Lögberg - 01.11.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.11.1923, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER 1923 Eg held því sem eg hef Innan við víggirðinguna var hávaði, en þar var meiri regla heldur en fyrir utan. Við hálf- hringsskotgötin, sem vissu út að ánni, voru fall- byssuskytturnar í óðaönn að koma smábyssum okkar og þremur langbyssum fyrir. Skamt þar frá var yfirforinginn West að útbýta leðurbrynj- um, spjótum, sverðum og langbogum. Skamt frá honum var kona hans og var að líta eftir stóreflis potti, sem var fullur af sjóðandi tjöru. Við hvert gat á víggirðíngunni var skothundur, og inn um vesturhliðið kom hópur af ófínum á- sækjendum, nautgripir, svín og hænsni, sem voru rekin af drengjum með mikilli háreysti. Eg ruddi mér braut gegnum mannþröng ina, þangað sem eg sá landstjórann umkringdap af ráðunautum sínum og þingmönnum. Hann sat ú púðurkagga og kallaði upp fyrirskipanir sínar með hárri rödd: “Hæ, kapteinn Percy!” hrópaði hann, er eg kom nær. “J?ú kemur eins ogþú værirkallaður. pú varst í stríðinu og fékst æfingu þar. Nú verður þú að kenna okkur að berja á Spánverjunum.” “pað þarf ekki að kenna neinum Englend- ingi það,” sagði eg. “Ertu viss um að við mun- um hafa þá ánæju nú?” “pað er enginn vafi á því í þetta sinn,” svar- aði han. “Skipið sigldi inn hjá nesinu í gær- kveldi. Davies gaf því merki um að nema staðí^oa^ét svo skjóta fallbyssukúlu yfir það • en það^^ff áfram. Að vísu var of dimt til þess að sjá mikið; en ef skipið var ekki óvinveitt, því staðnæmdist það þá ekki til þess að gefa til kynna hvert það væri að fara. peir segja að þetta sé að minsta kosti fimm hundruð smálesta skip, og það hefir ekkert skip af slíkri stærð komið fyr á þessar stöðvar. pað var enginn byr, og þess vegna sendu þeir fnann til þess að vara okkur við óvinunum, í þeirri von að hann kæmist hingað á undan skipinu. Hann skipti um hesta á leiðinni og fór fram úr skipinu um sólaruppkomu í morgun. Hiann sá ekkert ann- að fyrir þokunni en a ðskipið var stórt og hafði þrjár fallbyssuraðir.” “Flaggið ?” “pað hafði ekkert flagg:” “Hm. i—, það lítur grunsamlega út,” sagði eg. “pað er að minsta kosti rétt fyrir okkur að vera viðbúnir. Við skulum taka á móti þeim, svo að þeim verði koman eftirminnileg.” “pað eru menn hér sem ráðleggja að við gef- umst upp,” sagði landstjórinn. “pað er að minsta kosti einn, sem vill, að skip sé sent niður ána með hvítt flagg og sverð mitt.” “Hvar er hann?” hrópaði eg. “Eg þori að ábyrgjast að hann er ekki Englendingur.” “Englendingur engu síður en þú!” hrópaði maður, sem eg hafði hitt áður. Hann hét Ed- ward Sharpless. pessir gortarar, sem hafa verið í Niðurlandastríðnu og sem eru alt af reiðubúnir að berjast geta talað um það að verj- ast spánsku herskipi, sem hefir helmingi fleiri menn en við og nógar fallbyssur til þess að skjóta bæinn niður á svip^tundu; en hygnir menn vita hvenær er við ofurefli að etja.” “Lögmannaskræfur, sem ekki þora að sjá bióð, ættu að þegja, þegar menn, sem komið hafa á vígvöll, tala,” svaraði eg. “Við erum ekki að gera lagasamning við fjandann og höfum enga þörf á slíkum herrum.” Herforingjamir og fallbyssuskyttumar ráku úpp skellihlátur. En hræðslan við Spán- verjana hafði gert Edwarl Sharpless djarfan gagnvart öllum öðrum. “peir eyðileggja okkur alla og drepa!” vein- aði hann. “pað verður enginn Englendingur eftir á allri Ameríku! peir koma hér alveg ofan á okkur og skjóta niður vígið með lang- byssum sínum, þeir kasta á okkur sprengikúlum o g’eldi og eimyrju! Skotmenn þeirra hitta í hverju skoti!” Hann öskraði seinustu orðin og skalf eins og sjúkur maður. “Emð þið vit- lausir ? pað er Spánn, sem við erum að berjast við! Hinn ríki, voldugi Spánn, sem ræður yfir öllum nýja heiminum!” “pað er England sem berst!” hrópaði eg. Hafðu skömm fyrir bleyðfskapinn og þegiðu!” “Við sleppum ef við gefumst upp undir eins!” hélt hann áfram. Við getum komist í smábátana og komist til Berunda eyjanna. peir leyfa okkur að fara.” “peir leyfa okkur að fara á galeyðuna,” tautaði West. Raggeitin reyndi annað bragð. “Hugsið þið um konumar og bömin,” sagði hann. “Við gerum það,” svaraði eg reiður. “pegiðu aulinn þinn!” Landstjórinn, sem var maður hugaður og hreinskilinn, stóð upp af púðurkagganum, sem hann sat á . “Alt þetta er út í hött„ herra Sharpless,” sagði hann. pað er auðsætt, að mér finst, hver skylda okkar er, hversu illa sem við stöndum að vígi. Við reynum að halda víg- inu eða við föllum. Við erum fáir, en sá stað- ur sem við stöndum hér á er England í Ameríku, og eg hygg að við munum verða hér framvegis. petta er fimta ríki konungsins og við höldum því fyrir hann Við skuJum treysta drottni og berjast.” “Amen,” sagði eg, og “amen”, sögðu ráð- gjafarnir, þingmennirnir og vopnuðu mennirriir umhverfis okkur. Raddirnar hækkuðu og hróp og köll kváðu við hvarvrftna. Varðmaðurinn; sem stóð upp á stóru fallbyssunni hrópaði: “Hó, skip, skip!” Allir litu áttina niður eftir ánni. petta var ef- laust skipið. Stinningsvindur var kominn, senf' stóð af hafi og fylti hvert segl á skipinu, svo að það færð- ist óðum nær. Enn þá gátum við ekki séð neitt annað en skipið var stórt og hafði öll segl uppi. Mannþyrpingin, sem var fyrir utan víggirð- inguna ruddist nú inn í einni bendu. Eftir tíu mínútur var kvenfólkið búið að skipa sér í röð, reiðubúið að hlaða byssurnar, bömin búin að finna skýli eftir föngum og karl- mennimir komnir í fylkingar, fallbyssuskyttumar voru á sínum stað og flaggið dregið að hún. Eg hafði dregið það upp sjálfur, og þegar eg stóð þar undir því komu þau séra Jeremías Sparrow og konan mín til mín. “Konurnar eru þarna yfir frá,” sagði eg við hana, “og það er bezt fyrir þig að fara til þeirra.” “Eg vil heldur vera hér,” svaraði hún. “Eg er ekki hrædd.” Hún var rjóð í andliti og bar höfuðið hátt. Faðir minn barðist við spánska flotann. Náðu mér sverði frá manninum, sem er að útbýta þeim. Varðmaðurinn hrópaði: Skipið er lagst! Fimm hundruð smálestaskip að minsta kosti. Og þau kynstur af fallbyssum! pað er lágþiljað!” “pá er það eflaust spánskt skip,” sagði land- stjórinn. pjónarnir, glæpamennirair og útlendingarnir, sem stóðu saman í þéttum hóp gerðu mikið óp og háreysti. Rétt í sama bili sáum við Sharpless, sem var kominn upp á tunnu í miðjum hópnum; hann baðaði út höndunum ákaflega. “ Tiger, Irulove og Due Retum hafa lagst þvert fyrir!” hrópaði varðmaðurinn. pau stefna fallbyssum sínum á spánska skipið!” Englendingarnir æptu gleðióp, en lyddum- ar, sem stóðu umhverfis Sharpless, stundu. Of- boðsleg hræðsla hafði gert lögmanninn svo frá- vita, að hann skeytti engri skömm. “Hvers konar byssur hafa þessir bátar?” hrópaði hann. “Tvær smáfallbyssur hver og fáeinar handbyss- ur! Og þeir ætla sér að berjast við herskip! það molar þá undir sér! pað sekkur hverju þeirra með einu skoti! Tiger er fjörutíu smá- lestir og Imlove sjötíu! • pið emð allir frávita!” “Stundum er meira komið undir kostuih en stærð,” sagði West. “Hefir þú nokkum tíma heyrt getið um skipið Content?” spurði einn skotmaðurinn. “Eða Merchant Royal?” spurði annar. “Eða Revenge?” spurði séra Jeremías, “Farðu og hengdu þig, eða syntu út á spánska skipið og fáðu þér þarsvarta mussu fyrir blauta úlpu og brækur. Látið Spánverjana koma og skjóta ef þeir geta, lenda ef þeir vilja! Við munum svíða á þeim skeggið, eins og við gerðum við Caleé.” Svo hóf hann upp rödd sína og söng gamla vísu um hvernig ensk herskip höfðu sökt skipum spánska flotans. \ “Og það sama gerum við við þetta skip, við sökkvum því eða við tökujn það og sendum það svo út á móti galeiðum þeirra og stórskipum.” Rödd hans og hinn mikilúðlegi svipur hafði þau áhrif á alla að þeir hitnuðu á ham. Hann hafði farið í forystulegar verjur utan yfir svarta kuflinn sinn, sem var sjálfur nógu fornfálegur og ofan á hárlubbanum sat hjálmur, sem var langt of lítill, hann hafði sver ðvið hlið sér og spjót hvíldi á öxl hans. Alt í einu breyttist svipur hans sem var hörkulegur en þó glaðlegur, og varð mildari, eins og stöðu hans sómdi. “Við berj- umst fyrir réttu málefni,” herrar mínir,” sagði hann. “Við stöndum hér ekki eingöngu Eng- lands vegna; við stöndum hér vegna þess að við elskum lög og frelsi; vegna þess að við óttustum guð, sem ekki mun yfirgefa þjóna sína og þeirra málefni, né láta þetta nýja land falla í hendur óvinar Krists. pessi nýlenda er súrdemið sem á að sýra alt deigið; og hann mun vissulega fela það í lófa sánum og í skjóli vængja sinna. Heyr þú oss, ó, guð styrjalda og stríðs! ó, guð Eng- lands og Ameríku hjálpa þú oss, bömum og vemd- urum þessara landa.” Hann hafði fleygt frá sér spjótinu, til þess að fóma upp höndum sínum, en nú tók hann það upp aftur, rétti úr sér, setti axlirnar aftur á bak og varð hinn hermannlegasti. Hann studdi hendinni við fánastöngina og leit upp á fáann, sem blakti í golunni. “Hann er fagur, þar sem hann ber við blátært loftið, eða finst ykkur það ekki, vinir mínir?” hrópaði hann. “Við skulum aldrei að eilífu lækka hann!” Mannfjöldinn laust upp fagnaðarópi, sem kom hugleysingjanum til þess að þagna, þótt það, ef til vill ekki sannfærði þá. Elward Sharpless hvarf sjálfur á bak við kvennhópinn. Skipið færðist nær og nær ; seglin urðu stærri og stærri og fallbyssuraðirnar sáust. æ greinilegar. Alt útlit þess var hið ófriðlegasta. En á því sást hvorki fáni eða nokkur önnur veifa. Ofurlítill reykjarstrókur gaus upp á þilfarinu á einu okkar skipi og kúla úr annari smáfallbyss- unni þar þaut í gegnum reiðann á ókunnuga skip- inu. Englendingamir ráku upp fagnaðaróóp. “petta er Davíð með slöngustein sinn!” hrópaði séra Jeremías. “Nú sést hvað Golíat getur með sínum tuttugu punda fallbyssum?” En það komu hvorki skotdrunur né reykjar- mekkir frá ókunnaskipinu; í stað þess heyrðum við eitthvaði sem mest líktist hlátri margra manna. Skyndilega komu rauðar og bláar veif- ur í ljós á sigluhúnum og rám, og á háþifarinu var dregin nupp fáni með sankti Georgs og sankri Andresar krossum og lúðrar og trumbur og píp- ur hófu að leika enskt hergöngulag. “pað er þá reyndar enskt herskip!” hrópaði landstjórinn. Skipið kom nær með blaktandi fánum og hljóðfæraslætti og frá þilfari þess kvað við hver skellihláturinn eftir annan. Skip okkar sendu ekki fleiri kúlur á móti því. pau breyttu legu sinni og bjuggust til að slást í för með aðkomu- skipinu. Varðmaðurinn okkar, sem var 'gamall sjógarpur, sem hafði komið 1 fylgd með Dale, flýtti sér niður þaðan s'em hann stóð og kom hlaupandi til landstjórans. “Eg þekki skipið,” sagði hann. “Eg var með þegar við unnum sigur við Cales. petta er sata Tersa, sem við 'tókum þar og sendum heim til drotningarinnar. Hún var spánskt skip einu sinni, en nú er hún- ensk.” Hliðin voru opnuð og fólkið ruddist frá sér numið af fögnuði ofan á bakkann. Eg stóð við hliðina á lamlstjóranum, sem var þannig á svip, að auðsætt var að hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. "Hvað heldur þú um þetta, kafteinn Percy?” spurði hann. “Félagið sendir okkur ekki þjóna, glæpamenn, handverkspilta og vinnukonur • svona skipi; nei, og ekki yfirmenn ,og stjómend- ur heldur. petta er konungsskip, á því er eng- inn vafi. En hvað getur það verið að gera hing- að ? Hvað vill það og hver kemur með því ?” “Við fáum bráðum að vita það,” s^araði eg, “því þama varpar það akkerum.” Fimm mínútum síðar var bátur lækkaður niður með skipshliðinni og hann kom á hraðri ferð til okkar. Fjórir mlenn réru bátnum og í skutnum sat hár maður með svart skegg og rauð- ur í framan í mjög skrautlegum klæðum. Bátur- inn lenti við sandinn, svo sem tvö hundruð fet þaðan sem landstjórinn, ráðunautar, foringjam- ir og nokkrir aðrir stóðu starandi á hann og skip- ið. Maðurinn í skutnum hljóp upp úr bátnum, horfði kringum sig og gekk svo til okkar. Við höfðum tíma tilþess að athuga að kufl hans og kápa voru úr mjög dýru efni, því hann gekk hægt. Föti nvoru með skrautskrúði og kápan var fóðmð með rauðu silki. Maðurinn var tígu- legur á svip og and lit hans var forkunnar frítt. “petta er sá fríðasti maður, sem eg hefi nokkumtíma séð!” sagði landstjórinn. Herra Pony, sem stóð við hlið hans dró full lungun af lofti og blés því frá sér aftur. “Fríður er hann víst, herra minn, nema fríðleikinn fari eftir því hvernig menn eru. pessi maður ér Carual lávarður — hinn síðasti virktavinur kon- ungsins.” Við hafið. (Flutt á samkomu í lestrarfélaginu “Jón Trausti”, Blaine, Wash., 20. okt. 1923.) Við Kyrrahafið í kyrð og ró, mér kýs um aftastund að bíða, er röðull líður í lagarþró, og litarbrigðinn geyminn skrýða. Og bárusönginn við sendna strönd á sætan hlýða, það friðar önd; at glaumsins glys, gleymist og þys; tíminn líður ljúfum sem í draumi. Og renna sjónum í austurátt mót ísi þöktum fjallatindum, það andann gagntekur ósjálfrátt, sem endurskin frá bemsku myndum. Og sjá hinn glitrandi geislakranz greypt um höfuð “Bakarans’* sem gullhlað glæst, svo geiigur næst, ásýnd vorrar öldnu móður. x Eg hafði lengi að “legi þráð. — En langförull oft stefnu týnir. — En takmarkinu fyrst nú hef náð, hver notin verða reynslan sýnir. Fjallaloftið er teiga tært, mitt táp og fjör, virðist endumært, og lundin létt, löngun í sprett, örvast, sem á æskumorgun stundum. Og hér eg uni í aldinlund, við ölduhljórri hjá “Jóni Trausta”, við sagna lestur og ljóð mörg stund líður, þegar fer að hausta: Á skemtun brestur því aldrei er, ef að samtökum stuðlum vér, einingarbönd eflir hvers hönd, sem er æðsta afltaug félagsmála. ' Hér fámenn erum að Fannaströnd, því félagshugsun bræðra vorra, » skyldum styðja með hug og hönd, og heiðra minning Njáls og Snorra. Góður vilji mörg Grettistök, getur orkað, þess< sjáum rök; því öll sem eitt! Áfram sé þreytt, unz sameinuð vér sólarmegin stöndum. (*Mt. Baker) Jóhannes H. Húnfjörð. “EG MAN EINN BÆ VIÐ BJARTA RÍN.” Nú þegar þetta blessaða, bjarta og blíða sumar er næstum að verða útliðið og skuggar haustsins nálgast, þá leitar hugur minn til baka og eg vil sjá í endurminningunni hvar og hvenær timbur, íjalviður af ölhm; Ikl ' • • I • J*• timbur, ria Nyjar VOrubirgðir tegundum, geirettur og al* konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Korr.io og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðii að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. - ... —..... — Limiteil ---- HENKY \ VE. EAS I - WINNIPEG það hefir skinið með betri dásemd og unaði. Sú unaðssemd var í júnímánuði, þegar kirkjuþingið lúterska kom saman í Winnipeg, þá var andleg og tímanleg sól úti og inni, — góð- vild og hlýleiki voru ríkjandi alt í kring, svo að gestir og fólk, sem komið var að úr ýmsum átt- um hafði yndislegan, uppbyggilegan tíma. pað var sannarlega ánægjulegt, að fá að heyra guðs- þjónustu og bænagjörð daglega, og hugsa um það að staðið væri með einlægum anda og hreinu hjarta undir merki mannkynsfrelsarans. pað var eins og engan skugga væri þá að óttast. Úti var vorsólin indæl og skær angandi að framleiða blómin í kirkjunni rósemi ríkti svo kær, við rétt flutta guðsorðahljóminn. Fólkinu meistarans friður var nær og frelsandi kærleikans ljóminn. Söngurinn andlegi ómaði stilt og unaðssemd hjörtunum færði. ' Bænin og náðin þá mættist þar milt það mannlegan styrkleika nærði. Að eilífu lífsvonin upp verður fylt, mannsandinn hjá Kristi það lærði. Eg get ekki látið vera að minnast á þenna tíma, af því að eg var ein meðal þeirra aðkomnu, sem naut þessara fögru daga Mér var gefin dvalarstaður hjá herra og frú Jónas Jóhannesson og þar baðaði eg í rósum góðvildar og gestrisni. pað var einnig ógleymanleg stund í skemtigarð- inum í Kildonan, þegar safnaðar kvennfélagið bauð öllum gestunum þangað. pá var náttúrari í sínum fegursta sumarbúningi. Fuglarnir syngjandi svifu og suðandi skógblærinn þaut. Angan frá brosandi blómum, barst þannig öllum í skaut. Niðurinn einnig frá ánni / eyranu vaggaði í ró. Lífsgleði líkt og í Eden, ljómandi í garðinum bjó. T' . — Og konumar kaffi til reiddu kryddlyktin ilmaði nær. • Kurteisar göfgar og glaðar, gestina mettuðu þær. Einnig var það ánægja, að fáeinir vinir mín- ir frá æskuárum, sem búa í Winnipeg, komu til móts við mig, tóku rruig heim til sín og gáfu mér glaða stund. Líka vil eg geta þess að það var mér til gleði að mæta hinni góðkunnu skáldkonu, frú María G. Árnason, sem eg hafði ekki fyr séð persónulega. • Endurminninguna um þessa sólríku daga, mun eg taka með mér inn í hrím og kulda vetrar- ins, og láta hana verma hug minn og hjarta. Eg sendi öllum mína þakklætis og kærleiks- kvéðju, sem þama voru saman komnir í nafni meistarans, til þess að færa honum vegsemd og vernda málefni hans. Guð blessi alla vini kristindómsins og gefi þeim þrek og hugrekki til þess að standast árásir heimsandans. Með þakk- læti og virðingu. Mrs. Kristín D. Johnson. ilnmm1 'amBuk Mr. W. A. Frank, frá Yarmouth, N. S., skrifar: “Eg hefi ávalt með mér Zam- Buck, J)egar eg legg upp í vciðifarir eða önnur ferðalög.” \ Trúr vinur þegar slys ber að höndum “Dag nokkurn 1 fyrrahaust, er eg var I skóginum, skar eg mig aívarlega I fótinn. Enginn lseknir var vitaniega vi8 hendina og blóSeitran hljóp I sáriS og fðturinn bólgn- aSi mikiS. Ekkert, er eg reyndi hreif fyr en Zam-Buck kom til sögunnar. I>etta fræga meSal, unnniS úr jurt- um, var ekki lengi áS drepa blóS- eitranina. Bólgan hjaönaSi strav og sviSinn hætti þegar. Eg sann- færSlst \>k um, aS maSur skyldi aldrei vera án ZZam-,Buck.” Free < iwr Kiildasprungiir frostlWilgn. William Jones, veiSimaSur frá Obt, Ont., skrifar: ‘‘Eitt sinn, er eg var aS dýraveiSum, kðl mig allmjög á hælinn. pegai* eg kom til veiSikofans, var fót- urinn orSinn stokkbólginn og verkurinn ákafur. Til allrar hamingju hafSi eg Zam-Buck viS hendina og á stuttum tíma, hvarf bólgan og verkurinn. Zöam-Buck hefir reynst öllu öSru betur I sprungur og sár. FáiS öskju hjá lyfasalanum eBa frá Zam-Buck Co. Toronto. 50c. Vcr sendum rcynsluskci-f frítt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.