Lögberg - 26.07.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 26.07.1923, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JÚLÍ 1923. Bls. 6 Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. Eg var óskaplega eigingjarn Ferðalöngunin vakn- aði aftur hjá mér, eg þráði allskonar æfintýri, einn- ig ástaræfintýri með fögrum ginnandi konum- Eg var eins og blindur maður. Hvíta rósin frá Ru- disdorf sýndi mér að vísu strax fyrsta daginn þyrni, sem eg varð hræddur við — eg rak mig á ósveigjanlegt drattnb. — En hún var líka gáfuð og mér miklu fremri að endlegu atgjörfi. Líkamlega fegurð sína og ‘men.tun kunni hún að sveigja í nunnubúning Htillætisins. ’Henni datt ekki í hug að hreyfa sinn minsta fingur til þess að ná á sitt vald manninum, sem hafði forsmáð hana og niðurlægt- — Þannig gekk eg við hlið hennar kaldur og háðskur; og leit niður á hana, en oft var eg hræddur, eins og við þrumuslag, sem ríður af skyndilega. Eg gæti hlegið að kuldahæðni hefnd- argyðjunnar, væri hún ekki eins hræðilega ibitur og hún er. — Er það ekki aumkunarvert, tílrika, að sá maður, sefm með ófyrirgefanlegum sjálfsþótta gat sagt: Eg get ekki gefið henni ást — skuli nú beygja hné fyrir systur þinni og biðja hana um fyrirgefn- ingu? Er það ekki hörmulegt, að hann nú skuli biðja og grátbæna um það, sem hann hefir áður hrundið frá , án þess að gefa því nokkurn gaum? Hún vill burt frá mér 't— hún skilur ‘mig alls ekki, þótt hún sé fuíl af vantrausti til mín, s«m er á góðum rökum bygl. (Efðari konuaugu mundu hafa séð fyrir löngu hversu öllu er farið fyrir mér, og með mildri fyrirgefningu 'mundu hafa verndað hinn brotlega frá þeirri þungu játningu, að hann hefði liðið skipbrot — en hún fer lengra án þess að láta það nokkuð á sig fá, án þess að athuga, hvað hún eyðileggur með því, og eg á einkis annars úr- kosta en að játa hreint og hispurslaust, að sið- ferðilega og andlega er eg eyðílagður maður, þegar Júlíana fer burt frá mér. ” Hann hafði gengið að glugganum, þegar hann byrjaði að gera þessa játningu, og þar stóð hann enn. Hann hafði ekki einu sinni 'litið á konu sína, en nú snéri hann sér til hennar. Hún huldi augun með hægri hendinni, en með þeirri vinstri fálmaði hún eftir stól, sem stóð við hlið hennar —• Það leit út sem hún mundi hn.íga niður. “Á vagninn að koma?” spurði hann með á- kafri eftirvæntingu og jafnvel varir hans voru bleikar, um leið og hann kom nær henni- “Eða hefir Júlíana heyrt orð mín og vill dæma sjálf?” Hún krepti saman fingurnar og lét hendurnar síga niður. Hvaða breyting var þetta, sem hafði átt sér stað.? “Að eins annað hvort já eða nei. — Láttu þessa kvöl taka enda Þú verður hjá mér Júlíana?” “Já,” petta “já” var svo lágt, að það varta heyrðist, en samt hafði það sannarlega töfrandi áhrif á Mainau. Hann leit upp og augnaráð hans sýndi, að hann hafði losnað við einhvern lamandi kvíða. Hann tók hana skjálfandi í faðm sinn, tók ferðakápuna af herðum hennar og fleygði henni langt frá sér á gólfið- Hann kysti hana. “þetta er trúlofun okk- ar, Júlíana. Eg bið þín 'með hreinni og djúpri ást,” sagði hann með hátíðlegri alvöru. “Ger þú við mig hvað sem þú vilt- Þú skalt .hafa tíma og tækifæri til þess að reyna hvort þú getur nokk- urntíma elskað mig — nú að eins fyrirgefur þú með hreinni og kven'legri 'mildi og vorkunsemi. — Hver hefði sagt fyrir einu hálfu ári, að kona gæti yfir- bugað mig? >— En guði sé lof að eg er ennþá nógu ungur til þess að breyta lífsstefnu minni og verða hamingjusamur! Eins mjúklega og þú nú fellur í faðm mér, er þú ekki lengur með bendingu og augnaráði vísar ‘mér á bug, eins og elskandi og treystandi muntu verða mín — Líana.” Hann fór með hana inn í bláa herbergið. “Hversu töfrandi!” hrópaði hann- Hann leit inn- an um herbergið á skínandi veggina og svo hvíldu augu hans aftur, eins og frá sér numin á hinu fall- ega andliti konu hans. “Er þetta herbergið sem eg hefi hatað, með kæfandi loftið þrungið af ilm- vatnsþef og letflega 'mjúku hægindin?” Á borðinu logaði ljós á að eins einum lampa undir rauðri Ijóshlíf. Daufur rósrauður bjarmi féll á fellingarnar á silkinu á veggjunum. Mainau hafði áður séð þetta herbergi lýst eins og töfra- höll- Líana hafði heyrt Leó segja, að herbergi “fyrri mömmu” sinnar hefðu altaf verið ákaflega björt. Við sjálfa sig sagði hún, og hjarta hennar barðist ákaft við hugsunina, að það væri að eins morgunroði hinnar nýju hamingju, sem kæmi manninum við hlið hennar tfl þess að sjá alla hluiti sem í dýrðarljðma. Henni sjálfri fanst sem ein- hver dýrðarljómi streymdi út frá hverju-m blóm- bi'kar á azalinplöntunni í myrku gluggaskotinu, sem sælufult hvíslandi hljóð kæmi frá smá blóm- unum, setti hún í öllu sínu hugarstríði hafði hirt með trúmensku, og sem nú gátu séð hina þögulu og feimnislegu sælu hennar betur en hann, sem hðlt að hann væri ekki enn elskaður- “Og nú er að eins ein einasta spurning eftir um það sem lliðið er, Líana,” sagði hann u‘m leið og hann tók blíðlega um hendur hennar og' þrýsti þeim að brjósti sér. “Þú veizt nú hvað' það var, sem gerði mig svo harðneskjulegan, svo vitfirr- ingslega óréttlátan gagnvart þér í samkvæmis- stofunni í kvöld. pú veizjUíka, að eg hefi í raun og veru ekki trúað, að það væri nokkur sekt á þína hlið niundi eg annars standa hér? — _________ Hinn marghataði prestur hefir ekki dirfst að anda á þig, það þori eg að sverja, en samt — eg get ekki verið algjörlega rólegur, Líana- Mér finst eins og að snara sé fest um háls mér, þegar eg mitt í sæluleiðíflu minni, hugsa um hið leyndar- dómsfulla augnablik, er eg sá þig standa í hálf- divnmunni með hræðslusvip og heyrði rödd hans, sem vildi þagga niður í frænda minum. — Hvað kom þér til þess að koma á svo óvenjulegum tíma inn í hálf dimma stofuna?” Skýrtt og stillilega, en þó með hrærðum hug sagði hún honum frá öllu. Hún lýsti fyrir hon- um hvernig hún hefði ko'mist að fðlsuninni, sem hún hefði fengið bendingu um af því, er hún hefði héyrt frú Löhn segja. Hann stóð hreyf- ingarlaus og gat ekki komið upp orði, er hún lýsti fyrir honum þessum hræðilegu svikum, sem hann öll þessi ár óafvitandi hafði ‘mælt með. Hann hafð verið táldreginn svívirðilega; hinn slægi Jesúíti hafði getað gert hann að fífli og leitt hann í tjóðurbandi og hann hafði dansað eftir pípu þessa slæga prests. Og vesallings drengurinn, sem í skjalinu vvar í fáum, mergjuðum orðum, nefndur bastarður af auðvirðilegasta ætterni, hafði orðið að lifa sín fegurstu æskuár við versta ó- frelsi og fyrirlitningu og háð á allar hliðar; það hafði verið farið með hann sem argasta úrþvætti í þessari höll, er hafði verið eign mannsins, er átti hann fyrir einkason -..... Líönu heyrðist Mainau gnísta tönnu‘m, svo afmydað var andlit hans af ýskrandi reiði. — En það sem hann hafði trúað og treyst á var líka rifið niður alt í einu. Hún var nú kominn að því, er presturinn kastaði bréfinu og skjalinu í eldinn- Hún var of blygðunanrfuíl til þess að saurga varir sínar með með því að endurtaka bænir hans og kveinstafi; hún lét naumast á sér merkja, hver hefði verið til- gangur hans með sínu glæpsamlega atferli, en samt gat Mainau naumast stjórnað sér. Hann æddi sem ha'mjstola maður um gólfið í næsta herbergi. Svo kom hann til Líönu, tók hana í faðm sér og sagði með biturri sjálfsásökun: “0g eg skildi þig eftir í klóm tígrisdýrsins meðan eg fylgdi þessari konu sem eg fyrirlít, heim.” Hún talaði við hann með ljúfum og sefandi orðum, og nú byrjaði h’lutverk hennar sem eigin- kona og sefm leiðbeinandi ráðunauts. Þessi hóg- væra konurödd lét enn betur i eyrum hans vegna |0 þess að hér í þessum herbergjum hafði mörg á- köf deila átt sér stað í fyrra hjónabandi hans. Hversu siðlega lítillát, en þó svo mild, stóð ekki þessi síðari kona hans undir bláu silkihvelfing- unni, þar sem hún hafði legið hálfa daga, dutl- ungafull og margdekruð, samankreft eins og köttur, án þess að dreyma og án þess að hugsa, á mjúkum svæflunum. Stundum hafði hún svifið um Hkt og yndisllegur engill, en í vondu skapi og troð- ið sundur iblómin með fótunum, stundum hafði hún refsað/með sínum göfugu og háættuðu hönd- um vinnufólki, sem henni mislíkaði við í þann svipinn- — Ef til vill sá Mainau alt þetta ‘líða fra'm hjá fyrir hugarsjónum slnum þessa stund, — hann gaf sig algerlega hinni nýju sælu á vald. “Fyrst datt mér að eins það 1 hug, að fara með þig og Leó til Wálkershausen og koma svo hingað aftur til' þess að reka þenna óhreina anda fyrir fult og alt burt frá Schönwerth,” sagði hann. Rödd hans bar enn þá vott um hugarstríð hans á móti hinni áköfu reiði, sem hafði ríkt í sáll hans. “iBlóð mitt ólgar og sýður, þegar eg hugsa til þess að þessi fantur situr uppi í svefnherbergi frænda míns, verndaður og virtur, þar sem honum ætti tafarlaust að vera fleygt út í myrkrið.” •— En eg verð að athuga það, að það er alveg gagnslaust fyrir lifandi hönd heiðarlegs ‘og gremjufulls manns að grípa ofan í þetta refafé- lag; það að eins sundrast og steypir sér svo á næsta augnabliki yfir mann — maður er glataður, þótt maður hafi allar heimsins lagabækur á sína hlið- — Sjá þú til mín ástkæra kona, þetta eru hin fyrstu veruhegu áhrif frá þér — eg skal stjórna mér; en þetta meðalhóf skal verða prestinum dýrt. Auga fýri rauga og tönn fyrír tönn, prestur góður! Eg skal líka klæðast refshamnum einu sinni vegna Gilberts frænda, því eg hefi sýnt barni hans mik- ið ranglæti....... Frændi minn dróttsetinn, hefir verið svikinn með þessu skjali alveg eins og eg” Trú hans á réttsýni gamla mannsins var óbifan- leg. — Hann, sem er slunginn og skarpsýnn hirð- maður. Það er þó ofurlítil huggun í því fyrir mig. Það fór hrollur u'm Líönu, því að á þessu augnabliki, er hann tók að sér málstað Gabríels, mundi frú Löhn ekki vera lengur bundin við þag- mælsku sína. — Hversu bitur mundi ekki sú upp- ljóstrun verða honum, sem væri í vændum! “En ef eg segði honum hvemig í öllu liggur, þá mundi hann bara hlægja að mér og krefjast sannana,” hélt Mainau áfram. “Nú sný eg blaðinu við. — Líana, þótt mér þyki það mjög leitt, verðum við að halda áfram að koma fram hvort gagnvart öðru, eins og við höfum gert hingað til. Getur þú fengið þig til þess að taka aftur að gegna húsmóðurstörfum þínum á morgun,- sem ekkert hefði ískorist,” “Eg skal reyna það — eg er hvort sem er trúr félagi þinn.” “Nei, féllagaskapur milli okkar er fyrir löngu liðinn undir lok. Samningurinn, sem við gerðum milli okkar fyrsta daginn, hefir mist alt sitt gildi og er fokinn burt, sem fis fyr.ir vindi. Milli góðra félaga verður að vera eins konar umburðarlyndi, en eg er orðinn merkilega afbrýðissamur — í þessu efni gef eg ekkert eftir- jafnvel gagnvart Leó hefi eg óvingjarnlega tilfinningu, þegar hann, sem er sjálfsagt isegir “mamma mín” við þig, og eg get ekki heyrt þig nefna nöfnin Magnús og Úlrika, án þess að finna til mestu öfundar — eg held að mér geti a'ldrei fallið þessi nöfn í geð. >— Vertu samt óhrædd; eg skal vaka yfir þér og vernda þig svo að sjálfur verndarengill þinn gæti ekki gert það bet- ur; og eg skál ekki víkja frá hlið þinni fyr en rán- fuglinn, sem flögrar yfir sjúka rááýrinu mínu, er fallinn til jarðar.” Þjónana sem nokkrum mínútum síðar mættu Mainau í hallargöngunum, grunaði ekki að festar- kossinn brynni enn á vörum hans, sem voru press- aðar saman, og að unga konan, sem þeir allir höfðu aumkast yfir, réði nú yfir öllu, sem var hans. — Hálfri stundu síðar gekk hirðpresturinn um alla höllina, þrátt fyrir regnið og storminn, sem ham- aðist úti fyrrr- Han nsá Mainau hreyfa sig fram og aftur í vinnu stofu sinni, sem var uppljómuð og niðri í stofu sinni sat unga koaan og skrifaði. pessar tvær manneskjur hafa þá ekki, hugsaði hann, fundið til neinnar þarfar til þess að láta í |ljós, hvor fyrir annari það sem þeim býr í huga- Prest- urinn, sem var eins og hrætt rándýr, sem ávalt situr um bráð sína, horfði hvað eftir annað áferg- islega á hið gullna hár á bak við hálfopinn glugga- hlerann — hann var reiðubúinn fyrir baráttuna. Bláskógar. i- Eygló kyndir elda, austur í bláum geimi. Sveit í roðareifum rís úr döggva-eimi. Jörðin andar ilmi, efstu moldir gróa. Vefur vor að hjanta veldi blárra skóga. Hamrafjöll og heiðar höndum saman taka, yfir breiðrar bygðar blómalendu'm vaka- Hæst úr skjaldborg skagar Skjaldbreið, drotning fjálla Sindra undir sólu serkir hvítra mjalla. Hópast inn í hugann hundruð dýrra mynda, alt frá lægstu lægðum lengst til hæstu tinda. Rís úr tímans rökkva röð af björtum vorum. Ljóma á bernsku brautum bros og tár í sporum- Kátir fuglar kvaka kringum fjallabæinn. Angan reyrs og rósa rennur út í blæinn, þar sem straumar stökkva stall og urð í hjalla og um runn og rjóður rennur hjörð ti'l fjálla. Fornu heimahagar, hilling minna drauma! Land með gróðurgrundir, grjót og bláa strauma. Land, með foss í fjalli, fjóluhvam mog skóga, lind í lágum runni, lambagrös í ‘míóa- Land með útsýn yfir eyrar, grónar víði, djúp í faðmi foldar, frónskra vatna prýði. Land með útsýn yfir auðn og klakahlekki. Land, með fjallafeiknir, feigð og gróðurhnekki. Þig eg elska alla æfi minnar daga- Vaxi þér æ á vegum vors og gróður saga. Kringum bæ og byrgi brosi æskudraumar, meðan fálla í fossum fjalla þinna straumar. II. prýtur útsýn alla undir hamraveggnum; er sem hófdyn harðan heyri myrkur gegnum- Gnýr um bergsins borgir brýst sem regindómur, þegar fjötrum fleygir fossins dunu-rómur. Burkni og rós á bergi brosa gegnum tárin; græða gullnar döggvar gömlu vetrar s&rin. Stend eg þar, sem sterkur straumur reisir falda. Hlaðast mér í huga hljómar tíu alda- III. Lyftir heilagt hauður helgidómi sínum; er sem blæju bregði blær frá augum mínum. G/læsibúnir garpar greipa skjöldu’ og vigra. Út í hólm eg horfi: Hetjur falla og sigra- Þúsundanna þyrping þeysir fram á sviðið. Og ;í einni svipan alt er framhj'á liðið. Tindra yfir tómi, tímans liðnu daga göfug nöfn er geymir gullnu letri saga. Heimar hljóðra minja hug minn fastan taka- Eins á lægstu leiðum lífsins draumar vaka. parna í þrengstu götum þar sem sporin gleymast, gull frá auðnum álda æskulýðnum geymast. par sjást rammar ristar rúnir hels og tára, þar í húmi hyljast harmar þúsund ára. «]/• .. í • timbur, fjalviður af ölkim Nyjar vorubirgair tegundum, geirettur og als konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Koirúð og sjáið vörur vorar. Vér erumaettð glaðn að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. LimHed HENRY AVE. EAST WINNIPEG -------RJÓMI--------------- Virðingarvert nafn er bezta trygg- ingin fyrir áreiðanlegum viðskiftum — og þess vegna getið þér treyst því að fá allan hugsanlegan ágóða og fyrsta flokks afgreiðslu hjá: CITV DAIRY Limited WINNIPEG James M. Carruthers, James W. Hillhouse forseti og framkv. stjóri, fjármálaritgn Spyrjið þá er senda oss rjóma. Þaðan ótal augu út í myrkrin störðu meðan tjón og tildur trað um helga jörðu- Þar skal þjóðin reisa þúsund ára borgir, þar skal þjóðin sefa þúsund ára sorgir. par skal manndáð móta morgun nýrrar aldar, par skal bjargið brjóta bylgjur tímans kaldar. Upp frá lægstu leiðum lliggja hærri brautir. Móti sól og sumri sigrast aldaþrautir- Austrið andar blævi yfir hraun og ‘móa. Vefur vor að hjarta veldi blárra skóga. Jón Magnússon —Lögrétta. Three Poems. Translated from Icelandic of Dr- Sig. Júl. Jóhannesson. TO ICELAND. If God would turn to gold the tears !With which my mind is blessed: Then I would weep through all my years To fiíl thy treasure-chest. (Kvlstir, p. 4) LAST WORDS OF SIGURD BREIÐFJÖRÐ. I see a flower, blooming bright And reaching sky-ward, free, fWhile breezes round it linger light; Therein myself I see- A faded leaf, that fell to earth Whose fate is misery; , Trod under foot and shorn of worth — Therein myself I see. I see a bird on .high arise, Aspiring lufftily Athwart the sun, in southern skie3; — And there myself I see. A carcass, pinionless and bare, From over-toil will die A pit of clay its 'earthly share; — And there, at last am I. (Kvistir, p. 44) SORROW SINGS. (From a play.) To the bidding of Thy mind God, in Thy Name I go• Man’s eVery heart-string is entwined (Within my harp, I know- And w,hen the solemn songs of Life I sing at Thy behest; The heart.beats of this world strife I hear within my breast. For, if T,hy secret laws I know — Thy work I humbly do — Then Heaven nowhere is, I trow. Without my music too. (Kvistir. p. 133-) Christopher Johnston. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.