Lögberg - 01.05.1924, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.05.1924, Blaðsíða 4
Bls. 4 6 LG&BERG, FIMTUDAGINN 1. MAÍ. 1924. Jögberg Gefíð út hvern Fimtutlag af The Col- umbia Preis, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. Talpimars N-6327 og N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Utaná»krift tíl blað»in»: THt eOLUMBH\ PRESS, Ltd., Box 3l7i. Winnlpeg, Man< Utanáakrift rit»tjóran»: tOiTOR LOCBERC, Box 317! Winnlpeg, M&n. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbla Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. andi hjá lýð og leiðtogum á vorri tið, að fólk veit ekkert hvert það er að fara. Um mismunandi skoðanir er ekkert að segja. En skoðanabrautir þær, sem fólki er ætlað að ferðast eftir andlega, þurfa að vera svo skýrar, að menn geti séS þær og haldið þeim. ------o—----- Hugsaðu um þínar eigin athafnir. Það er ótal margt, sem fólk sækist eftir í lífinu, sem það álitur holt og gott, svq sem falleg heimili, mentun, völd, peningar og skemtanir. En það er eitt, sem mér finst verðmætara þessu öllu: list, sem ýmsir ef til vill hafa komið auga á og jafnvel skilið, en sem þeir eiga erfiðara með að hag- nýta sér en nokkra aðra list lífsins, og það er það sem enskir kalla “minding ones own business.” Þið efist másek um orð mín, þegar eg segi, að þessi litt reynda og litilsvirta list, er hornsteinninn undir hamingjusömu lifi vor mannanna. Hvert ertu að fara? Þetta var algeng spurning í ungdæmi mínu, þeg- ar tveir ferðamenn mættust, qg nálega undantekn- ingarlaust var það ljóst fyrir ferðamönnunum, hvert að ferðinni var heitið, og meira, þeir beittu öllum sínum kröftum ef á þurfti að halda, til þess að ná þangað á réttum tíma. Oft hefir oss dottið þessi spurning i hug á síðari árum. F.kki að eins i sambandi við ferðalög, því mörgum ferðamönnum er enn ljóst, hvert þeir ætla að fara, þó jafnvel í þessu landi séu til hópar af ferðafólki, sem engin ákveðin ferðalok hafi í huga, heldur láti berast fyrir veðri og vindi. Heldur miklu fremur hefir oss komið spurning þessi í hug i sambandi við lífsstefnu eða lífsferð mannfóilksins yfirleitt. Hvað skyldu það annars vera margir menn og konur, ef þeir og þær þyrftu að svara slíkri spurn- ingu, sem gætu verið vissir um nokkurn skapaðan hlut í því sambandi annað en það, að þeir eru á leið- inni tii náttstaðar? Skyldi annars vera nokkur hlutur til, sem gjörir mönnunum og mannfélaginu eins mikið ilt eins og sú ægilega mergð nútíðarmanna og kvenna, sem ekkert vita, hvert þau eru að fara? Menn tala á vorum dögum um hagkvæm vinnu- vísindi, um hagfræði i smáu og stóru, til þess að geta brotist fram úr fjármálalegum erfiðleikum, sem menn segja að sumpart stafi frá stríðinu, en sumpart frá óhæfilegu eyðsiubralli einstaklinga og heilla þjóða. Ekki dettur oss í hug með einu orði að gjöra lítið úr hagfræði eða vinnuvísindum. En það er annað, sem þarf að kenna fólki jafnhliða að minsta kosti, og sem mundi gera hin fögin áhrifameiri og hagnýtari, og það er ákveðin stefna í öllum starfsmálum—stefna, sem mönnum er eðlileg, og stefna, sem þeir hefðu yndi af að fylgja, eða öllu heldur, stefnubreyting frá því, sem nú er alment ráðandi. Það er hægt að kenna svo, eða svo mörgum mönnum og konum hagnýt vinnuvísindi, svo að þau geti beitt þeim, þegar þau eru við vinnu. Það er líka hægt að kenna fólki sparsemi, svo að það geti gáð að sér, þegar það hefir eitthvað á miíli handa. En það, sem þýðingarmeira er að kenna fólki þvi, sem flýtur eins og rekald á öldum mannlífsins og leitar ávalt að hinum auðförnustu brautum þess, er að það auki ekki mannfélaginu að eins mest fjártjón, heldur að það sé líka á vegi dáðleysis og eyðilegging- ar. Það þarf að gera hverri einustu mannpersónu það ljóst, að ef hún ekki, út af fyrir sig, beitir afli sínu, hvort heldur það er mikið eða lítið, til þess að ná einhverju takmarki frá verklegu sjónarmiði, þá er hún eða hann, sem það gerir, með hverjum degi, sem það lifir, að auka á fjármálalega erfiðleika þess þjóðfélags, sem þau tilheyra. Það, sem fólk þarf að skilja, er, að sigur lífsins, gleði þess og ávinningur, er fólginn í atorku, en ósig- ur þess og bölvun í iðju- og athafna-leysi. En til þess að menn geti afkastað nokkru veru- legu, þá þurfa menn að finna hvöt hjá sér til þess að ná einhverju talcmarki. Þar næst, að velja sér veg þann að takmarkinu — það er atvinnugrein, sem þeim sjálfum er ljúft að vinna að. A þann hátt, og þann hátt einan, er hægt að von- ast eftir, að menn leggi fram það bazta og hæfasta, sem í þeim býr. En fyr en svo er komið, að menn gefi samtíð sinni það bezta, sem í þeim er, í hvaða stöðu, sem þeir eru, gjöra þeir ekki skyldu sína—alt annað eru svik, svik við sjálfan sig, svik við mann- félagið, svik við lífið og svik við guð. Það þarf að kenna fólki, að hætta að svikja lit í lífinu. Hugsum okkur að allir þeir kraftar, sem mann- fólkið í heiminum á yfir að ráða, væru notaðir í tvö til þrjú ár á heiðarlegan og ærlegan hátt til þess að vinna nytsöm verk á hinum ýmsu starfsviðum iífsins og enginn lægi á liði sínu. Hve ægilega mikil breyting mundi þá ekki verða í mannheiminum ? Ef að hver maður, sem þannig ynni, gjörði það af þvi, að hann fyndi til þeirrar skyldu sinnar við lífið og mannfélagið, og til þeirrar gleði, sem sá skiln- ingur hlyti að fylla sál hvers einstaklings ? Hve bjart mundi þá ekki verða yfir bygðum manna, og hve hlýtt mundi þá ekki verða í hibýlum þeirra? Finst mönnum annars, að nokkurra verulegra breytinga á efnalegum kjörum manna, þar sem þau eru slæm, sé að vænta, á meðan að meiri hluti fólks- ins er stefnulaust og hugsunarlaust við skyldur sínar ? A meðan að það berst meiningarlaust í gegn um lífið og á meðan að það sneiðir fram hjá hinum erfiðari og þýðingarmeiri störfum þess? Á meðan svo og svo stórir hópar þess eru sýnkt og heilagt að svíkja lit? En það er ekki að eins í hinum ytri eða verklega hring mannanna, sem stefnu og áhugaleysið er ban- vænt. Það er ekki síður í hinum andlega umheimi, og þó ástæða sé til að kvarta undan stefnu- og áhuga- leysi í verklegu áttina, þá er hún enn tilfinnanlegri i þá andlegu, þvi svo er hún orðin óákveðin og reik- Það hefir verið siður fólks svo öldum skiftir, að hugsa meira um verkahring náunga síns, heldur en sinn eigin, og afleiðingarnar hafa verið: 1. Að menn og konur nú á dögum eru oft svo önnum kafin við að segja öðru fólki hvernig það eigi að haga sér og ráða fram úr daglegum viðburðum, og svo lætur það sig hag náungans miklu skifta, og læt- ur sér hugarhaklið um hann, þó það geti ekki ráðið bót á sínum eigin vanákvæðum, eða ef það getur það, þá er Jiað svo önnum kafið við viðfangsefni ná- ungans, að því vinst ekki tími til þess að sinna sinum eigin. 2. Allar þjóðir kosta miklu fé til þess að semja lög til varðveizlu þess fólks, sem ekki gætir sinna eig- in athafna, eða þá til Jæss að vernda þjóðfélögin frá þeim, og dómarar halda áfram dag eftir dag, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár að hegna fólki fyrir að hugsa ekki um sitt eigið “business”. 3. Það eru lögregluþjónar, sem eru á ferðinni nótt og dag í hverri einustu borg heimsins til þess að vernda, eða leita eftir fólki, sem ekki er að hugsa um sitt eigið “business”. Og það eru fangelsi í hverri sveit, sem geyma fleiri og færri af þeim, sem hafa gleymt að annast sjálfs sin heiður. 4. Þegar vel er að gætt, J>á mun sannast, að öll stríð, hvort heldur eru á milli einstaklinga eða hei'lla Jijóða, eiga rót sina að rekja til þess, að það var ein- hver einhvers staðar, sem eklci fylgdi þeirri gullnu( reglu: “to mind his own business.” 5- Þúsundir af liknarstofnunum og líknarfélög- um er að finna á vorum dögum, og í þeim þúsund á Jmsund ofan af fólki, sem ratað hefir í ógæfu eða raunir. Hvers vegna er þörf á stofnunum fyrir slikt fólk? í flestum tilfellum fyrir þá sök, að það kunni ekki að gæta síns eigin sóma og gegna sinni eigin skyldu. Einu sinni las eg stutta sögu um fjárhirðir, sem gætti hjarðar fyrir auðugan fjárbónda. Hann talaði ekki mikið um daglega viðburði, en hann fratnkvæmdi Jiað, sem aðrir voru að tala um að gjöra. Hann skifti sér ekkert um nágranna sína, né heldur um þeirra at- hafnir. F?f að einhver fór að skifta sér af þvi, hvern- ig að hann framkvæmdi verk sín, þótti honum miður, sökum þess, að hann vildi hugsa um þau sjálfur og að sér væri trúað fyrir þeim, eða með öðrum orðum, gera verk sitt sjálfur og gera það vel. En þegar dags- verkinu var lokið, var hann albúinn til samræðu og þótti ávalt uppbyggilegt og skemtilegt, það sem hann sagði, því orð hans voru eins og gjörðir hans ákveðin og sett fram til þess að skýra sem bezt það, sem hon- um bjó í huga. Hann var þá glaður og skemtilegur, svo menn sóttust eftir samræðum við hann. Mönnum finst ef til vill, að ef allir væru eins og þessi fjárhirðir, þá mundi ekki verða mikið um góð- verk og líknarstarfsemi. En það er ekki rétt athug- að. Maður, sem hugsar og sér um sitt eigið verk, er engan veginn singjarn maður. Með því vinnur hann ekki að eins sjálfum sér gagn, heldur og mannfélagi því, sem hann á heima í. Með aukinni velmegun sjálfs sin, fyrirmynd sem hann gefur öðrum og með auknum andlegum Jorótti, sem hverjum manni vex við þpð að eiga sjálfan sig. Hann gjörir lika gott þeim, sem illa eru staddir, en hann vill gjöra það samkvæmt kenningum ritningarinnar—svo að enainn viti af. ------o------- Sumargleði. Rcrða flutt af ungfrú Aðalbjörgii Johnson á sumar- daginn fyrsta 1924, í Fyrstu lút. kirkju í Winnipeg. Herra forseti, heiðraða samkoma. Salómon sagði endur fyrir löngu, að ekkert væri nýtt undir sólinni. Salómon er enn þann dag í dag talinn með mestu spekingum heimsins, og er því ekki nema sjálfsagt að samþykkja það, sem Salómon segir: “Ekkert er nýtt undir sólunni.” Þó segja náttúrufræðingar okkur, að ekkert tveqt > htnni lífrænu tilveru sé nákvæmlega eins; engin tvö laufblöð , engm tvö blóm, engir tveir steinar, ekki emu stnni nokkur tvö augu, þó í einni manneskju séu nakvæmlega eins. Það er stöðug tilbreyting á öllum svip tilverunn-í ar. Efnið er ekki nýtt, en hin stöðuga breyting á mynd efnisins gerir stöðugt alla hluti nýja. Tökum barn, sem leikur sér að því að gjöra myndir þeirra l'ta’ er ÞaS Þekkir, úr einhverju linu efni. Efnið C Zt hið sama, en mynd þess breytist með hverri >re\ tingu myndanna í huga barnsins, sem efnið hand- “ aviui nugsanaiits sækjum vtð hugsanir okkar í sameiginlega und, sama alheims hqgann. Því verður maí tinns var samskonar hugsunarstefnu á fj um stoðum, án þess að hægt sé að benda á, ai einn maður sé frumkvöðull að þeirri stefmi, e un. Þanmg mótar mannkynið sér myndír alheinishugarins, ef eg mætti svo að orði Þannig myndar einnig hver einstaklingur andi hugarmyndir úr sama efni. Það mun engir tveir sjái sama hlut nákvæmlega eins, livort heldur er áþreifanleg mynd með líkamans augum, eða hugræn/ mynd með hugans sjón. I þeim skilningi er alt nýtt undir sólinni. En því duttu mér í hug orð Salómons, að svo vildi til, að eg var búin að ætla mér að gera “gleðina” að umtalsefni mínu í kvöld. Að vísu vissi eg að “gleðin” er ekkert nýtt umtalsefni; því sjður nýtt um- hugsunarefni—heldur jafngamalt mannkyninu sjálfu. En hitt varaðist eg ekki, að séra Rúnólfur Mar- teinsson myndi taka orðin úr munni mér áður en þáu voru töluð. Ef að eins séra Björn hefði prédikað á sunnudagskvöldið var í stað séra Rúnólfs, Jiá hefði það! sparað mér það ómak, að bræða upp í deiglunni og móta aðra mynd. En ómögulegt finst mér að minnast á sumarkom- una, sem er upprisuhátið náttúrunnar, svo að maður ekki minnist gleðinnar, því sumarkoma og gleði eru eins skyldar að sínu leyti, eins og sorg og tár. Vér fslendingar erum ljóðelskt fólk. Eitt máltæki, sem oft er notað, segir, að aldrei sé góð vísa of oft kveðin. Ekki er mér kunnugt, hvort uppruni Jiess máltækis er íslenzkur; eg minnist að hafa séð1 það 4 ensku, J)ó þar standi “sungin” í staðinn fyrir “kveðin”—ef til vill vegna þess, að enskir kunna ekki að kveða. En hvað um það, Ef maður hefir það í huga, að alt sé nýtt undir sólinni, Jiá vona eg að mér verði fyrirgfeið, J>ó einhver Ijóðlinan í minni litlu vísu, líkist einhverri * Ijóðlínunni í þvæðinu hans séra Rúnólfs. Mér kemur til hugar eitt vorkvæði, sem eg lærði íyrir mörgum árum og er nú að miklu leyti búin að glyema. Eg held það heiti “Sumarkveðja”. Það er eftir PáJ Jónsson, sem nú kallar sig Árdal og á víst heima á Akureyri á íslandi. Það byrjar með kveðju frá sumrinu, sem kemur svífand.i úr suðrænum geim heim til Fjallkonunnar: “Eg heilsa' yður, göfuga háfjalla drotning, Eg heilsa’ yðar börnum með virðing og lotning. Eg heilsa þeim hreldu, eg heilsa þeim hrjáðu, Eg heilsa þeim öllum, sem vorið þráðu.” Já, sumarið með komu sinni, vill uppfylla þrá — Jná eftir sumri og sól — }>rá eftir því, sem i náttúrunni lýsir sér í endurlífgun blaða og blórna, i straumnið og fuglasöng; ]>rá eftir ]>ví, sem í mannssálunni lýsir sér í gleði. Því gleðin er ávöxtur. Til þess hún geti sprottið, þarf frækorn og frjóvan jarðveg. Jarðvegur sá er okkar eigin sál. Eilífðarvonin og gleðiþráin eru svo skyldar, að ]>ær verða naumast aðgreindar. Æðsta gleði nefn- ist sæla. Sæla er ástand himnaríkis, eilifðarlands- ^ ins. Svo þráin eftir gleðinni er takmörkuð og óglögg , þrá sálarinnar eftir himnaríki, heimalandi andans. Hún er heimþrá sálarinnar. Og hin æðsta gleði þessa heims, getur aldrei verið nema eftirlíking ihinnar sönnu gleði. Því er það, að við njótum ]>ess, sem sem sannasta gleði má telja þessa heims, þegar líf okkar líkist mest lífinu “heima.” En hvað er ]>að J>á, sem mesta gleði veitir? Er J>að ekki að unnast, að orka, að skynja og að njóta? Guð er kærleikur. Þess vegna hlýtur ástand guðs barna að veráf kærleiksástand. Það veitir }>ví sælu að unnast. “Er nokkuð svo helsnautt í heimsins rann, sem hjarta, er aldrei neitt bergmál fann? Og nokkuð svo sælt, sem tvær sálir á jörð, • samhljóma í böli og nauðum?” Gleðin er því launin, sem við hljótum, fyrir hvert }>að verk, sem í kærleika er unnið—hvert það orð, sem í kærleika er talað. Það veitir gleði að orka, því guð er hinn al- máttugi, allsorkandi kraftur, skapari alheimsins. Þegar maðurinn orkar, framkvæmir, sníður efni eftir andans mynd, finnur hann til gleði sköpunar- innar. Það veitir gleði að skynja—skynja fegurð til- verunnar, fegurð náttúrunnar, fegurð andans, sem birtist í ljóðum, söng og list. Því fegurðin er ímynd ]>ess eilífa. “Ó, minn guð, hve yndislegir eru þínir bústaðir”, syngur eitt sálmaskáldið. Því hefir hver sú sál, sem fegurð ann og sem fegurðarnæm er, öðl- ast einn lykiiinn að bústöðum gleðinnar. En }>ess hafið þið öll orðið vör, að fegurð i Ijóði, lit eða hljóði, veitir ykkur mesta ánægjuna, }>egar þið njótið hennar með öðrum, helzt með ]>eim, sem þið unnið. Því kærleikurinn er fyrsta og síð- asta skilyrði lífsins. Eg sagði áðan, að gleðin væri ávöxtur; hún er ávöxtur af ]>ví lífi, sem líkist hinu eilífa. Jarðveg- urinn er mannssálin. Frækornið er trúin. Skilyrðið fyrir því að frækornið fái þroskast og borið ávöxt, er samfélagið við hina æilífu uppsprettu — er með- vitundin um “sonarkosninguna fyrir andann”. Það er því sumar i hvers manns sál, sem þá gleði hefir öðlast. Já, sumarið heilsar okkur; og þar sem við erum islenzk, heilsar það sjálfsagt á íslenzk'u og segir: "Komið þið sæl.” Hafið þið athugað það, hve fög- ur islnezk kveðja er? “Komið þið sæl!” í hvert • skifti, sem við heilsumst á islenzku, minnumst við, að minsta ’kosti í orði kveðnu, dýpstu þrárinnar og óskum hvert öðru uppfyllingar hennar. Eg hverf aftur að kvæðinu, sem eg mintist á áðan. Þegar skáldið er búið að láta sumarið heilsa landinu, leggur hann út í hugleiðingar um boðskap þann, sem sumarkoman færi okkur. Hann sér hvernig sumarið leysir klakaböndin, svo ár og lækir, leyst úr fjötrum, Hða fram að ós; hvernig grösin spretta upp af rótum, sem legið hafa í dái; hvernig laufblöðin springa út og breiða faðminn mót sólinni, —og í hlutverki sumarsins í náttúrunni sér hann sam- svarandi hlutverk fyrir þá að vinna, sem sumarið bera i sinni eigin sál. “En getum vér brætt þann kalda klaka, ]>á kveljandi, nöpru hafísjaka, sem þrengja’ að svo ótal, ótal hjörtum á andans vetrarnóttum svörtum, þá gjörum vér kaldan vetur að vori, þá vaxa rósir í dauðans spori.” Eg sagði aðan, að kærleikurinn væri fyrsta og síðasta skilyrði lífsins. Sá, sem ekki á kærleikann, er( dauður, Jx'jtt hann liíi. Að starfrækja kærleikans verk, er hið göfugasta hlutverk, hvort heldur það er að gefa þyrstum kaldan vatnsdrykk, eða lina hinar þyngstu J>rautir. Og það er ekki einungis skylda okkar, heldur fyrst og fremst dýrmæt réttindi, sem okkur eru veitt, sem rekum erindi kærleikans: “að bræða þann kalda klaka, þá kveljandi nöpru hafís- jaka, sem þrengja’ að svo ótal, ótal hjörtum á andans vetrarnóttum svörtum.” Öll langar okkur til þess, því fer betur. En spurningin blasir við okkur: Hvernig? Okkur sýnist hlutverkið svo stórt og við svo vanmáttug. En erum við búin að gleyma því, að fullnæging er til fyrir hverja einustu þrá?— að þrá til J>ess að vinna eitthvert verk, er köllun til þess að vinna það? Að veikleiki okkar þarf aldrei að ógna okkur, “því mátturinn fullkomnast í veikleika”? “Ein barnsrödd getur um fold og fjörð Fallið sem þruma af hamranna storð, Eins getur eitt kærleikans almáttugt orð íshjartað kveðið frá dauðum” — segir Einar Benediktsson. Nei, það er svo fyrir að þakka, að ekki eitt einasta sumarsins barn er svo vanmáttugt, að það ekki geti veitt ljósi og yl inn í eitt- hvert kalt og dapurt hjarta. Og þeim mun vanmáttugri, sem við er- um — J>. e.: þeim mun minna, sem við reiðum okkur á eigin mátt, heldur erum ánægð með að vera þjónar kærleikans, þeim mun bless- unarríkara verður líf okkar. Farvegurinn gerir ekki neitt. Hvort okkur er það ljúft éða leitt, þá kennir áhrifa okkar í hverju orði og verki, anuað hvort til að herða klakaböndin eða leysa þau. Og hvort sem við eigurn sumar í sál okkar eða ekki, þá hlýtur lif okkar að bera J>ess vott, okkur aö ósjálfráðu. Svo sný eg mér að endingu aftur til kvæðisins. Þó skáldið sjái hafísjaka og andans myrkur þrengja að hjörtum svo margra, sér hann að alstaðar J>ar sem sumarið heyir stríð mót vetrarvöldunum, verða þau að lúta i lægra haldi — verða að engu; og hann endar kvæðið með þessu sigurhrósi: “En vitið og skiljið, þótt vetur sé hreykinn, Að vorið skal þó eiga siðasta leikinn!” Enda hlýtur vorið að eiga siðasta leikinn. Hið góða hlýtur að sigra! Ef svo væri ekki, væri þessi tilvera verri en tilgangslaus. Hún væri ægilegur skrípaleikur. En við megum ekki örvænta, tó svart sýnist stundum i heiminum. Munum, að engin sú þrá er til, að hún ekki eigi sér fullnægingu, ekki að eins' annars heims, heldur hér. Allir þeir draumar um heimsfrið og bræðrasamband þjóðanna, sem aadans mestu menn hefir um dreymt, eru nú ]>egar byrjaðir að rætast. Þeir byrja að rætast í hjörtum þeirra, sem leyfa birtu og yl og friði kærleikans að útrýma myrkrinu. Þannig getur hver ein- staklingur átt dýrðlegan þátt í því, að “friður verði á jörðu meðal mannanna, sem velþóknun er á” ; og að sumargleðin fái að ríkja um síðir í heiminum. Og í þeim dýrðlega skilningi vil eg óska ykkur öllum gleðilegs sumars! The Monarch Liie Assurance Company Head Office, Winnipeg. (Incorporated by Special Aot of Domiinion Parliament) Comparative Synopsis of 18th Annual Report. Now Imsik- Kxelusive Kevivals $32,431,349.00 Nev* Issue Exclusive Kevivals ....... .... 8,220,895.00 Assets ....,.................. 3,000,373.85 líeserves—re Polieies .................... 2,074.752.00 Cash Premiums .............................. 918,280.74 Surplus—Exclusive of Paid-up Capital $100,793.38| and Investment /Re- serve.s $25,000.00 ................... 154,020.70 Tnterest Rate .................................... 7.88% $35,275.355.00 8,394,210.00 3,501,099.50 3,173,293.00 1,014,800.45 184.092„53 7.887«. Our Generous Scale of Dividends to Policyholders Continues in 1924. DIRECTORS AND OFFICERS W. H. MATHESON President Director Sterling Bank and Standard Trusts Company F. W. ADAMS, Vice-President. Adams Bros., Wholesale Saddlery, Toronto and Winnipeg. COL. H. A. MHLLINS. Director II. S. Fidelity and Ouarantee Co., Vice-President Royal Canadian Seeurities Co. W. L. PARRISH, President Parrish & Heimhecker, Ltd., Grain Merchanls, Winnlpeg J. A. M. MACFARLANE, A.I.A, A. A. S. Assistant General Manager and Aetuary H. P. MORRISON, A.A.S., Assistant Actuary. J W. W. STEWART, Viee-President and Managing Director W. J. BLAKE WILSON, Viee-President) P. Burns & Companv. Vancouver and Calgary H. W. ECHLIN, President Echlin Manufacturing Co., Winnipeg. W. W. EVANS. President Canadian General Securities Co., and I'resident Traders’ Financc Corporation, Toronto and Winnipeg R. J. GOURLEY, Director and General Manager Beaver Lumber Co., Winnipeg. G. J. TELFER, Seeretary. GORDON H. COOPER, Treasurer and Loan Manager JOHN H. ROMIG, Supervisor of Ageneies. Mr. EHICK HADI.DORSON, District Manager at Dauphin, og FRANK ITtEDEIíICKSON, eru umboðsmenn The Monarch I.ife Aissurance Oo. I’rank Frederickson, Iielmilis phone N-8955, Skrifst. A-1881 Skiál'stofa: 209 ISoyil Ruililing, Winnipeg. SUMAR XCURSIONS Mai 15. til Sept. 30. Gotl til nfturkomu til 31. Oktt AUSTIiR CANADA VESTUR AD KYRRAHAFI Fáa daga í Jaspcr Kational Park—Canadian Rockics Vér seljum farbréf til allra staða í heimi. Alla Leið Með Brautum og JJötnum Ef þór hafið vini í Evrópu, semi þér vikluð hjálpa til að komast hingað, þá komið að' sjá okkur. TOURIST and TRAVEU BUREAU N.W. Cor. Matn and Portage 607 Matn Street Phone A 5891 Phone A 6861 Margar Brautir Úr að Velja ' Velja Með Canadian National og tíðrum Brautum Bcrði á Sjó og I^andi. 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.