlega. Úr jarð-
eplagörðum fékst víðast hvar tæp-
leg útsæði. Einnig brást öll rán-
Norðmenn hafa sett upp kenn-
arastól í íslenzkum fræðum við
háskólann í Kristjaníu og boðið
prófessor Sigurði Norðdal e?m-
bættið. 'Mestar líkur eru til
að Nordal taki boðinu, og er það
vorkunnarmál. íslndi er það
heiður að eiga ágæta menn er
lendis, og það er freisting fram
gjörnum mönnum að varpa sér
út í miðjan menningarstrauminn.
Og þó eru iþetta ekki góð tíðindi
pað er mikið gleðiefni hverri þjó
að eignast góðan rithöfund. Nor-
dal er að verða einn af oddvit'am
íslenzkrar menningar. Hann er
einn af beztu mönnum háskólans.
Alt útlit er fyrir að muni eiga
margt eftir óskrifað, er íslenzkar
bókmentir mega ekki missa- pað
kemur ekki í sama stað niður, þó
það verði skrifað á norksu, því að
Nordál er líklegur að rita þá hluti
sem ókleift er að þýða til fulls.
Þei'm sem meta meira göfugt og
glæsilegt þjóðlíf heima fyrir en
alt umtal og heiður erlendis, eru
þetta því engin gleðitíðindi. Það
væri vel farið, að íslendingar
sýndu það nú að þeir vildu nokk-
uð til vinna að halda einum hin-
um bezta núlifandi íslenzkum
rithöfundi. Tíminn 16- júní.
völlum þó hér sé leiðinlegt veður,
og er því ekki ólíklegt, að menn
geri meira að því nú en áður, þeg-
ar bifreiðagjöldin eru lækkuð, að
skreppa austur þangað ttm helg-
ar til þess að njóta sumarblíðunn-
ar á dýrmætasta blettinum á ís
landi.
LISTASAFN EINARS
JÓNSSONAR
opnað 23’ júní.
því, að listamaðurinn, sem orpið
hefir og verpa mun um ókominn
aldur frægðarljóma á land vort,
hann er enn á bezta aldri mitt á
meðal vor, bjartur og brosandi.
Oig allir munu þaðan fara með
þeirri ósk og von, að þjóð vor
láti hann aldrei ’skorta það, sem
hann >þarf til að njóta sín og hún
má veita. Það, sem hún gerir
honum, hefir hún sjálfri sér gert
Guðmundur Finnbogason
—Lögrétta-
Grasspretta er hin bezta síðan
rigningarnar fóru að koma. Hef-
ir grasið þotið upp og beztu hafar
yrkt jörð. Tún aftur á móti víða komnjr jj] SVeita. Spá menn miklu
í meðallagi, en þau eru hér sem
víða annarsstaðar mjög stór og
arðsöm sem annað heyskaparland-
Varð heyíengur bænda hér yfir
leitt í lakara lagi. En nýting
heyja varð hin bezta. Haustið
og veturinn baetti upp vorkuldann
og grasleysið; hefir verið hér
öndvegistíð í allan vetur, sér-
staklega seinni partinn. Má svo
segja, að aldrei kæmi frostnótt
frá 7. marz til sumardags fyrsta.
Útsprungnar sóleyjar fundust hér
í túnum 8- apríl. Á Upphéraði
var sauðfé tekið á hús milli jóla
og nýjárs, en víða slept aftur 8.
—10. vnarz. Verða beyfirningar
því töluverðar. Um verzlunina
mætti margt segja, en það yrði
of langt mál- Kaupfélag Héraðs-
búa ræður mestu um verðlag á
allri nauðsynjavöru, hefir það
haldið þeirri reglu, að verzla að-
eins með þær vörur, er nauðsyn
krefur að kaupa
grassumn,
ekki aftur-
ef veðrátta kólnar
Guðmundur Kamban rithöf-
undur var meðal farþega á Botn-
iu í gær ásamt Ankerstjerne
myndtökumanni og G. H. Hansen
leikstjóra. Fara þeir næstu daga
upp í sveitir, >til þess að skoða
staði til kvikmyndunar leiksins
“Hadda Padda”- Með Gullfossi
koma svo hinir leikararnir, 7
talsins, hingað, og verður þá þeg-
ar byrjað á kvikmyndatök-
unni. — Lögrétta 6. júní.
Leifur hepni var staddur á
Húnaflóa í fyrrinótt og ætlaði
vestur fyrir Horn, en komst ekki
sökum hafíss-
Ársrit Fræðafélags er nýkom-
ið ú>t. Aðalritgerðin í því er löng
Enda hefir það j æfisaga porv. Thoroddsen, eftir
enga söludeild. Nýtur félagið
undantekningarlaust almenns
trausts og það að verðleikum.
Bændur hér standa þétt saman um
kaupfélagsskapinn. MjÖg hefir
búpeningur fallið í verði IWér
manna í millum frá; því er hæs>t
var. Kýr komust í 800—1000 kr
en fást nú fyrir 300—350 kr
Hestar gengu hér kaupum og söl-
um, aðallega þó milli stráka og
annara braskara, á 1200—2000 kr.
Sæmilega góðir hestar fást nú á
250—350 kr. Ær seldar hér i
vor á 42.00 kr. en komust í 120,00
kr. vorið 1919-
Kaupgjald hefir og einnig fall-
ið. Dagkaup manna var í fyrra-
vor 4. kr-, en yfir heyskapartím-
ann 5—8 kr. eða sem næst því.
Landburður af fiski er nú hér
á Austfjörðum, svo elztu menn
muna ekki eftir slíkum afla-
Voru mótorbátar við Eskifjörð og
Reyðarfjörð búnir að fá 28. apríl
130—140 skpd. á vorventiðinni.
Dagur 10- maií.
Boga Th. Melsted- Þá er einnig
grein um syfilis, eftir Valdemar
Erélendsson, og allharðorð grein
um Fástþýðinguna islenzku, eftir
Jón Helgason í Kaupmannahöfn,
o- fl. —Lögrétta 6 júní
Ársrit Fræðafélagsins, 7. ár, er
nýlega komið út- pað flytur æfi-
sögu Þorvalds Thoroddsens, langa
og ítarlega, eftir ritstjórann (B.
Th. M.); eftirtektarverða grein
um hjúahald, eftir HáScon Finns-
son; tvær ritgerðir eftir Valdrmar
Erlendsson lækni í Friðrikshöfn,
aðra um sýfilis, með mörgum
myndum, hina um George Brandes
(með mynd hans). Ennfremur
fjölda s'mágreina um bækur, eink-
um edlendar, eins og það hefir á-
valt verið-
“Landið, sem var logið frá
okkur”.
Eins og áður hefir verið sagt
frá hér í blaðinu, er nú allmikil
hreifing í þá átt meðal sumra
Norðmanna, að heimta Grænland
af Dönum. Hefir Gjelsvik prófes-
sor, t. d. nýlega krafist þess op-
inberlega að málið yrði lagt
gerð. Nú er Norðmaður einn,
Hans Reynalds, einnig að semja
stórt rit um Grænland, og kvað
fyrri hlutinn um Vestribygðina,
vera tilbúinn- Er bókin ætluð til
þess, að sögn, að útbreiða þekk-
ingu meðal Norðmanna á þessum
efnum og vekja þá til irmhugsun-
ar um það, að Grænland hafi á
sínum tíma "verið logið frá þeim”
eins og eitt norska blaðið segir
nýlega. Segja blöðin líka að
“stormur fari um landið” út af
þessu, ekki sízt meðal ungra
manna.
Nýr gamanleikur: “Góður gest-
ur”, í líku sniði og “Spánskar
nætur”, var leikinn í fyrsta sinn í
gærkvöldi. Eru höfundarnir
sumir hinir sómu, en minna er
vikið að stjórnmálunum og bæj-
arlífinu en var í Spönskum nótt'
um. Síðari þátturinn var Ijóm-
andi skemtilegur á köflum, en
hinn fyrri var heldur bragðminni-
Leikendurnir léku ágætlega vel.
PIIES
Hvl aS þjast af
t>laeí5andi og bólg-
inni gylliniæS?
UppskuríSur ónauB-
„ , synlegur. |>vl Ur.
Chase s Olntment hjálp&r þér strax.
«0 cent hylklC hjá lyfsölum eCa frá
Edmajison, Bates & Co., Limited,
Toronto. Reynsluskerfur sendur 6-
kev"is, ef nafn Þessa blaíe er tiltek- i
i8 og 2 cent frlmerki sent.
Slysfarir. — í fyrradag vildi
það slys til suður við Pólana, að
tvö börn náðu í eprengiefni hjá
mönum, sem voru við grjótvinnu
og sprakk það framan í þau.
Særðist annað mjög mikið á báð-
um ugum, og hitt meildist allmik-
ið minna.
Gistihúsið Valhöll á Þingvöllum
hefir nú verið opnað fyrir skömmu
og er þar ,í sumar sami húsbónd-
inn eins og að undanförnu, A-
Rosenberg gestgjafi. Þau sumur
undanfarin, sem Rosenberg hefir
látið gestum beina í té á ping-
völlum, hefir það verið almanna-
rómur, að Valhöll væri sá vist-
legasti dvalastaður, sem fólk ætti
völ á, til þess að dvelja í sumar-
leyfi sínu, og eigi mun síður
verða nú. Má telja líklegt að
stratrmurinn verði öllu meiri
þangað í sumar en áður, ekki síst
vagna þess, að fargjöld til Þing-
valla hafa lækkað stórum frá því
sem áður var. Má nú komast til
Þingvalla fyrir 5 krónur og get-
ur það ekki heitið dýrt. Menn hafa
einnig oft rekið sig á það, að
besta veður er stundum á ping-
Uppi á Skólavörðuholtinu, þar
sem fjarsýnin er fegurst, stend
ur Listasafn Einars Jónssonar,
eins og stuðlabergs-orgel í ein
hverja furðuiega framtíðarkirkju.
pað stendur þarna óbifanlegt, sem
óhrekjandi andmæli gegn öllu því
sem næst er: andmæli gegn ill-
hýsinu, sem skriðið hefir upp
holtið síðustu og verstu árin, og
nú stendur hikandi við þanka
strik bæjarstjóraarinnar: renn
una, húslengd vestur af safn
inu, andmæli gegn þefi þeim, sem
andar af sorpvallargerðinni við
Borónsstiginn; andmæli gegn
landbroti og hálfruddum hrjón
um alt umhverfis. Girðingin
um safnið ber millibilsástandi
vottinn, að á alt er leitað nema ó-
kleifar grindur og gaddavír;
jafnvel steinsteyptar tröppurnar
að safninu eru ekki óhultar nema
á bak við lokað hliðið. En innan
girðingarinnar er gróðurmagn í
öllu. Smátt og smátt, börur
fyrir börur, hefir frjómoldin
færst að fótstallinum og tún-
hjallinn myndast- Nú er iðja-
grænt á þrjár hliðar, grasrótin að
eins ókominn við austurstafninn,
sem sýnilegt merki þess, að efnin
berast hægt að, þótt um síðir
komi.
'Svo hægt og hljóðlaust hefir
þetta safn risið, að fæstir vita
hvernig, og ef til vill grunar en
færri, að þarna er eitt af því sem
þjóð vor mun hafa sér til rétt-
lætingar á dómsdegi, og eitt af
þeim táknum, er sýna hvað hún
er í raun réttri og hvað hún á að
verða. Og þó er alt, sem þarna
er innangarðs eins manns verk,
á alt upptök sín í huga og hönd-
um Einars Jónssonar, hefir fengið
líki og liti, sál og svip frá hon-
um. Þetta er veröld út af fyrir
sig, frumleg og fomauðug, og
enginn almenningur! Einar Jóns
son hefir frá upphafi vega geng-
ið sína götu, verið sjálfum sér
lögmál. Hann hefir hlýtt
skaparaeðli sínu, öruggur þess,
að öllu mundi skila heim um
síðir- Og er það ekki merki-
legt, að þessi einræni rnaður, fá-
tæki sonur minstu þjóðarinnar og
fyrsti myndhöggvarinn hennar,
er ekki einu sinni fi.mtugur þegar
hann situr einvaldur í ríki sínu
heima á ættjörðinni, í safninu,
sem geymir öll verk hans, hvert
á þeim stað og í því ljósi, sem
hann hefir sjálfur valið því, safn-
inu, sem jafnframt á að verða
vinnustöð hans um ókomin æfiár.
Einu sinni talaði eg um Einar
Jónsson við ungan, erlendan
myndasmið, auðugan vel, er þekti
hann og lofaði mjög, en bætti
því við, að hann gæti ekki skilið
hvernig fátækur maður eins og
'Einar væri, gæti verið mynd-
höggvari. Til þess þyrfti mikið
fé. Eg sagði Einari þetta. En
hann -svaraði: “Eg skil enn síður
hvernig auðugir menn geta verið
myndhöggvarar ef þeim er ekki
gáfan gefin”.. Mér detta í hug
önnur orð Einars þau er hann
sagði um þjóð sína í einu ræðunni
sem- hann mun hafa samið um
dagana, “að henni skuli enn verða
leyft að verða fremst d kapp-
hlaupftiu, ef hún selur ekki sitt
sólarfylgi fyrir fánýt foldar-
gasði-” . U'
Einar befir aldrei selt sitt sól-
arfylgi. Hann hefir ekki skort
drengskap til að leita ljóssins,
hvað sem fánýtum foldargæðum
leið. Svipur hans var jafn
hreinn og heiður þegar verk hans
voru á víð og dreif í erlendum
skemmum og hann átti ekki ó-
brotinn stól til að setjast í, eins
og hann er nú, þegar hann er
sestur í ríki sitt. Þessi bjarta
trú og biðlund listamannsins var
annað sem þurfti til- Hitt var
rétti honum hjálparhönd meðan
grétti hnum hjálparhönd meðan
tími var tií Og hún gerði það
pví að þjóð vr hefir í fátækt
sinni aldrei verið svo fátæk, að
hún seldi frumburðarrétt sinn,
ástina á “landeign í hugsjóna
heimi. Og heiður og þökk sé
þeim mönnum, innan þings og
utan, er átt hafa sinn þátt í því,
að listasafn Einars Jónssonar er
komið svo langt, sem raun gefur
vitni.
23. þ. m- var safnið í fyrsta
sinn opnað fyrir almenning. peir
sem þangað ganga, munu gleðjast
yfir þessum nýja marksteini á
menningarbraut vorri, gleðjast
yfir þeim andans krafti, frumleik
og fegurðarviti er þarna birtist,
hvar sem litið er, gleðjast yfir
Thorvaldsen og Pólverjar-
í byrjun maímánaðar í vor var
afhjúpuð í Varjá stytta Thorvald-
sens af pólsku frelsishetjunni
Jósef Poniatowski. Á stytta
þessi sér langa sögu og merkilega,
sem ráða má af því, að bronce-
steypunni af riddaralíkneskinu
var lokið fyrir 90 árum, en það
hefir aldrei verið sett niður op-
inberlega fyr en nú.
Poniatowski var fæddur 1762
og var fyrst >í þjónustu Austur-
ríkiskeisara, en var kallaður það-
an heim og skipaður yfirherfor-
ingi pólska hersins þegar stríðið
hófst við Rússa. 1807 varð hann
hermálaráðherra Pólverja. Þá
tók hann þátt í orustunni við
Leipzig og sýndi þar mikinn full-
hug og stóð lengi á móti Rússum,
þegar Frafckar létu undan síga-
pá fyrst er óvinirnir höfðu um-
kringt Leigzig, dró Poniatowski
hélt í miklum heiðri öllu, eem
minti á fornt en horfið frelsi. Og
þá e rþjóðinni alt í einu fengin
stytta af kærustu þjóðhetjunni, í
rúmverskum búningi, algerlega
ólík þeim, sem hún átti að sýna
Á styttunni sá þjóðin hvorki lík-
amsbyggingu hans eða andlits-
fall, hvorki riddaralegt útlit
hans né hermannlegan svip
ekkert af öl'lu því sem hafði töfr-
að — ekki að eins .hermennina
á vígvellinum, heldur líka kven-
fólkið í veislusölunum. Menn
skiftiíst þó í flokka eftir lista-
skoðunum og lífsstefnum, og ým-
ist hæddu verk Thorvaldsens eða
hófu það til skýjanna. En nefnd-
in, sem sá um verkið, stóð hjá, og
tók ekki þátt í bardaganum, held-
ur léta fara að steypa minnis-
merkið í bronse. En eftir ó-
eirðirnar 1830—31 ko.m skipun um
það frá Rússlandi, að flytja
skyldi minnismerkið frá Varsjá í
.Mocflin-kastalann, því það væri
efcki friðarbætandi.
Þegar styttan kom til kastal-
ans, var hún ekki einu sinni sett
niður undir berum himni, heldur
var hún geymd óhreyfð í kössum,
þeim er hún var flutt í-
En árið 1840 fundu nokkrir
undirforingjar þessa kassa í kjall-
ara kastalans, og vissi enginn í
fyrstu um innihld þeirra. For-
inginn leyfði að þeir væru opnað-
ir, og komu þá í ljós ýms stykki
. ... , , „ , . | úr styttinni, sem á stóð ýmist
sig til baka með her sinn, en: «Poniatowski» e?Sa “Thorvaldson-’
druknaði í Elster-fljotinu er hanni . , , , . ...
var að komast yfir það á hesti | Undirfonngjarnir^ fyjfirdurt ekki
sínum. Varð hann hinn fræg-
asti meðal landsmanna sinpa og
J betur með en það, að þeir álitu
að þeir héldu að þeir hefðu fund-
+oiui ' v I ið minnismerk eftir Thorvaldsen
mjog astsæll og taldi þjoðin hann „
yfir síðasta konung Polverja, og
einn af sinum mestu og beztu j flettu þag upp j kastalnum í þeirri
monnum. von> ^ j^ir fengju i]eyfi til að
J ; l láta það standa þar hjá sjálfum
Blue
RIBBON
Að borga háu verði, meinar ekki nauð
synlega betri tegund. Heimtið Blue
Ribbon— þaðbezta á hvaðaverði sem
er.
SendiS 25c til iBlue Rlbbon. Btd.
Winnipeg, efitir Blue Ribbon
Cook Book I bezta bandi —
bezta matreiSslubðkin til dag-
legra nota I Vesturlandnu.
ákváðu Pólverjar að reisa Poinat-
owski minnismerki.
ander I. samþykki
1815. Var þá
Gaf Alex-j
sitt til þess;
strax hafist
í Nikolaij keisára, sem þá var
En það brást. Keisarinn
{ vissi rneira en undirforingjarnir,
handa og gekk innsöfnunarbylgja og viidi ekki ein usinni sjá lista-
verkið, en skipaði að það skyldi
um héruð, borgir, greifadæmi,
herinn og allar stéttir, svo nægi-
legt fé fengist sem fyrst- Síðan
snéri nefnd sú, er var falið að
sjá um framkvæmd verksins, sqr
til ýmsra frægra myndhöggvara,
þar á meðal Thorvaldsen. Eftir
svari hans ákvað nefndin að velja
hann til verksins. Og 11 árum
síðar var gipssteypan send til
Varsjá, til þess að steypast í
brose.
Upprunalega hafði Thorvaldsen
ætlað sér að hafa styttuna sem
póiskasta"—-"Itafa t. d. Poniatow-
ski í þjóðbúningi og sem líkastan
því, sem hann hafði verið í lif-
anda lífi; riðandi á arabiskum
hesti, því þeim hafði hann unn-
að mest allra hesta, og í þeirri
stillingu er minti á dauðastökkið
út í elfuna- Gerði listamaðurinn
uppkast að styttunni í þessari
mynd.
Alt var þetta í innilegasta sam-
ræmi við óskir Pólverja. peir
vildu hafa styttuna sem pólsk-
asta — vildu að I henni feldist
sem mest af pólsku eðli og anda.
Létu þeir efcki sitt eftirliggja að
safna saman og senda Thorvald-
sen sem allra nánastar upplýs-
ingar um þjóðhetjuna. Málarar
sendu honum myndir af honum,
hermenn einkennisbúninga hans,
pólsk sverð, byssur, reiðföt. Og
Thorvaldsen hreifst með af þess-
um ákafa og fór meðal annars í
þeim erindagjörðum t|l Vailsjá
1820, að safna sér enn fyllri upp-
lýsingum.
En svo breytir Thorvaldsen
þessari ákvörðun sinni oftir nokfc-
ur ár, og gerir nýtt uppkast. Hann
lætur hestinn vera á róUegum,
hægum gangi, kippir pólska þjóð-
búninginum af Poniatowski og
setur á hann rómverskan klæðnað,
andlitslíkindin lætur hann alveg
hverfa. Af upprunalegu stytt-
unni verður ekkert annað eftir en
pólski örninn á brjósthlíf herfor-
ingjans.
Menn hafa rætt mikið um þessa
breytingu, sem Thorvaldsen gerði
á styttunni, og seilst langt til
skýringar á henni. Sumir segja
að hún stafi af óskum eftirlifandi
ættingja Poniatovdsfci; þeir hafi
ekki talið rétt að hafa styttuna
svo líka honum, sem listamaður-
inn ætlaði í fyrstu, því á þessum
tíma voru þjóðernis og frelsisöld-
ur mjög uppi hjá Pólverjum, og
gat því styttan orðið einskonar í-
kveikjuefni. Aðrir segja að
hin fyrsta mynd styttunnar hafi
verið gagnstæð skapferli og lista-
stefnu Thorvaldsen, og því hafi
breytingin hlotið að koma. En
hvað sem um þetta er, þá var
gipssteypan gerð af styttunni í
þessari síðari mynd og send frá
Rémabor gtil Dansig, og þaðan
til Varsjár, og þar biðu þúsundir
óþolinmóðra manna eftir að sjá
listaverkið. Var það sýnt op-
inberlega 1829.
Myndastyttan vakti óhemju at-
hygli, umtal og gremju. Það
voru eins og áður er drepið á,
miklar frelsishreyfingar með
þjóðinni á þessum árurn. Hún
tafarlaust mölvað og brætt upp.
pó itókst að fá þenna dauða-
dóm afturkállaðan. Leyfði keis-
arinn að minnismerkið væri flutt
á 'búgarðinn Homel í Mohilew-
héraðinu. En þar var það sýnt
af sérstakri náð keisarans með
fallbyssum, sem hann hafði unn-
ið í tyrkneska stríðinu 1829. Var
þá minnismerki þess manns, sem
átti að vera tákn frelsis baráttu
Pólverja, orðið að rússnesku sig-
urmerki.
En loks nú eftir heims styrj-
öldina var það flutt til Varsjár.
aftur og afhjúpað opinberlega
fyrst í maí.
Lögrétta.
ÁVARP.
Hugmynd um lýðhásfcóla á
Þingvöllum hefri um allmörg ár
átt ítök með ýmsum mönnum með
þjóðinni, fyrst og fremst með for-
gbngumönnum ungmennafélags-
skaparins. En nú í vetur hefir
nokkur grein verið gerð fyrir
henni og hún fengið ákveðið
form í fyrirlestrum, er fluttir
voru í Reykjavík: Kirkjan og skól-
arnir. Hafa þeir nú komið út
á prenti* og vísum við til þeirra.
I|ugmyndin var mjög vel tefcið
af ýmsum málsmetandi mönnum,
meðal annars dr. theol. Jóni bisk-
upi Helgasyni.
Við undirritaðir höfum orðið
sammála umáð beita okkur fyrir
hinum fyrstu framkvæmdum þessa
máls og leyfum okkur því að snúa
okfcur til þjóðarinnar- — Þeir sem
styðja vilja málið með fjárfarm-
lögum, fjárloforðum og stuðningi
á annan hátt, snúi sér því til ann-
ars bvors okkar, er fúslega gefum
allar upplýsingar um skólahug-
myndina.
Áform okkar er að stofna lýð-
háskólasjóð, er ávaxtaður verði í
Landsbanka ísiands og notaður
til framkvæmda á sínum tíma.
Opinber skilagrein verður gerð
fyrir samsfcotum þessum og kvitt-
að fyrir ihverju einstöku tillagi.
Eiríkur Albertsson
prestur á Hesti í Borgarfj.sýslu-
Helgi Valtýrsson
forstjóri.
Pósthólf 533. Reykjavík.
öll íslensk blöð eru vinsam-
lega beðin að birta ávarp þetta-
Um Brand Hólabiskup Jónsson
hefir Tr- pór.hallsson ritstj. gef-
ið út sérsprentaða ritgerð. Er
aðalatriði hennar, að sanna það,
að Brandur sé upphafsmaðurinn
áð kröfunum um aukning kiifcju-
valdsins og samþyktarinnar frá
1253 um forrétt guðs laga fram
yfir landslög, en annars rakin
einnig saga Brands alment. Höf.
slær þeirri tilgátu fram, að Brand-
ur, sem lengi var ábóti í Þykkva-
bæ, muni hafa skrifað Njálu. Rit-
gerðin er fróðleg-
porskafli ágætur er kominn á
Eyjafirði og Siglufirði nú, sam-
kvæmt símtali að norðan. Gæftir
eru góðar. Jafnframt var sagt, að
sprettutíð væri hin ákjósanlegasta
og væri grasvöxtur mikill.
sera
Van
Frá Rómaborg.
Friðrik Friðriksson
sækir páfann.
heim-
Rossum kardínáli kemur
til íslands í sumar.
Nýja smjörlíkisverksmiðju á að
fara að stofna á Akureyri. Er
eigandi htnnar félagið Jóhannes
Thorsteinsson á Akureyri. Norsk-
ur maður Johan Grip, kom hing-
að til lands nýlega, og á hann að
setja verksmiðjuna á stofn. Er
hann alþektur í Norður-Noreg'
fyrir starf sitt við slikar verk-
smiðjur- Árin 1912—16 var hann
í Póllandi og Finnlandi og veitti
smjörlíkisyerksmiðjum forstöðu.
En síðan hefir hann unnið við
samskonar verksmiðjur í Noregi
og þykir hinn færasti maður á því
sviði.
Eins og áður hefir verið sagt
frá, er sér Friðrik Friðriksson
nú á ferð suður um lönd og var
um tíma í Rómaborg. paðan skrif-
aði hann góðkunningja sínum hér
í Reykjavík 23- maí og segir frá
heimsókn sinni hjá páfa.
Segist hann fyrst hafa hitt
Pau fcammerherra, sefm er norsk-
ur auðmaður, katólskur, sem dvel-
ur við páfahirðina, og hafi hann
tekið sér með opnum örmum, enda
hafi hann haft til hans bréf frá
mikilsmegandi manni hér. Kamm-
erherrann lét hann svo aftur fá
meðmælabréf til van Rossum
kardínála, en hann er Hollend-
ingur og mjög hátt settur við
hirð páfans, á sæti í kúríunni:
Segir sér Fr. Fr. síðan: Kardí-
nálinn tók mér elskulega og talaði
við mig um ísland, en hann hef-
ir mikinn áhuga á íslenzkum efn-
um- Við töluðum um gömlu ka-
tólsku biskupana, Jón ögmunds-
son og Jón Arason, og um það
hvort íslendingum mundi falla
það vel í geð, ef annar þeirra
yrði tekinn 1 helgra manna tölu,
og mælti eg fyrir mitt leyti með
Jóni helga ögmundssyni eins vel
og eg gat. Að lokum gaf kardí-
nálinn mér blessun sina, sefm
hljóðaði þannig nákvæmlega: —
Deus Optimus Maximus tibi bene-
dicat semper et ubique. pað gleð-
ur mig mjög að hafa getað kynst
svo ágætum manni. Góðmensfc-
an geislaði út frá honum, augna-
ráð hans, rödd hans og öll fram-
koma hans og fas, hreif mig ger-
smlega- Hann talaði ágæta latínu
Við töluðum saman á latínu all-
an tímann. Á annan í hvítasunnu
fekk eg svo áheyrn hjá páfanum
sjálfum. Það var mjög hátíðlegt.
;K3- eitt hófst áheyrnarathöfnin.
Eg gekk í gegnum marga sali, sem
voru svo undrafagrir, að eg get
ekki lýst þeim. Lofcs kom eg inn
í fagran sal, þar sem upphækkað-
ur stóll stóð inst inni. Með mér
var fimm manna fjölskylda og svo
18 ungar stúlkur, 8—10 ára, alveg
hvítklæddar og ijunnur með þeim.
Pau kammerherra lét mig standa
dálítið álengdar frá hinum. Þetta
var 'í insta salnum og hinir þrír
salirnir sem eg hafði gengið í
gegnum, voru alveg fullir af fólki.
Svo kom páfinn, alveg hvítklædd-
ur, allir féllu á fcné og páfinn
gekk meðfram röðunum og rétti
hverjum um sig hendina svo hann
gæti kyst á hringinn- Siðan bless-
aði hann þau öll í einu. pví næst
kom páfinn til mín og rétti mér
höndina. Maggiordomo di Sua
Santita var í fylgd með páfanum,
de Pau kavnmerherra stóð í nánd
við mig og gaf fylgdarmanni páf-
ans merki og fcynti mig síðan hin-
um heilaga föður. pá spurði páf-
inn mig, hvaða mál eg vildi tala.
Eg svaraði auðvitað latínu og svo
spurði hann 'mig um málið á ís-
lndi, fór nokkrum lofsamlegum'
orðum um hinar fornu bókmentir
okkar og sagði síðan nokkur vin-
gjarnleg orð um mig /persónulega,
og gaf mér síðan blessun sína með
þessum orðum: Deus Optimus
Maximus benedicat te-et tuam
familiam, terram tua'm et nation-
em (það er: Drottinn, hinn æðsti
og albesti blessi þig og þína,
land þitt og þjóð). Síðan rétti
hann mér aftur hendina og fór
svo inn í næsta salinn-
Yfir ölJu þessu var blær kyrð-
ar og göfuglegrar tignar. Páfinn
sjálfur virtist mér fín, göfug-
mannleg persóna, tígulegur og
blátt áfram, rnildur og heilsteypt-
ur. Auðvitað er þetta aðeins yfir-
borðsdómur eins og maður getur
ámyndað sér hann í skjótri .svip-
an. —
De Paus kammerherra heim-
sótti mig í gistihúsi rnínu í gær-
kvöldi og sagði mér, að eg hefði
verið sá eini, sem hinn heilagi
faðir hefði talað við af öllum þeim
hundruðum, sem þann dag fengu
Andience Generale. Á fimtudag-
inn verð eg einnig viðstaddur há-
tíðahöld í Vatifcaninu (páfahöll-
inni), sem de Paus hefir sent mér
aðgöngumiða að. Hlakka eg mjög
til þesis-
Þá segir séra Friðrik frá því !
bréfinu, að til standi að van Ross-
um kardínáli komi til íslands í
sumar, og hafði þetta áður hvis-
ast hér. Mundi hann leggja á
stað í júní. Morgunblaðið hefir
spurt séra Maulenberg prest
í Landafcoti um ^þetta, og segir
hann það rétt vera. Hann muni
koma hingað 9. júní og dvelja hér
3 daga.
Hefir enginn kardínáli áður
hei'msótt Island, né önnur Norður-
lönd, annar en Vilhjálmur kardí-
náli, isem kom til Noregs til þess
að krýna Hákon konung hinn
gamla- Er hér því um merkisvið-
burð að ræða og ber að taka fllík-
um manni með virktum-
Innivera.
Hin stöðuga innivera kvenna
gerir það að verkum, að þeim
verður ihættara við stýflu, en á
sér stað um karlmenn. Lifr-
in verður ekki eins hrein eina
og vera ætti og innýflin í heild
bezt að nota Dr. Chase’s Kidney
Liver Pill's Jþær leiða til varan-
legrar hreysti og heilsu.
Mrs. John Barry, 18 St.
Amable Streeet, Quebec, Que.,
Hér nieð vitnast að eg þjáð-
ist af stýflu í mörg ár og meðul
virtust ekki gera mér vitund
gott. Loks fékk maðurinn
minn mig til að reyna Dr.
Chase’s Kidney-Liver Pills. Og
þærgerðu mér á skömmum
tíma meira gagn, en öll þau
meðul, er eg notaði í fimtán ár.
Eg get einnig borið vitni um
það, að Dr. Chase’ Ointment, er
óviðjafnanlegt við gylliniæð.”
Dr. Chase’s Kidney-Liver
Pills, ein pilla í einu, 25 cent
askjan. Hjá öllum lyfeölum,
eða Edmanson, Bates & Co.,
Ltd.„ Toronto.