Lögberg - 04.10.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.10.1923, Blaðsíða 6
rils. « LÖGBERG, FIMTUDAGlVíN / 4. OKTÓBER 1923 og í skugganum af bakháuui kirkjubekk. Fyrir aftan hana var röð af fallegum mjaltastúlkum með rjóðar kinnar, djarfleg augu og hvelfda barma, skreyttar eins og staur, sem dansað er kring um í vorgleði. Eg leit á hana aftur, og eg sá rós rheðal úfinna valhnúablóma, perlu meðal eftirstælinga úr gleri, óviðjafnanlega fegurð meðal sveitastúlkna. Eg starði og sá meira en \mdi og fegurð í þessu undraverða andliti—eg sá dramb, fyndni, ákafa, viljafestu, og að lokum blvgðun og reiði. Hún fann, að á sig var starað, leit upp og mætti augnatilliti manns, sem hún hlaut að hada að væri að virða sig til verðs. Andlit hennar, sem hafði verið litarlaust, hvítt og lireint eins og loftið um- hverfis kveldstjörnu, varð rautt í einni svipan. Hún beit/ á vörina og sendi mér eitt augnatil- lit, sein var alt annað en blíðlegt, svo leit hún niður aftur <?g eldur augnanna var falinn. Þeg- ar eg stalst til þess að líta á hana aftur með heiuþna yfir augunum, eins og eg væri að strjúka upp á mér hárið, sá eg að hún var aftur orðin föl í framan og horfði út um gluggann á grænu trén og vatnið í ánni. II/* .. | • »c* timbur, fialviður af ölhixn Nyjar vorubirgtnr tegudum, geirettur og al.- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðii að sýna þó ekkert sé keypt. Tho Empire Sash & Door Co. ------__________ |_i m itoci —---- HENRY 4VE. EAST - WINNIPEG Eg held því sem eg her “Hó BSailph Percy! ’ * hi^ópaði hann og hristi grátt höfuðicí “Við erum víst einu ó- giftu mennirnir, í allri nýlendunni, sem pru með fullu viti; hinir eru allir hrfnglandi vit- lausir.” “Eg hefi fengið veikina líka,” sagði eg, og er nú í tölu vitfirringanna.” Hann horfði á mig um stund og rak svo upp skellihlátur. “ Er þér alvara ? ” sagði hann og studdi höndunum á feitar síðurnar. “Er Sál meðal spámannanna?” “ Já,” sagði eg. “Eg kastaði teningum um það í gærkvöldi. Það var annað hvort já eða nei, og jáið kom upp, til allrar bölvunar.” Hann fékk aðra hláturshviðuna. “Og þú kallar þetta giftingarskrúða, góðurinn minn! Fjósamaðurinn okkar klæðist í skínandi silki í dag.” Eg leit niður á eltiskinnsfötin mín, sem voru allmikið farin að slitna, og á stóru skóna. sem eg hafði ú fótunum, sem eg hafði ekki ekki hreinsað síðan eg lenti í feni á leiðinni heim frá Henricus í næstu viku á undan. Svo ypti eg öxlum. “Þú verður út undan í dag,” sagði hann og þurkaði sér um augun. “Það lítur engin þeirra við þér.” “Þá fara þær á mis við að sjá mann, en ekki málugan spjátiumg,” svaraði eg. “Það mun ekki verða mér til mikilla rauna.” Fagnaðaróp kvað við frá múgnum og á eftir því fylgdi gríðarleg hringing og bumbu- sláttur. Dyrnar á húsunum, sem voru báðu- megin við torgið, opnuðust, og hópurinn, sem um nóttina hafði gist hjá bæjarbúum, fór að tínast út. Tvær og þrjár saman komu þær; sumar flýttu sér-og horfðu piður fvrir sig, en ' aðrar gengu hægt og litu djarflega til karl- ma'nnanna, sem stóðu umhverfis og störðu á þær. Þær gengu fram á mitt torgið. Þar biðu þeirra herra Bucke og herra Wickham frá Hen- ricus. Eg liorfði eins og aðrir, en eg tók ekki undir fagnaðai;ópin. * 1 þessari náttúrunnar paradís höfðu verið, áður en skipið kom, að undanteknum villimönn- unum, nokkur þúsund karlmenn, en ekki nema eitthvað um sextíu konur. Konurnar voru. flestar hverjar, annað hvort feitar og dugleg- ar, eða visnar og nornalegar húsmæður, sem kunnu vel að standast vélabrögð höggormsins. En það gegndi öðru máli með þessar. Níutíu grannvaxnar meyjar, klæddar'í alt sitt bezta skart; níutíu lagleg andlit, hvít og rjóð eða móleit; hlæjandi, töfrandi augu, eða feimnis- leg; löng augnahár og rjóðar varir. Mann- þröngin var hás af fagnaðarópum og henni varð ekki haldið í skefjum. Yfirlöggæzlumað- urinn og menn hans fengu ekki rá<ðið við nett; mannþröngin ýtti frá sér stöfunum, sem þeir báru, eins og þeir væru hálmstrá, og ruddist að meyja-hópnum. Eg sá unga menn, móða og másandi, grípa í hendurnar á sumum stúlkun- um og reyna að draga þær til sín; aðrir stálu kossum eða féllu á kné og byrjuðu að halda ræður; aðrir fóru að telja fram það, sem þeir áttu — ekrur, tóbak, þjóna, húsmuni. Alt var í uppnámi. Mótmæli, hræðsluóp og ofsahlátur kvá.ðu alstaðar við. Löggæzlumennimi* voru á hlaupum innan um fjöldann, hótandi og skip- andi; herra Pory gerði ýmist að hrópa: “Skammist þið ykkar!” eða skellihlæja; og eg þreif í sexttán ára gamlan strák, sem hafði náð í fellingakraga einnar stúlkunnar, og hristi hann til, þangað til hann stóð á öndinni. Há- vaðinn fór sívaxandi. “Víkið úr vegi fyrir landstjóranum, ” hrópaði yfirlögreglum^ðurinn. “Þetta er skammarlegt, herrar mínir! Víkið úr vegi fyr- ir landstjóranum og hans háttvirta ráðu- neyti!” Tröppurnar þrjár, sem lágu niður frá dyr- unum á húsi landstjóran*, urðu alt í einu skín-. andi af skarlati og gulli, um leið og landstjór- inn og rá/ðuneyti hans komu út úr salnum og störðu á mannfjöldann fyrir neðan. Andlitið á landstjóranum, sem var hrein- skilnislegt og kringlótt eins og tunglið, varð hvítt af reiði. “Hvern fjandann á þetta að þýða!” hróp- aði hann heldur en ekki byrstur. “Hafið þið aldrei séð kvenmann áðurf Hvar er lögreglu- stjórinn? Eg læt taka vkkur alla fasta fyrir uppþot.” A miðju torginu var paHur og á honum stóð gapastokkur. Þar sást alt í einu risavax- inn maður með einbeittlegt andlit, sem var með djúpum hrukkum og gríðarmikið gráleitt thár. Hárið var mjög einkennilegt, því maðurinn var ekki gamall. Eg sá strax að maður þessi var Jeremías Sparrow, prestur, sem hafði kojnið út fyrir einum mánuði með skipinu Southamp- ton, en sem ekki var búinn að fá embætti enn. Eg hafði ekki talað við hann enn. Án þess að segja eitt einasta orð, byrjaði hann að syngja þakkargerðar-sálm með hárri rödd, sem var einkennilega mjúk og viðkvæm, og það með þeim ákafa og hita, að múgurinn, þrátt frir allan hávaðann, gat ekki annað en hlustað. Prestarnir tveir, sem voru í hópnum fyrir neð- an, tóku undir; herra Pory bætti við hásri ten- ' orrö.dd, sem bar vott um, að hann hefði fengið sér vel í staupinu af spönsku víni. Yon bráð- ar vorum við allir farnir að syngja. Hinir djörfu biðlar sefuðust, svo að þeir fengu fult * vit aftur, drógu sig í hlé og fylkingin var aftur mynduð. Landstjórinn of þeir, sem með hon- um voru, komu niður tröppurnar og skipuðu sér með mik’illi viðöfn í fylkingarbrodd milli prestanna tveggja, sem áttu að ganga fremstir, og stúlknanna. Sálmurinn endaði, það drundi í bumbunni og allur hópurinn hélt í hátíðlegri skrúðgöngu til kirkjunnaar. Pory yfirgaf mig til þess að vera þar sem honum bar, meðal stéttarbræðra sinna í ráðu- neytinu; þeir, sem höfðu komið til þess að kaupa, og eins hinir, sem voru þar vegna for- vitni, tíndust burt á. eftir lögreglustjóranum og hans mönnum. Eg var einn eftir á torginu, að undanteknum söngmanninum, sem nú kom nið- ur frá gapastokknum og gekk til mín. “Kapteinn Ralph Percy, geri eg ráð fyr- ir,” sagði hann með rödd, sem var djúp og þróttmikil eins og bassahljóð í organi. “Sá er maðurinn,” svaraði eg. “(íg þú munt vera séra Jeremías Sparrow?” “Já, heimskur prédikari, — sá fátækasti, auðmjúkasti <og lítilmótlegasti allra Drottins þjóna.” Rödd hans, líkamsstærð og það, hversu hik- laust og djarfmannlega hann talaði, voru í svo mikilli mótsögn við þetta auðmýktartal hans, að eg átti erfitt með að verjhst hlátri. Hann sá það, og yfir andlit hans, sem var hið her- mannlegasta á svip, breiddist bros, sem var líkast sólskini á veðurbörðum klettum. “Þú hlærð með sjáJfum þér,” sagði hann góðlátlega, “en samt er eg það sem eg segist vera. 1 anda er eg eins og Job, þó að náttúr- unni hafi þóknast að gera mig úr garði eins og Samson. Eg get fullvissað þig um það, að eg er herfilega illa lagaður fyrir mína stöðu. En ætlar þú ekki að ganga í . kirkjuna, góðurinn minn?” “Væri þetta Sankti Páls kirkjan, gæti'skeð að eg gerði það,” svaraði eg. “En hér kom-% umst við ekki nær dyrunum, en fimtíu fet.” “Ekki nær aðaldyrunum, en prestar mega ganga inn um hliðardyrnar.' Eg skal koma þér þar inn með mér, ef þú vilt. Þessir fögru hálf- vitar þarna ganga hægt. Ef við beygjum við hérna, komumst við langt á undan þeim.” Eg félst á það og við snerum inn í hliðar- götu, sem var plöntuð með tóbaki, fórum kring um landstjórahúsið og komumst á undan pró- sessíunni, svo að við vorum við hliðardyrnar áður en hún var komin inn í kirkjugarðinn. Þar stóð hringjarinn á verði. “Eg heiti Sparrow og er presturinn, scm kom með Southampton,” sagði þessi nýi kunn- ingi minn. “Eg á sæti í kórnum. Lofaðu okk- ur að komast inn, vinur minn.” Hriugjarinn setti upp valdsmannssvip og stóð fyrir miðjum dyrum, sem voru þröngar. “Þar sem það er skylda mín að hleypa þér inn, prestur góður, þá geri eg það. En þessi herra, sem með þér er, er ekki prestur; honum má eg ekki hleypa inn.” “Þér skjátlast, vinur minn,” sagði félagi minn mjög alvarlgur. “Þessi góði herra og stéttarbróðir minn er nýkominn frá St. Bran- don eyjunni, Hann prédikar þar á galdra- kerlingarhelginni; þess vegna er hann svona illa til fa'ra. Eg ábyrgist, að hann megi fara inn. Lofaðu okkur að komast fram hjá þér.” “Inn um vesturdymar fara engir nema meðlimir ráðuneytisins, yfirforingjar og prest- ar. Hver annar, sem reynir að komast þar inn, á að handtakast og vera lagður flatur, ef hann er almúgamaður; en tilheyri hann hærri stétt, á hann að sektast og honum á að vera vamað þess að kaupa sér konu,” söng hringjarinn. “1 guðs bænum láttu okk<ur þá komast inn,” sagði eg. “Taktu við þessu.” Eg tók silfur- pening upp úr pyngju minni, sem var nú með léttasta móti. “Taktu við þessu,” sagði séra Jeremías og sló hringjarann svo að hann datt. Við skildum þar við hann bröltandi í dyr- unum. ^Hann hrópaði hótanir út í loftið, on með arínari hendinni hélt hann dauðahaUi ura peninginn, sem eg kastaði aftur fyrir mig. Við gengum inn í kirkjuna, sem var tóm enn; en í gegn um aðal dyrnar, sem voru opnar, mátti heyra bumbuhljóðið og fótatak mannfjöldans, sem færðist nær. “Eg get valið um staði,” sagði eg. “Glugginn þarna virðist vera ágætur staður. Þú getur verið kyr hér í kómum.” “Já,” svaraði hann og stundi við. “Eg verð að gæta að því, að virðing stöðu minnar haggist ekki; og þess vegna sit eg innan um heldra fólk og við hliðina á þeim, sem bePa gull- borða á kkeðum sípum, þó að lítillæti anda míns sé í sannleika svo níiléið, að eg ætti fremur heima á bekk með þjónum eða svertingjunum, sem við keyptum í fyrra.” Eg hefði hlegið, hefðum vib ekki verið í kirkjunni, þótt eg sæi að hann sjálfur tryði orðum sínum. Hann settist í stærsta og bezta stólinn, rétt fyrir aftan flauelsfóðraða stólinn. sem var ætlaður landstjóranum, en eg fór og hallaði mér upp að glugganum. Við horfðum hvor á annan þegjandi yfir þvera kirkjuna, sem var öll blómum skrýdd, þar til loksins að klukkurnar þögnuðu með feykilegri háreysti í síðustu slögunum, bumban þagnaði og prósess- ían kom inn í kirkjuna. ÞRIÐJI KAPITULI. . Eg giftist í skyndi. Hin Ianga þakkar- óg lofgjörðarguðsþjón- usta var naéstum húin, er eg sá hana fyrst. Hún sat hér um bil tíu fet frá mér, í horni Söfnuðurinn stóð á fætur og hún stóð upp með hinum stúlkunum. Hún var klædd í dökk- leitan vaðmálskjól, skrautlausan, og þröngi fellingakraginn hennar og hvíta húfan hefðu sýnt, að liún væri púrítanastúlka, ef mögulegt hefði verifr að hugsa sér púrítanastúlku nokkuð líka henni; föt hennar, þótt þau væru óbrotin, fóru henni eins og silki- og dýrindis loðskinn. Innan skamms var blessað yfir söfnuðinn. Landstjórinn, ráðunautar, liðsforingjar og prestar gengu úr kór og stikuðu hátíðlegá fram kirkjugólfið; stúlkurna'r fóru út næst á eftir þeim; og við, sem höfðum staðið meðfram veggjunum \ tvær klukkustundir, sem aldrei ætluðu að enda, og hvílt fæturna á víxl, gengum út síðastir, út á fallega, græna sléttu, sem var nálægt kirkjunni. Þar tvístraðist hópurinn. Þeir með gullborðana gengu að sætum, sem höfðu verið reist undir stórri eik, og prestarnir —þeir voru fjórir alls—gengu að ölturum, sem höfðu verið hlaðin upp úr torfi. Einn prestur hefði ekki getað komið í verk öllu því, sem þurfti að gera um daginn. Stúlkurnar stóðu saman í hóp ofurlitla stund; svo tvístruðust þær ýmist hlæjandi eða feimnar eins og rósablöð, sem f júka fyrir vindi, og karlmennirnir fylgdust á eftir þeim. Eftir svo sem fimm mínútur máJti sjá þessar leit- andi meyjar jog biðla þeirra dreifða út um alla grundina. Víðast hvar voru tvö og tvö saman, þær fallegri höfðu í kring um sig heila hópa af biðlum, sem þær gátu valið úr. Eg gekk einn og út af fyrir mig; því ef eg mætti stúlku, þá leit hún fyrst á búning minn og komst aldrei svo langt,, að hún sæi framan í mig, heldur sneri umsvifalaust við mér bakinu. Þar sem eg stóð svona utan við alt saman, fanst mér eg vera eins og áhorfandi á sjónleik, og hafði talsvert gaman af að virða fyrir mér það, sem fram fór, en um leið var eg hálf óánægður vfir því, að taka sjálfur þátt í leiknum. Eg sá smala- stúlku, nýkomna frá landi fjárhirðanna, banda frá sér hópi afl sveinum, sfem sótttu að henni með mestu ákefð; svo kastaði hún bláum borða, sem var hnýttur í hnút, til þeirra og hló dátt að / öllu saman, og að síðustu gekk hún burt með þeim, sem hafði orðið hlutskarpastur. Eg sá nágranna minn, Jack Pride að nafni, háan risa, sem átti heima tólf mílum ofar með ánni, kaf- rjóðan út að eyrum og starandi, hneigj/i sig aft- ur og aftur fvrir stelpu, sem ekki var hærri en fimm fet og ákaflega stóreygð; og hún beygði hnén í hvert skifti sem hann hneigði sig. Eg leit við, þegar eg var kominn langt fram hjá þeim, og þar stóðu þau enn og beygðu sig og hneigðu. Eg heyrði pilt og stúlku vera að tala saman. Hún sagði: “Nokkur hænsni?” “í’ólf hænur og tveir hanar.” “Kýr?” ‘ ‘ Tvær. ’ ’ “Hvað mikið tóbak?” “Þrjár ekrur, góða mín, þó að eg vökvaðí það ekki sjáJfur. Eg er af Stúartaættinni og frændi konungsins sjálfs.” “Hvaða húsgogn?” ‘‘Eitt stórt rúm, eina ullardýnu, eitt rúm á hjólum, eina kistu, eitt koffort, eitt gólfteppi úr leðfi, sex stóla með kálfskinnssætum, tvo eða þrjá með strásæýum, fimm pör af rekkvoðum, átján léreftsþurkur, sex steyptar skeiðar—” “Eg tek þér. ” Yfir á hinum enda sléttunnar, nálægt virk- inu, mætti eg Hamor, sem var einn og var mesta flaustri að flýta sér þangað, sem meira var um manninn. “Konulaus enn?” spurði eg. “Eru stúlk- urnar blindar ?” “Hvert þó í—!” svaraði hann gramur og hló. “Ef þær eru allar eins og sú, sem eg var að skilja við rétt núna, þá kaupi eg mér konu af Raspahegh-Indíánunum!” Eg brosti. “Kvonbænir þínar hafa þá ekki borið á»vöxt enn. ’ ’ Honum þótti sér misboðið: “Eg hefi ekki beðið neinnar í alvöru enn”, sagði hann og lyfti kæruleysislega upp á axlirnar kápu sinni, sem var úr þunnsilki og himinþlá á lit. “Eg var ekki lengi að snúa við, þegar eg sá hvers kyns vara það var, sem var þarna á boðstól- um. ” “Þær gengu út viðstöðulaust,” sagði eg, “þegar eg skildi við hópinn. Það er bezt fyrir þig að flýta þér, ef þú vilt komast að góðum kaupum.” “Eg er ekki að þessu slóri,” sagði liann; svo benti hann með þumalfingrinum yfir öxl ' sér. “Ef þií heldur áfram að ánni,” bætti hann við, “þarna að sedrustrjánum, þá finn- urðu þar kvenvarg í gjarðapilsi og með fell- ingakraga.” Eg stóð kvr dálitla stund, þegar hann var farinn, og horfði á gamm, sem flaug hægt um uppi í bláu loftinu; svo dró eg rýtinginn minn úr slíðrum og reyndi að skafa forina af skón- um mínum með lionum. Mér gekk það ekki sem bezt, svo að eg hætti Við, leit aftur upp í loftið, dró andann djúpt og hélt í áttina til sedrus- trjánna, sem Hamor hafði bent mér á. Þegar eg kom nær, heyrði eg fyrst að eins skvampið í vatninu, en brátt gat eg greint mannamál; það var karlmannsördd, sem var þTungin af reiði. “Farðu burt!” 4» “Kystu mig nú og vertu góð.” Smellurinn, sem á eftir fylgdi, var of hár til þess að það gæti verið koss. Eg varð þess vegna ekkert forviða við að sjá manninn halda um kinnina og liana um hendina, þegar ?g kom að þeim í gegn um runninn. “Þetta skal verða þér dýrt spaug, vargur litli,” sagði hann og greip um báða úlnliði hennar. % Hún brauzt um af öllum kröftum og beygði höfuðið fyrst á þessa hlið og svo á hina, en hann var búinn að kyssa hana áður en eg komst á milli þeirra. Eg gaf honum vel úti látið högg, svo að hann lá flatur á jarðinni og horfði á mig hálf- ringlaður með litlu refsaugunum sínum. Eg þekti hann, en að engu góðu. Hann hét Edward Sharpless og hafði verið lögmaður á Englandi Hann lá rétt á vatnsbakkanum og annar hand- íeggurinn á honum var úti í vatninu. Freist- ingin var óviðjafnanleg: eg hjálpaði honum með fætinum til þess að fá sér kalt bað, svo að blóðið í honum kældist ofurlítið. Þegar hann var kominn upp úr ánni og hafði hengslast bprt bölvandi, sneri eg mér að henni. Hún stóð upp við stofninn á stóru sedr- ustré og bar höfuðið hátt; það voru rauðir blettir í báðum kinnunum og hún hélt öðrum hnefanum kreptum upp að hálsi sér. Eg hafði hevrt hana hlæja, þegar Sharpless datt í vatn- ið, en nú var hún albúin til varnar. Þegar við stóðum þarna og horfðum hvort á annað, heyrð- ist hár hlátur fyrir aftan mig. Eg leit við og sá Hamor, sem að líkindum var enn ekki búinn að ná gér í konu, með Gyles Allen og Wynne. Hann var kominn aftur til að reyna að ná í hana. Hún sá það líka, því að roðinn færðist um alt andlit hennar og brjóstið hreyfðist ört. Augun urðu flóttaleg, eins og í ofsóttu dýri. Hún leit á mig. “Viltu giftast mér?” spurði eg . Hún horfði á mig eitthvað hálf undarlega. “Áttu ér heima?” spurði hún loksins og benti með fyrirlitningarsvip í áttina til bæjarins. “Nei,” svaraði eg. “Eg á heima upp með ánni í Weyanoke héraði, nokkrar mílur héðan. “Jæja þá, í guðs bænum, við skulum kom- ast héðan, ” hrópaði hún með ákafa. Eg hneigði mig og kom nær til þess að kyssa hönd hennar. Fingurgómarnir, sem hún rétti mér hægt og hikandi, voru kaídir, og augnatillit hennar var ekki eins og skáldin lýsa augnatillitum kvenna á slíkum stundum. 1 huganum setti eg upp kæruleysissvip, en eg sagði ekkert. Við leiddumst burt frá sedrustrjánum og létum vera eins langt á milli okkar og unt var. Brátt mættum við Hamor og félögum hans. Þeir mundu hafa staðið í vegi fyrir okkur og hlegið og látið hrjóta ógeðsleg spaugsyrði, ef eg hefði ekki dregið hana nær mér og lagt hendina á sverð mitt. Þeir viku úr vegi fyrir okkur, því eg kunni allra manna bezt að beita sverði í Virginíu. Það var sami mannfjöldinn á sléttunni. Áin var alsett seglum á báða bóga og yfir nesið fór röð af ríðandi mönnum og allir reiddu það sem þeir höfðu keypt á hnakkdýnu fyrir aftan sig. Landstjórinn, ráðunautarnir og foringjarnir voru komnir inn í hús landstjór- ans, þar sem ágætis veizlu hafði verið slegið upp. En herra Piersey, kaupmaðurinn, beið, til þess að sjá tím að félaginu yrði borgað jafn- vel hið síðasta tóbaksblað; og prcstarnir fjór- ir höfðu enn-nóg að gera, enda þótt að hjóna- efnin kæmu ekki hvert á fætur öðru, eins og þau höfðu gert fyrir einni klukkustundu. “Eg verð að borga gjaldkeranum fyrst,” sagði eg og nam staðar, þegar við vorum rétt komin að ölturunum. Hún dró hönd sína úr minni og horfði á mig. “Hvað er það mikið?” spurði hún að lok- um. “Eg skal borga það.” Eg horfði á hana. “Geturðu ekki talað?” hrópaði hún og stappaði fætinum í jörðina. “Hvað er eg virt mikið? Tíu pund, fimtíu pund—” “Hundrað tuttugu og fimm pund af tó- baki,” sagði eg þurlega. “Eg borga það sjálf- ur. Hvað var nafn þitt á skipsskránni?” “Patience Worth,” svaraði hún.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.