Lögberg


Lögberg - 13.09.1923, Qupperneq 4

Lögberg - 13.09.1923, Qupperneq 4
BJs 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. SEPTEMBER 1923. Skólarnir. Dagarnir eru farnir að styttast, en næt- urnar að lengjast. Sumarið með sólskini og blíðuveður er að því komið að kveðja, en haust' i með húmsvalar nætur er fyrir dvrum. Arstíða skiftin, eða breyting árstíðanna hefir ósegjanlega mikil álirif á hugsanir og at- hafnir inannanna. Vorið og sumarið kallar unga og gamla út í ljósið, ylinn og lífið. llaustið og veturinn safnar því saman við arinelda heimilanna. Sumarið er starfstíð líkamans. Veturinn andans. Undir atorku og einlægum vilja mannanna á tíð sumarsins, er hin efnalega af- koma þeirra vanalegast komin, og hin andlega undir samvizkusamlegri notkun vetrarins. — Eða, ef þetta er ekki svo, þá ætti það að vera það. Á þeirri tíð, sem vér lifum á, er ekki lögð eins rnikil áherzla á neitt, eins og mentun æsku* lýðsins. Aldrei í sögu mannanna hefir fólk lagt eins mikið á sig til þess, að veita ungdóm- inum þroska, eins og á vorum dögum. Dýrir skólar eru reistir í borgum og bygð- um, til þess að hver einasti unglingur eigi kost á að njóta þar mentunar, og þeir eldri eru fús- ir á að taka sitt síðasta cent til að gera þá svo úr garði, að þeir verði að sem beztum notum. Það er fjarri oss að lasta þetta, því það sýnir, hve ant þeim eldri er um að æskulýður' inn sé búinn sem bezt undir lífsstarf sitt, þó jafnvel það geti og hafi gengið fram úr hófi í allmörgum tilfellum, því það er aldrei skraut eða dýrleiki bvgginganna, sem gefur þeim gildi sem skólum, heldur það, sem fram fer í þeim, — kenslan sjálf og einlægni nemendauna. En á síðari árum hefir tilfinning manna vaknað fyrir því að not það, sem nemendurn- ir hefðu af skóhigöngunni, væri ekki í samræmi við kostnað þann hinn ægilega, sem skóla út- haldið hefði í för með sér. Með öðrum orðum, að menn væiu að tapa árlega á skólaúthaldinu. Sú tilfinning er ekki tekin úr lausu lofti, heldur er hún ávöxtur reynslunnar. Nemendumir hafa ekki það gagn af skóla- göngunni, sem þeir ættu að hafa. Þeir kunna ekki hinar fyrirsettu náms- greinar og standa svo uppi ráðalausir, þegar að prófunum kemur, og falla. Hvernig stendur á þessu? Það yrði ef til vill erfitt að telja upp allar ástæður, sem að því liggja, og líka of langt mál. En nokkrar má nefna. Alvöruleysi í sambandi við mentamálin er eitt af aðal meinsemdum vorra daga. Nemendurnir eru búnir að fá það inn í sig, að námstíðin sé og eigi að vera nokkurs konar leikur, sem ekkert sé á móti að leika, ef hann kemur ekki í bága við neitt annað, sem þeim þykir meira í varið. Það er fremur sjaldgæft nú á dögpm, að náæismaður, eða námsmey, leiti sér mentunar af innri þrá, heldur af því, að það er hefð og gefur líka von um léttari og betur launaðar lífs* stöður, ef svo vildi til, að þau slampist í gegn' um námið. Skemtanadekrið, sem komið er inn í menta- málin, á líka sinn þátt í-að veikja starfs- og viljaþrek nemendanna. Það að láta skólakensluna vera sem alira skemtilegasta fyrir nemandann,— að hann hafi sem minst fyrir henni og að hún samrýmist sem bezt skemtanaþrá hans, er að voru áliti eyði- legging fyrir alla hlutaðeigendur, en slíkt er þó óneitanléga stefna nútíðarinnar. Skólamentunin verður að vera áreynsla, eða hún er einskis virði. Það er einmitt áreynsluleysið, sem er að gera námsfólkið ónýtt, ekki að eins andlega, heldur og líkamlega. Námsfólk getur með engu móti gert nám- inu viðunanleg skil, ef það situr á hreyfi- myndahúsum þrjú kveld í viku, en er á döns- um hin þrjú. Námið krefst allra krafta þeirra óskiftra, ef það á að verða að nokkrum verulegum not- um, og lífið krefst þess, að námsfólkinu sé kent þegar í æsku, að hvert það viðfangsefni, sem vel á úr hendi að fara, þurfi á öllum og ó' skiftum kröftum manna að halda. Hvers vegna halda menn, að meira en fim- tíu af hundraði þess námsfólks, sem gekk und- ir próf hér í Manitoba síðastliðið sumar, hafi fallið á prófinu? Halda menn, að það hafi verið af skorti á námsgáfum? Nei, langt í frá. Menn vita, að það stafaði af kæringar- og áhugaleysi með það verk, sem því var falið að gera — menn \/ita, að það var af því, að námsfólkið sveik sjálft sig og alla aðstandendur sína og sóaði tíma sínum í andvaraleysi þegar það átti að vera að læra. Agaleysi á ekjú all-lítinn þátt í þessu á- standi. Og þegar vér tölum um aga, þá eigum vér ekki að eins við að nemendunum sé kent að haga sér sæinilega, því vér vitum ekki til, að út # á þá hliðina í sambandi við mentamálin sé svo mikið að setja. En aginn verður að ná lengru en það. Hann verður að ná til námsins sjálfs. Hann verður að knýja nemandann til að leysa af hendi verk þau, sem honum eru falin að gera. Á jiann hátt að hann skilji ákveðið, að honum haldist ekki neitt annað uppi. Oss getur skilist, að á þessari eftirlætis- öld, þá veigri kennarar og skólastjórar sér við að beita hörðu við nemendurna í þessu efni. En það er þó eina ráðið við þá, sem kærulausir eru. Eina ráðið fyrir kennarana, til þess að þeim verði nokkuð ágengt, og eina ráðið til þess að vekja það námsfólk til' skilnings um, að ef það ætlar sér nokkum tíma að verða að manneskjum, þá verður það að beita kröftum sínum. f þessu sambandi minnist s<4, er þetta rit' ar, atviks eins, sem kom fyrir hér í Winnipeg árið 1894 við skóla, er hann stundaði nám við. Þar var einn ungur maður, sem ávalt kom í skólann án þess að hafa lesið eitt orð í lexíum sínum og þóttist góður af og svaraði kennar- anum fullum hálsi, þegar hann vandaði um við hann. Svo fór þó um síðir, að kennarinn sagði skólastjóranum frá þessu. Skólastjóri vandaði um við piltinn með góðu; en það hafði engan árangur. Næst segir hann honum, að ef hann bæti ekki ráð sitt, þá reki hann hann úr skólanum. En náunginn sat við sinn keip eftir sem áður. Svo var það morgun einn, að kenn- arinn var að hlýða yfir í bekknum, og þessi piltur kunni ekkcrt að vanda og var óvanalega framur í orði, að skólastjóri, sem hafði staðið við herbergishurðina, er var lítið eitt opin, kemur inn í kenslustofuna með fasi allmiklu, tekur í hálsmálið á piltinum, rykkir honum úr sæti sínu, skipar honum að taka saman bækur sínar, sem hann þó ekki'gerði, heldur tekur skólastjóri þær og hendir þeim út úr herberg- inu og piltinum á efttr, og bannar honum að koma inn fyrir dyr skólans unz hann hefði tekið sinnaskiftum. Pilturinn fór heim til sín, og faðir hans kom eftir miðjan daginn og var hinn reiðasti. En skólastjóri sat við sinn keip. .Eftir tvær vikur kom pilturinn aftur í skólann og var upp frá því fyrirmyndar námsmaður. Við þessa harðneskju skólastjórans græddu allir: Skólinn, pilturinn og foreldrar hans. Með þessu dæmi erum vér ekki að halda því fram, að þannig ætti að breyta við námsfólk yfir höfuð. Sem betur fer, þarf það ekki slíkrar ráðningar, en þeir, sem ekkert gera á skólum annað en svíkjast um og glepja fyrír öðrum, þurfa, að vera vaktir á einhvern hátt. Sléttufylkin. Þegar að maður ferðast um sléttufylkin í Canada um hásumars tíð, og landið í kringum mann er ein kornstangamóða eins langt og aug- að eygir, og bændabýlin reisuleg standa upp úr henni hér og þar eins og eyjar úr hafi; þegar maður hefir séð borgirnar og bæina, nautgrip- ina og sauðfjárhjarðirnar; fjöllin, skógiana, árnar og vötnin, þá segja menn, að þeir 'þekki sléttufylkin í Canada. Fyrst og fremst eru það nú tiltölulega fá- ir, sem á þenna hátt eiga kost á að kynnast sléttufylkjunum, og sumir þeirra fara í gegn um þau án þess að sjá nokkurn hlut, sem er í frásögur faerandi, eins og gengur. En það eru langflestir Canadamenn, og það meira að segja menn, sem búa í sléttufylkjunum sjálfum, sem vita alt of lítið um þau. Nýlega hefir innanríkismála deild stjórn- arinnar í Canada gefið út bækling, þar sem sagt er frá náttúruauðlegð sléttufylkjanna, sem er bæði fróðlegur og merkilegur. Þar er talað um loftslagið, komrækt og komræktar- lönd, námur, timbur, fiskveiðar, orkuafl, grá- ' vöru, villudýr og skemtigarða. 1 Albei;ta fylkinu er að finna 15 af hundr- aði af öllum kolaforða heimsins, og árið sem leið var í því fylki framleitt 41 af hundraði af öllum þeim kolum, sem framleidd vora í Canada. 1 Manitoba hafa víðáttumiklar koparnám- ur fundist; í Flin Flon námunum vita menn að eru 16,000,000 tonn af kopar og zink. Leir til múrsteinsleir er að finna víða í Manitoba. Gull hefir líka fundist í norður hluta fylkisins, en enn er ekki verulega reynt, hve víðtækar eða auðugar þær námur eru. Við Manitoba vatn eru gypsum námurnar, sem enginn veit live víðáttumiklar era. Sams- lags námur eru og til í Alberta, þó þær séu ekki unnar enn sem komið er. Árið 1922 voru tekin 6,400,000 teningsfet af gasi úr jörðu í Sléttufylkjunum og steinolía hefir fundist í jörðu í Alberta, og er verið að grafa eða leita eftir henni í báðum hinum fvlkjunum. Saltnámur hafa fundist á brömur eða fjóruin stöðum ásamt tleiri verðmadum námum. Plnginn maður getur gert sér hug- mynd um náttúruauðlegð ]>á, sem Norður- Manitoba hefir að geyma. í þremur VesturfyÍkjunum eru frá átta til ellefu miljónir ekra af landi með timbrj, sem hæft er til sögunar og sölu, og er þar um að ræða frá 33 til 42 biljónir feta af borðvið, þeg- ar búið er að saga timbrið. Auk þess er mikið af smærra timbri, þegar norðar dregur, sem verðmætt er, eða getur orðið til pappírsgerðar. 1 öllum Sléttufylkjunum eru skóglendur, sem settar hafa verið til síðu og era verndaðar af því opinbera. Árið 1920 námu fiskiveiðar í Norður- Manitoba $1,200,000 . Hin fylkin hafa ekki enn þá lagt rækt við fiskiveiðarnar innan sinna ^ vébanda, en auður sá, sem bíður þeirra, sem ‘ hafa mannskap til að sækja hann í hinum norð- lægu vötnum, er geysilega mikill. Mánitoba hefir orkuafl í ám og vatnsföll- uin, sem nemur þremur miljóna hestafla, og af því orkuafli eru að eins hundrað Jiúsund hest- öfl starfrækt nú. í Saskatchevan eru um fimm hundruð þúsund hestöfl, sem bíða þess að þau séu beizluð, og Alberta hefir um fjögur hundr- uð þúsund, og af því afli er nú búið að höndla þrjátíu þúsund hestöfl í Bowánni. Samkvæmt skýrslum þeim, sem þeir, er leyfi fengu til dýraveiða árið 1921, gá,fu, þá nam grávörutekjan $200,000. t Canada eru fimtíu og tveir búgarðar, þur sem dýrarækt er stunduð, og framleiða þeir nú árlega mikið af grávöru. Um aðrar framleiðslulindir Sléttufylkj- anna, svo sem hveiti og aðrar korntegundir, afurðir sauðfjár, nautgripa, svína og alifugla, eru mönnum svo kunnar, að hér gjörist ekki þörf að geta þeirra. Hnignun í skáldskap Eftir Edivin Markham, LL.D:. (Niðurl.) Þetta eru að eins fáar bækur af mörgum, sem gera kynferðis spursmálið og vöxt ]>oss að um- talsefni á þessari umbreytinga tíð. Hvað er það svo, sem að þessum sögum er? Það er það, að flestar þeirra segja að eins frá sérstökum hnignunar atvikuip, en eru svo fram settar, að æskufólkið og hið óupplýsta eldra fólk trúir því, að í þessum óalgengu til' fellum sé að finna sanna og ábyggilega mynd af félagslífi, sem bezt er hjá þjóð vorri, og þess vegna eftirbreytnisvert, — svo fram sett, að það freistar örlyndra ungmenna til þess að henda öllum tálmunum út í veður og vind, til þess að geta fundið til hinnar lokkandi ástríðu hins trylta dansleiks og svimandi hringiðu hins falska frelsis. Erum við búin að gleyma fyrirmynd þeirri, sem oss er gefin í “Scarlet Letters,” “Adam Bede” og “Anna Karenina”, þar sem um þetta kynferðis spursmál er talað, en það er gert á þann hátt, að það er í fullu samræmi við reynslu og raunveruileik þann, sem fram hefir komið við heildina. Sem betur fer, þá eru það tiltölulega fáir af enskum og bandaríkskum höfundum, sem veltast í þessari kynferðis-vilpu. Nýlega hef- ir mér borist saga, sem heitir “Faint Per- fume.” Saga sú dregur ekkert úr kynferðis- spursmálinu, eða ógæfu þeirri, sem illa saman- valdar persónur lenda í, en samt er þar gjörð tilraun til þess að forðast hneyksli og lyfta sál- inni á vængjum hinna fornu hugsjóna. Við höfuni og bók Will. Levington Com- fort’s, “Public Square”. Kynferðis ástríðurn- ar, ógæfan sem þær hafa í för með sér og sigur þeirra, er látið koma þar fram, en framsetn- ingin stríðir ekki á móti hóflegu aðhaldi og sigri hins sanna í lífinu. í fvrra kom út bók eftir Edith Warton, sem heitir “Glimpses of the Moon.” 1 gegn um alla þá sögu er meinlætis ástum fléttað, sem sagan snýst um, en það er talað um það með stillingu og sum atriði eru þar, sem lesandinn sjálfur verður að gjöra sér grein fyrir. Af þessum sögum sér maður, að það er hægt að greina og tala um þessi spursmál lífsins á þann hátt, að kynferðis spursmálið veki menn ekki einasta til nautnarinnar sem því fylgir, heldur líka hættunnar. Vér erum komnir langt burtu frá því tíma- bili, er hinir grísk-dramatisku höfundar sögðu, að það væri svívirðing að sjg konu leika ásta- rullu á leiksviði. Vér, sem nú lifum, þekkjum ástir, sem, eins og á milli Richard og Lucé við ána í “Richard Feverel”, og eftir að hafa þekt þá fegurð, reynir maður að varaa þess, að liún sé eyðilögð eða úr henni dregið í þessum af- vegaleiðandi sögum. .Tafnvel Fielding sýnist halda sér í skefjum og hafa ákveðið augnamið, því hvað ruddaleg- ar sem hann gjörir saurlifnaðar persónurnar í sögum sínum, þá gleymir hann aldrei að gera ]>ær hlægilegar. En í þessum nýju sögum, sem hér eru til umtals, þá eru persónuraar sneiddar allri siðferðilegri meðvitund, látnar stika reig ingslegar í gegn um lífið, virtar og óátaldar, í- mynd æðstu hugsjóna og fullnaðar frelsis. I>ó að fólk sé til í heiminum, sem skortir jafnvægi í kvnferðis spursmáJinu, og sem ekki hugsar meira um það, þegar það er að velja sér maka, heldur en menn gefa hestum eða kúm, á því er ekkert að undra sig. En slíkt fólk verð- ur að taka sem undantekning, ekki sem heikl, og hinar takmörkuðu athafnir þess fólks, eins og þær koma fram í nútíðar skáldskap, gefa ekki heildar yfirlit yfir lífið. Það gefur að eins sjúkt útsýni á smáblettum þess, og sökum sjóna- skortsins sýnir það oss lífið eins og mvndavél- in og málvélin (dictograph) gjörir. Er þá ætlast til, að vér skoðum lífið í P'lreudean kynferðis sjónarmiði, frá hinu }>rönga kjallara-gólfs sjónarmiði tilverunnar, án þess að taka hið minsta tillit til hinna æðri sjónarhæða, þar sem vonardraumarnir skína inn í róslitaða möskva mannlífsins? Ef að hús lífsins á sína dimmu klefa, þá á það líka sína björtu sali, þar sem gluggarair endurspegla ljós stjarnanna . Það eru til bæði ill og góð öfl í lífinu, og það sorglegasta er, að þessir ungu ástríðu postular, með þeirra tak- markaða skilningi á sálarfræði og gagngjörðu neitun á andlegum hugsjónum tilverannar, era að dreifa pest, sem miðar til þess að afvega • leiða ungdóminn og kveikja eyðileggjandi mannhatur í hugum allra manna, — þeir eru, máske óafvitandi, að vinna að afturför og eyði- legging. ■■ ■■■■■■■■■■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■■■■:■ _■ £ TilboÖ við opnun ii Ra ■■ B ■■ ■■ B H H H ■■ ■■ H H H ■■ H H H H ■■ “■ ■■ H :: Skólans NEMENDUR, sem innritast til J7RIGGJA mán- aða við skóla vorn, fá ÓKEYPIS kenslu fyrsta mánuðinn. f VERZLUNARFRÆÐIDEILDINNI Dagskóli, $15.00 á mánuði Kveldskótó .... $6.00 á mánuði TILBOÐ VID OPNUN SKÓLANS priggja mán. dagskóli $30.00 priggja mán. kvöldsk. $12.00 10% afsláttur gefinn á öllu verkfræðis kenslu- gjaldi. Vér bjóðum yður afi heimsækja skóla vorn og skoða hann. það er undir sjálfum yður komið, hvort þér innritist þar eða eigi; það er undir yðar eigin dómgreind komið. Vér erum sannfærðir um, að þér munið verða oss sammála um það, að vér höfum stærsta, bezt lýsta og bezt útbúna Prívat Skólann í landinu, bygðan samkvæmt ströngustu heilbrigðisreglum. Kensluaðferðir vorar eru þær beztu, er þekkjast Sérver nemandi nýtur persónulegrar tilsagnar. pað kostar yður ekkert, að rannsaka starfrækslu- aðferðir skólans, en getur komið yður að ómetan- legu gagni. ■; UNITED TECHNICAL SCH00LS Ltd. íjj Cor. Portage and Langside................ Phone N-6996 HiiiiaiiiiBiiiniiiiauiMiiiiHiiMiuaiiiH íiibiii ■:.■.„!■. ■ ■■■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ illlHillUIIIH'iliHilliHlliHliiiB BI ■iiiHlli Wynyard-presturinn og kirkjan. Framh. frá 2. bls. hinnar Ev. Lút. kirkju, sem heldur slíku fram, það er mér ofvaxitf að geta skilið. Verð eg því að líta svo á, að annað hvo viti séra Friðri'k ekki neitt, eða vilji ekki vita um þ ástarfsemi, sem hér hefir átt sér stað, til þess að koma kirkjumálum lúterskra Vestur-íslend- inga í þetta horf, sem honum hefði þó stöðu sinni samkvæmt betur sæmt að leggja liðsyrði, en lastyrði. Til frekari upplýsinga set eg nú hér til samanburar, I., II. og III. lið yfirlýsingar kirkjufélagsins 1923, og 3. og 4. gr. í frumvarpi séra F. J. Bergmanns til væntanlegs samkomulags við Únítara 1917. Séra F. J. Bergmann 1917. 3. gr. — Kirkjufélagið (hið væntanlega) játar að kærleiks- vilji guðs mönnunum til sálu- hjálpar er að finna í biblíunni, og að Jesús Kristur og fagnaðar- erindið hans sé hin sanna upp- spretta og regla trúar, kenningar og ‘lífernis. 4. gr. —* Trúarjátningar ís- lenzku þjóðkirkjunnar og kristn- innar í heild, skoðar kirkjufélag- ið mikilvæg söguleg skilyrði, er sýnir isögulegt samhengi kristi- legra trúarhugmynda, frá því i fyrstu kristni og fram á daga siðabótarinnar; álítur að stöðugt framhald siðabótarinnar verði að eiga sér stað í kirkjunni; og játn- ingarnar ekki lagabönd, heldur að eins bindandi. X gét ekki komið auga á neinn annan mun, en orðamun á stöku stað. Játningagrundvöllurinn hinn sa’mi; sögulegt samhengi og framhald kirkju krists hið sama; og frjáls og andleg afstaða til játninganna hin sama. Eini munur- inn, sem í fljótu bragði sýnist vera, er seinni hluti I. liðs í yflr- iýsingu kirkjufélagsins: “'Og játar trú á guðdóm Jesú Krists, samkv. kenningum N- T. og samkv. post. trúarjátningunni.” En sá sem þetta skrifar var svo kunnugur orðinn séra F. J. Bergmann, skrifum hans, stefnu, trú og trúarskoðunum, og einnig þessu fraumvarpi hans, að hann veit hví honum var svo ant um að nafnið: Jesús Krist- ur væri látið standa í 3. grein frumvarpsins; það var af því, að hann trúði á það nafn, trúði á guðdóm frelsarans, samkvæmt kenn- ingum N. T. og það sem þar af leiðir: samkv. post. trúarjátningunni, 3em ekki er annað en savnantekin N. T. orð um guð, frelsarann og kirkju hans. Eg sé því ekki muninn En a þessu nafni strand- aði líka samkomulagið við Únítara; og þá er þeir mynduðu frjáls- hyggju og frjálstrúar félagsskap sinn stryka þeir nafn þetta út úr 3. grein frumvarpsins. Persóna frelsarans verður því æfinlega stóra atriðið, sem samkomulag eða sameining lúterskrar og Únítar- iskrar kirkju strandar á. En þetta stóra atriði hélt séra F- J. Bergmann fast við; Það heldur og kirkjufélagið lúterska fast við; og við það hefir hin lút. þjóðkirkja íslands haldið fast frá því húh varð til, og mun gera svo 'lengi sem hún er við lýði. pað er stóra atriðið um guðsson Jesús Krist, samkv. kenningum N. T. og samkv. post. trúarjátningunni. Og nafnið Jesús Kristur í 3. grein frum- varps séra F. J. Bergmanns á ekkert annað að tákna en einmitt þetta í huga hans sjálfs. Nýja kirkjufélagið hefir því lítinn rétt að bera fyrir sig stefnu séra F. J. Bergmanns, eða vera mjög hávært um samræmið við hina Lút. þjóðkirkju íslands. En allra síst fer séra Friðrik það vel að halla því rétta máli: Að hið Ev. Lút. kirkjufélag Islendinga í Vesturheimi stendur á sama Ev. Lút. grundvellinum og þjóðkirkjan á tslandi, og er í fullu sam- ræmi við hana. Og enginn söfnuður þess er neyddur til að setja trúarjátningarrit lúterskunnar ofar samvizku og beztu vitund. En þar sem slíkt frjólslyndi er innan lútersku kirkjunnar, þar er stefna séra F. J. Bergvnanns —” Mér þykir fyrir að hafa orðið að skrifa svona í garð séra Friðriks Friðrikssonar. Persónulega er mér hlýtt til hans og vlt honum vel, og ber engan óvildarhug í brjósti til hans. En eg hefi verið ti'l neyddur að skrifa svona. Samvizka mín og bezta vitund neyða mig. Vona eg að séra Friðrik verði þess vegna auð- veldara að misskilja mig ekki, og skilja orð mín rétt. Hví að vera að ófrægja eitt þótt annað sé víðfrægt? Eða heldur séra Friðrik að hann vinni sambandsfélagi sínu rnesta gagn með því að ha'll- mæla Lút. kirkjufélaginu. Ekki veit eg til að neinn hafi opin- berlega verið að leitast við að niðra hinuvn nýja kirkjufélagsskap. Og það sé fjærri mér að gjöra það. pó séra Friðrik beri það á brýn heilum hópum af fólki að vanþekking þeirra á Únítörum og þeirra andans ljósum blindi þeim sýn, þá þekki eg þá samt nokkuð og hefi margt hjá þeim lært, þó eg viðurkenni ekki kirkjulegt sam- ræmi á milli þeirra og lúterskra, sem eg veit að þeir viðurkenna heldur ekki sjálfir. Geri eg ráð fyrir að hinir ungu menn að heiman líti svo á, að hinn nýji kirkjufélagss'kapur íslendinga hér sé “undenominational,” og séra Friðrik virðist geðjast betur að því en að lúterskunni eða nokkurri annara “denomination.” Við það er ekkert að athuga, vildi hann a» eins kannast vlð það, verl ekki að hanga í ímynduðu samræmi við Lút. þjóðkírkjuna á Islandi og gera öðrum getsakir. öllum er frjálst að skifta um skoðanir og lika lúterskum presti. En þar til þess sést vottur að hinn KirKjutelagiö lutersKa 1923. * Hver söfnuður hefir fullkom- inn rétt innan kirkjufélagsins: I. , sem trúir að Jesús Kristur og fagnaðarerindi hans sé grund- völlur trúar og lífernis; og játar trú á guðdóm Jesú Krists, sam- kv. kenningum N. T. og samkv. post. trúarjátningunni. II. —III., sem hefir í heiðri játn- ingar lúterskrar kirkju og kristn- innar í heild, sem mikilvæg og söguleg skilríki, —og \íll tileinka sér guðs orð og notfæra það í anda hinnar Ev- Lút. kirkju. Hver er nú munurinn hér? Eg

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.