Lögberg - 04.10.1923, Blaðsíða 3

Lögberg - 04.10.1923, Blaðsíða 3
1AJGBERG, fimtudaginn 4. OKTÓBER 1923 Bls. 3" Sérstök deild í bláðinu ssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss SÓLSKIN Fanny Chaumont. Nú sneri Louis á leið til slotsins með flokk sinn. en kerran stefndi upp til fjalla, fjöldi hervnanna mætti þeim, sem voru á leið að ræna slotið og eyði'leggja, en frúin og fylgd hennar hélt stoðugt áfram unz þau komu að stórbæ nokkru'm þá vildi þeim það óhapp til, að kerruhjólið brotnaði, svo þau hlutu staðar að nema um hríð. “Þér verðið að stíga út úr vagninum,” sagði bóndi nokkur, “ykkur et elkki hægt að komast lengra.” pegar að var gáð, hafði bóndi satt að mæla, bauðst hann til að ljá þeim vagn sinn sjálfs, svo þau gætu haldið áleiðis, var sú orsök til þénustusemi hans, að hann mintist þess að Fanny ha*ði vikið honum oft sinnis góðu og svo dró hann meðfram til greiðvikni þessarar, að hann sagðist sem fyrst óska að illþýði þessi hyrfi frá augu'm sínum, hljóp hann nú til og fór að tosa stórum poka yfir á sína kerru, en greifa- frúin stökk á fætur með ofboði því hún vissi að þá mundi verða uppvíst, að sonur hennar væri falinn undir hálminum, og hrópaði því hátt: “Nei, við viljum hreint ékki þiggja nokkra liðsemd af féndum okkar. Við kjósum heldur að liggja dauð, en þýðast þetta villihyzki, sem hér á heima.” pessi orð kveiktu megnasta hatur í hjarta lýðsins, þeir hlupu því sem óðir upp í vagminn og voru ailareiðu byrjaðir á að misþyrma frúnni þeg- ar Henrik spratt á fætur. Við það kom hik á skríl- inn, með það sama fleygði hann þeim fremstu flöt- um, en íhinir stóðu agndofa og gláptu á manninn. En þetta Yaraði ekki nema augnablik, því þá minst varði hlupu þorpsbúar fullir gremju og ofstæki að vagninum, og drógu frúna og son hennar út úr honum og tróðu þau undir fótum sér, meðan skríll inn æpti: “Niður með alla einveldismenn, festum þá upp á gálga!” Var nú auðséð hvert áform þeirra var hefði í tómi leikið. í sömu andránni urðu menn varir við að þang- að þusti hermanna hópur; var þar kominn Louis að nýju. Ást hans á Fanny hafði haft yfirráð yfir stórlyndi hans og gremju, hafði hann því snúið til baka á miðri leið, að vita hvoru framfæri. pegar Fanny leit hann kominn aftur kviknaði vonar og gleði neisti í hjarta hennar. Bað hún hann nú með djörfung og trausti að frelsa þau. Louis tróð sér fram í mannþröngina og hrópaði:_ “Víkið til baka og snertið þær ekki!” — E!n þegar hann leit með- biðil sinn og stærsta fjandmann, þrútnaði hann af hamslausri bræði. Fanny varð þess vör, og var nær því fallin í óvit, því hún sá ljóslega, að Louis var ekki sjálfum sér ráðandi. Hatur og hefnd sam- einuðust í huga Louís, hann sá að nú var Henrik fyllilega á valdi sínu, og að sér veitti hægt að rétta hluta sinn á honum. Louis stóð stundarkom sem höggdofa, loks sleit hann þögnina með þessum orðum: “Látið vinir mínir kvenfólkið frjálst, og óhindrað fara leið sína eins og eg hefi upphaflega • heitið því, en þennan hrokafulla skelmir getið þið dustað eftir vild ykkar og verðleik hans.” “Hann skal festast á staur,” æptu allir í einu hlj^ði. “Látum hana móður hans fjarlægjast áður,” var kallað. í þessum óttalegu umbrotum varð Fanny þess vör, að öll vopn voru á lofti til þess að vega að Henrik. Hún átti því ekki annars von, en að sonur sinna ástkæru fóstuxforeldra, og æskuleikbróðír mundi á því og því augnabliki verða gegnum bor- aður af vopnum skrílsins. Fanny þrengdi sér fram í hópinn, og gat sveigt til hliðar vopnið, sem átti að slíðrast í brjósti Henriks, og hrópaði hátt svo allir heyrðu: “Gáið þess, að þetta er ekki sami maðurinn, sem þér meinið. petta er maðurinn minn; hvers vegna viljið þið myrða hann, og því álítið þið hann drambsaman? er þrátt fyrir ætt- göfgi sitt og ríkdóm, hefir gengið að eiga mig, um- komulausan aumingja, sem er yðar líki og af yðar standi.” pó að ræða þessi hefði ekki stór áhrif á lýð- inn, þá stöðvaðist hann þó um augnablik, en Louis gekk nær henni, tók í hönd hennar og mælti- “Er það satt sem þú segir, er hann maðurinn þinra” “Já,” var svarið, en orðin dóu út á vörum hennar, en hvílík umbrot nú hafi verið í hjarfa Louis, er þeim einum hægt um að dæma, sem hafa einhverju sinni staðið í slíkum sporum. Hanr. elskaði Fanny sem sitt eigið líf, og hataði alt sem tálmað gæti fundum og samveru þeirra; en nú vék hefnd og öfund alveg úr brjósti hans, og í þess stað fyltist það sárustu angistar og örvinglunar. Hann stóð sem þrumulostinn og stafði á Fanny, sem hann eina hafði elskað frá barnæsku, svo innilega og af hreinu hjarta, og sem hann nú áleit sér tap- aða að eilífu. Tárin streymdu af augum hans, þeg- ar hún þannig stóð frammi fyrir honum sundur- knosuð og skjálfandi, og bað hann nú miskunnar. Loksins sagði hann: v "Óttist ekki, hvorki hann né þig skal nokkuð ilt ske af mínum völdum; þú ert ungt vesalings barn. pið eruð frelsuð!” En það var ekki svo létt sök fyrir Louis að stilla þehna blóðþyrsta skríl til friðar, en hugrekki hans sigrað#þ6 um síðir, því hann sór hátíðlega, að einungis með því að veita sér bana, skyldi þeim takast að ná lífi aðalsmanns þessa. Frúin, Fanny og Henrik voru sett úpp á kerr- una, en Louis settist sjálfur á aksætið, og fylgdi þeim út yfir landamærin; allir þögðu sem mállaus- ir, en þungar stunur heyrðust brjótast út af brjósti \ Louis. Á landamærunum sté Louis af kei-runni, afhenti Henrik tuamana og óskaði þeim lukkulegr- ar ferðar. Fanny horfði grátandi á eftir unnusta sínum, sem stóð eins og ráðviltur eftir, unz hún sá að hann, á staðinn þess að snúa heim á leið að slot- inu, sneri hvatlega í aðra átt og hvarf upp til fjalla. Lengi þögðu allir þeir í vagninum voru, og hugsaði hver um hagi sína. Loksins vék ótti og skelfing fyrir feginleik frelsisins. Frúin umfaðm- aði son sinn, og þakkaði Fanny fyrir líf og_frelsi sitt og hans, en hún gaf því engan gaum, því sorg- in hafði alveg yfirbugað hana. Seint um nóttina náðu þau kotinu, og fundu greifann. Var þar alt kalt og fúlt; vindurinn súg- aði gegnum rifur og glufur á veggjum og þaki, og regn og snjór gerði sig heimakomið í kofanum. Fanny þjónaði hjónunum með alúð og nákvæmni;« en þegar Henrik yrti á hana, fölnaði hún sem blóm á frostnóttu, því hún fann nú í fyrsta sinni, að hún hafði ama á nærveru hans, því nú vissi hún, að unnusti sinn mundi meina sig fastnaða honum., Fullar þrjár vikur máttu þau hýrast í kofa þess- um, við vosbúð og ónæði af völdum náttúrunnar; þar með fylgdu árásir nágranna þeirra, er sífelt voru í uppnámi, svo líf greifans sveimaði í sífeldri dauðans hættu. Ix>ks barst þeim fregn sú, að ó- eirðunum væri að mestu lint, og alt komið í fyrra horf sitt. Slotið stóð enn óhaggað. Louis hafði fyrnefnd- an dag horfið og enginn vissi um hann framar; liðsmenn hans höfðu lengi beðið hans, og ekkert til hans frétt; fár svo hver og einn ti.1 heimkynna sinna. Greifinn fór með konu,og syni sínum heim á slotið, en Fánny varð eftir eins í kotinu, því hún vildi nú sem lengst vera fráskilin Henrik; eftir það fór hún og settist að hjá ^ættfólki sínu, sem tók vinsamlega á móti henni, og með því móti komst hún hjá því, að þiggja framar framar velgjörðir fósturforeldra sinna. Aðal umhugsunarefni henn- ar var Ix>uis, en nú var hann horfinn og enginn vissi hvar hann var niður komin, og innan skamms var nafn hans flestum úr minni liðið. Var því lík- ast til, að hann mundi fyrir löngu dauður, en minning hans lifði stöðugt í hjarta Fannyar. Ást og söknuður hennar fór ,eins og dagvaxandi enda þótt hún sæi engin líklegheit á að hún mundi fá að sjá hann framar. pannig liðu tímar fram, dagar og ár. Greifinn og frú hans önduðust, og Henrik sonur þeirra kvongaðist. Um þær mundir, er hér er komið sögunni, geysaði að nýju stríð^og blóðsúthellingar, nálega yfir alla Evrópu, bændur og borgarar hlupu undir vopn, og fjöldi Sveiza fóru leiðangur svo að borgir og bæir stóðu varnarlausir, sérhver orusta, og sér- hver sigurvinning heimtaði nýja liðsmenn. 'Loks komst þó friður á, hvorum þjóðirnar fögnuðu með hátíðahaldi, og stórveizlum; smásaman fóru her- mennirnir að tínast heim til híbýla sinna, einn þeirra bar að húsum þar sem Fanny átti heima, hermaðurinn var særður mörgum og stórum sár- um og var sjúkur og máttvana; maður þessi beidd- ist húsaskjóls, sem hann góðlátlega fékk; hann settist við arninn, líkami hans var bjúgur og út- tærður og kinnar hans fölar, þó voru augu hans tindrandi og fögur og gáfu því yfirliti *hans blæ æskunnar, og þessum augum og þessu yfirbragði hafði ekki verið gleymt. pau fyrstu áhrif, sem maður þessi gjörði á Fanny, var ótti, er brátt sner- ist í hjartanlega gleði, í hvorri hún sagði með blíðri röddu: “Ertu það Louis, ertu lá loksins kom- inn aftur?” Vér skildum þar við í sögunni, er Louis hafði frelsað lif óvina sinna, og hin óttalega viðurkenn- ing Fannyar bar að eyrum hans, og hún (viður- kenningin) var það, sem orsakaði alla breytni hans framvegis. Hann sá nú af orðum hennar, að hann var ræntur hinum kærasta dýrgrip, en þar hjá pann hann óverðugleika sinn, að njóta svo hreinn- ar og dýrmætrar sálar, þar hann hefði haft í á- formi svo svívirðilegt athæfi. Hann sá að persón- ur þær, sem hann hafði svarið órjúfanlega hefnd, voru svo gott sem fósturforeldrar Fannyar, og því sloknaði brjitt í hjárta hans öll óvild og hatur til þeirra. par með sá hann, að hver sú þraut, er hann legði fyrir ástmenni hennar, væri sem á hana sjálfa lögð. Voru því ekki önnur úrræði fyrir hann en flýja, og snúa ekki til baka, því hann treystist ekki til að bera það af, að sjá hanaj í örmum meðbiðils síns gamla. Hann gaf sig því í hersveitir Frakka; þó var hann hvergi þar staddur, að minning henn- ar ekki vekti í huga hans. Hann óð eins og ljón í gegn um þúsund dauðans hættur, eins og hann væri að bjóða dauðanum fang; hreysti hans var viður- kend, og verðlaun og heiðursmerki streymdu að honum. En á pýzkalandi var hann hættulega særður; hann hlaut að fá lausn frá herþjónustunni. Var hann nú á ferð til ítalíu, hvar trygðavinur hans hafði lofað að útvega honum hátt embætti, en á leiðinni þangað liggur landsplázið Subíako, hvar Fanny bjó. pangað hafði eins og tilviljun ein flutt hann í faðm óstkærrar og sártþreyðrar unnustu. Eftir að Louis var gróinn sára sinna, giptist hann Fannyu, og lifðu þau lengi í varanlegri ástúð og elsku, því þótt skaplyndi þeirra væri ólíkt, sigr- aði sannur kærleiki ætíð sérhverja mæðu og á- greining, sem milli bar. Dygð og trúfesti launast þessa heims og annars. SÓLKERFID. Skin á himni skær og fögur sól, skaparinn svo ráðstafaði forðum, að hún hiti hnatta sinna ból og haldi þeim í tímans réttu skorðum. Merkúríus mjög er nærri sól, meiri birtu Venus gefur lýðum. Jörð er næsta himins byggir ból, ' blikar Marz á kveldhimninum fríðum. Fyrir börn og unglinga SSsSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS Ferðin lengist, finnum Júpíter, fjarri honum Satúrnus má kreika. Honum næstur úranus þá er, en Neptúnus fjarstur sól má reika. Út um geiminn augun litið fá ótal margar sólir fram hjá bruna. pessi drottins dásöm verkin há dýrðarljóma slá á tilveruna. G. J. E. DR. B. J. BRANpSON 219-220 MEDICAI; ARTS BUIO. Oor. Graham and Kenncdy Sts. Phone: A-7067 Offlee tlmar: -2—3 HetmiH: 776 Victor St. Phone: A-7122 «9 Winnlpeg, Manitoba ALAIN RENÉ LE SAGE. Rithöfundur og skáld, sem Alain Renee Le Sage hét, var uppi á Frakklandi frá 1668—1747, og var á sínum tíma einn af mestu andans mönnum þjóðar sinnar. Hann ritaði mikið, bæði sögur og leikrit. Rit hans eru andrík og full af lífsspeki, og honum hefir verið gefinn sá vitnisburður, að mann- lífsmyndirnar, sem hann hefir dregið upp 1 skáld- skap sínum, séu skarpari og skýrari en hjá nokkr- um öðrum höfundi, að undanteknum Moliére. pessi maður ritaði bók eina, er Gil Blas heitir, og þýðum vér örstuttan kafla úr henni hér. Gil Blas til lesandans. Áður en eg segi þér æfisögu mína, lesari góð- ur, þá bið eg þig að hlusta á litla sögu, sem eg ætla að segja þér. Tveir skólapiltar urðu samferða frá Penna- field til Salamanca. Komu þeir þá að læk einum tærum', og sökum þess að þeir voru þyrstir og þreyttir, settu þeir sig niður við lækinn. Á meðan að þeir hvíldu sig þar og höfðu fnegið sér að drekka úr læknum, varð þeim af tilviljun litið á stein, sem stóð þar skamt frá, og sáu að letur var á steinin um, sem vindur, vatn og fénaður, sem þar hafði verið brynt, hafði máð. peir þvoðu letrið með vatni úr læknum og þá skýrðist það svo að þeir gátu lesið: “aqui esta encerrada el alma del licentiate Petro Gracias”, sem þýðir: “Hér hvílir sál kenni- mannsins Péturs Gracias.” Yngri skólapilturinn, sem var léttúðarfullur galgopi, hafði ekki lokið við að lesa letrið, þegar hann fór að skellihlæja^ og sagði: “Hvílíkt gabb! að hér hvíli sál! — sal í varðhaldi! Mér þætti gaman að vita hver hefir látið setja þessa undar- legu grafskrift hér.” Svo stóð hann upp og hélt áfram ferðinni. Félagi hans, sem gætnari var, sagði við sjálf- an sig: “þetta er sannarlega einhver leyndardóm- ur; eg ætla að stanza hér og vita hvort mér tekst ekki að ráða hann.” ' pegar að félagi hans var kominn úr augsýn, tók hann hnif upp úr vasa sínum og fór að losa moldina í kring um steininn, og hætti ekki fyr en hann gat velt steininum úr stað. Undir steininum var veski úr leðri og í því ;vö hundruð peningar ásamt spjaldi, sem á Var ritað á latínu: “pú, sem hefir. haft vit til þess að skilja letrið á steininum, skalt vera erfingi minn, og eg bið þig fara betur með peningana, en eg hefi laft vit á að gjöra.” Piltur gladdist yfir þessum fundi sínum, velti steininum aftur ofan í sitt fyrra far og hélt svo ferðinni áfram til Salamanca * með sál kenni- mannsins. Kæri lesari, hver sem þú ert, þá líkist þú öðr- um hvorum þessara skólapiíta. Ef þú lest sögu mína án þess að athuga siðferðiskenning þá, sem í henni er fólgin, þá kemur hún þér ekki að neinum not um, en ef þú lest hana með athygli, þá eftir kenn- ingum Horace finnur þú í henni bæði gagn og gaman. -----------1__ Konungurinn og þjónninn. Friðrik konungur hringdi á þjón sinn, en eng- inn svaraði. Hann hringdi aftur. Enginn kom Hann fór þá inn í herbergið, sem þjónninn átti að vera í. par fann hann hann steinsofandi í legubekk og lá opið sendibréf við hliðina á honum. Konungur tók bréfið og las það. pað voru þakkir frá móður til sonar fyrir að senda henni svo mikið af kaupi hans, og bæn hennar um að guð vildi blessa hann og hjálpa honum að gera skyldu sína. Konungur sneri til herbergja sinna aftur og kom til baka með stöngul af bankaseðlum, sem hann lét í vasa þjónsins með bréfinu. Svo fór hann ti herbergja sinna enn og hringdi nú bjöllunni svo ákaft, að pilturinn hrökk upp og gekk fljótlega á konungs fund. “pú sefur “fast, drengur minn,” segir kon ungur. pjónninn vissi ekki hverju hann átti að svara. Hann fann, að það var eitthvað óvenju þungt í vasa hans og tók það upp ; en þegar1 hann sá, að það voru bankaseðlar, fór hann að gráta “Hvað gengur að þér?” spurði konungur. “Herra,” svaraði pilturinn, “eg veit ekki hvernig þessir peningar hafa komið í vasa minn, eg tók þá ekki.” “Drengur minn,” sagði konungur, “guð getur sent okkur margvísleg gæði, einnig á meðan við sofum. Gefðu móður þinni þessa seðla og segðu henni, að eg skuli hvorki gleyma henni né. þér.” , Sóley þýddi. DR. O. BJORNSON 216-220 MEDIOAIi AHTS BIiDG. Cor. Graham and Kennedjr Sts. Phone: A-7067 Office tlmar: 2—3 Helmill: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 MEDIOAL ART8 BIiDG. Oor. Graham and Kennedy Sts. Phone: A-7067 ViCtalatmi: 11—12 og 1—5.30 . fletonlli: 723 Alrerstone St. Winnipeg, Manitoba DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAIi ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedj Sta. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjökdðma.—Er aC hitta kL 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Talsíml: A-3521. Heimlli: 627 McMillan Are. Tals. F-2691 DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd BuUdlng Oor. Portage Are. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýki og aCra lungnasjúkdðma. Er aC finna & skrifstofunni kl. 11—12 f.h. og 2—4 e.h. Siml: A-3521. Heimili: 46 Alloway Ave. Tal- elmi: B-3158. X DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 í. h. 3 til 6 e. h. Office Phone N-6410 Beimili 806 VJctor Str. Sími A 8180. DR Kr. J. AUSTMANN 848 Somerset Blk. Viðtalstími 7—8 e. h- Heimili 469 Simcoe, Office A-2737. res. B-7288- DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDIOAXi ARTS BXiDG. Cor. Graham and Kennedy Sta. Talsimi A 8621 Heimili: Tals. Sh. 3217 THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrifstofa: Room 811 McArthtn BuUding, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6849 W. J. XJNDAL, J. II. LJNDAL B. STEFAN8SON Ialenzklr lögfræClngar S Home Investment Bullding 468 Main Street. Tals.: A 4968 felr hafa einnig ekrlfatofur «6 Lundar, Rlverton, Glmll og Plney og eru þor aC hitta 8 eftlrfylgj- andl tlmum: Lundar: annan hvern mlCvikudag. Rlverton: Ftyrata flmtudag. Gimlia Fyrata mlCvikudag Piney: þrlCja föatudag 1 hverjum m&nuCl ARNI ANDERSON ísl. lögmaður 1 félagi við E. P. G^rland Skrifst.: 801 Electric Rail- way öhambers Talsimi: A-2197 A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræðíngur Hefir rétt til að flytja mál bæði í Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Phone: Garry Mlð JenkinsShoeCo. 869 Notre Danve Avenue A. S» Bardal 84S Shorbroeke St. Selur likkiatur og annaat um útlarir. Allur útbúnaður aá bezti. Enafrem- ur aelur hann alakonar minnicvarCa og legateina. Skrlfst. talsimi N .066 lieitniUa t&Uinil N C3*V J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald St. Talsími: A-8889 EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hðr þarf ekki aC bíCa von úr vitl. viti. Vinna öli ábyrgst og leysrt af hendi fljðtt og vel. J. A. Jóhannsson. 644 Burneli Street F. B-5560. AC baki Sarg. Fire Hall Vér leggjum sérstaka álierzlu á að selja meðul eftir forskriftum lækna. Hin beztu iyf, sem hægt er að fá eru notuð elngöngu. . pegar þér komið með forskrliftnm til vor niegið þjer vera viss um að fá rétt það scm lækn- irinn tekur tU. COLCLEOGH & CO., Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7658—7650 Gifttngaleyfisbréf seld þalsímar: Skrlfstofa: Heirnili: .... .... N-6225 .... A-7996 HALLDÓR SIGURDSSON General Contractor 808 G^eat West. Perm. Loan Bldg. 356 Main St. Munið Símanúmerið A 6483 og pantiS meCöl yCar hjá oss. — Sendið pantanir samstundis. Vér afgreiCum forskriftir meC sam- vizkusemi og vörugaeCi eru ðyggj- andi, enda höfum vér magrra ára lærdðmsrlka reynslu að baki. — Allar tegundir lyfja, vindlar, Is-’ • rjðml, sætindi, ritföng, tðbak o. fl. McBURNEY’S Drug Store Cor Arlington og Notre Dame Ave Smávegis. J. J. SWANSON & CO. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 808 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 JOSEPH TAVLOR LÖGTAKSMADUR IlehniUstals.: St. John 1844 Skrifstofn-Tala.: A 6857 Tekur lögtaki bæCl húaaleiguaknldfc ve'ðskuldlr, vfxlaakuldlr. AfgreiCir ai sem aC lögum lýtur. SkrUatofa 266 Matn St Verkstofu Tals.: Heima Tals.: A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON Plumber Allskonar rafmagnsáliöld, svo aem Htraiijárn vira, aUar tegundir af glösum og aflvaka (batteries) Verkstofa: 676 Home St. Eldri' systirin: “Ertu búin að sprengja pok- ann ?” Yngri systirin: (5 ára): “Já, já.” Eldri: “ Hvemig fórstu að því?” Yngri: “Je bara blásti í og skelti svo á lóf- anum og það var alt.” Giftinga og . .. Jarðarfara- plom með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. B720 ST IOHN 2 RtNG 3 MU Phone B-4558 TU taks á , öUuxn tfmum. Exchange ftuto TransTer Co. Flytja Húsgögn og Pianos Annast flðtt og tel um allar teg- undir flutninga; jafnt S. nðtt sem nýtum degi * A. PRUDEN. Elgandi 57? tlherbrooke St. Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.