Lögberg - 05.06.1924, Side 7
LÖGBERG, FJMTUDAGINN, 5. JúNí. 1924.
Bla. T
Þúsundir fólks hafa gersamlega
læknast vit5 að nota ávaxtalyfið
fræga, “Fruit-a-tives”, og mæla
með því við hvern sem er.
Mrs. Laura Alford, að 28 Flor-
enle Street, Ottawa, segir: “Ár-
um saman þjáðist eg af stýflu og
Dyspepsia. Hafði reynt fjölda af
meðölum árangurslaust. Að lok-
um tók eg að nota “Fruit-a-tives”.
Nú hefi eg notað “Fruit-a-tives”
öðru hvoru i sjö ár og er orðin al-
heil. Kenni ekki framar stýflu né
nokkurrar annnarar magaveiki. —
'Maður minn og börn nota einnig
,“Fruit-a-tives.”
“Fruit-a-tives” eru unnar úr
jurtasafa.
2SC °g 5°c askjan, hjá öllum
lyfsölum eða Fruit-a-tives, Lim-
ited, Ottawa.
Opið bréf
til Stephans G. Stephansonar.
Kæri vin!
Nú vná eg til með að senda þér
fáeinar línur og þar með gera til-
raun til að endurnýja forn bréfa-
viðskifti. Mér að kenna að það
slitnaði upp úr þeim, því þú sexd-
ir mér línur eftir að þú komst iheim
úr “ferð” þinni og “flugi” hér
vestra um árið. En eg svaraði
aldrei. En nú bregð eg dálítið út
af gamalli venju, því nú bið eg
Lögberg að skila þeim til þín. Eg
sé að það er orðið að venju meðal
kristinna manna, að íbiðja blöðin
að skila bréfum til vina og vanda-
rnanna, í það minsta gerir Stígur
Thorvaldsson mágur minn það, og
það er ekki leiðum að líkjast sem
hann er. Og eg held það sé góð
regla, Iþví þá er þó æfinlega ekki
hægt að bregða manni um að mað-
ur sé að fela pund sitt í jörðu, ef
maður lætur almenning njóta góðs
af því, -sem maður hefir að segja.
En þá er nú eftir að vita hvort
þær ná þér áður en þú ert alveg
tættur sundur af Vestur-ísl.
“blaðasnápum” sem -eru að narta
í þig fyrir kveðskapinn þinn. pað
er samt bót á máli, að þú ert seig-
ur og vel fær um að bíta af þér
seppa, sem eru svona rétt í meðal
lagi áleitnir. Eg renni huganum
aftur í tímann og minnist áranna
1879 — 80, er við fjórir ísl. þú og
eg, Jón Bardal og Kristinn Krist-
innson, mágur þinn unnum sam-
an á járnbrautinni milli St. Vinc-
ent og Winnipeg, sem þá var ný-
lögð. Við vorum æfinlega fyr-stir
að afhlessa mölina af okkar vagni
Þú varst eins sprækur að kvöldi
eftir þrælavinnu dagsins eins og
þú varst að morgni eftir nætur1-
hvíldina. Oghvað þú varst fljótur
að botna vísu-upplhöfin mín þegar
við vorum að kveðast á jrfir borð-
um um dætur skozka karlsins, sem
gengu um beina á gistiihúsi föður
þeirra. pú bara leizt upp, glottir
og botninn var kominn. Já, þá var
nú stundum glatt á hjalla. Þá vor-
um við ungir fjörugir og fullir af
framtíðar æskuvonum. pínar hafa
nú að líkindum ræst að nokkru,
þar sem þú hefir nú verið viður-
kendur sem stórskáld af “háment-
uðum ihrokabelgjum” þjóðarinnar
heima, og þar af ieiðandi isætt
heimboði þeirra, sem heiðursgest-
ur. pér var stór -sómi sýndur og eg
samgleðst -þár. Og þegar öllu er á
botninn hvolft, þá er eg fuMviss
um, að austur-íslenska þjóðbrotið
er, og verður æfinlega miklu fær-
ara að dæma um verulegt gildi ís-
lensks skáldskapar heldur en
þjóðaribrotið hérna megin. Ekki
svo að skilja samt; að það séu
ekki margir menn og konur hérna
megin, sem kunna að meta þig
réttilega, þykir vænt um þig og
eru stoltir af að eiga þig fvrir
skád sitt, og þótt þú sért nokkuð
þungskilinn stundum og það isé
erfitt að brjóta þig til mergjar, þá
samt gætir þess ekki í -samanburði
við heildina. Eitt er áreiðanlega
víst, að orð þitt /hrín aldrei, sem
hermskingjans mál, eins og E. H,
Kvaran segir í sínum óviðjafnan-
legu eftirmælum um Bólu Hjálmar-
Hvað liggur bak við þessa bitru,
fólslegu árás Láru-sar Guðmunds-
sonar á þig í Lögbergi? Er það
öfundsýki, misskilningur eða
hrein 0g bein fúlmenska sem veld-
ur? Hvað er hann að fást um það,
a® þú ihefir kosið að yrkja eins
og þér -er eðlilegt, vera sjálfum þér
sannur æfinlega og öðlast fyrir það
viðurkenning lærðra manna yfir-
leitt, heldur en að yrkja þig inn í
hjörtu alþýðu með léttvægu auð-
skiidu -orðaglamri fyrir hagsmuna-
sakir?
Það -er ekki fyr en hann les Víg-
slóða, að ihann þykist skilja þig.
Þar loksins kemur þú fram í þinnl
réttu mynd, þar fylgist hugur og
hjarta að málum. Þú ert sam-
viskulaus, tilfinningarlau-s. Eins
og hoi;aður -hrafn, brýnir þú gogg-
inn í opnum sárum aðstandenda
föllnu hermannanna ísl.
En skilur hann þig nú rétt? Eg
lít á Vígslóða, sem 'heimsádeilu
efni en ekki árás á neinn sérstakan
flokk manna, allra sist ísl. her-
mennina. pú skoðar öll heimsins
börn sem bræður 0g systur; það
gerði nú Kris-tur líka, þessvegna
verða allir þátttakendur í stríð-
inu bróðurmorðingjar með “Kains
merki undir blóðstorkunni,” hvort
iheldur þeir gerðu það sem sjálf-
hoðaliðar eða að þeir gerðu það
að skipun valdlhafanna, vegna
þegnskyldunnar Og enginn ætti
að þurfa að vera í vafa um hvað
þú meinar, eftir að hafa Iesið kafl-
ann, um drengina, sem
engar hótanir -eða Især-
ingar gátu kornið til að taka þátt
í -bræðramorðinu. En undir eins
og tækifærið gefst er hann fús og
reiðubúinn að fórna sínu eigin lífi
svo að margir mættu lifa. Ef þetta
dæmi lýsir ekki hinu tsanna hug-
rekki, Ihinu sanna guðiega andans-
göfgi, þá -skil eg ekki íslenska
tungu og þá ibið eg L. G. og allar
aðrar istríðslhetjur fyrirgefningar.
Til samanfourðar við þennan pilt,
’má þá skoða heimkomnu hermenn-
ina, sem “minni menn.”
Og víst er um það, að hafi
nokkrir ihermenn nokkurn tíma I
sögu heimsins, fórnað lífi sínu á
altari auðvaldsins fyrir “logið,
svikið og tapað mál”, þá voru það
aumingja drengirnir okkar hérna
að vestan, sem tóku þátt í sein-
asta stríðinu, þv-í eins og þú og
allir vita, var það hagsmunastríð
eins og flest önnur er háð hafa
verið í veraldarsögunni. Við end-
urkusum Wilson forseta, mest
vegna þess að hann hélt okkur frá
þátttöku í stíðinu. Þjóðinni fanst
engin ástæða til að fara að blanda
sér inn í ihatursmál Evrópu þjóð-
anna. En það var eitt atriði, sem
þjóðinn alment var þá ekki kunn-
ugt og það var einmitt það atriði,
að Morgan & Co. lánuðu Bret-
um og foandaþjóðunum margar
miljónir dala. Svo þegar leið á
stríðið 0g það leit út fyrir að
Þjóðverjar mundu sigra, þá voru
foinir diýr'mætu dalir Morgans svo
gott sem tapaðir og eitthvað varð
til bragðis að taka, til að hindra
það. pá var ‘öllum gögnum auð-
valdsin-si hrundið atf stað. Blöðin,
tímaritin, hærri og lægri menta-
stofnanir og svo náttúrlega kirkj-
an, alt lagðist á isömu sveifina að
særa þjóðina út í stríð, nú mætti
hún til með að hefjast handa og
fojálpa till að vernda lýðfrelsið
heimsinB. Og fáfróð, leiðitöm al-
þýðan trúði og æsti-st og hrópaði
næstum einrófma, “niður með keis-
arann.” iMiljónum Morgans var
foorgið. Þjóðin eignaðist 75—100
fleiri miljóna eigendur og hin nafn
kunnu “Oriminal Syndicalism” lög,
sem enn standa óbreytt í laga
kerfi flestra ríkjanna. Svo þegar
stríðinu var lokið og Ihermennirn-
ir komu foeim, var þeim fagnað
með lúðrablæstri, skrúðgöngu'm 0g
veislum hvarv-etna 0g svo slept fé-
lausum á ofhlaðinn iðnaðarmark-
aðinn.
Fatlaðir, sviknir, gabfoaðir og
gleymdir af Harding, Coolidge
stjórninni hafa svo 2000 grandað
sér síðustu tvö árin. Járnbrauta-
félögin 0g öll önnur stór auðfélög,
okurkarlar og sérréttindamenn
hafa fengið allar sínar óskir upp-
fyltar af stjórninni möglunar-
iaust. En bændum eru gefin föð-
urleg foeilræði og hár verndartoll-
ur, sem hefir ihjálpað þeim svo
vel, að nú hafa yfir miljón þeirra
orðið gjaldþrota, flosnað upp og
flutt inn í stórborgirnar, svo sem
rétt til þess, að auka enn meir
hinn sWaxandi hóp iðjulausra
manna. Lögberg segir að þeir foafi
‘%rugðið foúi” Pað er eitt ljóst
dæmi þess hve mikið má reiða sig
á fréttir, sem standa í íhaldsblöð-
unum, þegar um forsitöðu auð-
vald-sins er að ræða. Bara brugðið
búi. Svo getur fáfróður lesari eins
vel ímyndað sér að þessir bændur
hatfi bara verið orðnir leiðir á
bændalífinu, flutt svo inn í bæina
með stórfé til þess að eyða þar því
sem eftir er æfinnar og lifa í vel-
lystingu’m pragtuglega. Fólk ætti
að lesa “the Bross Oheck” eftir
Upton Sinclair, þá myndi það
skilja frétta aðferð stóhblaða auð-
valdsins. Já, vinur, stjórnin okk-
ar foérna fyrir sunnan línuna, hef-
ir töluvert breyst frá því er hún
var fyrir 40' árum -síðan, þegar
við vorum að yrkja saman um
nægðir með stjórnarfarið heima I
gömlu löndunu'm, Ihér athvarf. Og
þó þeim væri ekki fagnað með
veislum og hátíðahaldi, þá samt
voru þeir velkommír og “Uncle”
stóð enginn istuggur af þeim. En
síðan Bolshevikarnir brutust til
valda á Rússlandi er hann alt af
hræddur um að -sér verði þá og
þegar steypt úr stólnum af bræðr-
um þeirra hér. Og hann og Sam
okkar Gomphers segja það ei í mál
takandi að viðurkenna þeirra
istjórn fyrri Iheldur en þeir foæti
ráð sitt og taki aftur á sig snið
auðvaldsþjóðanna. En veistu hvað?
Nú launa þeir “Uncle Sam” lamb-
ið gráa með því að segjast ekki
viðurkenna hans stjórn meðan
höfuðstaðurinn sé í Wall St. og að
hann fari svona illa með verka-
lýðinn, að setja hann í fangelsi
fyrir það eingöngu, að hann læt-
ur í ljósi einlægar skoðanir sínar
á stjórn hans, og fyrir það að
stofna verkamannafél.
En það er enginn minsta hætta
á því að Bolshevikarnir eða neinn
annar upprei-starflokkur komist til
valda hér. Við þurtfum ekki að nota
þeirra aðferð til þess að lagfæra
það sem okkur finst ábótavant í
stjórnarfarinu. Við höfum það
besta vopn í hermi -að foregða fyr-
ir okkur, og það kostar engar
blóðsútlhellingar en það -er at-
kvæðisrétturinn, foara ef við kynn-
um að nota hann skyn-samlega. En
það er nú stórt ef og þegar eg
athuga aðferðina, isem meiri hluti
þjóðarinnar brúkar, til þess að
þroskast andlega, þá næstum ör-
vænti eg um framtíð þes-sa mikla
lýðveldis. Meðan hann, meirihlu't-
inn les hel-st ekkert annað en dag-
blöð og tímarit auðvaldsins, og þá
vanal-ega ekki annað í þeim en
hnefa og hnattleikafréttir og
skrípa’myndáblöðin. Halda -dauða-
haldi í taglið á öðrum ihvorra
gömlu pólitísku flokkanna í von
um að þeir fái kannské einhvern-
tíma á ætfinni svolitla pólitíska
sleikju, verði kannské kosnir á
ríkisþing, þar sem æfinlega er nóg
af mútufé, til þess að sl-etta í fylgi-
spaka, leiðitama þjóna auðvald-s
og sérréttinda, þegar þarf að af-
greiða lög þeim í hag eða foindra
löggjöf, -sem gæti verið allri heild-
inni í hag. Svo eru líka lognhatt-
arnir og lognhetturnar, afskifta-
leysingjarnir, sem aldrei hafa svo
mikinn á huga á velferðarmálum
þjóðarinnar, að þeir nenni að kom-
arst á kjósendalista ríkjanna.
pessvegna Ihöfum við Falls, Daug-
hertys, Denbys, Palmers og fleiri
af þeirra tagi í æðstu embættum
þjóðarinnar. En við æsingamenn-
irnir svo nefndu, sem ekki erum
sem hæstánægðir með stjórnar-
farið eins 0g það er nú og viljum
fá því breytt, megum sitja í minni
hluta m-eð sárt ennið og sjúga
þumalfingurinn út af gremju yfir
öllu saman.
Jæja vinur nú er Víist nóg komið
og lesendum Lögfoergs kannské of-
boðið.
Eg er hér sem stendur hjá elsta
syni mínu'm Páli og tengdadóttur
með 6 barnabörn frá 3 upp í 19
ára að aldri, öll foraust og mann-
vænleg og isverja sig í íslenska
ættlegginn. Elsie elsta stúlkan, er
sú eina af íslensku Ibergi forotin á
háskóla þorpsins og líka sú eina
á heiðursliista nýbyrjenda (Fresh
men) skólans. Við erum hér inn-
anum brotasilfur frá öllum ihorn-
um heimsins, sem alt er að foráðnn
og mótast í Vetunhei'msdeiglunni
upp í okurkarla, skinsokxa vín og
ölforuggara, æfða, fima hnefaleik-
ara og hnattleikara og dansm-enn
og meyjar. Nóg er hér af glaðværð
og skemtun, ekki vantar það. Það
eru gildi ihöfð við öll möguleg
tækifæri.. Ef einhver kíarl eða
kona á giftingar- eða fæðingardag,
ef einhver fæði-st eða deyr, fer 1
burtu eða flytur inn í -þorpið til
bútf-estu, þá er -haft gildi og öllu
nágrenninu boðið og þar er dans-
að, spilað, drukkið og isungið
fram á nótt. Svo það er endalaus
keðja af veislum og -skemtunum
öll kv-öld vikunnar. Á laugardags-
kvöldunum er svo náttúrlega dans-
isa'mkóma einhvertsaðar í 5—25
mílu tfjarlægð, hana isækja bæðl
ungir og eldri, karlar og konur.
par er drukkið fast skinnsokka
brennivín og iheimaforuggað öl.
Svo þegar á kvöldið líður og áhrif-
in af þessari makalausu vínfolöndu
fara að hrífa á lysthafendur, þá
fyllast þeir jötunmóði og bregða í
hnefaleik svo sem rétt í uppbót
við aðalskemtunina.
Kl. 2—3 á sunnudagsmorgun
aka isvo þessar dans hetjur og
bardagamenn, þessar tframtíðar-
vonir þjóðarinnar iheim í foifreið-
u'm með folásvarta hringi í kring-
um augun og forostnar varir, sem
sýnilegan, órækan vott þess, að
þeir -hafa haft “góðan tíma.”
-En eg er orðinn of gamall til að
taka þátt í allri þessari glaðværð,
sit því iheima og les eða skritfa; fer
svo í rúmið á réttum tíma, sofna
0g dreymi að eg sé orðinn ungur
aftur. Á sunnudagsmorgun vakna
eg svo frískur og fær til að halda
áfram foaráttunni fyrir tilveru
lífsins, uns eg er allur.
Ætíð þinn einl. vin
S. Björnson.
Ocosta, Wash.
14. 'maí 1924.
Rétt þegar eg er að enda bréfið
forennur verkstæðið, sem eg vann
á til kaldra kola. Fer því heim að
8338 — 29th Ave. N. W. Seattle
Wasih og sendu mér nú línur þang-
að við tækifæri. S. B.
Bók um Grœnland.
íslensku Iblöðin hafa fyrir
nokkru fært lesendum sínu'm þá
fregn, að Jón Diúason cand. polit.
væri að gefa út bók um Grænland.
Skömmu áður en folöðin foirtu
þessa fregn barst undirrituðum
Ibréf frá Jóni Dúasyni, sem fer
þess á leit við mig, að eg taki að
mér umboð á sölu foókarinnar í
Ameríku. Eg hefði svo mjög gjarn-
an viljað geta orðið við þessari
beiðni vinar 'míns hr. Jóns Dúa-
sonar, en ihvað feginn sem eg vildi
gat eg ekki gefið mig við þessu,
vegna ýmsra orsaka, svo sem ann-
ríkis,. heilsubilunar og ókunnug-
leika hér vestra. Eg hefi því út-
vegað honum umboðsmann í Win-
nipeg, sem ihið allra fyrsta mun
senda boðsbréf út um allar íslend-
ingabygðirnar, sem svo verður
endursend uvmboðsmanni með þeim
áskrifendafjölda, er fenginn verð-
ur af þeim mönnum, sem hann fær
til að safna áskriftum að foókinni
í hverri ibygð. Umboðsmaður send-
ir svo ihr. Jóni Dúasyni öll boðs-
bréfin og verða þá bækurnar send-
ar tafarlaust umboðsmanni, er
sendir þær aftur til umfooðs'manna
sinna víðsvegar. pessir bera þá á-
byrgð á skilvíslegri afhendingu
(bókarinnar og innheimtu fyrir
hana og gera aðal umboðsmanni
fullkomin skil á því.
Mér er mikil ánægja að þvl
að tfá tækitfæri til að mæla með
höfundi bókarinnar, því að hann
er góðkunningi minn frá bersku-
dögum okkar. Eg þekki manninn
mjög vel. Við höfum unnið sam-
an í sveit fleiri ár sem ungling-
ar. Jón Dúason var tveggjamanna-
maki við hvaða v-erk sem hann
lagði hönd að, fékk ávalt hærri
borgun fyrir vinnu en aðrir og
hefir því getað klifað hinn háa
mentunarhamar hjálparlaust frá
lægri bekkjum gagnfræðaskólans
á Akureyri til þess að enda með
ágætiseinkunn útskrifaður sem
hagfræðingur af Ka-upmannahafn-
ar háskóla (university). Það eru
því allar líkur til að hin umrædda
bók hafi orðið einhvers aðnjót-
andi af hans frábœra dugnaði. Eg
hefi altaf skoðað hr. Jón Dúason
sem afburða gáfumann, námfúsan,
viljasterkan og þrautseigan mann,
sem unglingur kunni hann ekki að
hræðast neitt, ekki einu sinni blóð-
mannýgu nautin. Hann er sérstak-
ur maður Ihvað alla regluseml
og vand-viikni snertir. Eg ihefi fáa
unga menn þekt slíka bindindis-
og reglumenn, -sem hann. Eg held
eg segi satt, er eg segi að hann
þekki ekki bragð að víni né tófoakl
í neinni mynd. Eg sá líka mikinn
mun á honum og hinum náms-
sveinunum við Kaupmannahafn-
ar háskóla, er eg kom þar árið
1916. Hann foar þá sama iheilbrigð-
isblæinn, er foann foafði í sveit-
inni sem unglingur, rjóður, blóm-
legur, sterkur og tfjörmikill, eng-
ir gulir folettir eftir vindlingt,
sem merktu svoi marga af foinum.
Hann hefir því aldrei sóað kröft-
um og hæfileikum sínum í neinn
hégöma. Af öllu því er eg þekki
manninn foest, hlýtur foók hans að
verða ágæti-s verk. Hann hefir tjáð
mér dálítið frekar um innihald
bókarinnar, en boðsbréfið skýrir
frá, og þykist eg tfullviss, að bók-
in muni vekja allmikla eftirtekt
er hún verður lesin af almenningi.
Eg hetfi sjálfur skömm á öllu
skrumi og þekki íslendinga að því,
að þeim er alt skrum ógeðfelt. Það
se*m eg ihefi því sagt um höfund
foókarinnar, er minna en hann
virkilega ætti skilið. Hann er mik-
ill atkvæðamaður og eg hefi altaf
haidið að hann ætti -etftir að verða
íslensku þjóðinni til mikils gagns
og sóma. parna er sjálfsagt ein
öflug tilraun i þá átt, hvort sem
vér landar hans kunnum nú að
meta hana 0g virða. Eg hefi kom-
ist að því hjá foonum, að hann
hefir 'mikinn áhuga tfyrir Vestur-
Islendingum, foer mjög hlýjan hug
til þeirra og fylgist vel með 1
þjóðernisfoaráttu þeirra. Jón er
sannur íslendingur. 3onur merkra
hjóna heima á íslandi. Móðir hans
er dóttir séra Jóns Norðmanns á
Barði, sem talinn var einhver foinn
mesti gáfumaður, er uppi var um
það skeið. Eg treysti því, að vest-
ur íslendingar leggi sinn skerf til
að greiða götu þessa unga fram-
gjarna dugnaðarmann-s með þvi að
“Augnalok barnsins voru bólgin
og loddu saman og úr þeim blæddi”
Mr. E. P. Kimball, Entwhistle, Alta, skrifar:
“Litla stúlkan okkar þjáðist af bólgu i augnalokunum, og þrátt
fyrir ýmiskonar meðul, versnaöi henni svo, að þegar hún var
sextán mánaða, gat hún með engu móti opnað augun án þess aö
úr þeim blæddi. Ráðgast var bréf-
lega við ömmur barnsins um hvað
gera skyldi og báðar sendu þær
litla öskju af Dr. Chase’s Oint-
ment. Notuðum við úr þeim þar
til við gátum fengið stærri öskjur
frá Edmonton. Brátt tók barninu
að batna af meðali þessu, -bólgan.
hvarf og innan skamms tíma var
stúlkan alheil.”
DR. CHASE’S OINTMENT
60c. askjan, hjá lyfsölum eða Edmanson, Bates & Co., I.td., Toronto.
kaupa bók hans. Eg óska honum
til hamingju með bókina 0g áhrif
hennar.
Bók þessi verður í stóru brotl
með á annað hundrað myndum og
nokkrum landabréfum, um fimm
hundruð folaðsíður og allur frá-
gangur 'mjög vandaður. Verður
fáanleg fovort sem menn foeldur
vilja í kápu eða vönduðu skraut-
bandi.
Pétur Sigurðsson.
|Frá Þingvalla.
Það var um klukkan átta, 16.
maí, að fólk kom úr öllum áttum á
bílum sínum að Konkordíu höll. Á
örstuttum tíma var orðinn húsfyll-
ir. Þar voru saman komin mörg
stórmenni', sem síðar má sjá. Var
þá byrjað að dansa af miklu fjöri
og list, sem æskan ein getur veitt.
Því var haldið uppi þar til kl. 12,
að borð var sett í hálfhring og mat-
ur á það borinn. Þegar allir voru
búnir að borða og drekka lyst sina
af góðu íslenzku kaffi og góðgæti
af allri tegund, var lítið borð sett
á pallinn og fallegur bikar settur á.
Fóru þá allra augu að lífa upp og
var þegar svo mikil kyrð komin á,
að heyra hefði mátt flugu anda.
Kom fram forseti samkomunnar,
Sigurður Sveinsson. Talaði hann
vel, lýsti ágæti hockey-leiksins,
kvað hann stæla vöðva og hugsun
leikaranna, þar sem -bæði hugsun
og framkvæmdir yrðu að gerast á
svipstundu, og hverjum leikara
væri hegnt, ef listinni væri' mis-
boðið—manni að eins leyft að sýna
það hreina og fagra í þeirri list,
þar sem ekkert rangt kæmist að.
Þar næst kallaði hr. Sveinsson
fram Ásmund Loptsson frá Bred-
enbury. Hann talaði vel, lýsti þvi,
að allir væru jafnir, hvaða starf
sem þeir hefðu á hendi, hvort held-
ur, að maður væri bóndi eða verka-
manur.
Er herra Loptson hafði tekið sæti
sitt, kallaði forseti á Dr. .Solmark,
fylkisþingmann frá Saltcoats. Tal-
aði hann með miklu fjöri, lýsti
mentunarfyrirkomulagi fylkisins og
kostnaðinum, sem því væri sam-
fara; svo skattafyrirkomulaginu, er
mörgum þætti erfitt; sýndi fram á,
að þessir háu skattar væru af því,
sem fólk hefði sjálft not af, en
skatturinn til stjórnarinnar væri
tiltölulega lágur, í samanburði við
hin fylkin. Einnig talaði hann til
hockey - leíkarana, sagöi að þeir,
sem tapað hefðu, væru ekki minni
menn og að sigurinn sýndi oft bct-
ur, hvað í mönnum byggi heldur en
sigurinn.
Næst talaði Magnús Bjarnason.
Kvaðst vera þeirrar skoðunar, að
canadisku hockey leikararnir mundu
bera sigur úr býtum í alheims sam
kepninni í fleiri tugi ára. Einnig
hvatti hann bygðarbúa til að styðja
betur drengina sina í þeirri list.
Er Magnús hafði lokið máli sínu,
kallaði forseti á séra Jónas A. Sig-
urðsson, til að afhenda bikarinn
til Churchbridge hockeyleikaranna
sem slgurvegara þetta ár; höföu
íslenzku drengirnir haldið bikarn-
um í tvö ár. Talaði hann skörug-
lega, lýsti hvemig forn-Grikkir
hefðu alið upp ungdóm sinn og
þannig orðið sú hraustasta þjóð
heimsins. Svo afhenti hann bikar-
inn með vel völdum orðum.
Talaði þá Mr. Ferguson frá
Churchbridge, -sem tók við bikarn-
um. Þakkaði hann íslenzku drengj-
unum fyrir og sýndi fram á, að þó
þeir hefðu ekki getað leikið úrslita-
íeikinn, þá heföi þeim veitt betur.
Þegar hann var seztur, óskaði
forseti þess, að þeir mættu halda
bikarnum þar til íslenzku dreng-
irnir væru færir u mað ná honum
til baka. Kallaði svo á Jón Árna-
son til að tala. Sagðist honum vel,
kvaðst engan engan leikara eiga í
bæjarhópnum, en þar hann væri
íslenzkur, rynni sér blóðið til skyld-
unnar. — Voru svo kallaðir nokkr-
ir fleiri, sem sögðu nokkur orð.
Síðan var staðið upp frá borðum
og tekið til að dansa aftur, þar til
fólk fór að búa sig til heimferðar,
eftir ágæta skemutun.
Viðstaddur.
yy yy
►>♦>♦;<
f
f
T
T
T
T
T
T
T
T
T
T
T
♦>
HÉR FÆST BŒÐI GŒÐI0G ÞJÓNUSTA!
sntinmt
ntmnmmntnmnntnimmmtmutnninnnnnmosinnnntimnnnntnnttnnnnmmnntmtmnmttt
í okkar
8 Service Stöðum
t
“Uncle Sam.”
æsingamenn,
Þá áttu pólitískir j
sem ekki voru á-
Mestur Ágóði og Fljót-
astur með því að
senda oss
RJOMANN
Bændur hafta reynt af reynsl-
u-nni aS afgreitSsla vor og viS-
skifta afiferðir hafa orSifi þeim
til mests hagnaCar og þess
vegna senda þeir oss rjómann.
Skrlfið cftlr merkiseðlum.
Canadian Packing Co.
I.IMITKD
Stofnsctt 1852
WINNIPKG
<’AN \I> \
T
f N 0. 1 Cor. Portage og Maryland
No, 2 Main St. á móti Union járn-
brautarstöðinni.
No. 3 McDermot og Rorie Street
á móti Grain Exchange
No, 4 Portage Ave. og Kennedy
No. $ Rupert og King, bak v.ö
McLaren Hoiel
No. 6 Osborne og Stradbrooke St.
No, 7 Main St. North & Stella Ave.
No. 8 Portage Ave. & Strathcona
T
T
T
T
f
t
Veitið Bílnum Tœkifœri.
ByrjiÖ nú þegar og látið oss hreinsa
gömlu olíuna og fituna úr bíl yÖar.
^A A^AA^k J^A A^A A^A A^A A^A J^A A^A A^A A^A
T^T v^v ♦y vy
f
f
I
I
f
f
♦;♦
f
f
f
Loftþrýiting ókeypis
Fjórar loftlínur á hverri stöð,
stöðug loftþrýsting.
150 pd
Alemite Service
nnnttttttttttnnntttttttmnntnnnnmmmnnnntttttttttttttnitttntttnnnnnmnnm: 1
Byssur með 5000 punda þrýstingi,
gera oss kleift að hreinsa bíl yðar á
fám mínútum.
Grease Rack Service
Olíunni skift á fáum mínútum,
“Distilled” vatn ókeypis
alt afvið hendina fyrir Batteríið
mnmtmmmmnmnmnnnmmmnttttmmttttttttttt:
T
f
f
♦!♦
66
ELECTRO GASOLINE
99
fíest by Every Test X
tm:mnnnmmmnnnnntnnnttttttnttmmnmnnttttttttt»tttttttttttntnnntttttttntnttnntmn.'mnnmmnmnnnmmmmmmmttttttttttttttnnmntmmt
T
f
f
i
Praipie City Oil Company|
Áðal Skrifstofa: 601-6 Somerset Block, - WINNIPEG, MAN. Í
❖
■^^^^^^♦♦^♦♦♦^♦♦♦♦‘^^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦‘^♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦'^^♦♦♦^♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^