Lögberg - 23.08.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.08.1923, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. AGÚST, 1923- lögberg Ge£ið út hvern Fimtudag af The C*l- umbk Preis, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talniraart >-6327 N-032S iéb i. tiiídfeiL Bditor Utan&skríft til blaðaiu: THt CðLU«(Bti\ PHESS, Ltd., Box 3)7!, Winnlpeg. Man- Utenáekrift rítstjórens: EDiTOR L0GBERC, Bsx 317! Winnipeg, ^an. The "LSjfberg" <a prlnteð and pubilshed by The Colwtnbla Proee. Límtted. In the Columbia Bloek, ÍúS tj «57 Sherbrcoke Htreet. Wtnnipeg, Mantóoba -_1 Þingið í Eisenach, Á sunnudaginn var, 19. þ.m., var alheims- þing lúterskra manna sett í Eisenach á Þýzka- landi, og er það í fyrsta sinni, síðan á dögum Marteins Lúters, að allar deildir hinnar lút- ersku kirkju í heimi eiga þing með sér, og hefir maður fylstu ástæðu til þess að vonast eftir, að frá því þingi stafi kirkju Krists og lýð öllum eitthvað gott. Til þings þessa eru leiðtogar lútersku kirkjunnar komnir úr öllum löndum. Hár Lerðir guðfræðingar, háskólakennarar of leik- menn, til þess að vinna að efling guðs ríkis á meðal allra þjóða. Hugmynd þessi er ósegjanlega fögur og vonandi verða afleiðingarnar af þessu þingi ]>ær söinu. Ilvað er það, sem þing þetta getur gert? Hvaða álirifa geta menn vænzt frá því ? Það getur styrkt bandið, sem knýtir sam- an hina lútersku kirkju um lieim allan og gjört hana þróttmeiri til verka í víngarði drottins, en liún hefir verið. • Það getur vitnað svo um mannkynsfrels- arann Jesúm, að enginn maður geti framar efast um afstöðu hinnar lútersku kirkju gagn- vart orði hans og kenningum. Það getur sýnt heiminum að það skilur, að aldrei í sögu kristinnar kirkju, síðan að Marteinn Lúter hóf siðbótar baráttu sína árið 1517, hefir verið eins mikil þörf á að halda merki kristindómsins hátt og bera það djarf- lega fram, eins og einmitt nú. Það getur hrópað út yfir allar þjóðir þann sannleika, að aldrei verður friður í heim- inum, aldrei bróðurhugur á meðal mannanna, fyr en kristin kirkja, ekki að eins lúterska kirkjan, heldur allar deildir kristinnar kirkju í heimi, hætta allri hreppa og landa pólitík og prédika frið og náð—prédika, eins og Páll sagði forðum, Jesúm Krist og hann kross- festan. Það getur risið upp, eins og Lúter gerði forðum, og sagt hinum heiðna aldaranda stríð á hendur—ájtveðið, einbeitt stríð, sem ekká lætur bugast þó mótspyrnan sé megn, sem ekki lætur leiðast til þess að vera í neinu makki við hálfvelgju og heiðindóm, hvort held- ur hann er utan kirkju eða innan, — heilagt stríð, sem lyfti huga mannanna vfir hið lága og lítilfjörlega, upp að hásæti þess hreina og heilaga, — réttlátt stríð, sem heldur hlífðar- laust fram réttlætiskenningum frelsarans gegn, ranglætiskröfum mannanna. Það getur gert svo undur margt til bóta og blessunar, ef það að eins ber gæfu til þess og hver myndi segja, að vanþörf væri á því— vanþörf á að bæta ástandið eins og það nú er í heiminum. Tala lþterskra manna er sögð að vera uni 90,000,000. Það er einn fimti hluti þeirra, er kristna trú játa, og er þing þetta því'voldugra en nokkur önnur deild kristninnar gæti hald- ið, að kaþólskum undanteknum. Verkun á heyi. Tvær aðferðir eru notaðar til þess áð verka hey. Önnur og sú almennasta er, að raka hey- inu saman eftir að það er slegið, breiða svo úr því í flekki, rifja þá og snúa þeim unz hey- ið er þurt, eða, eins og á sér stað í þessu landi, slá heyið, láta það liggja í ljánni unz það er tilbúið til hirðingar. Hin aðferðin er hin svo kailaða súrheys- verkun. Er þá heyið látið blautt í þar til gerð- ar hlöður, sem eru loftheldar, pressað og látið svo ryðja sig. Báðar þessar aðferðir hafa sína annmarka, Sú fyrri og almennari sérstaklega þá, að það er oft erfitt að þurka hey í vætutíð og liggur það þá undir meiri og minni skemdum og verð- ur stundum með öllu ónýtt. Hin síðari að- ferðin hefir þá annmarka í för með sér, að hún mishepnast oft og heyið skemmist, og þó hún takist, þá hefir reynslan sýnt, að súrhey eitt er ekki einhlítt til fóðurs og að búpeningurinn þarf að hafa þurt hey með súrheyinu, ef vel á að fara. Við þessa erfiðleika hafa, menn átt að stríða í langa tíð og oft orðið fyrir miklum skakkaföllum af afleiðingum þeirra. En nú í síðustu tíð hafa hugvitsmennim- ir fundið upp þriðju aðferðina, sem er líkleg til þess að útrýma báðum hinum fyrri aðferð- unum og gjöra mönnum kleift að þurka hey sín án þess að vera nokkuð upp á tíðarfarið komnir. Og þegar maður fer að hugsa um þessa nýju aðferð, þá furðar maður sig stór- lega á, að manni skyldi ekki detta sú aðferð í hug fyr. En það er að þurka heyið með vélum. Við þessa nýjumóðin heyþurkun hafa tvær aðferðir þegar verið reyndar. Önnur þeirra í Illinois ríkinu í Bandaríkjunum, og er hún á þann hátt, að þegar grasið eða kornið er slegið, fellur það í strigadúk með þverriml- um, á, sem sláttuvélin snýr, eins og nú á sér stað á kornbindurum. Flytur svo dúkur þessi grasið eða kornið upp í vagn, sem ekið er sám- hliða sláttuvélinni. Þegar vagninn er'. hlað- inn, er farið með hann að þurkunarvélinni. Þar er grasið aftur flutt með samslags útbún- aði úr vagninum og inn í þurkunarvélina, þar sem er mátulega mikill hiti og vindur, sem framleiddur er með spaðabjóli. Svo heldur heyið áfram og út úr þurkunarvélinni, og er þá brakþurt, og tekur það um tólf mínútur að þurka hvert æki á þenna hátt, eftir að það kemur að þurkunarvélinni. Ilin aðferðin er nokkuð með öðrum hætti og hefir hún verið reynd á Skotlandi, og er farið að nota hana til heyþurkunar þar tals- vert mikið, og er bæði óbrotnari og kostnaðar- minni en sú fyrri. Þar slá menn grasið og setja það í lanir jafnóðum og slegið er. Lanir þær eru hlaðn- ar eins og vanalegt er að hlaða heyi, að öðru leyti en því, að í miðri löninni er skilið eftir autt rúm niður við jörð, ferhyrnt eða aflangt, ekki stærra en það samt, að veggirnir sitt hvoru megin á löninni séu nokkuð þykkir. 1 gegn um hliðina á löninni er látinn hólkur, sem nær inn í þetta auða rúm, og við ytri end- ann á þeim hólk blævaki eða spaðahjól, sem snúið er með vélarkrafti. Svo er hitamæli stungið inn í heyið. Þegar heyið er búið að standa dálitla stund, fer að hitna í því, og ]>egar það er búið að ná fyrirfram ákvörðuðu liitastigi, er vélin, sem snýr blævakanum sett á stað og óslitnum loftstraumi á ]>ann hátt þrýst inn í heyið; og þessu er haldið áfram unz hitinn er kominn úr löninni; þá er vélin stöð\Tuð. Loftstraumurinn frá vélinni dreifist út um heyið og þrýstir heita loftinu út úr því og með því rakanum, sem í heyinu er. Þessu er haldið áfram í tvær klukkustundir í tíu til fjórtán daga, og er þá heyið í löninni orðið ]>urt, og hvert einasta strá með sínum fulla fóðurkrafti. Þessi skozka þurkunaraðferð hefir það til síns ágætis, að ef menn vilja, er hægt að þurka sex lanir með sömu vélinni, því loftstraumur- inn þarf ekki að leika nema tvær klukkustund- ir á dag um hverja þeirra, og má því færa vélina á degi hverjum frá einni lön til annar- ar, ef menn vilja vinna tólf klukkustundir á dag, og þá þurkar sú eina vél sex lanir á tíu til fjórtán dögum. Forgangsmenn þessara nýju aðferða hafa tekið það fram, að fyrirkomulag þetta sé að- allega ætlað þeim plássum, sem votviðrasöm eru. Hnignun í skáldskap. Eftir Edwin Markham, LL.D.. Hinn nýi lieiðindómur snýr baki við fram þ róuninni. 1 staðinn fyrir að leita upp á sjónarhól hinna æðri hugsana, sýnast hinir nýju realista-skákl- sagna höfundar rogast með kynferðis tilfinn- in.gu á herðunum. Eðlisþrá konu og karls er heilagt afl og ætti því að eins að vera notuð til ]>ess- að ná háleitu takmarki. Þrá sú er má- ske hið helgasta afl, sem í manninum býr. Sá sannleikur ætti að vera hrópaður um heim all- an—í listum jafnt og vísindum. En þessir nýju skáldsagna höfundar vorir sýnast sveigjast í hugsunum sínum að stigi því, sem hinn lægst hugsandi partur villimanna stendur á. Þeir bvggja hugsanir sínar á eyðimerkur sandfoki, sem þeir, er mestum þroska hafa náð í hugsun, hafa fyrir löngu snúið baki sínu við á leiðinni til æðra takmarks. Hér komum við þá að aðal ágreinings at- riðinu. Þessir nýju höfundar og þeirra fylgi- fiskar, krefjast frjálsræðis, frjálsræðis til þess að fylgja eðlishvötum sínum, að elta vindbólu skemtananna. Kröfur þeirra eru ákveðnastar í því að krefjast réttar til þess að fylgja náttúrueðli sínu fram í hvívetna, og hver sá, er á móti mæl- ir, er nefndur “hugleysingi,” “Púrítani” og maður, sem uppi hafi dagað á miðju Victorian tímabilinu. En réttlætir reynsla liðinna alda slíkt dá- læti á eðlishvötunum? Nei, hún gerir það ekki, því sú stefna meinar ekkert annað, en að snúa til baka til heiðindómsins, þegar hann var á lægsta stigi, að falla fram og tilbiðja blind náttúruöfl. Hver hefir aðstaða mannanna verið í framþróunarbaráttu þeirra frá fyrstu tíð? Þeir hafa risið fyrir hina innri baráttu og ytra stríð gegn hinu meðfædda, dýrslega og áleitna náttúruafli. 1 aðal atriðunum, þá er náttúruaflið óaðskiljanlegur hluti mannlegrar tilveru, heimur afbrýðissemi og stríðs, heimur, þar sem hvorki er um að ræða ívilnun né með- aumkvun, hvoiki hluttekning né miskunn. Og jafnvel þó frumefni þessara dygða sé að finna í hinum köldu náttúruöflum, þá er það mannsins skylda, að þroska þær unz þær bera ávöxt. Eitt er víst, alt hið fegursta, sem menningin á, hefir verið dregið úr greipum hinna óeftirlátu náttúruafla. 1 stuttu máli, maðurinn heyrir til tilveru, sem er áítund æðri heldur en náttúrueðli það, eem ræður í dýraríkinu. Þó að maðurinn verði að standa föstum fótum í náttúrunni, þá finnur hann aldrei það æðsta í sjálfum sér fyr en hann lyftir sér upp yfir hana. Hann nær aldrei hinni sönnu full- komnun, unz hann hefir náð valdi yfir ríki nátt- úrunnar. Eg hefi hér að framan verið að reyna að sýna fram á, hve óheilbrigð sálarfræði þessara nýju höfunda er, eins og hún kemur fram í þessum nýju bókum þeirra. Nú vil eg athuga innihald nokkurra þeirra bóka, sem gefnar hafa verið út í Evrópu. Eg vil þá byrja á einni, þar sém hinn al- kunni Casanova, sem uppi var í Venice á átj- ándu öld, er söguhetjan. Maður máttugur í öllu illu, þróttmikill æfintýramaður, afburða- maður á sína vísu, en með öllu samvizkulaus. I hálfa öld liggja spor hans víða um lönd, hann kemst í kynni við páfann, Voltaire og Friðrik inikla, og fullnægir kröfum þeirra allra sem trúnaðarmaður, sendimaður, svikari, lygari og siðleysingi. Konur falla fyrir hinu djöfullega afli hans, eins og gras fyrir ljá. 1 einni af sögum þeim, sem mesta út- breiðslu hafa hlotið, sem er skáldsaga og snýst um þenna ógeðslega Casanóva, er oss gefinn smekkur af nýjum þorparaskap, sem sá erki- þorpari er látinn fremja. Hann eyðileggur þrjár konur í sömu fjölskyldunni—móðurina, dóttur hennar og dótturdótturina, óþroskaða unglingsstújku 13 ára að aldri. Hann steypir þannig þremur ættliðum í eyðilegging og glöt- un, og er það bara eitt af hans mörgu þorp- araverkum. Höfundinum sýnist vera alveg sama um þetta og segir frá« því eins kalt og rólega og matvörusali telur og lætur af hendi tylft af eggjum, og meira að segja virðist finna til óblandinnar ánægju út af skarpskygni sinni í sambandi við þetta ógeðslega framferði. Englendingar eiga sinn þátt í þessum ó- geðslega blekiðnaði, þjóð, sem naut hinna sterku siðferðiskenninga George Elliot í skáldskap í fimtíu ár. Látum oss athuga ritverk skáldkonu einn- ar listfengrar, sem ritaði eina af hinum feg- urstu bókum, er ritaðar voru í sambandi við stríðið. Hún segir nú sögu af kvenhetju, sterkri, kærleiksríkri, er koma vill fram öðrum til góðs. Fjölskyldan öll níðist á veglyndi konu þessarar fiá byrjun, nema einn af bræðr- unum, sem vill leita ráðahags við hana, en hún hafnar. Hjá f jölskyldu þessari er maður, sem í stríðinu hafði orðið taugaveiklaður, er kona þessi annast, og í sambandi við það verður hún að liggja undir allskonar slúðursögum og að- dróttunum. Síðast, til þess að sýna, að hún meti almennings álitið að engu, tekur hún ást- um annars bróður í fjölskyldunni, sem áður hafði fótum troðið ást hennar—manns, sem þá var giftur annari konu, sem var honum eftirlát og trú. Allir í f jölskyldu hans, sem var í hinni svokölluðu æðri stétt, taka þessu hneyksli og hneykslistali án nokkurra athugasemda. — Móðirin sjálf leggur sig fram til þess að út- breiða hneykslið. Að síðustu dregur kona mannsins sig í hlé—úr veginum frá hinum sér- góða eiginmanni sínum og stúlkunni, sem hann var nú orðinn hugfanginn af. Höfundurinn sýnist samþykkja með ánægju alla þessa hringiðu lauslætis og hugsana. Hún svarar ef til vill með því að segja, að hún sé ekki með þessu að kenna, að hún sé með skrif- um sínum að sýna eðli manna, í spegli veru- leikans, og láta svo afleiðingarnar kenna mönnum siðferðislögmál sitt. Én sýnir hún náttúrueðlið í spegli veru- leikans? Lætur hún lífið kenna siðferðislög- mál sitt? Það er skylda hennar, sem sannrar lista- konu, að halda spegli lífsins svo að mönnum, að áhrif þess verði ljós á eiginleika manna. Við verðum að sjá hvaða áhrif það hefir á líf sálarinnar. Enn fremur virðist það liggja í orðum höfundarins, að þessar eftirlátu dygð- ir séu einkenni ensku þjóðarinnar. Annar enskur skáldsagnahöfundur, sem nú er orðinn alþektur sagnritari, dýfir penna sínum djúpt í Freudian blek'hornið. Hann sýnir læknir, sem er útfarinn í hinni nýju sál- arfræði. A meðal sjúklinga þessa læknis er enskur aðalsmaður, sem hefir á liendi mörg trúnaðarmál ríkisins. Hugsun hans virðist vera heilbrigð, að því er til starfsmálanna kem- ur. En í ástamálum er hún öll á ringulreið. 1 þeim málum liefir hann mist jafnvægið, s.vo læknirinn tekur hann með sér í bifreiðartúr og á því ferðalagi fær hann að vita um andstæður þær, sem eiga sér stað í lífi hans, sem gerir lækninum mögulegt að koma að sínum Freud- ian ráðleggingum. Aðalsmaðurinn enski segir honum frá hinni umburðarlyndu konu sinni, sem ekkert gruni, frá inni geðríku konu, sem hann bindi helst lag sitt við og sé barnsmóðir hans. Hann segir honum frá mörgum æfintýrum, ]>ar sem hann hefir gleymt velsæmi sínu og segir, að sannleikurinn sé sá, að hann geti ekki gegnt hinum daglegu störfum sínum, nema því að eins að hann sæki þrótt til hóps kvenna, sem sér séu eftirlátar í öllu . Næst mæta ferðamennimir ríkri stúlku frá Bandaríkjunum, sem líka er á ferð með aldr- aðri konu, og þarf þá ekki að sökum að spyrja, — tafarlaust fella þau saman hugi, eldurinn blossar upp, að minsta kosti hjá öðru þeirra. Aðalsmaðurinn yfirgefur læknirinn og slæst í ferð með Bandaríkjastúlkunni. Stúlkan segir honum ástaæfintýri, sem hún hafi lent í í Paris með óþokka, sem hafi verið útfarinn í elíkri list. En alt þetta gleymist og hverfur fyrír hinum nýja kunningsskap við aðalsmanninn. Hún er þrátt fyrir það, gyðjau í lífi hans og átrúnaðargoð. Samt segir þessi fláráða Bandaríkjastúlka honum, að hún geti ekki bú- ið hjá honum, því að það væri 'sama og að “missa af honum”, því bæði menn og konur, sem ekki láti binda sig hvert við annað, verða að venja sig við að sjá elskhuga sína láta vel að öðrum.” Síðar fer Bandaríkjastúlkan heim til sín, þar sem faðir hennar, auðugur efnishyggju- maður, skipar henni að taka sér eiginmann, til þess að annast um eignir hennar, eins og þar væri ekki um meira að ræða en að ráða hús- þjón. Skömrnu síðar deyr aðalsmaðurinn, með léttúðarglampa í augum sér, þegar læknirinn sýnir honum myndina af gyðjunni hans og á- trúnaðargoði, Bandaríkjastúlkunni. Konan aðalsmannsins og ein af hans mörgu vinstúlk- um, grétu yfir moldum hans, en læknirinn, sem sér alt þetta, brýtur hugann lengi um grimd lífsins og kærleiksleysi. Er ætlast til þess, að við tökum þenná ó- sjálfbjarga aðalsmann og hina ófyrirleitnu Bandaríkjastúlku öðruvísi en afskapninga? Leikur fólk, sem er með öllu viti, sér þann- ig með helgustu tilfinningar lífsins ? (Frh.# Ástœðurnar fvrir því að hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada 58- Kafli. Siðustu fregnir frá innflutnings- mala skrifstofu Canadastjórnar syna, að fólksstraumarnir inn i landið eru stórkostlega að aukast. v eldur þar að sjálfsögðu miklu um glundroðmn, sem virðist vera á á standinu í Norðurálfunni, bæði‘á stjornmala og viðskiftasviðinu. A ari þvi, sem nú er að líða, hafa I!UZt inn ! landið þrisvar sinnum flem nýbyggjar frá Noreg, , )rra og sama er að segja um fólk fra Danmörku og Svíþjóð. Enn- tremur koma mánaðarlega þús- undir frá Bretlandi, ítalíu Svisslandi. Islandsmmni. flutt 2. ágúst, að Gimli af séra Friðrik Friðrikssyni. og Ein kemur hin Væringjar! Væringjasynir og dætur! — Þið hafið kallað mig i>m langa vegu til þess að ávarpa ykkur í dag- Og í dag hafið þið efnt til hátíðar — til gleðifundar. pið þekkið það vonandi öll af reyndlunni, hve þægilega það verkar, að manni sé boðið að bæt- ast í hópinn, þegar halda skal á gleðifund. Slíkt lýsir tiltrú, og að tiltrú er æfinlega sæmd — og fyrir þá sæmd auðnast mér nú að þakka þér í dag, landi sæll! 11 Eg þekki þig yfirleitt enn ekki mik- ið, hvorki hér né annarstaðar í þessari hemsálfu. Það er, til þess að gjöra stutt síðan mig bar vestur yfir “pollinn”. >— Samt hefi eg svolítið verið að líta í kringum ‘mig og leggja við eyrun, sjá landann út, ef hægt væri- E'kki get eg sagt að eg sé kominn að neinni gagngerðri niðurstöðu, fyrsta spurning, sem • nf,v,UPP, 1 huga,hins væntan!ega ao neinni gagIIgerori muu.3lUuu, .. iaU a.’ er j,essi: blvernigien það þykist eg þegar hafa séð, æ i o tslagið sé í Vesturlandinu ?; að misjafnlega sé honum sýnt um Spurningunni er fljótsvaraS. Veðr- | íslenzka þjóðrækni. Fyrir skömmu áttufarið er yfir höfuð gott. Að frétti eg af manni einum, greind- vísu er oft ærið svalt að vetrinum tá/en þó eigi kaldara en það, að folk skemtir sér úti við allar hugs- anlegar íþróttir veturinn í gegn og verður síður en svo meint af. Jarðyrkja og plæging á haust- m, na yfir engu skemra tímabil, en viðgengst hér og þar um Bandarík- m, mörgum mílum sunnar. 1 Canada hefst sáning álíka snemma að vorinu til og sunnan línunnar. pótt oft sé að vísu kalt að vetrinum til, þá er kuldinn þó sjaldnast verulega tilfinnanlegur. I Ireinviðri og heiðríkja er svo að segja upp á hvern einasta dag vet- urmn út og rigningar eða slyddur um þann tima árs þekkjast eigi. Canada er sannkallað heiðríkju- land. um og gerfilegum, sevn hóf upp mál sitt, á brezkri tungu og gaf þann úrskurð, að ísland, með öllu tilheyrandi, væri “The Biggest Curse of the universe.” -Sjálfsagt hefir það verið meint sem “Brandari”, eða viss tegund af fyndni, •— en þá er andann og viljann að virða á bak við þá. fyndni. ípá er og hitt margendurtekin reynsla mín, að landanum hér í álfu, er minningin um landið, se'm bar hann og menninguna, sem fóstraði hann í æsku, svo við- kvæm og indæl, að með tárin í augunum talar hann um það alt, er ekki um neitt ljúfara að tala, og lifir í því og hrærist. En, hvað sem yfirleitt má i segja u'm þjóðræknishorfurnar Fjökli hrossa og nautgripa geng-1 hér vestra, þá er hitt víst, og ur úti allan veturinn/ þótt hinum; bersýnilegt fyrir augum okkar í siðarnefndu sé oft gefið nokkuð af • dag, að enn þá eftir hálfrar a'Idar eyi heimavið. Þess munu varla; landnám hér í vesturálfu heims (<eini, að útigangsskepnur hafi i — hópar landinn sig saman, víðs- ‘uca í Yesturlandinu, i vegar um þetta mikla meginland, dáið ur meöan þær höfðu eða annað fóður. sæmilega beit Það hefir verið gert of mikið nr kuklanum i Vestur-Canada. í skaldsogum og kvikmyndum hefir Canada i þessu tilliti verið gert margfalt meira æfintýra land, en það í raun og veru er. Það hefir neyrsC að svo væri mikið fann- ■>ngi i Canada, að ófært væri um foldina að vetrarlagi, nema á nundasleðum. Þeir sem til þekkja vita að hér hagar alt öðru vísi til. Auðvitað væri gersamlega rangt að era veðráttufarið hér saman við það, sem viðgengst í California og ýmsum öðrum ríkjum nágranna- þjóðarinnar, en það er engu síður heilnæmt og skapar hrausta og hugrakka kynslóð. Eins og bent hefir verið á áður ■er Canada líklegast betur fallið tií kornræktar, en nokkurt annað land i heimi og á snjórinn sinn góða þatt í því. Fannbreiðan verndar jarðveginn og tryggir jafnframt nægan raka, þegar ísa leysir á vor- m og gróindin byrja. Sáning hefst oft í april og er henni ávalt lokið fyrn part maímánaðar. Heyskap- tlr byrjar ekki fyr en seint í júni en kornslattur hefst í ágúst og stendur yf,r fram ; septemberK I Iægingar að haustinu fara stund- um fram^ allan októbermánuð og ram í nóvember. Enda er oft ein- muna tíð fram undir nýár. Að sumarlaginu, mun mega segja að sól skíni í heiði yfir vest- rænu sléttunum til jafna’ðar, fim- tán klukkustundir i sólarhring. Þeir, sem æskja frekari upp- lýsinga um Canada, snúi sér til ritstjóra Lögbergs, J. J. Bildfell, Columbia Building, Cor. William og Sherbrooke, Winnipeg. til þess að fagna yfir því, a8 hafa átt Island aö ættlandi og íslenzk- una að móðurmáli! Hver eln- asti íslendingadagur er í eðli sínu yfirlýsing þeirra, se'm halda hann hátíðlegan, um það, að það sé fagnaðarefni að vera íslend- ingur- Þar ‘með er ekkert sagt um það, að annara þjóða menn hafi ekki jafnmikla ástæðu til þess, að fagna yfir sínu þjóðerni. Og í dag er landinn að fagna — og nú standið þið eða sitjið hér umhverfis í fríðum og stórum hóp, sennilega í þeirri von, að heyra nú eitthvað skrumlaust og sanngjarnt lofsyrði um blessða “gamla landið”. Fyrst er þá að drepa á það, sem eg ætla ekki að gjöra hér í dag: eg ætla ekki að fara í neinn landasamanburð; ekki bera land- ið sem þið sleptuð, sa'man við landið, sem þið hreptuð. Mér er fullljóst að þetta land, Canada, er yndislegt og auðugt land, reglu- leg Paradís að Jifa í, ef vel væri á háldið. Af öllum þess kostum, dáist eg þó mest að þessu sífelda, blessuðu sumarsólskini, sem 'lýs- ir hér og vermir landið mánuð eft- ir mánuð; mér finst að íbúum þess beri að taka því mög'Iunar- laust, þótt veturinn sé kaldur, þegar sumarið er svo bjart og blítt. Eg ætla ekki að fara að bera saman fegurð Islands og Canada- Canada á fjölbreytta náttúru- fegurð, þótt eg hafi minst af henni séð; af henni hefi eg frétt. Einnig ísland á til óumræðilega fegurð; hana hefi eg séð. Ekki skal eg héldur bera saman sögu þessara tveggja landa — nð

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.