Lögberg - 17.04.1924, Blaðsíða 3

Lögberg - 17.04.1924, Blaðsíða 3
 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. APRÍL. 1924. Bls. 9 i Ci Q ö kIi tHQgi. sigBWTsagigisgMMgfeiasaiaiaglSSlBa^^ « SÓLSKIN • • •• Sagan af Sigurði kóngssyni. En þó blóðlangaði kóngsdóttur til að eiga hring- inn, og mundi !hún hafa leyft honum að liggja til fóta sinna, ef ihún hefði þoi*að að eiga það undir trúmensku ske'xnmumeyjanna. Nú líður til þess, er kóngur stefnir á fund öllu'm tíginna manna sonum úr ríki sínu; er sú tilætlun ,hans með því, að dóttir ■hans iskuli sér mann kjósa; því annaðhvort var, að fáir höfðu orðið til að biðja hennar, eða hún hafði engum tekið, er þesis leitaði. Nú var það þenna dag er allir skyld'u komniir til kóngs, er sækja vildu fundinn, að þar var fjölmenni fríðra drengja og mannval ihið besta, og bauð kóngur þeim öllum til veislu um kvöldið. Að þeirri veislu skyldi dóttir hams kjósa sér mann. Lúsa'höttur Ihafði sig þá og á kreik og fór heim að kóngshöll, er húma tók og hafði með sér hringinn góða. Hann kom þar í það mund, er mönnum var skipað í isæti, þar í Ihöllinni. Hann leitar þá lags að komast inn svo lítið bæri á, og þeg- ar hann er þar kominn, skríður hann undir hallar- bekkjunum, þar til hann kemst undir sæti kóngs- dótttur; en hún sat í 'hásæti ihjá kónginum, föður sínum. Verður Ihún hans þá iskjótt vör og heyrir að hann er að stagast á þessu: “Kjóstu þann, sem skríð- ur með skörunum, eða eg skal uppljósta allri þinni skörnm”. Byrjar nú veislan, og skorar kóngur á dótt- ur isína, svo alli heyrðu, að kjósa þann af hinum tignu ungu mönnum, er henni sé mest að skapi. því til þesss hefði hann þeim þangað stefnt, og bað hana að veita skýr svör máli isínu, áður (en veislunni sliti. Kóngsdóttir var mjög fálát, meðan hinir möt- uðust og snæddi lítið; því hún þóttist vita fyrir víst, að ef hún kysi einhvern af boðsmönnum, mundi Lúsahöttur ekki svífast við að gera uppvísa þá skörnm sína, að hún hefði haft karlmann 2 nætur í herbergi sínu, og sá þá í hendi að miður mætti fara, en iþó hún yrði mannlaus eftir sem áður. En á hinn bóginn hrylti hana við Lúsahetti, þó enginn af þeim, er inn voru iþekti hann, né ihefði veitt því eftirtekt, að Ihann var þar. Þá kem*ir ihenni og í hug hringur- inn góði, isvo hún ræður það með sjálfri sér, úr því vondu væri úr að ráða, að hún skuli meta virðingu sína mest af öllu, því þá fái hún hringinn um leið, og kjósa þann, sem Höttur tiltók. Þegar langt var liðið á nótt fram, býður kóngur dóttur sinni að gera bert fyrir ölluwi, hvern hún kjósi sér fyrir mann. Hún sagði þá með skjálfandi röddu: “Eg kýs þann, sem skríður á skörunum.” Kóngur ihélt fyrst að ihún væri ekki með öllu viti; því meðan menn sátu undir borðum hafði hann orðið var við lurfu þá, er lá undir hásætinu. Hann inti því til ihins sama við dótt- ur sína. En þá var hún einurðanbetri, og tók skýrt upp aftur isömu orð, sem fyr: “Eg kýs þann, isem skríður með skörunu’m.” Varð íþá kóngur svo æfur, að hann Ihótaði að láta drepa hana að morgni, þar sem hún hefði gabbað sig , en gjört gys að öllum gestum sínum. Skipar hann henni svo í skemmu sína svo að hún getu Ihugsað um mál sitt til morguns. Fer kóngsdóttir svo þangað. Nú er að segja frá Lúsahetti, að þegar þetta uppnám varð í höllinni, hefir hann sig þaðan á burt og gengur til skem'mu kóngsdóttur. Kemur .hann þangað jafnsnemma og hún, og skýst ihann svo inn. Kemst hann þá í svefn- herbergi kóngsdóttur, og fær það nú af henni, með því að hann gefur henni hringinn, að hún lofar hon- um að hýrast til fóta um nóttina, því hún kvaðst héðan af ekki hafa til friðar að vanda, þar sem hun mundi verða drepin að morgni, og gefur hann hennf þá hringinn góða. Um morguninn vaknar kóngsdótt- ir snemma, til að hugsa um hagi sína. En þá bregð- ur henni heldur í brún, er hún sá mann undurfríð- an og tígulegan liggja ti fóta sinna, en lúsaham- inn allan á gólfinu fyrir framan rúmið. Klæðist hun þá skjótt og kallar á skemmumeyjar sínar, og sklp- ar þeim að brenna haminn hið skjótasta, en hún vek- ur manninn sjálf. Segir hann henni jþá upp alla sögu, hverra manna hann sé, og að álög stjúpu sinnar hafi valdið öllum þesaum ósköpum, og þakkar henni með fögrum orðum fyrir lausn sína, en segir henni þá, að ekki sé víst að hún þurfi illa að una, þó hún hafi kosið sig, því hann segist ver albúinn að reyna hverja íþrótt til kapps við þá alla, er kóngur Ihafi til sín iboðið. Við það verður kóngsdóttir allglöð. Síðan lætur hann sækja poka sína í kotið til kerlingar, og tekur hann þar úr kónglegan skrúða og klæðist í, kveður síðan kóngsdóttur og biður hana vera á- hyggjulausa um hag sinn; gengur hann svo fyrir kóng. Kóngur tekur 'honum vel, og spyr hann hverra manna hann væri. Hann sagði til hið sanna. Kvaðst hann vera þar kominn til að reyna íþróttir sínar við tignarmenn kóngs, og lét kóngur það eftir honum. Fór þá svo um daginn, er hinir ungu menn reyndu afl isitt og íþróttir, að Sigurður kóngsson bar hvoru- tveggja Iangt af þeim öllum. Kóngi þótti þetta hin mesta skemtun og öllum, er horfðu á leiki þeirra. Að leikunum enduðum hóf Sigurður bónorð sitt við kóng til dóttur hans, og var það auðsótt við hann sjálfan; en ihann kvaðst bera nokkurn kvíðboga fyrir því, hvernig dóttir ,sín tæki þeim málum. Sig- urður kvaðst ekki óttast það, því hún hefði sjálf kos- ið isig fyrir mann kvöldinu áður. Varð þá kóngur Iharðla glaður og lét sækja dóttur sína. Sagði hanr. henni þá, að hún ætti þar enn 'biðli að svara, sem Sigurður var. Kóngsdóttir tók því allshugar fegin og fóru svo festar fram. Jók þá kóngur veisluna, og Ihélt Sigurður brúðkaup sitt' ti kóngsdóttur, og voru allir að veislunni lokinni leystir út með góðum gjöf- um. Eftir það fór Sigurður heim til föður síns með konu sína og hafði með sér herlið mikið og fjárhlut nógan. Þegar hann kom að kóngsaðsetunni. þektl 'hann þar ekki þriðja hvern mann, en það frétti hann að faðir sinn væri dauður; hefði seinni kona 'hans ráðið honum bana, og drepið allaí þá, er hans máli fylgdu, en skipað aftur í borgina illþýði einu tröll- auknu, eins ogi hún var. Lét Sigurður þá veita að- gang að iborginni, og tók hana með herskyldi. par með náði hann drotningu og mörgu af óþjóðalýð þeim, er hún hafði dregið þangað, og lét hann drepa það alt eða stegla, en stjúpu isína lét hann berja grjóti í hel. Eftir það settist hann að ríkjum með drotningu sinni. “Unnust þau bæði vel og lengi, áttu börn og buru“ o. s. frv. Sagan af þrem kongssonum. Frá því er isagt að í fyrndinni þafi verið einn auðugur og ágætur kóngur; hann réð fyrir víðlendu og voldugu riki, en ekki er þess getið, hvar í heimi þetta hafi verið, eða hvað kóngurinn ihafi heitið. hann átti við drotningu sinni þrjá sonu; voru þeir allir hinir efnilegustu menn og unni kóngur þeim mjög. Kóngurinn hafði tekið til fósturs eina kóngs- dóttur úr nágrenninu og ól ihana upp með sonum sínum; var hún mjög á rek við þá að aldri og hin fegursta og kurteisasta mær, sem þá hafði sést; unni kóngur henni að engu minna en isonum sinum. Þegar kóngsdóttir var orðin gjafvaxta feldu alllr kóngssynirnir ástarhug til hennar og rak svo langt, að þeir háðu hennar allir, hver í sínu nafni. Kong- urinn, faðir þeirra átti að ráða gjaforði kóngsdóttur, því faðir hennar var dauður, og með því að honum var jafnkært til allra sona sinna, þá gaf hann þeim það isvar, að kóngisdóttir skyldi sjálf kjósa sér fyrir brúðguma, hvern þeirra, er ihenni geðjaðist best að. Lét íhann því að ákveðnum degi kalla kóngsdóttur fyrir sig og auglýsir fyrir henni sinn vilja, að hún kjósi einhvern sona sinna sér til manns. Kóngsdóttir mælti: “Skyldug er eg að hlýða því, er þú fyrir mæl- ir, en eigi eg að kjósa einn isona þinna, þá er eg í hinum mesta vanda stödd, því eg verð að játa það, að mér eru þeir allir jafnkærir, og að eg get ekki tekið þann eina fra’/n yfir þann annan.” pegar kóng- ur heyrði þessi svör kóngsdóttur, þótti honum vand- ast málið, og Ihugsar nú fyrir sér, hvert ráð hann skuli fyrir taka, sem öllum gegndi best, og að lykt- um kveður hann upp þann úrskurð, að þeir synir sínir skuli að ári liðnu ver komnir með sinn dýr- gripinn hver, og skyldi sá fá kóngdóttur, sem bestan hefði dýrgripinn. Létu kóngssynir sér þetta vel líika og ákváðu, að þeir skyldu allir finnast að ári liðnu í einum kastala úti í landsibygðinni, hvaðan þeir sikyldu halda iheim til borgarinnar til að framleggja gripina; er nú búin ferð þeirra kóngssona burt úr landi með ihinuim bestu föngum. Segir fyrst af hinum elsta, að hann heldur land úr landi og borg úr borg og fær þó hvergi þann dýr- grip, er honum þykir nokkurs um vert. Loksins frétt- ir hann til einnnar kóngsdóttur og að hún á eina sjónpipu, sem að er hin mesta gersemi. í henni má má sjá um allan Iheiminn, hvern stað, hvern 'mann og hvert kvikindi, og hvað hver ein lifandi skepna hefst að. Hugsar nú kóngssonur að aldrei fáist slík- ur gripur, sem þessi sjónpípa, og heldur hann því áleiðis til kóngsdóttur þess erindis að fala pípuna. En kóngsdóttir vill ekki fyrir nokkurn mun farga pípunni. En fyrir þrásamlegan bænastað kóngsson- ar og að heyrðum öllum málavöxtum, lét þó kóngs- dóttir tilleiðast, að selja honu'm pípuna. Og er ekki annars getið, en að kóngssonur hafi borgað hana vel. Heldur hann nú heimleiðis aftur ánægður yfir feng sínum og vongóður um að fá kóngsdóttur. Og víkur því næst sögunni til hins annars kóngssonar. Honum gekk líkt og hinum elsta bróðurnum, að hann fær hvergi þann grip.se'm í nokkru sé nýtur, og hefir hann svo ferðast lengi, að hann ihefir enga von um að fá uppfylling óskar sinnar. Einhverju sinni kemur hann í stóra og fjölmenna iborg, og fal- ar hann þar sem annarstaðar gripi af mönnum eg fær engann þann, er Ibonum leikur ihugur á. Hann fréttir að skamt frá borginni býr dvergur einn, 'hinn mesti völundur að hagleiik. Dettur honum í hug að finna dverginn og freista, ef 'hann fengist til að smíða ihonum einlhvern dýrgrip. Fær hann sér leið- arvísi til dvergsins, finnur hann heima að inni sínu og ber upp fyrir honu'm erindið. Dvergurinn kvaðst að mestu hættur smíðum og gæti hann ekki aðstaðið þetta fyrir kóngsson. En klæði eitt kvaðst Ihann eiga sem hann hefði gjört sér á yngri árum og kvaðst hann trauður til að láta. Kóngssonur spyr, ‘hver sé náttúra klæðisins, eða hver not megi af því ihafa. Dvergurinn segir, að á klæðinu geti maður farið um allan heim og jafnt Ioft sem Iög; “ eru á það ristar rúnir, sem sá verður að nema, er stýra vill klæðinu.” Skynjar nú kóngsson að vart megi fá betri dýrgrip og biður því dverginn fyrir hvern mun að selja sér klæðið og þó dvergurinn væri tregur til þess, þá þegar hann heyrir hvað við liggur, ef kóngs- son fær ekki klæðið, lætur 'hann til leiðast og selur kóngssyni klæðið fyrir afarmikið fé. Sér kóngsson að klæðið er hinn besti gripur, víða gullsaumað og gimsteinum sett. Heldur ihann svo heimleiðis, von- góður um sigur sinn í meyjarmálinu. Hinni yngst kóngssonur hélt síðastur af stað og fór hann fyrst innan lanas frá einu þorpi til annars; falar thann gripi af hverjum kaupmanni, sem hann hittir og hvar annarstaðar, sem nokkur von er til að þeir fáist. En allar hans tilraunir verða árangurs- lausar og líður svo meginhluti ársins, að honum verður hvergi viðrent; gjörist hann nú mjög hug- sjúkur um sitt mál. Loksins kemur hann í eina fjöl- menna borg; er þar kaupstefna mikil og menn sam- an komnir úr öllum álfum Iheimsins. Gengur hann a 'milli allra kaupmannanna í borginni, og finnur loks- ins einn, sem hefir eplasölu á hendi. pessi kaupmað- ur kvaðst eiga eitt epli, sem hefði þá náttúru," að þegar það er lagt í hægra hanclholið á þeim manni, sem að dauða er kominn, þá lifnar hann jafnskjótt við aftur.” Sagði kaupmaður að eplið væri lang- feðga eign sín, og hefði jafan verið hatft í staðinn j fyrir lyf. En er kóngssonur heyrir þetta, vill hann fyrir hvern mun fá eplið, og hyggur að hann muni trautt fá þann hult, er betur geðjist kóngsdóttur Biður hann kaupmann því að selja sér eplið og segir honum frá öllum málavöxtum, og að undir því ein- göngu sé komin sín tímanlega velferð, að hann verði ekki eftirbátur bræðra sinna í gripaútvegunum. Rann kaupmanni svo til rifja sögusögn kóngssonar, að hann selur honum eplið og heldur svo kóngsson- ur aftur heimleiðis glaður og ánægður. Segir svo ekki af þeim bræðrum, fyr en þeir eru allir komnir á þann áður ákveðna stað; segja þeir hver öðrum af ferðum sínum alt ‘hið markverðasta. Hugsar nú hinn elsti ibróðirinn isér til hreifings, að hann skul þó verða fyrstur til að sjá kóngsdóttur, og hvernig henni líði. Tekur hann því sjónpípuna og stefnir henni heim til borgarinnar. En hvað sér hann Hans elskaða kóngsdóttir liggur í sæng -sinni náföl og ^ð dauða komin. Kóngurinn faðir ‘hans og hinir æðstu höfðingjar við (hirðina tanda í kringum sæng- ina í svörtum vsorgarbúningi og hryggir í huga, reiðubúnir til að taka á móti hinu síðasta andvarpi hinnar fögru kóngsdóttur. framh. pröm. Kona var í fyrndinni, er pröm hét. Hún bjó á pröm, fre’msta bæ í Blöndudal og var bærinn nefndur eftir henni. pá var það vani að binda strokkinn á herðar s'malanum, og bar ihann strokk- inn, meðan hann smalaði og átti þá að vera strokk- að, er heim kom. Þröm þótti smali isinn vera seinn í ferðum og gekk hún eitt sinn að leita hans. Hun fann hann hjá tjörn einni, fyrir vestan Þrístiklu, sem er vatn á Auðkúluiheiði. Kæfði hún þar smalann og heygði í hól einum skamt frá. er þar síðan kölluð Smalatjörn og Smalahóll. Þrö*m er heygð í hó.l einum skamt frá bænum Þröm, og er kallaður Þramarhaug- ur. Brunaberg. í Bárðar sögu Snæfellsáss er sagt að Skrukka móðir Kolbjarnar dó fyrir steini þeim, sem Snati, hundur Gests Bárðarsonar hratt á hana. En þegar Hrútfirðingar og Miðfirðingar voru einu sinni í göngum tjölduðu íþeir eitt kvöld undir Rauðs- gilshæðu'/n, hjá steini þeim, er Skrukka hlaut bana af. Gangnamönnum var kalt mjög um kvöldið og hituðu sér með því, að róta upp moldinni kringum steininn. Þeir fundu þar þá 'bein Skrukku og þóttu heldur stórkostleg. peir vildu færa beinin til kirkju, en náðu þeim með engu móti upp, þegar þeir ætluðu Iburt með þau. Stúnuðu þeir nú við þau fyrst lengl, en síðast tóku þeir það ráð, að 'þeir brendu beinin upp til ösku. Síðan er bergið kallað Brunaberg. Mókollshaugur. Upp af Steinadal í Kollafirði í Strandasýslu ganga nokkrir smádalir. Einn þeirra heitir Mókollsdalur. Efst í dalnum er Mókollshaug- ur ákaflega stór og brattur á allar hliðar; þar er sagt að Mókollur eða Kollur, einn 'hinna fystu land- námsmanna sé hauglagður með öllu fé sínu. Mun það vera alt sami maður, sem Landnáma kallar Kolla, er “nam Kollafjörð, og Skriðnisenni, og bjð undir Felli meðan hann lifði.” pað er sagt að Mó- kollur hafi viljað láfa heygja sig, þar sem hvorkl klukknahljómurinn frá kirkjunni, se*m þar er næst (Fellskirkja), raskaði ró sinni, né heldur að sól fengi skinið á haug sinn; en við hinu síðara hefir þó ekki verið séð með öllu, því sól skín á hauginn no'kkurn tíma sumarsins. Blákápa. Hún bjó á Barði í Fljótum og átti scl frammi á Lá(g)heiði. Hún hlóð garð yfir þvert Barðið og sést enn til hans. Á þeim garði gekk 'hun yfir á Holtshyrnu á hverju máli og fram fjallasöðla fram á Lá(g).heiði; 'mun ,sá vegur vera full hálf þingmannaleið. Sagt er að Blákápa ihafi ihengt Tykla sína á klettasnös í Hestfjallinu í Héðinsfirði en belti isitt og silfurbúning á Holtshyrnu og má sá að frjálsu eiga, sem náð getur og gengur aftur á bak Blákápugarð yfir þvert Barðið norður á Holtshyrnu. --------—o—----------- Hjá ráðherranum. Vinir Wessels útveguðu honum áheyrn hjá Guldberg ráðherra, sem var mjög mikils ráðandi um þær mundir. ‘ Ráðherra tók honum þurlega, eins og tíska var, og spurði önugur: “Hvað viljið þér?” Wessel þagði um stund. “Hvers ósikið þér, kcmið þér með það?” pá svarar W.: Eg vil biðja yður að leyfa mér að fara út aftur.” ipetta líkaði ekki vinum skáldsins, þeir voru á- hyggjufullir um framtíð hans og vildu að hann næði í embætti og þessvegna útveguðu þeir honum aftur áheyrn ihjá Guldiberg, isem lofaði að vera nú mildur við hann. pegar ráðherrann spurði, hvers hann óskaði, sagði W. að hann langað til að fá eitthvert embætti. —,‘Hvernig ætti það að vera?” spurði ráðherrann, “hefir yður komið nokkuð sérstakt til hugar?” “Jú”, svaraði W., “eg vildi helst að það væri þannig, að eg hefði ekkert að gjöra, en góð laun.”'Ráðherrann hélt að hann vær að gera gabb að sér og áheyrninni var lokið. Eftir það var lengi ekki hægt að fá W. til að leita gæfunnar á “ hærri .stöðum”. Tdtið aftur. iWessel hafði sagt um konu nokkra. að ‘hún væri ekki þess verð að ihræ'kt væri á hana. Honum var því stefnt fyrir rétt og iheimtað að hann tæki slik orð aftur, sem han gerði þannig: “Eg tek hér með ummæli mín aftur; eg hefi sagt að þessi kona væri ekki verðug þess að hrækt væri á hana; en nú er ihún einmitt verðug þess. Ástæðan. Einu sinni er kona Wessels skammaði hann fyr- ir að koma fullur heim á kvöldin, sagð hann: “Góða Tcona, það er af ást til þín, að eg drekk, því að þegar eg er fullur sé eg þig tvöfalda”. Proíessional Cards ? DR. B. J. BRANDSON 218-220 MKDICAI, ARTS BIiDG. Oor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Offlce tlmar: 2—3 Hetmili: 77« Vlctor Su Phone: A-7122 Wlnnípeg, Manitoha DR. O. BJORNSON 216-220 MEDICAIx ARTS BIJ9G. t'or. Graham and Kennedy Sta Phone: A-1834 Office tlmar: 2—3 Helmili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Wlnnipeg, Manitoba THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrifstofa: Room 811 MoAUfeflr Building, Portage A vc. P. O. Box 1656 Phones: A-6840 og A-6648 DR. B. H. OLSON 216-220 MI'.DICAD ARTS BT.nn Cor. Graham and Kennedy Ste. Phone: A-1834 Office Hours: 3 to 5 Hehnili: 723 AJverstone St. Wlnnipeg, Manitoba DR J. STEFANSSON 216-220 SIEDICAH ARTS RIiDG. Cor. Graham and Kennedy Ste. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdðma.—Er afi hltta kL 10-12 f.h. Og 2-5 e.h. Talsími: A-1834. Heimili: 373 River Ave. Tals. F-2691. DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Building Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýki og afira lungnasjúkdóma. Er afi finna & skrifstofunni kl. 11—12 f.h. og 2—4 e.h. Simi: A-3521. Heimili: 46 Alloway Ave. Tal- elmi: B-3158. DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. 3 til 5 «. h. Office Phone N-6410 Heimili 806 VIct»r Bbr. Sfani A 8180. DR. Kr. J. AUSTMANN 848 Somerset Blk. Viðtalstími T—8 e. h- Heimili 469 Simaoe, Office A-2737. res. B-7288- DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDIOAL ARTS BIiDG. Cor. Graluun and Kennedy Sts. Talaími A 8521 Heimili: Tals. Sh.3217 W. J. LINDAB, J. H. I.INDAL B. STEFANSSON Islenzklr lögfræfitngar 3 Home Inveetment Bulldlng 468 Maln Street. Tals.: A 4»68 Peir hafa einnlg skrlfstofur afi Lundar, Riverton, Gimll og Plney og eru þar afi hitta & eftirfylgj- andi timum: Lundar: annan hvern mifivikudag. Riverton: Fyrsta fimtudag. Gimlið. Fyrsta mlfivikudag Piney: þrifija föstudag I hverjum mánufii ARNI ANDERSON ísl. lögmaður í félagi við E. P. Garland Skrifst.: 801 Electric Rail- way Ghambers Talsíml: A-21«7 A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræðmgur Hefir rétt til að flytja mál bæði í Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Phone: Garry Mld JenkinsShoeCo. 688 Notre Dame Avonue A. S. Bardal 641 Sherbroeke 8t. Selur likkistur og annast um útfarír. Allur útbúnafiur sá bezti. Enaírem- ur selur hann alskonar minnisvarfie og legsteina. Skrifat. Utlsinal N »•«« HeimUis tainimi N MM J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald 8t- Talsími: A-8889 Vér leggjum sérstaka áherzlu á að selja meðul eftir forskriftum lækna. Illn beztu lyf, sem hægt er að fá eru notuð eingöngu. . pegar þér komlð með forskrliftmn til vor megið þjer vera viss um að fá rétt það sem lækn- irinn tokur tll. COLCLELGH & OO., Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—7656 Giftingaleyfisbréf seld Munið Símanúmerið A 6483 og pantifi mefiöl yfiar hjá oss. —; Sendifi pantanir samstundis. Vér afgreifium forskriftir mefi sam- vizkuseml og vörugæfil eru óyggj- andi, enda höfum vér magrra ára lærdúmsrika reynslu afi baki. — Allar tegundir lyfja, vindlar, is- rjómi, sætindi, ritföng, tóbak o. fl. ; McBURNEY’S Drug Store I Cor Arlington og Notre Dame Ave j J. J. SWANSON & CO. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 808 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki afi bífia von úr vitl. vlti. Vinna öll ábyrgst og leyst *f henöi fljótt og vel. J. A. Jóhannsson. 644 Burnell Street F. B-8164. Afi baki Sarg. Fire Hal Dr. AMELIA J. AXFORD Ohiropractor 516 Avenue Blk., Winnipeg Phone: Office: N-8487 House: B-3465 Hours: 11-12, 2-6 Consultation free. ralsímar: Skrifstofa: Heimili: .... N-6225 A-7996 HALLDÓR SIGURDSSON General Contractor 808 Great West. Perm. Loan Bldg. 356 Main St. JOSEPH TAYLOR LOGTAKBMAÐUR Heimilistals.: St. John 1(44 Skrlfstofu-Tlnla.: A65M Tekur lögtakt bæfil hú*ai«igutkuld% veóskuldlr, vtxlaakuldlr. AfgretWr tl sem afi lögum iýtur. Skrllstofa 255 Main StraM Verkstofu Tals.: Heima TaU.: A-8383 A-9364 G. L. STEPHENSON Plumber Allskonar rafmagnsáliöld, svo straujárn víra, allar tegundlr i gtösmii og aflvaka (batteries) Verkstofa: 676 Home St. Giftinga og .. A Jarðarfara- blom meÖ litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tal«. B720 ST IOHN 2 RfNG 3 I sambandi viðviðarsölumína ▼eiti eg daglega viðtöku pöntnn- umfyrir DRUMHELLER KOL, þá allra beztu tegund, sem til er á markaðnum. S. Olafsson, SímúN7152 619 Agne* Street

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.