Lögberg - 01.11.1923, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.11.1923, Blaðsíða 2
Bls. 2 LðGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER 1923 Limir og líkami stokk- bólgnir. Fruit-a-tives læknuðu nýrun með Öllu. Hið frægasta ávaxtalyf öllum þeim, er þjást af nýrna- sjúkdómi, verða kærkomin þessi tíðindi um Frit-a-tives, !hið fræga ávaxtalyf,'unnið úr jurtasafa, er gersamlega læknar nýrna og blöðrusjúkdóma, eins og bréf þetta bezt sannar. “Litl'.a'stúlkan okkar þjáðist af nýrnaveiki og bólgu — allir lim- ir hennar voru sto'kkbólgnir. Við reyndum “Fruit-a-tivea.” Á skpmm um tíma varð stúlkan alheil.” W. M. Warren. Port Robinson, Ont. 50c. askjan, 6 fyrir $2,50, reyn- sluskerfur 25c. Fækt hjá öllum lyfsölum, eða beint frá Fruit-a- tives Li.mited, Ottawa, Ont. För mín til Islands. Eftir Maurine Robb. Leiklist á Islandi. íslenzkir sjónleikir standa að engu leyti að baki sjónleikjum annara þjóða. .Eru þeir vel fallnir til kvik'.nyndunar- Goð imundur Kamban, einn af riafn- kunnustu leikritahöfundum fs- lendinga, er staddur í Reykjavik um þessar mundin, sem forstjóri kvikmyndafélags þess, er nú er i undirbúningi með að koma leik- ritinu “Vér morðingjar” á kvik- myndatjaldið. Kamban er jafn- framt forstjóri Folk Theatre í Kaupmannahöfn, og hefir fast að- setur í þeirri borg. Kamban samdi sitt fyrsta leik- rit. 23. ára að aldri. í fyrra kom út eftir hann skáldsaga er nefnist, “Ragnar Finnsson.” Ger- ist fyrri hluti sögunnar á ís- landi, en hinn síðari í New York. Dvaldi höfundurinn tvö ár í þeirri borg. Kvaðst hann þess fullvís, að maður yrði að dvelja þar lengur, áður en manni félli borgin svo vel í geð, að maður fengi reglulegar mætur á henni Lét Kamban í ljósi söknuð sinn yfir því, hve leiklistinni hefði tuignað á þýzkalandi við ófrið- inn ‘.nikla. Kvaðst einnig þeirr- ar skoðunar, að hið sama mæt‘i segja uim list þessa á Englandi, eins og sakir standa. “pað gieður mig að heyra,” sagði herra Kamban, að leikhús- stjórar í New York skuli vera farnir að leggja meiri áherslu á að tý >a góða leiki. Goti væri til þess a‘ vitr ef h *r v3i u að eins sýndir úrvalsleikir. Árin sem eg dvaldi í New York minn- Lst eg ekki að hafa séð annan verulega g-ðan leik , en “Justice” eftir Galsworthy. Eg held að í Kaupmannahöfn séu gerðar hærri kröfur til leikja og leikenda, en á nokkrum öðrum stað í víðri ver- öld. Eg er hvergi nærri alls- kostar ánægður með Folk Theatre. Vildi helst byggja nýtt leikhús og hafa það algerlega eftir mínu eigin höfði- Fólkið er yfirleitt gott. Sökin verður að skella á leikhússtjórninni, ef ekki eru að eins sýndir góðir leikir. Eg er saimdóma Channing Pollock um það, að almenningur vilji helst sjá góða leiki. Mér geðj- ast vel að leikriti hans “Fool”; þrír þættirnir voru ágætir. Eg verð að játa að mér fé’l fjórði þátturinn ekki eins vel í geð. “Leiklistinni skilar drjúgum á- fram á ís.andi,” sagði herra Kavnban. f Reykjavík er gott leikfélag. fimtíu ára gamalt. Auð- vitaðe ru leikendur ekki “profess- ionals”, en þeir eru litlu lakari fyrir það- Leikhúsið er ekki gott, en er framlíða stundir mun- uim vér eignast annað betra- Þjóð- in er fámenn og fátæk, en engu að síður lifuvn vér í voninni.” Aðlaðandi öldungur. Indriði Einarsson, leikritaskáld þýðari, er maður, sem erjver- öldinni vaxinn. Hann hefir unnið meira verk og ‘margbrotn- ara í þarfir fslenzkrar Ieiklistar, en nokkur annar maður. Hjá honum fékk eg glögt yfirlit yf-r þroekasögu leikritagerðar og leiklistar á þessari norðlægu ey. "Leiklistin á fslandi er tiítölu jega í bernsku,” segir öldungur ínn. pó var fyrst{ smáleikur- iTin sýndur árið 1795. Leik þann «amdi Sigurður Péturson. Voru í Hl/riflíl verir enga. tll- I VJ&iVlTin raun út J blftlnn fc meí hví aS nota Dr. Chaseg Ointment við EJczema öðrum húSsjúkdðmum. fa8 æ’fleöir undir eins alt þesskonar. Eln aekja til reynslu af Dr. Chase's Oint- ment send frl gegn 2c frlmerki, ef n«fn þessa blaðs er nefnt. 60c. askj- • n I ðllum lyfjabúSum, e8a frá Ed- wsnson. M-ites & Co.. L,td.. Toronto. honum 11 persónur, h— aðal per- sónan maður frá Gascony er vitjaði íslands til þess að heim- sækja bónda einn. Lét hann mikið yfir sér; íslendingar trúV honum og leiddi slíkt tll margra skoplegra atvika. Árið 1855 var fyrst tekið að leika fyrir alvöru. pó var ekkert leikhús í þá daga, fóru leikir fra'm í prívat húsi.. Árið 1860 tók íslenzkt skáld sig til ;Og reit “lútlegumennina”. Leiddi það til þess, að fleiri leik- rit fóru smátt og smátt að koma fram á sjónarsviðið. “Nýjársnóttin”, álfa eða æfin- týraleikur 1 fimm þáttum, eftir Indriða Einarsson, var fyrst sýnd árið 1872, lék höfundurinn þá sjálfur aðalhlutverkið. Síðan hefir hann samið margi sjónleiki, er þýddir hafa verið á er.sku, Jörsku og þýzku. Alls munu sjónieikir horra Einarss"i.av vera þrjátíu að tölu. “Nú er eg að þýða Shakespeare, hann er fræg- asti og bezti rith ifundurinn, sem nokkur þjóð hefir eignast. Eg hefi þýtt fjóra af sjónleikjum hans: ‘Othello”, “Hamlst,” "MacBeth” og Romeo og Julia,” og nú er eg að hugsa um að snúa á íslenzku “King Henry IV. "Merchant of Venice,” "Mid- summer Night Dream,”, “Richard III.” og ‘The Winter’s Tale. ÍHér hefir höfundi ferðasögunnar skjátlast, því fjögur fyrstnefndu leikritin hefir Matth. heitinn Jochumsson þýtt. — Aths. þýð- anda). “ísland á mörg góð leik ritaskáld, en því miður féll Jó- hann Sigurjónsson frá á bezta aldri. Fjalla Eyvindur er lík- Iega frægasta islenzka leikritið, sem nokkru sinni hefir verið skrifað. Var það leikið í Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Þýzka- landi og Ameríku og þýtt á þýzku, svensku og ensku. Fjalla Eyvind- ur hefir verið margleikinn í Reykjavík og á Akureyri, ávalt fyrir troðfullu húsi- Goðmund- ur Kamban er einnig hið bezta Í2ikritaskáld. Hefir leikritum hans jafnan verið vel tekið. Vor mesti núlifandi maður. “Vér erum stórkostlega upp með oss af Einari H. Kvaran. Hann ætti að fá Nobelsverðlaun- in í ár og vér vonumst að honum og þjóð vorri hlotnist sá heiður- Hann er skáldsagnahöfundur en hefir jafnframt samið tvo sjón- leiki, er sýndir hafa verið í Reykjavík.” Leiksýningar í Reykjavík. Leikhúsi Reykjavikur er lokað yfir s.umarmánuðina. En að vetrinum fara fram þetta frá fimtíu til sextíu sýningar- Eru venjulega tvö eða þrjú ný leikrit sýnd á vetri. Sama fyrirko’mu- lag gildir á Akureyri, þar er að eins leikið yfir vetrarmánuðina, einn eða tveir nýjir leikir teknir til meðferðar á hverju leiktíma- bili. Framtíðin. Frá fyrsta október að telja, verður skáttur af skemtunum lát- inn ganga í leikhússjóð. Indriði Einarsson kom fyrstur mannaj upp með þá hugmynd; og verður skattinum haldið áfram þar til fengin er næg upphæð til þess ^ð byggja nýtt leikhús. Árið 1930 verður Alþingi íslendinga þús- und ára gamalt. Verður þá mikið um dýrðir. Er þess vænst, að sérhver sá íslendingur vestan hafs, er með nokkru móti getur komið því við, heimsæki föður- land sitt við það tækifæri. Erxt hugmyndin sú, að einn þáttur há- tíðahaldsins verði opnun hins nýja leikhúss- Áætlað er að leikhúsið muni kosta hálfa miljón króna, eða því sem næst. Stjórnin skal skipa nefnd manna til þess að hafa umsjón með byggingunni og veitir hún viðtöku tilboðum frá húsgerðameisturum víðsvegar um heim. — „ Líklegur til Nóbelsverðlauna. Kveld eitt ók eg í bifreið til Bessastaða, liggur sá sögufrægi staður um tíu mílur frá Reykja- vík. par býr Einar skáld Kvar- an Hann hafði um eitt skeið dvalið í Winnipeg og verið þak- rit- stjóri að blaði og þar skhfaði hann sína fyrstu skáldsögu. Það, að hann stæði nálægt því, að hljóta bókmentaverðlaun Nóbels, vakti vitanlega hjá mér enn 'meiri eftirtekt á ‘mannínum. Kvaran er hár maður vexti prúður í framgöngu og hvítur fyr- ir hærúm. Hann talar ágæt.a ensku. Hin fyrsta skáldsaga hans var gefin út í Winnipeg ár- ið 1888, sú næsta kom út í Ajaccio, 1897, en hin þriðja í Reykjavík 1901. Kvaran hefir verið víð- förull, en síðustu dögum æfinnar kveðst hann vilja eyða í Reykja- vík. AIIs hefir Kvaran ekrifað tuttugu smásögur, fjórar stórar sögur og tvo sjónleiki. Hrifinn af Canada- .. Mér hefir ávalt þótt vænt um Canada, en eg býst við að breyt- ingarnar séu orðnar margar og miklar frá því er eg dvaldi þar síðast ” sagði herra Kvaran. “Son- ur minn er prestur í Winnipeg og var fæddur þar.” — Kipling i afhaldi. “Eg held að Kipling sé mest les- inn á íslandi, allra enskra rithðf- unda. Mér fellur hann afar vel í geð. Eg hefi lesið Dickens, Thackeray, og Scott og er stöð- ugt að fá á þei'm meiri og meiri mætur. Thomas Hardy þekki eg því miður ekki, né heldur hina yngri Bandaríkjahöfunda. Rúss- neákum rithöfundum hefi eg ávalt borið djúpa virðingu fyrir, og orð- ið hrifinn af verkum þeirra. "Eg held að íslendingar lesi meira en nokkur önnur þjóð. peg- ar vér eignumst fullkomið leik- hús, efast eg ekki um að vér fram- leiðu'm sjónleiki, er vekja heims eftirtekt- Jafnvel eins og saWr síanda, er tsland á hröðu fram- faraskeiði, hvað leikritagerð og lei'klist viðkemur. Framh. Vestur yfir fjöll. pað hafa svo margir gert ferð vestur yfir fjöll, að það sýnist máske naumast ómaksins vert að skrifa ferðasögu. En margt ber nú samt fyrir i þeirri leið, sem vert er um að geta, ef ferðamaðurinn hefir eftir- tekt og þekkingu til að sjá og skilja, það sem fyrir augun ber. Þess ber þá fyrst að geta, að eg lagði af stað frá Gimli síðasta d&g íygústmánaðar í sumar áleiðis vestur að hafi. Aldrei hefi eg skilið við verustað minn með meiri söknuði en í þetta skifti, og. bar margt til þess. petta eina ár sem eg átti heima í Nýja Is- landi leið mér frábærilega vel. Mér féll vel við nálega alla Ný-ís- lendinga, seím eg kyntist og betri nágranna en sveitunga mína fyrir norðan Gimli er erfitt að hugsa sér- Eg hefi líka sérstaka tröllat/'á á framtíðar velgengi bygðarinnar. Jarðvegurfnn er ágætur og sér- staklega vel fallir.n til heyræktar, enda er n úþegar mikið framleitt af “slover” og timotthy heyi í Nýja íslandi — en verður þó meir-t er árin líða. Það hefir staðið landbúnaðin- um máske hvað mest fyrir þrifum, að bændur við Wnnipegvatnið hafa lengst af stundað fiskiveiðar jafnframt landbúnaðinum; en við þa ðtvískiftist orkan og áhuginn. par sem jafn erftt er að ryðja stórskóginn og í Nýja Islandi, verður lítið úr mannsliðinu, en flestir einyrkjar framan af. Auk þess þurftu menn að leita til vatnsins' með brýnustu bjargráð- in og gátu því ekki stundað jarð- yrkjuna nema í hjáverkum. Vatn- ið var jafnan matarhyl’.a þeirra fátæklinga sem til Nýja íslands komu á innflutningsárunum; en þangað voru þeit^ örsnauðustu oftast sendir. Flestir landnem- arnir þar voru snauðir af fé en auðugir af afkvæmum og þessum mönnum reyndist vatnið hinn ör- uggasti bjargvættur. En kalt er það stundum fyrir klæðlitla að standa við fiskdrátt í vetrar- hörkunum og spursmál hvort ís- lerizk þrautsegja og karlmenska hefir annarstaðar betur gefist en í Nýja ísland. Samgönguleysið stóð líka bygð- inni mjög fyrir þrifum framan af. Ekkert var þar verzlunarvara nema vetrarfiskur, sem menn j fluttu á uxu'm í skamdegis hríðum til Selkirk norðan úr óbygðum. Þungfæri hefir þá stundum verið á Winnipegvatni en nú er úr þessu bætt. Snjóplógarnir kljúfa nú skaflana á vatninu og járnbrajitarlestirnar taka við fiskinum í Riverton, nyrsta braut arstöð bygðarinnar, en sumarafl- in er sendur með gufuskipum ti’ frystihúsanna á Gimli eða i Sel- kirk. Daglegar hraðlestir flytja líka nýmjólk og aðrar land- búnaðar afurðir til borgarinnar Winnipeg — svo fáar bygðir liggja nú betur við markaði held- ur en Nýja ísland. Ef höfuð- borg Manitoba fylkis fer stækk- andi 'með árunum verður framtið- in glæsileg fyrir íslenzku bygð- Irnar við Winnipegvatnið. Þangtð ieitar borgarfólkið sér til hvíldar og hressngar í sumarhitanum og kaupa þá bæð að bændum og kaupmönnum nauðsynjar sínár Þar að auki hefir Nýja fsland öll skilyrði til að verða aðal-mjólkur- bú Winnipeg bæjar- Yngri kynslóðin í Nýja fslandi virðist nú líka vera farin að skifta verkum með sér. Sumir stunda fiskiveiðar eingöngu, en aðrirt gefa sig allan við landbúnaðinurn. Óvíða hefi eg séð 'mannvænlegri bændasyni en í Nýja íslandi og or þao ”tria” 'min að maigir þeirra eigi eftir að bre’kka rjóðr- :n sem feður þeirra hjuggu í íóm- stundum sínum kringum býlin. Flestir yngri bændurnir í Nýja fslandi virðast mér framfara- menn í hófi — en gætnin verður að vera þar sem annarstaðar, ráðunautur framsóknar, ef vel a að fara. Á vesturleiðinni kom eg við í Swan River bygðinni. pað er fögur bygð og frjósöm. Hæða- hringur, sem menn kalla nú varnarfjöll, felur sveitina 1 faðmi sínum og ár renna þar margar i ótal bugðum gegnum dalinn. Þa: er jarðvegur góður, s'tór bú og ‘/nyndarlegt og gestrisið fólk. Fýs- ir mig þangað að koma eigi eg ferð aftur yfir fjöllin. pá er að minnast á Vatna- bygðirnar, því þar dvldi eg í nokkra daga._ Þar á eg marga góða kunningja og tegndafólk þó “Bjarmi” segi að mér hafi verið þaðan vikið með litlum sóma. En nú er sú missögn leiðrétt og gleymd og læt eg mig nú litlu skifta hvort um það verður ritað meira eða minna héðan af. pessi yngsta nýlenda Vestur- íslendinga er stór, frjósöm og fögur. iMannfólkið er þar að vísu misjafnt, sem annarstaðar, en langflestir eru þar góðir dreng- ir og iskynsamir- . Fremur þröngur 'mun þó efna- hagur flestra iþar um slóðir, sem stendur. ógætileg meðferð fengins fjárs á velgengnistímun- um er ef til vill um að kenna I sumum tilfellum, en höfuð orsök- in mun þó vera lágt verð og lé- leg uppskera á siðari árum. Ár- ið 1920 var uppstkeran víðast lítil ve|gna ofjþurka. Árið eftir skemdist hún af ryði. f fyrra var hún afar misjöfn, og 1 ár — Þresking var rétt að byrja þegar eg var í Leslie, leit hún út fyrir að verða fremur léleg víða vegna ryðs. Verðið á þessum árum hefur líka verið hörmulega lágt en reksturskostnaður allur gífur- 'Iega hár. Eitthvað er nú öf- ugt í mannheimum, þegar sumir svelta en aðrir sem nauðsynjarn- ar fra'mleiða geta ekki selt þær fyrir sanngjarnt verð, og heimsk- ur er sá maður sem ekki fær þetta skilið. En svo er þetta ekki mér að kenna segir einn og allir, og við það situr. Fegln vildi eg sjá Vatnabygð- irnar í betra mannfélags og efna- legu ásigkomulagi, eigi eg þangað afturkvæmt, því þær eru mér að vissu leyti kærar- Þar gekk eg í skóla og þó skólagjaldið væri nokkuð hátt — já, hvað er um það að fást ef mentun vor er nytsöm og nauðsynleg. Eftir skavnma dvöl í Leslie hélt eg, ásamt konu minni og barni, á- fram ferðinni. Landið vestur fyrir Saskatchewan er ýmist smá- hæðótt eða marflatt. par eru stórir hveitiakrar en mjög hefir uppskeran hefir verið misbresta- söm á síðari árum og valda þurk- arnir mestu tjóni. Sennilega verður alt þetta land ábyggilegt kornræktarland með tí'manum, iþegar meiri kekking og reynsla hefir kent mönnum betri ræktun- ar aðferðir í þurviðrishéruðun- um. Til Wetaskivin, smábæjar nokkurs um 30 mílur fyrir suð- austan Edmonton komum við í afturelding ogistigum af lestinni. par hafði eg ta*l af heimamönnum og kváðu þer uppskeruna í Norð- ur-AIberta svo góða sem frekast mætti verða. Eftir fárra klukkustunda dvöl í Wetaskivin héldum við suður til Calgarr. Lestin fór í gegnum Innisfail, en þar nærlendis er Alberta nýlenda íslendinga- Þangað langaði mig að koma og heilsa upp á landanp og skáldið, en svo fann eg að eg gat ekki fundið upp neitt afsak- anlegt erindi og hélt því áfram. Nalægt Calgary sáust gripahjarð- ir stórar og fríðar af blóðrauðum ftutthyrningum og kolsvörtum Aberdeen angus gripum. Því miður mun griparæktin þar sem annarstaðar vafasöm tekjulind, sem stendur. Calgary er all- ftór bær snotur og þriflegur. Stendur hann á smáhæðum, sem mynda fótstall Klettafjallanna. Þar heyrði eg menn deila um veðurfarið á Kyrrahafsströndinni og í Suður Alberta. Tveir AI- bertamenn sem vestur höfðu flutt og nú voru komnir í kynnisför til gömlu átthaganna, þökkuðu ham- ingjunni fyrir bústaðaskiftin, en heimamaður gamall og gráhærð- ur taldi hverjum fullgott lífið 1 Calgary, en öllum kom þeim sam- an um að ólifandi sé í Saskatche- wan og Manitoba. — Misjafnir eru mannadómar- Um kvöldið lögðum við upp frá Calgary, en þaðan er skamt til fjallanna. Morguninn eftir vöknuðum við í miðjum Kfetta- fjöllunum. Ekki þykja mér canadisku Klettafjöllin jafn fög- ur og Wasotah fjöllin í útah eða Klettafjöllin í Colorado, en svip- mikil og tröllsleg eru þau samt. (Fáir hafa orðið til að kveða u'.r Klettafjöllin, þó er til eitt kvæði eftir St. G. Stephanson um þau, og fyrir skemstu heyrði eg 6- prentað kvæði, ‘Fjallagöngur’ eft- ir séra Jónas A. Sigurðsson, sem mér fanst þeim jötuneinkennu’m samboðið. * Það þarf mælsku til þess að kveða um Klettafjöllin og hana á höfundur í ósegjanlega ríkum mæli). Vísindin segja að fjöllin hafi stundum myndast við samdrátt jarðskorpunnar • Þegar jörðin kólnaði minkaði fyrirferð hennar. pá ýttist skurmið eða jarðskorp- an, sem byrgir eldinn og enn er í yðrum hnattarins, saman og fél'l í fellingar. Á tertiory tíma- biii jarðmyndunar sögunnar segja menn að þannig hafi fyrsti vísir Klettafjallana skapast. Við þvílíkt jarðrask koma ein- att stórar hölur og sprungur f jörðina. Inn í .þessar holur og sprungur rennur stundum eldleðj- an að innan eða vatn sígur þar saman og sest þar að, og verður síðan við hitan að gufu. Bæði gufan og eldkvikan leitar út- göngu og sprengja frá sér þangað I til þau hafa fengið útrás. Þanu- ig verða , eldgosin. Bráðin hraunleðja spýtist út um opið og rennur í straumu'm út frá gýgn- um eða bleðst upp í háar strýtur kringum munnan. pessi elds- umbrot hafa ktt drjúgan þátt í myndun Klettarjallanna og ennþá er þessum hamförum ekki að fuTi lo.kið- Lossen Peak í Calfornia tók til dæmis að gjósa 30'. maí árið 1914. pegar hitar voru sem mestir á á norðurhveli jarðarinnar var var regnfallið líka óvenjulega mikið um þessar slóðir. Þá safnaðist vatnið saman í gýgun- um og og öðrum 'lægðum. Síðar á ísöldunum frusu þessi stöðu- vötn til botns og sprengdu frá sér klettana eins og vatnið sem frý sí borðflösunni sprengir gler ið. Nú bráðnaði ísbreiðan aft- Ur nema í hæðstu hnjúkunum en beljandi vatnsföll brutu sér far- veg gegnum fjöllin í hinum mikhi leysinum. Stórir skriðjö'klar hefluðu lí’ka breiðar og djúpar geilar í gegnum blágrýtið og rispuðu og surfu fjö'llin. Svona hafa canadisku Klettafjöllin myn- ast. Fyrst hafa klettarnir statyð naktir eftir umrótið, en svo komu þeyvinðarnir og báru með sér fræin fr áströndinni að vestan og sléttunu'm að austan. Þörung- ar og skófir festu fyrst rætur sín- ar á berginu. pað eru lægstu plöntur jarðarinnar og jafnframt harðgerðastar. pær mynduðu fyrstu jarðlögin. Á þeim þunna jarðvegi sem þannig myndaðist spruttu síðan mosaþembur, og síð- ast kom blómgresið, skógarnir og puntgrasið. Svona starfar verksmiðja náttúrunnar en hver setti lögin sem náttúru öflin hlýða og framleiða lífið á kaldri klöpp-: inni svo rósirnar vaxa úr stein- j hjartanu. Nei, þetta átti ekki j að verða prédikun en andann grunar eitthvað fleira en augað sér og því meir, sem þekking vor j eykst á orsakasamhengi tilverunn ar, því dásamlegri verður manni I löggjafinn. Aldrei hefi eg borið ást í arjósti til C. P. R-, en þó get egj ekki annað en dáðst að dirfð þeirra j manna sem fyrst létu Sér hug-j kvæmast að leggja járnbraut gegnum Canada Klettafjöllin. Eg hefi ferðast yfir þessi fjöll m :ð | Union Pacific og Denver Ri > j Grande brautinni í Bandaríkjun-j um. En að byggja þær hefirj hvergi nærri verið annað eins j þrekvirki og að byggja C.P.R.1 fcrautina gegnum canadisku Klettafjöllin. Gljúfrin eru þar hreint og beint ægileg og sym- staðar er sem brautin sé hengd á bergsnasirnar- Uppi yfir manni eru blágrýtis björgin en neðan undir eru beljandi ár 1 þröngum farvegum. Sumstaðar smýgur lestin inn í dimm og dun- andi berggöng, þar sem Þjalar Jón þessarar kynslóðar hefir grafið sér leið gegnum hamarinn. óvíða þykir mér fallegt í fjöll- un. Shushwop dalurinn er þ> undantekning. par er hreint og beint yndislegt. Silfurtært vatnið speglar hávaxna hamra- rinda og skógxlæddar hlíðar en með strcndum fram liggja fagrar engjar og frjósamir aldir.garðar. Þar suður í fjöllunum liggur hinn frægi Oconogan dalur, eitthvert mcsta aldinræktaarhéraðið í Norðcr Ar eríki. Einkennilegt er að sjá hversu hver smáblettur er notafrur tii jarðræktar þarna í fjöllunum. En svo er nú uppskeran bæði mi t’I og margbrotin um þ^sar slóðir- Auðvitað getur maður ekki sagt mikið um búskap og lifnaðarhætti fólksins þó maður leggi leið sína u'm bygðir þess á hraðlest. í stöku stað sá eg nýþreskta strástakka, en hvergi stóra. Kunn- COPENHAGEN unntóbak Búið til úr hin- um beztu. elstu, safa - mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera . algiörlega hreint Þetta er tobaks-askjan sem oJ fe „ hefir að innihalda heimsin Hjá öllum tóbak**ölum bezta munntóbek 'ÁCEN .0 SINUFF ’• ugur maður sagði mér að menn fengju þar stundum 85*—120 mæla af höfrum úr ekrunni. Eg á- i leit þetta skrum í fyrstu, en nú veit eg að þvílík uppskera er ekki dæmalaus hér á ströndinni. Nautgripi sá eg nokkra og voru það langmest Jersey kýr. Enginn bóndi mundi fæða þann pening til slátrunar en til smjörfitu fram- leiðslu eru þeir ágætir. Þeir hljóta að hafa rjómabú þarna í dölunum. Alifuglarækt er þar víst ekki mikil, því hænsnahúsin eru auðþekt og þau sá eg óvíða- Sögunarmyllur eru þar allvíða enda mun vfðarhögg og viðar- vinsla vera aðal atvinnuvegur margra fjallabúa Ekki sá eg mikil merki um námur, en svo geta þær nú yerið hingað og þangað u'm fjöllin fyrir þvi. Mikið saknaði eg hjarðmannanna sem gefa fjallabygðunum í Utah, Wy- onnig og Colorado rómantískan æfintýrablæ. Þeir sáust að eins á einum bæ. — Basque — að mig minnir. pað munu hafa verið nautasmalar því griparéttir voru þar stórar en sauðfé sá eg hvergi. ‘ ...... Hvernig mun nú fólkinu líð?. fjárhagslega í þessum fjöllifm. Fljótfærnislegt væri fyrir mig að Ieggja dóm á það, en vil þó minn- ast orða Roy Stonnards í ný- prentaðri bók “An age of Pros- perity” "pú getur reitt þig á”, segir hann, “að þegar sveitabýlin eru vel máluð þá líður bóndanum vel. Samkvæmt þessum mæli- kvarða og sö'muleiðis eftir stærð og öðru ásigkomulagi húsanna að dæma er efnaleg afkoma fjallabú- anna ekkert nema í meðallagi- Heimilin eru viða illa húsuð o* ómáluð, en samt eru ekki allfáar undantekningar frá þesc,ari regh'. Auóvitað eru bjgðirnar strjálar þarna í fjö’lunum og sumar þeirta saman standa að eins af fáeinum s'mábýlum að eins. Rökkr'ð hafði byrgt landið í faðmi sínum þegar lestin fór í gegnum Troserordalinn, svo eg sá ekki ?a fcgru sve't Til Vancorver, komum við I níðamyrkri, en þar mættu okkur á stöðinni Mr. og Mrs Andrew Danielson frá Blaine. Þaðan keyrðum við svo um nóttina. Síðan hingað 'kO'm hefi eg einkis saknað austan fjalla. Tíðin hefir verið óviðjafnaleg og fólkið gott ■og gestrisið. Um ströndina skrifa eg máske seinna- H. E. Johnson. Fornleyfafundur. Skamt frá eldfjallinu Colima í Mexico, voru verkfræðingar nokkrir nýlega að grafa eftir ce- mentsefni og komu þá niður á rústir fornrar borgar. Fundu þeir ýmsa muni lítt skemda, svo sem ©ldhúsgögn, potta og pönnur, meða rúnaletri, sem enginn ’hefir enn getað ráðið fram úr. Nokkrar minjar stórhýsa fundust þar einnig, er ótvírætt gefa til kynna, að þau hafa reist verið af menningar þjóð. Jarð- fræðingar og fornfræðingar fra Bandaríkjunum, eru sagðir á leið- inni til stöðva þessara til þess, að rannsaka þenna merkilega fund. Borgin hefir væntanlega sætt sömu örlögum og Pompeii og Her- culaneum forðum. — Colima fjall hefir oft spúð eldi og brennisteini og lagt í auðn bæi og bygðarlög. Mestu eld- gosin á þessum stöðvum svo sög- ur fari af, gerðust 1869, 1881 og 1890. Orsökuðu eldgos þessi í hvert skifti feikilegt tjón. Jarð- vegurinn umbverfis eldfjall þetta •er framúrskarandi frjósamur og vel til hverskonar ræktar fallinn. Er þar þéttbýlt mjög af bændum og búalýð. Boli sem eitthvað hvað að'. Mannýgt naut réðist nýlega á gufuvagn í Texas og varð árekst- urinn svo magnaður, að vagninn sentist út af sporinu. Vélastjóri og kyndari sluppu lítt s'kemdir úr lífsháska þessum, með því að henda sér út úr vagninu'm, rétt áður en atburður þessi skeði- Ekki er þess getið, að bola hafi sakað •hið allra minsta. Mesti skeggjabrúsi í heimi. Sá skeggsíðasti maður í heimi, er tahnn að vera Hans W. Lang- seth, að Barney, North Dakota. Hann er maður sjötíu og sjö ára að aldri, bráðern og fjörugu:, þrátt fyrr það þó hann dragnist eðm seytján feta langt skegg. Hef- ir hann poka allmikinn innanund- ir vestinu, þar hann geymir skegg- dúðann. — Langseth er fæddur, í Noregi og ber á sér blæ hinna fornu víkinga. CZZ' ÞAKKARÁVARP. Eg undirritaður var sjúklingur á St. Lukes spítalanum í Fargo, N. D. frá 17. apríl til 14. mal s- 1. Þann 20. apríl var gerður holdskurður á mér af þeim Iækn- unum N. Tronnes og J. J. Hei- mark. Eg var fær um að fara heim 26. maí, eftir að eg hafði dvalið 12 daga á heimili Valdi- mars sonar míns í Fargo. En áður en eg fór ofan eftir hafði eg leg’ið rúmfastur síðan 3. fe- brúar. Eftir að eg kom heim hélt batinn stöðu-gt áfram,, og er itg nú orðinn frískari en eg hefi verið til margra ára, og finst mér það kraftaverki næst að e», sem eg- 72 ára gamall, skyldi fá svo fulla og skjóta heilsubót- Finn eg til' þess að eg á þetta næst guði að þakka 'hinum ágætú læknum se'm stunduðu mig og hinni frábæru ufnönnun, sem eg naut á spítalanum. Hefi eg tjáð þetta bréflega spítalanum og læknunum, en mig langar til að þessi maklega viðurkenning megi einnig koma fyrir sjónir landa minna og vina. Bið eg þess að guðs ríkasta blessun megi hvíla yfir hinu mikla mannúðarstarfi, sem unnið er á ofannefndum spi- tala og hinum ágætu læknum, er þar lina mein hinna sjúku. Gardar N. Dak. 15. okt. 1923 Einar Mýrdal. Sendið oss yðar RJ0MA Og verid vissir um • • • • • « / Sanna vigt Rétta flokkun 24 kl.stunda þjónustu og ánœgju. EGG Vér borgum peninga út í hönd fyrir glæný egg Canadian Packing Co. Stofnsett 1852 WINNIPEG, CANADA Lilmlted

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.