Lögberg - 17.04.1924, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.04.1924, Blaðsíða 6
LÖGBERG, 1- IMTUDAGINN, 17. APRÍL. 1924. 6 Eg held því sem eg hef Mér hafði dottið í hug að kofinn væri annað- hvort tómur eða fullur af mönnum, en hann var hvorugt. pað lo-gaði Ijós á kyndli í honum og >að var eldur á arninum. Fyrir framan eldinn var gam- all og grófgerður stóll og á honum sat manneskja smá vexti og klædd í svarta kápu, sem huldi hana frá hvirfli til ilja. Hún beyfði niður höfuðið, svo að ekk sást framan í hana, en allur svipur hennar bar vott u'tn vonleysi og kvíða. Lágt, skjálfandi andvarp kom frá brjósti hennar, meðan eg stóð þarna og horfði á Ihana, og höfuðið seig lengra og lengra niður eins og síðasti vonarneistinn væri að deyja út í brjósti hennar. pað kom yfir mig einhver hrylíingur, svo að eg varð hálflamaður í bili, eins og eg ihefði verði sleg- irjn. Eg hafði haft nógan tíma til þeiss á leiðinni fuliar hugmyndir um !það, ‘hvað eg myndi sjá í kof- anum; en nú við að sjá iþessa soglegu sjón og heyra grátstunur varð ein hugsun efst í huga mínum, og hún var sú, að Ihjálpa henni, ise*m sat þarna, eins fljótt og mér væri unt. Diccon lagði hendina á hand- legg mér, til þess að aftra mér, en eg hristi ihann af mér, opnaði hurðina, gekk yfir gólfið, sem var ó- slétt og brakaði í við hvert spor, og beygði mig yfir manneskjuna, sem sat við eldinn. “Eg ihefi komið á þetta stefnumót, Jocelyn,” sagði eg. Um leið og eg sagði þetta lagði eg hendina á beygða höfuðið. Höfuðið réttist upp og kápan var dregin frá andlitinu og augun, sem litu framan í mig voru augu ítalska læknisins. Eg stirðnaði af ótta eins og eg hefði litið fram- an í enhverja voðalega ófreskju. Augun voru dauf og ofurdauft háðslegt glott lék um varirnar andlitið var náfölt og illgirnin skein út úr því. — Eg starði á það og kuldahrollur fór um hjarta mitt, sem eg ætlaði að verða veikur af því að sjá (þetta. petta varði aðeins eina mínútu; þá heyrði eg aðvörunaróp frá Diccon. Eg stökk afturábak Iþang- að til eg var kominn lengd arinsins frá ítalanum; þá snéri eg mér við og stóð augliti til auglits við bar- óninn. Bak við hann voru opnar dyr, sem láu inn í innra berbergi, sem mjög dauf birta var í. Hann stóð og horfði á mig með ósvífnissvip og sigurhrósi sem var óþolandi. Hann hélt á sverði sínu í hendinni og hjöltin, sem voru sett gimsteinum glitruðu í elds- bjarmanum. Ertnisibros lék um hið forkunnarfríða andlit hans. Eg horfði ‘ framan í hann með brosl, sem var eins djarft, en eg sagði ekki eitt einasta orð. Eg hafð svarið í lyftingunni á ”George” að tala framvegis við þennan herra með sverði tnínu. “pú Ihefir komið,” sagði hann; eg hélt að þú myndir gera það”. Eg leit í kringum mig í kofanum eftir vopni. Eg sá ekkert, sem var ihetugra heldur en kyndillinn, sem var vel gildur og brunninn til hálfls. Eg stökk að honum reif hann úr grópinu, isem hann var fest- ur í. Diccon jþreif upp ryðgaðan járnbút og með þessuvn vopnum ætiuðum við að mæta sverði lá- varðsins og litlum hárbeittum og undarlega löguð- um rýting, sem ítalinn dró úr flauelssliðrum. Lávarðurinn las hugsanir mínar og hló. “Ykk- ur skjátlast,” mælti hann rólega. “Mér er nóg að kafteinn Percy veit að eg þori að berjast við hann, en í þetta skifti ætla eg mér að vinna taflið”. Hann snéri sér að ytri dyrunum og rétti upp hendina til að gefa bendingu. Kofinn fyltist í svipstundu af mönnum. Líkam- ir þeirra voru rauðbrúnir og naktir, nema trm mitt- ið, og þeir báru allir höfuðbúnað; andlitin voru með svörtum rákuvn og það hreyfðist enginn vöðvi í þeim, og augun voru djörf. Mér varð nú Ijóst til hvers Edward Sharpless hafði gert sér ferð út í skóginn og hvaða greiða hann hafði keypt fyrir silfurbikar- inn. Paspahegharnir voru gamlir óvinir mínir; það var enginn vafi á að þeim myndi verða verkið, sem þeir áttu að vinna ljúft. “pjónar mínir voru því miður ekki við hendina,” sagði Iávarðurinn; “þeir voru sendir heim á Santa Teresa. Eg er sa'mt ekki svo fátækur enn, að eg geti ekki fengið aðra. Það er að vísu satt að Nicolo hefði getað unnið verkið áðan, þegar þú 'beygðir þig svo ástúðlega yfir hann; en áin gæti skilað aftur líki þínu og það gæti orðið til þess að skrítnar sögur kæmust á gang. Eg hefi iheyrt að Indíánarnir séu slungnir og skilji ekki eftir neitt, sem geti bor- ið vitni.” Áður en hann hafði lokið máli sínu, stökk eg á hann og þreif með annari hendi um úlnliðinn á þeirri hendi, sem sverð hans var í, en með hinnf þreif eg fyrir kverkar honum. Hann reynd að losa hendina og komast úr höndunum á mér. Við svift- umst um og það voru eldglæringar fyrir augunum á mér og vatnaniður í eyrum mínum. Rauðar hendur þrifu á mig, og beittir hnífar voru reiðubúnir að bragða blóð mitt; en svo voru sviftingar okkar harð- ar —eg stundum ofan á, hann stundum— að hend- ur og hnífar hikuðu af ótta um að hitta rangann mann. Eg heyrði að Diccon var að ’berjast og eg vissi að næsta dag myndi verða sogarsöngur sung- inn ‘meðal kvenna Paspahegh Indíánanna. Lávarð- urinn reyndi af öllum kröftum að beina sverðinu að mer og að lokum rispaði hann mig á handleggnum með oddinum á því. Allmikið blóð rann úr sárinu og myndaði poll á gólfinu. Eg steig í hann einu sinni, rann til og var nærri fallinn. Tveir Indíánar voru dauðir. Diccon hafði náð í hníf þess, sem fyr féll, og blóðið draup af honum. ftalinn, sem var fljótur og liðugur eins og ihögg- ormur, fylgdi mér og húsbónda sínmu fast eftir og reyndi að hjálpa honum með rýtingnum. Við vor- um orðnir móðir báðir; fyrir augum okkar var blóð og í eyrum okkar brimgnýr. Háreysti hinna, sem voru að berjast, hljóðnaði alt í einu. Það þýddi að Diccon var annaðhvort dauður eða hafði verið handsamaður. Eg gat ekki litið við, til þess að sjá hvort svo væri. Eg neytti allra 'icrafta og hrakti mot- stöðumann minn undan ‘mér út í eitt hornið á kof- anum. Það vildi svo til, að pardusdýrið hafði valið sér aðsetursstað í þessu horni. Hann barði dýrið með hælnum, svo það færði sig frá og gerði sína síðustu tilraun til þess að fleygja mér niður. Eg lét hann ihalda, að honum myndi takast það, en neytti um leið minna síðustu krafta og slengdi honum niður. Eg ihafði sverð hans í hendi minni og setti oddinn á því á háls honum, en í sa'ma bili var þrifið í hand- legginn á mér að aftan. Á næsta augnabliki dróu margar hendur mig frá honum og einn villimaður- inn hafði smeygt ól yfir handleggina á mér og reyrði þá að síðunum. Það var úti um alt; ekkert eftir nema að gjalda skaðabætur möglunarlaust. Diccon var ekki dauðuir; hann var bundinn eins og eg. Hann hallaði sér upp að veggnum og dró þungt anöann; þeir, s&m hann hafði drepið láu við fætur Ihans. Lávarðurinn stóð upp og stóð andspæn- is mér. Klæði hans voru rifin og fl’öktu sundur á hálsinum og blóðið úr sári mínu litaði aðra hendina á honum og handlegginn. Á vörum Ihans var brosið, sem hafði gert hann að herra þess, sem drotnaði yfir heilu konungsríki. “Þetta var langur leikur,” mælti hann, “ en eg hefi sigrað að lokum. Góða nótt, kafteinn Percy, og eg óska að þú sofnir draumlausum svefni.” Indíánarnir stukku skyndilega afturábak og Diccon hrópaði hátt: “Pardusdýrið! Varaðu þig!” Eg snéri mér við. Dýrið var orðið ótt af hávaðanum, birtunni, hreyfingunni á mönnunum, blóðinu, sem það sá og fann lyktina af, og högginu, sem það hafði fengið. pað hnipraði sig saman og var reiðubúið að stökkva. Rauðbrúna hárið á því ýfðist og augun Voru ógurleg. Eg var foeint fyrir framan það, en augu þess horfðu ekki á mig. pað þaut fram hjá mér eins og kólfi væri skotið, og beint á manninn, sem hafði sparkað í það. Annar hrammur þess sökk inn í flauelið í treyju hans en klærnar á hinum læstust í andlitið á honum rétt fyrir neðan gagnaugað og rifu þaðan niður og þvert yfir. ítalinn rak upp hljóð, sem var eins ógurlegt og org dýrsins, henti sér yfir það og rak rýtinginn á kaf í hálsinn á því. Dýrið og maðurinn, sem það réðist á, féllu ibæði saman á gólfið. pegar Indíánarnir voru búnir að losa dýrið af manninum, kom Edward Sharpless náfölur af hræðslu út úr innra herberginu til 'þess að taka við stjórninni af lávarðinum, sem var fallinn í valinn. Lávarðurinn lá í blóði sínu á gólfinu, meðvitundar- laus, en þó ekki dauður, og það var hræðileg sjón að sjá hann. Andlit hans, sem hafði verlð spegill hans drambsömu og ill'u sálar, hafði verið framúr- skarandi frítt; það hafði aflað /honum auðs og met- orða og sjálfur konungurinn hafði horft á það með aðdáun; nú var það orðið svona útlits. Hann átti fyrir hönduim að lifa; eg átti fyrir höndum að deyja; minn dauði var betri en hans líf. í sál hvers manns eru dimmir afkimar og þaðan skríða stundum Ijótar myndir fram í dagsljósið; eg gat þó bælt niður þann ódrengilega fögnuð, sem eg fann til, og hann gerði ekki vart við sig aftur. Eg hefði getað drepið hann, en eg vildi ekki hafa hann svona útleikinn. ítalinn kraup á kné við hliðina á húsbónda sín- um; jafnvel hjá svo auðvirðilegum manni var vin- átta og trygð. Úr kverkunum á honurn kom lágt, langt garghljóð, og hann reyndi að þerra blóðið með kræklóttum höndunum. Paspahegarnir færðu sig nær okkur og foringi þeirra þreif í öxlina á mér. “Gefðu skipun þína, Sharpless,” sagði eg, “eða að- eins bendingu með höfðinu, ef þú ert of hræddur til þess að tala. Manndráp eru of alvarlegur leikur fyrir annan eins eldhússþræl og þú ert.” Hann var náfölur og skjálfandi af hræðslu og forð- aðist að líta framan í mig; en hann benti Indí- ánahöfðingjanum til sín og fór að hvísla að honum í ákafa. Stundum benti hann á manninn, sem lá á gólfinu, stundu’m út í skóginn og stundum í áttina til bæjarins. Indíáninn /hlustaði, kinkaði kolli og færði sig svo aftur til félaga sinna. “Hvítu mennirnir við Powhatanána eru margir,” sagði hann á sínu máli, “en þeir ibyggja sér ekki bú- staði á bökkum Pamunkey-áæinnar. Söngfuglarnir þar segja engar sögur. Furukvistirnir brenna eins vel þar og hér, og hvítu mennirnir finna ekki lykt- ina af þeim. Við skulum kynda eld í Uttamussac milli rauðu hæðanna, fyrir framan musterið og grafir konunganna.” Hinir samþyktu nöldrandi það, sem hann sagði. Uttamussac! peir færu það líklega á tveim dög- um. Við áttum þó það eftir ólifað. Við yfirgáfum allir kofann eftir litla stund, Indíánarnir og við bandingjar þeirra. úr dyrunum leit eg við, fram ihjá löðurmenninu, sem eg hafði fleygt í ána einn fagran sumardag, á Iíkama manns- ins, sem lá endilangur í blóði sínu á gólfinu. Hann hreyfði sig og stundi í sa'ma ibili og mér varð litið á hann. Indíánarnir, sem á eftir voru, ýttu á eftir mér, og eftir augnablik vorum við komnir út undir stjörnurnar. pær voru skærar, og ein, sem var stór og undraskær og fögur, var beint yfir bænum, sem við nú snérum ibaki að, yfir húsi landstjórans. Myndi hún, sem þar var sofa eða vaka? Eg bað til Guðs, að hann verndaði hana og huggaði bæði f svefni og vöku. Stjömurnar skinu nú milli naktra greinar, svartir trjábolir voru umhverfis okkur á allar hliðar og undir fótum okkar skrjáfaði í visnu laufinu. pegar við komirm út úr lauflausa skóginum komum við inni í furuviðar og sedrusskóg; grein- arnar luktust saman og mynduðu þak yfir höfðunum á okkur, sem angaði af ilm trjánna, huldi Ijóma stjarnanna og fylti heiminn fyrir neðan 'með myrkri. ------------------ 30. Kapítuli. Við hefjum ferðalag. pegar dagur ljómaði vorum yið á ferð eftir mjóum dal meðfram allbreiðri á. óvenjulega stór tré uxu á bökkum árinnar, sýprusviður og eik og fleiri trjátegundir. pau voru risa'há og krónur þeirra, svartar og biaðlausar bar við rauðleitt loftið. Neðan við greinar þeirra, sem voru líkastar steyptu járn- skrauti, glóðu irauð mösurtré og íhér og þar með- fram vatninu voru píliviðarrunnar, sem hölluðust fram yfir það, og líktust mest ljósgrænum skýjum. Móða var í lófti svo að ekki var hægt að greina neitt í fjarlægð. Við heyrðum til dýranna er stóðu og drukku, þar sem vatnið var grunt, en við sáum þau ekki. Heimurinn er aldrei eins tómlegur, ber aldrei eins á sér svip hins vafakenda og einmitt u'm sólar- uppkomu þá, ef nokkurn tíma, verður maður ihreldur í huga og ibrestur kjark, og lífið verður óbærilega leiðinlegt. Eg gekk á eftir villimanninum, sem eg var bundinn við með leðurtaug, í móðunni og þögn- inni og mér fanst sem á sama stæði, hversu skjótt þeir bindu enda á þetta, því að allir hlutir undir sólunni væri ekkert annað en aumasti hégómi. Diccon, sem gekk á eftir mér rak tærnar í rót og féll á kné; Indíáninn, sem bann var bundinn við, féll líka. Félagar ihans hlóu að þessu óhappi hans og hann snéri sér óður og reiður að bandingja sínu’m og hefði rekið hann í gegn, þótt hann væri bundinn, hefði foringinn ekki skorist í leikinn og aftrað hon- um þess. pegar þetta uppistand, sem ekki varaði nema stutta stund, var búið og eigandi hnífsins var búinn að slíðra hann aftur í belti sínu, féll sama ills-vitandi þögnin yfir Indíánana og þeir héld'u á- fram á sinni Iangþreytandi göngu. Brátt komum við að skarpri ibugðu í ánni og óðum þar yfir hana. Hún var straumhörð og vatnið var með skolalit og jökulíkalt. Skógurinn hafði brunnið þeim megin ár- innar, sem við voru'm nú og trjástofnarnir stóðu upp úr rauðum jarðveginum sviðnir og svartir eins og bálfararstaurar, en móðan milli þeirra leit út eins og gráar vofur. Eftir nokkurn tíma vorum við komnir út úr þessu sorglega umihverfi og inn í eikar- skóg. Eikurnar voru mjög 'hávaxnar og stóðu gisið og jarðvegurinn milli þeirra var þakinn mosa og fyrstu vorblómunu'm. Sólin kom upp, þokan hvarf og veðrið var reglulegt marzmánaðarveður með snörpum vindi og glaðasólskini. Einn af Indíánunum lagði bjarndýr að velH, þegar við vorum komnir nokkuð lengra áleiðis, með boga sínum. Bangsi röhi í hægðum sínum í sólskin- inu gegnum ofurlítið rjóður. Örin hitti, og þar se*m dýrið féll, settumst við niður og neyttum matar okkar við eld, sem var kveiktur, með því að núa sam- an tveimur spýtum. Indíánarnir átu afskaplega, elns og þeirra var siður, og þegar máltíðinni var lokið íóru þeir að reykja; en fyrst köstuðu þeir upp í loft- ið hver um sig ofurlitlu af tóibakinu; það var þakk- arfórn þeirra til Kiwassa. peir störðu allir á eldinn, sem við sátum í kringu'm og allir þögðu. pegar eld- urinn í pípum þeirra dó, lögðu þeir sig hver á fæt- ur öðrum til' svefns; aðeins þeir tveir, er gættu okk- ar á leiðinni og sá þriðji, sem sat andspœnis okkur, vöktu og gáfu gætur að okkur. pað var engin von um að við kæmumst burtu, og okkur datt það ekki í hug. Diccon sat og nagaði á sér neglurnar og horfði á eldinn. Eg rétti úr mér, grúfði andlitið niður og reyndi að sofna, en gat það ekki. Um hádegisbilið Iögðum við af stað aftur og héldum stöðugt áfram allan síðari hluta dagsins. Við sættu'm engri illri meðferð annari en það að vera bundnir. Þvert á móti töluðu Indíánarnir vin- gjarnlega til okkar og brostu, þegar þeir sögðu orð við okkur. Hver getur skilið aðferðir Indíánanna? Það er siður þeirra að láta vel að vesalingum þeim, sem þeir hafa tekið til að kvelja. Um sólsetur námum við staðar og borðuðum kvöldverð. Foringinn fór að segja sögu af herferð, sem eg hafði farið á hendur Paspalhegum fyrir mörgum áru'm, og hann og menn hans hrósuðu mjög áræðinu, sem eg ihefði sýnt, því um allan iheim dást menn að djörfum fjandmanni. En þrátt fyrir það var víst að bálið biði okkar og að þeir myndu gera alt, sem þeim væri unt til þess að láta okkur æpa af kvölu'm. Sólin hneig til viðar og myrkrið færðist yfir skóginn. Við heyrðum til úlfa og eldurinn var látinn brenna alla nóttina. Við Diccon vorum ibundn- ir við ifcré og'Indíánarnir lögðust til svefns allir, nema einn. Eg reyndi að losa um fjötra mína, en þeir höfðu verið bundnir af Indíána, svo eg hætti því eftir nokkra stund, því eg vissi, að það var ekki til neins. Við gátum ekkert talað saman, því við vorum sinn hvoru megin við eldinn og gátum naum- ast séð hvorn annan fyrir reyknu'm — og þannig yrðum við ef til vildi að horfa hvor á annan næsta dag. Eg vissi ekki um hvað Diccon hugsaði en eg var ekki að hugsa um næsta dag. Það hafði ekki rignt lengi og laufin á jörð- inni voru þur og skrælnuð. Það skrjáfaði hátt í þeim og hvein í trjánum, sem svignuðu undan vindinum. Lengra inni í skógnum var mýri og það glömpuðu (h'rævarlög yfir ihenni — daufir kaldir logar, sem reikuðu Ihér og þar, eins ob svipir þeirra, sem hafa vilst í skógi. Undir miðnætti ruddist eitthvert stórt dýr gegnum skóginn til vinstri handar við okkur og þaut áfram í 'myrkrinu yfir þurt laufið, sem brakaði undir fótum þess; litlu síðar sáum við glytta í glyrnur úlfanna í myrkurhringnum umhverfis eld- inn. Þegar leið á nóttina lygndi. og tunglið kom upp og breytti skóginum svo, að hann varð eins og undra- fagurt og fjarlægt draumaland. Indíánarnir vökn- uðu hljóðlaust og allir í einu, eins og þeir hefðu komið’sér saman um það. peir töluðu saman sín á milli; svo vorum við leystir frá trjánum og ganga okkar til dauðans byrjaði aftur. IForinginn gekk nú sjálfur við hliðina á mér og tunglið varpaði daufum geislum á dökkan líkama hans og hörkulegt andlitið. Hann talaði ekki orð, og eg niðurlægði mig etkki með því að spyrja,'sýna fram á neitt eða ibiðja nokkurs. Aðeins eitt stóð fyrir hugarsjónum mínum í myrkrinu milli trjánna, í daufu tunglsljósinu í rjóðrunum og í hálfdimm- I unni innan um runna og reyrgresi. Eg sá hana grannvaxna, kyrl'áta og fölieita, með stóru dökku augun, sem horfðu á mig. Jocelyn stóð mér lifandi fyrir hugarsjónum. Um sólarupprás lyftist þokan frá dálítilli hæð, sem var beint fram undan ókkur. Efst á hæðinni istóð ungur Indíáni með hvítlitað ihörund. pað var engu líkara en að hann væri andi, se'm væri reiðu- búinn að svífa út í geiminn. Hann var að biðja til hins eina, sem er yfiir Öllum, og rödd barst til okk- ar hrein og alvöruþrungin. pegar hann sá okkur ihljóp ihann niður hæðina eins og kólfi væri skotið og hann hefði 'hlaupið út í skóginn, ef einn Indíán- anna hefði ekki náð í hann og sett hann inn í miðj- an hópinn, þar stóð hann og lét sér Ihvergi ibregða, rétt eins og hann væri dálítiil hermaður. Hann heyrði til Pamunkey-Indíánanna og það var þá frið- ur milil þeirra og Paspaheganna. pessvegna, er hann sá ættarmerkið, sem var brent á brjóst foringjans, varð /hann skrafhreifinn og /bauðst til að fara á undan okikur heim í þorp sitt, sem hann sagði að væri örskamt þaðan á árbakkanu'm. Hann fór og Paspalhegarnir settust niður og hvíldu sig undir tré þangað til öldungarnir úr þorpinu komu til þess að leiða þá yfir brúnu akrana óg fram hjá 'blaðlausum mórberjatrjám, sem stóðu í hring að gestatjaldinu. par voru mottur breiddar á grasið og gestunum fært vatn, til þess að taka handlaugar. Síðan komu konurnar og báru fram ríflegan morgunverð, fisk, kalkúnakjöt, og villibráð, maísbrauð og fleira góð- gæti. Þegar máltíðinni var lokið, settust Paspaheg- arnir í hálfhring á jörðina og hinir á móti þeim, og karlmennirnir ungir og gamTir tóku upp pípur sínar og tóbaksílát. Þeir sátu þegandi og reyktu með há- tíðlegum svip, og þögnin var aðeins rofin einstöku sinnum, þegar einhver mikilvæg spurning eða skjall- yrði var borið fram. Blái reykurinn úr pípunum leið innan um sólargeislana, sem féllu milli trjágrein- anna; áin, sem rann fram hjá, var blikandi björt oð vinduirinn þaut í furutrjánum á bakkanum hinum megin. Böndin ihöfðu verið leysfc af mér og Diccon í bili og við vorum settir í miðjan hringinn. Þegar Indíánarnir .litu upp af jörðinni störðu þeir á okkur. Eg þekti hættj þeirra og vissi ihvað mikið þeim fanst til u*m það að menn sýndu hugrekki og létu sér við ekkert ibregða, hirtu ekkert um hvað ilt sem óvinirn- ir gerðu þeim. Eg hugsaði mér, að þeir skyldu kom- ast að raun um, að hvítir menn væru ekki síður hugprúðir en villimenn. peir gáfu okkur fúslega pípurnar, sem eg bað um. Diceon kveikti lí annari og eg í hinni ög fvið reyktum með eins 'miklum ánægjusvip og Indíánarn- ir sjálfir. Diccon ihorfði á foringjann og sagði sögu af einhverju óþoikkalbragði Paspalheganna og hefnd arinnar fyrir það af hendi Englendinga, og eg hló að /þessu, eins og það væri það skemtilegasta, sem eg hefði nokkurtíma iheyrt. Þegar sagan var búin reykt- um við þegjandi um stund; svo tók eg teninga mína upp úr vasa mínum og við fórum að kasta þeim. Við urðu'm strax niðursokknir í það, eins og okkur stæði á sama um alla hluti í heiminum, nema þessa fáu gullpeninga, sem eg átti eftir og sem eg lét á milli okkar. Þessir undarlegu menn, sem höfðu okk- ur á valdi sínu, ihorfðu á okkur með ógeðslegu sa*m- þykki; þeir skoðuðu okkur hugrakka menn, sem gætu hlegið fram í dauðann. Gerist nú þegar kau pandi Lögbergs og fáið stærsta og fjöllesnasta s 1 e 'n z k a blaðið í heimi Ef þér þurfið að láta PRENTA eitthvað, þá komið með það til The Columbia Press, Ltd. Cor. Saréent & Toronto RJOMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvnnnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Co-operative Dairies LIMITKD I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.