Lögberg - 02.08.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.08.1923, Blaðsíða 6
iJls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. ÁGÚST 1923. Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. XXII. Stormurinn, sem hafði farið vaxandi með með kvöldinu unz hann ,var orðinn að fárviðri, er hélst fram yfir miðnættf- Fátt af vinnufólkinu gekk til sængur. Fólkið var ekki óhult að þakið á höllinni, sem þó var rambygt, stæðist átök veð- ursins. pað var þVí sízt að furða þó að létta bambusþakið á indverska húsinu rifnaði í sundur Naí varpaði morgunsólin aftur björtum geisl- um sínum yfir lemstraða jörðina og það sást hvergi skýskafa á lofti. Trén, sem höfðu orðið fyrir miklu hnjaski, reistu sig aftur hnarreist í loftið; þau ihöfðu orðið af með marga greinina, og gömul fuglahreiður, sem lengi höfðu haft skjól í greinun- urn, láu eins og hráviði um jörðina. Blöðin bærð- ust í mildri golu, sem fylgdi á eftir storminum <— í eídhúsinu stóð vinnufólkið í hóp og þar sagði hver öðrum frá því , að frú Löhn væri hvít eins og vofa í framan- Jafnvel þessari sterku konu, sem venjulega lét sér ekki bregða, hvað sem á gekk, hafði þótt nóg um umbrotin í náttúrunni. Hún hafði verið u*m nóttina í indverska húsinu, og þar hafði þakið alveg svifst af yfir höfðinu á henni. Stjörnurnar höfðu skinið niður í stofuna í gegnum stór göt, sem komu á loftið, og það var eina birt- an, sem þar var, því ómöigulegt var að Mta loga á Iampa fyrir veðrinu. Og nú var ekki unt að gera við það, sem fokið hafði, því að það hefði haft há- reysti í för með sér, en indverzka konan lá fyrir dauðanum i— peim af heimafólkinu, sem rétttrú- aðir voru, fanst að 'maður þyrfti svo sem ekki að undrast yfir þessu fárviðri — slík ósköp ættu sér æfinlega stað, þegar óskírðar sálir væru “sóttar.” Liana hafði líka vakað fram undir morgun Hún hafði að visu getað sofið vegna stormsins, en í sál hennar var engin kyrð. Það var óumræði- lega sælt að vita sig elskaða. — Hversu fljót hafði hún ekki verið að taka alt, sem hún ætlaði að fara með með sér upp úr litlu töskunni og koma hverjum hlut fyrir á sínum stað, þar sem hann átti að vera framvegis — rétt eins og hún sjálf 'mundi finna sinn stað við hjarta manns síns, sem hún elskaði. Hún tók báða llyklana þaðan sem ihún hafði falið þá og brendi bréfið, er hún hafði skrifað Mainau. Engan mann skyldi svo mikið sem gruna, að hún hefði verið komin á fremsta hlunn með að flýja Svo hafði hún í mesta flýti hripað bréf til Úlriku, og í því hafði hún farið yfir allar sínar þrautir og ofsóknir — fram að hinu'm heppilegu úrslitum. Svefninn sem hún naut um morguninn hafði hrest hana ótrúlega mikið, og þegar þernan dró gluggatjöldin til hliðar og opnaði gluggana, fanst henni að hún hefði aldrei séð himininn hvelfast jafn fagurlega yfir sig og þá. Morgunloftið hafði aldrei verið jafn ilmandi, ekki einu sinni í Rudis- dorf, þar sem hún hafði ávalt eytt morgunstundun- um alein með sínum ástkæru systkinuvn. Hún klæddi sig í fjólubláan kjól, af lásettu ráði, sem Úl- rika hafði sagt að færi henni vel — já, hún var orðin gefin fyrir að halda sér til. Hún vildi þóknast Mainau- Hún kom inn í morgunverðar herbergið með Leó við hlið sér, eins og hún var vön. 'Hún vissi að hún átti von á bitrustu smán frá dróttsetanum, því daginn áður hafði hún snúið við honum bak- inu með fyrirlitningu og nú kom hún til að fram- reiða honum morgunverðinn. Það var um að gera að gugna ekki og sýna hugrekki og stillingu. Hún hafði að vísu enga hugmynd um hvaða ráð hann og presturinn hefðu tekið kvöldið áður fcil þess að komast út úr víðureigninni við sig. Hanna hafði komið með Leó, sem um nóttina hafði verið í svefnherbergi afa síns, til hennar klukkan niu, en af því sem hann sagði, gat hún ekkert ráðið annað en það, að alt hefði gengið friðsamlega til >— prest- urinn og dróttsetinn höfðu jafnvel teflt skák sam- an- — pegar hún kom inn í stofuna gat hún ekki varist því að hugsa til fy^sta dagsins, er hún dvaldi í Schönwerth. Dróttsetinn sat við ofninn og frú Löhn, sem, að því er virtist, var líka ný- komin inn, stóð skamt frá honum. Hann studdi báðum höndunum á bríkurnar á hægindastólnum og svaraði engu hinum hálfklaufalegu hólsyrðum rláðskonunnar. Hann stóð upp til hálfs, laut á- frarm og glápti framundan sér, eins og hann gæti ekki trúað sínum eigin augum. ‘'Nei, það eruð þá þér, mín náðugasta!” hrópaði hann- “Eg hélt undir eins, þegar þér yfirgáfuð okkur í gærkvöldi svona skyndilega og á óvanalegan hátt, að þér ætluðuð a ðgera alvöru úr þvi ag leggja af stað í þessa heimsóknarferð til gamla heimilisins yðar, sem þér hafið haft svo lengi í hyggju að tak- ast á hendur. En þér hafið breytt um ásetning, þegar ,þér fóruð að hugsa betur um það. En þetta var líka voðalegt íllviðri! Og svo hafið þér, ef til vill hugsað ofurlítið um það i einrúmi, að með þvi að fara burt héðan svona af frjálsu'm vilja, gæti skeð að þér bættuð ekki fjrrir yður, ef til réttar- halds kæmi og að samningstillagið yrði þá talsvert minna. — Þér hafið nógu gott vit á þessu öllu, frú mín góð.” Henni lá við að fara út aftur; hún fann að þetta mundi verða sér um megn. Hvar var Ma- inau? Hann hafði lofað henni því að láta hana aldrei vera eina. — Leó tók eftir að hún þagði og undraðist það. — 'Barnið hafði engan skilning á því hvaða móðgun það væri, sem var slöngvað framan í andlit móður hans í staðinn fyrir morgun- kveðju. Hann hékk í hægri hönd hennar og dró hana hlæjandi lengra inn í stofuna. ‘^pað er alveg rétt drengur minn!” sagði dróttsetinn og tók glaðlega undir hlátur drengs- ins- “Leiddu 'mömmu þrna að borðinu og beiddu um einn bolla af súkkulaði handa afa. Hann vill helst taka við því úr hennar höndum; og það jafnvel þó það lykt af brendum pappír af þessur.i fallegu höndum. — Nú, nú, Löhn, hélt hann áfram og snéri sér fljótt að ráðskonunni, eins og hann vildi koma í veg fyrir, að konan sem hann var að ’kveðja, gæti svarað nokkru, — “er það satt, að stormurinn í nótt hafi eyðilagfc þakið á indverska húsinu?” “Já, náðugi herra, það er rétt eins og því hefði verið sópað af ” “Og hefir loftið skemst?” “Það eru mörg göt á því. pað væri slæmt ef það kæmi regn.” “pað er afleitt. — En það á ekki að endurnýja eða gera við neitt í indverska húsinu- Því fyr sem það heimskunnar hrófatildur fellur í rústir, því betra. Sjáðu um að sjúklingurinn verði fluttur í litla kringlótta sumarskálann.” Líana leit á ráðskonuna um leið og þessi skip- un var gefin — Hún var náföl. Líana tók eftir því að hún svaraði eins fljótt og hún gat og hálf- flóttalega til þess að rödd hennar skyldi ekki bresta- ”Pess þarf ekki, náðugi herra — hún fer burt sjálf,” sagði hún, er hún fékk skipunina. “Hvað, við hvað eigið þér? Eruð þér gengn- ar af vitinu?” spurði hirðdróttsetinn æstur. Nú sá Líana í fyrsta skifti andlit öldungsins roðna. “Þvættingur! Ætlið þér að telja mér trú um það, að hún rísi nokkurntíma á fætur framar, eða að hún geti nökkurntima hreyft tunguna, sem er mátt- laus?” "Nei, máðugi herra. pað sem er dautt, er og verður dautt, og það sem eftir er, deyr áður en sólin hverfur af loftinu í dag.” Hún mælti þessi orð með jöfnum, tilbreytýngarlausum róm, en samt var skerandi sár hljómur í þeim. Dróttsetinn snéri við höfðinu og horfði í eldinn. “Er það komið svo langt?” spurði hann hálf skeyt- ingarleysislega, en þó ekki án tilfinninga. Liana setti súkkulaðisbollann, sem hún ætlaði að fara að rétta honum, aftur á borðið. Hún gat ekki feng- ið sig til þess að nálgast þenna óttalega mann, sem hreyfði varirnar einkennilega, eins og hann væri dauðþyrstur, og starði frá sér numinn á mjóu, bleiku fingurnar, sem kreptust utan um hækjuna. Reis hið sundurmarða “lótusblóm” upp frá kvala- beð sínum nú í síðasta skifti, áður en iþað dó út með öllu, og benti ’með ásakandi fingri á bláu blett- ina á hálsinum á sér. — Hann leit upp skyndilega, eins og hann fyndi að augu ungu konunnar hvíldu á sér. “Jæja, mín náðugasta,” Sagði hann, “þér sjáið að eg er að bíða.eftir súkkulaðinu. Til hvers haf- ið þér sett aftur frá yður bollann? Það hefir ef til vill verið af því, að eg sat og var að hugsa— Svei! — mér fanst eg sjá ofurlitinn rósrauífan bréfsnepil þarna í öskunni i króknum í ofninum.” Þetta var hræðilegt! en nú losnaði Líana úr vandræðunum — hún heyrði til Mainaus, sem var að koma. IHann gekk hröðum skrefum inn í stof- una — hvílíkur munur var ekki á þessum degi og fyrsta morgninum, sem hún var þar! Augu hans litu ekki fram hjá henni nú, eins og þau höfðu gert þá. Hann gleymdi allri varúð og horfði framan í hana með ástúðlegu augnaráði, eins og hann gæti ekki haft augun af henni- — Gamli, sjúki maður- inn, sem sat í hægindastójnum, sá það ekki, hann sat og snéri bakinu að dyrunuvn. En frú Löhu varð alt í einu forviða og leit niður og fór í óða önn að slétta úr hrukkum á sticu, >-vítu svuntunni sinni. “Þú ert kominn hingað Júlíana,” sagði hann glaðlega, og leit um leið á klukkuna, eins og hann héldi að sér hefði skjátlast með tímann. “Sjáðu, frændi, hér er ástæðan til þess að á mig var kallað ” Hann leit á gamla manninn og rétti honum miða. “Úti er ríðandi sendimaðHr frá hertogaekkjunni, sem kem með boðsbréf á söng- skemtun í kvöld. — iHertogaekkjan sagði frá því í gærkveldi, að uppáhaldssöngkona sín mundi fara hér um, og að hún væri fús til að syngja fyrir hirð- ina.- Nú hefir hún komið degi fyr en talað var um og fer aftur á morguh. pað er ástæðan fyrir þessu skyndiboði- Þiggur þú boðið?” “Já, auðvitað. Eg hefi nógu lengi orðið að hima hér hálfdauður úr leiðindum í þessum afkyma. Þú veizt lí'ka, að eg er ávalt tilbúinn, þegar skipun kemur frá hirðinni, og það þó að eg þyrfti að skríða þangað á fjórurn fótum ” Mainau opnaði hurðina með háðsbrosi og sagði þjóninum, sem beið fyrir utan, hverju hann ætti að skila. “pessi skemtun kemur alveg mátulega fyrir mig”, sagði dróttsetinn. Skemdirnar sem storm- urinn hefir valdið í garðinum í nótt, hafa komið mér í slæmt skap” og svo bætast þar við alls kon- ar önnur óþægindi- — Frú Löhn, þarna — hann benti með þumalfingrinum um öxl sér, án þess að líta á ráðskonuna — hún var rétt núna að segja mér að hún þarna í indverska húsinu mundi ekki lifa daginn af. •— Eg kemst ávalt í geðshræringu, þeg- ar eg veit að það er •— lík í mínum húsu’m- pess vegna lét eg flytja líkið af hestadrengnum, sem dó að slysi fyrir tveimur árum, í líkhúsið í bænum- IHvað eigum við að gera nú? ‘1Eg verð að segja frændi, að þetta lætur af- skaplega illa í eyrum,” sagði Mainau reiður “það setur hvern blóðdropa í mér í ólgu. Hvernig getur þér dottið i hug að gera slíkar ráðstafanir með manneskju sam enn lifir og dregur andann? Létuð þér ekki sækja læknirinn undir eins, frú Löhn?” spurði hann ráðskonuna í mildari róm. “Nei, náðugi herra. Og til hvers væri það? Hann getur ekki hjálpað henni og bara eykur kval- ir hennar með því sem hann gerir. þér megið trúa því, að sál hennar hefir að heita má yfirgefið jörðina, annars mundi hún ekki horfa svona stöð- ugt framundan sér með galopnum hálfbrostnum augum, meðan Gabríel litli grætur og ber sig svo ósköp illa.” “Eg verð að biðja yður að hætta að tala í þessum kjö'kurróm!” hrópaði dróttsetinn æfur. “Ef þér vissuð hvað illa þetta vein á við grófu röddina í yður, þá munduð þér þegja. Og eg get ekksrt tillit tekið til þess, þó að hver blóðdropi ólgi í þér Raoul ” Hann snéri sér að Mainau og var enn æstari. “Eg hugsa mest um sjálfan mig, þegar svona stendur á- Eg get ekki lýst viðbjóði mín- um. Það fer hrollur um mig af því að hugsa til að draga andann í slíku nágrenni. pú sannar það, að eg verð dauðveikur, ef þú sérð ekki um, þegar alt er um garð gengið, að leyfar hennar verði fluttar þangað, sem þær eiga alt af að vera — í kirkjugarðinum í bænum. Líana gat skilið hræðslu hans, þetta ólýsanlega ofboð, sem hann fann til; það lýsti sér berlega i rödd hans og ósjálfráða hristingnum á höfðinu. Hann hafði ekki óttast sál hinnar kvöldu konu meðan hún var fjötruð við líkamann; en nú átti hún, samkvæmt þjóðtrúnni, að losna og flögra fagnandi yfir Hka'ma hennar, þangað til að hann yrði hulinn moldu — Það mátti hreint ekki eiga sér stað i hans húsum- “Hún skal hvíla í gröfinni undir óbeliskanuvn,” sagði Mainau og lagði áherzlu á orðin. “Gilbert frændi hrifsaði hana burt úr heimkynnum hennar, og hún er sú eina kona, sem hann nokkurntíma hefir elskað. Hún hefir rétt til þess að hvíla við hlið hans; og hættu nú öllu-m þessum tilfinninga- lausu ráðagerðum!” “Hún hefir rétt til þess að hvila við hlið hans?” endurtók dróttsetinn og rak um leið upp hásan hlátur. pú skalt eiga mig á fæti, Raoul, ef þú vogar þér það. — Eg hata þessa konu til dauðans. Hún skal ekki hvíla við hlið hans, þó að eg þyrfti sjálfur að leggjast á milli þeirra, til þess að koma í veg fyrir það.” Mainau stóð undrandi og .horfði með stórum augum á gairrila manninn- Hann hafði sagt um hann: “Frændi minn er ágjarn, hann er mesti stór- bokki; hann hefir það til að vera illgjarn; en hann er rólyndur og hugsar skýrt og lætur ekki stjórn- ast af vondum tilhnegingum.” — En hvað var þetta annað en lengi niðurbæld og æðisgengin ástríða, sem nú braust fram á hræðilegan hátt úr þessum ofsafengna svip og þessu'm trýllingslegu augum-” Hirðdróttsetinn stóð upp og gekk með hröðum og föstum skrefum að næsta glugga. Hann gekk fast frm hjá frú Löhn, þessum leynilega en ósætt- anlega óvini sínum. En hann horfði beint fram- undan sér, án þess að festa augun á nokkru, hann sá ekki að á >hinu* harðlega og grófgerða andliti þessarar vinnukonu gat verið ískyggilegur svipur, óviðkunnanlegt augnaráð, sem fylgdi hinum göf- uga hirðdróttseta við hvert skref og benti með mikilsvarðandi athygli á hvert hans spor. Morgungolan blés inn um hálfopinn gluggann og feykti til hári gamla mannsins, sem var mjög vandlega greitt. En hann tók ekkert eftir því, þótt hann venjulega forðaðist hvern minsta vind- blæ sem sinn versta óvin- “Eg get ekki skilið þig Raoul,” sagði hann og barðist við að láta sem minst á því bera i hve æstu skapi hann var. “Œtlar þú að gera bróður mínum óvirðingu i gröfinni?” “Hafi honum ekki fundist það nein smán að taka þessa Hindúastúlku í faðm sinn og elska hana heitt og innilega, þá” — Dróttsetinn skellihló. “Frændi”, hrópaði ,Mainau og hnýklaði brýrnar, sem hann vildi gefa honum til kynna að hann skyldi hafa stjórn á sjálfum sér. “Eg kom að eins einu sinni til Schönwerth á þeim árum, en eg veit það, að sögur vinnufólksins komu hjarta mínu til að slá ákaft. Sá maður, sem vakir yfir þeim, sem honum þykir vænt um með jafnmikilli blíðu” Það fór ósjálfrátt hrollur um hann við að sjá heiftareldinn, sem brann úr augum dróttsetans, sem venjulega voru svo skörp og köld- Hann vissi ekki, að hann hafði hér snert við sárum bletti. Lótusblómið ógæfusama lá þarna úti með hálf- brostnum augum og barðist við dauðann, og mað- urinn, sem þá með óumræðilegri ást hafði borið hana á örtnuan sínum gegnum garðinn, til þess að hún skyldí ekki steyta fót sinn á steini, hafði nú lengi sofið svefninum hinsta undir óbeliskanum; en samt var hinn Htilsvirti elskhugi fullur af brennandi afbrýðissemi; hann gat enn ekki unt bróður sínum þess, að konan, sem hann hafði þráð •svo ákaft, hefði heyrt honum til. “pessi ástúðlega umhyggja varaði, sem betur fór, eScki lengi,” sagði gáml imaðurinn með hásri rödd. Gisbert sá að sér í tíma, hann hrattr frá sér þessu nafnkenda “lótusblómi” sökum þess að það var hans ekki verðugt.” “Fyrir því hefi eg engar fullgildar sannanir ” Það var sem ofviðrið frá deginum áður kæmi æðandi inn u.m gluggann og feykti hálfvisna, veiklulega hirðmanninum áundan sér, svo fljótur var dr^ttsetinn að komast frá glugganirm yfir til bróðursonar síns. “Engar fullnægjandi sannanir, Raoul? pær Hggja yfir í hvitu stofunni í skrautgripaskríninu, sem því miður var brotist í í gær. Eg þarf víst ekki að minna þig á það, að í gær hélstu á hinni síðustu ósk og óbreytanlegri ákvörðun Gisbe ’s frænda í þínum eigin höndum.” “Er það blað eina skjalið, sem þú reiðir þig á?” spurði Mainau stuttur í spuna. Hin ófyrirgef- anlega árás á Líönu sendi blóðið til höfuðsins á honum- “Já, auðvitað er það sú eina. — Hvað gengur að þér Raoul ? Hvað í allri veröldinn iætti að hafa gildi, ef ekki síðasta ráðstöfun deyjandi manns, undirskrifuð af honum sjálfum?” Sást þú hann skrifa það, frændi?” “Nei, eg sá það ekki — Eg var veikur sjálfur. En eg get komið með vitni, sem geta svarið með góðri samvizku, að hann hafi séð frænda þinn skrifa hvern einasta staf í því ■— það er slæmt, að það vitni er farið til bæjarins fyrir skemstu. Þú hefir nú síðustu dagana komið mjög undar- lega fram gagnvart okkar ágæta hirðpresti. Mainau hló næstum glaðlega- “Kæri frændi, þessu ágæta vitni hafna eg bæði hér og fyrir dóm- stólunum. 'Eg lýsi því ilika yfir, að umrætt skjal hefir enga þýðingu. Já, eg get vel trúað því, að hirðpresturinn sé reiðubúinn að sverja — hann sve rsáluhjálpareið um það, að hann hafi dif- ið pennanum í blekið fyrir hinn deyjandi mann — já, því ekki það? Jesúítarnir hafa hvort sem er, náð sér í bakdyr, sem þeir geta smogið inn um i himna- ríki, iþegar þeir hafa fyrirgert rétti sínum ti! þess að ganga inn um aðalhlið sáluhjálparinnar. Eg verð að ásaka sjláfan mig fyrir það, að hafa ekki farið að eins og samvizkusamur maður ætti að gjöra Eg var ekki við þegar frændi minn dó. Sem meðerfingi í hinum mikla auð, sem hann skilfli eftir, hefði eg átt að vera mjög varkár og nefði ekki átt að samþykkja ákvæði, sem ékkert höfðu við að styðjast nema pappírsblað, sem ekki var undirritað af neinu löglegu vitni. í þesskonar sökum verður maður að halda fast við hin skýru fyrir- mæli laganna.” “Gott og vel, vinur minn,” sagði dróttsetinn og kinkaði kol'li það var kominn einhver ískyggileg ró yfir hann. Hann rak hækjuna ofan í gólfið, studdi sig á hana og horfði með smáu leiftrandi augunum sínum framan í hið fríða andlit bróður- sonar síns. “Nefndu fyrir mér þau lög, sem vernda konuna í indverska húsinu- Hún er griðalaus, því hún var ekki kona bróður míns. Ef þess vegna að við höldum okkur við hin skýru fyrir- •mæli laganna, þá getum við með fullum rétti rékið hana á dyr og það undir eins; því það var ekki til nokkur lögleg erfðaskrá, sem ánafnaði henni svo mikið sem einn bita að brauði eða einnar nætur gistingu í Schönwerth. Ef við höfum ékki í því fylgt lagaboðunum, þá erum við Hka að öðru leyti leystir undan skyldunni að haga okkur eftir þeim.” “En sú röksemdafærsla, frændi! Vegna þess að við höfum ekki verið djöfullega miskunarlausir, höfum við fullan rétt til þess að fara eftir ósönnuð- um erfðaskráarfyrrmælum, sem þó eru afarhörð — En setjum nú svo, að Gisbert hafi í raun og veru samið og skrifað skjalið og hrundið konunni frá sér, vegna þess að Gabríel væri ekki hans barn, hvað gat komið honum^ má eg spyrja, til þess að setja nokkur ákvæði um framtíð barnsins, sem honum kom ekkert við? — Eg var ungur og gerði mér ekki mikla grein fyrir hlutunum þegar Gis- bert frændi dó. Hvað skeytti eg þá um lög og rétt og gagngerða rannsókn? Sú fregn að ind- verska konan hefði verið frænda míínum ótrú, var nóg til þess að blinda mig og fylla mig með reiði; því mér hafði þótt innilega vænt um hann. — Það er það eina sem nokkur afsökun er í fyrir mig. Seinna staðfesti hin þrælslega auðmýkt drengsins þá skoðun hjá mér, að það væri ekki einn dropi af blóði hinna djörfu og drembnu Mainaua í æðum hans — eg sparkaði honum frá mér eins og hundi, hvar sem eg sá hann og eg hefi ávalt fállist á það, að sú ákvörðun, að hann yrði munkur, væri mjög vel viðeigandi. En eg skoða það sem mjög slæma villu á mína hlið ” Eftir þessi síðustu hátíðlegu orð kom djúp augnablikaþögn. Jafnvel Leó litli hafði ef til vildi, einhverja ósjálfráða skynjun af því, að .á næsta augnábliki væri von á algerðri sundrung í fjölskyldunni — hann hjúfraði sig upp að Líönu, teygði fram. höfuðið og horfði með stórum augum hræddur á alvarlega andlitið á föður sínum. “Viltu vera svo góður að gera mér Ijóst við hvað þú átt? pú veist að höfuð mitt er orðið gamalt og lasburða, það grípur ekki eins fljótt nú og það gerði áður, sízt af öllu það sem ber ein- hvern keim af uppreisnarskoðunum nútímans,” sagði dróttsetinn. Hinn magri líkami hans rétti úr sér og alt útlit hans varð eitthvað óvanalega kuldalegt. Hann þurfti ekki nú að styðja sig við stafinn- Geðshræringin sem hann var *í, var nóg til þess að halda honum uppi. “Með ánægju kæri frændi. Eg segi bara skýrt og skorinort: Gabríel verður ekki munkur, verður ekki trúboði.” — Hann hætti og gekk til frú Löhn. Hún þessi stóra og hraustlega kona, rið- aði á fótunum, eins og^henni llægi við falli- Líana hafði lagt handlegginn utan um hana, til þess að styðja hana, og leiddi hana að stól. “Líður yður illa frú Löhu?” spurði Mainau og beygði sig ofan að henni. \T t • >. 1 • ar» timbur, fjalviður af öllum Wyjar vorubirgöir tegundum, geirettur og al. konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. KoiriÖ og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðit að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limlted HENRY A.VE. EAST WINNIPEG -------RJÓMI--------------- Virðingarvert- nafn er bezta trygg- ingin fyrir áreiðanlegum viðskiftum — og þess vegna getið pér treyst því að fé allan hugsanlegan ágóða og fyrsta flokks afgreiðslu hjá: CITY DAIRY Limited WINNIPEG James M. Carruthers, James W. Hillhouse forseti og franíkv. stjóri, fjármálaritsn Spyrjið þá er senda. oss rjóma.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.