Lögberg - 16.08.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.08.1923, Blaðsíða 6
Bla. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. AGÚST, 1923. M/* .. | • jp* timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgcfir tcgundum, g«rettur og al.- konar aðrir stríkaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðii að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. WINNIFEG Limitecf HENRY AVE. EAST Barónsfrú Maínau. Eftir E. Marlitt. “Já, þetta hár hefir hann margoft vegið í hendi sinni og kyst það,’’ sagði hún og stundi. <4Honum hefir máske dottið það sama í hug og mér, að hárið væri þyngra en hún sjálf. Áður var það æfinlega þakið með perlum rúbínum og gullskrauti; en öllu þessu hefi eg orðið að skila dróttsetanum. Hún hafði mjög fína þemu, sem baróinn sál. hafði komið með frá París, eða guð veit hvaðan; og við hana var hún svo undur góð — hún fékk líka þakkirnar hjá henni, ótuktinni þeirri ama, fyrir það eða hitt þó heldur. — Svo var það einn morgun að þaróninn datt niður og lá eins og dauður í tvær klukkustundir, og þeg- ar hann raknaði við kom í ljós, að þessi veiki í höfðinu á honum var að brjótast út fyrir fult og alt — það var sagt, að það væri þunglyndi, sem hefði byrjað að gera vart við sig áður. Upp frá þeirri stundu réðu dróttsetinn og kapeláninn, hirðpresturinn, sem nú er, öllu hér. “Eg hefi sagt yður áður að vinnufólkið var alt á bandi þessara tveggja fanta — J?ér fyrir- gefið náðuga frú — en verst af öllu var hin göfuga þema hennar J>að var hún, sem kom upp me ðþá svívirðilegu sögu, að hún væri ást- fanginn af Jósep, fallegum hestastrák og hún kom veika manninum til þess að trúa því Fyrir það fékk hún tvö þúsund dali, sem hún fór með með sér þegar hún fór heim. “Eg fór þá yfir í indverska húsið, án þess að nokkur vissi, því að maðurinn minn mátti ekki vita af því. pá fann eg hana liggjandi i rúm- inu hálfruglaða og hálfdauða af hungri. Hún var svo hrædd við hirðdróttsetann að hún þorði ekki að taka lokuna frá hurðinni, og vildi heldur liggja þarna hungruð í óumbúnu rúminu. Eg veit ekki enn hvemig alt fór eins og það fór; en hann hefir aldrei komist að því, að hún fengi nokkra hjálp hjá mér. Eg e ref til vill, ekkl eins heimsk og hann heldur að eg sé. — Hún lokaði sig inni í húsinu, eins og hún væri fangi í sex mánuði. Eg gleymi aldrei kveini hennar og gráti af þrá eftir manninum, sem vildi ekki sjá hana framar. Svo fæddist Gabríel, og eft- ir það var eg sett sem fangavörður í indverska húsið, af því það var álitið að eg væri nógu hörð og grófgerð og óvorkunlát. — Eg kom líka oft til náðuga herrans veika, eg varð að stunda hann þegar maðurinn minn fékk svimaköstin, því eg vissi hvemig átti að þóknast honum. Hversu oft var þá ekki nafn mitt komið fram á varir mínar, til þess að minna hann á hana og segja honum að hann ætti son og að alt sem honum tefði verið sagt um hana væri skammarleg lýgi; en eg varð að þegja yfir því öllu, því þó að hann væri góður og skynsamur, skriftaði hann samt fyrir kapeláninum, þegar köstin komu yfir hann; og eg hefði verið rekin á dyr, og vesalingamir í indverska húsinu hefðu ekki átt nokkra mann- eskju i heiminum.” Líana greip hönd hennar og þrýsti hana innilega. pessi kona hafði sýnt þessum tveim- ur vesalingum þann framúrskarandi kærleika og sjálfsafneitun að varJa var unt að finna meiri ást hjá nokkurri móður til síns eigm afkvæmis. Hún roðnaði og leit niður fyrir sig vandræða- lega, þegar fallega höndin lagðist mjúkt og hlý- Jega utan um hörðu fingurnar hennar. “En nú var komið að því að veiki herrann mundi deyja,” hélt hún áfram í ldökkum rómi Hirðdróttsetinn og presturinn viku aldrei frá honum; annar hvor þeirra var ávalt til staðar og gætti að því að alt færi fram eftir þeirra slægð- arfulu ráðum; en samt varð það að koma fyrir að dróttsetinn veiktisrt og presturmn varð að fara til bæjarins, til þess að þjónusta hinn kaþólska prins Albert, sem var veikur — já, það var til- lag frá góðum guði, þa ðátti að verða svona, því óðara en sá krúnurakaði var komion af stað, fékk maðurinn minn svo ákaft svimakast að hann gat ekki staðið á fótunum. Eg var til staðar. Eg stóð í rauðu stofunni við hliðina á veika herran- um og var að gefa honum meðöl, og eg hafði orð- ið að draga tjöldin fyrir gluggann, því sólin skein svo bjart á rúmið hans, og þá var það rétt eins og það væri svift blæju frá augunum á honum; hann horfði á mig með svo skýru augnaráði og svo klappaði hann á hendina á mér, eins og hann vildi hrósa mér fyrir umhyggjusemina — og þá datt mér alt í einu nokkuð í hug. “pú verður að eig aþað á hættu,” sagði eg við sjálfa mig og lagði af stað. Tíu mínútum síðar lagði eg af stað með indversku konuna í gegnum hagþyrnis- runnana þarna yfir frá og í gegnum litlu dyrnar hjá járn-hringstiganum. pað sá okkur eng- inn. Enga sál grunaði, að nokkuð það væri að gerast, sem hefði komið dróttsetanum til þess að reka alt vinnufólkið á dyr ef hann hefði vitað það — Eg opnaði dymar á rauðu stofunni — hjartað í mér barðist ákaflega af hræðslu — og hún fór inn á undan mér. — Eg gleymi ekki hljóiðnu sem hún rak upp á meðan eg lifi. Vesalings konan! Maðurinn fallegi, sem hún hafði elskað svo heitt, sem hafði verið sá tígulegasti herramaður, sem maður gat augum litið, hann var nú orðinn al- veg eins og vofa. Hún fleygði sér niður á rúm- ið. Œ, maður sá fyrst hve falleg hún var þegar hún lá þar við hliðina á náfölu andlitinu á hon- um, hún var rjóð og hvít eins og eplablóm, þar sem hún lá á grænnni silkiábreiðunni. Fyrst horfði hann á hana alvarlega, þangað til hún Jagði hendurnar um hálsinn á honum og hjúfraði andlitið sitt smáa upp að vanga hans, alveg eins og hún hafði verið vön að gera. Hann strauk með hendinni um hár hennar og hún fór að tala á sín umáli. Eg skildi ekki eitf orð af því sem hún sagði, en hún bar mjög ótt á, eins og hún mætti til að segja alt sem henni var í huga. Augu hans urðu stærri og stærri og leiftruðu og það, litla blóð, sem eftir var í æðum hans, steig til höfuðsins og eg sagði lika það sem mér lá þyngst á hjarta. — En drottinn minn góður hvað eg var hrædd. E ghélt að hann mundi deyja þarna. “Hann vildi tala, en hann gat það ekki. pá skrifaði hann á blað: “Geti ðþér ekki náð í lög- menn?” Eg hristi höfuðið; það var ómögu- legt; það hlaut hann að vita bezt sjálfur. — pá skrifaði hann aftur eitthvað. En hvað eg vor- kendi honum! Svitadroparnir stóðu á enni hans og hræðslan skein út úr augunum á honum; eg sá það, það var hrein og bein sálarangist vegna hinnar indælu og elskuðu veru, sem sífelt sýndi honum blíðuhót, og var sæl af því að hún fékk að vera með honum. pegar hann var bú- inn varð eg að koma með ljós og lakk. Hann setti tvö stór innsigli undir það sem hann hafði skrifað, með fallega dýra hringnum sem hann gaf dróttsetanum — hann gerði þetta með sinni eigin hendi, en vegna þess að hann var svo mátt- vana, varð eg að hjálpa honum til þess að skjald- armerkið stimplaðist hreint og skýrt á lakkið. Svo leit hann á það gegnum stækkunargler, og þqð var rétt eins og það átti að vera, því hann kinkaði koili. Hann hélt upp blaðinu fyrir framan mig, eg átti að lesa utanáskriftina hátt; og loksin skomst eg fram úr henni: “Til fríherra Raoul von Mainau.” Svo fékk hann mér blaðið til geymslu, en hún stöJck upp, reif það út úr hend- inni á mér og margkysti það. Svo fleygði hún því sem var í litla silfurhulstrinu á gólfið og lét blaðið þar í staðinn. pað vottaði ofurlítið fyrir brosi á andliti hans og hann kinkaði kolli til mín, eins og hann vildi segja, að blaðið væri nú seni" stæði í góðum höndum. Svo þrýsti hann henni enn einu sinni að hjarta sínu og kysti hana í síð- asta skiftið í þessu lífi hann vissi það, en hún hafði enga hugmynd um það. Hún vildi heldur ekki fara burt. pgar hann gaf mér merki til að fara heim með hana. Hún fór að gráta eins og bam, en hún var svo bljúg og auðsveip — hann þurfti að eins að líta á hana alvarlega og lyfta upp fingrinum, þá fór hún út. — Bara að hún hefði ávalt verið svona hlýðin — En þegar hún var búin að sjá hann aftur, varð hún veik af þrá eftir honum; hún leit einu sinni ekki við barninu, svo rík var þessi eina hugsun í huga hennar — og þá var það sem þetta kom fyrir. Hún læddist í burt frá mér og hljóp einsömul yfir í höllina. Dróttsetinn náði í hana í gang- inu mfyrir utan herbergi ^júklingsins. Enginn veit hvað skeði þar, hvort hún ætlaði að hljóða og hann hefir tekið fyrir kverkamar á henni af því, eða hvort hann hefir gert það vegna þess að hann hefri verið viti sínu fjær af afbrýðissemi, það kemur aldrei í ljós; en hann gjörði það, það hefi eg frá henni sjálfri, því eg skyldi látbragð hennar og augnaráð rétt eins vel og þó hún hefði getað talað við mig. f fyrstu var hún alveg með fuHri skynsemi þangað til að hirðpresturinn kom og reyndi stöðugt að hafa áhrif á hana með for- tölum sínum — þá rak hún ein uslnni upp hljóð, sem var eins voðalegt og hljóð manns, sem liggur á pínubekknum. Drottinn minn góður! En hvað hann var fljótur að fara. Og síðan hefir hann ekki gert nokkra tilraun til þess að tala við hana; en guðræknishjal hans hefði heldur ekki haft nein áhrif, því að hún hefir aldrei verið með sjálfri sér sðan. Nú er eg búin að segja yður alt og nú ætla eg að biðja yður að taka keðjuna með silfurhylkinu í yðar geymslu.” “Ekki þó núna á þessari stundu?” hrópaði Líana óttaslegin. Hún gekk að rúminu og beygði sig niður yfjr deyjandi konuna. Brjóst hennar barðist enn reglulega “Eg mundi aldrei hafa frið. Ef hún opnaði augun og það síðasta sefn hún sæi, áður en hún dæi, væri það, að hún hefði verið rænd þessum kjörgrip sínum,” sagði konan unga og vék undan. “þegar alt er búið skuluð þér sækja mig, þó það verði um miðja nótt. Eg skal taka skjalið úr hönd hennar. pfyc hafið rétt fyrir yður eg verð að gera það sjálf; en fyr en sá tími er kominn má ekki hreyfa þessa vesalings hönd. — Mér þykir fyrir því, frú Löhn, að eg verð að finna að einu hjá yður: pér hefð- uð átt að skila bréfinu þeim manni, sem átti að fá það.” “Náðuga frú,” sagði frú Löhn töluvert æst. ‘^þetta segið þér nú, þegar alt ætlar að enda vel. — En hvernig stóð þá á? Eg hafði ekki nokkra lifandi manneskju með mér; í höllinni voru allir á móti mér. Eg gat ekki jafnað mér við menn eins og dróttsetann og prestinn; slungnara fólk en eg bíður ósigur í viðureign við þá. Og ungi herrann sem hefði átt að kippa öHu þessu í lag? Líknsami guð! Já, ef maður hefði getað látið þetta undir glerklukkuna, eins og bláa skóinn!” Unga konan blóðroðnaði, og ráðskonunni varð orðfall af hræðslu. Œ, hvað er eg að slúðra með! pað er alt orðið ágætt nú,” leiðrétti hún sjálfa sig vandræðalega. En þá var alt erfitt viðfangs. J?ér hafið sjálfar heyrt í dag, náðuga frú, hvemig hann sparkaðf í drenginn, eins og hann væri hundur. — Eg skal seg,ja yður hvem- ig það hefði farið. Hann máttugi herrann hefði tekið blaðið og sýnt hinum það. J>eir hefðu náttúrlega hlegið og sagt, að þeim væri kunnugast um þetta, því að þeir hefðu ekki yfir- gefið sjúklinginn hvorki dag né nótt. Eg hefði verið kærð um svik; það eins víst og það, að tveir og tveir em fjórir, að þeir hefðu barið mig á dyr með hundasvipunni. . Nei hér var um það að gera að fara varlega og bíða. — Já, hefði eg vitað hvað stóð á blaðinu, þá hefði verið öðru máli að gegna; en eg stóð ekki svo nálægt herranum sálaða meðan hann var að skrifa að eg sæi það, og þegar hann fékk mér blaðið, átti eg fuJt í fangi með að stafa mig fram úr utanáskriftinm. Fyrir nokkru síðan, þegar vesalingurinn svaf rólega, eftir að henni hafði verið gefið inn mor- fín, tók eg hulstrið frá henni, til þess að skoða það. En það er ómögulegt a ðopna það. J?að stendur á sama hvernig maður snýr því við; það er rétt eins og það sé kveikt saman; enginn lás og engin fjöðurs jáanleg — eg held að það verði hreint og beint að brjótast upp.” “pví erfiðara sem er að komast í það, því betra,” sagði Líana. Hún gekk að glerhurðinni og gaf Gabríel bendingu um að koma inn. pað var orðið framorðið, of framorðið til þess að hún gæti sagt' Mainau nokkuð áður en hann færi til söngskemtunarinnar; og hann hafði sagt, að hann hefði alveg sérstaka ástæðu til þess að þiggja boðið. pað var orðið næstum of seint fyr- ir hana til þess að búa sig. Hugsunin um það að hún nú á þessari voðalegu stund, þegar gamlar og löngu gleymdar syndir ættu að koma fram í dagsins ljós, iþyrfti að standa fyrir framan spegilinn og skreyta sig, fylti hana með óróleika. Hún flýtti sér að komast burt frá indverska hús- inu til þess, hvað sem öðru liði, að finna Mainau og gefa honum nauðsynlegar upplýsingar í sem fæstum orðum; en hann fanst hvergi, og eiun þjónrtinn sagði henni að “náðugi herrann” hefði farið bur tfyrir skemstu, því að hann hefði feng- ið einhverjar fréttir frá Walkershausen. Hann vissi ekki hvert hann hefði farið, ef til vildi hefði hann farið að finna garyrkjumanninn. Hún gekk inn í búningsherbergi sitt hrygg í huga. XXIV. Á stóru flötinni fyrir framan höllina beið skrautvagninn með apalgráu gæðingunum fyrir og fast við aðalhliðið viðhafnarvargn dróttsetans. ökumaðurinn, sem var feitur og ráðsettur, sat i sæti sínu og hélt hestunum auðveldlega í skefj- um. peir voru fallegir og þægir og stóðu kyrrir sem lömb; en þeir apalgráu frísuðu og börðu grjótið með fótunum, svo að neistaregnið þaut í allar áttir. “Hvað skepnurnar geta verið ólmar,” nöldr- aði dróttsetinn, sem lét bera sig niður stigann í völtrustól sínum Hann hefði gjarnan viljað fara af stað, en þegar hann hugsaði um allar þær þrautir, sem hann yrði að þola, til þess að geta verið svona mikið í nærveru hinna háu yfirboð- ara sinna, sá hann, að hann yrði að fara mjög varlega með krafta sína. Mainau gekk um gólf í fordyrinu, og um Ieið t og þjónamir settu völtrustólinn sem snöggvast niður á steingólfið í ganginum, kom maður út úr hliðargangi. pegar hann sá dróttsetann, greikkaði hanri, sporið og fór út um hallardymar. Dróttsetinn reis upp í stólnum, eins og hann gæti ekki trúað sínum eigin augum. “Hvað er þetta? Var þetta ekki ræfillinn hann Dammer, sem var rekinn héðan burt skyndilega? hrópaði hann til Mainaus. “Jú, frændi.” “Hver fjandinn — hvernig setndur á því að þessi maður gengur hér um, svona án þess að fylgja nokkrum reglum?” sagði hann í ávítunar- róm við þjónana “Hann var að borða kveldverð í herbergjum vinnufólksins, náðugi herra,” sagði einn þeirra. Dróttsetinn stóð upp í snatri; hann stóð beinn og regingslegur á sjúkum fótunum.‘“í her- bergjum vinnufólksins míns, og við þess borð!” “Kæri frændi, eg hefi, ef til vill, líka ofurlítií ráð yfir þessum herbergjum og borðinu,” sagði Mainau rólega. Dammer hefir fært mér fréttir frá Walkershausen. Hann getur ekki farið aftur þangað fyr en á morgun. Á hann að vera hungraður á meðan han ner hér í Schönwerth. pað var klaufaskapur af honum að forðast ekki að verða á vegi þínum, en hann er hér með mínu leyfi.” “Nú, einmitt það. Já, eg skil þig! J>ú ert mannvinur og hefir gert Waikershausen að betr- unarhæli; nokkurskonar glæpamannabústað. Gott og vel!” Drótstetinn settist niður á stól sinn. “Dammer hirti ekki um að sýna þér þá virð- ingu, sem honum var skylt að sýna. “pað var sjálfsagt að koma honum burt frá Schönwerth. en honum hefir líka oft verið skapraunað óskap- lega. Við megum ekki gleyma því,,að hér er um mann að ræða, en ekki hund, sem við berjum fyr- ir hvern náttúrlegan og réttan mótþróa.” Roðinn, sem færðist yfir andilt hans, er hann talaði þessi síðustu orð, sýndi, að hann mundi vel eftir því að hafa í geðshræringu sinni, reitt höndina til höggs á svo ósæmandi hátt, á móti manni. par að auki leið annar maður saklaus, faðir hans, sem er orð- inn gamall, við þessa of hörðu refsingu, sem son- sonurinn fékk, er honum var vísað burt fyrirvara- laust. Hann hefir fengið harðar átölur og svo atvinnu í Walkershausen. par með eru þessar sakir jafnaðar.” “Já, svo þú heldur það? pað er einkennileg málamiðlun milli hirðdróttseta von Mainau og annars eins slána og hann er. Gott og vel, við- skiftin eru útkljáð eins og vera ber, en alt hefir þó sinn gang. Viltu gera svo vel og aka á undan í þetta skifti. Eg kæri mig ekki um að hafa þessa bráðólmu hesta rétt fyrir aftan mig.” “Eg er að bíða eftir konunni minni, frændi,” Um leið og hann sagði þetta heyrðist skrjáfa í silkislóða í ganginum og Líana kom inn í for- dyrið. — Mainau hafði sagt hneni að honum hefði verið boðið að koma í viðhafnarbúningum; þess vegna hafði hún klætt sig í brúðarkjólinn 8inn. Stóru óbreyttu smaragðamir, sem höfðu verið 1 brúðarhálsfestinni, héldu nú dálitlum sveig af hvítum blómum föstum í hári hennar. “Hií, hí, en hvað hirðin verður hissa!” sagðl dróttsetinn; hann var afarreiður. pað var auðséð, að hann hafði ekki búist við því að hún mundi fara með þeim. Hann benti á dyrnar og skaut sjálfur völtrustól sínum til hliðar. Mainau bauð henni handleginn og leiddi hana út. Mín brúður er indæl eins og Mjall-. hvít,” hvíslaði hann blíðlega að henni;” en samt er einhver sorgarsvipur á andliti hennar”. “Eg hefi mjög alvarlegar fréttir að færa þér,” sagði hún; “mér finst sem eg gangi' á glæð- um. Eg vildi að eg væri komin heim aftur.” “Vertu róleg! Eg skal vera eins fljótur og unt er að afljúka erindi mínu hjá hirðinni, og svo flýg gg með þá sem eg elska við hlið mér út í hinn víðlenda heim.” Hann lyfti henni upp í vagninn. peir apal- gráu þutu af stað og brúnu gæðingamir drótt- setans fylgdu á eftir á hátíðlegu brokki. Á hertogasetrinu hafði fólk vanist á að skoða síðari giftingu baróns Mainaus, sem mjög óviðeigandi hjónaband, þótt konan væri af göf- ugum ættum. pað var sagt að hún væri ekkert annað en ráðskona og kennari, og að hún, klædd í svuntu og með lyklakippu í hendinni, eigraði á milli búrs, eldhúss og þvottahúss — þar væri hún í essinu sínu. Hve viðbjóðslegt! Barónsfrú Mainau, kona eins ríkasta mannsins í landinu! pað hefði einmitt verið hinn töfrandi baraa- skapur og þekkingarleysi fyrri konunnar á öll- um slíkum sökum, sem hefði gert hana svo að- laðandi og svo óumræðilega höfðinglega! Hún hefði ekki verið kona á heimilinu heldur töfra- mær„ hrein og höfðingborin “vallarins lilja”; hún hefði aðeins stigið fótum á jörðina til þess að verða vafin í dýrustu kniplinga, til þess að bezta kampavín freyddi fyrir hennar margelskaða munn; til þess að þúsund hendur fengju þá sælu að bera, hjúkra og skreyta hennar litla lauf- létta líkama. Hefði einhver spurt hana að því hvar eldhúsið væri í Schöenwerth, þá hefði hún sjálfsagt í allra elskuverðasta vonskukasti slegið hann utanundir með svipunni sinni. Aft- ur á móti hafði hún verið eins kunnug í hesthús- inu eins og svefnherbergi sínu, og hinn nafn- kendi jasmí ilmur hafði oft ekki megnað að kæfa hesthúslyktina af fötum hennar; en svo hafði það líka verið svo framúrskarandi höfðinglegt og sýnt svo sjálfstæðan hugsunarhátt. Enginn af þeim sem töluðu svona, hafði séð síðari kon- una; en þeir vissu að hún var há og rauðhærð og af dróu þeir þá ályktun, að hún væri herða- breið með stórar fætur, og andlit hennar þakið með freknum. — par að auki hafði barón Mainau vanalega hagað sér léttúðlega við hirðina á hertogasetrinu, og á síðustu kveldskemtun hafði hann svarað, er hann var spurður af ertni, hvern- ig barónsfrúnni liði, með því að yfta öxlum og segja: “Eg geri ráð fyrir að henni líði vel; eg hefi ekki komið til Schönwerth í tvo daga.” pað var ennfremur skoðað alveg víst, að burt- för hans yrði merkið um hjónaskilnað. En nú, er hann gekk inn í hinn stóra samkomusal hall- arinnar, leiddi hann við hlið sér unga hvítklædda konu, sem var föl og alvarleg en þó svo fögur, að það var engu líkara en að hann hefði fastnað sér einhverja snævi þakta ísdrotningu frá Alpa- fjöllunum. Hertogaekkjan hafði óskað eftir að skemt- unin yrði sem allra prýðilegust; það var fyrsta söngskemtunin við hirðina síðan hertoginn dó, og eftir því sem hvíslað var, fyrsti dansleikurinn, sem að því er virtist, án þess að það væri ráð- gert fyrir fram, átti að koma unga fólkinu, er hafði aðgang hjá hirðinni, á óvart. Söngsalurinn og raðir af minni stofum, sem lágu við hliðina á honum, voru allar uppljómaðar og ljóshafið streymdi út*frá gasljósahjálmunum í hverju homi. Frá vesturgarðinum sem luktist um hina Iöngu herbergjaröð, streymdu ljósstraumar upp úr stóreflis liljubikurum, er voru búnir til úr hvítu gleri, og sem virtust teygja sig upp í loftið innan um þungu hitabeltisplöntumar, sem uxu þar. Alt gimsteinaskrautið, sem konur þær, er voru gestir hirðarainar áttu ráð á, lá útbreitc á hári þeirra og brjóstum. Skrautlegjr silki- kjólar svifu fram og aftur og gamlar og ungar, fallegar og ljótar varir hvísluðu í sífellu og brostu í þarfir baknagsins, smjaðursins, leyni- legra ásta og öfundsýkinnar. Alt þetta suð þagnaði um leið og fólkið frá Schönwerth kom inn. Svona leit hún þá út þessi seinni kona, sem var næstum orðin að æfintýraveru! Hún var svo einkennilega drembileg og róleg; hvorki feimin eða hrædd við hina glæsilegu samkvæmis- gesti. — Og hvaða nýtt uppátæki væri þetta hjá honum þessum sérvitring, þessu draumafífli, sem kom með hana. Með þessari yfirskins giftingu hefði hann komið fólki til þess að fá alveg rangt álit á greifadótturinni frá Trachenberg; fram að þessum tíma hefði hann falið hana, rétt eins og hann skammaðist sín fyrir hana; einmitt við hirðina hefði hún orðið að skotspæni fyrir háði blandinni vorkunsemi; og þegar alt hefði verið komið svo að ekki var lengur við það unandi, þá hefði bæn um hjónaskilnað verið send til páfans í Rómaborg. Nú væri enginn vafi á þessu lengur, en einmitt nú kæmi hann með hana til hirðarinnar. með heilmiklu rembilæti, eins og hann vildi segja: “Lítið þi ðá, eg hefi þó að minsta kosti sýnt tals- verða smekkvísi. Jafnvel þó að þetta sé alt ein- tómur gamanleikur, hefi eg ekki getað fengið af mér að afneita alveg fegurðartilfinningunni. Lítið þið á hana, sem þið hafið svo oft hæðst að. áður en eg sendi hana heim aftur!” Karlmennim- ir héldu að hann væri orðinn vitlaus af drambi og hégómagirni; maður gæti ekki hugsað sér neitt, sem væri samræmisfyllra en þessi tvö, hvort við annars hlið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.