Lögberg - 17.04.1924, Blaðsíða 4
BLs. 4
6
I
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. APRÍL. 1924.
t
Jögberg
Gefið út hvem Fimtudag af Tbe Col-
umbia Pre**, Ltd., tCor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Talsimart N-6327 oý N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Utanéakrift til blaðaina:
TlfF COIUMBIH PRESS, Ltd., Box 317*. Winnipeg, Mai-
Utanéakrift ritatjórana:
ÉöiTCB LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M»n-
The “Lögberg” is printed and published by
The Colunabia Press, Limited, in the Columbia
Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Sœlureitir.
Jónas Hallgrímsson segir, að forfeÖur vorir,
NorSmenn, hafi flutt yfir hyldýpi^haf, til þess aS
finna sælureit á íslandi. Þar sem þeir máttu húa að
sínu og njóta frelsis þess, sem hin þróttmikla, nor-
ræna sál þráöi.
En það voru ekki að eins Norðmennirnir, sem til
Islands fluttu á níundu öldinni, sem voru að leita að
sælureit. Það hafa allir menn og allar konur verið
að gjöra frá fyrstu tíð, og eru að því enn í dag, og
hafa ef til vill aldrei gjört það meir en nú.
Það er meðfædd eðlis tilfinning manna, að þrá að
vera sælir, þrá að njóta friðar og fagnaðar þess, sem
þeim er sagt að lífið geti veitt og sem þeir sjá, að
sumir fá að njóta. En sælumeðvitund manna er á
mjög mismunandi stigi, og sælureitirnir, sem þeir
keppa eftir í lífinu, eru eíns ólikir og mismunandi,
eins og tilfinning mannana.
Suniir leita þeirra í skemtunum lífsins, og teiga af
bikar þeirrra, en þyrstir þó æ meir. Aðrir í vellyst-
ingum þeirn og þægindum, sem auðurinn veitir, og fá
aldrei satt ákafa sinn. Sumir leita þeirra á stólum
valdanna og finna engan frið, og enn aðrir leita í
hinum hraðfara og kröfuharða iðnaðarheimi, og
finna aldrei hvíld.
Nýlega lásum vér sögu eins nafnkunns manns hjá
nágrannaþjóð vorri, Bandaríkjaþjóðinni, sem segir frá
þessari leit sinni á eftirtektaverðan hátt, og lika hefir
fundið sælureit þar sem hann fær að njóta þess
bezta, sem i sál hans býr, í samræmi við það, sem
mennirnir þekkja æðst á jörðu og horft svo á hið ið-
andi mannlíf, hinar Ifeitandi manneskjur elta í-
myndaðar skuggamyndir hinna þráðu sælureita
lífsis.
Maður þessi, Philip Cabot að nafni, er banka-
stjóri í Boston, Mass., og á þannig yfir að ráða mil-
jónum dollara af veltufé bankans, og varðveitir þar
að auki sparisjóðsfé svo miljótium skiftir.
Tuttugu og eins árs gamall útskrifaðist Cabot frá
Harvard háskólanum, og var þá orðinn mög snort-
inn af kenningum Philips Brooks. Þegar Philip
Cabot hafði lokið skólanámi sinu við Harvard, kemst
hann svo að orði: “Eg henti mér út í hið hraðfara
viSskiftalíf og þráði að finna strauma þess leika um
mig. Eg drakk eitur þess inn í sál mína ásamt fé-
lögum mínum, og fullnægði þeim kröfum tilfinninga
minna, sem knúðu mig áfram með vaxandi hraða, til
þess að auka viðskiftin sem mest, og eg görði þetta
af þvi, að eg hafði ánægu af því. Eg elskaði valdið,
sem það veitti mér, og mér var nautn að ábyrgðartil-
finningunni, sem því var samfara.
Ásamt öðrum, sem voru í svipaðri stöðu og
þeirri, er eg skipaði, hamaðist eg frá morgni til
kvölds. Dagsverkið byraði með hluthafa fundi á
morgnana, kl. io og enda með því að spila “bridge”
fram til kl. tólf á kveldin.
Ef slíku lífj er lifað ár út og ár inn, þá verða
afleiðingar þess að likindum sem hér segir: “l>ér
finst þú staddur í stöðugu stríði. Fulluf ótta og á-
hyggju sækir þú fram eins fast og líkamskraftar
þínir leyfa, en yfir sál þína fellur bráðabirgða værð-
armók. Þú verður eins og sá, er ópíum hefir tekið
til þess að lina kvalir líkamans, eða sá, er stingur.
höfði sínu undir vatnsbunu, til þess að deyfa hlust-
arv^rk. Ef að maður tekur nógu mikið af ópíum,
þá deyr hann, og ef hann heldur höfðinu nógu lengi
undir vatni, þá druknar liann. Og það varð einmitt
hlutskifti flestra þeirra manna, sem lifðu á sama
hátt og eg, því í sannleika að segja er eg nú einn eft
ir af þeim ungu mönnum, sem lögðu út í lifsbarátt-
una á sama tíma og eg; hinir eru annað hvort dánir
eða gjör eyðilagðir.”
En það var með Mr. Cabot eins og alla aðra menn,
að það kom að skuldadögunum, og að hann varð að
borga. Eftir þenna miskunnarlausa kappleik, seni
staðið hafði í þrátíu ár, voru kraftar líkamans að
þrotum komnir, og hann veiktist og veikindi hans
verða svo alvarleg, að honum er ekki hugað lif.
Við dauðans dyr og með dauðann fyrir augum, fer
Cabot að hugsa um eilífðina, sem hann hafði gleymt
frá því að hann fór úr foreldra húsum og þangað
til að hann horfðist í augu við dauðann þarna á sótt
arsænginni, og hann lýsir tilfinningum sínum á þessa
leið: “Hið stóra og háa blasti við sjónum mínum,
og eg fénn svo óendanlega sárt til þess, hve lítill eg
var sjálfur, og ákveðin og óþaggandi rödd talaði í
sál minni, sem sagði: “Það sem að þér og félags-
bræðrum þínum er, er það, að þið treystið ekki Guði.”
Svo heldur Cabot áfram og segir: “Það var sann-
leikur. Við vorum viltir. Við vorum eins og ferða-
maður, sem vilst hefir á eyðimörkum norðurhérað-
anna, og er áttavitalaus. Ef þér hafið nokkurn tima
verið viltir i skógi, þá vitið þér’, hvernig ástand hins
vilta er. Hugur hans fyllist ótta og skelfingar.
Þannig var ástand okkar, og slíkt er ástand ótrúlega
margra manna og kvenna nú í dag.”
“Að siðustu varð mér það ljóst,” segir Mr. Cabot,
“að eini vegurinn, sem til var, var vegur trúarinnar á
guð—trúar svo sterkrar, að hún yrði ráðandi aflið
í lífinu. En sá vegur var ekki auðfarinn né greið-
ur. Torfærurnar á vegi þeim voru margar og tind-
arnir háir, sem eg varð að komast yfir. Eg var ekki
að eins knúður inn á veg trúarinnar, heldur var eg
blátt áfram hirtur og barinn inn á hann. En þegar
trúarvissan hefir einu sinni náð haldi á hjarta þínu,
þá öðlast maður sálarfrið þann, sem með orðum
verður ekki lýst. Ró og friður færist yfir sálina eins
og þegar maður hlustar á þýða og töfrandi tóna söng-
listarinnar, og hún fyl’list ánægju, sem svalar bæði
hungri hennar og þorsta. Það eru ekki áhrif frá
skilningsþroska mannanna sjálfra. Þú getur ekkert
um það sagt, hvaðan að þau koma eða hvernig. En
þau verma sá'Iina og tendra ljós lífsins.”
Til merkis um álit það, sem Mr. Cábot nýt-
ur hjá þjóð sinni, má geta þess, að forseti Harvard-
háskólans, Mr. Lowell, hefir valið hann til þess að
flytja hina svokölluðu Ingersoll ræðu, eða fyrirlest-
ur, sem árlega er fluttur við þann skóla ogtil þess eru
valdir mætustu menn Bandaríkjaþjóðarinnar, og um-
talsefni þáð, sem Mr. Cabot hefir valið sér, er: “Lífið
e/tir dauðann.”
----------o----------
Hudsonsflóa brautin.
Meira hefir verið rætt um Hudsonsflóa braut-
ina nú í síðustu tíð, heldur en nokkurn tíma áður, og
ibúar Vesturfylkjanna hafa fylgt því máli fram að
undariförnu með meiri alvöru, en dæmi eru til áður,
og er vonandi að þeir fylgi því nú svo fast
fram, að þeir létti ekki fyr en þeir eru húnir að fá
málinu framgengt og leiðin í gegn um flóann er feng-
in og fullgerð bæði fyrir vöru- og fólks-flutninga,
þó þar sé án efa við ramman reip að draga. En það
er ékki að eins, að mönnum sé ant um, að fá braut
þessa fullgerða til þess að fá beinni og hagkvæmari
leið til markaðar fyrir afurðir Vesturfylkjanna,
heldur er landsvæði það, sem brautin liggur í gegn
um til flóans og menn komast nú ekki að fyrir veg-
leysum, eitt það auðugasta, aem til er í Canada. Um
landflæmi það fórust Dr. Wallace, sem um nokkurra
ára skeið var “Commissioner” eða landstjóri þess
héraðs, svo orð nýlega hér í Winnipeg:
“Það eru að.eins tveir fimtu af landinu í Mani-
toba, sem hæft er til akuryrkju, og það eru lítil lík-
indi til, að við það verði bætt. Spursmálið stóra er:
hvað verður gjört við hina þrjá-fimtu partana? Mér
virðist, að ein af aðal yfirsjónum leiðtoga vorra sé
sú, að þeir gefa ekki nógu miklar gætur að sögunni
og mín reynsla er, að flestir af samtíðarmönnum
vorum líta aldrei til baka til sögunnar, eins og þeir
ættu þó að gera.”
Svo mintist Mr. Wíallace landkönnunar fröni-
uðanna gömlu á þessu svæði, en þó einkum John
Franklins, sem hann taldi mestan þeirra. Svo mint-
ist hann Hudsonsflóa félagsins og umboðsmanna
þess, sem ráku hér verzlun áður en brezkt stjórnarfyr-
irkomulag átti sér stað í landinu, og á það, að þeim
væri það mjög að þakka, að brezki fáinn blakti nú
við hún í Canada. Hann mintist á sjóferðirnar á
milli Evrópu, þó einkum Englands, á því tímabili—
að sjö hundruð og fimtiu vöruskip hefðu siglt út og
inn um Hudsonsflóann á tvö hundruð ára timabili,
og af þeim hefðu að eins tvö farist.
Um auðlegð norðurhluta Manitoba fylkis, fórust
Dr. Wallace orð á þessa leið: “Fyrir fimtán árum
síðan höfðu menn ekki hugmynd um náma-auð þar
í jörðu. En nú í dag vita menn af fimtán námahér-
uðum, auk þeirra, sem nú er verið að vinna í. !•
einu þeirra er kopar í ríkum mæli og gull i fimm. En
sá auður liggur ónotaður sökum þess, að að þessum
námahéruðum verður ellki komist sökum vegleysu og
óhugsandi, þótt menn kæmust þangað, að koma
nokkru frá sér, eða að.”
“Gullfundurinn í Ontario fyrir fjórtán árum síð-
an, hefir auðgað það fylki ósegjanlega mikið,” sagði
Dr. Wallace, og bætti við: “Eg vona, að brezkir auð-
menn verði hvattir til þess að leggja fé sitt í gull-
námurnar í Norður Manitoba, og ekki sviknir, eins
og þteir hafa stundum áður verið.”
Svo sneri Dr. Wallace sér aftur að akuryrkju-
málunum í Manitoba og mælti: “íbúar Manitoba-
fylkis geta ekki lifað eingöngu á akuryrkju. Ef far-
ið væri að vinna í þremur eða fjórum af þessum gull-
námahéruðum, þá mundi það hafa ósegjanlega bless-
un í för með sér fyrir efnalega afkomu Manitoba-
fylkis. Eg hefi persónulega kynst fólki því, sem bú-
sett er þar norður frá,” sagði Dr. Wallace, “og það
er bæði myndarlegt og gott fólk.” Um landið með-
fram Hudsonsflóabrautinni sagði hann, að þar væru
um tíu þúsund fermílur af góðu landi til búpefiings-
nota og til þess að rækta á bygg og hafra.
----,----—o----------
Fjárlögin á þingi.
Sjaldan hefir verið beðið með meiri óþreyju eft-
ir fjárlögum stjórnarinnar í Canada, síðan lögbund-
in stjórn komst á í landinu, heldur en eftir fjárlaga-
frunivarpi þvi, sem lagt var fram á þinginu í Ottawa
á finitudaginn var, og til þess bar aðallega tvent:
Fyrst, að þjóðin í heild sinni lét sig meiru varða
um lög þessi en hún hefir ef til vill nokkurn tíma áð-
ur gert um fjárlög þessa ríkis. Hún vissi vel, að fjár-
málin hafa verið í óreiðu á undanförnum árum— að
ríkisskuldirnar hafa farið vaxandi á hverju ári um
undanfarin tíu ár, og að skattarnir hafa farið sí-
hækkandi,'þar til siðastliðið ár að þeir námu $40.00 á
hvert mannsbarn í landinu, og þjóðin skildi, að slíkt
ástand gat ekki haldist til lengdar.
í öðru lagi var fólk búið að fá vitneskju um
það, af því sem í hásætisræðunni stóð, að stjórnin
mundi nú í fyrsta sinni síðan á stríðsárunum, geta
látið tekjur og útgjöld rikisins mætast, og að hún
hefði líka ráðið við sig að lækka tolla á akuryrkju-
verkfærum og öðrum nauðsynjavörum.
Svo koma fjárlögin, og þau staðfesta ekki að-
eins það, sem stjórnin hafði látið á sér skilja í há-
sætisræðunni að hún ætlaði að gjöra, heldur gengur
stjórnin lengra en menn vonuðust eftir að hún mundi
gera í því að létta skattabyrðinni á fólki.
Tekjur Canada árið sem leið námu $396,000,000,
en útgjöldin $328,250,00, og nemur því tekjuafgang-
urinn $67,750,000, og er ekki annað. hægt að segja,
en að sú frammistaða sé ekki að eins viðunanleg, held-
ur ágæt.
En auk þess að bréyta tapi, sem ríkið varð ár-
lega að bíða áður, í $67,750,000 tekjuafgang á síð-
asta ári þá hefir Kingstjórnin séð sér fært að lækka
tolla á ýmsum nauðsynjavörum, sem nemur um
$24,000,000, eða um $2.66 á hvert mannsarn í land-
inu.
Verzlun gjörði Canada við aðrar þjóðir á árinu
upp á $i,747>63i,34i virði af vörum, það er sem
Canada seldi til annara þjóða. En keyptu aftur inn
vörur upp á $1,604,914,748, og keypti þannig utan að
$I42,'7i6,593 minna af vörum en selt var utan lands,
og er það merki um heilbrigt verzlunarástand.
Árið 1914, fjórum mánuðum áður en stríðið
skall á, nam verzlun Canada við örinur lönd $1,074,-
631,222, en innkeyptar vörur nmu þá $1,238,387,996,
eða með öðrum orðum, Canadamenn keyptu þá inn
vörur upp á $163,756,774 meira en þeir seldu, og
eyddu því þá líka $163,756,774 meira en þeir gátu
borgað fyrir með vörum þeim, er þeir höfðu afgangs
heimaþörfum til að selja.
Það er því ekki að eins að vörumagn það, sem
þeir höfðu til að selja þetta síðast’liðna ár, væri miklu
meira, en það var 1914, heldur hefir halli sá hinn
mikli, sem þá var á verzlun, verið lagaður, svo að
verzlunarviðskiftin sýna $142,716,593 hagnað Can-
adamönnum í vil. Og nú, það sem af er þessú ári,
1924, sýna verzlunarskýrslurnar, að verzlunarhagn-
aður Canadamanna nemur $158,524,707, og enn
fremur það, að yiðskiftin við útlendar þjóðir fara alt
af vaxandi.
Ekki getur hjá því farið, að þetta sé fagnaðar-
efni hverjum þeim, sem lætur sér ant urn heilbrigt
fjárhagsástand í landinu og það, að þjóðin nái sér
sem allra fyrst eftir ólag og erfiðleika í þeim efnum,
sem hún hefir orðið að ganga í gegn um sem afleið-
ingum af stríðinu. Því þó margt sé enn að fjármála-
legu tilliti innbyrðis hjá oss, og máske verði um tíma,
þá er það enguni vafa bundið, að út á við stendur
Canada betur nú í fjármálalegu tiliiti iheldur en
þ'jóðin hefir staðið nú í fleiri ár. Því það er ekki
einasta, að inntektir og útgjöld hennar mætist nú í
ár, heldur er álitlegur tekjuafgangur, svo að stjórnin
hefir getað borgað meir en þrjátíu miljónir dollara
niður í ríkisskuldinni auk annara útgjalda, sern ekki
heyrðu undir hin vanalegu stjórnarútgjöld, heldur
hefir stjórnin líka kveðið að færa niður skatta á
ýmsum nauðsynjavörum manna, sem kemur því til
leiðar, að þær vöruteguridir verða að nokkrum mun
ódýrari, ef breytingarnar ná fram að ganga, og
verða líka til þess að útrýma óhug þeim, sem í fólk
var kominn í sambandi við hið sívaxandi verð var-
anna.
Sumar af vörutegundum þeim, sem ákveðið er
að færa niður tolla á, eru: vélar til þess að búa til
Coke og söluskattur eldsneytis ; vélar notaðar við náma-
gröft; Vélar, sem notaðar eru vi,ð trjávinslu. Tollur
er tekinn af netjum önglum, sem notað er á djúpsæv-
ar fiskimiðum, og söluskattur færður niður á gumi-
vatnsstígvélum; skattur er lækkaður á brauðtegund-
um og skattur einnig tekinn af korntegundum,
söltuðu kjoti og fleira, en hækkaður á sætabrauði,
niðursoðnum og nýjum ávöxtum. Söluskattur á
skóm færður niður um helming, en tekinri alveg af
bandi óg dúkum, sem til fata er brúkað. Tollur á
akuryrkjuverkfærum helir verið færður niður, svo
sem á sláttuvélum og bindurum. Á þeim verkfær-
um hefir tollur frá þeim þjóðum, setji verzlunarhlunn-
indi hafa við Canada, verið 7%%, en nú er hann af-
numinn. En hinn almenni tollur, sem numið hefir
10%, er færður ofan í 6%.
Á Cultivators, hesta'hrífum, jherfum, ■ sáðvélum
og vélum, sem notaðar eru til þess að bera á akra
með, hefir tollur hlunnindaþjóðanna numið 10% og
er hann nurninn af, en almenni tollurinn, sem numið
hefir $12%% færður niður í y\4%. 1
Á plógum, þreskivélum og öllu því, sem þeim
verkfærum heyrir til, hefir hlunnindatollur verið 10%,
og er færður ofan í 5%, en almenni tollurinn, sem ver-
ið hefir 15% niður í 10%. Sama er að segja um
landpakkara (rollers), nafra sem notaðir eru til að
grafa holur fyrir girðingastaura, vélar sem notaðar
eru til þess að rífa upp trástofna, og vélar sem' not-
aðar eru til þess að mala skepnufóður, vélar til að
taka upp kartöflur, og verkfæri til að taka saman
hey með og hlaða.
Allur tollur er numinn af áburði í akra. — Á öx-
um, ljám heyhrífum, handhrrfunt, kvíslum og gúmi-
slöngum fHose), hefir hlunriindatollurinn verið 15%
og er færður ofan í 10%, almenni tollurinn hefir ver-
ið 22Yz% °g er færður niður í 20%.
Á skóflum og spöðum hefir tollur hiunninda-
þjóðanna numið 20; hann er færður niður um helm-
ing; almenni tollurinn var 32%% og er nú ákveðinn
20 prct.
Og að lokum hefir söluskatturinn verið færður
alment niður úr 6°/o og ofan í 5 af ’ hundraði’ og
fjöldamargar undanþágur á nauðsynjavöru veittar
frá söluskatti. Enn fremur eru allar verksmiðjur og
iðnaðarstofnanir, sem framleiða minna en $10,000
virði af vörum á ári, ryidanþ'egnar söluskatti.
Verziunarhlunnindi veita þessi fjárlög öllum þjóð-
um, sem tilheyra brezka veldinu, eða eru í umsjón
brezka veldisins samkvæmt ' fyrirskipunum alþjóða-
sambandsins.
Breytingarnar á söluskattslögunum gengu í gildi
11. þ.mfað þvi er almenning snertir, en að því er hin-
ar smærri iðnaðarstofnanir snertir ganga þær í gildi
1 lúli í sumar.
ínnheimta og
peningar
O ÓÐ og reglubundin innheimta
hefir stóra þýðingu fyrir
viðskifti yðar. Látið oss inn-
heimta útistandandi skuldir fyr-
ir yður utanbæjar. Það er ekki
einasta, að vér bjóðum yður
fram beina . þjónustu vora. í
þessu tilfelli veita hin 700 útibú
vor, í Canada og annars staðar,
margvísleg önnur hlunnmdi.
THE ROYAL BANK
O F CANADA
Höfuðstóll og viðlagssj. .. $41,000.000
Allar eignir.......$560,000,000
F319
Járnbrautalínurnar og
efri málstofan.
1
Eins og flesta mun reka minni j
til, þá félst' neðrimálstofa sam-
banlsþingsins í Ottawa í fyrra á
uppástungu stjórnarinnar í þá átt,
að leggja tuttugu og sex álmur
eða aukalínur út frá meginlínum
þjóðeignalbrautanna — Canadian
National Railways, þar sem þörfin
var Ibrýnust. Sérfræðingar á sviðl
járnbrautamálanna, þar á meðal
framkvæmdarstjóri þjóðeignakerf-
isins Sir Henry Thornton töldu
ál’rnur þessar óumflýjanlegar fyr-
ir vöxt og viðgang þjóðarinnar,
og sýndu fram á með óhrekjandi
sönnunargögnum, að þær mundu
í flestum tilfellum meira er. bera
sig, án tillits til hins mikla óbeina
hagnaðar, er af þeim munli leiða
fyrir land og lýð.
Hver varð svo niðurstaðan?
'Efri málstofan með Borden—
Meig/hen klíkuna í meiri hluta,
skar niður þetta mikla þjóðþrifa-
mál, að því er best verður séð í
þeim tilgangi einum, að svala sér
á mótstöðumönnum sínum, hvað
svo sem hagsmunum almennings
leið. Tiltækið vakti almenna
gremju, sem vonlegt var, ekki síst
í Vesturandinu, þar sem lagning
álmanna var hreint og beint lífs-
skilyrði.
Skyldi sama sagan endurtaka j
sig enn?
f fyrra fór stjórnin fram á eina ;
heildarf járveitingu til allra hinna ;
fyrirhuguðu járnbrautalína. Nú j
hefir ráðgjafi járnhrautamálanna j
hreytt út af þessu , og ber fram;
sérstakt frumvarp í sambandi við i
hverja og eina þessara fyrirhug- j
uðu álma. Hafa nokkrar þcgar 1
hlotið samþykki neðri málstof- j
unnar og væntanlega gera það
allar, um það er lýkur.
En þá kemur til kasta efri mál-
stofunnar. Um samsetningu henn-
ar, hefir þjóðin, eins og sakir
standa, ekkert minsta íhilutunar-
vald. Hví ætti hún þá að hlíta dómi
hennar þegjandi og hljóðalaust.
Vera má, að iþeir háu herrar
þarna uppi, gæti sín betur að
þessu sinni, en í fyrra, þegar
frumvörpin um hinar væntanlegu
járnbrautarlínur verða fengin
þeim í íhendur til athugunar á ný,
ekki síst eftir að jafnháværar
raddir eru fram komnar um ger-
breyting efri málstofunnar eða
jafnvel afnám eins og nú klingja
við um landið þvert og endilangt.
-------0--------
Canada fyrst allra þjóða
til að ná jafnvœgi.
pann:^ komst að orði merkur
skipaeigandi John Bruce að nafni
frá Glasgow á Skotlandi, sem ný-
lega ko'm til Winnipeg á ferð sinni
kringum hnöttinn. Mr. Bruce
kvaðst hafa kynt sér ástandið
eins og það væri í Evrópu, í j
Bandaríkjunum og í flestum öðr-1
u'm ilöndum heimsins, en hvergi
sagðist hann hafa séð jafnglæst-
legar horfur til framfara og þrosk-
unar, eins og hér í Canada. Enda
sagði hann að frá sínu sjónar-
miði þá væri það engum efa bund-
ið, að Canada yrði fyrsta þjóðin
. til þess að ná jafnvæginu eftir
stríðserfiðleikana.
-------o--------
Kosningarnar í
Danmörku.
Fregnir frá Kaupmannahöfn
hinn 12. þ. m. segja kosningar til
fólksþingsins danska Ihafa farið
þannig:
Verkaflokksmenn: 55
Frjálslyndaflokksm.; 44
íhaldsmenn: 26 I
Óháðir stuðningsmenn frjálslyndu
stefnunnar: 20
Blaðið “Köibenhavn” telur ,lík-
legt að verkamenn og hinir óháðu
þingmenn frjálslynda flokkslns,
muni 'mynda náðuneyti í samein-
ingu.
-------0-------
Þingið í Suður-Afríkn.
Suður-Afríku þingið hefir ver-
ið rofið og nýjar kosningar fyr-
irksipaðar. Orisökin til þess var
aúkakosning í einu kjördæ'mi, er
Smuts stjórnin tapaði. pykir eng-
an veginn ólíklegt að Hartzoz leið-
toga Nationalistanna muni aukast
allmjög fylgi. Flokkyr Smuts yfir-
ráðgjafa, kveðst munu útnefna
þingmannsefni í öllum kjördæm-
um.
Heine þýðingar.
Árin koma’ og kveðja,
hver kynslóÖ af annari fer
til grafar, — en aldrei deyr ástió,
sem eg í hjarta ber.
Ó, fengi’ eg enn, fagra, að sá þig,
að fótum þér legga mig,
og drúpandi, deyjandi segja:
“Drotning, eg elska þig!”
Á vöngum þér, vina kæra,
vor hefir numið land,
en veturinn hefir hjarta þitt
hnept í klakaband.
En þetta mun bráðum breytast,
barnið mitt, trúðu mér:
Á vöngum þínum mun vetur
en vor í harta þér.
Fram viö sævar stilta ströndu
stendur nótt i rökkur hjúpi;
máninn gægist milli skýja,
mararbárur hvísla saman:
“Maðurinn þarna, er hann óður
eða helzt til mikiS skotinn?
Ymist hlær hann eða grætur,
ýmist,. grætur eða ’hlær hann.”
En hinn fróði, föli máni
faðmar öldur, hlaér og segir:
“Hann er ástfanginn og óður,
og—sem verst er—skáld í tilbót.”
Guðni JónSson.
■—Morgunblaðið.
Þegar fógetinn kom.
Ofurlítil saga af fjallalífi
Eftir Elizabeth Jane Haiing.
“Ef að atkvæðisbærir þegnar
þessarar sýslu þektu Buiney eins
og eg gjöri,” nöldraði Andersor.
fógeti, “mundi hann ekki fá tólf
atkvæði næsta þriðjudag. Eg hefi
verð með Ihonum í þrjá mánuði—
isíðan gamli Farley dó og Binney
var útnefndur — og eg skal segja
þér, Ross, eg hefi aldrei séð slíka
vesalmensku í emtoættistfærslu
fyrri.”
Eimskipa Farseðlar
CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS
Vér getum flutt fjölskyldu yðar og vini frá
Evrópu til Canada á stuttum tíma og fyrir
Iágt verð.
Hin 15 stórskip vor sigla með fárra daga
millibili-frá Liverpool og Glacgow til Can-
ada.
Umboðsmenn vorir mæta íslenzkum far
þegjum í Leith ogfylgja þeim til Glasgöw.
þar sem fullnaðar ráðstafanir eru gerðar.
Leitið upplýsinga hjá næsta umboðim.(
Skrifið H.S.Bardal, 894 Sherbrooke St. eða
W. C. CASKY, Gen. Agent
Caradian Pacific Steamihips,
364 Main Street, Wlnnípeé. Manitoha