Lögberg - 14.02.1924, Síða 4

Lögberg - 14.02.1924, Síða 4
Bls. 4 ó LöGBERG, FIMTUDAGINN 14. FEBRÚAR 1924 CANADIAN PACIFIC STFAMSIIIPS BEINAR FERÐIR MILLI BRETLANDS OG CANADA Ef þér ætlið að flytja fjölskyldu yðar, frændur cða vini til Canada, þá skul- uð þér gæta þess vandlega að á eimskipafarseðlinum standi CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS Það nafn tryggir yður beztu afgreiðslu, sem Kugsast getur. Eimskip vor sigla meö fárra daga millibili frá Glasgow og Liverpool beint til Canada Umboðsmenn vorir mæta íslenzkum farþegjum í Leith og fylgja þeim til Glas- gow, þar sem fullnaðarráðstafanir verða gerðar. Skrifið til H. S. BARDAL, 894 Sherhrook Street, eða W. C. CASEY, Gcncral Agent Canadian Pacific Steamships, 364 Main St., Winnipeg, Manitoba K. F. Eimskipafélag Islands AÐALFUNDUR Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags Islands verÖur haldinn í Kaupþingsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 28. júní 1924 og hefst kl. 1 e,h, Dagskrá: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsárí, og frástarfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og legg- ur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstrarreikninga til 31, Desember, 1923 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum tilúrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. KoSning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga sam- kvæmt f élagslögum. 4. Ko8ning eins endurskoðenda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoð- anda. 5. Tillögur til I igabreytinga. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Að- göngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykja- vík, dagana 25. og 26. Júní næ3tk. Menn geta fengið um- boð til þess að sækja fundinn hjá hlutafjársöfnurum fé- lagsins um alt land.og afgreiðslumönnum bess, svo og á aðalskrifstofu félagsins í Reykja/ík. Reykjavík 10. Janúar 1924. STJÓRNIN. IJögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- ambia Prets, Ltd., tCor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. T.UIman >-6327 ofi N-632N JÓN J. BILDFELL, Fditor (jtanáakrift tí! blaðaina: THf eOlUHBI^ PRES3, Itd., Bo»3l7l, Winnipog, M»n. Utanáskrift ritatjórans: EOiTOR LOCBERC, Box 3173 Winnipeg, Man. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia ESuilding, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Æði og andstygð, Hún er hvorttveggja í senn, greinin hans Rögn- valdar prests Péturssonar í síðustu Heimskringlu, æðiskend og andstyggileg. Æðsiskend söiku'm þess, að hann hirðir ekkert um, hvort 'hann fer í henni með satt eða ósatt, en andstyggileg fyrir það, hvað hún er óþoldtaleg í orði og anda. Það getur verið, að sumum mönnum þyki það bera vott um afburða drengskap, þegar um einhvern ágreining er að ræða, að geta rutt út úr sér sem allra mestum kesknis-óiþverra og staðlausu slúðri, eins og séra Rögnvaldur gerir í þessari grein sinni, en það er naumast hægt að segja, að það sé prests- legt. í þessari meír én fjogra dálka grein sinni í síð- ustu Heimskringlu, snertir séra Rögnvaldur nau'm- ast við iþeim atriðum, er vér gerðum að umtalsefni í grein vorri. Hann fer í kringum annað þeirra að minsta kosti, eins og köttur í kringum sjóðandi soð- pvott, sem hann langar tif að reka nefið ofan í, «n þorir ekki, af því að hann iheldur að hann muni brenna sig. Höf. sem sé veigrar sér við að rétt- læta anda þann, sem kemur fram hjá Dr. Ágúst Bjarnasyni og í “Vígslóða'’ gagnvart borgaralegri afstöðu Vestur-íslendinga á stríðs+ímunum og þátt- tö*ku iþeirra í stríðinu, augsjáanlega af heigulsskap, því hann Iætur sér ekki til hugar koma með einu orði að bera hönd fyrir höfuð vestur-íslenzkra her- manna eða Vestur-fslendinga, þó sí og æ sé verið að sakfella þá fyrir að halda eiða sína og orð þegar um líf eða dauða ríkis iþess, sem þeir til'heyrðu, var að ræða. f stað þess lætur hann sér nægja, að velja ritstjóra Liögbergs hrakyrði, sem eru illa hugsuð og illa sögð, eins og reyndar flest það, sem séra Rögn- ^aldur ritar, ekki sízt þegar reiðin ihefir brjálað vit hans. Um hitt atriðið í grein vorri, út af ummælum Dr. Ágústs Bjarnasonar um þrælalíf Vestur-fslend- inga, verður séra Rögnvafdi dálítið skrafdrýgra. Hann eyðir þremur fjórðu úr dálki í Kringlunni til þess að sanna, að vér Vestur-fslendingar séum þeirra ummæla maklegir, en ferst það svo óhöndug- lega, að málstaður þeirra beggja er verri eftir en áður. Hann segir, afi það sé sitt hvað, að vera þræll og að lifa þræla-lífi. præll er maður, eða kona. sem er eign annara og því ófrjáls að öllu i’.eyti. Líf þeirra vai eins háfi eigandanu’m, sem gat farið með það og þá eftir viid, eins og menn nú fara með vinnu dýrin. Þannig var þrælalífið þá, og þannig er það nú, og þannig er ástatt fyrir öllum mönnum, sem lifa því, 'hvort þafi eru Vestur-íslendingar eða aðr- ir. Enda viðurkennir séra Rögnvaldur þetta blátt áfra'm í grein sinni, þó hann gjöri það sjálfsagt ó- afvitandi. Þar stendur: “íslenzkan er svo ein- kennileg og hláleg í samlíkingum sínum, að hún kai'iar það þrælalíf, ef erfiðið fer á mis við endur- gjald, ef vinnan er að engu launuð.’’ Vér getu'm ekki sé, að það sé neitt hlálegt við þetta; iþað er blátt á- fram eitt af aðal einkennu'm þrælalífsins, að þeir urðu að þræla án endurgýalds, eins og vinnudýrin á vorum dögum. Finst nú séra Rögnvaidi virkilega, að lífi margra Vestur-íslendinga sé þannig farið? Finst ihonum ekki, að hver einasta íslenzk bygð í Banda- rikjunum og Canada, sé talandi vottur hins gagn- stæða, og geri þehnan þrælalífs-áburð hans og Dr„ Ágústs Bjarnasonar að lýgi? Veit hann ekki, að það eru frjálsir menn og frjálsar konur, sem þessar sveitir byggja, sem ihafa reynt og sannað, að lönd- in sem þau búa í, hafa launað og launa iðju og at- orku vel, undir ölium eðliiegum kringumstæðu'm? Megin-þorri greinar þeirrar, sem séra Rögn- valdur reit-í síðustu Heimskringlu, fjaliar um at- riði, som koma máli því, er um var að ræða, ékkert við, svo sem kirkjufélagið lúfcerska, Norrisstjórnina, Menóníta (ekki Memoníta, eins og stendur í Hkr.); og svo eru sakir bornar iþar á ritstjóra Lögbergs, sem hann á enga sö'k á og eru bein ósannindi. Nokk- ur af þessum atriðum skui'.u nú atihuguð. Séra Rögnvaldur getur aldrei stungið »vo nið- ur penna, að hann þurfi ekki að skeyta skapi sínu á kirkjufélaginu. í þessu sambandi skal iþað tekið fram, að kirkjufélagið á ekki hinn minsta þátt í þvi, að ritstjóri Ivögbergs skrifaði athugasemdirnar vifi grein Dr. Ágústs Bjarnasonar, hvorki sem félag, né heldur nokkur einstaklingur innan þess, annar en ritstjórinn sjáifur, og ber 'hann því alla ábyrgðina á þeirri grein. En það er nú svona fyrir séra Rögn- valdi, að honum er ekki eins illa við nokkurn skap- aðan hlut á ihimni og jörðu, eða undir jörðinni, eins og kirkjufélagið, og því sjálfsagt að reka hornin ) það við hvert verulegt eða ímyndað tækifæri. I iþetta sinn finnur hann því það titl foráttu, að það sé hið mesta sníkjufélag, sem til sé á meðal ís- lenz'ku þjóðarinnar, eða hafi verið. Sjálfisagt eiga þetta að vera lastyrði til kirkju- félagsins, en ein'hvern veginn finst oss að þau séu ekki svo óttaleg, þegar þau eru brotin til mergjar. Kirkjufélagið hefir verið og er sá félagsskapur í lífi Vestur-íslendinga sem þróttmestur hefir reynst til menningar og þjóðræknisviðhalds, og sem staðið hefir og starfað lengur en nokkur annar. MeðHm- um þess fó’ags hefir fyrir löngu skilist, að án hans mættu þeir ekki vera, svo þeir hafa af frjálsum og fúsum vilja frá fyrstu byrjun hans, borið kostnað þann, sem hann hefir haft í för með sér og stofnan- ir þær, se'.n honum hafa heyrt til, og teljum vér þá meiri menn fyrir—þeir gátu ekki annað gjört, því þeir áttu ekki kost á neinum öðrum fjárstyrk annars staðar frá, sem þeim var só’mi að að þiggja, en voru ekki nógu miklir vesalingar til iþess að selja sig • annarlegum öflum á vald fyrir peninga, þó þeir ættu kost á því. En á meðal Vestur-íslendinga hefir verið til annar félagsskapur, sem séra Rögvaldur þekkir og hefir enda veitt forstöðu til margra ára, sem aldrei hefir reynt til þess að standa straum af neinu sjálfur, heldur hefir hann, þó einkum Rögnvaldur prestur sjálfur, eytt bezta parti lífsins með aðstoð sníkjusilfurs frá Únítörum í Boston, til þess að vinna kirkjufélagsstarfinu alt það ’mein, sem hann hefir orkað, og búumst vér við að það sé eitt af thinum ■mi'kllu drengskapar-verkum, sem Dr. Ágúst Bjarna- son segir í grein sinni að hann hafi gengist fyrir ihér vestra. Annars getur góðfús lesari dæ'mt um, •hvor aðferðin sé ærlegri, að standa á sínum eigin fótum og standa straum af sínum eigin stofnunum eins og kirkjufélagið hefir gert og gerir, eða að vera ómagi Únítaranna í Boston. Ekki er gott að átta sig á því, hvað Rögnvaldur prestur ‘meinar með því að fara að b’anda Norris- stjórninni inn í þetta mál. Vér Ihefðum þó haldið, að hún ætti litla sök á því, hvað Dr. Ágúst Bjarnason segði um okkur Vestur-íslendinga! Flestir menn mundu kalla þetta meinloku, eða blátt áfram slúður þó erum vér eikki vissir um að það sé meimlaust slúður hjá séra Rögnvaldi. Vér höfum grun um, að Rögn- valdur prestur sé orðinn þreyttur á bændapóíitík- inni og vlljí að sú Eringlótta fari að hafa fataskifii aftur, og róa í Keflavík afturhaldsins við næstu kosningar, því iþar sé meiri matar von, og þetta hafi verið eins gott tækifæri eins og nokkurt annað, til þess að opinbera umskiftingsáformið, og má það vel vera þó oss finnist það nokkuð langt sótt að leita alla leið austur til íslands eftir ástæðu fyrir umskift- ings-opinberun sinni. Eitbhvað er séra Rögnvaldur að tala um vináttu- þel í þessari úminstu grein sinni.'og virðist hal’da, að ef vér Vestur-íslendingar segjum meiningu vora í garð bræðra vorra þar heima, að iþá muni vináttu- 'böndin (ef þau annars eru nokkur) slitna. Hanu segir og að vér með þessari grein vorri í Lögbergi, séum að spilla fyrir samskotum til Stúdentaheimilis- ins í Reykjavík, gefa háskóla Islands olnbogaskot og Jóni Ólafssyni látnum. Vitanlega er þetta alt hið argasta slúður.— Vér mintumst ekki með einu orði á háskóla ís- lands, viriáttuiþel Vestur-íslendinga, né heldur var í grein vorri eitt einasta hnjóðsyrði í garð Jóns heit. Ó’lafssonar; og eru þetta því alt saman drengskap- ar aðdróttfinir séra Rögnvaldar sjálfs. En ef þessi áminsta grein vor í Lögbergi ’hefir orðið eða verður til þess að draga úr söfnunum i sjóði þá, sem hér er verið að safna í fyrir landa vora á íslandi, eða ef hún verður til þess að slíta vin- áttubönd á milli þeirra og vor, þá á séra Rögnvaldur sökina því, en ekki ritstjóri Lögbergs, því það var hann, stm var valdur að því að Dr. Ágúst Bjarnason kom hingað vestur á vegum Únítara í Boston og á þeirra fé, til þess að ala á úlfúð þeirri og illyndi, sem Rögnvaldur prestur hefir haldið gangandi með- al Vestur-íslendinga öll sín starfsár, því hann mein- ar þó ekki að nokkur maður, sem þekkir hann og starfsaðferðir hans verði til þess að trúa þvi, að Unitarafélaginu í Boston sé svo ant um íslendinga, og íslenskt iþjóðerni, að þeir séu að kosta miklu fó til ,þess að viðhalda þeim og þjóðerni iþeirra, Nei, sá félagsskapur, sem séra Rögnvaldur hefir vígt líf sítt og hinn prúðmannlega rithátt sinn, á rætur sín- ar í Boston, en ekki á íslandi Ritstjóri Lögbergs hefir ekki á móti þv', ,þó Vestur-lslendingar styrki Stúdentaheimilið í Reykjavík, ,því það er þörf stofnun. Hann hefir held- ur ekkert á móti því, þó 'þeir leggi 1 Minningarsjóð Jóns heit. ólafssonar, því hann átti gott eitt skilið af honum. Oghann hefir ekki heldur á móti því, 'þó vnáfsmetandi menn af ættlandi voru flytji þau mál hér á meðal vor, eða önnur nytsemdarmál, sem bæði Austur- og Vestur-íslendingum eru sameiginleg og sómi að styrkja. En hann mótmælir þeirri aðferð, sem því miður ber alt of mikið á, að mæla fagurt við Vestur-íslendinga, þegar menn þurfa á aðstoð þeirra að halda, en fyrirlíta þá svo í ræðu og riti, eins og svínbeygðan þrælalýð á eftir. Slík viðskifti geta aldrei að eilífu fætt neitt gott af sér, og því báðum málspörtum fyrir beztu, að þau séu lögð niður og grafin sem fyrst. Mjög virðist séra Rögnvaldi renna það til rifja, að vér mintumst á titla þá, sem Vestur-fslendingum hafa verið valdir af ilöndum vorum heima, og það er eins og heilagur vandlætingahrollur skeri hann i hjartastað, út af því ódæði, og hann skorar á oss að nafngreina þá menn sem svo ljótt 'hafi talað í garð okkar Vestur-fslendinga. Ef að presturinn vill láta svo lítið að fletta upp sínu eigin 'blaði (Heims- kringlu) þá getur hann fundið þessa titla og má- ske fleiri, með eigin handarskrift einhvers eða eln- ihverra iþar að heiman, og væntum vér, að hann taki þær sannanir fullgildar. í síðari parti greinar sinnar er séra Rögnvaldur eitthvað að tala um “að svíkja lit á sjálfum sér”. Ekki segir hann hver það sé, sem bezt 'hafi gengið fram í iþeirri list á meðal Vestur-fslendinga í seinni tíð, sem ekki er heldur að búast við. En hann seg- ir að Dr. Ágúst Bjarnason hafi ekki gert það, þó stolið landsfé hafi verið í boði. petta þykja oss fréttir. Vér vissum ekki áður, að doktornum hefði verið boðið stolið landsfé til þess að “gjörast þræll varmenskunnar”, eins og séra Rögnvaldur kemst að orði, og gleður það oss sannarlega, að 'hann skyldi ekki þiggja það. pað færi 'betur, að hægt væri að segja það sama um alla aðra. En í sam'bandi við tal séra Rögnvaldar um að svíkja lit, varmensku og ann- að góðgæti, þá finst oss að slíkt skraf geti orðið erf- iður ljár í jþúfu annara, en til er ætlast—jafnvel hans sjállfs, því oss leikur meir en lítill grunur- á, að í tilfinningu manna vrm þessar slóðir hafi vaknað sú hugsun, að þeirra einkenna kenni ekki alfllítið i sam- bandi við trýmálabrask hans í seinni tíð1—Sam- bandssafnaðar myndunina, og sem honum tókst að fá nokkuð af iþessu fólki sem hér á að lifa “þræla- lífF’ og naumast hafa “í sig og á”, inn í, á þehn grundvelli að eins, að sú stofnun væri frjáls og hvíldi á sama grundvelli og 'þjóðkirkjan á íslandi, en sem hann hefir alt af vitað, að var únítarisk stofnun að eins, að minsta kosti er tiil eigna Win- nipeg safnaðarins kemur; og að þessir safnaðar- limir hans, sem naumast höfðu “í sig og á”, voru að leggja fram fé af sinni fátækt til styrktar stofnun, sem þeir áttu ekki minstu vitund í né rétt til og eiga ekki enn í dag, að því er séð verður. Menn munu minnast þess, að hér um árið, þeg- ar hrópið var sent til Boston um nauðsyn þá, sem íslenzkum Únítörum væri á að eignast málgagn og bent á, að hægt væri að ná blaðinu Heimskringlu í þjónustu sína. En það er ekki víst, að menn þekki sögu þessa máls síðan, sem ekki er að búast við, því oss vitanlega hefir hún hvergi verið skráð; og hvernig sem sú saga er, þá er nú svo komið, að eign- arbréfið fyrir lóð iþeirri, sem Heimskringlu bygging- in stendur á er komin í nafn fjármála'manns austur í Boston, sem Henry Marion Williams heitir; og ekki nóg með það, heldur stendur kirkja hins svokallaða Sambandss. og hús það, sem prestur safnaðarins býr í líka í nafni þess sama manns, og hefir staðið síðan 18. júlí 1921. petta getur hver sem vill gengið úr s'kugga um, með því að fara á landeigna-skrifstofu Manitoba fylkis í Winnipeg (iWinnipeg Land Titles Office) og líta þar á eignarbréf númer 329,894. Einnig geta menn, ef þeir vilja rannsaka þetta frek- ar, séð, að þegar eigendaskiftin á 'þeirri eign, sem 'hér er um að ræða, voru skrásett var það gert af Hannesi Pétursyni bróðir séra Rögnvaldar, sem “agent” Mr. Williams. Einnig munu menn verða þess varir að á landeignaskrifstofunni i Wpg. er ekkert skrásett, sem sýnir að Heimskringflufélagið eða Sambandssöfnuðurinn í Winnipeg eigi nokkuð til- kall til þessara eigna. í nifiurlagi greinar sinnar skorar séra Rögnvaldur á Vestur-íslendinga með að lýsa vanþóknun sinni á rit ritstjóra Lögbergs út af framkomu hans í þessu 'máli. Heldur séra Rögn- valdur ekki að Vestur-íslendingar hafi vit á því sjálfir, hvort það er heldur séra Rögnvaldur, eða ritstjóri Lögbergs, sem verðskuldar vanþóknun þeirra — að minsta kosti er ritstjóri Lögbergs fús á að ihlíta dómsúrskurði þeirra í málinu. Að síðustu verðu'm við að biðja tlesendur Lögbergs velvirðing- ar því, ihve þetta er orðið langt 'mál og hve langt vér höfum orfiið að fara frá efni því, sem til umræðu lá í fyrstu, en orsökin til þess liggur ekki Ihjá oss heldur hjá séra Rögnvaldi, sem með dæ'mafárri fúl- mensiku blandaði málum, sem hinu upphaflega u'm- talsefni kom ekkert við inn í grein sína, er vér gát- um ekki leitt hjá oss og se'm, að orði og anda minti átakanlega á dýr eitt, sem menn reyna vanalega að forðast sö-kum óþokka þess, er það leggur af sér, en eru þó stundum nauðbeygðir til að ganga í ber- högg við. Syndir annara. Leikur sá inn gullfalilegi, eftir Einar H. Kvar- an skáld, var sýndur í samkomusal Sa'mbandssafn- aðarkirkju á miðvikudags og fimtudagskveld í síð- ustu viku. Oss virðist þessi leikur með því allra fallegasta, se'm til er af iþví tagi hjá þjóð vorri, og er það ekki fyrir list þá í fra'msetning og stíl, sem höfundi þess leikrits er svo eiginleg, 'heldur fer þar saman list og stórsfeginn skáldiskapur. par er verið að sýna það, sem dýrðlegast er í lífi mannanna, en seím margir eiga svo erfitt með að láta vera eða verða ráðandi aflið í lífi sinui—það að fyrirgefa. í gegnum allan þenna leik er sókn og vörn—sókn þess ljóta og ó- 'hreina í eðli mannanna, gegn því göfuga og fagra, og leikurinn endar á því, að hið göfugasta í eðli kon- unnar, frú Gufirúnar, vinnur sigur yfir vonbrigðu'm út af manni hennar og yfir eiturnöðrum þeim, sem höfðu smogið inn í hús hennar og i’.íf, svo þar verður aftur bjart. Á leiðinni á leikinn vorum vér að hugsa um hvern- ig leiikfólkinu mundi takast að fara með þetta verk- efni)—hvort að þeir mundu nú ekki spilla mynd þeirri, er vér áttum í huga vorum—sérstaklega mynd- inni af ikonu Þorgeirs, en mynd sú spillist ekkert við að horfa á leikinn. Konan, sem lék þessa afial- persónu i’eiksins gjörði það vel oss til 'mikillar ánægju og má það að sjálfsögðu að einverju leyti þakka séra Ragnari Kvaran, isyni höfundarins, st'm leiðbeindi leikendunum. Eitt er eftirtektavert í sambandi við leik þenna, að oss fanst. Kvenfólkið leysti betur af hendi ihlutverk sín, heldur en karlmennirnir flestir. þær leystu allar verkefni sín vel af 'hendi, nema önnur þjónustustúlkan, sem ekki náði sem bestum töku'm á verkefni sínu. Frú Guðrúnui koniu Þorgeirs ritstjóra lék Frú Jakobsson systir Láru Goodman Salverson skáld- konu og ileysti það vandaverk vel af hendi, hinn stórgöfugi karkter hennaA var sjálfum sér sam- kvæmur í gegnum allan leikinn, ihún talaði skýrt og látbragð hennar alt var eðlil'egt. Frú Önnu konu Gríms Áisgeirsisonar yfirdó'ms- lögmanns lék G. Sigurðsson svo eðlil^ga aö naum- ast er 'hægt að setja út á leik hennar. Hlutverk frú Berg, ömmu frú 'Guðrúnar er ekki sérlega mikið, en Miss Elín Thorlacius leysti það vel af hendi, leikur hennar ií síðasta þættinu'm, þar sem hún er að tala um fyrir frú Guðrúnu og benda henni á fyrirgefningarskylduna, er prýðis- gófiur. Sama er að segja um leik þeirra Hlaðgerð- ar Kristjánsdóttur og Rósu Hermansson, þær leystu báðar verkefni sín vel af hendi. Tveir af karlmönnunu'm þótti oss leika best, það voru þeir Jakob Kristjánsson og Bergþór Johnson og er óhætt að trúa (þeim 'báðum fyrir erfiðari verkefnum en þeir höfðu i þetta sinn. f leik PáJ’iS S. Pálssonar, sem leikur 'porgeir rit- stjóra og ættjarðarvin, þótti oss vanta fjör og' svo það, að hann mundi eíkki nógu vel eftir því, að það var konan hans, sem hann var að leika á móti eink- um síðast, þar sem hún fyrigefur honu'xH öll brotin og tekur ihann í sátt, sá stóri viðburður þarf að vera eðlilegur, til þess að hann geti notið sín. En mynd- arlegur er Páll á leiksviðinu og talar skýrt. Grím Ásgeirsson leikur S. B. Stefánsson, er það eitt aðalhi’.utverkið í leiknum. Grí'mur er áhuga og gróðamaður, mikill fyrir sér, en ófyrirleitinn, og þótt Björgvin sýndi no’kkur tilþrif í leiknu'm, þá finst oss að hann nái vart hugmynd þeirri, sem skáldið gerir sér með þann mann. Málrómur hans var og dálítið óviðkunnanlegur og var ekki frítt við að í hann skorti sa’mræmi með köflum. Ólaf sífulla leikur Jón Ásgeirsson og yfirdrífur það hlutverk helsti mikið. Þakkir eiga þeir skilið, sem völdu þennan leik og leikendurnir alilir fyrir að sýna hann, því þó dálitl- ir misbrestir séu á, hjá sumum leikendunum, þá hef- ir hver'maður gagn og ánægju af að horfa á hann. Stúdentafélagið. Við og við hafa íslensku blöðin minst á stúdenta- félagið í Winnipeg og starf þess, en naumast er hægt að segja að þau hafi sýnt því þann sóma, sem því ber. Eins og menn vita er íslenskt námsfólk í því fé- lagi—fólkið, sem innan lítils tíma verður leiðtog- arnir í málum Vestur-íslendinga og merkisberar ís- lenskrar menningar í þjóðfélagi þessa 'lands og er það næsta nóg ætlunarverk, en þetta félag gerir meira og hefin'gjört, það hefir frá hyrjun með því litla fé, sem það hefir yfir að ráða, stutt fátækt, efnilegt fólk af þjóðflokki sínum til náms, sem á engan annan Ihátt hefir átt kost á að afla sér ment- unar, og er ;það hið eina félag meðal Vestur-lsl., sem hefir tekið sér fram um það lofsverða verk. Og enn eru fleiri ástæður fyrir því að stúdenta- félaginu sé sómi sýndur af Vestur-íslendingum yf- irfeitt. Ein af þeim er sú, að það er lífsspursmál að bandið, sem 'hnýtir sa'man hið eldra og yngra fólk, einkum námsfólkið, sem af íslensku bergi er brotið hér i Veisturheimi sé styrkt og eflt en ekki slitið, því á því byggist öll velferðarvon framtíðar- starfs 'mála vorra. Á ári hverju hefir það verið siður stúdentafé- lagsins að efla til almennrar samkomu og eru tekj- ur þær, sem það fær inn fyrir þá samkomu aðal tekjulind félagsins auk centa þeirra, sem náms- fólkið sjáilft getur látið af höndum rakna «g því aðallega undir því komið, hve vel tslendingar sækja samkomuna, með það hvað miklu fé að stúdentarnir geta varið til að styýkja fátæik skólasystkin sín, sem eru að berjast áfram á mentabrautinni. Nú, í ár ætla stúdentarnir að halda þessa samkomu á mánudagskveldið kemur 18. þ. 'm. og vonast til þess að svo margir af löndum sínum sæki samkomuna, sem haldin verður í Good Templaraihúsinu, að hvert sæti verði skipað og það er sóimi og skylda Winni- peg íslendinga að gjöra það. Á samkomu þessari fer fram auk annara skemt- ana mælskusamkeppni, sem skift er í tvær dei'ldir í fyrri deildinni eru þeir, se'm ekki hafa tekið þátt í samkeppninni áður og í þeirri deild eru Axel Vopn- fjörð, 'Heiðmar Björnsson, Agnar ÍMagnússon og Hávarður Elíasson. í hinni deildinni eru Aðalbjörg Johnson og Ed- ward Thorláksson Til þess að dæma u'm mælskusamkeppnina hafa þessir dómarar verið valdir: Dr. Jón Stefánsson, séra Ragnar Kvaran, prófessor Sítúli Joihnson, Guð- mundur porsteinsson kennari og J. J. Bildfell. Auk mælskusamkeppninnar verður ræða flutt á samkffxTiunni af Berþóri Johnson kennara. Munið eftir mánudagskvðldinu og sýnið stúdant- unum íslensku, að Iþið metið viðleitni þeirra og starf með því að fylla 'húsið það kveld. um Kristjaníu eða K. höfn til Halifax, N.S. 6. mar., ‘Frederik III’ 20. mar., 3. apr., 15. og 29. maí, 3. júl. Næista dag frá Kristj. Er þér sendið ættingju'm yðar á íslandi fyrirfram greidda farseðla, þá verið vissir um að þeir hljóði upp á Scandinavian American Eimskipafélagið —eða Canada siglinngasambönd þess. Stór skip, með allra fullkomnasta útbúnaði. Yfir 40 ára æfing í fólksflutningum. Úrvals fæði, 'búið til af reglulegum séfrræðingum. Leitið upplýsinga Ihjá járnbrautar eða eimskipa' umboðs- mönnum, eða skrifið til aðal skrifstofu vorrar. Scandinavian-American Line, 123 S. Tihird St., Minneapolis ♦ >

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.