Lögberg - 01.05.1924, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.05.1924, Blaðsíða 6
< 6 Es held því sem eg hei Sólin -var ekki komin upp, er við komum upp i dældina milli rauðu hæðanna. Fyrir ofan okkur voru þrjú löng hús, þar sem þeir geyma líkneski af Okee og múmíur konunga sinna. Musteri þessi snúa í aust- ur. Móðan lá enn yfir þeim. Prestarnir komu hlaup- andi út úr dyrum musteranna og niður brekkurnar, til að mæta okkur. Líkamir þeirra voru litaðir með skringilegum myndum; þeir höfðu úttroðin högg- ormaskinn hnýtt um höfuðið og í höndunum báru þeir rellur, sem þeir hristu í ákafa. peir byrjuðu að dansa kringu-m okkur með alls konar fettum og brett- um og djöfullegu orgi. Diccon horfði á þá ypti öxl- um með fyrirlitningu og settist niður á trjábo!, til að virða fyrir sér aðfarir óvinanna. Staðurinn var af náttúrunnar hendi eins og hringleikhús, vel fallinn fyrir atburði, er marg- ir áhorfendur voru viðstaddir. peir af Indíánun- um, sem ekki gátu komist fyrir á flötum dalsbotn- inum, sem var fremur lítill um sig, röðuðu sér í brekkurnar í kring og horfðu með grimmilegum hlátri á, er staurarnir, sem ungu mennirnir höfðu komið með, voru reknir niður. Konur og börn dreifðu sér út um skóginn og komu aftur með fult fangið af þurru limi. Gleðióp áhorfendanna kváðu við úr öllum áttum í dældinni. Storkunarhlátrar, villimannleg siguróp, hávaðinn í rellunum, er þær voru hristar og í tveimur bumbu’m sem voru barð- ar í ákafa — alt þetta hjálpaði til að gera óþolandi háreyisti, sem ætlaði a'Iveg að æra mann. Uppi yfir öllu þessu var loftið eldrautt og hvít móðan steig upp frá jörðinni eins og reykur * Eg settist niður á staurinn við hliðina á DIcc- on. Undir honum gréru toppar af ljósibláum smá- gerðum blómum og var eg að hugsa um það thversu vel litur þeirra nyti sín, ef þau lægju í hönd hennar; svo slepti eg þeim iskyndilega og fyrirvarð mig fyrir það, að hugur minn skyldi ekki vera staðfastari í því sem Iheyrir til eilífðinni. Eg talað ekki neitt við Diccon og hann talaði ekkert við mig. pað var engin þörf á orðum. Að eins eitt var ljóst og stóð ókagganlegt í öllu þessu uppnámi og það var það, að við áttum báðir að deyja saman. Það var búið að reka niður staurana og þeir voru litaðir rauðir; eldiviðnum hafði verið hlaðið upp að þeim. Indíánakonan, sem bar iblysið, sem kveikja átti með í viðarköstunum, hljóp fram hjá okkur og veifaði Iblysinu ifíyrfr ofan höfuðið á sér, til þess að það skyldi tbrenna enn betur. Um leið og hún fór fram hjá mér, lækkaði hún það og strauk því hægt yfir ihandarbakið á mér. Bumbusláttur- inn hætti skyndilega og hrópin þögnuðu. Enginn söngur lætur betur í 'eyrum Indíána en kvalaóp ó- vina þeirra; og því ljúfari eru :þau þeim, sem sá, er kvelst ihefir verið hugrakkari. Þeir voru mjög hljóðir nú, því þeir vildu eikki missa af svo miklu sem einum andardrætti. Við sáum að þeir voru að koma eftir okkur og stóðum upp og biðum þeirra. pegar þeir voru næri því komnir til okkar, snéri eg mér að Diccon og rétti honum hendina. Hann hreyfði sig ;ekki til þess að taka í hana. f stað þess stóð hanpjog starði fram ihjá mér og dá- lítið upp á við. Eirlitaða andlitið á honum hafði fölnaði skyndilega. “Það er einhverstaðar til vers,” sagði hann rólega, “eg held það sé í biblí- unni — eg heyrði það einu sinni fyrir löngu, áður en eg glataðist — og það er svona: ‘,Eg vil lyfta augum mínum upp til fjallanna hvaðan mér kem- ur hjálp ” Eg snéritmér við og leit þangað, sem hann bent með fingrinum. Fyrir framan okkur var brött brekka gróðurlaus upp á brún — engin tré, ekkert ne*ma rauð moldin og hér og þar smáir blaðalausir runnar. Brúnina bar við austurloftið. Upp á brúninni stóð maður í geislum upprennandi sól- arinnar —i það var Indíáni. Á annari öxl hans hékk kápa úr oturskinnum og hann hafði boga í hendinni. Limir hans voru berir og hann var til að sjá eins og eitthvert goðalíkneski úr eiri þar sem hann stóð þarna í geislum morgunsólarinnar. Það voru engin lýti á honum neinstaðar frá hvirfli til ilja. Hann var rétt nýkominn fram á brún- ina og Indíánarnir sáu hann ekki. Meðan við stóðum þarna og störðu'm komu Indíánarnir að okkur, einir tólf eða fleiri og höfðu engin vopn. Tveir þeirra þrifu í handleggina á mér og sá þriðji þreif í treyjuna mína, til þess að færa mig úr henni. ör kom þjótandi fyrir ofan höfuðið á okkur og festist í tré á bak vlð okkur. Hendurnar, sem höfðu tekið í mig, sleptu tökunum og allur hópurinn snéri sér með óhljóðum í áttina þaðan sem örin ko*m. Indíáninn, sem hafði skotið örinni kom niður brekkuna. Það var algerð þögn meðan þeir horfðu á hann; svo réttu þeir úr sér um leið og þeir hættu við að ihlaupa á hann og hrópuðu hátt: “Sonur "Son- ur Pawhatans! Sonur Pawhatans!” Hann kom niður brekkuna, ofan í dalbotninn. Svipur Ihanis og látbragð var svo yfirmannlegt, að mannfjöldinn veik undan og færðist umhverfis okk- ur á allar hliðar; við vorum umkringdir en við voruvn ekíki lengur í greipum óvina okkar. “Úlf- urinn er ærið stór í þetta sinn,” kafteinn Percy, mælti hann. “Þú hefir aldrei verið jafn kærkomínn og nú, Nantauguas,” svaraði eg — “nema að- úlfurinn ætli að eta okkur alla þrjá í staðinn fyrir tvo.” Hann brosti. “Úlfurinn verður að gera sér að góðu að vera hungraður í dag.” Hann tók í hönd mér og snéri sér að hinum Indíánunum, sem stóðu þar ygldir. “Heyrið þið menn Partimkey-ættar- innar! Þessi maður er vinur Nantanguas og þess vegna er hann vinur allra ættanna, sem kölluðu Pawhatan föður sinn. Þetta bál á ekki að kveikj- ast fyrir hann og þjón hans; geymið það handa LÖGBERG, PIMTUDAGINN, 1. MAí. 1924. Monakönunum og hundunum sem búa í löngum hús- um! Vini Nantanguas eigið þið að gefa tóbak og feitt kjöt og hinn besta fisk, og meyjar ykkar eiga að dansa fyrir honum.” Indíánarnir færðu sig nær og létu í ljós að þeir væru þessu alveg mótfallnir. Foringi þeirra, sem steig nokkru framar en hinir og ihóf máls: “Sú var tíðin”, mælti hann, “að Nantanguas var aprdusdýr- ið, sem hnipraði sig saman í greinum trjánna fyrir ofan höfuð leiðtoga hjarðarinnar og var reiðubú- inn að stökkva; nú er han» tamið pardusdýr, sem veltir sér við fætur hvítumannanna! Sú var tíð- in er orð sonar Pawhatans höfðu meira gildi en líf margra hunda slíkra sem þessara, en nú fæ eg ekki séð hvers vegna við ættum að hlýta boði hans og slökkva eldinn. Hann er ekki lengur leiðtogi, því Opechancanough vill ekki hafa nein tamin par- dusdýr fyrir leiðtoga. Opechancanough er yfir- •maður okkar og hann kveikir eld í sannleika! Við kyndum því eldsneyti sem okkur þóknast undir þess- um tveimur og í kvöld getur Nathanguas leitað að beinum hinna hvítu mannaö” Óp og iháreysti 'kváðu við, er hann lauk máli sínu. Indíánarnir voru reiðubúnir að taka okkur, en Nantanguas, sem að hafði staðið kyr og hlustað á hina grimmilegu ræðu foringjans, opnaði nú hend- ina og í henni var armband úr gulli, sem var fag- urlega krotað og undið, svo að það líktist hring- uðurn höggormi, og sett með grænum steinum. Eg ihafði aldrei séð þetta leikfang fyr, en það var auð- séð að aðrir höfðu séð það. pað sló þögn yfir Indíánana og þeir stoðu kyrrir sem þeir væru orðn- ir að steingerfingum. I Nanthanguas brosti ofurlítið. “í dag hefir Opechancanough gert mig aftur að foringja. Við höfum reykt saman friðarpípuna — bróðir föður míns og eg ■— sitjandi saman fyrir framan hús hans með breiðu flóana og dökku ána fyrir fram- an okkur. pað hafa verið margir söngfuglar í skóginum; illar sögur hafa verið sagðar; Opechan- canough ihefir lokað eyru'm sínum fyrir falssöngvum þeirra. Mínir vinir eru hans vinir, mínir bræður eru hans bræður, mitt orð er hanis orð: petta arm- band, sem á engan sinn líka, er til vitnis um það. Opedhancanough ikom með það með sér, þegar hann kom í land , PavVhatananna fyrir löngu isíðan og enginn vissi ihvaðan hann kom; og enginn hvítur maður, nema þessir, se»m hér eru, íhafa séð það. Opechancanough er nálægt, hann kemur gegnum skóginn með tvö hundruð risavaxna og djarfa bar- dagamenn. Hann kemur til musteranna til þess að gera bæn sína um góða veiði til Kiwassa. Viljið þið, að ihann spyrji ykkur, er þið liggið við fætur hans: Hvar eru vinir vinar míns, vinir foringja þess, sem eg er aftur kominn í sátt við?” Indíánarnir dróu þungt andann, svo varð þögn og þeir drógu sdg í h/lé hægt og þrjóskulega, eins og barðir hundar, 'með fúllum vilja að slíta fjötra þá, sem hræðslan lagði á þá. “Hlustið.” sagði Nanthunguas brosandi. “Eg heyri Opechancanough og bardagamenn hans koma gangandi yfir laufin.” Og það mátti íheyra lágan dyn af fótataki margra manna í skóginum fyrir utan dalinn. Prest- arnir og særingamaðurinn iþutu Jburt til þess að bjóða hinn konunglega dýrkenda velkominn í nafni Okees, og á eftir þeim fóru helztu menn Pammkey- anna. Foringi Paspaheganna var sá eini, sem hagaði seglum eftir vindi; hann ihlustaði á dyninn, sem fór vaxandi og leit á son Pawhatans, sem stóð þar rólegur og vongóður, svo varð andlit hans blíð- legt og 'hann ihélt ræðu, sem var ekkert annað en blíðmæli; hann kendi söngfuglunum fölsku um alt það sem hefði ko'mið fyrir. Þegar hann hafði loikið máli sínu, rifu ungu mennirnir upp ibálstaur- ana og köstuðu þeim burt og konuraar rifu sundur kestina, sem búið var að kveikja í, báru eldibrand- ana í ofurlítinn læk, sem var þar skamt frá, og þar sloknaði í þeim með þessu Ihvæsandi hljóði, sem eldur gerir, er hann kemur í vatn. Eg snéri ^mér til Indíánans, sem hafði ollað þessu undri. “Ertu viss um að þetta sé ekki draumur, Nantanguas?” spur'ði eg. “Eg(hélt að Opechancanough myndi hvonki hreyfa hönd né fót til þeas að ibjarga mér frá öllum þeim kvölum og dauða, sem Indíánarnir geta hugsað upp.” “Opechancanough er mjög vitur jmaður,” svar- aði ihann rólega. “Hann segír að ensku menn- irnir ihljóta að treylsta vináttu sinni, er þeir isjá, að hann elski (jafnvel mann, sem megi kalla óvin hans, og sem hafði talað á móti ihonum við ráðstefnur hinna ensku manna. Hann segir að kafteinn Percy skuli sitja að veislu 'með sér meðan fimm »ólir eru á lofti og síðan sikuli hann fara frjáls mað- ur til Jamestown. Hann iheldur að kafteinn Percy rnuni þá eikki framar leggja á móti sér, eða segja, að kærleikur sinn til hinna hvítu manna sé ekkert nema marklaus orð, sem engin verk fylgi.” Hann talaði blátt áfram af göfugleika hjarta síns eins og ihann tryði því sem hann var að segja. Eg, sem var eldri og ihafði þekt fleiri menn og vissi hvaða grímum þeir oft hylja sig með, lét ekki blekkjast nema að Ihálfu leyti. Eg efaðist ekkert u'm, að hatur hins dökkleita keisara væri eins rót- gróið og það hefði ávalt verið, og eg var viss um að eg ætti eftir að finna eitur í þessum hunangssæta bikar. Hversu eitraður hann væri gat eg ekki gert mér neina hugmynd um. “Þegar við söknuðum þín, fyrir þremur dög- hm,” hélt Nanthanguas áfram, röktum við, eg og bróðir minn, spor þín að kofanum við skóginn og þar fundum við pardusdýrið dautt. Við komumst þar á slóð Paspaheghanna, en eftir lítinn tíma kom- úm við að rennandi va^ni og, þar mistum við slóð- ina.” — “Við gengum hálfa nóttina í vatninu,” sagði eg. Indíáninn kinkaði kolli. “Eg veit það,” mælti hann. Bróðir minn fór aftur til Jamestown eftir mönnum bátum og byssum, itil þess að fara upp að Paspahegh-þorpsins og svo upp PaWhatan ána. Hann var vitur eftir hætti hinna hvítu imanna; en eg, sem ekki þurfti neina byssu, og sem ekki gat bar- ist á móti mínu fólki, fór út í strauminn og gekk á móti íhonum uns sólin var farin að lækka á lofti. pá fann eg brotna grein og fótspor, sem 'var bálfhulið í skógarrunna. Það hafði gleym'st, þegar hin spor- in 'voru máð út. Eg fylgdi slóðinni þangað til hún ihvarf aftur. Eg leitaði svo ekki að henni aftur, því eg vissi, að Paspahegharnir 'hefðu haldið til Utta'mussac og að þeir myndu kveikja eld þar sem svo margir eldar Ihafa áður veirð kyntir, í dæld- inni neðan við musterin þrjú. Eg flýtti mér sem mest eg mátti til þess’að finna Opechancanough. 1 gær þegar sóin var lægst á lofti fann eg hann sitj- andi í kofa sínum fyrir ofan flóana og dökku ána. Við reyktum saman friðarpípuna og eg er aftur orð- inn foringi hjá honum. Eg bað hann um græna steininn svo að eg gæti sýnt Paspahegheunum hann, sem jarteikn. Hann fékk mér hann, en hann vildi koma með mér til Uttamussac.” “Eg á þér líf mitt að launa,” mælti eg og lagði höri'dina á hönd hans, “bæði eg og Diccon.” Hann bandaði frá sér með hendinni sem hann vildi ekki heyra það, sem eg ætlaði að segja. “Kaf- teinn Percy er vinur 'minn. Bróðir minn elskar hann, og hann var góður við Matoax, þega húri var flutt fangi til Jamestown. Mér þykir vænt um að eg gat rekið þenna úlf iburt.” , “Seig þú mér eitt,” mælti eg. (“Heyrðir þú nokkuð minst á konu mína eða óvin minn áður en þú fórst frá Jamestoín. Hann hristi höfuðið. “Yfirherforinginn kom í dögun að vekja þróður 'minn. Hann sagði að þú hefðir brotist út úr fangelsinú og fyndist hvergi, og að maðurinn, sem þú Ihatar, ilægi í giistilhúsinu all- ur rifinn af einhverju villidýri. Eg og bróðir minn fórum að rekja slóð þína undir eims. Það var varla nokkur kominn á fætur í bænum, bg eg hefí ekki komið þangað síðan.” , Við vorum þrír orðnir einir eftir í dældinni, því allir villimenirnir, bæið karlar og konur, voru far- in að mæta 'höfðingjanum, sem var einvaldur frá fossunum fyrir vestan og alla leið til Chesapeake- árinnar. Sólin var komin upp yfir hæðirnar o.g helti geislaflóði sínu ofan í d'ældina og gerði allan heiminn bjartan. Lækurinn glitraði eins og hann væri alsettur demöntum og skurðgoðin á svörtu • musterunúm fyrir ofan okkur voru ekki hræðileg lengur. Engin hætta var sýnileg nokkurstaðar; loftið var heiðblátt og utan úr skóginum barst ,ómur af ljúfum og raunalegum bænasöng , sem Indíánakon- urnar sungu til guðsins Kiwassa. Söngurinn færðist nær og skrjáfið í laufunum undir fótum mannfjöldans var æ gleggra; svo þagnaði sérhvert hljóð skyndilega og Operhancanough kom einn ofan í dalinn. Arnarfjöður ,var stungið í hvirfilhár hanis og yfir brjóstið, isem var ekki prýtt með nein- um myndum eða stungúm, hékk þréföld perlufesti; kgpa Ihans var ofin úr fjöðrum ibláfugla og hún var mjúk og slétt áferðar eins og silki. Andlit hans var dökt, kuldaleg og rólegt eins og dauðinn. Á bak við þá tilbreytingarlausu ^jrímu gat sá slægi djöf- ull setið á verstu svikráðum í næði. Hann var ibæði göfugmannlegur og djarfur, enginn gat neitað því. Eg geri ráð fyrir, að honum hafi fundist, að hann og jhans fólk hafi verið beitt rangindum — guð má vita það. Ef til vill hefir það verið; en hafi/svo verið, að við höfum verið óréttlátir og harð- drægir í viðskiftum við villimennina, sem eg þð ekki fullyrði að hafi verið, þá samt senuláður vorum við ekki svkulir og kystum enga Júdasar-koisSum. Eg gekk á móti honum og við mættúmst þar sem eldurinn íhafði verið kveiktur. Hvorugur okkar mælti orð eitt augnablik. Það var satt að eg hafði verið honum andvígur mörgum sinnum og eg vissi að ihann vissi það. Það var og satt, að án hans hjálpar hefði Nanthanguas ekki getað bjargað okkur úr þessari ógnarhættu, sem við höfðum ver- ið í. Enn fremur var það satt, að. Indíánar gleyma aldrei og fyrirgefa aldei. iHann hafði frelsað mig og eg vissi að hann hafði sýnt mér miskun vegna einhvers Ihulimg tilgangs, sem eg gat ekki skilið. Samt sem áður stóð eg í þakklætisskuld við ihann og eg þakkaði honuvn eins fljótt og í eins stuttu máli og eg gat. ; , Hann hlustaði á mig og á )andliti hans var ó- mögulegt að,merkja að honum líkaði eða mislíkaði; en þegar egvar búinn, var sem ihann alt í-einu myndi eftir sér og hann rétti mér höndina að hæty hvítra manna. Það er siður 'minn að horfa í augu manna, þegar varir þeirra brosa. Augu Opechancanough voru djúp og ómælanleg eins ogivatnshylur um mið- nætti, og það var ekki gleði eða vináttu að finna í þeim fremuren í augum skprðgoðanna upp á muster- isbustunum. “Söngfdglar hafa logið að kafteininúm,” sagði hann, og rödd hans var rétt eins dularfull og augun í honum. 'Opechancanough hyggur að kafteinn Percy muni áldrei framar ihlusta á það sem þeir segja. Höfðingi Pawhatananna elskar hvíta menn, ef aðrir eru til Hapn kysti helst að kalla enska menn bræður sína og að læra af þeim að stjórna og biðja tii guðs.—” “Opechancanough ætti að koma með ’mér til Jam- estown í dag,” svaraði ,eg. “Hann þekkir alla vizku þeirra, sem í skógunum búa, hann ætti líka að læra vizku þeirra sem búa í iborgum.” Hann brosti aftur. “Eg mun koma til Jam- estown bráðúm, en hvorki í dag eða á morgun né næsta dag,” svaraði hann, “Og kafteinn Percy verður að reykja friðarpípuna í kofa mínum fyrir ofan Pammkey og ihann verður að horfa á sveina mína og meyjar dansa og borða með mér fimm daga. Svo ’má hann fara aftur til Jamestown með gjafir til hins mikla hvíta höfðingja þar og segja honum, að Opechancanough muni koma þangað bráðum til þeas að læra af hvítu mönnunum.” iEg hefði getað gníst tönnum af reiði yfir þess- um drætti, þar sem hún hlaut að ihalda, að eg væri dauður, en það hefði verið óstjórnaræði, að láta ó- þolinmæðina koma í Ijó»s. Eg gat ,líka brosað með vörunum, þegar ekkert undanfæri var til, og drukkið gallraman bikar, eins og hann væri sálu minni Ijúffengasti svaladrykkur. Glaðir í bragði og eins vongóðir og við gátum fra'mast verið, eftir því sem á stóð, fórum við Diccon með þessum slæga ———— BENSON’S GOLDEN SYRUP Hreinast og Bezt Kaupmaður yðar heíir það í 2, 5 og 10 puada könnum höfðingja og foringjanum unga, sem hann hafði nú náð á sitt band, og með hinum grimmu bardaga- mönnium þeirra áleiðist til þorpsins, sem við ihöfðum haldið að við sæum aldrei aftur. Við dvöldum þar eina nótt og einn dag. Opetíhancanough sendi Paspaheghana burt — við ýissum ekki hvert — og svo fór hann með okkur í sitt þorp fyrir ofan grænu flóana við Pammkey-ána. t AUSTUR CANADA VESTUR AD HAFI vEi*riD í it braxttum — á IjA\ l>I eða bæði á IiANDI » oK VATNI. Canadia Pacific Gufuskip ' Siglir frá Fort William og Port Arthur á >Iiðvikudag, Ijaugardag til Port McNick- oll, priðjtid. til 0«en Sound. IIEIM jVFTUR Parlð oina lcið en komið til baka á annaji. Skoðið Banff, l.ake Louis, og hina yndislegu Sumarbstaði t Klettafjöllununi. Vmboðsmaður Fullkomnari upplýsingar gefur CANADIAN PACIFIC Gerist nú þegar kaupandi og fáið stærsta og fjöllesnasta Ef þér þurfið að láta PRENTA vað, þá komið með það til Golumbia Press, Ltd. RJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Co-operative Dairies LIMITED '

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.