Lögberg - 23.08.1923, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.08.1923, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. AGÚST, 1923- Bla. S atvinnuvegi, né stjórnarfar. Á venju'legum mælikvarða mann- kynsögunnar á ísland helzt enga sögu. pað hefir enga eiginlega herkonunga átt, og að þeim bar- dögum, sem þar hafa verið háðir, hefir aldrei verið svo hressilegt sláturbragð að heimurinn hafi nokkra gleði af að ‘muna slíkt. Og eins eru líka til svo illgjarn- ir menn að fullyrða að Canada eigi ennþá enga sögu; það sé svo ungt land. En hræddur er. eg um að “Hudson Bay” og “C. P. R.” og •önnur slík félög, sem hafa fórnað sér fyrir þetta land, mundu rísa upp á afturfótnuum, ef þau heyrðu aðrar eins fullyrðingar og þær að Canada ætti enga sögu! — Já, atvinnuvegir og tækifæri eru hér víst ljómandi góð — víst miklu betri en á gamla landinu. En, eftir beztu vitund fullyrði eg að “heima” sé nú orðið hverjum dugandi manni innanhandar að hafa forsvaranlega ofan af fyrir sér og sínum. — Urn stjórnarfarið hér og þar má, býst eg við, helzt það segja, að þar sé iíkt um tvent Óþrifalegt, sem óiþarfi er að nefna- Á íslendingadegi vestan hafs á landasamanburður ekki við. Á því er enginn vafi að hingað er- uð þið horfin fyrst og fremst þess vegna, að á íSlandi var við margt ramt að rjá; þið eruð hér enn, og munuð nú flestöll ein- huga við það álit, að það sem þið hreptuð sé betra en það, sem þið sleptuð. Eg lái ykkur það ekki. Eg veit ósköp vel, að kjörin sem íslenzk alþýða bjó oft við á umliðnum öldum, voru segileg. En þá skoðun og þá von ber eg í brjósti að hið versta sé umliðið, að óornðar framfarir og auknar samgöngur útiloki þau ókjör framvegis. E’ur fagra frelsisdrauminn funabrjóst með enni af snjó. Margt er þolað. Tak í tauminn tímans vald, sé komið nóg- Þessi vísupartur er ortur af Einari skáldi Benediktssyni. Og nú er eg tilbúinn að byrja á því sem eg ætlaði að láta verða verk- efni mitt hér í dag. Það verður nú ekki mikið, og sízt mun eg hafa margt frumlegt að bjóða Alt er eg þó ætla að gera er það, að rifja upp fyrir ykkur nokkrar stökur, eftir skáldið sem eg nú nefndi. Og hafi eg landar góðir, nokkuð serstakt að bjóða, sem ykkur sé e'kki algjörlega fyrirfram Ijóst, þá felst það í vísu, sem er fyrst í kvæðinu “Væringjar” f síðustu bok Einars; lesið það kvæði 0g þá skiljið þið tiíl hlýtar ávarpið, sem eg viðhafði í byrjun þessa máls mins. En vísan er til svona: “Vort land er í dögun af annari öld nú ris elding þess tíma, se'm fálið- ann virðir- "Vor þjóð skal ei vinna með v«pn- anna fjöld en 'með víkingum andans um staði og hirðir. Vort heimslíf er tafl fyrir glögg- eygan gest, þar sem gæfan er ráðin, ef leik- urinn sést og þá haukskygnu sjón ala fjöíl vor og firðir?” Oft hafið þið heyrt því haidið fram, að minsta kosti af klerkum, að vér mennirnir færu'm að eins gestir þessa heimslífs. Mér finst það nokkuð sanngjörn . staðhæf- mg. Hvaðan sem við komum og hvert sem við förum, þá er það víst að hér stöldrum vér að eins við um meira eða minna hrað- fieyga æfi, og föru’rn svo! Gesta- bragurinn á okkur leynir sér aldrei til lengdar. Og sérhver gloggskygn gestur þessa lífs hlýt- ur að finna og skilja að “vort he.mslíf er tafll” Eins og stóð í **! min’ nýlega fengnu: bjaðu til, drottinn og djöfullinn eru enn í reiptogi Um veröld þessa — hver hefir það!” Sama er mér hvort þið takið þetta bók- staflega eða líkingarlega — á- re.ðanlegt er hitt að reiptogið á ser stað. Teflt er af tveimur oHum, sem vér köllum “gott og ilt”, vit og óvit, sælu og vansælu . er er um tafl að ræða, sem ist geta tapast og unnist. vegna er líf einstaklingsins vorubundið. pess vegna er heildarinnar alvörubundið- ef vel á að fara verður að Ieikinn sem bjargar — 0g: “Þá haukskygnu sjón ala vor og firðir!” Hér berst ykkur »,ÍIlcyreni goð.r, sú staðhæfing til eyrna hernia á íslandi, á ættlandinu o™- ar, al.st sú sjón, sem haukskygnust er allra, sem er verðmætari j annari sjón -^” sú sjón, sem he.Ilale.kinn í heimslífsins voruþrúngna tafli. Canadabúar! Eg á þess von þ.ð séuð fyrir löngu síðan að þreytast á því, að heyra, ei r. v.lj ár eftir ar, ýktar og “skrúfað ar skrumræður um þenna virð- Þess al- líf Og sjá fjöll ti'Iheyrendur að okk- allri sér , að rin til farin auða og kalda hóQma lengst norður í Atlantshafi, sem ísland er kall- aður- Eg á þess vegna jafn- framt von á því, að enda þótt ykk- ur vafalaust langi til þess, að ís- land eigi se*m mest lof skilið, þá takið þið samt gætlega á öðurm eins fullyrðingum og þeim að — íslenzk fjöll og firðir, — íslenzk náttúra, heild þess sem íslenzkt er sé sérstaklega um það fært að þroska þá djúphyggju, sem fæst við og ræður mannlífsins og til- verunnar þyngstu gátur! Eg skal heldur ekki reyna til að troða þeirri skoðun að ykkur — að eins leggja hana fram fyrir ykkur, til íhugunar og álits. Mín per- sónulega afstaða til málsins er sú, að eg fæ a'lls ekki sloppið hjá þeirri tilfinningu og þeim skiln- ingi að eitthvað sé í þessu hæft — að íslenzki kynstofninn standi í andlegu, vitsmunálegu tilliti, að ‘minsta kosti jafnfætis hvaða öðr- um kynþætti hnattarins, sem er — já ef til vill eitthvað framar! Og þessu til stuðnings svo ótrú- legt sem mörgum kann að þýkja það, má finna töluverðan tíning af rölksemdum. Og þær má flokka í tvent með hliðsjón af or- ■sök og afleiðingu. Hverjar eru þær ■orsakir eða tildrög, í liðna trmanum, sem ger- ir það líklegt að þessi norræna smáþjóð skari fram úr? Nefna má nokkur atriði: í fyrsta lagi: íslenzki stofninn er risinn af tveim góðum en ólík- um kynstofnum, öðrum norrænum, hinum írskum. í öðru lagi: íslendingar tala: þá tungu, sem eins og margsinnis er búið að benda á, af lærdóms- mönnum ýmsra þjóða, er alveg einstök í sinni röð; út úr myndun hinna einstöku orða má jafnan lesa kerfi af hugsunum, og málið í heild sinni ber uppi verulega auðiegð af vitsmunum, — í furðulegu'm fjö'lda af spakmælum og rímstuðluðum talsháttum- Rím- hæf er íslenzkan með afbrigðum | — og einn kjörgrip á hún fram yfir allar aðrar tungur, sem eg hefi frétt af *— ferskeytluna. — Þetta “frónbúans fyrsta barna- glingur” u- “par auðgaðist þjóðin við andans verð; — æskan dæmdi hve vísa var gerð, og fleygði fram fyrstu stöku” — í þriðja lagi: Um langan aldur hefir þjóðin teygað af lindu'm þeirra bókmenta, sem taldar eru með þeim beztu í heimr. í fjórða lagi: íslenzk náttúra er góður fræðari; hún ka'IIar á börn sín til samlífs við sig; sama má segja um náttúru Noregs, sem ól upp “feður feðranna”. Náttúr- an er alstaðar fræðari og mótari mannsandans; á því er enginn efi; það sér “hver glöggur gestur” þessa jarðlífs. —Sagt er að eitt stórskáldið hafi sagt um sína eigin þjóð: . I “Fó.lkið er alt svo fallega jaf.it og flatt eins og blessað landið.” Ekki veit eg hvort að hann hefir meint það sem niðrun; hafi svo verið, var það þó ástæðulaust. í- búar hins flata og feita lands gátu vart við það ráðið að mótast til líkingar við landið, sem bar þá. þess vegna segi eg við ykkur, landar mínir elskanlegir — gjör- samlega græskulaust, en alls ekki alvörulaust — varið ykkur á flatneskjunni — ekki á landinu, heldur landslaginu, þessari enda- lausu, feitu flatneskju! Þið haf- ið af því frétt, og út á það sett, að einu sinni var mannsandinn að glíma við að ko*ma pönnukökulagi á þessa jörð, sem vér byggjum — alt til þess er Kopernikus og hans líkar gerðu úr henni hnött. Hitt er þó miklu verra, að jörðin fletji mannsandann svo út, að hann verði þunnur og götóttur eins og illa bökuð pönnukaka. “Það sem gjörst hefir mun gjörast,” en til þess eru vítin að varast þau. Einari er tamt að kalla ísland — Só'ley; tvö ólík nöfn! Hann segir: par er Sóley fjalla-fráð faldar skautum dýpri og stærrí, þar, er anda norðurs nær, nát/úrunnar skóli er hærri.” Náttúrunnar skóli hærri þar! Já, landar, íslenzka náttúran er efalaust ein af hinum fullkomn- ustu og fjölskreyttustu háskólum jarðar vorrar, af sinni gerð- Svo sannarlega sem náttúran er yfir- leitt fræðari, er hér ekki farið með skrum, — og þá er hér um rök að ræða fyrir mann gildi ís- 'lendingsins. í fimta lagi: Eitt af þvf, sem til blessunar hefir horft fyrir ís- lenzka stofninn eru erfiðleikarnlr, sem varð að etja við og vinna sig- ur á; harðrétti af hendi valds- mannanna og náttúrunnar; vand- kvæðin mörgu, stfm knúðu menn til þess, að leggja fram alt það harðfengi, þá verkfimi og útsjón, sem þeir áttu til. — Ekki hafa enn farið sögur af þeim þjóðstofni, sem væri nógu sterkur til þess að þola “góða daga”. Nægtir “gulls og grænna skóga” hafa, enn sem komið er, sjaldnast reynst þeim er nutu, farvegur til veru'legs þroska. Miklu fremur er hætt við að þeir smá-heimskist bæði á hugsun og sannan góðleik. A þann mælikvarða, sem eg held að enn þá sé talinn rétthæztur “á jörðu hér” er það ekki neitt sér- stakt lán að geta kýft vambir sín- ar af ofáti, og sökt sér niður í hóglífisnautnir auðmenningar- innar- Þess vegna er Island, sem stendur nógu ríkt land; það getur fætt og klætt öll sín börn; þessa tvo síðustu áratugi hefir útlendum auðhyggju-anda blásið um nokkrar bygðir þess. pað hefir verkað á siðgæðislíf þjóðar- innar eins og ofgnótt regns og hlýjinda verkar á akrana ykkar. peir ryðbrenna! i—Við skulum því viðurkenna að gamla landið sé fátækt af sólskini og fleiri gæð- um — en lofa því samt að vera eins og það er. Eg get ekki tekið undir þá velmeintu ósk margra þeirra er ættjörð okkar unna, að hún verði auðugt land! Nei, mátulega ríkt, ‘mátulega kalt, ekki hlýrra og ekki ríkara en það er nú! pví sú haukskygna sjón, sem sér gæfuleikinn í heims- líf!s-taf!linu finnur engan verri jarðveg en hóglífis-hlýindi. — í sjötta og síðasta, en ekki sízta lagi: Þá sérstöðu meðal land- anna hefir ísland nú haft um margar aldir, að ala upp yopn- lausa þjóð! Hvílíkir yfirburðir! pegar ræðir um líkur fyrir sér- stöku vitsmuna og siðgæðisafli hins íslenzka þjóðstofns má benda á “vopnleysið” sem stórkostlegt atriði. — i— Þá er að víkja til þeirra rök- semda, sem heimfæra má undir “afleiðingar” — þ. e. ávexti þá, er ís’lenzki meiðurinn sé að bera í nú- tíðinni — afrek, sem þjóðinni séu til sérstaks sóma. Mér berast fregnir um það, að slík afrek- séu að gerast; fyrir bragðið sé athugulir menn annara þjóða að vakna til eftirtektar á þessum örsmáa Atlaslýð. Tökum eitt yngsta dæ’mið. í höfuðborg Saskatchewan fylkls var á þessu vori verið að segja upp stórum hjúkrunarskóla. Á þéivn skóla voru tvær íslenzkar stúlkur. Þrjár stúlkur luku verðlaunaprófi í þetta sinni; þar á meðal báðar íslenzku stúlkurn- ar. Nú segir heyrnarvottur mér að prófessorinn, sem burtfarar- ræðuna hélt hafi tekið svo djúpt í árinni að fullyrða að íslend- ingar væru: “The most clever race that is”; hafi hann .svo rök- fært mál sitt með því, að benda A að það sé orðin góð og gild reynsla vestan hafs, að þegar ís- lendingar leggja itil kapps við aðra kynstofna, endi það undan- tekningarlaust með því, að land- inn “pilíi” sig brott með “meda- líurnar!” Mér finnast ummæli þessa canadiska menta'manns töluvert eftirtektaverð. í kenslubókum þessa lands er lítið getið um ísland og íslend- inga, og þangað getur slæðst mis- skijningur. “ Fyrir skömmu komst eg að því, að í einum barnaskólanum hér í landi var verið að fræða canadiska íslend- inga á því, að íslendingar væru ekki sérstök þjóð, heldur partur úr þjóð, sem Danir væru kaliaðir; hins vegar væru Canadabúar ein merkasta þjóð hei'msins. En ef samband íslands og Danmerkur varnar því að íslendingar geti heitið þjóð hvað verður þá um Canadamenn, sem tala sömu tungu og Bretar og eru tengdir þeim miklu stríðari stjórnar- böndum, en íslendingar Dönum? Hinsvegar er sú viðurkenning orðin töluverð, sem íslendingar 1 þessu landi eru búnir að öðlast í sa'mlífinu hér við aðrar þjóðir. Margur er hirðulaus um að vera íslendingur, en enginn skammast sín þó fyrir það framar; svo gæti farið að í því þætti sæmd. pið hafið ef til vill til þess frétt eins og eg, að fyrir nokkr- um árum síðan kom út ritgjörð í ensku tímariti eftir kínverskan dulspeking. Var því þar haldið f.'am að á eylandi því, sem norð- arlega sé í Atlantshafi og ísland sé kallað, séu nú sem stendur andlegar krafta'miðstöðvar jarð- ar.nnar! Mönnum má finnast þetta kynlegur boðskapur; hann er það; og því minna munu menn upp úr honum leggja, sem þeim er óljúfara að reiða sig á vitnis- burð dulspekinga. En, það er þó dá'lítið gaman að þessari aust- rænu rödd, fslandi til lofs og dýrðar, og ekki er hún með öllu ómeAileg til samanburðar við ýms ummæli á Vesturlöndum bæði frá íslenzkum mönnum og öðrum. í blaðinu Free Press stóð 1 vetur -stutt grein um fslendinga! peir væru komnir lengst norðan úr Atlantshafi — frá eldi og ís; þeir ættu sögu, sérstakar bók- mentir; þeir væru framgjarnir menn og duglegir, og fu'llgóðir borgarar þessu landi. Þeir væru fjarska fámennur þjóðflokkur en, þó, einhvernveginn — “alstaðar nálægir” — bæri mikið á þeim miðað við tölu þeirra. Já, sagt er mér að landinn sé kominn víða, að greinar kyn- stofnsins muni nú teygja sig um allar álfur heims — þótt grannar séu. Væringjaeðli íslendings- ins hefir haldist, — eðli, sem hvetur til sæfara og ’landfara. Feður hans og frændur nema lönd víðsvegar um Evrópu, og sigla alla leið til Miklagarðs. Sá var siður íslendingsins að taka sér vetrarsetur við “staði” og “hirðir”, þ. e. jafnt hjá kirkjuleg- um sem veraldlegum höfðingjum. Hann gekk — og gengur enn í páfagarð. Einn af höfðingjum samtíðar sinnar var íslenzki Jór- salafarinn Björn. íslendingar eru um eitt skeið mestir sægarp- ar; fara tíl Grænlands; finna Vínland. Og nú hafa þeir, síðast- liðin fimtíu ár verið að nema þar land, þúsundum saman; landinn er furðu víða á ferð, þótt fáliðað- ur sé — álítur Free Press. “Svo fangvíð sig breiða hér flói og vík mót fjarlægu str*öndunum handan við sæinn en, verin fábygð og vetrarrík • byggja Væringjans kraf/a við háfjallablæinn. Hann stendur hér enn, sem stóð hann hér fyr með stórgerðan vilja, þögull og kyr, og langferðahugann við lág- reista bæinn. —” íslendingurinn er í annað sinn að gerast víðförull. Og hann kynnir sig vel meðal þjóðanna, kynnir sig að 'meiru andlegu og líkamlegu atgerfi en stórþjóðirn- ar eiga von á'hjá “fáliðunum”. Vel hefir margur íslenzkur náms- maður gert það hér við skólana; vel gerðu Fargo-piltarnir í vetur, vel gera nútímaskáldin okkar, sem til umheimsins hafa snúið sér. Oft hefir á því borið að landinn er líkamlega knár, fylli- Iega til jafns við hina; Jóhannes hefir gert vel; vel gerðu skauta- hetjurnar í Amsterdam Enda er þetta, altaf við og við, að ko’ma fyrir, að merkir menn af ýmsum þjóðum séu að benda á það, í blöðum og tímaritum, að þjóðerni íslendinga sé gott, land þeirra sérkennilegt, bókmentir þeirra merkar. Og náttúrlega er það þá líka satt sem við berum hver á annan að okkur þyki hólið gott og að við tyggjirm það upp af kappi. En að taka hóli hefir fleiii hliðar cn þá, að láta sér liða vcl undir því, — gera sér það að góðu. Það er með sérstöku spakmæli viðurkent með mörgum þjóðum að “vandi fylgir vegsemd hverri.” Minstu þess að “heimslífsins- tafl” er taflið mitt og þitt og niðj- anna, sem þú segist elska; það er tafl sigrandi, göfgandi menning- ar og mannkynsglötunar; það er tafl lífs og dauða. pú sem lifir og átt afkomendur getur ekki setið hlutlaus hjá. Og ef við með ráðvandri íhugun gerum þá ályktun, að okkar kynstofn — þessi ótrúlega fámenni Væringja- kynstofn — sé svo vel búinn að andlegu — einkum vitsmunalegu atgjörfi, að með honum^alist sú haukskygnasta sjón á heimslífsins tafl, þá er það að vísu vegsemd ■— en vegsemd sem vandi fylgir. Hafi þessi norræni hópur ein- hverja sérstaka getu til hins góða, þá ber honuvn að gera það góða, sem hann getur, Sé eitt- hvað það við ísland og íslendinga, sem horfir til heilla fyrir mann- lífið, þá ber þeim að fara trúlega meS það pund sitt. vestan hafs og réttmæti hennar komið.------ Við getum margir ekki að því gert að hugsa eins og Einar: “Vort land er í dögun af annari öld, nú rís elding þess tíma, sem fáliðann virðir.” Allir íslendingar austan hafs og vestan eru til samans álíka margir og helmingur af íbúum Winnipegborgar! Fáir eru þeir. En við vonum að sú tíð aé að líða að menn ætli sér að afreka nokk- uð til gagns með íhervígum og öðru ofbeldi. Eigi hið góða úr- ^litaleikinn í taflinu, — rísi heimurinn við frá yfirsjónum sínum og eymdum, þá verður það eingöngu fyrir andleg, vitsmuna- leg afrek; þar getur “fáliðinn” engu síður notið sín en mann- mörgu herþjóðirnar. Landinn er greindur eins og hver annar; og týni hann ekki sjá'lfum sér, því bezta í þjóðareðli sínu, þá býr hann yfir skapandi frumkrafti, sem ‘margir okkar gera sér von um að — styðji lífið í styrjöldinni við dauðann. ísland bar Snorra í fornöld; ís- land bar Hallgrím síðar, ísland ber í dag Einar Jónsson; sæmd er íslenzku þjóðinni að sni’ldar- anda Helga Péturssonar, og á norrænum stofni stendur Kletta- fjallaskáldið- Mál mitt ætla eg að enda með spádómi: Sú hugsun beinlínis sækir á mig að innan skamvns leggi fslendingar til heimssnilling í tónsmíði og hljóm- list; mér finst eg sjái tákn þess og forboða. Mikið af þjóðinni er hjartanlega hljómhneigt, og þá trú hefi eg ríka, að íslenzki “fá- liðinn” búi yfir þjóðlegum tón- töfrum, sem hann eigi eftir að beina til umheimsins á ekki ó- snjallari hátt en þann, sevn t. d. Greek hinum norska var laginn- Skal eg svo í þetta sinn ekki biðja ykkur uri? lengri áheyrn — að eins láta í ljósi ánægju mina og þakkarhug fyrir þessa árlegu viðleitni ykkar, að heiðra með sérstakri hátíð, ættland ykkar og feðraþjóð. Erfiðleikarnir eru án efa margir og fálæti sumra til- finnanlegt. En hefir rtokkui íslendingadagur gengið svo um garð að hann ætti ekki erindi við marga hugi og hjörtu? Eg hygg ekki. En sem komið er vekja þessir dagar og verma — ekki að eins gö'mlu iðjumennina, sem nú eru farnir að gefa sér tóm til þess, að dvelja mest við fornar minningar og framtíðina dular- fullu, sem áreiðan'Iega færir þeim heim sanninn um að þeir séu hér að eins ferðamenn og gestir — heldur einnig mörg ungmenni sem einhvernveginn veittist það eðli, að leggja rækt við það, sem “þeirra föður og móður var,” og auk þess að vitra manna dómi mjög nýtur menningararfur- Hlýðið að lokum þessu ljóði: “Undir Gimli-geislans bru Guð lét frjálst hvert aldinbú, Þar sem röðlar lágir lýsa langra skugga dá! og strönd. | Þar, sem leiðir lífsins hönd Litblóm fram við húm og ísa, | Hugarvit of hjartatrú Hástóll ljóssins vissi rísa —” í Aasberg kapteii?n. Vesturíslenzku Væringjar! Er- uð þið ekki .svo glöggeygir gestir þessa jarðlífs, að þið finnið og skiljið að þið hafið hugsjóna hlutverk að inna af hendi hér á þessu meginlandi? Getið þið lit- ið svo á, að meiri hlutinn af yMc- ur sé ef til vill ti'l þess eins hing- að kominn að láta fletja sig og niðja sína, út andlega, við auð- sæld og hóglífi. Sjáið þið ykkur ekki fært að nota þann menning- arauka, sem þetta land hefir veitt ykkur, til þess að sneiða hjá því lélega í íslenzku þjóðlífi, en aðhýllast og efla “góða hlutann” hvar sem þið farið? Finst ykkur það fjarstæða eða til of mikils 'mælst að þið séuð slagæðar um hinn enska, vestræna menningar- heim, frá því hjarta sem slær “heima á íslandi” — hjarta, sem umheimurinn mikli er farinn að ljúka lofsorði á — ekki vegna þess að hervaldið eða fólksfjöldinn knýji hann til hræsni — heldur vegna þess, að honum verður 6- sjálfrátt lofgjarnt við það, sem hann íes, heyrir og sér? Undir skilningi manna á þessum atrið- um er þrek íslenzkrar þjóðrækni LUX Fyrir mjúkar ábreiður! Frægir ábreiðu- eða rúmteppa- framleiðendur mæla með Lux, vegna þess hve fljótt hinar þunnu, silki-svipuðu plötur leysast upp, og það svo rækiega, að engar örður af sápu verða eftir, sem gera mundu ullina í á.breiðunni grnla og flíkina þannig óásjálega. Bezta aðferðin við ábreiðuþvott: Notið Lux í hlutföllum þeim, að tvær te- skeiðar af Lux komi í hálfa gallónu af vatni. Látið siðan vatnið snarphitna, bætið köldu vatni viö þangað til þvottalögurinn er aðeins ylvolgur. Dýfið ábreiðunum svo hvað eftir annað ofan í, einkum þeim ixirtum, sem ó- hreinastir eru. Þvælið ábreiðurnar ekki. Dýfið þeim ofan í þrenn ylvolg vötn. Kreist- ið vætuna úr þeim, eða rennið þeim gegn um létta vindu. Þurkið ábreiðurnar síðan í skugga, þar sem ekki er of heitt. I.u.v cr selt í inusigluðum, rykheldum pökkitm. ... LEVER BROTHERS, LIMITED, TORONTO Það munar um hverja stund Glóandi sólskin, hveitið full- þroskað—og svo biltr vélin Ekkert nema steypa dugar til aðgerðar. Engin stund m Guð blessi “gamla landið” — i undir “Gimli-geislans brú.” pað er geisli, ,sem hverri þiroskaðri i mannssál er sæmd að skína og skarta í. Hvar sem íslending-j urinn fer, hvert sem Væringja- i eðli hans ber hann, skal æfinlega i verða bjartast um hann í þeim ljóma. ma missa sig. Hann hriagir upp næsta kaupmann, en sa hefir ekki þá parta, sem nota þurfti. Firðsímun til næstu verksmiðu. “Já, við höfum partana til.” “Sendið þá með næstu lestinni. Þér fáið þá snemma á morgun.” “Það er ágætt. ” “Mesta slysni,” sagði bóndinn við sjálfan sig. “En eg var vissulega heppinn að hafa símann við hendina.” Enginn bóndi má vera án síma. Ekkert er líklegra til að spara hon- um tíma og peninga. Auk þess er síminn til stór þæginda fyrir lnts- freyurnar á bændabýlunum. Sérhvert heimili á að hafa sinn sinia. @kMaNITOBAj8 “JI.TELEPHONE8 %SY8TEM 1 Á þriðjudagskveldið 26 þ. m. var Aasberg skipstjóra á íslandi haldið hér kveðjugildi á “Hótel ísland.” Voru þar um 140 manns, konur og karlar. Var borðhald fyrst með ræðuhöldum, en síðar dans. Kl- Jónsson ráðherra talaði fyrir heiðursgestinu'm, en | Aasberg skipstjóri svaraði með ræðu fyrir íslandi Th. Thorstein-1 son kaupmaður talaði fyrir frú Aasbergs og dóttur, en þær voru j báðar með í gildinu. Kn. Zimsen j borgarstjóri talaði fyrir Dan-1 mörku- — Heiðursgestinum var 1 samtætinu afhent að gjöf málverkl eftir Ásgrim Jónsson, se?m sýnirl útsýn frá Reykjavík ti'l Esju, Akrafjalls og Skarðsheiðar. Þenna dag varð hr. Aasberg stórriddari Fálkaorðunnar. Hann hefir nú farið 233 ferðir milli Danmerkur og Islands fram og aftur, eða 266 ferðir milli landa og þar að auki 5 ferðir milli New York og Islands á ó- friðarárunum. 1 þeim sigling- um hefir hann verið 33 ár; fyrst stýri'maður á Lauru, þá Skipstjóri á Skálholti, síðan á Botniu, og loks á “ís'landi” frá því það var bygt, og hafði hann séð um bygg- ingu þess og ráðið fyrir henni. Nú í þessum mánuði varð hann ■!!■!!»■!!!!■!!« lll!H!l|>H!il!l Canadian Pacific Steamships lip Nú er rétti tíminn fyrir ytSur að fá vini ytar og ættingja frá Evrópu til Canada. — öll farþegagjöld frá Evrópu til Vestur-Canada hafa nýlega verið lækkuS um $10.00. — KaupiS fyrirframgreidda farseSla og gætiS þess aS á þeim atandi: CANADIAN PACIFIC STEAMSILTPS. V6r eigum skip, sem sigla frá öllum megin hafnbæjum Bretlands, svo sem Liverpool, Southampton, Glasgow og Belfast. — Vér leiS- beinum ySur eins vel og verSa má. — SkrifiS eftir upplýsingum til: W. C. CASEY, General Agent, Canadian Pacific Steaniships, I,ttl. »64 Main Strcet, Winnipeg, Man. ■ U m ,UI!KIBII!!B,|l nRBllBIII!B!!l!B!ll!ai!!!ai!IHilB1IIIBIII!Hli:!aillH'!|!l lliHlRíBRimUÍ 65 ára, og hættir sjóferðum, vegna þess, þótt enn sé hann ern og hraustur- Er þetta síðasta ferð hans hingað til lands. Kl. Jónsson ráðherra gat þess í ræðunni fyrir honum, að hann hefði verið ágætur og öruggur sjómaður. Aldrei hefði honum hlekst á í ferðum sínum hér og aldrei hefir hann mist mann i sjóinn af skipi sínu öll þessi ár. En sjö eða átta sinnum hefði hann bjargað mönnum úr auðsæjum lífsháska og fengið fyrir það “Med for Œdel Daad” Hann hefði jafn- an látið sér ant um vitamál okk- ar og komið því til leiðar um aldamótin, að smávitar voru sett- ir upp á ýmsirm höfnum, er enn stæðu, svo sem á Akureyri og Oddeyri. Altaf hefir hann verið hér vel látinn og vinsæll, og ætti marga vini hér á landi. Að gildinu loknu var heiðurs- gestunum fylgt til skips. Kveðjusamsæti var Sig. Krist- inssyni kaupfél.stjóra haldið fram i Möðrufellshrauni á sunnudaginn og hann kvaddur með ræðuhöld- um og kvæði. Sigurður tekur nú við forstjórn S. í. S. og flytur til Reykjavíkur. Sigurður hefir ver- ið hér vinsæll maður og sakna hans margir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.