Lögberg - 22.11.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.11.1923, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINK 22 NÓVEMBER 1923. Eg held því sem eg hef alveg ókunnugur gefið mér nafn sitt. Eg skýldi mér bak við nafn hans; eg hefi komið honum inn í deilu, sem kemur að eins mér við. Eg hefi — Ó þú getur fyrirlitið mig eins og þú vilt, þú fyrirlítur mig þó ekki meira en eg geri sjálf!” Eg stóð . og studdi hendinni á borðið og horfði á skuggana af vafningsviðar teinungunum á gólfinu. pað sem hún sagði var heilagur sannleikur, og samt — eg sá 1 huganum mann í rauðum og svörtum klæðum, með frítt andlit og dökkan yfirlitum. Eg hataði líka Camal lávarð. “Eg fyrirlít þig ekki”, sagði eg að lokum. “pað sem skeði fyrir tveimur vikum á vellinum þama fyrir handan verður ekki tekið aftur. Við skulum ekki hugsa um það. J?að sem er mitt er þitt; það er lítið annað en sverð mitt og nafn. Hið fyrra er náttúrlega reiðubúið í þjónustu konunnar minnar; en um hið síðara er það að segja, að eg hefi þóst af því, að geta haldið því flekklausu. Nú er það á þínu valdi engu síður en mínu. Eg óttast ekki að skilja það eftir þar.” Eg horfði út um gluggann, út í garðinn með- an eg var að tala, en, nú leit eg á hana og sá að hún skalf á beinunum — skalf svo að eg var hræddur um að hún mundi falla. Eg flýtti mér til hennar. “Rósimar”, sagði hún, “rós- imar eru of þungar. Œ, eg er þreytt og her- bergið snýst í hring.” Eg greip hana um leið og hún féll og lagði hana hægt á gólfið. það var vatn á borðinu. Eg skvetti ofurlitlu af því framan í hana og vætti á henni varimar. Svo fór eg út, til þess að ná í einhvem kvennmann til að hjálpa mér, og rakst á Diccon í dyrunum. “Eg kom þessari beinagrind hingað á end- anum,” sagði hann, Ef eg nokkumtíma —” Honum varð litið fram hjá mér og hann þagn- aði skvndilega. “Stattu ekki þama glápandi,” sagði eg. farðu komdu með fyrsta kvennmanninn, sem þú sérð.” — “Er hún dauð?” spurði hann í hálfum hljóð- um. “Hefir þú drepið hana?” “Drepið hana asninn þinn!” hrópaði eg. “Hefir þú aldrei séð kvennmann í yfirliði?” “Hjún lítur út rétt eins og hún væri dauð,” nöldraði hann. “Eg hélt —” “pú hélst! J?ú heldur of margt. Snáfaðu burt og kallaðu á hjálp.” “Hén er Angela,” sagði hann ólundarlega, án þess að hreyfa sig, um leið og svertingjakon- an kom léttfætt, Jágmædt, stóreygð og hæglát inn í húsið. pegar eg sá hana liggja á hnján- um við hliðina á konunni minni, sem ekki bærði legg eða lið, sá hana smeygja handleggnum undir höfuð hennar og herðar og losa um fötin um hálsinn og á brjóstinu með hinni hendinni; sa að andlitið á henni var eins blíðlegt og andlitið á nokKurri enskri móður, sem grúfir sig yfir bar í sitt, getur verið; og þegar eg sá konu mína stynja ofurlítið og hjúfra sig upp að brjósti gömlu konunnar, þá var eg fyllilega ánægður. “Komdu,” sagði eg og fór út með Diccon og lokaði hurðinni. Camal lávárður var maður, sem eKki Iét standa á sér. Klukkustund eða tæplega það, eftir Jætta kom sjálfur nýlendu skrifarinn með ritaða hólmgönguáskorun frá honum. Eg tók við því af sverðsoddi þess sóma- manns. það hljóðaði á Jæssa leið: “Herra hve- nær og hvar viljið þér deyja á morgun? Og með hvaða vopni á eg að drepa yður?” “Kapteinn Percy má trúa því, að mér er mjöx óljúpt að taka nokkum þátt í Jæssu tilræði á móti sómamanni og foringja, sem nýtur mik- illar virðingar hér í nýlendunni,” sagði herra Pory og lagði hendina á hjartað. “En þegar eg se^i honum, að eg hafi einu sinni barist með Carnal, lávarðinum sálaða, í París, þar sem sex börðust á hvora hlið, og að þegar eg var við hirð- ina síðast, þá sýndi Warwick lávarður mér þann heiður, að kynna mig hinum núlifandi Carnal lá- varði, þá skilur hann að eg gat ekki neitað að gjöra honum greiða, er hann bað mig þess.” “Hlutleysi herra Porys er mér vel kunnugt,” sagði eg án J>ess að brosa. “Kjósi hann nokkurn- tíma að vera með þeirri hliðinni sem er sterkari, þá jhefir hann góðar og gildar ástæður til þess. Hann gerir mér greiða með því að segja sínum hólmgöngumanni, að eg hafi ávalt haldið að sólaruppkoman væri skemtileg dauðastund, og að það geti ekki fundist hentugri staður en flöt- urinn á bak við kirkjuna, því þaðan sé skamt til grafreitsins. Um vopnin er það að segja, að eg hefi heyrt, að hann kunni vel að beita sverði, en eg hefi sjálfur fengið lítilsháttar orð á mig fyrir það sama. Ef þess vegna hann kýs heldur skammbyssu eða rýting, þá má það vera svo.” “Eg býst við að við megum gera ráð fyrir sverðum,” sagði Pory. Eg hneigði mig. “pú hefir einhvern vin þinn með þér?” spurði hann. “Eg hefi von um að geta fundið einhvern,” svaraði er, “þótt hólmgönguvottur minn stofni sér í nokkra hættu.” “pað verður barist þangað til annar hvor fellur trúi eg.” “Mér skilst það.” “pá er betra fyrir okkur að hafa Bohun við. Sá smi lifir gæti þurft á þjónustu hans að haldr.” “Eins og þér þóknast,” svaraði eg, “þótt þjónninn minn Diccon geti bundið nógu vel um mínar skeinur.” Hann beit á vörina, en gat samt ekki hulio gletnissvipinn í augunum. “pú ert viss,” sagði hann, “og það er lávarð- urinn líka, það er held eg ekki neitt annað sem eg þarf að undirbúa. Á morgun um sólarupp- rás, á bak við kirkjuna og með sverðum?” “Alveg rétt.” Hann rendi sverði sínu aftur í sliðrin. “J?á er þetta alt klappað og klárt, sem stendur að minsta kosti. Hverjum degi! nægir sín o. s. frv. Svona gengur það! Eg er þur og þyrstur. pú hefir tekið heilar .borgir herskildi, Ralph Percy. Taktu nú fyrir mig herskildi skáp prests- ins og komdu með sérríið hans. Eg verð við- skriftir við næstu altarisgöngu.” Við settumst niður á dyraþrepið með könnu af víni á milli okkar og herra Pory drakk svika- laust og aftur og aftur. “Hvernig er uppskeran?” spurði hann. “Martin segir, að hún sé lakari að gæðum nú eu nokkru sinni fyr, en Sir George segir að hún sé ágæt.” “Hún er rétt eins góð og á Spáni,” svaraði eg “pú getur sagt Warwick lávarði það næst er þú skrifar.” Hann hló. pótt hann Væri ekki sem holl- astur og á hlið Warwicks lávarðar í Félaginu, var hann samt glaðlyndur syndaselur. Hann var ferðalangur og fræðimaður, heimspekingur g fullur af fvndni og ágætur félag'' með hvaða flokki sem var, ef hann hafði könnu af öli — meðan ölið entist. Okkur geðjaðist, ef til vill ekki ávalt að því sem hann gerði, en við höfðum æfinlega gaman að féagsskap hans. pótt hann tæki hálfa uppskeru einhvers bóndaræfils upp í gjöld, var hann ávat til með að kasta í hann nokkrum skildingum, svo að hann gæti fengið sér í staupinu; þótt hann léti leiguliðana á land- areignum þeim, sem heyrðu undir embætti hans, skilja tóbakið sitt eftir án nokkurs eftirlits, meðan þeir réru með hann, á hinum mörgu flakkferðalögum hans, upp eftir ám og lækjum, þá létti hann þeim að minsta kosti erfiðið með hlægilegustu skrítlum og drykkjuvísum, sem hann hafði lært í ótal drykkjukrám, sem hann hafði komið í um dagana. “pað verða engar markverðar fréttir að skrifa eftir daginn á morgun,” sagði hann. “J?ú ert vogaður maður kafteinn Percy.” Hann leit á mig, og það var kýmni í litlu augunum hans. Eg sat og reykti þegjandi. “Konungurinn er farinn að verða heimsku- iega hrifinn af honum; hann styður sig við arm hans, leikur sér a ðhönd hans og strýkur vang- ann á honum. Buckingham stendur hjá, held- ur en ekki brúnaþungur og bítur sig í varirnar. þú munt finna að sá, se mþú berst við á morgun, er skæður óvinur. J?að er óhultara að snerta konunginn sjálfan heldur en vildarmann kon- m vsins !?að «em þú hefir í hvggjo að g°ra er glæpur á móti sjáfri hátigninni.” Hann kveikti í pípu sinni og blés út úr sér þykkum reykjarmekki og svo rak hann upp skellihátur. J?að má vera að yfiradmírállinn hjálpi þér. J?að verður svei mér sjadgæf sjón á morgun á bak við kirkjuna og ómaksins vert að sjá bana — maður af Percy-ættinni að reyna af öllum mætti að hjálpa manni af Villiers-ætt- inni. pað er ekki satt, sem prédikarinn segir, að það sé ekkert nýtt til undir sólinni.” Hann blés út úr sér öðrum reykjarmekkinum. Kannan var orðin tóm, hann var orðin rjóður í kinnum, voteygur og mjög hláturmildur. “Hvar er lafði Jocelyn Leigh?,” spurði hann. “Má eg ekki hafa þann heiður, að kyssa á henni hendina áður en eg fer?” Eg horfði fast á hann. ‘ Eg skil þig ekki,” sagði eg kuldalega. “J?að er enginn hér inni nema konan mín. Hún er þreytt og er að hvíla sig eftir ferðalagið. Við komum frá Weyan- oke í morgun.” Hann hló svo að hann skalf á beinunum. “Já, já, mistu ekki móðinn hrópaði hann. J?að er einmitt það, sem hver og einn einasti af okkur hefir sagt! En það er alt komið upp nú. Land- stjórinn las konungsbréfið fyrir öllu ráðuneyt- inu fyrir einni Idukkustund. Hún er lafði Joce- Jyn Leigh og hún er undir vernd konungsins; hún sjálf og allar hennar landeignir eru gefnar Carnal lávarði.” “Hún var það,” svaraði eg, “en nú er hún konan mín.” “J?ú munt komast að raun um að yfirréttur- inn verður þér ekki samdóma.” Sverð mitt lá Jrvert yfir hné mér og eg strauk hendinni eftir slitnum skeiðunum. “petta er mér samdóma sagði eg. “Og þarna uppi er annar, sem er mér samdóma,” og um leið lyfti eg hattinum. Hann horfði fast á mig. “Guð og sverð mitt!” hrópaði hann. “Hjálp, sem sæmir ridd- ara, en sem nú á dögum er sama og ekkert í sam- anburði við gull og konungshylli. pað er betra fyrir þig að beygja þig fyrir storminum maður minn. Hafðu ekki hátt um þig meðan hann æðir yfir. pú getur svarið, að þú hafir ekki vitað að hún var ættgöfugri en hinar stúlkum- ar. peir munu kalla það einhverskonar hjóna- band, hennar vegna, en þeir finna ráð til þess að ónýta þúsund slík hjónabönd. Skilnaður er ráðið! pað er fordæmi til fyrir Jrví. Fríð kona var skilin frá hugrökkum manni ekki alls fyrir löngu, vegna þesa að vildarmaður einn vildi fá hana. pað var að vísu satt, að Frances Ho- ward, vildi líka víldarmanninum vel, en þessi blómarós þín —” “pú lætur það vera að nefna nafn konu minn- ar í sömu andránni og nafn þeirrar hórkonu,” sagði eg byrstur. Hann hrökk við og hrópaði svo í flýti: “Eg ætlaði ekki að móðga! Mér datt enginn saman- burður í hug; allur samanburður er óviðeigandi. Við hirðina veit hver maður, að lafði Jocelyn Leigh er skírlíf eins og gyðjan Díana.” Eg stóð upp og fór að ganga fram og aftur um litlu grænu flötina fyrir framan húsið. “Pory,” sagði eg loksins og nam staðar fyrir framan hann, “ef þú getur, án þess að svík.iH. nokkurt gefið loforð, sagt mér, hvað var sagt og gert á fundi ráðuneytisins í dag viðvíkjandi þeSsu efni, þá gerir þú mér greiða, sem eg skal ekki gleyma.” Hann sat þegjandi stundarkorn og horfði á borðana á erminni sinni, svo leit hann á mig með þessum smáu, slæglegu og gletnislegu aug- um. “Konungurinn skipar,” sagði hann, “að frúin sé send heim undir eins á skipinu, sem í dag olli okkur svo mikllar áhyggju, og að með henn séu látnar fara tvær aðrar k«nur, og að hún verði undir vemd hins eina göfuga farþega. sem á skipinu er, nefnilega Caraals lávarðar. Hans hátign getur ekki skilið, að hún hafi gleymt ætt- göfgi sinni, stöðu og skyldum, svo að hún hafi haldið hér áfram þessari heimsku og kastað sé faðm einhvers bónda eða eignalauss æfintýra- manns, sem gat safnað saman hundrað og tut* ugu pundum af tóbaksóþverra, til þess að kaupa sér konu En hafi hún, verið svo heimsk að gera það, á hún samt sem áður að flytjast heim og þar á að fara með hana með hinni mestu vægð, þar sem hún á þessu efni hlýtur að vera undir áhrifum af göldrum. Skipið á lika að flytja heim, í iámum manninn, sem giftist henni. Sverji hann að sér hafi verið ókunnugt urh ætt hennar og verði dómurum konungsins á engan hátt til fyrirstöðu, verður hann sendur hingað aftur með óskertan heiður og nóg fé til þess að kaupa sér aðra konu. En hafi hann, að hinu leytinu, gert sig sekan vísvitandi, og vilji ekki sýna undirgefni, þá verður hann að eiga um það við konunginn og dómara hans, að ónefndqm vild- armanni konungsins. petta er efni bréfsins Ralph Percy.” “Hvers vegna var Carnal lávarður sendur?” spurði eg. “Líklega af Jtví að hann hefir viljað fara. Lávarðurinn veit hvað hann vill, og konungurinn neitar þeim, sem honum er vel við, ekki um neitt. Yfiraðmírállinn hefir og vafalaust greitt götu hans, fengið honum bezta skip konungsins og ósk- að honum þægilegs byrs til — helvítis.” “Eg vissi að hún var önnur en hún sýndist vera, og eg sýni enga undirgefni.” “pá verður þú að fyrirgefa mér,” sagði hann alveg blygðunarlaust, “þó að eg forðist þig, að minsta kosti á mannamótum. pú ert eins hættulegur maður, kafteinn Percy, og sá sem gengur með bannvæna drepsótt. Vinir þínir geta óskað þér alls hins bezta, en þeir verða að halda kyrru fyrir heima og brenna einir fyrir ut- an dyraar hjá sér.” “Eg skal fyrirgefa þér,” sagði eg,” þegar þú ert búinn að segja mér, hvað landstjórinn ætlar að gera.” “Já, þar er nú það, sem alt strandar á. Ycard- ley er sá þrályndasti maður, sem eg hefi nokk- uratíma þekt. Hann sem átti ekkert í eigu sinni nema sverð sitt, þegar hann kom hingað fyrst, að undanteknum töluverðum manndómi — hann er orðinn svo að enginn mælir á móti því sem hann segir. Sir George segir þetta eða Sir George segir hitt er vanaviðkvæðið. Sir Ge- orge og Sir Edwyn! pað væri, svei mér bezt að koma þeim strax í og kalla þá sankti George og sankti Edwyn. Jæja, Sir George stóð upp og sagði alveg ófeiminn og bölvaði um leið: “Skipanir konungsins hafa ávalt komið til okkar sína réttu leið í gegnum Félagið. — Félag- ið hlýðir konunginum og við hlýðum því. pessi skipun hans hátignar (og eg tala með allri virð- ingu), kemur hingað á alveg rangan hátt. Ef gjaldkeri félagsins fyrir hönd þess skipar að kafteinn Percy sé sendur heim í járaum, til þess að verja sig á móti þessum einkennilega sakar- áburði; eða að þessi lafði, sem nú er eflaust kona hans, sé send tij baka, hvort sem hún vill fara eða ekki, þá er ekki um annað að gera en að hlýða. En þar til félagið skipar svo munum vér ekkert gera; vér getum ekkert gert.” Og all- ir ráðunautamir sögðu: “petta er mín skoðun Sir George.” Hvað sjálfan mig snertir hafði eg nóg að gera við að skrifa niður það sem gert var. Niðurstaðan var sú að Due Retum á að sigla eftir tvo daga með allra auðmjúkasta bæn til hans hátignar, á þá leið, að þótt við beygjurn okkur fyrir hverju hans minsta boði eins og lauf beygist fyrir vindi, þá séum við í þessu efni bundnir með fyrirmælum hinnar náðarsamlegu stofnskrár, sem ákveður að öll embættismál verði að ganga gegnum hendur félagsins, sem á tilveru sína að þakka Jtví, að það hlýðir nákvæmlega fyr- irmælum stofnskrárinnar. pess vegna, ef hans hátign mætti þóknast að skipa okkur á venjuleg- an hátt o. s frv. Auðvitað hefir engin sál, hvorki í ráðuneytinu né í Jamestown, né í allri Virginíu nokkurn grun um einvígið í fyrramálið á bak við kirkjuna.” Hann sló öskuna úr píp- unni og stóð með erfiðismunum upp af dyraþrep- inu, sökum fitunnar. i “Svo þarna er frestur fyrir þig, Ralph Percy, nema að þú annaðhvort drepir eða verðir drepinn á morgun. Ef hið síðara skyldi vilja til, þá er um leið ráðið fram úr þessum vandræðum; en komi það fyrra fyrir, þá er bezt fyrir sjálfan þig, og Félagið ef til vill líka, að þú hverfir burt úr heiminum af sjálf- dáðum og það sem fyrst. pað er betra að liggja dauður á krossgötum, með gegnumstungið hjarta, heldur en að lenda í höndum böðulsins.” "Bíddu ofurlítið,” sagði eg. “Veit Carnal lávarður um þessa ákvörðun ráðuneytisins ?” .. 1 • timbur, fjalviður af öllurr Nyjar vorubirgOir tegu„dun,, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Koiraið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ----■ Ll m it»n — — —---- HENRY 4VE. EAST - WINNIPEG “Já, og hann varð heldur en ekki reiður yfir því. Hann bölvaði og hótaði að ná sér niðri á landstjóranum. pað lítur helzt út fyrir, að hann hafi ætlað sér að sigla á morgun með frúna og alt saman. Hann afsagði alveg að fara án hennar og verður hér í Virginíu þangað til hann fær sínu framgengt. En mundi þó ekki Buck- ingham þykja vænt um ef honum væri haldið hér alt af! Lávarðurinn veit ofur vel hvað hann á á hættu og er þess vegna í eins vondu skapi og framast er unt að hugsa sér. En eg hefi reynt að lægja ofsann: “Lávarður minn,” sagði eg, “þér þurfið að eins að hafa þolinmæði örfáar vik- ur, eða þangað til að skipið, sem landstjórinn ser.dir, getur komið hingað aftur. pá hlýtur alt að verða eins og þér óskið. En á meðan getið, þér máske gert yður lnið þolankgt, fef til vill si emti1e,'t hér ; þe°sr ey iilandi ^cr ^jarí* öll um góðum felagsskap, sem gerir lífið þess vert að það sé lifað. J?ér getið séð á hverjum degi hana sem á að verða konan yðar, og það ætti að vera ekki svo lítils vert fyrir jafn ákafan og viljafastan elskhuga og þér virðist vera, lávarð- ur minn. pér getið og haft þá ánægju að horfa á gröf keppinautar yðar, ef þér drepið hann; er. drepi hann yður, þá má yður standa á sama hve- nær Santa Tersa siglir. Landið hefir líka marga unun að bjóða manni, sem er spakvitur og hneigður fyrir djúpar hugsanir, eins og sá mað- ur, sem konunginum þykir unun að heiðra, hlýt- ur að vera. Á bökkum þessara krystaltæru fljóta og í þessum ilmandi skógum kemst maður hjá útgjöldum, öfund, fyrirlitningu, hégómadýrð og órósemi sálarinnar.” Og svo hló gamli syndaselurinn sig máttlaus- an. pegar hann var farinn, fullur af ánægju yfir kætinni í' sjálfum sér, fór eg, sem sá litla ástæðu til þess að gleðjast, inn í húsið. Fáein skref frá hurðinni stóð konan, sem • hafði komið mér í allan þenna vanda, í skugga vafningsviðsins, sem fléttaðist um gluggann. “Eg hélt að þú værir í herbergi þínu,” sagði eg í óþýðum róm eftir nokkra þögn. “Eg kom að glugganum;” svaraði hún, “eg hlustaði; eg heyrði alt.” Hún talaði hikandi og varir hennar voru þurrar. Andlit hennar var hvítt eins og línkraginn, sem hún hafði um háls- inn, en í augum hennar var undarlegur glampi og hún var róleg. “pú sagðir í morgun, að alt sem þú ættir, nafn þitt og sverð, væri reiðubúið í mína þjónustu. pú mátt taka hvorutveggja aftur; eg afsegi að nota mér hjálp þína. Vinn eið að því að þú skulir gera það, segðu þeim hvað sem þér þóknast, útvegaðu þér frið á meðan þess er kostur. Eg vil ekki hafa dauða minn á þinni samvizku. pað stóð enn vín á borðinu. Eg fylti bik- ar og bar hann til hennar. “Drektu!” sagði eg í skipandi róm. “Eg má vena þér þakklát fyrir kurteisi þína og þolinmæði,” sagði hún. “Eg skal muna það, þegar — Hugsaðu ekki að eg muni ásaka þig.” Eg hélt bikamum upp að vörum hennar. “Direktu!” sagði eg aftur. Hún snart rautt vínið með vörunum Eg tók vínið frá henni og setti bikarinn á munn mér. “Við drekkum bæði úr sama bikar,” sagði eg og horfði á hana meðan eg tæmdi bikarinn. “Eg er orðinn þreyttur á sverðum og hirðum og konungum. Við skulum ganga út í garðinn og skoða býflugumar prestsins. Veriðvissir í yðar sök! • Með því að nota áreiðanlegar vörur eins og Electro Gasoline, Buffalo English Motor Oil, Special Transmíssion Lubricant “Best by Every Test” Seldar í vorum átta “Service Stations” í Winnipeg No. 1—Á horni Portage Ave. og Maryland Street. No. 2—Á Suður Main St., gegnt Union Depot. No. 3—McDermot og Rorie Sts., gegnt Grain Exchane. No. 4—Á homi Portage Ave. og Kennedy St. No. 5—Á horni Rupert og King, bak við McLaren Hotel No. 6—Á horni Osborne og Stradbrooke St. No. 7—Á homi Main St. og Stella Ave. No. 8—Á horni Portage Ave. og Strathcona St. Einnig í Moose Jaw, Saskatoon, Sask., og Lethbrödge, Alta. Prairie City Oil Company Limited PHONE: A-6341 601—6 SOMERSET BUILDING

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.