Lögberg - 26.07.1923, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
26. JÚLt 1923.
Búnaðarhorfur
I- Tímarnir breytast.
Gamall málsháttur segir, að
tímarnir 'breytist og mennirnir
með. Það er í sjálfu sér eðlilegt.
En stundum eru breytingar tím-
ans svo hraðfara, að menn átta
sig tæpast á þeim og fylgjast
<»kki með. Tíminn breytsit fljótar
en mennirnir, ef svo mætti að
orði kveða, og þá fer stundum
ver en skyldi.
Síðustu árin hefir “rás við-
burðanna”, verið óvanalega ör og
áhrifamikil. 'Aðal aflið eða að-
alöflin, sem því hafa valdð, eru
hei'msófriðurinn og afleiðingar
hans. pessi öra og um leið
breytilega "rás viðburðanna”
hefir svo að segja haft áhrif á
alt milli himins og jarðar- Eink-
um hafa þessir viðburðir haft
róttæk áhrif á alla verzlun og öll
viðskifti í heiminum, hverju nafni
sem nefnast.
Ófriðarárin og næstu árin þar
á eftir, hljóp ofvöxtur í alla verzl-
un. Vörur allar komust í geysi-
verð. Hefir slík verðhækkun
naumast átt sér stað síðan 1807
—1814. petta voru mikil við-
brigði fyrir menn og ekki síst
bændur, sem yfirleitt voru þá ó-
vanir öllu'm gönguhlaupum.
Mörgum þótti að vísu vænt um
verðhækkunina á innlendu af-
urðunum, en alt jafnaði sig, er
öllu var á botninn hvolft-
Árið 1914 var sæmilegt verzl-
unar ár ,eftir því sem þá gerð-
ist, en þó lakara en árið á undan.
Um vorið 1914 var verð á kúm
150—200 kr. og hestum 100—150
kr. CEr voru seldar á 15—25 kr.,
eftir þvi hvar var á landinu.
Verð á kjöti um haustið í smá-
sölu mun hafa verið nálægt kr-
1,30—1,60' kg. Kaupamönnu'm voru
þá goldnar 18—24 krónur um vik-
una og kaupakonum 10—12 kr.
En svo kemur ófriðurinn mikli
til sögunnar, og þá fer alt að
hækka í verði. Verð á innlend-
um búsafurðum varð hæst árið
1919. Þá voru kýr seldar og
keyptar á 700—1000 fcr., algengir
brúkunarhestar á 500)—600 kr-,
kynbótahestar 1500—2000 kr. og
reiðhestar, 2000—3000 kr. Verð á
ám að vorinu, var 60—80 kr. og
dæmi til að þær voru seldar fyr-
ir 90)—100 kr. Kjötverðið í
Reykjavík var þá um haustið kr.
2,50—3,10 eftir gæðum- og þá var
kjöttunnan seld í útlandinu —
fyrst um haustið á 345—365 kr.
Verð á jörðu'm fyrir stríðið víir
orðið 150—200 kr. Jarðarhundr-
aðið. En þetta ár — vitlausa árið
1919, — voru jarðir seldar á 1000
—1500 kr. hundr- á landvísu, og
oft hærra, jafnvel 2500—3000 kr.
hundr.
Öll vinna var og eftir þessu í
háu verði. Kaup kaupajjianna um
sláttinn, var þá 60—80 fcr- um vik-
una og dæmi til, að þeim voru
goldnar 100—120 kr. um vikuna-
Koifur fengu 30—40 krónur og
hæst 50.
Árskaup vinnumanna komst þá
upp í 800—1000 krónur og hæst
um 1200/—1500.
Árið 1920 fer verðið á innlend-
um búsafurðum að smálækka
nerna smjörinu- Það mun hafa
náð hámarksverðinu þetta ár, sem
sé 6—7 kr. kgr. Verð á jörðum
lækkaði heldur ekki. Og öll vinnu-
laun voru jafn há og árið áður
eða jafnvel hærri.
petta ár voru flestar útlendar
vörur í háu verði- Verðið á þeim
hafði verið hækkað fram að
þessu, og varð einna hæst á þessu
herrans ári 1920. Þá höfðu t. d.
allsfconar kornvörur hækkað frá
því í okt. 1914, um 370%, sykur
um 585%, kol og olia um 655
% o- s. frv.
iEf verðið á ýmsum nauðsynja-
vörum, seldum í ^másölu í Reykja-
vík, er sett í júlí 1914, 1G0 kr. þá
hefir hækkunin numið, samkvæmt
Hagtíðindum, í okt. 1919, 371 kr.
og ári síðar — í okt. 1920 — 454
fcr-
Breytingin eða verðlækkunin á
búsafurðum bænda byrja í raun
og veru 1920, og hefir haldið á-
fram síðan fram að þessu. En
útlendur varningur hefir ekki
læfckað hlutfallslega, og því helst
dýrtíðin.
petta, samfara misæri og ýms-
u'm mistökum í búskapnum og
viðskiftalífinu, veldur nú kreppu
og erfiðleikum hjá bændum. Þeir
vöruðu sig heldur ekki almenni-
lega á þessum snöggu breyting-
um í verzlun og vöruverði. Og
þeir eru jafnvel til, sem geta ekki
trúað því, eða vilja ekki trúa því,
að “gullöldin” <— mesta vitleysan
— sé um garð gengin-
II. ÁstæðUr bænda.
Það var töluvert um það rætt
í blöðunum manna á milli í fcaup-
stöðunu'm hér, að bændur græddu
fé stríðsárin. — Margur hyggur
auð í annars garði.
Það er satt, að bændum leið
yfirleitt vel árin 1916—1919, og
sumir — betri bændurnir að
minsta fcosti—græddu á búskapn-
um, einkum árin 1918»—1919- En
flestir gerðu þó litið betur en
halda við, eða vel það. í þessu
sambandi má geta þess, að fram-
kvæmdir í jarðabótum voru þessi
ár — og öll stríðsárin — mun
minni alment en áður hafði verið,
nema hjá stöku manni. —- Þeir,
sem bygðu þessi árin hleyptu sér
margir í sfculdir, er þeir búa enn
að.
Frostaveturinn 1917—1918 og
afleiðingar hans, sköðuðu bændur
nokkuð, en þó minna en áhorfðist.
pað er svo alvanalegt hér, að
búendur í hinum ýmsu sveitum
landsins bíði meiri og minni
hnekk af vanhöldum á sauðfé,
sem talið er að stafi af lélegu
fóðri, eða þá einni og annari fjár-
sýki. Þetta á sér nálega stað
annað og þriðja hvert ár- Og
stundum eru vanhöldin þannig
vaxin, að það er ekki haft hátt
um þau.
Mestan hnekk gerði grjisleysið
bænduntrm sumarið 1918. pó
rættist furðu vel fram úr því, sem
meðal annars var því að þakka,
að næsti vetur, 1918»—19, reynd-
ist meðalvetur og ekki meira.
Árið 1919 voru flestar búsaf-
urðir í háu verði, eins og áður
var getið. Margir bændur munu
og hafa grætt eitthvað þetta ár,
einkum fjárbændurnir. — En svo
snýst alt við og efnahagnum
hnignar ótrúlega fljótt- Og ó-
hætt mun að fullyrða, að það sem
bændur kunna að hafa grætt ár-
in á undan, hefir gengið af þeim
aftur næstu ár, 1920—1922, og
meira til. —
En eins og öllirm er kunnugt,
þá var þetta efcki neitt eiris dæmi
um þá. Sömu söguna hafa og aðr-
ir atvinnuvegir landsins að segja,
einkum sjávarútvegurinn — þar
með talinn síldarútvegurinn og
það miklu stórkostlegri.
Það, sem meðal annars olli þess-
ari hnignun og efnahags-aftur-
för hjá bændum, var:
1. Harði snjóaveturinn 1920' og
þar af leiðandi stórfeld fóður-
bætiskaup.
2- Verðfall á nálega öllum bús-
afurðum, einku'm kjöti, er
byrjaði seint á árinu 1919, og
hélt svo áfram og helst enn.
3. Dýrtíð áframhaldandi á öll-
um aðkeyptum nauðsynjavör-
um, er n'áði sínu hámarki
1920.
4. Vinnulaun öll hækfcandi og
miklu hærri en bændur stóðu
sig við að gjalda
5. Auknir skattar og aðrar álög-
ur til ríkissjóðs, sýslusjóða
og sveitafélaga.
Alt þetta og fleira þrengdi svo
að kosti bænda, að þeir fengu
ekki rönd við reist. Sfculdirnar
hjá mörgum hafa verið að auk-
ast fram að þessu, eða búin færst
sa'man. Aðeins fáir staðið í stað
árið sem leið, efnalega.
Ástæðurnar eru þá í stuttu
máli þessar, að undanfarin 3 ár
— 1920 til 1922 — hafa skuldir
bænda alment aukist mjög, og eru
vaxnar sumum yfir höfuð- Og þó
segja megi með nokkrum sanni,
að þeir eigi sjálfir sinn þátt í
því, hvernig komið er, þá er það
samt sem áður “rás viðburðanna”
er mestu veldur um ástAndið.
Með þqssu sem hér var sagt,
er þó ekki verið sérstaklega að
sneiða bændur fyrir óvarfærni
eða gapaskap. Hitt er kunnugra
en frá þurfi að segja, að mörg-
um hefir alla tíð hætt til þess, að
setja ógætilega á að haustinu. Og
á því brendu margir bændur sig
veturinn 1920.
Að öðru leyti er óþarfi og þýð-
ingarlaust úr þessu að vera að
minnast á “annara manna synd-
ir” frá þessum árum, enda lifir
enginn á þei'm til frambúðar.
En illur ásetningur er jafnan
vítaverður-
En hvað sem. annars er um
•þetta að segja, þá er það víst, að
strí&sgróði bænda, svo sem ann-
ara, er horfinn, út i veður og vind
hvort sem hann hefir nú verið
mikill eða lítill.
Gamla sagan endurtekur sig.
Mögru fcýrnar hans Faraós hafa
þegar etið upp þær feitu.
S. S.
Höfnin í Vestmanna-
eyjum.
Efitr mikla örðugleika og
margra ára tilraunir hafa Vest-
manneyjingar loks fengið höfn,
sem öll von er til að standfet
gegn öllum árásum sjávargangs-
ins. í síðas>tliðin 10 ár hefir ver-
ið unnið öðruhvoru að byggingu
hafnargarðanna, en framan af
höfðu sjávaröflin betur g eyði-
lögðu að kalla mátti jafnóðum
það, sem gert var; braut skörð í
garðana og garðhaus brotnaði og
fluttiat úr stað.
Tvö síðastliðin sumur hefir ver-
ið unnið að endurbyggingu hafn-
argarðanna tveggja, og var henni
lokið í fyrrahaust. Sama félagið,
sem bygði höfnina hér, N. C.
Monberg í Kaupmannahöfn, hafði
þetta verk með höndum og stjórn-
aði N- Monberg verkfræðingur því
Er það al'menn trú manna, að
garðarnir séu nú orðnir svo ramm-
byggilegir, að ekki sé hætt á að
þeir falli.
'Hafnagarðarnir tveir: — Hring-
skersgarður svonefndur að aust-
anverðu, nokkru fyrir au^tan
kaupstaðinn og Hörgeyrargarður
að vestan og liggur hann nokfcru
innar en ihinn. Endurbygging
hafnarinnar var í því faiin að
austurgarðurinn var gerður
miklu sterkari en áður og nýr
garðhaus gerður, í stað þess sem
hrunið hafði. Utanvert á allan
garðinn var sett röð af stein-
steypukössum neðst meðfram
garðinum, en síðan steypt lag frá
þeim upp á garðbrúnina. Getur
því enginn sjór komist inn í garð-
inn og sprengt hann. 1 garð-
hausnum nýj^ eru stór \ steypu-
björg se'm eftir voru af gamla
hausnum, en í bilin milli þeirra
voru steyptir tveir fcassar, um 300
smál- að þ. hvor svo að stykkin
mynduðu samfeldan hring. Varð
undirstaðari því miklu breiðari en
hún hafði verið áður. Ofan á
þetta var síðan steypt samfelt lag,
sem bindur saman stykkin í und-
irstöðunni svo að sjálfur haus-
inn er eitt samfelt 'múrstyfcki um
200G' smálestir á þyng. Var vatn-
inu bægt frá með segldúkum með-
an garðhausinn var steyptur.
Hörgeyjargarðurinn var lengd-
ur um 100 metra, og steypuköss-
um raðað utanvert á allan garð-
inn eins og þann eystri, til þess
að verja því, að sjór fcomist inn í
hann.
Eftir að garðar þessir eru
komnir hefir mjög 'mikið dregið
úr sjávargangi á höfninni og hef-
ir það þegar sýnt sig, að bátar
eru tiltölulega öruggir á höfninni-
En hinsvegar vantar mikið á,
að höfnin sé komin í það lag, s'«n
hún þarf, til þess að verða full-
nægjandi. Til þess þarf að mjókka
innsiglinguna til muna, á þann
hátt að lengja Hörgeyrargarðinu
til austurs, og byggja nýjan garð
frá austurlandinu beint ,á móti
Hörgeyrargarðinum, sem jafn-
framt getur orðið hafskipa»
bryggja, þegar höfnin very.ir
dýpkuð. Hefir N. Monberg verk-
fræðingur gert áætiun og tillög-
ur um þetta verk, og látið hafn-
arnefndina hafa án nokkurs end-
urgjalds. Er þei'm þannig hagað,
að hægt er að framkvæma verkið
smátt og smátt, eftir því sem á-
stæður of efni leyfa, á þann hátt,
að steyptir eru kassar og settir í
framlengingu garðsins hver af
öðrum. Dráttarbraut til iþess að
steypa kassana á, er til, og þarf
aðeins að stækka hana lftilshátt-
ar-
Gert er ráð fyrir, að bryggju-
garðurinn verði einnig gerður úr
steypukössum, fyltum með grjóti.
Innanvert verður garður þessi
hallandi eins og bryggja, syo að
bátar geti lagst við hann, hvort
heldur er flóð eða fjara, en að ut-
anverðu verður hár Öldugarður.
Hafnagarðarnir í Vestmanna-
eyjum hafa kostað ’mikið fé.
Kosta Vestmanneyjingar sjálf-
ir verkið að %, en landið hefir
lagt itil fjórða hlutann, og enn-
fremur ábyrgð fyrir hinu fénu.
Alls eru það um 1300000 krónur
sem höfnin hefir kostað.
— Lögrétta-
ISLENOINGADAGURINR.
Nú er farið að verða skamt til
Islendingadagsins. Enda heyr-
ist tæplega um annað talað en
þetta vort næstkomandi þjóðminn-
ingarhátíðarhali^. Oft Ihefir að
sjálfsögðu verið vel til hátíða-
haldsins vandað, en vafasamt
mun hvort það, hafi nokkru
sinni verið gert betur en ein-
'mítt nú. Nefndin hefir á að
skipa úrvals ræðumönnum, þeim
Joseph reotor Thorson, séra Frið-
rik Hallgrímssyni og síðast en
ekki sízt Dr. Á?úst H. Bjarna-
syni prófessor í heimspefci við
háskóla íslands. Vert er að
festa það í minni, að prófessor-
inn kemur ékfci hingað á hverju
ári og ætti fólk því alment að
nota sér tækifærið, og hlusta á
fósturjarðarminni hans, þann 2.
ágúst næstkomandi. Kvæði fyr-
ir minni íslands, hefir nefndinni
borist frá skáldinu Jakob Thorar-
insen í Reykjavík á íslandi, og
ennfremur yrkir Gutt. J. Gutt-
ormsson, skáld iþeirra Ný-lslend-
inganna, landnemaminni- — 1-
þróttir dagsins verða næsta fjöl-
brejdtar og ágætis lúðraflokkur
spilar frá fcl. 1 til 6 e. h. — Látið
þetta verða fjölsóttasta og fræg-
asta fslendingadaginn sem nofckru
sinni hefir háldinn verið í Winni-
peg-borg.
Aðalfundur
Ræktunarfélags Norðurlands var
haldinn í húsi félagsins í Gróðr-
arstöðinni dagana 22. og 23. þ- m.
Formaður félagsins, Sig. Eln-
Hlíðar, setti fundinn og bauð
fulltrúa velkomna. Var síðan
kosinn fundarstjpri, en til vara
Stefán alþm- Stefánsson frá
Fagraskógi- Ritarar voru kosn-
ir: Báldv. Friðlaugsson búfr. á
Reýkjum og Konráð Vilhjálmsson
bóndi á Hafralæk-
Stjórnarnefndarmennirnir: Sig.
Ein. Hlíðar, Guðmundur fcennari
Bárðarson og Sigtryggur Jóns--
son byggingameistari í stað Bryn-
leifs Tobíassonar, sem er er-
lendis, sátu fundinn, og auk
þeirra fyrverandi- framkvæmdar-
stjóri Einar J. 'Reynis og 32 full-
trúar víðsvegar af félagssvæðinu-
Fyrv. framkvæmdarstjóri lagði
fram endurskoðaða reikninga fé-
lagsins árið 1922 ’og útsfcýrði þá
Skuldlaus eign félagsins við árs-
lok 1922 nam kr.. 51,337,47- En
reikningshalli á árinu kr- 2122,65.
Voru þeir síðan samþyktir í einu
hljóði með tillögum til úrskurðar
frá endurskoðendum.
Fráfarandi fra'mkvæmdarstjóri
skýrði frá starfsemi sinni fyrir
félagið á undanförnum starfs'ár-
um sínum- Vpttaði formaður
honum þafckir fyrir vel unnin
sfcörf og góða saipvinnu.
Formaður lagði fram fjárhags-
áætlun stjórnaririnar fyrir næsta
ár og skýrði hana all-ítarlega
Var kosin 5 manna nefnd til að
taka fjárhagsáætlunina til íhug-
unar og koma-fram 'með tillögur
um framtíðarstarfsemi félagsins-
Guðm- G. Bárðarson hélt ítar-
lega ræðu um fjármálasögu og
framtíðarstarfsemi félagsins.
Voru því næst tefcnir til um-
ræðu eftirfarandi liðir framtíðar-
starfseminnar:
a) 'Sýslubúfræðingar-
b) Tvískifting framkvæmdar-
stjórastarfsins.
c) Rekstur kúabúsins-
d) Verzlun og pantanir félags-
ins-
e) Ársrit félagsins-
Urðu allmiklar umræður um
verzlun og útvegnun á fræi og út-
lendum áburði, og í sambandi við
þær umræður samþykt svohljóð-
andi tillaga:
"Aðalfundur Rf. N1 skorar á
stjórn félagsins, að hún hlutist til
um og geri sitt ítrasta til, að fé-
lagsmenn fái sem allra hagfeldust
kaup á útlendum áburði Og fræi
— og treystir því jafnframt, að
stjórn Búnaðarfélags lslands
vinni einnig að því ”
Fjárhagsnefnd nlagði fram svo-
hljóðandi tillögu er var samþykt í
“fundurinn ályktar að skora á
stjórn félagsins:
aj að hún sjái um að reikningum
yfir rekstur kúabúsins á Galtalæk
sé haldið fráskildum reikningum
Gróðrarstöðvarinnar og að á bú-
inu sétt færðar mjólkur- og fóður-
skýrslur;
b) að kúabúinu sé leigður Galta-
lækur með tilheyrandi tún fyrir á-
kveðið ársgjald.”
Urðu all-langar umræður um þá
ákvörðun stjórnarinnar, aið láta
jarðabótamælingar niður falla. Var
það mál að lokum afgreitt með svo
hljóðandi rökstuddri dagskrá:
“I því trausti, að stjómin láti
mæla hjá þeim félögum, sem ekki
var mælt hjá í fyrra, tekur fund-
urinn fyrir næsta mál.”
I sambandi við fjárhags áætlun-
ina var svofeld tillaga samþykt:
“Fundurinn lítur svo á, að æski-
legt, að Rf. Nl. geti eftirleiðis
haldið áfram leiðbeiningarstarf-
semi á félagssvæðinu, þannig, að
maður ferðist um sýslurnar til
skiftis, t.cí. fjórða hvert ár, og þá
svo rækilega að allir félagar Rf.
geti orðið leiðbeininganna aðnjót-
andi.”
í tilefni af nokkrum umræðum
um hin nýju jarðræktarlög frá Al-
þingi samþykti fundurinn í einu
hljóði svolátandi tillögu:
“Fundurinn felur stjórn Rf. Nl.
að vekja athygli Búnaðarfélags ís-
lands á því, að nauðsynlegt sé, að
hið opinbera annist mæbngar allra
jarðabóta, sem unnar verða eftir
14. maí 1923, hvort sem þær, —
samkvæmt jarðræktarlögunum —
eiga að verða styrks aönjótandi eða
ekki.”
Út af umræðum um tvískiftingu
þá, sem verið hefir á frarnkvæmd-
arstjórn Gróðrarstöðvarinnar að
undanfömu, kom fram svohljóð-
andi tillaga, sem var samþykt:
“Fundurinn ákveður, að fram-
kvæmdarstjóri hafi eftirleiðis alla
umsjón með störfum félagsins, en
telur rétt, að stjórnin ráði honum
til aðstoðar garðyrkjukonu, ef að
fjárhagur leyfir.”
í sambandi við umræður um
verkfæraverzlun félagsins, var
svohljóðandi tillaga samþykt:
“Fundurinn er því fylgjandi, að
stjórn Rf. Nl. sinni ekki frekar en
þegar er orðið innkaupum og
verzlun með stærri jarðyrkjuáhöld
eða önnur vinmltæki fyrir félags-
| menn, en hlutist hins vegar til um,
j að kaupfélögin á félagssvæðinu
taki slíkar pantanir og verzlun að
sér fyrir félagsmenn. — Pöntun og
sölu útlends áburðar og fræs telur
fundurinn aftur á móti nauðsvn á
að stjórn félagsins annist sem ver-
ið hefir.”
Formaður skýrði frá, að stjórn-
in hefði ráðið stúd. agr. Ólaf
Björgvin Jónsson sem framkv.-
stjóra félagsins frá 1. mai 1924. að
afloknu prófi við Landbúnaðar-
háskóla Dana, en til bráðabirgða
þangað til gagnfræðing Ingimar
Óskarsson með tilsjón Páls Zóph-
óníassonar skólastjóra á Hólum
sem lofað hefir félaginu ráðuneyti
sínu næsta ár.
Kom fram beiðni frá Búnaðar-
félagi Svarfdæla um, að æfifélaga
deild búnaðarfélagsins yrði tekin
upp sem deild í Rf. Nl. Sömuleið-
is kom fram umsókn frá Búnað-
arfélagi Siglufjarðar um inntöku
í Rf. Nl. Var hvortveggja sain-
þykt í einu hljóði og bauð formað-
ur félögin velkomin.
í stjórn félagsins var kosinn
Bjöm Lindal lögm. á Svalbarði til
næstu þriggja ára, í stað Brynleifs
Tobiassonar kennara. Fndurskoð-
endur voru endurkosnir, þeir Da-
víð hrepstjóri Jónsson og Láras J.
Rist kennari. v
Fundurinn fól stjórninni að á-
kveða stað fyrir næsta aðalfund.
(Útdr. úr fundargerð aðalf.J
Sig. Ein. Hlíðar.
—tslendingur.
Tell E1 Amarna
Það þóttu fréttir mifclar þegar
að gröf Tutankhamen fanst nú
fyrir skömmu og ilíka sjálfsagt
mikið varið í að finna öll þau
kynstur sem í grafhvelfingu þeirri
var af gulli og gersemum- En
þótt tíðindin þættu mikil, þá samt
fylgdi fundi þessum tilfinnng
fyrir því, að þar væri verið að
skerða grafarró hins löngu látna
höfðingja, sem dró efcki alllítið úr
fögnuði sumra út af fundi þess-
um.
En þessi fundur hefir orðið til
annars. — þess að hópur fjár-
málamanna hefir nfú tekið slg
saman og lagt fram fé til þess
að grafa upp borgina Tell El-Am-
arna. Borg þá bygði Akenaten
tengdafaðir Tutankhamen fyrli
þrjú þúsund árum síðan, sem var
boðberi nýrrar trúar á þeirri tíð,
eingyðistrú og er því haldið fram
að hann sé sá fyrsti, sem ein-
gyðisstefnunni í trúmálunum haii
haldið fratm.. Það liggur í aug-
um uppi að breytingar í trúmálum
mjög stórkóstlegar hafa átt sér
stað þar. Enda er það víst, að
Tell El-Amarna var 'borg, sem
fræðimenn spekingar og fram-
GOTT BOD
10 ekra Dairy Farm, ásamt fjósi fyrir 30 gripi, gott
vatn, gott mjólkurhús og 5 herbergja Cottage. 7 mílur
frá Winnipeg og iy% mílu frá Transcona. — hefi einnig
nokkrar J4 Sections af ágætis landi fyrir blandaðan land-
búnað, að Eriksdale og Lundar, Manitoba. — Áreiðanlegir
menn geta fengið eignir þessar leigðar, eða þá til kaups,
gegn lágri borgun. Phone A-3185.
CHAS. LY0NS, 74 Princess St. Winnipeg
kvæmdamenn þeirrar tíðar
streymdu til og er ekki ólíklegt
að hin forna borg beri þess 'menj-
ar. — Aðal þungamiðjan í allri
hugsun lista og lærdómsmanna
þessa nýja siðar var leit eftlr
sannleikanum og til þess að of-
metnast ekki, þá eru verk lisia-
mannanna frá þeirri tíð sneidd
fegurð — gjörð hrikaleg og ljót.
Samt er það mjög eftirtefctavert
að þegar listin greip inn í líf
fólksins sjálfs, að þá verður ann-
að upp á teningnum. Nálægt
borginni Tell El-Amarna, hefir
verið grafið upp þorp, sem vlnnu-
fólk hefir átt heima í. Er álit
bygginga'meistara og| fagurfræð-
inga að fyrirkomulag þess bæjar
sé eitt hið fullfcomnasta, sem þeir
hafi séð og geti verið til fyrlr-
myndar þeim, sem nú eru að fást
við mæling á bæjarstæðum og
eins að því er kemur til húsabygg-
inga. Þeir segja að sum af þeim
húsum se*m þarna hafa verið graf-
in upp, séu frábærlega fögur að
stíl og allri gerð og sama sé að
segja um musteri þau, sem grafið
hefir verið í kringum.
Hugmyndin er að grafa þessa
borg upp á sama hátt og borgina
Pompeei. Láta hana og alt sem
í henni er halda sér, og vera á
komandi öldum talandi vottur
irm list og menning forn Egypta.
Frá Islandi.
Egger Laxdal listniálari er ný-
kominn hipgað til bæjarins land-
veg sunnan úr Reykjavik. Er
hann fyrir skömniu kominn til
landsins eftir nærfelt tveggja ára
dvöl á Þýzkalandi. .
Borgarness læknishérað hefir
á Vopnafirði.
verið veitt Ingólfi Gíslasyni lækni
Sextujs afmæli á Stefán Stef-
ánsson alþm. í Fagraskógi í dag.
i. I'—íslendingur.
Kennari óskast fyrir Norður-
stjörnu skólahérað, no- 1226, fyr-
ir næsta kenslutímabil, er hefst
30. sept og endar 15. des, 1923.
Umsækjendur verða að hafa ann-
ars flokks skírteini og taki fram
æfingu og kaup- A. Magnússon,
eec treas., P. O. box 91,
Lundar, Man-
Miljöna virði selt
án þess að penna-
skrjáf heyrist!
örðugt að trúa því? þó er
það satt engu að síður, að mest
alt hveiti í Manitoba, er selt
yfir símann. púsundir vagn-
hlassa og miljónir mæla, án þe>ss að ipenna-
skrjáf heyrist.
Hversvegna? Vegna þess að hveiti það, sem
fyrst er búið til markaðs, selst bezt, og vegna
þess einnig eins og kornkaupmennirnir segja,
að nauðsýlegt að koma sem mestu af hveiti
hér á markað áður en hveitiflutningar frá
Sasfcatchewan byrja.
Án Long Distance eða firðsímans, væri eigi
unt að selja hveitið nógu snemma, og mundu
Manitoba bændur þá tapa þúsundu'm dollara.
Hafið þér athugað firðsímann í þessu ljósi-
Lífsábyrgðar umboðsmaðupr nokkur notaði
firðsimann fr»á 50—75 sinnum sama daginn.
f viðskifta'lífinu ei firðsí'mínn blátt áfram
ómisteandi. Hafið þér gert yður að venju
að nota hann?
Manitoba
■ 'SL telephone
SYSTEM
• y-c'ly
3AY
li
KHUIII
iiiHinn
1
I
1
1
■
!l
i.
Canadian Pacific Steamships
Nö er rétti tlminn fyrir yður að fá vini yt5ar og ættingja frá
Evrópu til Canada. — öll farþegagjöld frá Evrópu til Vestur-Canada
hafa nýlega veriS lækkuC um $10.60. — KaupiC fyrirframgreidda
farseSla og gætiB þess aS & þeim standi:
CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS.
Vér eigum skip. sem siglh frá öllum megln hafnbæjum Bretlands.
svo sem Livérpool, Southampton, Glasgow og Belfast. — Vér leið-
beinum yfur eins vei og verBa ml —
Skrifið eftir upplýsingum til:
\V. C. CASEY, General Agent, Canadian Paoiflc Steanishlps, Ltd.
361 Main Street, Winnipeg, Man.
lUHBUIMDl
IIIIMIIIHIII
IIIHIII
llllll
I
niiMitS