Lögberg - 17.04.1924, Blaðsíða 7

Lögberg - 17.04.1924, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FJMTUDAGINN, 17. APRÍL. 1924. Bls. 1 Vinur ráðlagði honum að nota þær. QUEBEC MAÐRUR HÆLIR DODD'S KIDNEY PILLS Mr. George Levesque læknaðist al- gerlega af nýrnaveiki meti því að nota Dodd’s Kidney Pills. Padoue Station, Que., 14 apríl. fEinkafregnj. Mr. Pierre Leves- que, velmetinn borgari hér, er einn hinna niörguCanadatnanna: er hæla Dodd’s Kidney Pills. Hann tók að nota Dodd’s Kidney Pills við nýrnaveiki og læknaSist algerlega á skömmum tíma. “Samkvæmt ráðleggingu vinar, tók eg aS nota Dodd’s Kidney Pills. Eg hafði lengi þáðst af nýrnaveiki, en læknaðist aS fullu, eftir að hafa lokið úr fáeinum öskjum.” Dodd’s Kidney Pills styrkja nýr- un og koma þeim í það horf aÖ framkvæma köllun sína slindru- laust. Hreinu blóSi fylgir góð lieilsa. Það er ástæðulaust að kveljast, þegar Dodd’s Kidney Pills fást hjá öllum eða frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto. Islandsfréttir. skýrt. Samskonar skýrslur skulu allir vöruinnflytendur og verslan- ir senda hagstofunni um hver áramót, á meðan lög þessi eru 1 gildi. Lögum þessum er ætlað að öðlast gildi þegar í stað og gilda til ársloka 1926 og falli þá jafn- framt úr gildi lög nr. 1 frá 8. marz 1920. 1 greinargerðinni segir ennfrem- ur svo: Verðgildi íslenskrar kr. er bæði lágt og óstöðugt, og fer sífelt fallandi. Ef þessu fer fram u'm lággengið, þá er fjárhagslegt sjálfstæði þjóðar og einstaklinga í Ihættu. Tilraunir þær. sem til þess hafa verið gerðar til við- réttingar genginu hafa reynst á- rangurslausar. Nú er orðin al- menn sannfæring fyrir tþví, að eina haldkvæma ráðið til að istöðva gengisfallið og rétta við gengið sé að takmarka innflutn- inginn, fyrst og fremst á óþarfa- varningi, og þar næst á þelm varningi, sem framleiða má í landinu sjálfu, eða sem nóg er til af í landinu til bráðabirgðar. Óskir og hvatningar um að lög- leiða nú þegar innfultningsbann á ýmsum vörum 'hafa komið fram í þingmálafundargerðum víðsveg- ar að i landinu. Eindregnar til- lögur stjórna beggja bankanna og ummæli landstjórnarinnar ný- verið á þinginu ganga í sömu átt. Það virðist því ekki lengur verða hjá því komist, að Alþingi taki mál þetta til alvarlegrar athug- unar. Innflutningsbann. Halldór Stefánsson og Pétur Þórðarson flytja í Nd. frv. um að- flutningsbann á ýmsum vörum. En þær eru þessar: a) Allar brauðtegundir. b) Smjör. smjör- líki og öll önnur feiti, nema til iðnaðar. c)Ostur allskonar. d) Saltkjöt, flesk, pylsur. e) Niður- soðið kjöt og fiskmeti og allar aðrar niðursuðuvörur, nema mjólk. f) Egg, aldini, nema epli og sveskjur. g) Kaffibætir, súkku- laði, síróp, !h,unang, brjóstsýkur, vindlingar. ih) Öl, gosdrykkir á- vaxtavín. i) Hverskonar vefnað- arvörur, tilbúinn fatnaður og ihöfuðföt, nema tvistdúkar, léreft (stout dowlas), molskinn, nankin, boldang, segldúkur, pokar og pokastrigi, fiskumlbúðir (Hessian) lóðarbelgir, lampaikveikir, sára- umbúðir, regnkápur, sjóklæði; enn fremur eru undanþegnar . banni vefnaðarvörur, sem unnar eru úr ísl. ull. í erlendum (norskum) tó- vinnuverksmiðjum, enda séu þær ætlaðar eingöngu til hemilisnota, en eigi til sölu. j) Loðskinn, hanskar, reiðtýgi, töskur, veski og aðrar vijrur úr skinni, fjaðrir til skrauts, fiður og dúnn. k) Skó- fatnaður úr skinni, nema sjóstig- véi. 1) iSkósverta, kerti, sápur ilmvötn. n) Lifandi jurtir og blóm, jólatré. o) Bréfspjöld, mynda- p) Úr, klukkur og Ihiversk. gull-, silfur-, pltett-, eir og nifckelvörur. r) Hljóðfæri hverskonar og grammófónplötur. s) Bifreiðar, reiðhjól. t) iGlysvarningur og leikföng, ihverju nafni, sem nefn- ast, flugeldar. í annafi grein er ennfremuT gert ráð fyrir því, að þær vörur, sem Jco’mnar eru á skip í útlönd- um, áleiðis hingað, þegar lög þessi öðlast gildi, og skipið 'heldur að fermingu lokinni tafarlaust til hafna hér á landi, má flytja inn á sama hátt og hingað til. í 4. gr. or gert ráð fyrir því, að stjórnarráðinu sé iheimilt, að skipa þriggja manna nefnd til að ákveða verðlag á iðnaðarvörum og bannvörubirgðum þelm, sem í landinu eru, þegar lögin öðlast gifdi, og gera nauðsynlegar ráð- stafanir til framkværoda lögum þessum. 5. grein er ennfremur svo hljóð- andi: Hver verslun eða vöruinn- flyfjandi skal senda Hagstofu ís- lands, eigi síðar en tveim mánuð- um eftir að lög þessi öðlast gildi, eundurliðaða skýrslu um birgðir sínar af öllum þeim vörum, sem með lögum þessum er bannað að flytja inn, eins og iþær voru um síðustu áramót. Skal skýrslan undirrituð af eiganda eða pró- kúruhafa verslunarinnar, og lagt við drengskaparorð að rétt sé frá Borden'8 St. CharleH mjólk er kjarngótt og heil- næni f alla sta«i. Melr en helniinfir- 11 r hins venjuleífa vatns hefir ver- IB tekift íir henni. Bezt f alla stnlii. Hjfi kaupin. yliar. Fjórar stærhir. U.^POPatfd Src 17.14 SkrifiB eftir 8t- Charles Reeipe bókinni til The Bordea Co. Limited Montreal Verið getur, að í þinginu verði skiftar skoðanir um það, í hverju formi þessi innflutningáhöft eigi að vera, eða 'hversu víðtæk, til þess að ná því takmarki, sem stefnt er að. Vér flutningsmenn teljum efcki mega fara öllu skemra en á- kveðið er í 1. gr. frv. Eftir versl- unarskýrslunum 1921 má ætla, að verðgildi þeirrar innflutnings- vöru, sem ætlast er til að heftur verði innflutningur á eftir 1. gr., mundi hafa numið nál. 8% milj. kr. Líklegt er, að verðgildi sömu vörutegunda og vörumagn sé ekki nú verulegum mun minna, og með fallandi gengi yrði það sennilega heldur ’meira. Með innflutningshöftunum á að nást það, sem um mörg undanfar- in ár hefir árangurslaust eða á- rangurslítið verið unnið að með fortölum, þ. e. sparnaður einstak- linganna og losun starfsfjár til viðsikfta og skuldalúkninga. Jafnframt ættu innflutnings- hömlurnar að styðja að aukinni framleiðslu í landinu sjálfu. f fyrrirnótt sigldi botnvörpung- ur á þilskip 'héðan, “Seagull” ná- lægt Vestmannaeyjum og laskaði það eitthvað. En í morgun var “Seagull” kominn til Eyjanna, en 'mun ekki komast hjálparlaust þaðan hingað heim. Slys urðu engin. Átta hundruð sjötíu og fimm bollur bárust Samverjanum á sprengingadaginn og bolludaginn, og hefði komið meira, ef þær hefðu ekki verið afþakkaðar. En gamalmennunum á Elliheimilinu varð þetta til góðs, því þangað sendi Samverjinn 115 stykki. i Frá Dýrafirði. Bændaöldungur- inn 'Guðmundur Nathanaelsson andaðist aðfaranótt 3. þ. 'm. 82 ára gamall, merkur bóndi, sem lengi hafði búið á Kirkjubóíi. Steingrímur iMatthíasson lækn- ir, sem nú er nýkominn úr nokk- urra mánaða ferðalagi víðsvegar um Norður-Ameríku, ætlar að tala í fcvöld klukkan 7 í Nýja Bíó. Ætl- ar hann; þar að tala um efni, sem mörgum hér mun vera forvitni á að heyra um, en það er bannið í Bandríkjunum og ýmislegt í því sambandi. Hefir margt um þau mál heyrst til og frá, en lítið ver- ið um þau talað hér af þeim, sem reynt ihafa að kynna sér áhrifin og bannið í heild sinni af eigin reynd. En Steingrímur læknir er kunnur að því að vera bæði athug- ull 'maður og fjörugur og skemt- inn í frásögn, svo að sjálfsagt verður margt að græða á erindi hans, hvaða skoðanir sem nlienn annars hafa á þessum málum hér. Hann talaði í gær um Vesturför sína alment og sýndi margar myndir, og bar löndum vestra vel söguna. Var gerður að því erindi góður róvnur. Háskólinn. 'Hér í iblaðinu hefir áður verið sagt frá þeim tillögum ýmsum, er komið hafa fram og snerta há- skólann og eru það eiginlega alt tillögur í þá átt, að fækka þar starfsmönnum og draga saman stofnunina. Nú hefir Jón Þorláks- son flutt í Nd. frumvarp um foreytipg á iháskólalögunum frá 30 júlí 1909. Aðalbreytingarnar, sem þar er farið fram á, eru flest- ar þær sömu og áður hefir verið stungið upp á, en þær færðar saman í eina 'heild og foætt ýmsu við, eða sett fram í öðru formi en áður. Þannig er nú beinlínis gert ráð fyrir því, sem sumir hafa tal- að um áður, að afnema alveg heimspekisdeildina, sem sérstaka deild og sameina hana lagadeild- inni og fækka jafnfra'mt kennur- um í báðum upprunalegu deildun- um. Hinsvegar á stofnunin þó að fá að iheita háskóli eftir sem áður, en deildirnar að vera þrjár: guð- fræðideild, læknadeild, laga- og heimspekisdeild. í 6. gr. er ennfremur kveðið svo á; 1 “Til þeas að fækkun sú á em- bættum, sem leiðir af lögum þess- um, komist sem fyrst í fram kvæmd, skal beita, eftir því isem fært þykir, ákvæðinu í 16. grein stjórnarskrárinnar, þriðju máls- grein. Að öðru leyti kemur fækfc- unin til framkvæmda jafnóðum og emfoættin losna.” 1 greinargerð frumvarpsins segir svo: “Fjárhag landssjóðs er nú svo kovnið, að telja má ókleift að rétta hann við, nema gripið sé til allra þeirra úrræða samtímis, sem nota mætti í því skyni. pó reynt sé 1 bili að stöðva tekjufoallann með því að fella niður allar verfc- legar framkvæmdir, þá er einsætt að þjóðin muni ekki geta unað því til langframa, en þá verður líka nú þegar að ihugsa fyrir nið- urfærslu útgjaldanna á öðrum sviðum, svo sem ’með fækkun em- bætta. pótt sú leiðin geti ekki leitt til stórkostlegs sparnaðar þegar í stað, þá verður engu að síður að taka nú þegar ákvarðan- ir í því efni, til þess að landssjóð- ur geti aftur byrjað verklegar framkvæmdir og aukið þær eftir því, sem sparnaðurinn af em- bættafækkuninni kemur fram. Af þessum ástæðum er frum- varpið borið fram, og f-elur það í sér allar þær fækkanir á embætt- um við háskólann, sem stungið hefir verið upp á í einstökum frumvörpum, -sem borin hafa ver- in upp á þessu þingi, og fer enn- fremur nofckru lengra í þessu efni. Breytingarnar, sem frumvarpið gerir á kennaraliði háskólans, eru þessar: 1. Lagt niður eitt prófess- orsembættið í klassiskum fræðum. Sa'/na er í frV. á þskj. 26; flutn ingsmenn Tr. p., Jör. B., og B. St. 3. Lagt niður prófes-sorembættið í hagnýtri sálarfræði. Sama efni er í frv. á þskj.; flutningsmenn Jör. B., B. St. og Ing. B. 4. lagt niður eitt af þrem prófessorsem- bættum við lagadeildina. 5. í stað tveggja prófessora í íslenskri mál- fræði og sögu komi 1 prófessor og 1 dósent. Að því er snertir þrjár fyrst- nefndu foreytingarnar þykir nægja að ví’Sa til ástæða þeirra, er flutt- ar hafa verið nú og fyr viðvíkj- andi hinum sérstöku frv. um þau efni. það má telja óefað, að tveim kennuru'm sé ekki ofætlun að hafa á ihendi lagakensluna, svo fáir sem nemendurnir eru og ættu að verða fyrst um sinn. pegar laga- skólinn var stofnaður, voru hon- um ákveðnir einungis tveir kenn- arar, og var kenslustarfið þó vit- anlega erfiðast í fyrstu, meðan engar kenslubækur voru til á is- lensku. Stungið er upp á sömu kenslukröftum í íslenskum fræð- um, sem ákveðnir voru í lögum frá 1909, er háskólinn var stofn- aður, með þeirri breytingu, að nú sé ekkert ein-skorðað um, hverja grein kenslunnar hvor kennari skuli hafa á hendi. Vegna skipulags háskólans virð- ist nau'mast fært að ihafa neina ‘háskóladeild svo fáskipaða, að þar séu einungis tveir kennarar. En eftir frv. verða aðeins tveir fastir kennarar í núverandi laga- deild, og eftir ákvœðinu um kennarana í íslenskum fræðum, getur það komið fyrir, að ekki verði ávalt fleiri en tveir kenn- arar 1 núverandi heimspekisdeild, Af þessum ástæðum fer frv. fram á að sameina iþessar tvær háskóla- deildir í eina. Ákvæðin um aukakennara gera það mögulegt að bæta við allar deildir kenslukröftum í einstök- um greinu'm, ef fé er til veitt. Ef haldið væri sérstöku embætti fyr- ir þjóðskjalavörð og öðru fyrir landsibókavörð, svo sem verið hef- ir foingað til, mætti telja eðlilegt, að þeir menn störfuðu vegna stöðu sinnar sem aukakennarar í ís- lenskum fræðum við háskólann, og mætti þá komast af með elnn fastan háskólakennara í þeirri grein, en tillögur frv. eru miðað- ar við, að fram gangi frv. stjórn- arinnar u'm sameining þessara em- bætta. lEnskur togari kom í gær af veiðum, hafði verið 17. kvartmíl- ur út af Dýrafirði, er hann lagði af stað og varð að hleypa undan ís. Bar ihann að honum með mikl- um hraða. Sagði einn skipverja að þeir hefðu aðeins séð til hans, áður en þeir fóru niður til mál- tíðar; én er þeir komu upp aftur, höfðu þeir naumast tíma til að ná inn vörpunni. Bjóst hann við, að ísinn mundi jafnvel vera orðinn landfastur nú. Hann kvað þessa spöng hafa verið svo stóra að út yfir hana fhefði ekki séð. Á öðr- uvn stað hér í blaðinu er sagt frá ísfregnum frá Isafirði. ísafirði 29. febr. Fangahúsið hér brann til kaldra kola í nótt. Einn maður forann inni, Björn Kristjánson að nafni, 17 ára að aldri. Akureyri 29. febr. Hér hefir verið blindhríð með hörkufrosti síðan í gær. Einn maður Ihefir lát- ist hér úr taugaveiki, Lúðvík Sveinsson að nafni, unglings maður. Nýlega er látin hér úr krabbameini Kristín Eggertsdótt- ir, veitingakona á Hótel Oddeyri, eftir langa vanheilsu. Var hún foæjarfulltrúi um eitt skeið. Vik. 29. febr. Námsskeið hafa verið haldið hér undanfarandi, matreiðslunámsskeið í 2 mánuði og fatasaumsnámsskeið í 3 mán- uði og er þeim nú báðum lokið. Ennfremur er útrunninn kenslu- tími unglingaskólans hér. Sýslú- fundur V-Skaftfellinga verður haldinn 9. marz og næstu daga. Hér hefir verið blíðviðri undan- farið, en í nótt ibrá til norðan áttar, og var 13 stiga kuldi hér í morgun. Lausn á ermbætti hefir Karl Einarson sýslumaður í Vest- mannaeyjum fengið, og er Sig- urður Sigurðsson lögfræðingur frá Vigur settur sýslumaður í Vest'mannaeyjum og fór foann þangað með Esju síðast. Á fundi hins nýstofnaða þing- flokks, íhaldsflokksins, í gær- kvöldi, var formaður kosinn Jón Þorláksson alþm. en meðstjórn- endur Jón Magnússon og Magnús Guðmundsson. Áttræðisafmæli á í dag P. Niel- sen, áður verslunarstjóri á Eyr- arbakka. Hann er fæddur í Rlng- Köbing á .Jótlandi en kom hingað til lands 1872, og varð þá bók- haldari við Lefoliisverslun á Eyr- arbakka, en forstjóri hennar var þá Guðmundur Thorgrímsen, mik- ils metinn 'maður, sem stjórnaði þeirri verslun í 40 ár. P. Nielsen kvæntist dóttur hans, Eugeniu, 25. júlí 1880, og tók við forstöðu verslunarinnar af tengdaföður sínum 1. janúar 1910, og var hús þeirra Nielsenshjónanna á Eyrar- bakka annálað fyrir gestrisni og 1 rausn. Hvatamaður hefir Nielsen verið að ýmsum þörfum fram- kvæmdum þar eystra. Hann stofn- j aði þar ábyrgðarsjóð fyrir róðrar j báta og koma á ýmsum umbótum í verkun sjávarafurða. Einnig j studdu þau hjón S’kólahald á Eyr- j arbakka og hjálpuðu mörgum fá- J tækum börnum til þess að geta stundað þar nám. Hefir Brynjólf- I ur heitinn Jónsson frá Minna- Núpi ritað um þau 'hjónin í apríl- 1 blaði óðins 1910 og þar eru einn- ig myndir af þeim. —Nielsen hef- ; if gefið 'Náttúrugripasafninu hér ýmsa 'muni: eggjasafn, sjaldgæfa ' fiska o. fl. og er hann heiðurfé- lagi tþessT 'Sumarið 1907 stóðu þau hjónin fyrir móttöku Friðriks konungs VIII. við Ölfusárbrú, og gerðu það með mikilli rausn, bvo að það var héraðinu til sóma. Yfir höfuð hefir Nielsen verið merkur maður, og jafnan hefir Ihann notið vinsælda og virðingar þar eystra. Konu sína misti hann 1916. Lampi frá 10 öld. Meðal þeirra muna ,se'm fundust i Arnarhóli, 'þagar grafið var þar fyrir undir- stöðu Ingólfslíkneskisins, var lýs- islampi,' 'Sem talinn er að vera frá 9. eða 10 öld. Hann er úr steini, kringlóttur, méð fótstalli, og tek- ur á að giska 'hálfpela, eða vel 1 það. Hefir áður verið sagt frá ýms- j um munum, sem þarna hafa fund- | ist og eru þeir enn í vörslum I gjaldkera iðnaðarmannafélagsins | Sigurðar Halldórssonar trés'míða- meistara. “Esja” liggur hér í dag og kemst ekki áfram fyrir stórhríð að norðan. Seyðisfirði, 5 marz. Vélbátur- inn Rán strandaði í hríðarbyl. Hafði legið í Hvalsneskrók en Is- aðist svo ’mjög að skipverjar þorðu ekki að halda kyrru fyrir lengur. Urðu þeir að höggva á akkerisfestarnar, því vindan var öll klökuð. Vélbátsins Óðins foefir verið leitað kringum Papey, en ekki fundist. í nótt slitnuðu tveir bátar upp á legunni á Fáskrúðsfirði. Annar þeirra Garðar, hpfir fundist og er lítið skemdur, en hinn, Skrúð- ur er týndur. Friðrik Steinsson frá Eskifirði var á leið frá Noregi áleiðis hing- að til lands á nýkeyp.tu gufuskipi er óveðrið skall á. Var foann kom- inn á móts við Færeyjar, en tókst efcki að finna þær. Eftir mikla hrakninga komst hann aftur til Noregs. Hafði hann mist áttavit- ann og skipið var mjög ilia leik- ið; alt forotið ofan þilja, og mjög ísað. —1-----o--------— Ingólfur Arnarson Við afhjúpun minnisvarða hans á Arnarhóli 24. febr. 1924. :,;Nú hyllum vér þjóðfaðir þig:,: Þú stýrðir hér fyrstur inn fleyi, steigst fyrstur á ströndina af legi. Og óþefcta landið úr álögum þú og aldanna þokuhjúp leystir, og hést á þinn drottinn í heilagri trú, , er húsvegginn fyrsta þú reistir. :, :Og hús þitt varð foamingju- ból. :,: :,: Þú trúir á örlagorð: :,: að alfaðir ætt þína leiddi 7Jave yqu omered youf í Vorið er komið og útkeyrslutíminn er framundan. Ford bíll veitir yður sjaldgaeft tækifæri til að njóta hressingar eftir erfitt dagsverk. Meira en það. Með því móti getur öll fjölskyldan notið hins heilnæma útilofts; þér getið öll skemt yður saman úti. Ef þér ætlið að eignast bíl í vor, viljum vér ráðleggja yður að panta nú þegar bílinn, svo þér getið fengið hann í tæka tíð. BENSON’S GOLDEN SYRUP Hreinast og Bezt Kaupmaður yðar hefir það í 2, 5 og 10 punda könnum til óðals og veg Ihenni greiddi. Þú foorfðir hér forðum af hólnum i kring, barst heilsan frá nýreista bænum til foldar, með nesjanna og og fjallanna hring, og flóa með eyjunum grænu. :,:Og ætt þín varð ágæt og stór. :,: :,:Svo liðu fram aldir og ár :,: með skiftandi skuggu'm og ljósi. Þín iskartaði minning í forósi. Nú aftur'þú stendur hér ungur og hár, og útsýnin heilsar þér fríða. Hér flyturðu þjóðinni fegurstu spár um Frón hinna nýjustu tíða :,:og komandi aldir og ár.:,: :,:Ver ljósvættur landi og bæ.:,: Bend fólki til frama og dáða, sem ,fyr þá mun foamingjan ráða. Það land, sem þú vígðir, á æsku- draum enn í endurreisn frelsisins mista. Og enn þarf hér leiðandi land- námamenn •með lifandi trú sem hinn fyrsta. :,: Ver hollvættur framtíðar Fróns! :,: V. G. Endurminningar. pann 28 febr. mán. síðastl. lést föðursystir mín, Sigríður Ohrist- ophersdóttir. pótt rné.r ekki auðn- aðist að fylgja Ihenni til moldar, hafði eg þó til þess fullan vilja. Hinir breytilegu straumar lífs- baráttunnar voru þess valdandi, að það gat ekki orðið. Vildi eg gjarnan bæta fyrir það með fá- einu'm minningarorðum. Hér verður eáíki um neina æfi- minningu að ræða né skýrslu um ættingja nær eða fjrærskylda; aðeins endurminningar, sem eg eignaðist af viðkynningu frænku minnar. Sigríður sál. var gift Guðna Jónssyni, Pálssonar; ættuðum úr Mývatnssveit, ef eg man rétt. Jón þessi var talinn skýrleiks- maður og fforvitri á ýmislegt. Sagði hann iðulega fyrir gesta- komur. Bar það við iðulega, að hann sagði fyrir komu Mývetn- inga, eftir að ihann var kominn á vegu sonar síns í Márskoti í Reykjadal. par lá fjölfarinn veg- ur úr Mývatnssveit. pegar hann var spurður hvernig þessu væri varið, kvaðst foann ætíð sjá á undan komu manna Mývetninga tvo, sem druknuðu í Mývatni á undarlegan hátt. Menn þessir hétu Guðni og Stefán — faðir Jóns Stefánssonar (porgils gjallanda) og þeirra systkina. Menn þessir voru afbragðs sundmenn og druknuðu að sumarlagi í stillu og blíðviðri, er þeir voru við veiðar. Guðni, maður Sigríðar var dagfarslega hægur og gekk að hverju verki rólega og hávaða- laust. Lítt hélt hann sér á lofti, og tróð sér aldrei fram. Ald’rei heyrði eg hann foalla á nokkurn mann, og kvartaði aldrei, þótt mis- jafnt blési; var dulur og fáskift- inn um annara mál; eru slíklr menn oft ekki auðþektir og lítt fær hei’murinn skil'ið þá. Viki hann að nofckru misjöfnu, virtist mest vaka fyrir honum spaugi- lega ’hliðin á því máli.. Gat hann verið heppinn og hnyttilegur í orði. Man eg eftir ýmsu, sem nú þætti gott, kæmi það fram af vör- um Káins og annara góðra manna. Hann mundi líka ýmislegt al- varlegt frá liðnum tímum; sagði hann mér eitt sinn frá atburði, sem sýnir allvel þá tíð, sem hann gerðist á. pað skeði um jólaleytið. Sonur hjónanna, á Grímsstöðum við Mý- vatn hafði verið við nám niðri í Múla. Á aðfangadaginn hélt hann heimleiðis og ætlaði að vera með foreldrum sinum utn jólin; hrepti hann ilt veður með hríð og frostl, og lá úti á Grímsstaðaheiði um nóttina. Mun jólanótt sú hans síð- asta hafa verið ærið döpur og köld. Dróst hann með litlum kröftum heim að Grímsstöðum daginn eft- ir, mikið kalinn, og lést skömmu síðar. Móðir ihans orti ljóðabréf til Gamalíels í Haganesi út af at- burði iþessum. Er þetta eitt erindi: Oft vill ganga eins og Iþeim sem eru í strangri reisu, tíðum langar hugann heim, hvíld að fanga auð og seim. Má á þessu «já hin óbliðu kjör, sem menn verða að sæta, í hvaða knyslóð sein er — hjá jn'í verður ekki kom'st. Vísan sýnir huggun- arlind þá, er svalaði hinnl syrgj- andi móður. Hjartaslög hinna liðnu fcynslóða eru sjáanleg í at- viki þessu. — Sigríður sál. var röskleika kona 1 hvívetna; í engu var hún hálf. Mun það sanni næst, að það sé einkenni allríkt í ætt okkar. Lagði hún gjörva foönd á flest er fyrlr kom; talsvert var henni sýnt um smiðar og viðgerðir og gerði ýmsa hluti til búsn.ytja. pau Guðni og Sigríður bjuggu 1 Márskoti alla þá tíð, sem eg man eftir þeim, þar til er þau fluttu til Ameriku. Er það smábýli, en fremur hægt og affarasælit. Márs- vatn er þar í landareign, mun þar hafa veiðst eitthvað af silungi. Það vatn sá eg einu sinni í fjar- lægð, er eg var á leið i kaupstað með föður mínum. Líktist það silfurdiski að lögun og lit, þann- ig geymist mynd iþess í huga mér. Fremur litil munu efni þeirra hjóna foafa verið, en þau björguð- ust eftir öllum vonum, því að ó- megð var nofckur. Guðni situndaði veiðiskap og refaskytta var hann allgóð; fékk foann fangað ‘margan refsbelg. Það hefi eg eftir vanda- lausu fólki, að innilegur hlýleiki og fús foeini var greiddur öllum, er foar að garði, eftir því, sem efnl frekast leyfðu. Það man eg fyrst eftir frænku minni, að hún var á heimili for- eldra minna, var eg ekki gamall þá. Kom hún ætíð færandi Ihendi, og gaf mér ýmislegt; þótti mér það svo góðir gripir, að eg þykist víst ekki hafa þegið betri, eftir að, eg óx upp. Altaf hafði hún eitthvað meðferðiis það, sem. ibörnu'm þykir gómsætt eða gott. Það hugsaði eg mér, að alt sfcyldi eg endurgjalda, þegar eg væri orðinn stór og rík- ur, en þess fékk hún ekki beðið og nú foefir annar tekið af mér ó- makið. En altaf var trygð hennar söm og jöfn. Menn ættu að stunda . að auka saklausa og græskulausa gleði barnanna. Það tekur efcki ætíð mikið að gera það, en skapar iðug- lega heitar og innilegar endur- minningar um þá, er það gera. Mjög var frænka mín bókhneigð, var furðufróð í ljóðabókum og hin- ar eldri guðsorðabækur voru foenni vel kunnar, og hafði oft yfir setn- ingar eftir Jón Vídallín og Hall- grím Pétursson. Stuttu áður en hún dó, foafði hún yfir tvö vers fyrir mig. er þetta annað þeirra: Héðan í burtu í friði eg fer, fyrir Guðs dýru náð. Hann hefir auðsýnt mildi mér, miskunn og líknarráð. Kveð eg nú foús 0g 'heimilið, hér með frændur og ástvinl. Gegnum dauðann glatt eg fer, glaður- í himnavist. Önd mín fojá Guði syngur sætt. “Sanctus” með allri lyst. Sæl og iblessuð mín útför er. í þér minn Jesú Krist. Þannig ortu hinir eldri menn. Þýfcist eg þess fullviss ,að þannig hefir hún og kvatt heimili sitt á banadægri sínu. Árið 1893 fluttust þau Guðni og Sigríður til Ameríku ásamt börnum sínuvn og frændfólki mörgu. Voru þau á vegum barna sinna í Argyle, það er eftir var æfi. Guðni lést fyrir allmörgum árum, og var þá orðinn blindur. Sigríður mun foafa komist hátt á áttræðisaldur. Var ekki altjend bjart til sólar á þeim árum. Börn þeirra hjóna dóu sum, þar á meðal drengir tveir uppkomnir. Syst- kini Sigríðar voru öll látin á und- an henni, að fráskilduvn Hernlt, sem er búandi í Argyle. Mjög fór foeilsufar Sigríðar hrörnandi með aldrinum; sóttu á hana brjóstþyngsli, er leyfði lítt viðþol, mun það að nokkru foafa valdið um dauða hennar. En nú er það alt liðið og horfið. Himininn er nú skær og heiður, eins og aldrei foefði forugðið skýi á loft. Frænku minni hefir nú unnist alger endurnýung. “Sjá, hið gamla er orðið nýtt.” Æsfcu'- árin burtflognu eru fundin. Heilsa, fjör og þróttur fengin á ný. Um hrörnun er ekki að ræða. “Finn- umst við á fegins degi.” Mun iþá margs að minnast. í ættargrafreit okkar í Argyle hvíla nú systkinin sex; þrír bræð- ur og systur þrjár, og margt ann- að skyldfólk. ‘ Leiðirnar lágu stundu'.n samhliða og stundum ekki, en hér skal nú staðar numlð og “áð og hvílt” í sameining. S. S. C.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.