Lögberg - 24.04.1924, Blaðsíða 2

Lögberg - 24.04.1924, Blaðsíða 2
I Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. APR'ÍL. 1924. Taugarnar bráðónýtar. StKTIST AF GASI-LEITAR GAM- ALS VINAR EFTIR LANGVAR- ANDI ÞJÁNINGAR OG LÆKN- AÐIST AÐ FULLU. ÁvaxtalyfSð “Fruit-a-tives” % Ein sú undarlegasta heilsubót, sem þekst hefir og líkist dular- ful'lu fyrirbrigði er sú, er Mr. James Dobson að Bronte, Ont., hlaut, en hann er nafnkunnur kaupmaður og námaeigandi og meðlimur Diminion Stock Ex- change, Toronto. Árið 1912 læknaðist Mr. Do’bson af fimvn ára gigtarþjáningum með því að qota hið viðurkenda Fruit Treatment. í janúarmánuði í fyrra, var Mr. Dobson rétt að segja kafnaður úr gassvælu frá miðstöðvar hitunarvélinni. Hann segir, “eg lét rann- saka blóðið fór undir Xgeisla, lét draga úr mér átta tennur og varð reglulegur aumingi söku'm taugaslappleika.. Löks ráðlagði konan mér, að reyna hið gamla og góða meðal vort “Fruit-a-tives.” Nú vigta eg 189 pund í stað 140 og íhefi öðlast heilsu mína að fullu.” púsundir manna thafa á síðastliðnum átján áru*m haft sömu sögu að segja og fullyrða, að ekkert meðal jafnist á við “Fruit-a-tives,” þegar um er að ræða sjúkdóma í nýrum, maga, lifur og hörrndi. “Fruit-a-tives” eru unnir úr epla, appelsínu, fíkju eg sveskju safa og innihalda auk þess mörg önnur heilsusamleg efni. Líði yður ekki vel skuluð þér reyna the Fruit Treatment. Lyfsalar hafa ávalt “Fruit-a-tives”,—25c og 50c askjan — eða póstfrítt frá Fruit-a-tives Limited, Ottawa, Ont. Ferðahugieiðingar. Eftir Osar Wilde. (Oscar Wilde, írskur ritsnilling- ur og skáld, var uppi 1856—1900. Arið 1882 ferðaðist hann til Ame- rÍKU, hélt hann þar hvorki meira né minna en 200 fyrirlestra; fsti menr.i mjög að hlusta á hann. Einhvern tíma eftir þá ferð, reit hann þessar ferðahugleiðingar. Með því að hér hefir lítið eða ekkert birst eftir hann á íslensku og þessi ferSalýsing hans hefir enn sitt fulla gildi og er eins skemti- leg nú að lesa 0g þegar hún var fyrst skrifuð, er hún þýdd hér á íslensku.) Eg er hálf hræddur um, að það, «em eg segi um Ameríku, verði ekki alveg eins glæsilegt og mynd- in, sem brugðið er upp í grisku þjóðsögunnd af sælulandinu ó- kunna, sem menn hugsuðu sér vera i vestri og kölluðu Elysium. Yfirleitt er eg la.ndimu (Bandríkj- unum) ókunnur. Á hvaða breiddar eða lengdar gráðu það er man eg ekki. Alnavöru þess mældi eg held- ur ekki og veit þvi ekki hvers virSi hún er. Og nán kynni hafÖi eg ekki af stjómnálunum. En ef til vill ert þú —lesari sæll— ekki neitt spentur fyrir, að sjá mikið U'm þessa hluti iskrifað; þykir mér ekkert fyrir því, af þeirri ástæðu að sjálfum er mér hjartanlega á sama um þá.— pað fyrsta, sem vakti eftirtekt mína, er eg steig fæti á land 10 cents eintakið. Eg kallaði á pilta þessa afsíðis og sagði þeim, að enda þótt skáld létu sig miklu skifta að verða viðkunn, þá samt' | væri þeim kærkomið að fá eitt-1 j hvað fyrir starfa sinn og fyrlr- j höfn. Að selja kvæði mín þannig án þess að eg hefði túskilding upp j úr krafstrinum, væri óréttlátt. ] Kvað eg þessa aðferð rothögg á bókmentirnar, þvi öll skáld myndu hætta að yrkja nokkuð, ef þau bæru ekkert úr býtum fyrir það. ön!nur áhrif hafði þessi ræða mín ekki á drengina erfþau, að þeir full- vissuðu mig um, að þeir græddu á þessu og um annað varðaði þá ekki Hjátrú ein er það hér heima, að gestir séu í Ameriku ávarpaðir með orðinu “stranger”. Aldrei var mér iheilsað þannig. En á stöku stöðum var eg kallaður “kafteinn,” í Texas kölluðu sum ir mig “colonel” (EðsforingjaJ, og i Mexico fékk eg nafnbótina “General”, (yfirhershöfðingi). \1- gengast var að ávarpa mig með orðinu “Sir” ('herra) eins og hér heima er almennast. Mér finst vert að geta þess, að margt af því, sem hér er kent við Ameríku og kallaÖ er “Ameríkan- ismi” er í raun og veru ekkert annað er gömul enska, sem útdauð er á Bretlandseyjum, en er ennþá á flögri í nýlendunum. Það ætla margir t. d. að orðtakið “í guess” <eg giska á), sem mjög er um hönd haft í Avneríku, sé mállýska sem þar hafi fyrst orðið til. En j svo er ekki. Joihn Locke og fleiri nota orðið oft í ritum sínum, þar sem nú er algengt að nota orðin, ,‘I think” (eg held). það er í ný-j lendunum en ekki í heimalandinu, sem Tífið eins. og það áður var] hjá ensku þjóðinni, helst við. um óþolandi hávaða. ÖIl list hvíl- ir á frábærri viðkvæmni skynjun- arinnar. -pessi endalausi hávaði j hlýtur að gera út af við hæfileikaj mannsins til þess, að skilja hljóm-J list. Lítið er um fegurð að ræða í amerískum bæjum. Engar dýrð-1 Fýsi einhvern' að ganga úr skugga j Ameríku, var klæðnaður manna' Hygg er ihann óvíða betri, að minsta kosti hvergi hagkvæmari. Eir.stöku menn sjást hér á treyj- um með löngu svölustéli, og vneð enska stromp-hlemma á höfði. En þeir eru fair. Fjöldinn er mjög viðkunnanlega klæddur. Engir eru hér hálfklæddir eða treyju- Iausir, heldur ekki berhöfðaðir, með úfið og ógreitt hár svo árs- tíðum skiftir. Klæðnaðurin/n minn- ir strax á vellíðan íbúanna. Sting- ur það mjög í stúf við það, sem er í hemialandi mínu, þar sem þess eru því miður ofmörg dæmi, að f°lk á almannafæri sé klætt herfi- legustu tötrum. Það næsta, sem vakti athyglina var a.sinn á mönnum. Þaö engu líkara en allir séu að kepp- ast við að ná í járnbrautarlest, sem er að því komin að bruna af stað. Hugarástandið, sem af þessu Ieiðir, hlýtur að verða næringar- rýrt fyrir skáldlegan gróður. Ef Rovneo 0g Juliet hefðu sí og æ verið á nálum um að þau væru að tapa af járnbrautarlest, hefðl myndin, sem Shakespeare bregður upp af þeim á veggsvölunum, ekki venð eins þrungin af eðlilegrl, göfgandi viðkvæmni og raun er á! Ameríka er hávaðasamasta land undir sólunni. Með morgun- sári dags hvers ertu vakinn, en ekki með söng næturgalans, held- ur. með gufu'blístru. Furöar mig 'mjög á því, að Ameríkumenn skuli ekki — með þeim næma skilningi sem þeir hafa á öllu hagkvæmu-— hafa reynt að draga ögm úr þess- BEAUTY OF THE SKIN •Ba hörundafegurft, er þrá. kvenna og f««t mefl þvl aft nota Dr. Chaie’i Olntmena. All»konar húöajúkdómar, hverfa vlö notkun þeaaa meCal* Qg hðrundið verður mjúkt og farurt. F®at hJA ðllum lyfaöium eöa frA Edmanaon, Batea * Oo., Llmited, Toronto. ókeypie sj'nlahorn sent, ef blað þetta er nefnt. )r..Cihise’s Ointínenf legar gullaldar ‘minjar eins og al gengar eru í Oxford, Cambridge, 'Salisbury og Westminister, er þar að líta. Samt sem áÖur rekast menn af og til á ýmislegt sem minnir á fegurð eða list. En við það verður ekki vart, nema því aðeins, að Ameríkumaðurinn hafi engan þátt átt í að framleiða hana. par sem að hann hefir reynt til að fra'mleiða listaverk, hefir það algjörlega misheppnast. Hitt ber að viðurkenna, að það hygg eg aðaleinkennii á Ameríkumönn- um, hve sýnt þeim er að nota vís- indin í þarfir daglega lífsins. pess verða menn varir, hvar, sem leiðin er lögð um borgina New York. Heima á Bretlandi eru uppgötvarar skoðaðir sem nokk- urs konar vitfirringar og fyrir uppfyndingar sínar bera þeir oft ekki annað úr býtum, en vonbrigði og volæði. 1 Ameríku er uppgötv- arinm í hávegum hafður. Hann er oftar en hitt styrktur af einstök- ,u'.n mönnum; atvinnugrein hug- vitsmannsins eða glíma hans við notkun vísinda í þarfir vinnunn- ar, því að þessháttar lýtur hún nærri ávalt, er oft stysta og fljót- farnasta leiðin, til þess að verða þar ríkur. f engu landi í heimi held eg að vélar og vinna þeirra sé aðdáanlegri en í Ameríku. Oft hafði eg óskað þess að sú trú mín yrði að áþrefanlegri vissu að orka og list væru eitt. Sú ósk var uppfylt, er eg leit vinnuvél- arnar í Ameríku. Mér ihafði aldrei skilist, fyr en eg var búinn að sjá vatnfeleiÖslu verkstæðið í Chicago, undrin, sem í vélasmíðinni felast. Nýfægðir spegilgljáandi stálteinar hreyfast þarna í takt upp og niður. ógurleg hjólabákn eru þar á fleygiferð, en þó er ferðhraðinn svo taminn og jafn, að það er sem þau hreyfist eftir ákveðnu hljóðfalli. Þegar eg hafði staðið þarna inni um stund, fanst mér suða vélanna verða að berg- rnáli sterks stuðlafalls í velrím- cr uðu þróttmiklu kvæði í huga min- um. Stærðin, þessi ógurlega stærö, sem virtist vera á öllu í Ameríku og sem manni geðjaðist ekki að, vegna þess, að öll hlutföll virðist skorta í augum Evrópumannsins, vekur samt sem áður athygli hans og hefir áhrif á hann. Það er engu líkara en að landið með sinni ð- reglulegu stærð einni, knýi rnann til að trúa á öfl þess og möguleika. Eg .varð fyrir vonbrigðum, er eg'kom til Niagara. Held eg að flestir, sem þangað koma, verðl það. Þangað er flogið með hverja einustu ibrúður í Ameríku. Virð- ist mér sem að fyrstu1— en ef til vill ekki alvarlegustu vonbrigðln í hjúskaparlífinu í Ameríku hljóti að eiga sér þar stað. Svo er um- hverfi þar háttaÖ, að til fossins sést illa, enda ekki nema í fjarska. Fegurðar hans nýtur maður ekkl. Ti.l þess að fá nokkra hugmynd um hana er eina ráðið að ganga inn undir fossinn. En tiil þess þarf olíuföt, og sá, sem klæði'st í þau, er ekki sá sami og 'hann áöur var. Fegurðarsmekkurinn kemur ekkl ✓fram í þeim umbúðum. Er mér hugsvölun á að vita til þess, aö önnur eins Iistakorta og frú Bern- hardt klæddist Hka einu sinni þessum herfilega búningi og lét meira að segja taka mynd af sér í honum. Fegursti bluti A'merGcu, er Vest- urlandið. En til þess að komast þangað, verða menn að ofurselja sig fangavist járnbrautarlest- anna fulla 6 daga. Leiddist mér þóf það. Þá bætti það heldur ekki •skapið, að strákar, sem ónáða alla, sem með lestunum ferðast, með því að selja þeim bæði ætt og óætt voru að selja útgáfu af kvæðum mínum, prentuðum á gráan þerri- pappír eða eitthvað því uvn líkt um það, hvað enskur “púrítanismi” sé, þá held eg að menn fræðist ekki eins vel um það á Englandl, og í Ameríku, í Boston og Massa- chusett. ViÖ höfum losað okkur við hann. Avneríka heldur enn verndarhendi yfir honum. San Francisco er í orðsins fylstu merkingu fögur borg. Kína- þorpið, eða sá hluti borgarinnar, er kínverskir verkamenn búa í er svo skrautlégt, að vandfundið mun annað eins. pað or sem list- in hafi þar ráðið hverju hand- taki. íbúarnir eru einkennilegir og dreymandi og eru auðvitað ekki í hávegum hafðir. Efnalaus- ir eru þeir einnig. En þrátt fyrlr þetta, er sem þeir hafi ,sett sér það takmark, að líða ekkert í kring um sig, nema það, sem fagurt er. í kínversku matsöluhúsunu'm, sem þeir koma saman í á kvöldin til að matast, hefi eg séð þá drekka te úr pollum úr kínverskum leir, sem verið hafa eins léttir og fíngerð- ir og krónublöð á iblómgaðri rös. Á öðrum gistihúsum urðum við að drekka úr klunnalega löguðum 'bollum, se'm leirinn í var víða hátt upp í það að vera þumlungur að þykt. Pappírinn í seðlinum, sem okkur var afhentur og sýndi hvað máltíðin kostaÖi í kínverska matsöluhúsinu, var úr hrísi. Á- letrunin var með kínverskum rit- föngum gerð og af þeirri list, að hún minti mig á mynd af fugli á laufgaðri grein. í Salt Lake City eru aðeins tvö stónhýsi, sem markverð geta talist. Annað þeirra er Mormona-j kirkjan, er hún svipuðust súpu- j potti í laginu. par innfæddur listamaður hefir iskreytt hana og hefir hann gert öllu í trúarefn- um sömu skil og málarar snemmaj á Florentímisar-tímabiHnu og sett myndir af nútíðarfólki í nútíðar- búningi í graut innan um helgi- myndir af fólki úr biblíusögun- um klæddu pelli og purpura þeirra tívna. Hitt stórhýsið er Amelíu-höllin j Hún var reist til heiðurs einni af j konum Brigham Young, Mormóna-1 höfðingja. Þegar Young dó, lýsti núverandi foringi Mormona því yfir í kirkjunni, að opinberun hefði borist um það, að AmelíU'höllin væri eign sin, 0g gat hann þess jafnframt, að um það efni hér eft- ir yrði engra frekari opinberana að vænta. Frá Salt Lake City liggur leiðin um hinar miklu Colorado-sléttur upp í Klettafjöllin. Efst á þeim er bærinn Leadville. Er það auðug- asti bær í heimi. Einnig hefir hann það til síns ágætis, að vera talinn' sukksavnasti bær, sem til sé og hver maður ber þar skamm- byssu á sér. Var mér skrifað það- an að ef eg kæmi þangað, ætti eg á hættu, að eg eða félagar mínlr yrðu skotnir. Eg svaraði og kvað það ekki letja mig neitt, (þó aðrlr en eg væru skotnir. fbúarnir eru málmgraftarmenn. Fanst mér eiga vel við að tala við þá um list- ir. Las eg fyrir þá kafla úr æfisögu Cellini og virtust þeir hafa 'mikla ánægju af því. Þó fann einn á- heyrandi að því, að eg hefði ekkl komið með hann með mér. Afsak- aði eg mig með því, að hann væri nú fyrir góðum tíma dæuður. En það vakti strax ispurningu hjd þeim um, hver hefði skotið hann. Að fyrirlestrinum loknum sýndu þeir mér danssal sinn. Samnfærð-| ist eg þá u'm, að menn þessir ættu j það Ihjá sér, að vera hárðhentir á! listamönnum sínum, iþví yfir pían-j óinu stóð þetta með skýru letri skráð: “Gerið svo vel að skjóta' ekki spilarann. Hann er að gera; sitt ýtrasta.” Svo tíð eru dauðsföll píanóspil-J ara þarna, að þau kváðiu hvergi eiga sinn líka. pá buðu þeir mér til kvöldveröar. Þáði eg þaÖ. En með ljótu letri að auki, fyrir elnhann var hafður niðri í námu. Seig eg þangað í trogi, með þelm 1 sem veltist á hliðarnar við hverja j hreyfingu þeirra. Ómögulegt fanst mér að ihafa á sér hátíðasvip & \ því ferðalagi. pegar komið var j inn að hjartarótum fjallsins, höfð- j uvn við snæðing. Um réttina þarf hér ekki að tala; þeir runnu allir vel niður, því hverjum mun'nbita fylgdi viskí-staup. Skömmu áður en eg fór inn i Ieikhúsið, til að flytja fyrirlest- ur minn, var mér sagt að tveir menn hefðu verið dæmdir þar og skotnir umsvifalaust að húsfylh af fólki viðstöddu. En um þessa námumenti hefi eg það eitt að segja, að mér virtust þeir hinir ske'mtilegustu og alt annað en hrottalegir. Á meðal eldra fólksin's í Suður- ríkjunum, fanst mér hvest umtals- efni sem var, tengt við iborgara- stríÖið. “Undur er tungliÖ bjart i kvöld”, sagði eg einu sinni við mann nokkurn, er næst mér stóð. “Já”, svaraði ihann, “en> þú 'hefðir átt að sjá það fyrir stríðið!” Vonlaust finst mér ekki að lista- hæfileiki eigi eftir að daina vestan megin' Klettafjallanna. Maður nokkur þar pantaði eftirgerða styttu af Venusi í Milo. En þeg- ar félagið ,sem flutning hennar hafði með höndum, skilaði henni, vantaði annan handlegginTi. Eig- andinn fór í mál við félagið og dc'mstólarnir í California dæmdu félagið til að skila handleggnum. Sýnir þetta, að dómararnir mátu það þó nokkurs, að Venus hefði j báða handleggina. Útsýnir yfir skógana og fjall- lendið í Pensyilvaniu, minnir á Svissland. En lögun sléttanna þar minti mig á þerriblaðssnepla. Spánverjar og Frakkar eiga lofsverÖar minjar í Bandaríkjun- um í fögrum staðanöfnum. Flest- ir eða allir bæir þar, sem fögur nöfn bera, má rekja til frönskunu- ar eða spönskunnar. Enskir menn velja stööum hræðilega ljót ncfn. Eftir einu'rn bæ man eg þar, sem þeir skírðu, er ber svo ljótt nafn, að eg þverneitaði að flytja þar fyrirlestur. Æskulýðurinn í Ameríku er bráðlþroskaj líkamþstirður, bjart- ur í andliti og sjálfráður í lund. Vitið er heilibrigt og beitir sér mest að því nothæfa. Yfirbragð- ir er frjálslegt. Stúlkur eru lag- legar og vekja aðdáun — minna á aö til séu gróðurreitir finni hæfi- leika í ihinni víðáttu miklu eyði- mörk hagnýtrar skynsomi, sem æskulýðurinn er yfirleitt gæddur. Hver amerísk heimasæta á heimtingu á að heilla sér aðdáun tólf ungra sveina. Eru iþeir að vissu leyti þrælar hennar og lúta óaflátanlega og _ möglunar'aust hennar aðdáanlega valdi. Karlmenn gefa sig nærri. ein- g'öngu við viðskiftalífi í víðtæk- c.'m skiln'ingi talað. Þeir ihafa eins og þeir segja sjálfir heilann I framhöfðinu. Þeir aðhyllast mjög skjótlega állar nýungar eða nýjar hugmynd'ir. Mentun þeirra lýtur mjög að iþví, sem nothæft er. Und- irstaÖa mentunarinnar hjá okkur eru 'bækur. En barnið verður aðj hafa sál, áður en hægt er að fræða sál þess. Börn hafa ýmugust á bók- um. Handiðn ætti að vera grund-j völlur mentunarinnar. Drengjum I og stúlkum ætti að /vera kent aðj vinna með hóndunum; og það 'mundi gera þau ógjarnari á að eyðileggja og rífa niður. Maður lærir það á því að fara til Ameríku, að fátæktin ,sé ó- nauðsynleg fyllgja siðmenningar- innar. par er, ihvað sem öðru líð- ur, land, sem laust er við alt ó- þarfa prjál og ^lítilsiglt dekur við æðri stéttir og alla þvingandi við- 'hafnarsiði eldri landanna. Eg sá þar aðeins tvær skrúðgöngur, ef því nafni mætti kalla. Aðra hafði eldliðið með lögregluna, til þess að fylla hópinn og ihina hafði lög- reglan með (aðstoð 1 eldliðsimsj HöfÖu börnin skemtun af þessu. Atkvæðisrétt hefir hver maður 21 árs að aldri og kynnist þá strax' stjórnmálunum. Er það hin eðli- legasta stjórnmálafræðsla, enda er afleiðingin af 'henni sú, að Ame- ríku'.nenn eru bestu stjórnmála- menn í heimi. Tel eg það ómaks- ins yert fyrir okkur að heimsækja þetta land. (Hvergi er aðveldara en þar að komast að raun um og sjá fegurðina í orðinu frelsi og skilja gildi þess, er við kö'llum mannréttindi. L ’ . f S. E. þ'ddi. *Nafnið Ameríka og Aemríku- menn sem er um hönd haft í feðahugleiðingum þessum, á auð- vitað aðallega við Bandaríkin og Bandaríikjam'enn. í ræðu og riti voru þau orð lengi notuð yfir hinn bygða/hluta Noröur-Ameríku, sem Bandáríkin eru stærsti hlut- inn af, er því ihaldið í þýðingunni. Til skýringar. 1. Bréf þau, er hér birtast, skýra sig( isjálf. Þau eru hér birt í þeim tilgangi, að þeir, sem tilheyra Þjóðræknisfélaginu, eða eru því velviljaðir, geti séð ihvernig stend- ur á þeirri óánægju, sle'rn flestir munu hafa heyrt, að ætti sér stað innan félagsins. II. Til forseta og .stjórnarnefndar Þjóðræknisfélags íslendinga I Vesturheimi. Háttvirtu iherrar! Eins og yður mun vera kunn- ugt, var pjóðræknisfélag Vestur- íslendinga stofnsett á grundvelli samúðar og samvinnu allra flokka um þá þjóðrækni, sem oss ber skylda tií að inna af hendi, bæði sem Canadamenn og íslendingar, en því miður, eins og yður mun einnig kunnugt, bar ekki síðasta ár og ekki heldur ný afstaðið þin,g félagsins með sér þann vel- vilja og thlýhug og þá greiðu 'samvinnu sei,n er ólhjákvæmilegt skilyrÖi fyrir velferö félagsins. En 'starfið sem samvinnan hefir aðallega strandað á, er tímarit félagsins undir stjórn séra Rögn- valdar Pétussonar, þaÖ er yður kunnugt að ritstjórn hans hefir or- sakað ágreining og óánægju. En En á hinn bóginn, þótt hann vissi um þctta ástand, hefir hann sótt það með allmiklu kappi, að halda rit- stjórninni áfram. Skulum vér nú tilgreina hvað í «því starfi oss finst brjóta í bága við upphafleg- an tilgang félagsins. 1. Ritgjörðin um “þjóðræknis- samtök”, eftir ritstjórann, sem birst Ihefir í ritinu er ekki óhlut- dræg. 2. Efnið í ritinu, eftir Vestur- fslendinga er tilfinnanlega ein- hliða, að því leyti, að það er aB mestu fengið frá flokksmönnum ritstjórans, en lítið verið reynt að fá ritgjöröir frá öðrum. 3. Ritgjörð sú i fjórða árgangi, sem nefnd er “iMóðir í austri,” hefir valdið afarmikilli óánægju, vegna þess, að fjöldi manna telur hana beina árás á þá, sem ritstjór- anum er í nöp við. 4. pað ofurkapp, ,sem ritstjórlnn á síðasta þingi, lagði á iþað að fá sig endurkosinn, virðist benda á það, að hann hafi með ,þvi verið að nota félagið til að styrkja sig í þeim deilum, er Ihann nú stendur í. Vér teljum þessa hlutdrægni ó- hæf'U og lýsum iþví yfir að við þetta getum vér tVki unaö. En vér töícum iþað fram um leið, að samvinna um þjóðræknismál í ná- kvæmu samræmi við grundvallar- lög félagsins, orð þeirra og anda, er 08» Ijúf, og vér| erum fúsir til að taka .höndum sa’man við alla þá Vestur-íslendinga, sem í þeim anda viljum vinna aö þjóðrækni. Til þesis iþví, að reyna, að koma í veg fyrir, að þjóðræknisfélagið, sem myndað var til að efla og aukat þjóÖræknistilfinningu ís- lendinga ihér í álfu, Hði algjört skipbrot, skorum vér alvarlega á yður: 1. Að þér látið ritstjórn 6. ár- gangs tímaritsins ekki í hendur séra Rögnvaldar Péturssonar, en að þér veljið í hams stað tvo aðra menn, er treystandi ,sé til þess, að leysa verkið af Ihendi hlutdrægm islaust, svo tímaritið geti orðið til þess að glæða þjóðræknistil- finninguna meÖal fólks vors og auka vinsældir og viðgang fé- lagsims, í stað iþess að vekja ó- ámægju og sundrumg. 2. Að iþér gerið alvarlega tiilraum ■til þess mú þegar, að koma starf- semi félagsims, aftur á sinn upp- runalega grundvöll, svo félagið sé ekki notað til þess að efla neinn sérstakann 'mann eða sér- stakan flokk, en allir félagar geti í einlægni og bróðerni unniö aþ hinum upphaflega tilgangi þess, og hvað skiffcum skoðunum um önnur mál líður, þá ,séum vér í þjóöræknismálinu allir eitt. Vér sendum yður áskorun þessa vegna þess, að oss er þjóðræknis- málið kært og vér viljum gjöra alt, sem í voru valdi stendur til iþess að vinna því gagn. Vér erum enn fúsir til samvinnu, þrátt fyrir það, sem fram hefir komið, ef vér getum fengið nokkra á’byggilega von um að mega vænta samvinnú í framtíðinni, á þeim grundvelli, er félagið var stofnað á. Að síðustu viljum vér taka það fram, að séra Rögnvaldur Pét- ursson og stjórnarnefndin be“ á- byrgð á ,því, ef slík samvinna eklki tekst og félagið nú klofnar og Hður undir lok. Winnipeg marz 31. 1924. Gunnl. Jólhannson, C. J. Vopnfjörð. R. Marteinsson. A. P. Jóhannsson. B. Magnússon. J. J. Bíldfell G. H. Hjaltalín, S. Pétursson, J. Jóhannessort, Th. Jonasson, Þórður H Johnson, Einnur Jóþrison J. W. Jóhannsson, H. S. Bardal. ó. S. Thorgeirsson K. W. Johannss. Barney Finnson, S. Johannsor. Jóhannes Eiríkson S. Sigurjón&son G. Johnson, Narrows, Þórarinn Jp'hnson, G. L. Johannsson Svar stjómarnefndarinnar. III. Winnipeg 1. apríl, 1924. Til hr. Gunnlaugs Jóhannsson- ar og hinna tuttugu og tveggja! í tilefni af skjali því, er borist hefir í hendur framkvæmdar- nefndar pjóðræknisfélagsins í dag undirskrifað af yður tuttugu og þrem mönnum, og sem fjallar um ritstjórn séra Rögnvaldar Péturs- sonar við Tímarit pjóðræknls- félagsins, leyfir nefnd'in sér að talka það fram: í fyrsta lagi, að nefndin telur’ sig hafa verið kosna á síðasta þjóð- ræknisþingi meðal annars meÖ þeim skýlausum vilja þingsins, að hún réði séra Rögnvald Petursson, »6*01 ritstjóra fyrir yfirstandandl ár, og telur íhún sig iþví engann rétt Ihafa til að fara í bága við skýlausan vilja þingsins. í öðru Iagi vill nefndin taka það fram, út af síðustu grein í BlueRibbon COFFEE Just as good as the Tea ' Try It. fyrnefndu skjali, að hún neitar algjörlega að bera nokkra ábyrgð á gjörðum þeirra, er undir áminst skjal hafa ritað, eða nokkru því, er af þeim gjörðum kann að fljóta í þessiu sambandi. I unboöi nefndarinnar. A. E. Kristjánsson (forsetl) S. Halldórs frá Höfnum (ritari) Þeir höfðu fugl af Irlandi. dHugleiðingar á ferðalagi.) Eg var að blaða í ýmsum bók- um hjá honum Hirti pórðarsjmi í Chicago en hann á fallegastar og flestar bækur, sem eg hefi séð í eigu prívatmanns. Eg fletti upp Eiriks-sögu rauða. Þá rakst eg þar á þessa setningu: “Þeir höfðu fugl af Irlandi.” Síðan hefir þessi fugl verið að flögra við og við fyrir mínum sálargluggum. Þeir höfðu ekki kompás í gamla daga, en urðu að nota alt, sem þá þektist til að átta sig; sól, tungl, stjörnur, vindátt, landsýn, 0. s. frv. en ekki síst mátti taka mark af fugli — þegar ihitt þvarr. Fugl heldur sig 1 nand við land, vana- lega. Og fuglinn skynjar land löngu áður en til þess sést af menskum mönnum. petta hefir þekst frá alda öðli — eins og sést af sögunni af Nóa og Hrafna- flóka. Eitt spakmæli ritningarinnar kemur mér oft í hug á ferðalagi. það er þetta: “Milli min og dauð- ans er aðeins eitt fótmál”. Eink- um, þegar eg er langt frá konu og 'börnum. í járnhrautaríest, í bíla- umferð stórborga og í illviÖri á sjó og þarf ekiki til; því einnig /heima í rú-mi kann maður að vakna snögglega með kveisusting, og þessari hugsun slær niður líkt og leiftri. “1 felmtri nætur er feigð- in nærri, — þá ljómar dagur, er dauöinn fjærri,” segír Stefán fra Hvítadal. petta er áreiðanlega mannleg- ur breiskleiki og eg er víst ekki hugdeigari en hver annra. Hérna um daginn hreptum við hreint manndrápsveður yfir ís- landshaf á Gullfossi. Við lágum tvo daga veðurteptir í ósjó og ill- viðri, vestur af Færeyjum •— og “laushentur Ægir lét á brigg — löðrunga þétta dynja.” Honum tókst að brjóta bæði einn glugga og fleira, svo að blágrænn sjórinn féll inn í káetuna. Festir voru sjóveikir og eg Hka. Geðug dönsk stúlka, sem var með okkur og fór sína fyrstu ferð norÖ- ur í höf túlkaði tilfinningar með þessum orðum: “Hvor længe mon Skuden holder?“ þ. e.: “Hvað lengi ætli skútan haldi?” Við voru saman í klefa eg og Iíalldór Laxness 0g láum þar hvor á sinni millu, eins og lundar í bjargi. Og við vorum 1 góðu skapi þrátt fyrir dálitla k’Iýju og töluð- um um katólsku og heimspeki og “fugl af írlandi.” Brotsjórinn, sem skall á glugg- anum í reykskálanum, kom með slíkum fítonskrafti, aÖ þykka rúð- an splundraðist álíka hreinlega og undan fallbyssukúlu. Maður stóð við næsta glugga og horfði út. HefÖi 'hann verið aÖ horfa út um þennan glugga, hefði hann á næsta augnabliki staðið höfuð- laus. Þaö er sjaldan að eg veröi verulega hræddur, þó talsvert gangi á, og heldur ekki varð eg það í þetta skifti, enda er eg van- ur að ihugsa sem svo “það er ekki verra að deyja á sjó en úr inflú- ensu eða lungnaibólgu eða öðrum skollamum (en botnlangabólgu get eg ekki fengiðj. Og eg hugs- aði mér, ef til þess kæmi, að vera karlmenni og standa mig vel, láta kvenfólkið komast í bátana og verða með þeim síðustu á þilfar- inu, syngjandi eitthvert gott lag.— Það var góðum og gætnum skip- stjóra aÖ þakka, að Gullfoss brotn- aði ekki meira, því hann vissi hvað skipið /þoldi, og kunni að ætla því af í isókninni móti öldunum. Hann og enginn hetuir. Eg minnist sögunnar í Laxdælu, þegar skipverjar treystu ekki Örn stýrimanni í hafvillunum og vildu margir ráöa, en Ólafur pá taldi ör- uggara að sá réði, sem vitrastur var. “pví verr hygg ek at gefast muni heimskra manna ráð, sem þau koma fleiri saman.” pað hefði áreiðanlega verið varasamt, ef við skipverjarnir á Gullfossi hefðum af fljótræði og glapræði hrópað af kafteininn, hann Sigurð, og sett í staðinn fyrir hann annað hvort matsveininn eða annan próflausan háseta. pó er annað eins ekki óheyrt nú á dögum undir svipuðum skilyrðum. um. Friðþjófur Nansen hefir nýlega lýst ástandinu í Evrópu á þá leið, að öll álfan væri eins og skip í þoku og illviðrum, stýrislauist og stýrimannslaust. Og sama ’má segja um hinar mörgu sundur- leitu og sundurþyíkku stjórnarskút- ur álfunnar. Það .eru ískyggilegir tímar í Ev- rópu og stjórnmála-iskipherrarnlr mega heita góðir, ef svo rætist úr, að þeir hafi þó ekki sé nema “fugl af írlandi”. s- Stgr. Matthíasson. Mótmæli. Góður vinur minn í Winnipeg sendi mér Heimskringlu blaðið, sem var gefið út iþann 19. marz s. 1. fyrir þá ástæðu, að nafn ‘mitt .birtist þar í grein eftir séra Rögn- vald Pétursson, með fyrirsögninni “Séra Páll í laugartroginu”. Þá vil eg taka það fram, að eg hefi hvorki geð né tíma til að standa í illdeiluim við séra Röngvald eða nokkurn annann manni. En mér istendur ekki á sama 'hvernig að nafn mitt er notað. pað er mín séreign, og eg á fullan rétt á að heimta, að það sé ekki 'bendlað við rangfærslur eða ósannindi af nokkru tægi. ipað eru algjörð ósannindi, að eg hafi verið gjörður rækur úr kirkjufélaginu. Eg fór af frjáls- um vilja og margar tilraunir voru gjörðar að íhalda mér kyrru'm. Tveim árum eftir iburtför mína var samþykt í einu hljóði á kirkju- þingi sem var haldið í Wynyard I Sask., að bjóða mér að koma til baka og enginn krafðist þess að eg breytti á nokkurn hátt skoðun- um mínum á sakramentunum. Eg hefi aldrei álitið að eg ihafi þurft að fara úr félaginu og ummæli séra Rögnváldar eru ekki eln- ungis óþarfa isletturekuskapur heldur blátt áfram vísvitandi ð- sannsögli. Carl J .Olson. ---------o-------- Drambsemin... Dram'bsemis iheiimiska hyggjuvit, hrömung og kvöl er þig að líða, þola þitt nöðru beiska ibit, baneitruö taihiaförin svíÖa. Þú flæmist yflr borg og 'bæ ibölvunarinnar leiða ihræ. Öfundin þín er ekki smá alin í lostafullu hjarta, engann þér meiri máttu isjá mannkosti hans iþú gerir svarta, til þess að asnaeyrun þunn elski þinn slúðurfulla munn. Pétur Sgurðsson. ----o---- Andlegur vorgróður Velmagt spáir vorblika, virðast 'fáir skrökva. Prestar sá og prédika, púkar stráin vökva. Magnast hljóðin margvísleg menta ljóðin streyma þá leggur slóð á veaturveg vinablóðið heima. Tárlaust skælir skapið ært, skemt af þvælings kífi, nú fyrir svælu varla er vært vestan þrælalífi. Barin flísin býsna þétt, bjálkinn rís í nausti, máské hann vísi nógu nett, nær sem frýs að hausti. /ón Stefónsson. Mesta Uppáhalds Lyf Landsins Grœðandi og áreiðanlegt í öllnm tilfellum af HÚÐSJÚKDÓMUM. Fáið yður öskju hjá næsta lyfsala, cða sendið 50c til Zam-Ðuk Có.( Toronto. 3 öskjur fyrir $1.25 ✓

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.