Lögberg - 31.01.1924, Qupperneq 4
BLs. 4
ó
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. JANÚAR 1924.
Gefið át hvern Fimtudag af The Col-
umbia Pre*s, Ltd., tCor. Sargent Ave. &
Toronto Str.. Winnipeg, Man.
TaUimar: N-0327 og N«6328
JÓN J. BILDFELL, Fditor
Utanáskrift tii blaðain*:
THS COLUMBIA PRESS, Ltd., Bo» 3171. Wlnnipog. M»H-
UtanAaknft riutjórana:
EDiTOR LOCBERC, Bo* 317S Wínnipeg, M*"-
The “Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limlted, in the Columbia
Building, 695 Sargent Ave., Wínnipeg, Manitoba.
Til Kaupenda Lögbergs.
Eins og kaupendur Lögbergs vita, fór stjórnar-
nefnd blaðsins þess á leit við þá, að þeir létu vilja
sinn í ljóð um það, hvort þeir vildu heldur, að Lög-
berg væri gefið út fjórar síður að stærð og selt a
tvo dollara um árið, eða að það yrði stækkað aftur
upp í átta blaðsíður og selt fyrir þrjá dollara um
árið. Við, þessari ósk útgefendanna hafa • kaup-
endurnir orðið vel og yfirgnæfandi meiri hluti
þeirra, sem vér höfuvn heyrt frá, hafa ákveðið kos-
ið, að Lögberg væri aftur stækkað og verð þess
fært upp í þrjá doClara árgangurinn.
Útgáfunefndin ákvað því á ársfundi Columbia
Press félagsins, að verða við Iþeim tilmælum og
samþykti að blaðið sé aftur gefið út í sömu stærð
og það áður var, átta blaðslður, og selt á ,þrjá doll-
ara árgangurinn frá fyrsta janúar 1924.
Stundum í liðinni tíð hafa útgefendur blaðsins
verið að tala um, hvort það væri virkilega erfiðisins
og kostnaðarins vert að vera að streitast við að
■halda blaðinu út og hvort að Vestur-íslendingar
kærðu sig í rauninni nokkuð um það. Nú hafa þeir
gengið úr skugga um þetta. Bréfin, sem Lögbergi
ihafa borist þessa síðustu daga, taka svo gjörsam-
lega af sxarið í þessu efni—sanna svo gjörsamlega,
að kaupendur blaðsins láta sig hag þess og sóma
mi-kj'u skifta, og fyrir það er útgáfunefndin innilega
þaikklát.
pau sanna og, að Lögberg á marga einlæga og
góða vini víðsvegar um allar bygðir Vestur-íslend-
jn,ga—fleiri og traustari vini, en þeir gjörðu sér
grein fyrir áður. Fyrir þá vináttu eru þeir og
þakklátir og munu í framtíðinni leitast við að gjöra
sig hennar maklega. Því eftir alt og alt, þá vinna
þeir menn aldrei fyrir gýg, sem með vinnu sinni ná
trausti og tiltrú samborgara sinna.
Svo -þakkar útgáfunefnd Lögbergs íkaupendun-
iím fyrir undirtektir þeirra i þesisu máli og fyrir
^’la umönnun þeirra fyrir velferð blaðsins og góð-
vjfja þeirra til iþess, nú og að undanförnu.
Vitnisburður Dr. Ágústs Bjarna-
sonar um Vestur-Islendinga.
Þeir eru r.ú orðnir nokkrir, vitnisburðirnir, sem
Vestur-íslendingar hafa fengið frá bræðrum sínum
að 'heiman. Sumir þeirra ófagrir, svo sem: ætt-
jarðar svikarar, 'móðurmorðingjar, skríll, og nú síð-
ast frá Dr. Ágúst Bjarnasyni, að þeir séu þrælar.
í þeim kafla af ferðasögu doktorsins, sem birtist
í nýkominni Iðunni, er það tvent, sem oss finst
að vér ékki getum látið fram hjá oss fara. Það eru
umvnæli hans um vestúr-íslenzku blaða-“snápana” og
“Vígslóða’ og þrælsnafnið, sem hann velur mörgum
af Vestur-íslendingum.
Ritstjóri Lögbergs hélt, að umræðunum u’m
Vígslóða og St. G. Stephansson, mætti vera lokið í
opir.berum blöðum. Hann sagði fulla meiningu sína
um þá bók, Iþegar hún ko’m út; hafði hvorki tilhneig-
ingu ,þá, né( ihö'.dur ihefir hann það nú, til þess að
halda uppi endalausu illyndi út af því óheilla verki,
né heldur til þess, að særa ihið aldurhnigna skáld
um skör fram.
Dr. Bjarnason segir í þessari ferðasögu sinni,
að St. G. St. iha.fi ort á móti ‘þátttöku Vestur-íslend-
inga í heimsstyrjöldinni miklu”, og upps'korið ó-
■þökk flestra þeirra og árásir noikkurra “blaða-
snápa.”
Á þetta nafn á vestur—íslenzkum iblaðamönnum
víst að gefa til kynna lítilsvirðingu doktorsins fyrir
þeim, og er honum það .náttúrlega ‘marg-velkomið,
ef að það gæti aukið á hégómaskap hans sjálfs, eða
hroka, sem menn héldu þó að hann 'hefði verið
nógu ríkur af. En hann aegir lrka, að St. G. St. sé
nú farinn að ski’ja, að hann hafi gengið of langt, og
óskaði þess nú, að “Vígslóði” hefði eltki komið út,
fyr en tekið hefði að hilma yfir sárin.”
Þó að “blaðasnáparnir” í Vesturheimi hefðu
ekki gjört neitt annað, 'heldur en að láta skáldið
finna til þess, að hann 'hefði gengið of langt, og láta
'hann finna til út af þeirri 'misgjörð sinni, eins og
doktorinn segir að hann hafi gjört, þá hafa þeir unn-
ið hið þarfasta verk, iþví þeir hafa brotið ísinn, er
var á milli hins viðkvæma móðuTlhjarta, sem hafði
mist son sinn í stríðinu, og hinnar tilfinningar-
snauðu og ísköldu ihugsunar skáldsins.
En “blaðasnáparnir” í Vesturheimi eru ekki
vonlausir um, að þeir 'með skrifum sínum geti komið
meiru góðu til leiðar, og það er, að koma doktornum
sjálfum í iskilning um mál það, sem hann er að ræða
um í þessari grein sinni í Iðunni, og hann auðsjáan-
Iega skilur ekki, eða vill ekki skilja,1—'hina borgara-
legu afstöðu Vestur-lslendinga.
Það er auðsætt, að Dr. Bjarnaison og margir
aðrir bræður vorir heima, líta á oss Vestur-lslend-
inga sem part af hinni íslenzku þjóð. En það er
rangt, frá lagalegu sjónarmiði. Vér verðum að
skoðast og erum partur af (hinni torezku þjóð, og því
háðir skyldum þeim, sem allir aðrir brezkir borgar-
ar eru 'háðir, þegar um þátttöku í málum þess ríkis
er að ræða. íslendingar allir, eðá nálega allir, hafa
lagt hér af borgaralegan eið, sem svo hljóðar: —
‘Eg gef loforð mitt og eiðstaf í allri einlægni til
þess að veita hans hátign Georg V. (eða hvað svo
sem þjóðhöfðingi Breta 'heitir eða 'hefir heitið)
trygð og hollustu sem lögákveðins þjóðhöfðingja
Bretlands hins mikla og írlands og nýlendunnar
Canada á meðan hún er partur brezka ríkisins; að
verja 'hann, að svo mikí’.u leyti, sem í mínu valdi
stendur gegn öllum svikurum og sviksamlegum fyi-
irtækjum, sem gjörð verða á móti honum, ríki hans
eða sóma, og að eg lofast til þess að tilkynna kon-
unginum, ríkiserfingjum hans og eftirkomendum öll
landráða samtök, eða tilraunir til landráða samtaka,
sem eg veit um að brugguð séu gegn (honum eða ein-
ihverjum af ríkiserfingjunum, og eg skuldbind mig
til þess að reynast öllum þessum loforðum mínum
trúr án nokkurra undan bragða. Svo hjálpi mér
Guð.”
Vér Ihöfum í þessu samlbandi tvo máísaðila •—
Vestur-íslendinga, er nálega allir, sem hafa náð
tuttugu og eins árs aldri og af fúsum og frjálsum
vilja 'hafa lagt af þenna eið, sem kvaddir eru af rík-
inu til þess að standa við hann.i—Hins vegar “Víg-
slóða” og þá, sem á málin líta eins og þar er gjört,
sem eggja Vestur-íslendinga á að bregðast skyldum
þeim, sem eiðurinn lagði þeim á iherðar, og eiðnum
sjálfum.
Hvað áttu Vestur-íslendingar að g'jöra? Get-
ur ekki hver heilvita maður séð, að ef þeir hefðu tek-
ið síðari kostinn.—'kostinn þann, að fara hvergi, að
þá hefðu þeir brugðist því dýrasta, sem tal’.ið hefir
verið, og það réttilega, í eðli! íslendinga, drengskap
og orðheldni, og með því bakað sér fyrirlitningar og
ótrú allra þeirra, sem drengskap og hugrekki unna?
Og samt segir doktorinn í þessari ritsmíð sinni,
að St. G. St. ihafi verið “sómi Vestur-fslendinga,
sverð þeirra og skjöldur, þótt þeir skilji það ekki.”
Nei, Iþeir líklegast skilja það aldrei, að hann eða
“Vígslóði” eða þeir, sem eru að 'halda þeirri sömu
kenning fram, hafi verið, séu né verði nokkurn
tíma “sómi þeirra, sverð og skjöldur”, að því er
þetta vnál snertir.
Um ihitt atriðið, þrælalíf Ihinna mör.gu Vestur-
fslendinga, sem doktorinn1 talar um, getum vér ver-
ið fáorðir, því Vestur-íslendingar vita, að sú stað-
hæfing er ósönn. peir vita og 'greinarhöf. ætti að
vita, að í þessu landi, Ameríku, er vinnan, hvort
'heldur 'hiún er andlegs eða líkamlegs eðlis, betur
launuð en í flestum öðrum löndum heims, og að hér
þarf enginn að svelta, sem er hraustur og vill vinna.
í því sambandi er ekki til neiná að fara í neinn
samjöfnuð, því vér efumst um, að það sé nokkurt
land í iheimi, sem þolir hann, og sízt fs’.and, þar sem
ddktorinn ætti að vera kunugastur.
pað er að vísu satt, að Vestur-fslendingar þurfa
og hafa þurft að vinna, en þeir hafa aldrei unnið án
vonar—vonar um bjartari framtíð og meiri arð verka
sinna fyrir sig og sína. En slíkt á ekfcert skylt við
þrælalíf, það er atorka,'— atorka, sem hefir gjört þá
frjálsa, atorka, sem hefir igjört þeim mögulegt að
snúa auðn í blómlegar bygðir, sem hver maður get-
ur séð, og doktorinn Ifka, 'hefði 'hann viljað.
En Ágdst doktor Bjarnason gengur fram hjá
öllu því, sér það ekki, nefnir það ekki á nafn í grein
sinni. En leitar upipi mann, sem afdrei hefir getað
séð fótum sínum forráð, ihvorki hér né heldur heima
á ættjöirðinni, sem hann segir að “lifi þrælalifi og
hafi “naumast í sig eða á.” Og kveður svo upp sinn
stóra sleggjudóm, að þannig sé það með marga
Vestur-íslendinga.
pegar 'maður þessi var á ferðinni 'hér í Vestur-
heimi síðastliðið sumar, heimsótti hann flestar ís-
lenzkar bygðir og s-eldi Vestur-íslendingum aðgang
að erindi, er hann nefndi “Orkuíindir”, og afdönk-
uðum Únítarakenningum, fyrir fimtíu cent.
Á þjóðhátíð Vestur-fslendinga í Winnipeg skor-
aði hann á þá í nafni háskóla íslands, sem hann er
kennari við, að leggja fram fé til byggingar stú-
dentaheimilis í Reykjavík. Og nú síðast, að sjálf-
sögðu með hans vitund, er verið að skora á þá til
þess að leggja fé í minningarsjóð um tengdaföður
hans. Og loks ke’mur Iðunn með þessa bróður-
'kveðju frá þessum manni til vor Vestur-íslendinga:
pið lifið margir þrælalifi og hafið naumast í ykkur
né á, eins og hann Jósafat ættfræðingur. Vér erum
að hugsa um, hvað óskammfei’nin hjá doktor Ágúst
Bjarnasyni og sumum öðrum bræðrum vorum heima
á ættjörðinni í garð Vestur-ískndinga muni geta
gengið langt, áður en þeir fara að skammast sín.
Skósmiðurinn í Northampton,
Mass.
í Northampton, í Massacihusetts, býr skósmið-
ur, sem vakið hefi.r umtal í blöðum og tímaritu'm
Bandaríkjanna undanfarandi. Ástæðan fyrir um-
tali þes^i var sú, að CaEvin Coolidge ritaði þessum
manni bréf skc'mmu eftir að hann tók við forseta-
embættinu og í þv'í bréfi standa þessi orð: “Ef það
væri ekki fyrir þig, þá væri eg ekki kominn í þetta
embætti.” pessi ummæli forsetans vöktu forvitni
mairgra, en einkum þó blaðamanna,' því þeir eru
sagðir allra manna forvitnastir. Og til þess að fá
úrlausn á þessu spursmáli, tók einn þeirra sér ferð
á hendur til Northampton og átti tal við þenna ein-
kennilega skósmið, sem enginn hafði heyrt nefndan
á nafn fyr en hann var nú alt í einu að komast á
.hiV'ers manns varir, og fylgir ,hér saga skósmiðsins:
“Jæja, þá, eg var fæddur í Kerry ihéraðinu, ná-
lægt hinu' fagra Kelloglin I Suður írlandi.’
“Lærðirðu sikósmíði þar?” spurði komumaður.”
“Já, það gerði eg. Og þó þér kannske finnist
snertur af sjálfsihóli í því, þá verð eg að segja, að eg
fiærði það þar og læri það vel. Þegar eg var fimtán
ára, fór eg að læra skósmíði 'hjá skósmið, sem átti
íheima skamt frá heimili okkar. Eg var >hjá honum i
fimm ár, án þess að fá nokkur laun, nema húsaskjól
og fæði, og þar ofan á urðu foreldrar mínir að
borga honum firrr/n pund sterling fyrir fyrsta árið,
sem eg var hjá honum, því hann áleit sér engan hag
í að undirhalda mig.
pegar eg var tuttugu ára gamall, var eg út-
lærður skósmiður. Sumir af skriffinnum hér í landi
kalla mig “cobler” (maður sem gjörir við skó), en
fyrir 'handan hafið, þar sem eg lærði handverk mitt,
voru Iþeir menn álitnir skorta bæði íþekking og
smekk. Þeir hefðu ekki getað búið til skó, þó þeir
hefðu átt lífið að leysa. peir gátu að eins bætt skó
og það fremur illa. Viðskiftavinir mínir kalla mig
ekki “cobler”. Sumir þeirra eiga heima í Boston,
New York, Philadelphia, og jafnvel lengra í burtu.
Og veiztu hvernig þeir ávarpa mig? Þeir skrifa:
“hr. Lucy, skómeistari.’ Er það eikki fallega gjört
af þeim?
Eg átti foróður hér í Northampton, svo eg flutti
hingað og hér hefi eg búið síðan. Eg kom með kon-
una mína með mér, því eg gifti mig áður en eg var
tuttugu og eins árs að aldri. Við höfum alið upp
átta börn, séð sumum af Iþeim fyrir háskólamentun,
gift sum frá okkur og séð þau fara að eiga með sig
sjálf.
Hvað er það, sem eg ihefi veitt lífinu, og hvað
hefir lífið veitt mér? Eg hefi ekki farið langt frá
þessu húsi, sem við erum nú í, í fjörutíu og sjö ár.
Hérna í kjallaranum mínum hefi eg haft vinnustofu
mína, en uppi á loftinu hafa konan mín og börnin
verið. Getur lífið virkilega veitt nokkrum ‘manni
meira af þvi, sem er þess virði að njóta?
Eg hefi aldrei grætt mikið fé. Eg þarf að vinna
lengi á hverjum degi til þess að vinna mér inn frá
fjórum til fimm dollara á dag. En vinnan er rfíki
hörð—ekki fyrir mig, því eg kann að vinna og vinn-
an er mér nautn. Mér er ekkert þyngra um vinnu
nú, heldur en ’mér var þegar eg var yngri. Satt að
segja er mér vinnan nú léttari, því eg 'hefi grætt
bæði æfingu og reynslu.
Börnin mín hafa komist vel áfram og konan
mín'—”
iHér þagnaði skýsmiðurinn og leit upp, og lék
bros um varir 'hans.
“Eg er hræddur um, að ‘mér þyki dkki mikið
varið í það, sem þú skrifar um mig.”
“Af hverju?” spurði blaðamaðurinn.
“Eg hefi lesið dál’ítið í rökfræði, og mér finst
þú munir fara að hella yfir mig einhverju óskapá
lofi til þess, ef ekki annars, að reyna frá rökfræði-
legu sjónarmiði, að sanna, að það hafi ekki verið að
ástæðulausu', að forsetinn komst þannig að orði í
bréfi sínu til mín. En eg segi þér, að eg verðskulda
ekki nokkurs manns lof. Það er að vísu satt, að eg
hefi unnið fjórtán klukkustundir á dag, börnin mín
hafa haft nægilegt til fæðis og kj’æðis, og að eg hefi
keypt og borgað fyrir húsið, sem við ibúu’m í.
Alt þetta er satt, en það er konan mín, sem á
allar þakkirnar skilið fyrir það. Eg fer á fætur
klukkan sjö á morgnana, en konan mín klukkan sex.
Eg fer að hátta 'klukkan ellefu, en hún klukkan tólf.
Eg á heimili, en það er konunni minni að þakka, sök-
um þess, að hún var sparsöm og hagsýn og vann baki
brotnu. Eg er stoltur af börnunum mínum, en það
var konan mín, sem hafði allan vandann af að ala
þau upp; hún fæddi þau, saumaði fötin utan á þau,
og vakti yfir þeim—það var hún, sttn gjörði alt það
verk og þar að auki þvoði hevrja einustu spjör.
Hvernig hefðum við farið að, með það litíla kaup,
sem eg Ihafði, hefði hún ekki farið eins vel með
hlutina og hún gerði? Og þegar eg segi, að eg
ihafi unnið í fjórtán stundir á dag í vinnustofu
'minni, þá verð eg að geta þess, að eg hefi notið mik-
illar ánægju við vinnuna. Fólk kemur inn til mín—
fólk, sem er gaman að tala víð, og á meðal þess var
‘maðurinn, sem nú er orðinn forseti. En konan mín
nýtur ekki neinnar slíkrar ánægju við sitt verk;
samt gjörir hún það vel og af stakri trúmensku.
Það væri ekki rétt af mér, ef eg gæfi henni ekki þá
viðurkenningu, sem hún á skilið.”
Svo tók hann upp ískriffoók, líka þeim er skóla-
börn nota við nám, fletti henni unz 'hann kom að
blaðsíðu, se'm eftirfylgjandi bréf var ritað á með
ritblýi:
“Til hans ihátignar, Caívin Coolidge, forseta
Bandaríkjanna, Washington, D.C.
Kæri herra forseti:—
Eg 'hefi meðtekið hið undur kærkomna bréf yð- '
ar, og eg yngdist upp um tíu ár við að vita, að þér
gáfuð yður tíma til þess að hugsa til mín, þrátt fyr-
ir það, þótt þýðingarmikið og erfitt viðfangsefni
krefðist tíma yðar.
Kæri vinur, af heilum huga óska eg og fjöl-
skylda mín yður til hamingju 'með að ná þeirri æðstu
virðingu, sem synir og dætur þessarar voldugu
þjóðar geta veitt nokkrum manni—iheiður, sem eg
efaðist aldrei u'm, að yður mundi hlotnast.
Pér verðið að muna eftir að vinna ekki of hart
Minnist þess, íhvað komið hefir fyrir aðra, sem í yð-
ar embætti hafa verið, og gætið heilsu yðar.
Mínar beztu árnaðaróskir ávalt til yðar og frú
Coolidge, og hinna gjörfulegu sona ykkar. Guð
blessi ykkur. petta litla bréf sýnist máske gamal-
<lags, en eg fullvissa yður um, að innihald þess er af
einlægum huga fram borið og hreinu hjarta.
Áivalt yðar,
James Lucy.”
Nýtt fiskimið,
Vér höfilm hugsaö og talaö svo mikið um hveiti-
og korn-ræktina hér í Canada, að það er eins og aðr-
ar atvinnugreinar landsins hafi farið fram hjá okkur.
Þó eru sumar þeirra ekki all-þýðingarlitlar fyrir ftam-
tið lands og þjóðar. Ein af þeimieru fiskiveiðarnar,
því það er ekki einasta, að í Canada séu fiskisæl vötn,
heldur á Canadaþjóðin einnig sum af beztu fiskimið-
tim i heimi í sjó. I'iskimiSin út frá ströndum Nova
Scotia fylkis gefa mönnum þeim, seni þau sækja,
miljónir dollara árlega. En það éru þó einkum hin
norðlægu fiskimið, sem mestu lofa framtiðinni. Þau
eru eins og ósnertar námur, sem bíða eftir þvi, að
einhver námamaður þrjótist inn að auðlegðinni.
Sjórinn út frá Labrador ströndinni er fullur af
öllum tegundum fiskjar, og eins er Hudsons flóinn.
En vegalengdir og ógreið samgöngufæri hafa hamlað
mönnum og hamla enn frá því að hagnýta sér þann
auð. En nú eru menn að vinna bug á þeim erfiðleik-
um. Hudsonsflóabrautin er að tengja W|nnifegborg,
bæi Vesturfylkjanna og jafnvel stórbæi Bandaríkjanna
við flóann. Stjórnin í Canada hefir verið undanfar-
andi að rannsaka fiskitegundirnar og fiskimagnið í
sjónum meðfram pörtum af Labrador ströndinni, og
hefir nú alveg nýlega fundið þar fiskimið, sem eng-
inn lifandi maður hafði hugmynd um áður. Mið það
er um tvö hundruð milur á lengd og níu hundruð míl-
ur á breidd, og er þar að finna yfirfljótanlega gnægð
af þorski, stórum og feitum, og heilagfiski. Sjórinn
á þessu svæði er sjötiu og fimm faðma djúpur.
Rétt er að taka það fram í þessu sambandi, að
það er að eins litill partur af sjónum með fram hinni
feykimiklu strandlengju Canada að norðan, sem fiski-
fræðingar stjórnarinnar hafa kannað, svo menn geta
gengið út frá því sem sjálfsögðu, að þar er um að
ræða mörg fiskimið slík og þetta, sem nú er fundið, og
enginn maður getur gert sér hugmynd um þann mikla
auð, sem sjórinn geymir á öllu því svæði.
CANADIAN PACIFIC STFAMSHIPS
BEINAR FERÐIR MILLI BRETLANDS OG CANADA
Ef t>ér ætlið að flytja fjöUkyldu yðar, fraendur eða vini til Canada, t>á skul-
uð t>ér gæta þess vandlega að á eimskipafarseðlinum standi
CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS
Það nafn tryggir yður beztu afgreiðslu, sem hugsast getur. Eimskip vor sigla meö
fárra daga millibili frá Glasgow og Liverpöol beint til Canada
Umboðsmenn vorir maeta íslenzkum farþegjum í Leith og fylgja þeim til Glas-
gów, þar sem fullnaðarráðstafanir verða gerðar. Skrifið til H. S. BARDAL, 894
Sherhrook Street, eða W. C. CASEY, ÖCMerat Agent
Canadian Pacific Steamships, 364 Main St., Winnipeg, Manitoba
Jchannes frá Barka-
staðaseli dáinn
Hinn 29. okt. síðastliðinn and-
aðist á foehnili sínu í West Sel-
kirk, Jóhannes Oíafsson, nálega
sjötugur að aldri, sjúkdómurinn
var krabbamein innvortis. Hann
var ættaður og uppalinn í Mið-
firði í ÉHúnavatnssýslu, var
lenigst framan af æfinni til foeim-
í’is í Barkastaðaseli og við þann
bæ var hann kendur. Til þessa
lands fluttist ihann árið 1903; ár-
ið eftir giftist hann eftirlifandi
■konu sinni Kristínu Kristmanns-
dóttur, isem með foonu'm 'kom að
foeiman og lí'ka er Mtiðfirðingur.
Jóhannes var alla æfi fátækur,
en hin dágóða aifkoma þeirra
fojóna foér í landi var að miklu
leyti að þakka framúrskarandi
dugnaði konu foans.
Eg foefi þekt Jófoannes frá iþví
eg var barn, en foann unglingur,
eg man frá mínum yngri dögum,
að mér þótti altaf vænt um, þegar
foann kom þar sem eg átti foeima,
foann var dável greindur, síkátur,
og hafði sérlega gott lag á því að
láta þá folæja, sem í kringuvn
Ihann voru, og þau árin, sem eg
dvaldi í Selkirk, kom eg mjög oft
á foeimili foans, on sjaldan svo, að
ekki væri þar einfovérir aðkomandi,
slík var gestrisnin, og svo þegar
gömlu kunningjarnir hittust þar
o<r skröfuðu og skeggræddu u’m
viðburði yngri áranna jþá féll
mangt folýlegt orð um ísland og
fólkið þar, það var hans kærasta
umtalsefni, til þess fann hann
sárt að foér var foann sem „rótar-
slitinn vísir", og það hefir ýms-
um fundist. í líkræðunni, se’m
foaídin var yfir foonuvn, hlustaði
eg á þessa setningu: „foann mátti
•ekkert aumt sjá“, og eg bæti hik-
laust við „án þess að reyna að
líkna því”; já sannarlega var Jó-
hannes svo foljartagóður maður
að foann gat ekkert aumt séð án
þess að rétta því hlýja fojálpar-
hendi, jþað sýndi foann mjög oft.
Hann sýndi það þegar foann fann
Jónas gamla Skúlason, þar sem
foann í beinfreðnu kofaskrífli lá
aðfram kominn af kulda og foungri
oig öðrum vesaldómi, og búinn að
geía frá sér alla lífsvon, þá tók
Jófoannes hann foeim í hiýja foús-
■’ð sitt og þau fojónin voru nógu
hjartgóð og nógu fátæk til þess
að undirhalda hann það sem eftir
var æfinnar í full 14 ár og síð-
ustu tvö árin sannan kararaum-
ingja og mér er óhætt að fuli’yrða
að þetta var gert fyrir altof litla
borgun; iþað var heldur ekkiviss-
an um vísa borgun sevn kom þeim
hjónum til að taka þriggja ára
gömlu stúlkuna, nóttina eftir að
faðir hennar (sem nú er dáinn)
kom heimi frá jarðarför konunnar
sinnar og var einn yfir barna-
hópnum sínum, það er víst um
það að enginn faðir foefði getað
verið barninu sínu betri en Jó-
hannes var litlu stúlkunni, enda
iþótti henni svo vænt um hann, að
hún mátti varla af ihonum sjá,
hvar sem hann var á ferð, mátti
jfnan sjá litlu Lúlú við hliðina á
honum og hve sárt hún saknaði
ihans, þegar tárastraumarnir
runnu stanslaust niður funheitar
litlu kinnarnar þá sagði trúar-
vissan: “Þessi tár telur Guð.”
Þegar eg kom til þessa lands
uvn haustið 1913, þá foitti eg Jó-
foannes og bað hann að taka af
mér 9 ára gamlan dreng yfir
næsta vetur, báðir vissu að ekki
var til fjár að vinna, eg man iþað
enn hvað svipurinn á Jóhannesi
varð hýr og góðlegur og hann var
fljótur að segja „ já það er marg
velkomið“ og svo þegar eg sagði
að foann skyldi ráðgast u*m þetta
við konuna sína, þá segir hann:
“nei þess þarf ekki, Stína er aldr-
ei á móti þvf, sem gott er“ og
foann sagði þetta alveg ófougsað,
eins og foonum þætti það foin
mesta fjarstæða að nokkur skyldi
efast um að foann foefði ótakmark-
að sa'mþykki foennar til alls þess
sem gott væri, þennan vitnisfourð
gaf nú Jólhannes konu sinni. Mér
foefir stundum fovarflað það í foug
síðan að konurnar okikar sumra
ættu við það að búa, að skeð gæti
að okkur þvældist tunga um tönn
áður en við værum tilbúnir að
framsetja um þær jafn kjarn'mik-
ið lof og felst í þessari einu
stuttu setningu, foún er aldrei á
móti því sem gott er.” Hann 'þótti
þungur til vinnu, til framan-
taf.dra verka var foann viljugur.
en við, sem teljum okkur iðjusam
ari eru stundum býsna ungir í
spori til góðverkanna. Hann var
drykkijumaður, en fovar eru þeir,
sem hann móðgaði? Hvar eru
íþeir, sem hann grætti? Eg veit
ekki af neinu'm, við skulum fougsa
okkur vandlega um, áður en við
förum að þakka guði fyrir að
vera ekki eins og þessi drykkju-
maður, því það er áreiðanlega
ekki minsta syndin okkar, sú sem
liggur í skemtuninni, sem við foöf
uvn af iþví að telja saman, meta ó-
gilda og dæma þá, sem við l'ítum
niður á.
Neðan við þessar línur ætla eg
að setja eitt af uppáhalds bæna-
versum ihins látna, eitt af mö'rg-
um, sem góðu 'mæðurnar o!kkar
kendu okkur þegar við vorum lít-
'■’us börn, en það var nú á
þeim árum. Iþegar íslenski almúg-
inn var enn ekki farinn að rann-
saka ritningarar, og remgja þær.
Öllu var trúað, en nú þegar deg-
inum hej’lar, getu'm við með sanni
sagt að iþað er einmitt þessi trú,
þ ssar m’óðurbænir og bænavers,
sem í gegnum allar voKir syndir
og allan okkar breytskíeika 'hafa
verið okkur bezti og styrkasti
stuðningstafurinn á gönguför
lífsins.
Guðs náð og blessun umvefji
sál þína látni vinur.
Vaktu minn Jesú, vaktu í 'mér
vaka láttu mig eins í jþér,
sálin vaki þá sofnar líf,
sé foún ætíð í þinni hlíf.
Jónas Jónasson frá Húki.
Los Angeles, California
20. jan. 1924.
Heiðraöi ritstjóri Lögbergs.
Eg veit að vinir okkar austur-
frá vonast á hverri viku eftir að
foeyra frá okkur hér opinberlega
og þessvegna bið eg þig ag ljá fá-
einum línum rúm í Lögbergi og
lofa.st jafnframt til að ónáða þig
ekki oft með samslags efni, sem
er í raun og veru ekki blaðamál,
því eins og sakir standa Ihér hjá
okkur hefi eg ek'ki lund til að
skrifa um annað en okkar eigin
sakir.
iMrs. Thorwaldson er altaf
venju fremur lasin og er það næg
ástæða fyrir að mér er ekki
spaug eða spjátur 1 huga; þar að
auki hefi eg tekið að mér að
gjöra og sjá um talsvert erviða
vinnu, sem hefir varað það sem
af er þessum mánuði og er eg því
stundum lúinn á kvöldin og í
slæmu ástandi til að skrifa, og
útfit er fyrir, að enn um tíma
verði kringumstæður okkar hér
óbreyttar. pá, siem bafa skrifað
okkur hingað og ekki fengið neitt
svar eða viðurkenningu frá okk-
ur, og þeir eru býsna margir, bið
eg auðmjúklega fyrirgefningar á
þessu 'hirðuleysi okkar, sumir
meiga eiga von á línum, þegar
tími verður til, en alla þá, sem
eiga hjá okkur svona lagað bið
eg að vera væga í kröfum við okk
ur. Veðrið foér og öll aðbúð við
okkur er hið ákjóSanlegasta, svo
að á þann veg erum við daglega
að safna skuldum bæði við guð
og menn, sem verður aldei gold-
in. íslendingar bér, sem við foöf-
um kynst, 'hafa gjört okkur margt
til geðs og eru altaf reiðubúnir
að létta undir með okkur og er-
um við þeim öllum stórþakklát
fyrir þá velvild.
Að endingu skal þess getið, að
tíðarfar hér í vetur foefir verið
óvanalega þurt, svo gras hefir
ekki enn byrjað að vaxa eins og
það gjörir vanalega yfir vetrar-
mánuðina og frost hefir ko’mið
tvisvar, en ekki nóg til að skemma
að mun. 'Atvinna er með treg
asta móti í vetur, bæði eökum
foarðnandi tí'ma yfirleitt, og svo
er fjöldinn ógurlegur, sem foing-
að streymir yfir veutrinn.
Guð gefi öllum gott ár S. Th.
Magnús Jóhannessott
llæknir á Hofsósi
andaðist í gær íl sjúkralhúsinu á
Sauðádkróki. iHafði 'hann verið
fluttur þangað fyrir fám dögum,
mjög veikur. íBanamein hans mun
hafa verið heilabólgaj—Vísir.