Lögberg - 26.07.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.07.1923, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JÚLÍ 1923. fögberg Öefítl út kvém Fimtuclag af The Col- abia Press, Ltd.jCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talaíman N-6327 oí N-6328 J6m J. BfldfeO, Editor Lltanáakrih til blaSnna: TI|C tOiUMBUV PHE8S, Ltd., Box 3171. SHnnlpag. k|an. Utanáakríft rítatjórana: EOlTOI LOCBERC, Bax 317* Winnlpag, *an. Tht •'LBg’bar*'' la prtntad and publtahad by Tha OoioaaMa Frana. LimMad. tn tha Columbla Blook. SSS l> SST Iharbrooko Btroet, Wlanipoc. Manltob* “The Triumph of Unarmed Forces” Svo heitir bók, sem nýkomin er út á Eng- landi, eftir Aðmírál Consett, sem hefir vakið geysilega mikla eftirtekt og umtal. Bók þessi er skrifuð til þess að sýna fram á ástæðuna fyrir því, að striðið stóð eins lengi yfir og það gerði. Og enn fremur verður ástæð- an fyrir efnalegri eymd Evrópu skýrari eftir lestur þessarar bókar, en hún áður var. Ástæðan fyrir efnalegum óförum Evrójpu segir Consett að sé sú, að svo mikið af unnum og óunnum efnum var'til einskis eytt á þeim fjór- um og hálfu ári, sem stríðið stóð yfir. Ástæðurnar fyrir því, að stríðið stóð svona lengi yfir, segir Consett að hafi verið tvær: Fyrst, að einstökum mönnum hafi haldist uppi að verzla við óvinaþjóðimar. ÍHin önnur sú, að stjórnin á Bretiandi hafi leyft umboðsmönnum að kaupa vörur á Bret- landi, sem síðar voru sendar til pýzkalands. Stjóminni var þetta Ijóst. í sambandi við vitneskju stjórnarinnar, seg- ir Mr. Consett: “Vörurnar voru að vísu ekki sendar beint til þýzkalands. pær voru sendar til hlutlausu landanna í Skandinavíu, sem aftur sendu þær með aðstoð brezkra kola takmarka- laust til pýzkalands. Að brezku verzlunarmenn- irair hafi vitað, að vörur þeirra áttu að fara tii pýzkalands, til þess að hjálpa pjóðverjum að vinna á Englendingum, er ekki nokkrum vafa bundið. Að stjórnin á Englandi hafi vitað það líka, er jafn víst. Að innan handar hefði verið, að stöðva þessa verzlun þegar árið 1914,- og að stríðið hefði þá ekki getað enst nema í nokkra mánuði, er líka víst. Sönnun þessara staðhæf- inga er að finna, þegar Bandaríkin gengu í stríð- ið í apríl 1917 og að öll verzlun við óvinaþjóð- irnar hætti, þá entust pjóðverjar ekki til þess að halda stríðinu áfram nema í rúmt ár þar frá.” Um Lloyd George kemst Aðmíráll Consett svo að orði í þessu sambandi: “Eg er sann- færður um, að hann hefir ekki vitað um þetta, um að það voru Bretar sjálfir, sem héldu þýzka hernum við, og að skotfærin, sem pjóðverjar notuðu, voru flutt til þeirra í skipum, sem sigldu eins óhindruð fram og aftur Englandssundið og Norðursjóinn og þau, sem fluttu her vom til vígstöðvanna undir vernd sjóhersins brezka. Hann vissi ekki, hvers vegna að honum gekk svo erfitt að hafa nægan forða handa brezka hernum.” Viðskíftin við óvinaþjóðimar. Maður að nafni L. Cope Comford, ritar um þessa bók í National Review. Gefur hann þar sýnishorn af verzlun þessari, sem tekin eru eftir skýrslum er höfundur bókarinnar, sem var í gegn um alla þessa raunasögu að reyna að stöðva þessa verzlun og sem stöðugt sendi tilkynningar um hana til vissra embættismanna stjórnarinn- ar, til þess að sjá þær þagðar í hel, og sem hann segir að séu með öllu ábyggilegar. í júní 1915 bað Bandaríkjastjórnin um upplýsingar um cocoa-verzlun Breta við Skandi- navíu löndin, Holland og ítalíu á árunum 1913 og 1915. Skýrsla sú, sem brezka stjórain gaf- hljóðar svo: f janúar.... f febrúar.... í marz .... f apríl .... 1913 260,361 pd 116,868 pd 137,423 pd 415,815 pd 1915 2,626,687 pd. 1,628,173 pd. 4,060,428 pd. 3,903,633 pd. J?að sem Bretar seldu til J7ýzkalands var: Kol, sem þeir seldu Svíum til þess að nota á járnbrautum sínum til þess að flytja vörur á- leiðis til J?ýzkalands, og sem þeir brendu í verk- smiðjum sínum til þess að framleiða vörur handa pjóðverjum.” Aðmíráll Consett segir: “pjóðverjar fengu aUan þann kolaforða, sem þeir þurftu á að halda á meðan stríðið stóð yfir, frá sínum gálausu fjandmönnúm, sem svo undur hægt var að villa sjónar.” Aftur heldur Mr. Cornford fram með upp- talning sína þannig: “Fóður og áburð til rækt- unar til Danmerkur, svo Danir gætu selt pjóð- verjum hesta, nautgripi og allslags forða. petta kom pjóðverjum svo vel, að þeir höfðu nægan forða á árunum 1916 og 1917. Árið 1917 fóru Bretar sjálfir að finna tU þurðar á vistaforða, sökum þess, að þeir höfðu látið forða sinn af hendi við Dani, sem aftur höfðu selt hann pjóðverjum. peir höfðu og selt Dönum og Sví- um veiðarfæri, svo að þær þjóðir gátu selt fjöru- tíu og sex sinnum meiri fisk til pjóðverja, en þeir seldu okkur,” segir AðmíráU Consett. Sala á véla olíu frá Bretlandi til Danmerk- ur óx úr 150 tonnum árið 1913 og upp í 500 tonn árið 1915. Svíar keyptu 517 tonn af kopar af Bretum árið 1913, en árið 1915 nam sú verzlun Svía við Breta 1,085 tonnum. Árið 1916 voru vöruúsin og hafnbryggjurnar í Kaupmannahöfn full af kaffi, tei og cocoa; var mest af því frá brezkum nýlendum og átti að fara og fór til pýzkalands. Var brezka vísikonsúlnum í Khöfn falið að grenslast eftir þessum vörusendingum, en honum var bannað það af hlutaðeigandi yfir- völdum og svo var það látið kyrt liggja. Um eitt skeið á meðan stríðið stóð, barst pjóðverjum verjum svo mikið af cocoa, að þeir höfðu ekki brúk fyrir það alt, og bjuggu svo til úr því alls konar sælgæti, sem þeir seldu svo aftur til skandinavisku landanna,” segir Aðmíráll Con- sett. <Maður gæti haldið áfram út í það óendan- lega, að telja upp svívirðingu þá, sem í frammi hefir verið <höfð, eftir því sem ritgerð Mr. Corn- ford og bók Mr. Consetts herma. En þess gerist ekki þörf. Fólk getur séð á því, sem hér er sagt, hvernig hitt muni vera. Mr. Cornford endar þessa grein sína á þenna hátt: “Að ekki tókst betur en frá er sagt í bók- inni, að varna þess að brezkar vörur kæmust í hendur óvina vorra, þarf að mínu áliti betri skýringu heldur en að enn hefir fengist. Mun sú skýring nokkum tíma fást? Máske ekki. í sambandi við þetta er svívirðing og ó- hæfa, sem sumir menn reyna af öllum mætti til að fela. peir munu reyna til þess að gjöra þessa bók Aðmíráls Consett upptæka. peir hafa auð fjár og við vitum hvernig að þeir fengu hann, til þess að framkvæma vilja sinn með.” Maurice Hewlett Nýlega er látinn skáldið og rithöfundurinn Maurice Hewlett, sem margir munu kannast við fyrir sögur hans, ritgerðir og ljóð. Hewlett var hæfileikamaður mikill og fjöl- hæfur, einarður, ákveðinn og óvæginn, þegar um þau mál var að ræða, sem hann lét sig varða og þegar honum fanst hann eiga réttan málstað að verja. Hann varð fyrst frægur fyrir skáld- sögu sina “The Forest Lovers”, sem um tíma var á hvers manns vörum og er ein af þeim sög- um, sem enn eru í góðu gildi. pá ritaði hann aðrar tvær, sem báðar juku á frægð hans: “The Queen’s Quair” og “Little Novels of Italy”. Eftir það fór honum, sem mörgum öðrum, að hann fór að skrifa sögur til að selja. Og þæir seldust. Nafniðy sem hann var búinn að fá fyrir hinar fyrri bækur sínar, seldi þær síðari. En svo dugði það ekki. Hin fyrsta frægð hans nægði ekki til þess að bæta fyrir kæruleysið, svo hann hvarf nálega úr skáldsagnaheiminum um tíma og síðar fyrir fult og alt, því hann hætti við að semja skáldsögur og fór að stunda ljóðagerð og rita stuttar ritgerðir (Essays), og kom hami fram á báðum þeim sviðum bókmentanna som nýr maður. Kvæði hans, “The Song of the Plow”, er meistaralega fallegt kvæði og talið með perlum í enskum bókmentum. prjú hefti af ritgerðum hafa verið gefin út eftir hann, og er ósegjanlega mikil nautn að lesa sum þeirra. Bœkur sendar Lögbergi iii. Skýrsla Bændaskólans á Hvanneyri, fyrir skólaárið 1921—1922. Skólastjóri Halldór Vilhjálmsson á Hvann- eyri, hefir sýnt Lögb. þá velvild, að senda því skýrslu skólans yfir árið 1921—1922, og kunn- um vér honum þökk fyrir. Skýrslan er allstór bæklingur, 39 bls. í 16 blaða broti, og er ytri og innri frágangur hinn bezti. Samkvæmt skýrslu þessari stunduðu 50 nemendur nám yið Hvanneyrarskóia yfir skóla- ár það er skýrslan nær yfir, og er það álitlegur hópur hins uppvaxandi bændalýðs Ijsla^idlsi. 19 r.emendur voru í eldri deildinni en 31 í þeirri yngri. Átján sveinar luku prófi við skól- ann (einn þeirra fatlaður sökum meiðsla) með lofsamlegum vitnisburði. Sá sem lægsta eink- unn hlaut náði 71J4 stigi við prófið, en sá sem hæst fékk hlaut 110 stig. Sýnir þetta próf ó- vanalega mikinn þroska lærisveinanna, sem aft- ur er þegjandi en óhrekjanlegur vitnisburður um verk það, sem kennararnir gera við þann skóla. Ýmsan fróðleik hefir rit þetta að færa: um verklegar framkvæmdir í sambandi við námið, um reglur og bóklega kenslu, sem á skólanum hefir farið fram, og stefnir það alt í eina og sömu átt—að byggja landið. pessi skóli bendir hverjum einasta nemanda upp til sveita, inn til dala, þangað, sem kjarni hinnar íslerxzku þjóðar hefir ávalt átt heima, og þar sem hann verður 1 að haldast, ef ísland á ekki að verða að fiskiveri. Uppskeran á Hvanneyri segir skýrslan að hafi verið sumarið sem hún nær yfir, 1921—22, 700 hestar af töðu, 1700 hestar af útheyi, 45 tn. af kartöflum og 65 tn. gulrófum. Kafli er í skýrslunni um fóður-hugleiðingar fyrir menn og skepnur, fróðlegur kafli. — Heimavistin á skólanum hefir kostað lærisveina kr. 1.97 á dag, og er það nokkuð ódýrara en það var árið áður. — Fjör og félagsskapur er auð- sjáanlega í miklum blóma við skólann: Mál- fundafélög þrjú, “Fram”, “Kvásii” log “Hvöt”J Temur námsfólkið sér þar ræðuhöld, upplestur, söng og aðrar fagrar listir. pá er og Tóbaksbindindisfélag og voru í því 38 af 52, sem á skólanum voru, og er það vel að verið. — Sjúkrasjóð á skólinnnú, sem nemur kr. 512 og 12 aurum. Ný bók: “Framhald á landnámssögu Nýja íslands”, eftir iporleif Jackson, 119 bls. Verð $1.50. Prentsmiðja Columbia Press, Ltd. Win- nipeg. 1923. Einn þeirra manna, er hvað annast hefir látið sér um að vernda spor íslenzkra landnema í Vesturheimi frá gleymsku, var höfundur bók- ar þessarar, fræðimaðurinn góðkunni, porleifur heitinn Jackson, er lézt á Almenna sjúkrahús- inu hér í Winnipeg rétt áður en þetta hans síð- asta fróðleiksrit var fuUprentað. Framan við landnámssöguhefti þetta hefir höf. ritað nokkur inngangsorð, er verð eru fullr- ar íhugunar, því þau gefa glögga hugmynd um skilning hans og skoðanir á ýmsum þýðingar- miklum atriðum í sambandi við landnám og land- námssöguritun, sem áður mun hafa verið lítill gaumur gefinn. Meginmál inngangsorðanna er á þessa leið: “petta hefti inniheldur aðallega ágrip af æfisögu landnámsmanna, fyrst um uppruna þeirra og ætterni á íslandi o.s.frv. Landnáms- sögur eru ófullkomnar, ef að eins er látið duga að ihafa nafnaskrá yfir landnema og frá hvaða bæ þeir voru á fslandd, og víst er það, að land- námsþættir íslendingabygða vestan hafs, sem ritaðir hafa verið af ýmsum í seinni tíð, eru mik- ið fullkomnari hvað snertir sögu landnema, en þeir þættir, sem fyrst voru rátaðir, Sem kunnugt er, flutti meiri hluti frum- byggja Nýja íslands í burtu þaðan. En land- námsjarðirnar bygðust fljótlega aftur af nýjum innflytjendum. Um það eru skiftar skoðanir, hvor er landnámsmaður, frumbygginn (braut- ryðjandinn) eða sá, sem síðar kom og yrkti jörð- ina og náði eignarrétti á henni. Að mínu áliti eru báðir landnámsmenn, og því hefi eg getið beggja, þar sem þess hefir verið kostur. Ein- hverjir landnámsmenn hafa orðið eftir hjá mér norðast í Víðirnesbygðinni og þyrfti að gera um- bót á því síðar. Sumir álíta, að landnámssaga íslendinga í Vesturheimi eigi sem mest að líkjast landnáms- sögu fslands. J7ví er eg samþykkur að því leyíi, sem það er hægt, og víst er það, að land- nánissaga Nýja íslands líkist meira landnáms- sögu íslands, en sögur hinna íslendingabygðanna í Vesurheimi, af því að landnámsjarðimar heita íslenzkum nöfnum. Og ýmislegt, svo sem lands- lag, náttúrufegurð og veðurihæð, kom sumum landnemum til að velja jörðum sínum sérkenni- leg íslenzk nöfn, og líkt átti sér stað á landnáms- tíð íslands. Mörg æfintýri, sem komu fyrir íslenzka landnema í Vesturheimi, meðan þeir voru að ryðja sér braut, álít eg að auki gildi landnáms- þátta, séu þau færð þar í letur. En æfintýri lík þeim gátu ekki komið fyrir landnámsmenn fs- lands. Elins er það með málið á landnámsþátt- unum, að það getur ekki að öllu leyti verið stælt eftir málinu á landnámssögu fslands, því mál breytist á styttri tíma en liðinn er síðan land- námssaga íslands var rituð.” Bók þessi er, eins og alt annað er porleifur heitinn reit, skipulega fram sett og laus við málalengingar; /"ter sllíkt jafnan höfuðkostur. Málið er kjarnyrt og ramíslenzkt. Frumbyggja - fylkingamar vestur-íslenzku eru nú óðum að þynnast. Slíkt er að eins nátt- úrunnar ófrávíkjanlegt lögmál. Hitt og jafn- víst, að “merkið stendur þó maðurinn falli.” Vörður þær, er landnemarnir reistu sér, eiga eftir að standa um langan aldur, en til skýring- ar um landnámsstritið og sigrana, er frum- byggja sagan nauðsynleg. AUmargar frum- herja myndir eru í þessu landnámssögu fram- haldi, sem og í þeim fyrri, og auka þær mjög á gildi bókarinnar. Thorleifur heitinn Jackson, var samvizku- samur og sannleikselskur maður, enda vita þeir það bezt, er til þekkja, hve afar hart hann lagði að sér við það, að afla sér sem allra ábyggileg- astra heimilda til þess að fara eftir við samn- ingu rita sinna. Að bók þessi seljist vel, þarf ekki að efa; hún á það margfaldlega skilið. pað hafði verið áform Thorleifs heitins, að ferðast sjálfur um íslenzku bygðirnar til þess að selja bók þessa, en til þess entist honum ekki aldur. En nú hefir dóttir hans, ungfrú Thor- stína Jackson, tekið að sér að hrinda í fram- kvæmd þeim partinum af áformi föður síns, og má óhætt fullyrða, að hún njóti sömu gestrisn- innar og vinsældanna. u Brúðurin og bökunar- sérfrœðingurinn Brúðurin og bökunarsérfræð- ingurinn getur stundum verið sama persónan — en íbrúður, sem er óvön bökun, getur lært margt iþarft af þjónustudeild vorri. pér getið við engan vin ráðfært yður, sem hægra á með að veita upplýsingar um ibökun en vér. Skýrið oss frá örðug- leiíkum yðar í þessu tilliti og sérfræðingar vorir munu skjótt ráða frram úr þeim. SERFRÆiÐINGAIR ROBIN HOOD FLOUR eru ávalt reiðubúnir til upplýsinga. Leitið hjá þeim upplýsnga tafarlaust. ^pað stendur á sama hvort þér notið “Robin \Hood Flour eða ekki. Skrifið * iþjónustudeild vorri strax í dag. Tryggtng.—1 staSinn fyrir poka af Robin Hood Flour, 24. punda eSa þyngri, sem bfliS er aS eySa nokkru úr, látuai vér ySur fá annan fullan I þeim tilfellum, sem kon- unni hefir ekki hepnast bökunin eftir þrjár tilraunir. ROBINHOODMILLSLTD MOOSE JAW, SASK. Ástœðurnar fyrir því að hugur íslenzkra bœnda hnegist til Canada 54 Kafli. Fyrir níu árum eða svo var þjóðskuld Canada því sem næst einn þriðji úr miljón- En nú er skuldin komin upp !í tvær biljón- ir og einn þriðja. Skuldirnar hafa vaxið feikilega og til þess að þeim sé mætt, þurfa tekjurnar einnig að vaxa. Ástæðan fyrir hinni auknu þjóðskuld er vitan- 'lega hluttaka hinnar canadisku þjóðar í ófriðnum mikla. Cana- diskur ibændalýður, hefir vitan- lega ekki farið varhluta af byrð- inni. Það liggur því í augum uppi, að honum ber til þess brýn nauðsyn að auka framleiðslu sína eins og frekast má verða- Ymsir hafa haldið því fram, að undir núverandi kringum- stæðum, borgaði landbúnaðurinn sig ekki hér hjá oss. Að þetta geti verið rétt í einstöku tilfellum er engan veginn ólíklegt, en hitt er þó víst, að tugir þúsunda af bændum, víðsvegar um þetta víð- áttumikla meginland, hafa stór- tekjur af búum sínum. Bræðra- þjóð vor sunnan línunnar, er mannmörg og auðug, en þó er landbúnaðarframleiðslan þar, hlutfallslega talsvert minni en í Canada. Skilyrði til landbúnaðar :í Can- anda, er yfirleitt svo góð, að harla vafasamt er, að í nokkru öðru landi sé betri að finna. Jarð- vegurinn er auðugur og veðráttu- farið hið ákjósanlegasta fyrir hverskonar gróður, sem um er að ræða- Og líklegast er varia til það býli í öllu landinu, er eigi gefur af sér sæmilegan arð, sé hygginda og forsjár gætt í starf- rækslu þess. Samtök handar og anda, brúa, hvaða torfæru sem er. Land- búnaður í Canada hefir borgað sig vel í allflestum .tilfellum og gerir svo enn. Afurðir bænda hafa stundu’m því miður verið í lágu verði en því má eigi gleyma, að slíkt kemur fyrir í öllum lönd- um. Undir slíkum kringum- stæðum þarf vitanlega mjög á hugrekki að halda. En það hafa canadiskir bændur sýnt, að þegar mest reyndi á þolrifin, stóðu þeir fastar fyrir en nokkru sinni fyr. Hinu má heldur ekki gleyma, að þótt bænda afurðir hafi stundum verið og séu 1 lágu verði, þá hafa þær stundum m'örg ár í röð selst við háu verði. Eitt af því, sem hrint hefir landbúnaðinum áleiðis hér og orðið að ómetanlegum notum, eru tilraunabú þau, er sambands- stjórnin starfrækir víðsvegar. Áhrif þeirra á akuryrkjuna, eru þegar orðin næsta víðtæk. Ein- staka menn hafa haldið því fram, að tilraunabú þessi hafi ofmik- inn kostnað í för með sér; en þá er því ti'l að svara, að þekkingin verður aldrei keypt ofháu verði og þau áhrif, sefm tilraunabúin hafa haft á akuryrkjuna ihafa orðið til það mikillar blessunar, að rang- látt væri að telja eftir skilding- ana, er til starfrækslu þeirra hefir verið varið. pótt akuryrkjan í Ves,tur-Can- ada sé yfirgripsmikil, er hún samt engan vegin einhlít. Hollasta búnaðaraðferðin er og verður vafalaust sú, er “mixed farming’’ nefnist, með öðrum orðum, að hafa búnaðinn sem allra fjöl- breyttastan. Enda hafa bænd- ur yfirleitt aðhylst þá stefnu. Eins og sakir .standa, er útlit fyrir feykimikla uppskeru í Can- ada, og ef engin slys vilja til, má nú óhætt fúllyrða, að hún verði ein sú rnesta, sem þekst hefir í sögu þjóðarinnar- Ef að hveiti- verðið yrði sæmilegt, hlýtur hagur bænda að batna að mun. Þeir, sem æskja frekari upp- lýsinga um Canada, snúi sér til ritstjóra Lögbergs, J. J. Bildfell, Columbia Building, Cor. William og Sherbrooke, Winnipeg. Leiðrétting Leiðrétting við “Minni ís- lands, sem Lögberg hefir birt í þremur itylöðum, eru prentvillur se*m hér eru greindar: í síðasta kafla á Fjalli í Fagradal, er meinlegasta skekkjan í seinustu línunum- Á þeirri stund voru systurnar rí'kari en 14 miljóna- mæringar í Bandaríkjunum, ien á að vera, voru ríkari á þeirri stund enn 14 miljóna mærin í Banda- ríkjunu’m. Fyrir mörgum ár- um var 15 ára stúlka í Banda- ríkjunum arfleidd að 14 miljón- um. — Að líkja fögnuði bænar við fésýslumenn væri óviðeigandi og óskiljanlegt. —.Nokkru framar í sama kafla, stendur, fjallabúar, fyrir fjallabrúnirnar. Enn frem- ur, Hæringshlaup á Drangey er talið 100 faðmar en ekki 100 fet- Eg eigna Gesti Pálssyni þessa ljóðalínu: Það er guð, sem talar skáldsins raust, ien hún er máske eftir Gísla iBrynjólfsson. I— Eft- irfarandi vísa þarf að leiðréttast: pverá rennur í Þeigjanda, Þeigj- andi í Beljanda og s. frv. Inn í kaflan náttúruundur hafa slæðst fjórar línur úr næsta kafla á undan. pær koma eins og rödd úr undirdjúpinu og meiða næmt eyra- S. Bergvinsson. Dánarfregn. Þann 20'. marz 1923 varð bráð- kvaddur að heimili sinu nálægt Hekla P- O., Ontario, bóndinn Jóhann Ágúst Goodman (Guð- mundsson) um 70 ára að aldri. Hann kom vestur um haf 1873 með þeim hóp íslendinga er það ár settist að í bænum Rosseau í Ontario, frá Ha’mri við Éyjafjörð. Hann bjó 'lengi nálægt Brice- bridge, Ont. en þaðan flutti hann fyrir mörgum árum síðan í ís- lenzku bygðina við Hekla P. 0., og hefir búið þar síðan. Hanii var giftur canadiskri konu, sem að nú lifir mann sinn ásamt 10 uppkomnum ibörnum. 4 piltum og 6 stúlkum. Hann var aldrei ríkur af veraldarmunum en vel- viljaður og hjálpsamur við alla þurfandi og kona hare honum samhent, — bæði greiðug og gest- risin- Jóhann sál. var heitur trúmað- ur seinni part æfi sinnar eftir að hann kyntist og tilheyrði sálu- hjáiparhernum í Brecebridge í nokkur ár og það var hans mesta áhugamál að flj’tja trúarerindi, og að aðrir gætu orðið aðnjótandi þess sálarfriðar er hann sjálfur hafði eignast. Hann sagðist “ekki vilja setja sitt ljós undir mæli- ker,” — “Sæll er sá svo við býst.” A- V. B.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.