Lögberg


Lögberg - 13.11.1924, Qupperneq 5

Lögberg - 13.11.1924, Qupperneq 5
LötriSERG, FIMTUDAGINN13. NÓVEMBER. 1924. » BENSONS GOLDEN SYRUP A Fríctid qfthc T&tnúy petta er hið ljúffenga Síróp, er inniheldur hin heilnæmu og auðmeltu efni ;Mais Sírópsins, með hinu töfrandi bragði reyrsins. Kaupið það hjá Matvömsalanum. THE CANADA STAROH CO., LIMITED, MONTREAL Búa einnig til Edwardsburg SUver Gloss Starch Canada Corn Starch BG-2 æsingin í þeim var logandi og hatr- ið til karlmannanna, sem voru svo tregir til að láta systur sínar fá jafnréttindi viS sig, hafði náö há- marki sínu. Það hefði þurft að vera karlmaður með meira en litlu hitgrekki, sem á þeirri stundu hefði vogað sér inn fyrir dyr til þess að gjöra athugasemd við stefnuskrá þessara kvenna. — Einmitt þá var það, að litlu óþokkarnir opnuðu dyrnar og þar næst búrin sín og hleyptu þannig rottunum inn með- al kvenfólksins. Eins og gefur að skilja, tók fögnuðurinn brátt enda. Hljóð, sem ekki er hægt að lýsa með mannlegum orðum, heyrðist langar leiðir. Þær konur, sem fimastar voru, klifruðu upp á borð, stóla, hljóðfæri, upp í glugga, upp eftir súlum og stoðum, til þess að komast undan ihinum sigursæla rottuher, sem hafði gjört áhlaup á þær. — Þetta er að eins lítið sýn- ishorn þeirra erfiðleika, sem kon- urnar áttu við að st#íða í baráttu sinni fyrir jafnrétti við karlmenn- ina. Um þessar mundir var Mrs, Pankhurst leiðtogi kvenfrelsishreyf- ingarinnar á Englandi. Dóttir hennar, Miss Christabel Pankhurst, var þá að mentast á hinum beztu skólum Englands. Þessi stúlka hafði ekki einasta sogið kvenfrels- ishugmyndirnar inn með móður- mjólkinni, heldur hafði hún ekki heyrt talað um annað á heimili móður sinnar og þeim fundum, sem hún sótti með henni. Hún var þess vegna upp alin í pólitisku and- rúmslofti. í háskólanum stund- aði Christabel mannkynssögu, mannfélagsfræði, hagfræði og milli- þjóðalög. Kom brátt í ljós hjá henni frábœr andagift, mælsku- snild og skarpskygni, Hélt hún þá, eins og móðirin, fyrirlestra í Hyde Park í Lundúnaborg. Voru mæðg- urnar oft og tíðum svo berorðar í ræðum sínum, þegar þær sögðu stjórnvitringum Englands til synd- anna, að þær voru af lögreglunni teknar af ræðupallinum og hneptar í fangelsi; en báðar neituðu þær að smakka mat í varðhaldinu, svo stjórnin varð að láta þær lausar áður en þær dæi úr hungri. Sumarið 1914, rétt áður en stríð- ið skall á, hafði brezka stjórnin á- kveðið að taka alla leiðtoga kven- frelsishreyfingarinnar fasta. Um þær mundir var Miss Christabel forustusauðurinn, svo hún átti engrar vægðar von. Hugmynd stjórnarinnar var, að taka alla hirðana og svo mundi hjörðin tvistrast sjálfkrafa. Hún lagði þess vegna sitt mikla lögreglunet til að veiða allar þessar hefðarkonur. En þar eð Miss Ghristabel var há og grönn og mjög svo fim, var netið of stórriðið til þess að geta veitt hana. Hún smaug í gegn um möskvana og komst heil á húfi yfir til Frakklands og settist ð í Par- ísarborg. Allar ihinar konurnar voru veiddar. Frá Paris stjórnaði svo Miss Christabel öllum herfylk- ingum kvenfrelsishreyfingarinnar á Englandi. Þá var það að stríðið skall á og það gaf henni annað að hugsa um. Á Frakklandi hafði hún tækifæri til að sjá stríðið og hve mikið hin guðlausa menning, sem hafin hafði verið til skýjanna, gat hjálpað | mannkyninu. Skilningsaugu 'henn- ar opnúðust og hún sá, að alt mann- kynið var veikt og ósjálfbjarga— alls ekki fært um að stofna til æ- varandi friðar. Hún sá, að allir pólitiskir flokkar—eins og hún sjálf kemst að orði—voru “gagnrotnir”. Þeir voru allir gjörsamlega stefnu- skrárlausir. Aldrei hefir þetta komið gleggra í ljós en einmitt við síðustu kosningar á Englandi. Þeg- ar þjóðin vildi fá að vita stefnuskrá hinna ýrnsu flokka svöruðu aftur- haldsmenn: “Vér höldum fast við það, sem vér höfum. Ekkert nýtt er á boðstólum.” Frjálslyndiir svöruðu: “Vér höfum enga stefnu- skrá.” V)g er það í fyrsta sinni í sögu heimsins, að stjórnmálamað- ur hefir siðferðislegt ihugrekki til þess að ganga 'fram fyrir þjóðina og hispurslaust segja -henni, að hann sjái enga leið opna til að leiða hana út úr þeim 'vandræðum, sem hún hafði ratað í; en Lloyd George gjörði þetta í síðasta kosningar- stríðinu. Og var hann réttur, því vér höfum náð þeim tíma í sögu þessa heims, þá þjóðirnar hafa í vantrúar og guðleysisblindni 'sinni gengið í gildru, sem engin mannleg öfl geta leyst þær úr. Verkamanna flokkurinn sagði: “Vér höfum sömu stefnuskrá og Soviet stjórnin í Moskva. Það, sem þeir hafa á Rússlandi, bjóðum vér yður.” — Allir vita nú — nema þeir af ásettu ráði loki augunum fyrir því—hvað þfeir ihafa á Rússlandi, óstjóm, at- vinnuleysi, manndráp í stórum stíl, hungur, eymd. og daglega hræðslu. — Þegar Bretar sáu þetta, kusu þeir að hafa afturhldsstjórn og Ramsay MacDonald verður innan skamms að yfirgefa 10 Downing stræti. Miss Pankhurst sá einnig, að jafnvel þó að kvenfrelsis leiðtog- arnor fengju töglin og hagldimar í heiminum, mundu þeir alls ekki geta bjargað honum; því þegar stríðið skall á, slepti kvenfólkið í öllum löndum sér algjörlega. Kon- urnar rifu sjálfar niður siðferðis- múrveggina, sem öldum saman höfðu verndað þær. Og er það hið mesta vandamál mannfélagsins nú á dögum. Kvenfólkið á þessum tima reykir tóbak, drekkur áfengi og slarkar fult eins mikið og karl- mennirnir gjörðu á undan stríðinu. Hafa konur og dætur miljónamær- inganna í New York, Parísarborg og Lundúnum gengið á undan í þeim sökum. Miss Christabel sá það sama, 'sem Hallgrímur Péturs- son sá fyrir þremur öldum : “Heim- ur vetsnandi fer.” Hvernig getur heimur, sem útilokar guð frá menta stofnunum sínum og hleypir gjá- lífis- og hégóma andanum inn í söfnuði sína, farið íbatnandi? Þar er skortur á skilningi, sem menn í- mynda sér það. Hún sá þjóna kirkjunnar 'í öll- um stríðslöndum prédika striðs- og óeiröar boðskap í staðinn fyrir hið háleita, hreina og ómengaða fagnðarerindi, sem Kristur hafði fengið þeim í hendur. 'Meðan alt þetta rann upp fyrir hugskots- sjónum hennar, sneri hún sér í sál- arangist sinni til hans, 'sem engum hrindir frá sér. Hjá honum er hjálp handa öllum, sem vilja þiggja hana. Hún fór að 'lesa ritninguna W. B. Scanlan. J. F. McCoinb ALFÖT og YFIRHAFNIR $25. petta er bútin, sem viSurkend er fyr- ir beztu kjörkaupin. Sú búiSin, er mesta gerir umsetningu meö karl- mannaföt. Komlð og litist um hjá Scanlan & McComb Hafa úrvals fatnaði karla 379% PORTAGE AVE. Að norðanverðu, milli Carlton og Edmonton. og fann þar það, sem sál hennar þráði—sannleikann. Hún las einn- ig hók eftir dr. Gratton Guiness, sem heitir “The Approaching End of the Age” in the Light of His- tory, Prophesy and Science. Nú fór hún til fulls að skilja mann- kynssöguna og ganginn i því öllu; því enginn nýtur skynseminri|ar fyr en hann öðlast lifandi trú á skapara mannkynsins og þekkingu á orði hans. Því meir sem hún las ritninguna, því meir opnuðust augu hennar fyrir því, hversu skært það ljós er, sem spádómarnir varpa yfir ástand heimsins á þessum tíma. Og þessi kona, sem hafði verið annríkið sjálft í persónu- gervi, tók heilt ár til þess að rann- saka ritninguna í einrúmi með Guði sinum. Orð hans varð henni dýr- mætara með degi hverjum og hún ákvað að fara út og kunngjöra heiminum þann sannleika, sem hún hafði fundið í Jesú Kristi. Hún sá, að öll táknin, sem mundu boða lærisveinum hans, að hann væri í nánd og fyrir dyrum, eru þegar komin fram, og að það næsta núm- er á “prógramminu” er hin persónu- lega koma Frelsarans í skýjum himinsins. Hún ritaði bók úm komu konungs konunganna og Drottins drotnanna, og »lagði af stað út um heiminn til að kunn- gjöra þenna mikilvæga sannleika. Hún hefir prédikað fyrir þúsund- um manna í hinum stærstu borgum beggja megin Atlanzhafsins. Hélt hún niu fyrirlestra i Winnipeg í vikunni sem leið. Hún hefir á þessum örstutta tíma, síðan íiúh varð kristin, öðlast meira ljós og betri þekkingu á Guðs orði, en margir prestar öðlast á heilum mannsaldri, og 'þó hefir hún ekki séð helminginn enn þá. Bæn þess, sem þetta ritar, er að hún megi leiðast í allan sannleikann og verða þúsundum manna til blessunar, uppörvunar og frelsunar. Davíð Guðbrandsson. Sjávaraflinn og vorð hans. Viðtal við hr. Kristján Bergsson, forseta Fiskifélags íslands Vörður Ihugsaði að lesendum hans, bæði upp til fjalla og út við strendur þætti bæði gagn að því og gaman að fá skýrar og glöggar upplýsingar um hvernig öðrum aðalatvinnuvegi vorum hefir farn- ast það sem komið er af (þessu ári. Leitaði hann iþvi til forseta Fiski- félagsins ihr. Kristjáns Bergsson- ar um upplýsingar, og varð hann góðfúslega við beiðninni og fer nú hér á eftir samtalið við hann. Vörður; Er þetta ekki alveg ö- venjulega gott ár fyrir sjávarút- veginn ? iForsetinn: Það væri hið mesta vanþakklæti við skaparann og aðra sem þar hafa mestu um ráðið að neita því. — Mun óhætt mega segja að aflinn sé 100% fram yfir meðallag. Það sem valdið hefir þessum miklu uppgripum er einkum hinn mikli afli fyrir Vestfjörðum í vor og sumar, sem er miklu meiri en nokkru sinni hefir áður verið á þem slóðum. Vörður: Hvað skyldi mega áætla að mikill fiskur sé kominn í land og hve mikið má ætla að verðmæti hans nemi? T a 1 s ð KOL COKE » V I D U R Thos. Jackson & TVÖ ÞÚSUND PUND AF ANÆGJU. S o n s Forsetinn: Því miður get eg ekki gefið nákvæmar upplýsingar um iþetta, því að til þess vantar mig ýmsar skýrslur. — En það mun ekki vera hátt áætlað, að um 290 (þús. skippund af fullverkuð- um saltfiski séu þegar fengin og það mun ,s>ömuleiðis vera fremur varlega áætlað, að hvert skppd. hafi selst fyrir 165 kr. og nemur þá verð saltfisksins nál. 48 milj. kr. Auk þessa kemur svo lýsi, sund- magar og ýmsar aðrar aukaafurð- ir, sem í allra lægsta lagi nema 4 miljónum kr. Verður þá alt verð saltfisksafl- ans um 52 milj. kr. varlega áætl- að. Vörður: Og er nú allur þessi mikli afli séldur? Forsetinn: Já, það mun sáralít- ið vera óselt og eftirspurnin er mikil. — ítalir hafa keypt mjög mikið af oss og gefið mjög vel fyrir og Spánarmarkaðurinn heflr verið 'góður. Vörður: iEn ihversu mikið er nú sennilegt að veiðist enn? Forsetinn: Því miður er eg ekkl gæddur þeirri gáfu að vera for- spár. — En nú fara ísfisiicsveiðarn- ar í hönd og auk þess ætla sumir togarnarnir að halda áfram salt- fiskveiðum. lsfiskveiðarnar standa venjulega yfir frá því fyrri hluta septemlbermánaðar 0g til fébrúar- loka, og síðastliðið ár nam aflinn 51^, milj. kr. — fsfiskveiðamar 1 janúar og febrúar gengu vel og gangi þær sæmilega til nýjárs nú sýnist varlega áætlað að þær nemi sömu upphæð nú og þá. Vörður: Þá eru nú komin þarna 57% milj. kr. sem Iblessaður þorsk- urinn hefir fært oss, en er nú ekki upp talið? Forsetinn: Ekki má maður gleyma Óskari Halldórssyni og Kro'ssanesverksmiðjunni. — Eg meina síldinni, ibæði saltaðri og bræddri. iSíldaraflinn hefir að vísu geng- ið mjög tregt í ár, svo að jafnlítið aflaár hefir ekki ikomið síðan árið 1917 og 1918 og því miður er út- lit fyrir að þeir sem gert hafa út skip á síldveiðar og selt aflann til söltunar verði fyrir talsverðu tapi og þótt síldanverðið sé nú orðið geysihátt, þá kemur það að litlum notum, því að samningar um á- kveðið verð fyrir smálest voru gerðir við Ibyrjun veiðitímans hjá allflestum. Vörður: Hvað ætli að mikið sé veitt af síld? 'Forsetinn: Þann 31. ágúst var búið að salta á ölilu landinu 91 þús. tn. og krydda 12. þús. tn. Samtals 103 þús. tn. Á sama tíma var búið að bræða um 80 þús. mál. Vörður: Og hvað ætli megi nú áætla verðir fyrir þetta? Forsetinn: Um það er ekki gott að segja, því að verðið hefir verið mjög breytilegt. Margir munu hafa verið búnir að selja afla sinn fyirir framan og aðrir gerðu það í byrjun veiðitímans meðan verðið var ekki orðið mjög Ihátt. Nú er eftirspurnin orðin afskap- leg og tunnan komin í 75 — 80 kr. ísl. SenniJegt þykir mér að ekki sé of lágt að gera hverja tn. á 50' kr. og eru það þá 5 milj. kr. sem fást fyrir söltuðu síldina Málið af bræddu síldinni mun ekki ofhátt áætlað á 30 kr. og verða það þá um 2% miljón kr. eða samtals 7l/2 milj. kr. fyrir síldina sem komin var í land 31. ágúst. Er þá fiskaflinn og síldarafllnn til samans 65 milj. kr. og þykist eg alstaðar hafa áætlað fremur of lágt en of hátt. Vörður: Og rennur nú alt þetta fé til vor íslendinga? Forsetinn: Því miður mun ekki alt renna til vor en mestur hlut- inn þó. — Andvirbi salt- og ís- fisksins rennur nær því alt niður í vasa landsmanna, en nokkru öðru máli er að gegna um síldar- gullið, það fer ekki alt í vasa ósk- ars 0g annara innlendra útgerð- armanna. — Mikið fer til Norð- manna, einkum af andvirði bræðslusíldarinnar, því að bræðsluverksmiðjurnar eru flest- ar í höndum Norðmanna. Vörður: Og hvemig er nú út.lit með verð á fiski? Forsetinn: Útlitið er mjög gott, svo að það hefir sjaldan betra verið. En nú ríður á því að vér gætum vel hagsmuna vorra bæði út á við og inn á við. — Sjórinn í kringum strendur vorar er gull- kista og úr þeirri gullkistu eigum vér sjálfir að ausa en ekki aðrir, svo að velmegun og framfarir verði í landinu. Vörður; Eg þakka nú mjðg vel fyrir allar uplýsingarnar og gjarn- an vildi eg fá leyfi til að drekka af þessum Mímisbrunni aftur. Forsetinn; Þú ert velkominn Vörður minn, að koma þegar þlg þyrstir aftur. — Ef nokkuð verður þá til af ferskum drykk skal eg miðla þér af honum. Vörður og forseti kveðjast með kossi og handabandi. Vörður 6. sept. Dodds nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt bak- verk, hjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lvf- sölum eða frá The Dodd’s Medi- cine Company, Toronto, Canada. Varin doktorsritgcrð. Bjarni Sveinsson í Keewatin ver sína doktorsritgerð í Lögbergi 9. þ.m ('okt.). Flestum eru kunn tildrög þessá mikla meistaraverks, sem sú fræga ritgerð ber með sér, nfl. þau, að B. S. sveimaði heim í Hornafjörð eins og viss tegund sjúks fjár gerir, sem ætíð sækir að sjávar eöa vatnsnið—, og taldi sér það lífsnauðsyn, aö veifa þar hatt- inum og ,baða út öllum öngum eins og frávita maður i hátiðlegri hluttöku með Hornfirðingum gagn- vart amerísku flugmönnunum. Dr. Bjami hefir einhvem tíma komið þangað og sýnt sig þar, og síðan er honum sérlega hlýtt til þess góða héraðs. En það er fast í grun mínum, að B. S- sé hvorki borinn eða barnfæddur í Horna- firði. Hann mun vera úr Mýra- sýslu, eða sem kallað er úr Borg- arfirði syðra. Jafnvel þó mér þyki enginn heiður að því, að ættfæra hann þangað, þar sem svo margir nýtir og góðir drengir hafa jafnan verið. Og fari eg ékki mjög mis- gripa í ættfræðinni, þá mun hann vera náskyldur gamla horna-Saló- mon, sem eg heyrði talað mikið um þegar eg var drengur að alast þar upp. Ekki heyrði eg þess getið, að karlrýan væri neitt slæmur maður, en öll hans hugsun og eftirlöngun var í kindar-hornum, og á hverjum bæ ('því þetta var flækings-gray), bað hann fólkið að gefa sér horn, og þvi var hann horna-Salomon kall- aður. En því er ver og miður, að fleiri en einn andlegur horna- Salomon hefir skapast með þjóð vorri, og þá við að búast, að sumir af þeim hafi flækst hingað vestur. Ekki vantar það, að doktorsrit- gerðin hans B. S. byrji ekki nógu skáldlega; eg varð þara öldungis forviða á öllu því hugsjóna víð- feðmi. Og þarna sver hann sig í ættina til gamla horna-Salomons, þvi svona gusur bunuðu og spýtt- ust úr karlinum öðru hvoru, og svo datt botninn úr öllu saman, og ekki snefill af viti eða samhengi í neinu, alveg eins og hjá Bjarna frænda. Doktorsvörnin hjá B. S. gengur aðallega út á að reyna að sverta mig í augum lesenda Lögbergs, og í samræmi við þann fagra ásetn- ing og alla þessa skáldlegu byrjun, þá dylst mér ekki, að Bjarni hlýtur að vera töluvert brot af leirskáldi, því úr þeirri átt hefi eg fengið svæsnustu ótugtargreinar, og til þeirrar ættarinnr — stéttar — sver hann sig eins og til horna-Salo- mons. Og nú skal eg í fáum orð- um tala til skynsamra og óhlut- drægra lesenda blaðsins, sem eg veit að ekki rangfæra orð mín öll, hvorki nú eða fyrri. Eg er þannig gerður, að eg vil vera vinur vina minna, og hefi á- sett mér að lialda því fram, það stutta sem máske eftir er af æfi minni. Líka getur enginn kraftur pínt mig til að elska óvini mina. Og þess vegna var það, þegar B. S. rauk upp með þetta Horna- fjarðar flapur á móti vini mínum O. T. Johnson og lagði hann til hirtingar á hné sér, að eg tól^ svari hans. Og þegar ritstjórar blað- anna gera enga athugsemd við sjá- anlega heimsku og óhilgirni, scm send er og sýnd góðum og frægum mönnurn, þá segi eg, hvar er dreng skapur og dómgreind okkar landa, ef við getum þegjandi gengið fram hjá slíku. Hvað mundu vinir Ingi- mundar á Hofi í Vatnssdal hafa þolað mörg hnjóðsyrði lögð í hans garð, sem unnu honum svo ‘heitt, að þeir gátu ekki eftir hann lifað og létu fallast á vopn sín, þegar þeir fréttu lát hans ? Þá var dreng- skapur mestur á gullöld íslendinga að fylgja fast sínum vinum, meðan lífið entist, og sá talinn afhrak og ómenni, sem úr leik skarst, þegar í nauðir rakst. Nú er öll trygð og vinsemd geymd þar til maðurinn er dauður, þá stendur ekki á stuðningnum og lofsorðunum. Eiginlega ábyrgðar- laust og ómefekt hjal i flestum til- fellum. En að standa með vini sínum á meðan hann er á samleið með honum, getur auðvitað kostað meiri ábyrgð, en manndóm sýnir það í mínum augum. Ef leitað er í mínum vesölu rit- gerðum frá liðnum tíma, þá finn- ast þar greinar, sem eg tók mál- stað ungra framgjamra og merkra manna, sem meir var kast- §ð kalsi til af sumum löndum hér, en að þeir væru hvattir og sty-rkt- ir með vinsamlegri samúð, og þá menn þekti eg þá ekki vitund per- sónulega, svo ekki gat þar verið um vinfengi að ræða. En hafi eg nokkur ntíma ritað línu eða setn- ingu mér til frægðar, þá var það einmitt við slík tækifæri. Og þar eignaðist eg vini, sem aldrei mundu mótmælalaust hlusta á níð um mig. B. S. segir, að eg hafi tekið upp mikið rúm í blöðunum til að setja út á mér betri menn, og tilfærir þar St. G. St., Sig. Júl. Jóhannes- son og Þ. Þ. Þ. Ekki dettur mér i hug að hafa á móti því, að þarna séu frægir og merkir menn. En hver er svo al- jgjör, að ekki mætti neitt út á hann setja? Og að vigta menn þannig —í hendi sinni—og segja: þessi eða þessir eru betri en þú, öldung- is rökfæralaust, gera engir aðrir en andlegir horna-Salomonar. Eg veit, að slitrótt og kaldrana- leg hefir stundum samleið min orðið með þessum ágætismönnúm, og þeim, sem B. S. nefnir fyrst, sleppi eg algjört úr þessu ritsmíði. B. S. er enginn maður til að blanda sér inn í þá sálma, sem okkar hafa farið á milli. 1 Við Dr. Sig. Júl. höfum líka stundum staðið á öndverðum meið, en þann mann þekki eg svo vel, að hann misvirðir aldrei það við menn, þó skiftar séu skoðanir. Og eg held að mér sé óhætt að full- yrða, það, að doktorinn sé góður kunningi minn og hafi ekkert gam- an af lastmælgi um mig. Þá kem eg að minum góða Þ.Þ. Þ. Eg hefi einu sinni sagt það ó- beinlínis áður, og segi það enn, að þeim manni held eg að eg hafi misboðið, eða með öðrum orðum, að eg hafi lagt rangan dóm á hans verk. Eg hefi oft sáriðrast eftir því, og vona, að hann beiti mig ekki of þungum átölum. Og nú síðast í Heimskringlu 15. október gæti eg tekið hjartanlega i hönd hans fyrir gullfallegu erindin, sem hann leggur á léiði blessaðrar litlu Hagic baking POWDER Magic bökunarduft, er ávalt það bezta í kökur og ai.i að kaffi- brauð. það inmheldur ekkert alum.né nokk- ur önnur eíni, sem valdið gætu skemd. Bínu Kristjánsson, sem oft kom i hús til okkar í Winnipeg og okk- ur þótti svo undur vænt um. Og þó það eigi máske illa heima í þessari grein, þá get eg ekki haldið þeim tilfinningum til baka annað en látið í ljós til foreldranna einlæga og sanna hluttekning í þeirra sorg Þ.Þ.Þ. hefir máske verið misskil- inn af fleirum en mér. En ef all- ir viðurkendu hann eins vel og eg hefi gert nú fyrir langa tíð, þá væri hann sloppinn i gegn um alla heimsku og hleypidóma almenn- ings. i Það er líklega ekki fjarri sanni að viðurkenna, að eg hafi stundum verið nokkuð þungyrtur, enda hefi eg aldrei átt neitt gott að launa, og mörg hrakyrði fengið óverð- skuldað. En ekki kemur mér til hugar að afturkalla neitt eða biðja | afsökunar á, nema þar sem Þor- steinn skáld á hlut að máli. Sá maður á mikið af listgáfu, og eg vildi óska, að hann gæti sem bezt notið sinna ágætu hæfileika. Svo ætla eg ekki að elta ólar við þenna andlega horna-Salomon í Keewatin, en helber ósannindi eru það á mig, að eg hafi nokkurn tíma lagt út i það að rita í blað„ í þeim eina tilgangi að geta fengið aðra til að rífast við mig. Ekki ætla eg að lasta eða lítils- virða blöðin hér vestra, því mér finst þau bera myndarlegt menn- ingarsnið og vera þjóðarbroti voru til sóma. Og óneitanlega verða blöð fjölbreyttari að fróðleik og hugsun, ef í þau rita fleiri en rit- stjóramir einir, þótt færir menn séu, og þvi halda þeir sjálfir fram, að hvetja menn til að rita. Svo þegar afbragðs vel ritfærir menn senda eitthvað frá sér til birtingar, eins og O. T. Johnson og margir fleiri, þá fær hver árans homa- Salömon leyfi til að standa á honum eins og hundur á roði og tæta hann í sundur fyrir algerðan misskilning og heimsku flapur. Og þetta verða launin. Nei, landar góðir. Eg er orð- inn svo gamall og reyndur á þessu sviði, að eg ræð öllum alvarlega frá því, sem ant er um sinn eigin hag og sóma, að rita nokkurt orð í blöð hér. Lárus Guðmundsson. —Þessari Homafjarðar-deilu er hér með lokið í Lögbergi.—Ritstj. VERIÐ UH JÓLIN 0G NÝARID I GAMLA LANDINU SJERSTAKAR LESTIR WINNIPEG TIL SKIPSHLIDAR, HALIFAX FYRSTA liEST fer frá AVinnipeg kl. 10 fh., 4. Desember, til að ná sambandi við S.S. Regina 7. Ilesember til Glasgow, Belfast og liiverpool. ðXXUlt I.EST fer frá Winnipeg kl. 10 f.h. 5. Des., til að ná sambandi við S.S. Andania 8. Des., til Plj-nmuth, Cherbourg, og London, og S.S. Saturnia 8. Des. til Glasgow. I pRIDJA LiEST fer frá Winnipeg kl. 10 f.h. 8. Des. tU að ná samibandi við S.S. Pittsburg og S.S. Orduna 11. Des. til Cherbourg, Soutliampton, og Hamburg. FJÓRDA IiEST fer frá Winniiieg kl. 10 f.li. 11. Des. til að ná sambandi við S.S. Carmnnia 14. Dea til Queenstown og Uiverpool, og S.S. Canada 14. 1 Des. tU Glasgow, Belfast og Uiverpool. SEKSTAIÍIK SVF.PXVAGXAH FHÁ VANCOUVER, EDMOXTOX, CAIiGARY, SASKATOOX og REGINA TENGJAST f WIXNIPEG VID OFAXNEFNDAR I.ESTIH Sérstakir nútírna ferðamanna svefnvagnar Edmonton, Calgary, Saskatoon, Regina, e S.S. Athenia, 21. Nóv. frá Montreal tíl Glasgow. S.S. United'States 4. Des. frá Halifax til Chrlstian- sand, Kristjanlu og Kaupmannahafnar. verða í lestinni aUa leið frá Vaneouver, g Winnipeg, til að ná sambandi við skipin 1 S.S. Doric 22. N6v. frá Montreal til Liverpool. 1 S.S. Stockholm, 4. Des. frá Halifax til Gauta- 1 borgvir I SvtþjóB. Serhver umlx>5snuiðiir Oitnxulian National brantanna mun með ánæKju veita yður allar upplýsinpiT og aðstoð við að semja ferðaAsctlun, ntvcga sveinKlefa og onnur pæ#in<li. BDDK NOW

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.