Lögberg - 06.12.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.12.1923, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGIHN' 6. DESEMBER 1923 Eg held því sem eg hef pegar dagsverkinu var lokið gengum við úl úr kirk.junni — landstjórinn og ráðunautar á und- an, og við hinir í röð á eftir — og fundum oftast nær lávarðmn bíðandi út í kirkjugarðinum. Stund- um slóst hann í för með landstjóranum, stundum með hérra Pory, stundum með öllum nema mér, og fór með >á til gistihússins, til >ess að matast þar og drekka með miklum gleðilátum. pótt vildarmanni konungsins hafi verið nla við alla og alt í Virginíu að undanteknum gim- gimsteininum er hafði verið ræntur frá konungs- hirðinni, þá forðaðist hann að láta á því bera. Ef til vildi hafði hann tekið >ví sem að höndum bar með sæmilegri geðprýði; eða þá að hann var að eins að bíða eftir tækifæri. En hann hafði tekið upp einskbnar hermannlega, látlausa fram- komu bæði í tali og látbragði, þetta vingjarnlega lagsbróður íátbragð, sem er hin bezta kápa fyrir skálkaskap. Tveimur dögum eftir hólmgöng- ur.*'. ‘yrir aft ,n kirkju* a fiuHist hann m^ frakknesku herbergisþjónana sína og ítalska læknirinn úr húsi landstjórans og í gistihúsið. sem var nýlega fullgert. >ar bjó hann eins og hver annar hefðarburgeis í makindum og bægði burt öllum gestum nema þeim sem hann bauð heim sjálfur. pað var ekki undarlegt eða alveg dæmalaust þó hann næði á sitt band öllum nema örfáum af þeim sem eg hafði skoðað virkta vini mína, með öriæti sínu og sinu vingjarnlega við- móti. Hann hélt veizlur og skemti mönnum með bjamati og veiðiförum og sagði sögur af hirðlif- inu og úr stríðinu, gaf í skyn að hann með vin- áttu sinni við konunginn gæti unnið nýlendunni mikið gagn, jafnvel komið því til leiðar, að tó- baksskatturinn yrði lækkaður og innflutningur frá Spánverjum bannaður; hann gortaði af auð- æfum sínum og valdi og hverri tign hann gæti náð við hirðina, ef lánið léki við sér. Á hans hlið voru sýi^leg og áþreifanleg gæði; á mína ekk- ert nema vafasamur réttur, og hættur, sem ekki voru vafasamar. Eg var samt, að eg held ekki mjög hnugginn yfir þessu. Eg var ánægður með það, að þeir sem vildu yfirgefa mig og fylgja honum gerðu það, og mér stóð hjartanlega á sama um þá, sem höfðu skriðið í duftinu fyrir honum frá því fyrsta að þeir sáu hann, og skríll- inn sem með fagnaðariátum elti hann á röndum. Rolfe, West, Landstjórinn, Jeremías Sparrow og Diccon voru enn á mína hlið. pað var óhjákvæmilegt að lávarðurinn og eg hittumst við og við í húsi landstjórans, á stræt- inu, í kirkjunni, úti á ánni eða á hestbaki. Væru aðrir viðstaddir, köstuðum við kveðju hvor á ann- an, en værum við einir, var grímunni flett af; þá var það maðurinn sjálfur, sem eg mætti og við horfðumst í augu og fórum hver framhjá hinum. Einu sinn mættumst við seýit um kveld meðal leiðanna í kirkjugarðinum. Eg var ekki einn á ferð. Mrs. Percy, sem var ekki sem rólegust, hafði gengið út til þess að sitja niðri á árbakka 1- um, þrátt fyrir mótmæli prestsins. pegar eg kom heim af þingfundi og fann hana ekki heima, fór eg að sækja hana. Óveður var í aðsigi Við gengum heim aftur lengri leiðina gegnum kirkjugarðinn og fundum lávarðinn sitjandi þar þar við lágt leiði. Hann sat með hnén krept upp undir hökuna og horfði dapur í bragði út á breiða og dökkleita ána. Hann hefir eflaust verið að hugsa um hafið og skipið, sem enn gat ekki komið fyr en eftir margar vikur. Við gengum fram hjá honum þegjandi og hneigðum okkur ofurlítið um leið. Einni klukkustund síðar, er eg gekk niður strætið, mætti eg Dr. Lawrence Bohun. “Tefðu mig ekki,” sagði hann móður og másandi. ftalski læknirinn er út í skógi að safna læknis- jurtum og þeir fundu Camal lávarð í kirkjugarð- inum, þar sem hann hafði fengið aðsvif fyrir nálfri klukkjstund.” Lávarðinum var tekið blóð og r.æsta morgun lagði hann r,f stað i veiði- ferð. Konan sem eg hafðí gifst, bió með mér í prestshúsinu; hún bar höfuðið hátt og var ekki feiminn við nokkum mann. Hún fór sjaldan að heiman, en þegar hún gekk út sér til skemtun- ar, þá var töluvert um að vera fyrir henni. paS var lftil furða þó að hún vekti eftirtekt þar sem hún gekk klædd í hin fínustu föt, sem unt var að fá irvnan um heilmikið af dýmm fatnaði, sem hafði komið með skipinu Southhampton, og andlits fegurð hennar og vaxtarlag naut sín vel í þeim. í fyigd með henni var svertingja kona, með vefj- arhött á höfði, og þjónn, sem hafði verið í stríð- inu, og naumlega sloppið við að vera píndur á hjóli. Enginn kona þar um slóðir hafði vakið siíka eftirtekt síðan Pochahontas prinsessa og hinai fríðu dökku þemur hennar voru á ferðinni. GuHborðalagðir embættismenn tóku ofan fyrir þessari háættuðu, fögru konu og margir bændur á hestbaki hneigðu sig niður á makkann á hest- inum, en almenningur horfði á eftir henni með hmppingum og hljóðskrafi. Fegurðin, dramb- ið og háttprýðin hefðu verið óþolandi hjá hverri konu, sem hefði verið blátt áfram Mrs. Percy og ekkert annað, sem áður hafði verið herbergis þerna og hafði verið seld fyrir hundrað og tutt- ugu pund af tóbaki; en það var öðru máli að gegna með lafði Jocelyn Leigh, sem hafði hafði venð skjólstæðingur konungsins og átti að verða kona helzta vildarmanns hans, eins fljótt og yfir- rettur konungsins fengi ónýtt hið óheppilega hjonaband, sem .hún hafði lent í svo óþægilega. Hun gekk um göturnar þetta einu sinni í viku og var mjög fagæt sjón og merkileg. Á sunnu- dögum gekk hún með mér í kirkju, og fólkið horfði meira á hana en á prestinn; og hann vand- aði ekki um við það, því að hann gerði það sama. pað leið á haustið og laufið á trjánum var farið að blikna, en alt sat við það sama, nema að það var búið að slíta þinginu. pingmennirnir fóru hver heim til sín, en eg kom ekki í hús mitt í Weyanoke, Landstjórinn hafði sagt mér með orðum sem voru sama og skipun, þótf þau væru borin fram í afsökunarróm, að hann vildi að eg yrði kyr í Jamestown. Eg fullvissaði hann um, eg væri fús til þess að vera kyr og eg var það í sannleika. Ef eg væri í Weanoke, þá kæmi alt mér á óvart, en hér í Jamestown gæti eg að minsta kosti séð Due Return koma siglandi upp ána og einnig hvaða annað skip, sem félagið ef til vill sendi. Laufin á trjánum urðu dekkri á lit og svo kom undur fagur góðviðris kafli er náttúran varð hálfsorgleg, eins og þetta væri bros hins deyj- andi sumars. Mjúk og draumkend blá móða lá yfir öllu, yfir skóginum út við sjóndeildarhring- inn og yfir ánni og vötnunum sem runnu í hana. skógurinn varð marglitur, laufskrúðið þyntist, en niðri á jörðinni þyknaði hin dökkrauða og gullna ábreiða; hvar sem maður .steig skrjáfaði undir fæti og lauffallið var eins og hæg marglit rigning. pað var hvorki hlýtt né kalt, en mjög kyrlátt, og fuglarnir liðu hjá eins og skuggar. pað var meinhægðar veður, hvorki; leiðinlegt né skemtilegt, og við vorum farnir að horfa á hverj- um degi, já, á hverri stundu eftir skipinu, sem við vissum að enn ekki mundi koma í margar vikur. Sá góði herra Bucke dvaldi í Henricus hjá herra Thorpe meðan hann var að ná sér og Jere- mías Sparrow steig í prédikunarstól hans, svaf i svefnherbergi hans og vann í garðinum hans. Garðurinn náði niður á grænan árbakkann. Eitt kvöld er eg kom heim frá víginu, þar sem við höfðum haft dálitlar heræfingar, fann eg konuna mína sitjandi þama á bakkanum; 1 hún studdi hönd undir kinn og horf ði á sjófuglana frjálsa og sterka, sem flögruðu fram hjá. Séra Jere- mías Sparrow var að vinna meðal fölnuðu blóm- anna í svo sem þrjátíu feta fjarlægð og raulaði fyrir munni sér:— “Og ásýnd hennar er sem blómgarður þar yndisfagrar rósir dafna vel.” Við höfðum komið okkur sanan um það, að þegar eg yrði að vera fjarverandi, skyldi hann aldrei vera lengra {frá henni en svo að hún gæti kallað til hans; því að eg trúði CarnaJ lávarði vel til þess að ásækja hana. Eg vissi vel að hið út- lenda leigutól hans hélt uppi njósnum um húsið og garðinn, um allar mínar hreyfingar og henn- ar. — Eg settist niður á bakkann við fætur henn- ar og hún snéri sér að mér bálreið. “Eg er þreytt af öllu þessu!” 'hrópaði hún. “Eg er þreytt af að vera innilokuð í þessu húsi og þess- um garði, og af því hvernig þú gætir að mér! Og gangi eg eitthvað, þá e rþað þó enn þá verra. Eg hata öll þessi blygðunarlausu andlit, sem stara á mig eins og eg væri í gapastokk. — Eg er í gapastokk fyrir framan ykkur öll og mér finst það vera nógu ilt. Og þegar eg hugsa til þess’, að þessi maður, sem eg hata af öllu hjarta, andar sama lofti og eg, þá ætla eg alveg að kafna! Ev vildi að eg gæti flogið burt eins og þessir fuglar; eg vildi að eg gæti komist burt héðan, þó ekki væri nema einn dag!” “Eg skyldi biðja um leyfi að fara með þig heim í Weyanoke,” sagði eg eftir nokkra þögn, “en eg get ekki farið og Iátið hann nota tímann hér á meðan..” “Og eg get ekki farið,” sagði hún. “Eg ver® að bíða eftir þessu skipi og skipun konungsins, sem Carnal lávarður heldur að geri mig að konu sinni. Skipanir konungsins eru \voldugar, en vilji konunnar er þó enn voldugri.v Eg mun að minsta kosti vita hvað eg á að taka til bragðs. En því má eg ekki taka Angelu með mér og fara þama yfir sandinn og inn í skóginn hinumeginn. Skógurinn er svo fallegur og undarlegur — allur rauður og gulur — og hann sýnist að vera svo friðsæll og kyrlátur. Eg skyldi ganga um hann og leggjast niður undir trjánum og gleyma um stund. Og það er ekki langt þangað.” Hún horfði á mig með eftirvæntingu. “pú getur ekki farið ein,” svaraði eg, “það er hættulegt. En ef þú vilt þá skal eg fara þangað með þér á morgun, ásamt séra Jeremíasi og Diccon. pað er nógu skemtilegt að dvelja einn dag úti í skógi og við höfur* öll gott af því. Pá máttu ganga um eins og þú vilt, og getur tek- ið fangið fult af marglitum blöðum og gleymt heiminum. Við skulum gæta að því, að þér verði engin hætta búin, en að öðru leyti skaltu fá að vera í næði.” Hún hló glaðlega, þótt hún sýndist allra kvenna ákveðnust ogöruggust, var hún samt mis- lynd eins og bam. “Eg felst á það!” sagði hun. “pú og presturinn og skollinn hann Dicc- on skuluð sitja með byssumar ykkar á hnján- um og Angela skal gera ykkur að steinum með sinum heiðnu töfrum. Og svo — og svo skal eg safna meira gulli en Midas konungur; eg skal dansa við skógálfana og finna hvar Oberon á heima o ggera Titiana öfundsjúka.” Eg efast ekki um að þú getir gert það,” sagði eg. Hún stökk á fætur glöð eins og barn og fögur eins og sólin. ~ ' r ÍO.L (X neim, ( v ið það á næsta augnabliki og settist afti á bakkann. “Farðu inn,” sagði eg. snákur hér fyrir neðan í runnunum á bal Eg ætla að drepa hann og svo kem eg ir borða.” — Pegar hún var farin, gekk eg svo sem þangað sem bakkinn hallaðist niður að r pílviði og sefi, sem óx upp úr leirnum fast við ána. Eg lagðist á hnén, hallaði mér áfram og greip í mann og dró hann upp úr leðjunni, sem var hæfilegur bústaður handa honum og lyfti honum upp á bakkann við hliðina á mér. pað var ítalski læknirinn lávarðarins, sem eg hafði dregið þarna upp. Eg hafði séð hann áður. Hann var lítill og Ijótur og svartklædd- ur. Augun voru illgirnisleg og varirnar, sem voru þunnar, lokuðust fast utan um tennurnar, sem glitti í, þegar hann hafði opinn munninn. Hann var eins ógeðsegur að sjá hann og sum skriðkvikindi eru að snerta þau. “pað finnast engar lækningajurtir og kynja- grös hér innan um pílviðinn í vatninu,” sagði eg. “Eftir hverju er svona hálærður læknir að leita á þessum stað?” Hann yfti öxlum og gerði bendingar með höndunum, ^em voru líkar klóm, eins og hann skildi mig ékki. pað var lýgi, því eg vissi að hann skildi ensku fullvel. Eg sagðrhonum það, en hann leit á mig hatursfullu augnaráði og hélt áfram að bulla eitthvað á ítölsku. Loksins sá eg ekki annað vænna en að taka í hnakka- drembið á honum og leiða hann að garðbrúnni, sem var næst kirkjugarðinum, og svo ýtti eg á eftir honum með fætinum, svo að hann stakst á hausinn á milli tveggja leiða. Eg beið og horfði á hann meðan hann stóð upp og labbaði út í myrkrið. Eg fór inn til að borða og sagði Mrs. Percy að snákurinn væri dauður. Tólfti kapituli. Eg fæ aðvörun og treysti öðrum. Skömmu fyrir dagrenningu vaknaði eg við það að heyra mansrödd fyrir neðan gluggann á svefnherbergi mínu: “Kapteinn Percy,” var kall- að, “landstjórinn vill fá að finna þig undir eins.” Sá Sem talaði fór um leið og hann hafði mælt þetta. Eg klæddi mig og fór út úr húsinu, án þess að vekja nokkum. pað var hálfkalt og eg flýtti mér og kom á torgið rétt á eftir þeim sem hafði kallað mig. Fyrir framan dyrnar á húsi landstjórans stóðu beizlaðir og söðlaðir hestar og hestasveinar héldu í þá; bæði mennirnir og hest- arinir sáust fremur óglögt í þokunni, sem lá yfir öllu. Eg gekk upp tröppurnar og inn í ganginn og bárði á hurðina á stóra salnum. Hurðin var opnuð og eg gekk inn eg sá þar Sir George, Pory, Rolfe, West og fleiri úr ráðuneyti landstjórans, þeir sátu umhverfis stóra borðið, sem var í miðj- um salnum og voru í ákafa að tala saman. Land- stjórinn var hálfklæddur. West og Rolfe voru í háum stígvélum og brynjum. Maður nokkur, sem var útataður í leir og í rifnum fötum, stóð h,járþeim með hattinn í hendinni, móður og más- andi a fharðri reið, og horfði á þá til skiftis. “Pú varst sannspár, kafteinn Percy, í gær er þú kallaðir frjðinn við Indíánana, sem sumir af okkur voru að gorta af, lognið á undan illviðr- inu,” sagði landstjórinn. “pað sannarlega alt út- lit fyrir það í dag, að þú hafir haft rétt fyrir þér.” “Hvað er að?” spurði eg oggelkk að borðinu. “pað er fullmikið að,” svaraði hann. “pessi maður hefir komið eins fljótt og hestur gat borið hanns frá plantekrunum fyrir ofan Paspahegh. Morgan kaupmaður var tældur inn í skóginn fyr- ir þremur dögum af heimskingjanum og óþokk- anum Memattanow, Paspaheg Indíána, sem þeir kalla Fjaðra Jack, og þar var hann drepinn. Indí- áninn var svo fífldjarfúr, að láta sjá sig í gær fyrir framan hús Morgans, og Morgans menn skutu hann niður. Svo grófu þeir hundinn og létu þar við sitja. Fyrr þremur klukkustundum kom Chanco, sem er kristinn Indíáni til herfor- ingjans og sagði honum að Papahegh- Indíánamir væru mjög æstir og að hermenn þeirra væru farnir að lita sig svarta. Herforinginn sendi til mín undir eins og eg sé ekki að eg geti tekið nokkuð annað betra til bragðs en það að senda þig með nokkra menn, til þess að koma vitinu fyrir þá. En það á hvorki að egna þá til né berjast við þá. pað þarf ekkert annað en að sýna þeim, að maður sé reiðubúinn að beita valdi — pað þori eg að ábyrgjast. Láttu þá sjá, að það sé ekki hægt að koma að okkur ' óvörum, en talaðu friðsamlega við þá. Eg sendi hr. Rolfe með þér, svo að þeir verði því fyr rólegri; þeir gefa gætur að því, sem hann segir. Sjáðu til að þeir taki á sig rauðan lit utan yfir þann svarta og gefðu þeim glerperlur og fáeina hnífa og komdu svo heim. Ef þér líst ekki vel á hvernig sakir standa hjá þeim, þá skaltu komast að hvar Opechancanough heldur sig, og eg skal senda menn á hans fund. Hann er ökkur vin- veittur og mun bæla niður alla óánægju.” “pað er enginn vafi á því, að hann er okkur velviljaður,” svaraði eg þurlega. “Honum er vel við okkur á sama hátt og kettinum er við músina, sem hann leikur sér að. Bf við eigum að fara strax, þá ætla eg að ná í hest minn.” “Mættu okkur þá á eiðinu,” sagði Rolfe. Eg kinkaði kolli og fór út úr salnum. pegar eg gekk niður tröppumar fyrir framan húsið, kom herra Pory á eftir mér. “Eg fór seint að hátta í gærkvöldi,” sagði hann og geispaði ógurlega. Fyrst búið er að ganga frá þessu, fer eg aftur í rúmið.” Eg hélt áfram þegjandi. “Eg er ekki í rpiklum metum hjá þér núna,” sagið hann. “þér finst að eg hafi verið of varkár með valið á hólm- gönguyellinum bak við kirkiuna hérna um morg- uninn, sagði hann og gaut til mín augunum kýmilega; “þú heldur að eg hafi tafið fyrir þang- að til landstiórinn rakst þangað og batt óvissan enda á alt saman.” Eg held að þú hafir aðvarað landstjórann,” ’* L* timbur, fjalviður af öllum voruwrgdir tegundum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Koiráð og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co- ----- -------- Limitad---------- * HENRY AVE. EAST - WINNIPEG sagði eg hiklaust. Hann hristist af hlátri. “Aðvarað hann? Já, auðvitað aðvaraði eg hann. Yngri maður hefði adrei séð moldvörpuþúfuna og rótina, en vizkan fylgir gráum hárum. Heldur þú ekki að konungurinn verði mér þakklátur;’’ “Eflaust,” svaraði eg. Og ef þú ert ánægð- ur með launin, þá sé eg ekki að eg ætti að vera óánægður út af því”. Við vorum komnir miðja vegu niður stræt- ið og að gistihúsinu. Gluggahleri var opnaður fyrir ofan okkur. pað logaði ljós í herberginu. pað var slökt skyndilega. Mannshöfuð gægð- ist út og leit niður á okkur eitt augnablik, svo hvarf það fljótt aftur. Mögur hönd seildist út og lokaði hleranum. Bæði höndin og andlitið voru mannsins, sem eg hafði séð brölta á milli grafanna kvöldið áður. “ítalski læknirinn,” sagði hr Pory. Málrómur hans var eitthvað undarlegur. Eg leit á hann, en það var ekkert hægt að lesa út úr breiðleita rauða andlitinu á honum og glaðlegu augunum. “xtalski læknirinn,” endurtók hann. “Ef vinur minn væri í sömu sporum og kafteinn Percy, þá mundi eg segja honum að vara sig á í- talska lækninum.” “Vinur þinn mundi vera þakklátur fyrir við- vörunina,” svaraði eg. “Við gengum nokkuð lengra áfram. “O. eg held,’ sagði hann, “að eg mundi segja þessum ágizk- aða vini mínum, að ítalski iæknirinn og húsbóndi hans hafi þurft að skrafa mikið saman í gær- kveldi.” “í gærkveldi?” “Já, í gærkveldi. Eg fór til að fá mér hressingu með lávarðinum og ónáðaði þá í sam- talinu. Lávarðurinn var nokkuð hávær yfir víningu og ekki sem allra gætnastur. Hann gaf sitt af hverju í skyn —” Hann þagnaði hér og hló einn þenna hljóð- lausa hlátur sinn, sem aldrei ætlaði að enda. “Eg veit annars ekki til hvers eg er að segja þér þetta kafteinn Percy. Eg er með hinni hliðinni, eins og þú veizt, algjörlega með hinni hliðinni. Og nú, þegar eg gái að mér sé eg að eg hefi verið að segja þér einmitt það sem eg mundi hafa sagt þér, ef eg hefði verið með þér. Eg vona samt, að það saki ekkert, og að það spilli ekkert fyrir Carnal lávarði í neinu því sem bæði hann og eg getum haft gagn af. Eg svaraði engu. pað var tvent, sem eg gat ekki annað en undrast og viðurkent: annað var hinn algerði skortur hans á drengskap og hitt var hin óvenjulega mikla góðvild hans. “Lávarðurinn er farinn að verða órólegur,” sagði hann, þegar við vorum komnir dálítið lengra. Skipin Francis og John, sem komu inn í gær, fluttu engar fréttir frá hirðinni. peir sem ekki eru stöðugt fyrir augum manns gleym- ast fliótt. Buckingham notar sér þetta sem bezt hann getur. Hann ber á sig hörundsáburð og sefur með umbúðir um andlitið og er að verða stöðugt fríðari og fríðari; svo breytir hann um tízku í klæðaburði þrisvar í viku og það á heldur en ekki vel við hátignina. pað er ekki að furða þó að lávarðinum finnist tími til kominn fyrir sig að vera aftur kominn heim.” “Hann getur farið,’ ságði eg. “parna er skipið, sem kom með hann.” “Já, þarna er skipið hans,” svaraði Pory. “Eftir fáar vikur kemur Due Retum með boð- skap félagsins. Heldur þú, kafteinn Percy, að það sé nokkur vafi á, hvemig hann verður?” 1$2.001| __________ fc llfn ÓDÝKASTA og mm. an8 M FjÖLLESNASTA vikublaðið, sem gefið er út á íslenzka tungu er Lögberg Gerist kaupandi nú þeg- ar. Látið $2.00 fylgja pöntuninni. Látið yður 'ekki standa á sama PRENTUN ura hvernig aS s prentun yðar lítur út, farið með Jaað sem þér þurfið að láta prenta til þeirra sembæðigeta og gera gott verk. Vér höldum því fram a8 vér gerum gott verk baeði á stórum og imáum pöntunum. Reynið oss. Sanngjarnt verð. Columbla Pre-a, htA-, Wtanlpe*

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.