Lögberg - 23.08.1923, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.08.1923, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. ÁGÚST, 1923- Ekki unt að fá hjálp. par til hún tök að !nota “Fruit*a-tiveo'J Meðalið búi ðtil úr ávöxtum. R. R. No. 1, Everett, Ont. “Eg hafði þjáðst árum saman af Dyspepsia, lifrar og nýrna sjúkdómum og fékk enga bót fyr en af “Fruit-a-tives” þeim á eg nú að þakka heilsu mína.” Mrs. Thomas Evans “Fruit-a-tives” geta að eins borið jafn blessunarríkan á- rangur, því þeir eru búnir til á heilnæmasta jurtasafa. Enda eru “Fruit-a-tives” filægasta imeðilið Fruit-a-tives” eru góðir á bragð- ið og lækna skjótt, sé þeir rétti- lega notaðir. 50c. askjan, 6 fyrir $2.50, reynsluskerfur 25c. Fást í öll- um lyfjabúðum, eða Ibeint frá Fruit-a-tives Limited, Ottawa, Ont. Mennin|m í afturför, eftir William Dudlcv Faulke. gulls og gimsteina skarti. Siðferðis meðvitund innan fjöl- skyldanna sjálfra dofnaöi og hvarf. Hjónaskilnaðir voru tíðir og það var ekki ótítt, að kunningj- ar og vinir skiftu konum eins og þegar menn hafa hestakaup. Virðingin fyrir borgaralegum lög- um hvarf og alda glæpa og gjör- ræðis velti sér yfir þjóðina. Eftir 'að Sesar var myrtur, gekk þjóðin í gegn um þrettán ára inn- byrðis ófrið og allslags stríð, unz Octavíus kom til valda og tókst að koma lagi á. Þegar hann dó, var rómverska ríkið aftur komið í gott horf. Eftirmaður hans hugsaði meira um vald, virðingu og glys, en velferð þjóðarinnar. Vald Senatsins fór þverrandi undir stjórn Tiberíusar, Caligula, Neros og Domitaus. En undir stjórn manna eins og Vespasian, Trajan, Hadrian og Antonines tókst aftur að koma á friði og velmegan um stundarsakir. Það er ljóst, að valdsbreyting sú sem átti sér staö hjá þjóðinni, fyrst frá þjóðþingi til senats, svo frá senati til keisaraveldis, er leitun eftjr betra og þróttmeira stjórnar- fyrirkomulagi, trygging út á við og hagsæld þjóðarinnar í heild. Ef við berum ástandið, eins og það var þá, saman við ástand mannkynsins eins og það er nú, þá verðum við að viðurkenna, að Výð fvrnefnda var að mörgu leyti betra. Hætta af útlendum stríðum átti sér þá að minsta kosti ekki Stað. En stjórn eins manns á svo víð- ta.ku riki hlaut að enda með slysi. Gibbon bendir skýrt á afturför og framsókn tevtóniska flokksins. Kristindómurinn, fY-m ) Cbn-1 stantinus innleiddi, varð brátt dogmatiskur og umburðarlaus. Of- sóknir voru tíðar, og á meðan þessu fór fram, fóru misgjörðir stjórnarvaldanna sívaxandi. Vest- ur og austur hluti ríkisins keptu um völd og virðingu. Germönsku flokkarnir veittu Rómverjum hverja árásina á fætur annari. Skattlöndin týndu tölunni og eftir að rómverska ríkið náði sér um stutt tímabil undir stjórn Justinian keisara, féll það og yfir Vestur- lönd lagðist hið ægilega miðalda- myrkur. Vcyklegar framfarir á meSal vor eru ímyndun. Látum oss nú berá saman það, sem vér fáum lært af Rómverjum, við vora eigin menning. Það eýnist ef til vill óviður- kvæmilegt að tala um afturför með hinar miklu verklegu framfarir vorra tima fyrir augunum. En þegar að er gætt, þá hafa margar af Uppfyndingúm vorra daga haft mikið meira ilt en gott í för með sér. Öllum er ljós skaðsemi neð- ansjávar bátanna. Efnafræðin hef- ir fundið upp ný lækningameðul, en hún hefir líka fundið upp eit- urgasið og sprengiefni, sem ekkert stenzt við, og svo loftförin, sem géra mönnum svo undur þægilegt að nota það. Myndahúsin hafa hvað ef^r annað leitt menn út á ftril glæpa, með þvi að sýna að- ferðir, sem þeim áður voru ókunn- ar, og bifreiðirnar eru þægilegt verkfæri til þess að komast í burtu frá hendi laganna. Það, að þægindi og munaður hefir aukist, meinar ekkert fremur að heimurinn sé að batna, heldur en að bygging lauganna miklu að Caracella eða Diolectian meinti, að Rómverjar væru að verða meiri og betri. Veruleg framför eða afturför byggist á andlegu ástandi fólksins, og í þá átt bendir óhrekjanleg reynsla, að afturförin sé nú marg- visleg og tilfinnanleg, eins og eft- irfýlgjandi athuganir sýna. 1. Að^il kjarni allrav þessara hugleiðinga er heimilisbandið. Nú hefir því verið gefinn laus taumur þjóðinni til stórskaða. Eins og fyrrum i Róm, þá var það mjög sterkt í Bandaríkjunum, sérstak- lega á fíð Púrítananna og frum- byggjanna. Það er að vísu satt. að enginn mundi kæra sig um að hverfa aftur til þess heimilisaga, sem þá átti sér stað. Lausn kon- unnar úr þeim læðingi, sem hún var áður í, var réttlát og til heilla fyrir mannfélagið í heild. Konan á að hafa hönd í bagga með manni sínum með uppeldi barnanna í æsku og á ungdómsárurn þeirra. En losið á heimilum hefir gengið lengra en menn gerðu sér grein fvrir, fyrir hundrað árum síðan. Eljótfærni manna í að giftast og óheppilegar afleiðingar af þeirri fljótfærni og hve auðvelt er að fá hjónaskilnað, hefir átt mikinn þátt í losi því, sem á heimilislif fólks er komið. f fjölda mörgum héruðum hefir hlutfall hjónaskilnaða við gifting- ar verið ægilega hátt. 2. Fylgifiskur þessa loss á heimilisböndum, hefir mentunin sýnt sig áð vera. Eldra fyrir- koulmagið í mentun var óneitan- lega óaðgengilegt i vissa átt, eins oafn bessa blafs er nefnt. 60c. askj-, . t ' • ; „*r__ 'H:r an t öllum lyfjabúSum, eCa.frá Ed-1 °b n^a er 1 a0rar att,r. manson, Mates & Co., L«td., Torontó. I HoOSier School Master helst Samanburður sögunnar er ávalt ófullkominn og stundum villandi. Samt er það með slíkum saman- burði, að sagan færir oss sínar á- byggilegustu lexíur. Afturför og fall hins rómverska ríkis hefir þegar gefið heiminum margar slík- ar lexíur. Samt sem áður gefur samanburður á menning þeirrar þjóðar og byrjun afturfarar henn- ar við menning vorrar tíðar, á- kveðnari bendingar, en sú lexía hefir nokkru sinni áður gefið. Á síðustu ríkisárum Markúsar Aur- elíusar, eða á timabili því, sem Gifcbon telur upphaf á afturför híns rómverska ríkis, þá hefði ver- ið erfitt að koma Rómverjum til þess að trúa því, að ríki þeirra væri að falli komið. Rikið hélt sér enn að öllu leyti, vald þess var oskert. auðlegð þess í fullum blóma, og hagur þjóðarinnar hafði blómgast 'undir stjórn Nerva, Trojan, Hadrian og Antónianna. Gibtwn kemst þannig að orði: “Ef maður þyrfti að tiltaka vist tíma- bil i sögu mannkynsins, þegar á- nægja og afkoma mannanna hefir náð mestum þroska, þá mundi maður óhikandi tiltaka timabilið frá því að Dimitian dó og þangað til að Commodus kom til valda. Hinu viöáttumikla Rómaveldi var þá stjórnað af einvaldsherrum á hinn hagkvæmlegasta hátt.” Upphaflega voru Rómverjar landbúnaðarþjóð, með herskyldu á- lcvæði fyrir alla karlmenn. Heim- ilið var hjartapúnktur þjóðfélags- ins og var heimilislífið þar nán- ara en i nokkru öðru landi. Vald konungsins yfir þjóðinni var eins algjört og vald húsbænda yfir heimilum sinum. Þegar um yfir- gang og harðstjórn var að ræða, frá hendi konunganna, þá voru þeir reknir frá völdutn og striðií^. sem út af því reis á milli aðalsins og alþýðunnar, stóð í tvö hundruð ár, unz að alþýðan bar sigur úr býtum. Hinir nýju senatórár urðu brátt ráðríkir, og ekki leið á löngu áður en alþýðan hafði mist vald sitt í hendur þeirra og þeir voru orðnir stjórnendur hins róm- verska rikis. Þegar Hannibal fór með her sinn í síðara Punic strið- inu á hendur þeim, þá var það hin sterka þjóðræknismeðvitund þjóð- arinnar, sem bar hana gegn um þá eldraun. Rotnun þjóðarinnar fór að gera vart við sig með hinu aukna valdi rikisins. Skattheimta af yfirunn- um löndum, lamaður her, fjár- dráttur, mútur. rán i fylkjum rík- isins og lveima fyrir, auðs sam- dráttur vissra manna í stórum stíl, cg landeignir, voru einkenni þess timabils. Þrælahald og korn frá öðrum löndum, sem inn var flutt, eyðilagði landbúnaðinn á ítalíu að mestu. Hin forna marggyðistrú dofn- aði og dó, en i stað hennar reis upp hjá hinum þroskaðra parti fgjóð- arinnar efasemda heim^pekis-trú. Mannfélags fyrirkomulág þjóðar- innar breyttist mjög og hún hvarf í burtu frá lýðveldis hugsjónum sinum. Gracchus reyndi að opna augu senatoranna fyrir ofríki til- tölulega fárra manna á meðal þeirra, en varð ekkert ágengt, og Sulla hélt fram sinu striki. Júlí- us Sesar rak Pompey frá völdum og gjörðist keisari. Ræðismenn rikisins gengu kaupum og sölum. Stjórnlaus eyðslusemi'átti sér stað í húsabyggingum, klæðaburði, mat, Rb I / r R Pö gerir enga til- B UI.L5?ln raun út < bláinn meC þvt a8 nota Dr. Chase’s Ointment vi8 Eczema og öSrum höSsjúkdömum. paö græöir undir eins alt þesskonar. Ein askja til reynslu af Dr. Chase's Oint- ment send frí gegn 2c írímerki, ef refsingin og lærdómurinn í hend- ur. Áhersla var lögð á utanað kunnáttu og nokkur áhersla lögð á bókmentir og stærðfræði. Svo fórum við að heyra að sú kenslu- aðferð væri ónýt og óviðeigandi. Utanaðlærdómurinn væri lítils virði, hugmyndin um að æfa minn- ið með því að læra grisku, latínu og stærðfræði byggi ekki nemand- ann undir þau viðfangsefni lífsins, sem hann yrði að msfta. Nemand- inn yrði að efla hæfileika sína eins og honum væri eiginlegast, að ekki ætti að troða lærdómnum i hann, heldur að leggja rækt við hans eigin hugsun. Sjálfsþroskun varð að slagorði á vörum manna og nemervdurnir voru látnir sjálf- ir ráða að miklu leyti hvað þeir lærðu. Allar greinir mentunar- innar varð að gera aðgengilegar og lckkandi fyrir nemandann. Menn þóttust að síðustu hafa fundið hinn konunglega veg sem til ment- unarinnar lægi. í öllum þessum breytingum er ýmislegt nytsamt að finna. Sjálfs- þroskun og einstaklingseðli er hvorutveggja ósegjanlega mikils virði, en þessi nýmæli voru svö bráðþroska, að þau tóku fyrir kverkarnar á hinum fyrri grund- vallar atriðum mentunarinnar. Gott minni er oft aðal skilyrði fyrir þróttmikilli afkomu. Sá hæfileiki að geta munað og geymt atriði i huga sér, sem eru þýðing- armikil og snerta hin daglegu við- fangsefni manna, er ómetanlega mikils virði fyrir alla afkomu manna. Eitt atriði er samt enn þá þýð- ingarmeira og það er, að hafa vald á vilja sínum. jafnvel þegar menn þurfa að láta á móti sér—að hafa þrek til þess að leysa af hendi ó- geðfelt verk með gleði. Sá, sem þannig hefir vald yfir sjálfum sér, honum er hægt að treysta til þess að leysa af lwndi skylduverk lífs- ins með sóma, og mentafyrir- komulag það, sem litla áherzlu •eggur á aga og reglusemi, fer’ á mis við eða sleppir því atriði, sem er þýðingarmest allra sérstakra atriða mentunarinnar. Þjóðarheill- in byggist að langmestu leyti á stritvinnu og hinn uppvaxandi nventalýður hefir ekki hæfileika til að beygja sig undir aga hennar, þá er hann ekki vel undirbúinn lifs- sta^f sitt. Sjálfsviljinn verður á- valt að haldast i hendur við sjálfs- afneitunina. (Frh.) Jchannes Ásgeir Jón- atansson Lindal. Fœddur 22. ágúst 1860. Dáinn 1. ágúst 1923. “N'ú er skarð íyrir skildi. Nú er svanurinn nár á tjörn.” Þótt Ásgeir dveldi hér í Victoria, B.C., mest af tímanum, síðan hann kom að heiman, þá var hann einn a'í þeim Vestur-íslendingum, sem bezt var þektur á meðal þess fólks, sem les blöð okkar og tímarit hér vestan hafs. Tilefnið til þess eru hin mörgu hugljúfu kvæði og vel- gerðu vísur, sem hann orti og sem birzt hafa af og til í blöðunum. Hann aflaði sér fjölda vina með ljóðum sínum. Hinn blossandi ættjarðarþrá, er hann bar í brjósti og sem ætíð kom í ljós, jafnt í viðræðum, ritum og ljóðum hans, gaf honum sérstak- an blæ og skapaði í hugskotum þeirra, sem þektu manninn eða lásu rit hans og kvæði, sérstakar skoðanir um hantj og vinarþel til hans. Lát hans hlýtur þess vegna að vekja bæði eftirsjá og söknuð í brjóstum fjölda fólks, bæði vestan hafs og austan. Jóhannes Ásgeir var fæddur í Miðhópi' í Miðdal í Húnavatns- sýslu. Forcldrar hans voru Jón- atan og Kristín, sem þar bjuggu langan tíma. Er ættin kynsæl og vel kunn. Mörg af systkinum Ás-! geirs fluttu vestur um haf, en öll í eru nú dáin nema einn bróðir, Jón- atan Lindal að Thornhill, Mani-j tba. Ásgeir kom að heiman árið 1887. Dvaldi hann fyrstu árin í j bygðinni nálægt Gardar, N. Dak., I en flutti síðan til Alberta 0g átti j heima í Calgary um ’ tíma. 1891 j settist hann að í Victoría, B.C., og bjó þar alt af síðan. Árið 1903 giftist Ásgeir og gekk að eiga Steinunni (Jónsdóttur) Júlíus. Hún er fædd og uppalin á Akur- eyri, er systir þeirra bræðra: Jóns Júliusar í Selkirk, Man., K. N. Júliusar að Mountain, N. D., og Bjarna Júlíusar í Winnipeg; en systir hennar er Elinora Júlíus, for- stöðukona á “Betel”, Gimli, Man. Asgeir og Steinunn eignuðust tvo drengi: Jakob A. Victor, nú 19 ára, og Joseph C. Harper, 16 ára; sem báðir eru efnilegir piltar. Ásgeir hafði borið vanheilsu o^krankleik um langan tíma. Síð- ustu tvö árin var hann lítt fær til starfa. Ágerðist lasleiki hans smámsaman frá byrjun þessa árs. í siðustu viku júní varð hann al- varlega veikur. Læknar gátu ekk- ert gjört nema gefa honum deyf- andi meðöl. Álit lækna um það, hverrar tegundar sjúkdómur hans væri, var aldrei gert opinbert. En það er haldið af mörgum, að inn- vortis krabbamein hafi dregið hann til dauða.’ Hann lá þungt haldinn í fimm vikur og dó þ. 1. ágúst. Jarðar- förin fór fram þ. 4. að viðstöddum flestum íslendingum, sem í Vict- oria búa. Frá leiðinu’ hans sést fram á sundín, þar sólskinið dansar á vog og heiðri á himinhvelfing um haustnótt sjást norðljósa flog. Hann liggur hjá lundinum græna, sem lykur um dáinna reit. En andinn, sem ei verður grafinn, á íslandi flýgur um sveit. Þvi, hér dvaldi’ hann sem dæmdur i útlegð, —á dýrðlegri Kyrrahafsströnd,— þótt árunum eyddi hér lífsins, hans önd þráði feðranna lönd. Hann sá, og verðleikum virti vorblíöu’ og fjallanna trygð, •sem Vesturhafsströndin væna vefur um sérhverja bygð. En sál hans og lund alt af lysti að lita sitt ættland á ný. Og orð hans og yrkin kröftug alt af hneigðust að því. Svo—laus við ferlega fötra, sem fátækt og vanheilsa bjó—, andinn, sem ei verður grafinn, flaug heim, yfir lönd, yfir sjó. Ljúft verður lúðum höldi, að líta’ yfir sveit um þádag °g yrkja sinn hróður um ísland alt fram á sólarlag. Victoria, B.C., 12. ág. 1923. Christian Sivertz. Þú sigur barst og sæmd úr þeirri för, sem seint mun gleymast félags- bræðrum þínum. Því þér tókst nokkuð þeirra’ að bæta kjör, með þíðleik, gætni’ og mælsku- rökum fínum. Eg óska’ af hjarta ykkur, kæru hjón, til allra heilla, bæði nú og síðar. Hjá ykkur sneiði ávalt böl og tjón, svo allar stundir verði gleðiblíðar. Og börnum ykkar gæfan gangi með, í gegn um lífið, ást og sælu þrungið. Og svo með vinsemd yður öll eg kveð, því út nú hefi eg litla braginn sungið. /. Ásgeir J. Lindal. Athugascmd: — Kvæði þetta er sent Lögbergi til birtingar, að höf- undinum látnum, vegna þess að eg hafði látið tilleiðast að lofa þvi, við marg-itrekaða beiðni hans, .meðan hann lá banaleguna, án þess að eg hefði séð kvæðið. Christian Sivertz. BlueRibbon COFFEE Just as good as the Tea Try It, TIL HJÓNANNA Christians og Elihborgar Sivertz °g _ Skúla og Halldóru Johnson, í Victoria, B.C. Ort í tilefni af 30 og 40 ára gift- ingarafmæli þeirra í maí 1923. Nú vil eg heilsa ykkur ljóðum í, fyrst engin mun hér völ á skáldum góðum, en óður hver mun ykkur gleði ný, þvi yndi mikið hafið þið af ljóðum, og visu skilið einnig eigið þið. á ástarinnar sigurglaða degi, er mörgu fögru minningarnar við þið minnist glöð á hjúskaparins vegi. Að geta litið liðinn æfidag með ljúfu geði, þökk og glöðu hjarta, og aftur sungið æskumorguns brag í aftankyrð, við röðulskinið bjarta, er frábærlega fagurt líf og gott, sem fæstum hlotnast, því er ver og miður, en um það finst mér alt þó bera vott, að ykkur hafi veizt sá lífsins friðut Því ást og friður alla tima bjó í ykkar hýra, kæra, prúða ranni. Og því við ykkur oftast lífið hló, því ást og dugur, blessun flytja manni. Já, séu hjónin samhent alla tíð, og samúð, ást og friður hjá þeim ríki, þá verður æfin þeirra björt og blíð, sem byggju þau i sjálfu himnaríki. Þið voruð ávalt glöð og gestrisin og gleymduð aldrei kærum feðra- slóðum. Sjá, aldrei deyr út æskugróðurin, þótt öðrum, síðar, búi menn hjá þjóðum. * Og börnin glöddu hjörtu ykkar æ, með ást og1 hlýðni, dug og reglu- semi. En það er önnur blessun mest í bæ, að börnin, frjásleg, alt hið góða nemi. Þú hefir, Christian, eins og kunn- ugt er, með alúð lengi stýrt hér verkamál- um. Og fyrir það þér þökk og heiður ber, því þar varð oft að ganga’ á ási hálum. Og sendur varstu’ á verkamanna þing- er vandamálum þurfti úr að greiða. Þar virtu allir vitran íslending, er verkalýð til sigurs reyndi’ að leiða. Og sendur varstu’ á sambands- stjórnar fund, er sí-versnandi verkamálin fóru. Menn vissu vel, hve lipur var þín lund, og létt þér var að tala við “þá stóru.” iV Prestastefnan. Dagan 26«—28 júní fór fram hin árlega prestastefna hér í bænum. Hófst hún með guðs- þjónustu í dómkirkjunni þriðju- daginn 26.., kl. 1-, þar sem Kjart- an prófastur Helgason prédikaði, og hafði tekið sér að texta: Lúk. 19, 1—10. Á eftir prédikun voru allflestir prestanna sameiginlega til altaris, en Eggert prófastur Pálsson þjónaði fyrir altari. Prestastefnuna sóttu alls 43 prestvígðir menn, auk biskups: 8 prófastar, 23 sóknarprestar, 3 aðstoðarprestar, 1 fríkirkjuprest- ur og 4 uppgjafaprestar, 2 guð- fræðiskennarar háskólans og einn kristniboði frá Indlandi (Einar Hoff prestur), og 3 guðfræðikandi datar. En fundir munu að jafnaði hafa verið sóttir af 35— 4C manns. Klukkan 4 síðdegis var .presta- stefnan sett í fundarsal K. F- U. M. Var fyrst sunginn. sálmur, og síðan flutti biskup bæn. þá á- varpaði biskup fundarmenn og bauð þá alla velkomna, þar á meðal sérstaklega hinn danska kristniboða, prestinn séra Hoff, er hingað væri kominn af tilmæl- um hinna tveggja trúboðsfélaga hér í bænum, til að fræða menn um trúboðsreksturinn i kristni- boðslöndunum. Því næst gaf biskupinn yfirlit yfir liðna árið, frá því að síðasta prestastefna var haldin- Mintist hann þar þriggja presta, er látist höfðu á árinu: séra Magnúsar porsteinssonar á Mosfelli 0g upp- gjafaprestanna tveggja, þeirra séra M'agnúsar próf. Andrésson- ar á Gilsbakka 0g séra Janusar próf. Jónssonar í Hoiti. Enn- frevnur fjögra látinna prestekkna þeirra, Steinunnar Vilhjálmsdótt- ur Sívertsen frá Útskálum, Mettu Einarsdóttur frá Stafafelli, Ragn- hildar Bjargar Metúsalemsdóttur frá Hjaltastað og Steinunnar : Einarsdóttur frá Þingmúla. Að eins einn prestur hafði sagt af sér á árinu, séra Jón Thor- ! steinsson á pingvöllum, eftir 37 I ára prestskap, en við hefði bæst einn, svo að tala hinna þjónandi presta væri hin sama og í fyrra, alls 108, en 3 aðstoðarprestar. En þar sem embættin væru nú alls 113, og tveir prestar í einu þeirra, ] væru nú sex prestaköll, sem stæðu óveitt: .Staðarhólsþing, Mjóifjörður, Bergstaðir Landeyja þing, Staður í Steingrímsfirði og Mosfell í Mosfellssveit. Á ár- inu hafði farið framt prestakosn- ing í 5 prestaköllum, nú síðast á þingvöllum, þar sem Guðmundur prófastur Einarsson hefði hlotið lögmæta kosningu og væri því réttkjörinn prestur, þótt ekki | hefði hann enn hlotið veitiugu hins háa stjórnarráðs fyrir prestakallinu. Nýjir prófastar hefðu á árinu verið skipaðir í Húnavatns prfóastdæmi, séra Jón Pálsson á Höskuldarstöðum og í A JSkaftafeIIs prófastdæmi séra ólafur Stephensen í Bjarnarnesi. Þá skýrði biskup frá yfirreið smni um Eyjáfjarðar prófast- dæmi (og meðál annars för sinni til Grímseyjar, þar sem ekki hefði komið biskup síðan í daga Guð- mundar góða, eða í 700 ár), og nokkurn hluta KjaJ’arnesprófast- dæmis. t— Drap stuttlega á af- skifti síðasta aiþingis af kirkju- ’/nálum og fjárveitingum til kirkj- unnar þarfa, mintist á aðfinslur sem fram hefðu komið í einu af blöðum vorum í sambandi við kirkjulíf þjóðarinnar, sem þótt þær væru sízt af Öllu réttmætar oí? bygðar á þekkingarskorti, ættu að vera prestum aukin hvöt til þess að vera áhugasamir um kirkjunnar hag og árvakrir og skylduræknir í starfi sínu. Slíkt væri heppilegasta svarið við slík- um aðfinslum af hvaða hvöt sem þær annars væru sprotnar, en það væri ekki vort meðfæri að dæma um hvatir manna. Loks mintist biskup á vaxandi áhuga manna á því að fjölga kirkjum, endurreisa þær, þar sem þær hefðu verið lagðar niður og reisa nýjar þar sem engin hefði verið áður, svo og á frjálsa kirkjulega starfsemi, sem lang mest kvæði að í Reykjavík og þar í sa'mbandi við K- F. U. M. par hefðu t a. m. verið haldnar 28C1 samkomur á árinu auk sunnudgaaskóla sam- komanna 36 isunnudaga ársins. Auk þess fjöldi smáfunda. Eftir stutt fundarhlé skýrði biskup frá Synodusfjár til 4 upp- gjafapresta og 46 prestekkna og voru tillögur hans samþyktar um- ræðulaust- Alls komu til út- hlutunar 9290 krónur (2 þús. kr. minna enn í fyrra). Ennfremur gerði biskup grein fyrir hag prestekknasjóðs og lagði fram reikning yfir sjóðinn- Væri hann nú (við síðustu ára’mót) orðinn alls kr. 41563,18 þar af kr. 581,46 gjafir frá prestum. Enn frem- skýrði ihann frá hag hins almenna kirkjusjóðs- Hefði sjóðseign um síðustu áramót verið kr. 239,- 755,34 og skiftist eignin niður á 123 kijjkjur. Af sjóðeign væru í lánum kr. 106587,99- Var þá komið að kvöldverðartíma og fundi slitið. Klukkan átta og hálf flutti séra Þorsteinn Briem erindi í dómkirkjunni fyrir troðfullu húsi. Efni þess var: Fórnin. Miðvikudaginn 27. júní klukk- an 9 var fundur settur með sálmasöng og bæna flutningi. Biskup gerði þá grein fyrir messuflutningi og altarisgöngu á liðnu ári með hliðsjón á skýrslum prófasta og presta. Höfðu messur orðið alt að 500 fleiir þetta ár en árið á undan, eða rúmlega 4000 alls, að ótöldum þó nálega 80 guðsiþjónustum sem fluttar höfðu verið af prestum þetta ár annar- staðar en í kirkjum. í 27 presta- köllum höfðu verið yfir 50 mess- ur í 6 prestaköllum 60 og þar yf- ir; Reykjavík 102, Görðum á Álftanesi 65, Útskálum 64, Nes- þingum 64, ísafirði 62, Stokkseyri 6C1, í 20 frá 46—49 í prsetakalli, í 21 frá 20—29 í prestakalli, í 19 prestaköllum 19 messur og þar fyrir neðan. Fæstar messur á landinu í Vallanesprestakalli 5. Tala altarisgesta hafði og aukist svo, að næstliðið ár hefðu þeir orðið alls 4356. Loks gaf bisk- up yfirlit yfir gifta, fædda og dána árið 1922. Hjónavígslur höfðu alls orðið 564 þar af 58 borgaralegar; 26 í Reykjavík, 9 á Húsavík, 8 á Akureyri, 4 á Seyð- isfirði, 3 á ’Sauðárkrók, 2 á ísa- firði, 2 á Eskifirði, 1 á hverjum stað fyrir sig, Hafnarfirði, Pat- j reksfirði, Blönduós og Vestmanna í eyjum. — Tala fæddra barna ■ 2556, þar af voru 43 andvana fædd j 2207 skilgetin, 349 óskilgetin.! Loks hefðu dáið á árinu alls 1263. Eftir stutt fundarhlé var hald- j inn prestafélagsfundur og verðurj ekki skýrt' hér frá því «sem þar gerðist. Klukkan fjögur og hálf flutti presturinn Einar Hoff kristni- boðserindi: — “Ber íslenzku kirkjunni skylda tfl að taka þátt í alheims kristniboði?” en biskup þakkaði ræðumanni erindið og skýrði stuttlega frá hvernig kristniboðsmálinu hefði áður 'ver- j ið tekið hér á landi. pvínæst flutti fríkirkjuprestur Árni Sigurðsson erindi um “af- stöðu pesta til bindindismálsins eins og það nú horfir við.” Urðu allmiklar umræður út af erinö- inu og lauk þeim með því, að satn- þykt var með 37 samhljóða at- kvæðum svo hljóðandi tillaga: “Prestastefnan telur það eitt af beinum hlutverku'm kirkjunnar manna, að vinna að algerðri út- rýmingu áfengisbölsins ogVstuðla að því, að íslenzka þjóðin geti losnað sem fyrst aftur undan er- lendum áhrjfurn ét bindindislög- gjöf sína.” Var þá komið fram á áttunda tíma og því fundi slitið. Klukkan hálátta flutti cand. theol. Hálfdán Helga«on erindi i dómkirkjunni fyrir fullu húsi um indverska kristniboðann Sundar Singh, uppvöxt hans, starfsemi og kenningu- Fimtudag 28. júní kl. 9 var fundur settur á sama stað, sálm- ur sunginn og bæn flutt, Prófessor Haraldur Níelsson flutti erindi um “Eitt af vanda- málum Nýjatestamentis skýring- arinnar.” Þakkaði biskup ræðu- manni fyrir erindi hans. Eftir stutt fundarhlé flutti séra Halldór Jónsson á Reynivöll- um, erindi um “Kirkjufeöng ” Þeg- ar því var lokið var komið fram að ‘matmálstíma og umræðum því klukkan hálf þrjú. Að loknum þeim umræðum, flutti kristniboði E. Hoff annað erindi um kristniboð: “Atvik frá kristniboðsstarfinu í heiðnum löndum.” pakkaði biskup í nafni fundarins fyrir erindið. pá skýrði cand theol Sigurb. Á- Gísflason frá kristniboði sem rekið væri í heiðnum löndum af íslenzkum mönnum og með ís- lenzkum fjárstyrk. Eftir 5 mínútna hlé gerði bisk- up grein fyrir gerðum hugvekju- nefndar, sem skipuð hefði verið í fyrra, og hugsanlegum aðferðum til að eignast nýjar “prestahug- vekjur,” svo og horfum á að koma þeim út. Kotn fravn eindregin ósk um að nefndin héldi áfram starfi sínu. Þá gaf biskup stutta skýrslu um samband ís- lenzku kirkjunnar við þjóðkirkjur Norðurlanda, lagði fram tilmæli frá Norsk Præsteforening um að sendur yrði fulltrúi héðan á aðal- fund þessa prestafe’ags nú í haust, skýrði og frá tilmælum frá Sýíþjóð u’m fulltrúasendingu til 800 ára minningarhátíðar dóm- kirkjunnar í Lundi og frá heim- boði er danska prestafélagið hefði gert séra Bjarna Jónssyni, er nú væri ytra. Nokkrar umæður spunnust út af þessari skýrslu. biskups, sem- nokkrum fundar manna þótti um of hlyntur nán- ari kynnum vorum af dönsku safnaðarlífi. Að lokum flutti biskup skiln- aðarávarp til presta út frá orðu'm Páls postula í 2- Kro. 5, 18—20 og flutti bæn. Var þá sunginn sálmur og prestasefnunni slitið. Um kvöldið voru flest allir synodusmenn í samsæti heima hjá biskup^ og stóð það til miðnættis. —Lögrétta 18. júlí 1923. Bakverkur Bakverkur er bein sönnun fyrir nýrna sjúkdómi. Konur kenna oft ýmsu öðru um og draga að leita hjáipar, þangað til að örðugt er að koma reglulegri lækningu við. Brqf þetta sýnir og sannar, sem og í flestum öðrum tilfell- um, hve meðal þetta er stór- merkilegt og hve fólki þykir vænt um það. Mrs. Albert Brunet, R.. R- No. 1, Ottawa, Ont., skriíar: “Eg hefi notað Dr. Chase’s Kidney-Liver Pills síðustu tvo mánuðina, með því eg þjáðist af nýrnaveiki — Eg hafði áður reynt önnur meðöl, er ekki bættu mér það allra minsta. Vin- ur ráðlgði mér Dr. Chase’s Kid- ne-Liver Pills, og við aðra öskj- una fann eg á mér nokkurn mun. Hefi í alt notað sex eða átta öskjur 0 ger heil heilsu.” Dr- Chases Kidney-Liver Pills, ein pilla í einu, 25 cent askjan, hjá öllum lyfsölum, eða beint frá Edmanson, Bates og Co., Limited. Toronto.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.