Lögberg - 06.12.1923, Blaðsíða 4
BUt 4
/iöGBERG, FIMTUDAGINN
6. DESEMBER 1923.
Jögbcrg
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Prets, Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str.. Winnipeg, Man.
Talnímart >'.6327 ofi N-6328
J6n J. Bfldfeli, Editor
Ijtanáskrift til blaðsins:
THE eOLUN|BliV PftESS, Ltd., Box 3172. Winnipeg, MUn-
Utanáskrift ritstjórans:
EDiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, N|an.
The ‘‘Lögberg” is printed and published by
The Coiumbia Press, Limited, in the Columbia
Building, 695 Sargent Ave., Wínnipeg, Manitoba.
Síðastliðinn 15. nóvember munu margir
hér vestra hafa minst látins vinar og leiðtoga,
séra Jóns Bjarnasonar D.D. Þá var 78. afmæl-
isdagurinn hans. Að eins í Winnipeg, í skóla
]ieim er ber nafn hans, mun séra Jóns minst
með sérstakri samkomu árlega á fæðingardegi
haiís. En auk þess munu flestir eða allir prest-
ar kirkjufélagsins lúterska og vestræna minnast
hans í ræðum sínum þann sunnudaginn, sem
næstur er 15. nóvember. — Að sjálfsögðu eru
slík minningarorð ekki fyrst og fremst eða að-
allega fram borin í því skyni að dá mikinn og
góðan mann, þótt slíkt sé hvað séra J. B. snerti-
ir marg verðskuldað. Hitt er, eða á að vera,
aðal-tilgangurinu, að þakka g-uði fyrir leiðsögn
]»á er hann sendi oss Vestur-lslendingum — og
allri ísl. þjóð — gegn um orð og athafnir þessa
trúa og trausta þjóns síns, og þá að sjálfsögðu
um leið að hvetja íslenzkan almenning til þess
að færa sér í nyt lexíur þær hinar kristilegu,
er séra Jón um 40 ára skeið hrópaði óaflátan-
lega til landa sinna bæði í ræðu og riti. — Þó
ekki va‘ri um annað æfistarf séra J. B. að
ræða, en hið stór-merka og sérkennilega pré-
dikanasafn hans, “Guðspjallamál”, þá hefir
hann með því reist sér ógleymanlegan minn-
isvarða, hjá öllum þeim að minsta kosti, sem
það snildarverk hagnýta sér. Og það ættu sem
flestir að gera, bæði hér og heima. Fengist ís-
lenzkur almenningur til að líta á kristindóm-
inn í hinum frjálsmannlega og sanna spegli og
hinni miklu lotningu og trúnaðartrausti, sem
við öllum blasir í ræðum, ritum og starfi séra
Jóns, gæti ekki hjá því farið, að minni
ruglingur ætti sér stað í hugum fólks, en nú
gerist of alment hjá oss Islendingum hvað trú-
málin snertir. — Engin minningarorð um séra
Jón B.jarason eru betur viðeigandi en þau, að
liann sé sjálfur Játinn tala. Þess vegna birt-
ast hér á eftir nokkrir kaflar úr prédikan eftir
hann á 26. sd. e. tr., síðasta sunnudag kirkju-
ársins, út af Matt. 11, 25—30. Kæðumaður
leiðir tilheyrendurna að fótum meistarans, og
þar er útsýnið svo dýrðlegt, að slíkt verður að
eins litið
Á andleaum háfjallastöðvum.
Þessa fyrirsögn gefur séra Jón máli sínu og
biður menn að hlusta á orðin meistarans í hin-
um stórkostlega texta:
Tlm sama leyti tók Jesús svo til orða: “Eg þakka þér,
faðir, drottinn himins og jarðar, að þú hefir látið þessa
hluti vera hulda fyrir frððum mönnum og spekingum,
en auglýst þá smælingjum,-----Alt er mér af minum
föður I vald gefið.----KomiS til mín, allir þér, sem
erfiðið og Þunga eruð hlaðnir.----Takið á yður mitt
ok------því mitt ok er indælt og mln byrði létt.”
\ ér heyrum Jesúm á upphafi textans þakka hinum
himneska föður sínum fyrir það, aS hann hafi látið
“þessa hluti” vera hulda fyrir fróSum mönnum og
spekingum, en auglýst þá smælingjum. Ekki er tek-
iö fram, hvaö hann hafi í huga, þegar hann nefnir
“þessa hluti” En þaS er augljóst alt eins fyrir því.
Eað kemur óbeinlínis fram siðar, þar sem hann segir,
að enginn þekki soninn—hann sjálfan—nema faðir-
inn, og enginn föðurinn nema sonurinn og sá, sem
hann vill það auglýsa. Það er að sjálfsögðu hjartað
í hinni kristnu trú vorri, samband hans við föðurinn
og þýðing hans sem frelsara fyrir gjörvalt mannkvn,
levndardómur hins kristilega frelsiserindis. Hann
þakkar hinum himneska föður sínum fyrir það, að
þetta mikla og óviðjafnanlega, þetta mesta fagnað-
arefni, sem til er fyrir synduga menn, sé hulið vitr-
ingum heimsins. Er það ekki undarlegt? Er ekki
freisting til að hneykslast á honum út af þessu? Vill
hann þá ekki, að spekingarnir komist lika inn í ríki
sitt og verði sáluhólpnir? — Hann segir líka á öðrum
stað: “Hægra er úlfaldanum að ganga gegn um nál-
araugað, en rikum manni inn í himnaríki.” Hér
virðast auðmennirnir allir vera lokaðir úti. Myndi
ekki mörgum einnig finnast freisting til að hneyksl-
ast á því? — Mentun og auður eru tvö orð, sem ef
til vill eru x meiri hávegum höfð í heiminum en öll
önnur. Þriðja orðið fylgir hinum tveimur. Það er
frelsi. Hugmynd sú, sem það bendir á, stendur í
sambandi við mentanina. Mentanin á að sýna mönn-
um hvað það er, að vera frjáls; og auðurinn að gefa
mönnum kost á að njóta frelsisins. — Hvað er frelsi r
Það er að mega ráða sér sjálfur. Það er að geta lif-
að og trúað og talað eftir persónulegri sannfæringu
sinni. Þetta er að geta verið og mega vera sinn eig-
in herra. En nú segir Jesús: Eg er herrann, en
þér, mennirnir skuluð vera mínir þjónar. Hann
heimtar algjör, ótakmörkuð yfirráð yfir sál og lík-
ama mannsins. Hann tekur sér meira vald yfir
manninum, en nokkur mannlegur drottinn—meira
en fólk nokkurra annara trúarbragða hefir hugsað
sér að sinn ímyndaði guð gjöri. Gengur þá ekki
kristna trúin nær frelsi manna, en nokkur önnur
trú? — Og þar sem ríkismennirnir eru—eða virðast
vera—útilokaðir úr guðs ríki og Jesús þakkar guði
föður fyrir, að “þessir hlutir” sé huldir fyrir fróðum
mönnum og spekingum, — hví skyldi þá ekki mót-
spyrna verða í heiminum, og hún afar-sterk, gegn
bibliunni, kristindóminum, gegn honum, er boðar sig
sem frelsara heimsins? — Það sýnist ekki neitt und-
arlegt. Það var svo eðlilegt, að það gat varla hugs-
ast öðruvisi. Því segir líka Jesús lærisveinum sín-
um fyrir: “Sá tími mun koma, að hver, sem líflætur
yður, mun þykjast gjöra guði þægt verk.” Og: “Þeir
munu yður að hatri hafa fyrir míns nafns sakir.’ —
—Menn eru að brjótast áfram, hver í kapp við ann-
an eftir auði, afla sér upplýsingar og mentunar,
að brjóta sundur gamla og nýja þrældómsfjötra, sem
á þeim liggja. Allur heimurinn stefnir i þessa átt
Og svo kemur kristindómurinn og segir: Sleptu speki
þinni, kastaðu frá ]>ér auði þínum; og gakk þú undir
ok. Hví skyldi ekki verða stórkostlegt stríð? — Og
þér, tilheyrendur mínir, standið uppi i því stríði miðju.
Og það er reyndar fyrir æfa-löngu kominn tími til, að
hver einasti maður hér hjá oss ákveði í alvöru, hvar
hann vill standa í þeim ófriði, hvort hann vill vera
með eða móti honum, er við oss talar í guðspjallinu.
En—er kristindómurinn að prédika mentunaý-
leysi, fáfræði, heimsku? Vill kristindómurinn hafa
fátækt og örbirgð og þar af leiðandi eynxd? Er það
mark og mið kristindómsins, að skapa þrældóm í
heiminum?—því fer óendanlega fjarri. Mannkyns-
sagan á öllum öldum síðan kristindómurinn var fyrst
boðaður þjóðunum, er talandi vottur. Það er kristin-
dómurinn, sem hefir eytt þrældóminum í heiminum, að
svo miklu leyti, sem hann er þegar eyddur. Það er
krislindómurinn, sem hefir mýkt böl og bölvan fá-
tæktarinnar óendanlega miklu meira, en nokkurt ann-
að afl. Og það er kristindómurinn, sem fremur en
öll önnur trúarbrögð hefir leitt til mentunar og upplýs-
ingar, gert villiþjóðirnar að mehtuðum þjóðum, vakið
þær i menningarlegu tilliti upp frá dáuðunx og leitt
þær lifandi inn i mannkynssöguna.-------------— En
mentan og vísindi eru þó ekki kristindómur. Og
þegar mentanin og upplýsingin veraldlega fer í öf-
uga átt, þá segir kristindómurinn: Hingað og ekki
lengra! Þegar menn fara að reisa Babelsturn til að
geta herjað á himininn, þá stígur drottinn niðúr,
truflar tungumál mannanna og lætur turninn hrynja
--------Fyrir hvað þakkar Jesús þá i texta vorum
hinum himneska föður sínum? Fyrir það, að sann-
leikur kristindómsins eú 'auglýstur; smælingjunum.
Þá gat hann náð til allra. En eru þá ekki speking-
arnir útilokaðir? Jú, að þvi leyti, sem þeir ekki fást
til þess að draga sig inn í hóp smælingjanna.-------
Alla gæti guð ekki kallað, ef evangeliuin kristindónxs-
ins væri aðeins skiljanlegt fróðum mönnum og spek-
ingum. — — — Hið kristilega evangelium er ávalt
hulið manninum þangað til hann fær sig til að brjóta
odd af oflæti sínu og birtast franxmi fyrir drotni sem
volaður syndari, eins og allslaus aumingi , leggjandi
niður allan mannlegan vísdóm og beygja sig i auð-
mjúkri bæn fyrir honurn, sem alt vald er gefið á
himni og jöfð.
Og Jesús segir: “Alt er mér af mínum föður
í vald gefið.” Hann heimtar öll yfirráðin. Hann
gjörir kröfuna til að vera konungurinn. Ef hér er
nokkur, sem efast um guðdóm Krists, en þykist þó
bera stórkostlega lotningu fyrir honum senx bezta og
fullkomnasta rnanni, þá festi hann hugann við þetta:
Sá. sem tekur sér þetta vald, þetta óviðjafnanlega
vald, senx Jesús gjörir,—það er ekki nema tvent til
unx hann. Annað hvort hlýtur hann að vera guð,
allsvaldanda guð vfir öllu, ellegar það, sem fjand-
menn hans meðal klerkalýðs Gyðinga forðum stað-
hæfðu að hann væri: guðlastari, svikari, sá rnesti og
hræðilegasti þeirrar tegundar, sem birzt hefir á jarð-
ríki. Elugsið um mestu og beztu mennina, sem þér
þekkið eða hafið heyrt getið um í mannkynssögunni.
Myndi nokkur þeiira nokkurn tíma hafa látið sér
detta í hug að taka sér nokkuð viðlíka vald yfir heim-
inunx, mannssálunum, gjörvöllu mannkvninu, eins og
Jesús? Hefir nokkur nokkurn tíma árætt að segja,
að hann hefði alt vald bæði á himni og jörðu? Hef-
ir nokkur nema Jesús einn sagt: “Trúið á mig?”
Eða: “Lærið af mér, því eg er hógvær og af hjarta
lítillátur”—? Er ekki þetta fhryllilegasta, sjálfshól,
ef það er tómur maður, sem hér talar?---------------
Óvanalega hátt liggur guðspjall texta vors. En þótt
vér stígum niður af þvi háfjalli og nemum skoðandi
staðar niðri á hinum lægri stöðum guðspjallasögunn-
ar, þá er samt alt þar í hinu fullkomnasta samræmi
við boðskapinn í þesum kafla. Guðspjöllin öll, allar
æfisögur Jesú, sem til eru, bera marg-endurtekinn
vott um hið sama. Það er guðdómurinn sjálfur, sem
í Jesú Kristi er opinberaður. Það er guð einn, sem
getur tileinkað sér þetta óendanlega vald. Það er guð
einn, sem getur leyft sér að koma æfinlega fram sem
fyrsta persóna, er réttinn hefir til þess að allir lúti
sér. — Hvað segir skynsemin eða heilbrigð hugsan til
þessa? Hún getur ekkert sagt til þess nema já og
amen.
En þá hefir líka drottinn Jesús rétt til þess að
koma fram fyrir þig, syndugur maður, og heimta
hjarta ])itt í sína þjónustu. Og þú hefir engan rétt
til þess að segja: Eg vil vera minn eigin herra. Eg
geng þér ekki á hönd. Eg verð ekki kristinn maður.
— Þú ert skyldur til þess að vera kristinn maður,
beygja vilja þinn undir vilja Jesú Krists. — En
skyldan gjörir reyndar engan að kristnum manni.
Lögmálið kemur engum inn í himnaríki. Og drott-
inn vill enga þræla-þjónustu. Þú verður að koma
fús til gestaboðsins himneska. Og þá eru engin önn-
ur úrræði, en að gjörast smælingi, verða með í hópi
voluðu mannanna. Og, vinir mínir, til þess eru nóg
tækifæri fyrir yður alla, ef tækifærin að eins eru not-
uð. Allur lífsins misskilningur, öll þessi mæða, sem
oss mætir, alt hið þunga, sem legst á bakið, alt hið
sára, sem gengur í gegn um hjartað, — myndi það
ekki vera ærið nóg til þess að geta gjört alla—frammi
fyrir guði—að smælingjum, að hjálparþurfa aum-
ingum, að mönnum, sem liggur lífið á að verða frels-
isgjafar Jesú Krists aðnjótandi ? Þegar svo er konx-
ið, ]>á skilur mannshjartað þetta pvangelíum, hið
dýrmætasta, sem heyrst getur í míéddum, andvarp-
anda, stríðanda og grátanda heimi.— “Konxið til mín,
allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og eg
vil gefa yður hvild.” Þetta er röddin háns, sem alt
hefir valdið bæði á himni og jörðu. Hann einn, sem
er guð, blessaður um aldir alda, getur talað svona til
allra, sem eiga bágt .
Eg sagði áðan, að þú, hver sem þú ert, værir
skyldur til að vera kristinn maður. Eg held þvi ekki
fram nú, heldur þessu: Það er réttur þinn, að vera
kristinn, — að koma þreyttur og þjáður, niðurbeygð-
ur, uppgefinn, í bæn og trú til frelsara þíns, Jesú
Krists, og þiggja hjá honum hvíld. Og það eru hin
dýrmætustu réttindi, sem börnum jarðarinnar geta
veizt. Einskisvirði þá enginn þenna rétL------------
Eg veit, að það er guðleg birta í óteljandi mannssál-
un og yfir eins mörgum mannslífum úti af hinum
frelsanda kærleik Jesú. En því miður hafa ekki
nærri því allir enn, þótt í orði kveðnu játi kristna
trú, þegið boðið indæla, að koma til Jesú og þiggja
hjá honum hvíld. Og við þá alla vil eg segja:
Standið ekki með byrði svo eða svo þunga á baki yð-
ar, máttlausir til að bera hana, en samt neitandi
þeirri hjálp, þeirri hvíld, þeirri hugsvölun, sem drott-
inn býður. Til mótlætisbyrðarinnar finna allir, þeg-
ar hún legst á. — — En mér skilst, að til annarar
byrðar, sem þó áreiðanlega er á bökum allra, finni
margir lítið eða alls ekki. Syndin er sú byrði.
(ileymið í guðs bænum ekki þeirri byrði, því þótt
hún kunni nú að liggja létt á yður, þá gjörir hún fyrr
eða síðar út af við yður, ef þér ekki í tíma leittið
frelsarans. Og ef þér ekki út af henni leitið hans, þá
gjörið þér yður um leið ómóttækilega fyrir hjálp þá
og hvíld, sem hann hefir á boðstólum öllum mönnuni
til handa, þegar mótlætið og sorgin og dauðinn eru á
ferðinni.
Bókafregn.
Stephan G. Stephansson: Andvökur,
f.jórða og fimta bindi. Kostnaðarmenn: nokkr-
ir Íslendinfíar í Vesturheimi. Heimskringla
News and Publishing- Co., Winnipeg. 1923.
ÞjóSkjarni Islendinga liggur í ljóSkjarn-
anum. Skáldin hafa varSaS veginn, talaS
kjark í þjóSina, þegar vanda bar aS höndum,
og opnaS henni nóttlausa voraldar veröld.
Einn þeirra manna, er mest hefir kveSiS
aS í bragtúni Islendinga síSustu áratugina, er
höfundurinn aÖ Andvökum, Klettafjallaskáld-
iS Stephan G. Stephansson. Mikilvirkur hef-
ir hann veriS, langt fram yfir ]>aS, sem alment
gerist. Er hitt ]>ó mest uin vert, hve vitur-
leg ög kjarnyrt aS kvæSi hans eru.—
Stephan G. hefir alla æfi veriS liinn mesti
eljumaSur, unniS baki brotnu á daginn, en ort
um nadur. Andvökuna'tur verSa mörgum til
kkaSsemdar, en Stephani G. hafa þær orSiS
'andleg gróðrarstöS.
Stephan G. er ljóShetja. Veimiltítuskap-
ar verSur ekki vart í bókum hans, þó leitaS
væri meS logandi Ijósi. Ýmsir hafa taliS
hann rnyrkan og kaldsinnaSan. Nákvæmur
lestur kvæSanna, liygg eg þó aS leiSa muni
nokkuS annaS í Ijós.
A 139. bls. fjórSa bindis, stendur þetta
stórfagra erindi:
Alt líf verSur gengt, meSan hugur og hönd
Og hjartaS er fært til aS vinna.
Og gröfin er ljúf fyrir geiglausa önd,
Og gott er aS deyja til sinna.
Bendir ekki þessi vísa á nánari framdsemi viS
yl en viS ís?
A bls. 164, stendur þessi vísa, er Æ'ttar-
fylgjan nefnist:
Þann viS höfum arfinn átt:
—1 hann þó menn hnjóSi —
AS viS höfum blítt og hágt
BoriS áf meS—IjóSi.
Vísa ein, dásamlega falleg, birtist á 267. bls.
fimta bindis, og nefnist AS kveldlagi:
Falla Hlés í faSminn ixt,
?'lirSir nesja-grænir.
Náttklædd Esjan, ofanlút,
Er aS lesa bænir.
Ýms af allra fégurstu kvæSum skáldsins,
er aS finna í þeim kafla fimta bindisins, er
nefnist HeimleiSis, ort í sambandi viS Islands-
torina . Eitt þeirra kvæSa heitir Staddur í
gróSrarstöS, bls. 280, 1— reglulegt meistara-
verk frá upphafi til enda.,
Við trúðum því, á góðra manna gröfum
GrasiS ei félli — 1 vetrarsnjóa köfum
Sígrænar stæSu þær, sem þendi jörðin
Lifandi augu upp úr fanna höfum.
Dys hans, sem lífi rangur dómur rúði,
RéttlætiS vafSi æfagrænu skrúði.
Syndugum ástum jafnvel mild var moldin
Mjúklát og gleymdu minningunum hlúði.
Nú lít ég hérna, þar sem auðn var endur,
Ódáins-skóg, sem græddu dánar hendur.
Viljinn til góðs í grónu trjánum lifir,
BreiSist á óskum út um fjarri lendur.
Legsteinar eyðast.—Hugurinn er höfnin,
Hlaðin gegn brotsjó.—Ekki mannanöfnin,
Þó að hún gleymi, hverjum eitt skal eigna,
Þau gejunir framtíS fegurst minjasöfnin.
KynslóSin fallna úr flæðarmáli strandar
IJjöruborSs-væflum upp til hæða bandar
Lifandi höndum gulls og grænna skóga,
NeSan úr gröf—þeir öfundsverðu andar.
Lesa mun þjóS og langar vökur halda
LetraSa sögu milli slíkra spjalda,
Þegar frá bæjum öllum aftur verða
GrænskóguS fjöll að eyktamörkum- alda.
Stephan G.. er Islendingur í húS og hár,
sannur þjóðræknisvinur, sem aldrei mundi
láta frumburSarréttinn íslenzka falan, hvað
sem í boði væri. Heimaþjóðin hefir fyrir
löngu valið honum veglegt sæti meðal hinna
útvöldu í ríki Ijóðlistarinnar, og spurt engan
að. I augum Austur-lslendinga, er Stephan
G. stórskáld, sem þjóðin er upp með sér af.
Er heimboðið nægilcg sönnun þess. Hann á
líka vafalaust heldur engin smái-æðis ítök í
hugum vestur-íslenzka þjóðarbrotsins.
Á 30. bls. í fjórða bindinu, stendur eftir-
fvlgjandi kvæði, er höfundur nefnir íindur-
lífgun:
Horfnir eru vaxta-verkir
Vorsins—krap og rosar sterkir.
ViSburSir xxð vara og gróa
Vakna í laut, og út’um skóga.
Af sér varpar tré og taða
Tötur-flíkum sinu-blaða.
Á sér fætt ið fyrra árið
Fella af kolli skírnarhárið.
Robin
Hood
Flour
Meira en vert hins litla
verohækkunar munar
Oi;it
xMOXFY BACK
ROBIN HOOD FLOUR iS GUARANTEEO TO GIVE TOU
BETTER SATISFACTION TMAN ANY OTHEB FLOUR MILLEO
IN CANAOA YOUR OEALER IS AUTHORI2ED TO REFUND
THE FULL PURCMASE PRICE WITH A 10 PCW CCNT PEN
ALTY AOOEO. IF AFTER TWO BAKINGS YOU ARE NOT
THOROUGHLY SATISFIEO WITH THE FLOUR AND WILL
RETURN THE UNUSE0 PORTION TO HIM
ROBIN HOOD MILLS. LIMITED
Innifalin í hverjum poka
24 pund og þar yfir.
ROBIN HOOD MILLS LTD
MOOSE JAW, SASIC.
Grösin teygja úr öllum öngum,
Aspir greiða úr háðum vöngum
Skúfa hadds, sem hrynja á bárum
Hrokkinsnúnum, fagurhárum.
Eg hefi heyrt menn segja, að kvæði Steph-
ans G. væru svo þungskilin, að’ þeir gætu ekki
lesið þau sér til gagns. Skilningur manna nær
oft misjafnlega langt. Það sem einum er auð-
velt, getur reynst öðrum ofurefli. En einhver
ónota hristingur held eg hafi hlotið að komast
skilningstré þeirra manna íslenzkra, er eigi
skilja sýnishorn þau af ljóðum Stephans, er
prentuS hafa verið hér að framan. Þungskild-
ari kvæði eru að vísu til í bókum þessum, en þó
engum þeim um megn að brjóta til mergjar, er
á annað borS kann íslenzkt mál.
All-langan bálk, er nefnist Skráveifur, lief-
ir fimta bindið inni að halda. Margt af því
andsvör til ýmsra þeirra, er af einhverjum or-
sökum hafa staðið á öndverðum meið við höf-
undinn og sent honum tóninn. Víða er þar
sniðuglega að orði komist. En þessi kafli kvæð-
anna þykir mér þó helzti langur.
A 30. bls. fimta bindisins er Islendingadags-
erindi, með fyrirsögninni “HéSan falla öll vötn
til Dýrafjarðar.” 1 því er þessi hugðnæma
vísa:
“Heldur bíð eg hinsta skaðann
Hér, en snúi 'aftur, þaðan
Sem til Dýra-fjarðar falla
Fossinn sé og læki alla.
Sérhvern dropa þrífur þráin,
Þar að mega hníga í sjáinn—
Þar sem lífið lék mig blíðast
Ljúfast væri að falla síðast.
Þegar liinsta ganga er gjörð:
Deyja o ’il í DýrafjörS. Y
Stephan G. er nú sjötugur að aldri. AS
sjálfsögðu tekinn að þreytast, þótt ellimarka
gæti lítt í kvæðunum. Vonandi á hann margt
óort enn. Kannske efni í eitt Andvöku-bindið
í viðbót. — Sú er ósk mín, að síðasti áfangi
skáldsins, megi lýstur verða af þakklátum vor-
hug samferðamannanna fyrir vandað og vel
unnið dagsverk í þarfir íslenzkra bókmenta.
Andvökur, bæði bindin, kosta $6.00 og fást
hjá séra Rögnvaldi Péturssyni, 45 Home St.,
svo og íslenzku bóksölunum hér í borginni.
E. P. J.
Islenzkir
kaupmenn!
Farið að útbúa
JÓLA - AUGLÝS-
INGAR yðar fyrir
nœsta LÖGBERG
Nú fer fólk að horfa eftir beztu
1 [jörkaupunum sem kaupmenn
1 iafa að bjóða fyrir jóla-hátíðina.