Lögberg - 20.11.1924, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.11.1924, Blaðsíða 3
LÖ’GBERG FIMTUDAGINN. 20. NÓVEMBER. 1924. Bls. S sHiaæsaiflaiaaiiíiBiiagiasHæ ▼ 1 Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga 1 Freistingin. “Um það er eg sannfærð,” mælti móðir hans; en stundum hefir mig þó tekið sárt að hugsa til þess, að þú gætir ivarla kvongast, meðan ihún væri þitt hand- bendi.” “Það er ekki líklegt,” sagði Filippus heldur þunglega, “að eg kvongist nokkurn tíma. Það eru ekki lengur til aðrar eins konuir og þú, móðir mín, sem vilja líða og vinna með þeim manni, sem elskar þær. Það, isem stúlkurnar nú einungis fara eftir, er að maður iþeirra geti útvegað þeim falleg fðt og gott bú.” Frú Góre ihristi höfuðið og mælti: “Segðu ekki þetta, Filippus minn! það eru ekki allar stúlkur eins og Bessie Langton; ihún var svo harðtorjósta, því annars hefði hún ekki tekið aðra eins skepnu eins og gamla Vest fram yfir þig. En eftir þesisu mun hún- sárlega iðrast, þegar Ihún Iheyrir að þú verður nú lík- lega eins efnaður og hann, og það er Ihenni mátulegt. Mér þykir vænt um að þú lærðir í tíma að þekkja hana eins og Ihún er, og mér sveið það, að þú skyldir vilja eiga eins heimska og hégómlega torúðu.” Filippus toað móður sína að tala ekki meira um hana, og isagðist ekki þola það, en finna á því að hann væri ekki ibúinn að gleyma Ihenni. Frú Góre hætti því þessu tali, og fór að spyrja hann um Soffíu Thórold, og áður en hún vissi af, var hún farin að ráðgjöra, hvernig iþau ættu að verja arfinum og út- vega sér marga hluti, sem þau vanhagaði um. Filippus var fríður isýnum og mjög þokkasæll í Stockmouth. Allir lofuðu hann fyrir það, ihve góður hann var við móður sína og systur. Enginn gat fund- ið neitt verulegt að honum, nema hvað sumum þótti hann stundum vera of djarfmæltur og toerorður um það, sem 'honum tojó í skapi, og öllum þótti það ilila farið, að hann varð ástfanginn í Bessie Langton, sem vair hégómleg og flennuleg stúlka, er ekki ihugsaði um annað en iskraut og iskart, og að láta öðrum lítast vel á sig. Hún hafði látið líklega við Filippus, en giftist þó herra Vest, isem var ríkur maður, en nokkr- um árum eldri en faðir hennar. Um veturinn átti Filippus einatt ráð við móður sína um, hvernig þau ættu að koma sér fyrir, þegar þau fengju arfinn. Frú Góre vildi ekki ógleðja son sinn með því að segja honum að hún fyndi á sér, að Ihún ætti skammt eftir ólifað. Þetta rættist líka, því áður en næsta sumar var liðið, andaðist-ihún, svo systkinin voru nú einsömul eftir.- Þær litlu tekjur, sem frú Góre hafði haft, miistust við fráfall hennar og veitti Filippus örðugt toæði að lifa sómasamlega sjálfur og kosta iskólaveru systur sinnar. Eftir því sem seinast fréttist, hafði heilsufar Soffíu Thórólds toatnað og það var ekki ólíklegt að hún fengi vitið aftur. “,Það er ljóta sagan,” saði Stúart Oliver, frændi Filippusar, ®em var skrifari hjá herra Vigoir og hafði kynt sér málavextina; “það er ekki að reiða sig á þeesls'ar gömlu stúlkur; þær eru lífseigar eins og kettir, og vilja ekki deyja af tómum þráa við aðra, og til að storka þeim.” “Nú,” sagði Filippus, “það væri Iheimskulegt að segja, að mér standi á sama, ihvort eg fæ arfinn eða ekki; en gæti hún fengið vitið aftur, vildi eg vinna til að fara hans á mis.” “Vertu ekki að þesSum ólíkindalátum!” sagði Stúart. í sama Ibili kom 'herra Vigor inn, og þeir hættu að tala um þetta og skildu. En er þeir fundust aftur deginum eftir, kom Stúart með þá óvæntu fregn, að jungfrú Thórold hefði orðið ibráðkvödd, svo Filippus erfði nú allar eigur hennar. Næsta vika gekk nú í því fyrir Filippusi að ferð- ast til Exeter, og gjöra þær ráðstafanir þar, isem við þurfti. Þegar hann kom aftur, isamfögnuðu allir bon- um með arfinn, og hústoóndi hans var miklu alúð- legri við hann en áður. Stúart Oiliver ihafði látið sér vera mjög ant um hagsmuni frænda síns, og til að launa honum, stakk Filippuisi upp á þyí við hann, að þeir iskyldu ferðast til Parísartoorgar svo sem viku- tíma. Það var nú ekki nema eitt sem dró myrkva á gleði Filippusar, og það var sú ihugsun, að móðir hanis gat ekki tekið þátt í henni; en það hafði verið Guðs vilji, að kalla hana héðan, og því varð hann að sætta sig við það. Hann var að hugsa um þetta eitt kvöld, þegar ihann var kominn heim aftur. Þá kom Stúart Oliver inn til hans og mælti: ‘ÍVið þurftum að fá þig til að skrifa nafn þitt undir tvö eða þrjú skjðl, og þá hugsaði eg, að eg gæti eins vel hlaupið með þau heim til þín, því að eg gjöri alt, sem eg get til að leiða þetta ®em fyrst til lykta.” Filippus toauð frænda sínum hressingu, áður en hann færi út aftur í kuldann. Því næst fór Stúart að tala um jómfrú Thórold, og hvernig það hefði atvikast, að svo fjarskildir ætt- ingjar eins og Górarnir, skyldu erfa hana. Filippus tók eftir því, að þar var eins og iStúart drægi dulur á eitt'hvað; hann gaf háðslegar toendingar um sljó- leika málaflutningsmannanna í sveitinni, toendingar um, að hann gæti sannað þetta ef hann vildi, og kvartaði yfir því að hann hefði ekki fengið gott em- toætti, þar sem hæfilegleikar sínir hefðu verið rétti- lega metnir. Þegar Stúart hafði fengið sér hressingu, fór Ihann að leysa frá iskjóðunni og verða iberorðari, og loksins settist hann enn þá nær Filippusi og sagði í hálfum hljóðum: “Mundir þú trúa því, Filippus, að það er annar nánari erfingi til en þú?” “Hvað þá?” kallaði Filippus upp, og varð blóð- rjóður. Stúart svaraði engu, en hneigði höfuðið, kreisti aftur varirnar og istarði á Filippus, til að sjá hvern- ig honum yrði við þetta.. , “Hvernig á eg að skilja þetta?”, shgði Filippus; “þú veist að eg get tekið gamni, en þetta gaman er of svæsið, vinur minn.” Þá mælti Stúart: ‘<það væri ekki gaman fyrir þig ef nokkur annar en eg hefði komist að þessu. En eins og nú er ástatt, veit það enginn nema við báðir, og enginn skal fá að vita það, því lofa eg þér, án þess að heimta helminginn fyrir að þegja,” og Ihló. “Vertu nú ekki að iþessum heimskulátum!” kall- aði Filippus upp og reiddist; “eigi eg ekki pening- ana með réttu, vil eg ekki halda þeim né hafa þá með svikum af öðrum. Það hlyti líka að komast upp, og þá færi fallega fyrir mér.” “Já, það er satt,” svaraði Stúart, “en það er bót í máli, að þú átt hér við þann mann, isem er glögg- skygnari en almennt gjöriist; og að því er svikin snertir, þá er nú hver sjálfum sér næstur; það er nú mín regla. Að öðru leyti er mótstöðumaður þinn kvenmaður. Þú manst, að talað var um Hönnu nokkra Bowden, og það þótti efasamt, hvort ykkar ætti held- ur tilkall til arfsins eftir jómfrú Thórold. Þeir Ro- berts og Williamson feldu úrskurð iþér í vil; en þegar eg gætti toetur að skjölunum, komst eg að því, að það er engum vafa undirorpið, að þessi gamla stúlka iheyrir til eldri greinar þessarar ættar, en móðir þín. ‘'Er hún enn á lífi?” spurði Filippus. “í fyrra var hún lifandi,” svaraði Stúart, og bjó þá 1 Croisisland, sem er lítill Ibær, ekki 'langt frá Carlisle.” Þeir þögnuðu nú litla stund; þá sagði Filippus í hálfum hljóðum: ‘^Sé þetta satt, verð eg að selja arfinn í hendur henni.” , “Vertu ekki ®á tojáni!” mælti Stúart; “í fyrsta lagi hefir þú eins mikinn rétt til þessara peninga eins og hver annar; því næst ertu Ibúinn að taka við þeim og í þriðja lagi veit enginn lifandi maður nema við báðir, af því, að Hanna Bowden er skyldari jómfrú Thórold en þú. Eg hafði fyrst ásett mér að segja þér ekki frá þessu ,en iseinna þótti mér þó réttara að láta þig vita það.” “Eg vildi óiska að þú hefðir geymt þetta Ihjá sjálfum þér,” mælti vesalings Filippus; “því að það er hart að fá eignir einungis til að frétta, að annar eigi meira tilkall til þeirra, en það er svo sem auð- vitað, að eg get ekki haldið því, sem eg á ekki.” Stúart Oliver isvaraði engu, en lagði niður með sjálfum sér, hvernig hann gæti tspornað við því, að þetta gullepli skryppi úr ihöndum sér, því að hann hafði frá upplhafi ætlað sér að hafa isem mest not af þeslsu erfðafé Filippusar og því Ihafði hann sagt Vigor, sem ivar góðmenni, að frændi sinn vildi láta sig hafa sem mestan hag af því, að koma þes'su máli vel fyrir. Þegar hann nú komst að þvi, að Filippuis var ekki réttur erfingi, hélt Ihann, að þetta væri ó- tæmandi auðsuppspretta fyrir sig. Hann ætlaði sér að þegja yfir þeisisu við alla aðra, en segja Filippusi frá því á þann ihátt, að hann gæti ekki neitað sér um lán, þegar hann þyrfti þess við. Honum kom það nú mjög óvairt að Filippus skyldi vera fastur á því að afsala sér arfinum og reyndi til þess á allar lundir að fá hann ofan af því og telja honum trú um að enginn heiilvita maður mundi láta af hendi fjármuni sem honum þannig hlotnuðust til þeirra, sem í raun og veru ætti meira tilkall til þeirra, og isem þar að auki hér væri gömul kerling, sem líiklega ekki gæti lifað lengur en eitt eða tvö ár, og stæði, ef til vill, á grafarbarminum. Hann linti ekki látum, fyr en hon- um hafði nærri tekist að sannfæra Filippus um þetta. Áður en vikan var liðin, varð bæjarbúum skraf- drjúgt um toreiskleika mannlegs eðlis, og að það þyrfti isterk bein til að þola góða daga; tóku þeir til dæmis Filippus Góre, sem væri oirðinn gjörsamlega breyttur og varla svaraði öðrum, þegar þeir sam- fögnuðu honum og mintu hann á, að hann væri nú orðinn mesti ríkismaður, sem ungu stúkurnar vildu ná í. Vesalings Filippus! Þetta var vissulega sú sorg- legasta vika isem hann hafði lifað. Hvað sem hann gjörði, gat hann ekki látið vera að skammast sín og heillaóskirnar gjörðu ekki annað en skaprauna honum. Hann forðaðist að hitta Stúart Oliver og fór eitthvað burt, þegar hann gat átt von á honum heim til sín. Lokisins upp rann jólamorgun, og Filippus vaknaði í þungu skapi Hann reyndi til að telja sér trú um, að þetta kæmi til af því, að það var sá fyrsti jóladagur sem hann ekki var saman við móður sína. En samviskan hvíslaði að honum, að þessi náttúrulegi söknuður væri þó ekki sú einasta orsök til áhyggju hans og órósemi. Hann lá í rúmi isínu og velti sér á ýmsar hliðar og óskaði að Stúart hefði þagað, en iþá fór hann aftur að hugsa um að Ihinn erfinginn kynni að vera fátækur, sjúkur og hrumur. Honum fanst, að hann með gleði hefði get- að látið jómfrú Thórold njóta arfsins æfilangt, en hitt þótti Ihonum óbærilegt að gefa hann alveg upp, eða láta hann ilenda hjá einhverjum, sem hvorugt þeirra þekti; þair að auki yrði hann að hafa tillit til Lottie systur sinnar, og mætti ekki kasta tourt hennar arfs- von. Því næst fór hann á fætur og flýtti sér, því að hann ætlaði að sækja Lottie og fara mieð henni í kirkju, og eftir mesisu verða hjá móðurfrænda sínum, að nafni Kmezwilz. Þessi jóladagur minti hann á aðra fyrri jóladaga, þá er móðir hans hafði reynt til að gjöra alt svo skemtilegt og viðkunnanlegt, ein® og hennar litlu efni leyfðu. Hugsunin um ástríki ihenn- ar tourtrýmdi smám isaman öllum öðrum hugsunum úr huga hans, og hann mintist barnæskunnar þegar hann isat í kjöltu móður sinnar og var að lesa kvöld og morgunlbænir sínar, og þóttist mikill maður þegar hann gat haft yfir kvöld og morgunsálminn. Hann fór nú að rifja þetta upp fyrir sér, þangað til hann kom að þessu versi: Haf þú af engum arf né fé, öll þín toreytni hreinskilin sé, 'Góðrar isámvizku gæta her, Guðs auga jafnan ti.l þín sér. Han spratt upp og sagði við isjálfan sig, að ef hann ekki flýtti isér, kæmi hann of seint, og þegar hann gekk eftir istrætunum, heyrðust honum kirkjuklukk- urnar, sem verið var að hringja, eins og segja við sig: Haf—þú—alf-—engum—arf—né—fé, öll—þín—breytni —ihreinskilin—sé. Honum fanst vera fróun í því fyrir isig, þegar hann loks komst þangað sem systir hans átti heima, og fann þessa litlu og fölu 14 vetra gömlu stúlku, en gat þó ekki tekið undir við hana, þegar hún óskaði honum gleðidegra, jóla, heldur kysti hana. Lottie hélt, að hann væri svo alvarlegur, af því að hann væri að hugsa um móður þeirra, og hvíslaði hálfgrátandi að Ihonum: “Æ, toróðir minn, heldur þú ekki, að hún horfi niður til okkar núna, og viti, hvað við erum að hugsa um!?” Æ! ef hún görði það,” hugsaði Filippus; ef hún viissi, að isonur sinn, sem henni þótti svio mikið til koma, er svikari þjófur, isem hélt því, sem hann átti ekki, og hélt því fyrir vesalings munaðarlausri og gamalli stúlku.” Hann var isvo náfölur að Lottíe rak upp hljóð af hræðslu og isagði: “Æ bróðir minn! Þú ætlar þó ekki að leggjast veikur?” “Nei, Ibarnið gott!” svaraði hann; “það er ekk- . ert; kom þú, annars komum við of seint.” Því næst fór Ihann með Ihenni á stað til kihkjunnar, og valdi þann veg, sem var mest afskektur, því að hann vildi helst vera einisamaill og ekki tala við nokkum mann, heldur geta toeðið Guð í næði um að styrkja sig til að standast þessa miklu freistingu. Enginn fékk nlokkurn tíma að vita, og Filippu® sjálfur forðaðist að hugsa til þess, hve hörð sú orusta var, sem hann þennan jólamorgun varð að íheyja, og hviernig hann reyndi til að þagga niður rödd samvisku sinnar, en vildi þó breyta rétt. Seinast varð hann uppgefinn í þesisu stríði, og gat aðeins andvairpað og með sjálfum sér toeðið: ‘tGuð hjálpi mér.” Filippus gekk út úr hinni gömlu kirkju í Stock- mouth, að sönnu hnugginn og hugsjúkur, en þó miklu farsælli, en ef hann hefði hlýtt fortölum eigingirninnar. Hjá föður frænda hans voru ekki margir tooðsgestir, og þótt allir tækju eftir alvðru- svip og áhyggjufullu útliti Filippusar, furðuðu þelr isig ekki á því, því þeir hugsuðu, að þetta kæmi af því að hann gæti ekki gleymt móður sinni, og var það líka satt, því allan þann dag mintist hann hennar með isömu tilfinningum, sem hann hafði haft í æsk- unni, þegar hann sá móður sína gleðjast af því, að hann Ihafði toreytt eins og vera átti. Slæm tíðindi eru fljót að foerast, og áður en vika var liðin, vissi hvert mannistoarn í Stockmouth, að Filippus Góre væri öreigi, og að ,hann væri ekki nánasti ættingi jómfrú Thórolds heldur að hann sem fjárhaldsmaður væri farinn til Cumberland, til að leita uppi hina gömlu konu, sem væri sá rétti erfingi. Filippus hafði látið það vera sitt fyrsta verk, að finna Stúart Oliver og segja honum ,að hann ætlaði að leita upp Hönnu Bowden, og iselja henni arfinn i hendur, ef hún hefði tilkall til Ihans. Stúart varð óður og uppvægur, en Filippus sat við sinn keip. “Vera má,” sagði hann, “að hræðsla okkar ihafi verið ástæðulauis, og eg fuillvisisa þig um, að eg ætla ekki að kasta arfinum tourt ófyrirsynju. Áður en eg læt féð af hendi, vil eg hafa óræka vissu fyrir því, að eg hafi ekki rétt til að halda því. Látum osis þá ekki skrafa meira um þetta; eg veit, að þú vilt mér vel, en eg held, að þú ráðir mér til að gjöra það, sem, þú vildiir ekki isjálfur gjöra þig sekan í. Hvernig eigum við nú að segja herra Vigor frá þessu, án þess hann gruni, að þú (háfir vitað það nokkru áður en þú skýrðir honum frá því?” Þegar Stúart heyrði þetta, varð hann öldungiis hamstola, því að þannig forást alveg hagnaðarvon hans; Ihann æddí aftur á bak og áfram, og sagði iseinast, að Filippus væri hið mesta flón, sem hann nokkurn tíma hefði fyrir hitt. “Það er þó betra að eg sé hið mesta flón, en hinn mesti fantur,” isvaraði Filippus. Þegar Stúart gat ekkert á unnið, og varð að sætta sig við það, isagði hann herra Vigor, hvað hann hefði uppgötvað um Hönnu Bowden, og bætti því við, að hann hefði gefið frænda sínum toendingu um það, og að hann væri sér isamdóma um, að ef þejsi gamla stúlka hefði meira tilkall til arfsims ,en hann, yrði hann að láta féð af hendi. Vigor kvað sér vera raun að þessu, en verða þó að fallast á það. •Eftir nýárið lagði Filippus af istað, og kom eftir tveggja daga ferð til Cumberlands; isettist hann þar að í iitlu veitingahúsi, og spurði gestgjafann, hvort hann þekti nokkra frú eða jungfrú Bowden í nágrenni sínu. “Já”, svaraði gestgjafinn. “Allir hér þekkja jómfrú Bowden, því að hún er ógift, og er ekki mjög þægileg við þá, ®em halda að hún sé gift kona. Hún er mikið hjákátleg, og þér munuð varla hafa þeikt nokkurn kvenmann isem líkist ihenni.” iFilippus spurði til vegar, og fór að finna jómfrú Bowden. Hann komst að raun um, að hún var einls Og gestgjafinn foafði lýst henni. Það, sem isér í lagi ein- kendi Ihana, var að hún hafði hina mestu andistygð á ðllum karlmíönnum, sem hún skifti í tvo flokka, sem sé í fífl eða fanta. Fyrst þegar Filippus sagði henni frá erindagjörð- um sínum, kom einhver, vafi og hik á foana um, til hvens iflokksins hún ætti að telja hann. H'enni þótti Ihann tala of greindarlega til þess að vera fífl, og að gefa upp arfinn sjálfkrafa, var ekki hið rétta fanta-. merki. Hún hélt að þetta sæist toetur með tímanum, því að til annarshvors flokksins yrði hann isjálfsagt að heyra. En þangað til þetta mál væri útkljáð, vildi hún sýna honum gestrisni. Hún ispurði hann því, hvar hann Ihefði fengið sér aðsetur, og þegar hún heyrði, að það var í gestaherlberginu, sagðist hún ætla að ®enda eftir farangri hans, því að hann yrði að vera gestur sinn meðan á þessu máli stæði. “Þó get eg ekki,” sagði hún, “hýst yður heima hjá mér, því að það gjöri eg aldrei; en eg á vinkonu, sem veitir yður góðar viðtökur, og þá getið þér komið hingað þegar -þörf gjörist.” Filippus svaraði, að það mundi Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 MF.niCAIi ARTS BUDG. Oor. Graham and Kennedj Sta. Phone: A-18J54 Offlee tlmar: 2—3 Helmill: 77« Victor St. Phone: A-7122 Wlnnfpeg;, Manitoba THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrlfstofa: Room 811 MoAltktv BuUding, Portage Ave. P. O. Box 165« Phones: A-6849 og A-6646 Vér leggjum sérstaka álierzlu á aö selja meðul eftir forskriftum Iækna. Hln beztu lyf, sem hægt er að íá eru notuð eingöngu. . pegar þér komlð með forskrliftum tll vor megið þjer vera viss um að fá rétt það sem lækn- Irinn tekur til. COLCLEIJGH & CO., Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—7650 Giftingaleyfisbréf seld W. J. LINDAI,, J. H. LINDAX, B. STEFAN8SON Islenzklr lögfræðlngar 708-709 Great-West Perm. Bldg. 356 Maln Street. Tals.: A-4963 feir hafa einnlg skrlfstofur aS Lundar, Riyerton, Gimll og Piney og eru þar at hltta á eftlrfylgj- andl tlmum: Lundar: annan hvern mlBvikudfc* Riverton: Fyrsta fimtudag. Glmliá Fyrsta mlSvlkudag Plney: þrlSJa föstudag 1 hverjum raánuBi DR. 0. BJORNSON 216-220 MKDICAIi ARTS BIJJG. Cor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Office tlmar: 2—3 HelmUi: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba ARNI ANDERSON ísl. lögmaður í félagi við E. P. G&rland Skrifst.: 801 Electric Rail- way Ohambers Talsíml: A-2197 DR. B. H. OLSON 216-220 MEDICAD ARTS BRDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Phone: A-1834 Oflfice Hours: 3 to 5 HeimUi: 921 Sherbhrne St. Winnipeg, Manitoba A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræðingur Hefir rétt til að flytja mál bæði í Mian. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Seinasta mánudag I hverjum mán- uSi staddur i Churchbridge. DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Stundar augna, eyrna, nef 0« kverka sjúkdðma.—Er að hltta kl. 10-12 f.b. og 2-5 e.h. v Talsíml: A-1834. Heimill: 373 River Ave. Tals. F-2691. Borgið skuld yðar við Lögberg DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Bulldlng Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýkl og aðra lungnasjúkdðma. Er aC finna á skrifstofunni kl. 11—12 f-h. og ?—4 e.h. Stmi: A-3521. Heiinili: 46 Alloway Ave. Tal- eimi: B-3158. A. S. Bardal 1 848 Sherbrooke St. S.Iur lfkkUtui og annast um útfarir. 1 Allur útkúnaður sá bezti. Enntrem- H ur selur hann alakonar minniavarða {■ og legateina. Skrll.t. talaiuu N *•«« | Heimllls taleimi N tlOt | DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar aérstaklega kvenna «g barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. 3 til 6 e. h. Office Phone N-6410 Heimlli 806 Victer Str. Sími A 8180. EINA ISLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki aB biSa von úr yitl. . viti. Vinna öll ábyrgst og ley«t af henöl fljðtt og vel. J. A. Jóhannssm. 644 Burnell Street | F. B-8164. AS bakl Sarg. Fire Hal DR. Kr. J- AUSTMANN Viðtalstími 7—8 e. h- Heimili 469 Simooe, Sími B-7288. JOSEPH TAYLOR IJÍGTAKBMAÐUR Heimilistals.: St. John 1844 Skrifstofu-Tnlí'.: A 65M Tekur lögtakl bæSl húsalelgustoild% veðskuldlr, vtxlfcfckuldlr. AfgT«46tr aí eem aS lögum lýtur. SkrilMofa 255 Maln 9tre« DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDIOAlj ARTS BIjDG. Cor. Graham and Kennedj Sts. Talaími A 8521 Heimili: Tals. Sh. 3217 Verkatofn Tals.: Heima ToU.: A-8383 A-9864 G I_ STEPHENSON Plumber Allskoiutr ratnragnsáhöld, svo nemi ntraujnm víra. nllar tegundlr af gtösum og aflvnka (batteries) Verkstofa: 676 Home St. J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Samerset Block Oor. Portage Ave. og Donald St. Talsiml: A-8889 Endurnýið Reiðhjólið! I^tið ekki hjá lfða að endur- nýja reiðhjölið yðar, áður en mestu aunimar bjTja. Konrið með það nú þegar og látið M r. Stehhtna gefa yður kostnaðar áætiun. — Vandað verk ábyrgst. (MaSurinn sem allir kannast viC) S. L. STEBBINS 634 Notre Dame, Winnlpyg Munið Símanúmerið A 6483 1 og pantið meðöl ySar hJA oss. — SendiS pantanlr samstundis. Vér aígreiSum forskriftlr meS sam- ; vizkusemi og vörugæSi eru ðyggj- ; andi,. enda höfum vér magrra ára ; lærdómsrika reynslu aS bakt. — Allar tegundlr lyfja, vindlar, Is- 1 rjðmi, sætindi, ritföng, tðbak 0. fl. McBURNEY’S Drug Store ; Cor Arlington og Notre Dame Ave J. J. SWANSON & CO. Verzla ir.eð fasteignir. Sjá um leigu a nusuir.^ Annast lán, eldsábyrgð 0. fl. 611 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 ( jíftÍngS Og 11 / Jaröartara- klom með litlum fyrirvara Hirch blómsali 616 Portage Ave. Tals. B720 ST IOHN 2 RPNO 3 vera Ibest, að hann væri kyrr í “Hvítahesti” ; en með því jómfrú Bowden mælti fastlega á móti því, og hann áleit það hyggilegast fyrir sig að eyða sem minstu fé, þá féllst hann loksins á það. Um kvöldið fylgdi því lítil þjónustustúlka, að nafni Maggie, honum yfir til Elm Cottage, þar sem frú Hanley og Úrsula, dótt- rr hennar áttu heima. Framh.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.