Lögberg - 20.11.1924, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.11.1924, Blaðsíða 4
hÍA. 4 LGGBERG, B ÍMTUDAGINN 20. NÓVEMBER. 1924. o 3£ogberg Gefið út hvern Fimtudag af The Cci urabia Press, Ltd., tCor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. Talnimari .>'-«327 og N-632S JÓN J. BILDFELL, Editor Utanáskrift til blaðaina: TKf 60LUNIBI4 PRES3, Ltd., Box 317i, Winnipeg, M»n- Utanáakrift ritatjórana: íOiTOB LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M»n- 'tne “Lögberg” is printed and published by | Tne Columbia Press, Limited, in the Columbia I Building, 695 Sargent Ave, Winnipeg, Manltoba. Heimskringla og hrœsnin. í síSustu viku lætur Heimskringla refsivönd sinn dynja yfir kirkjur landanna og klerkalýS, meÖ svo mik- illi kyngi, að hárin rísa næstum á höfði manns viÖ lesturinn. Það sem svo mjög hefir sært siÖferÖistilfinningu og sannleiksást þeirrar gömlu, er yfirlýsing frá kirkju- deild einni um þaÖ, að hún aðhyllist eigi þá stefnu frið- arvina, sem veiki hollustu, eða kasti skugga á glæsta þjóðernistilfinningu og fööurlandsást, og að þeir menn, sem yfirlýsinguna gera, séu á móti öllum ófriSi. “Nema til hans sé lagt í réttlátri sjálfsvörn, eða brýn nauðsyn beri til þess, að ley.sa undirokaðar þjóðir úr viðjum.'’ í þessari yfirlýsingu finst blaðinu, að hræsnin kom- ist á sitt hæsta stig. Eða með öðrum orðum, það brennimerkir menn þá, er þessari kirkjudeild tilheyra, erki-hræsnara fyrir það, að þeir vilja ekki þola neinum einstaklingum eða þjóðum, að kasta skugga á*sæmd. eða heiður annarar þjóðar né heldur að rýra hollustu manna til þjóða sinna—gjöra menn að heitrofum og að þeira taka fram, að þeir vilji ekki út í stríð fara, nema að þeir eigi hendur sínar að verja, eða þá til þess að leysa undirokaðar þjóðir úr viðjum, þegar brýn nauðsyn ber til.” Vér viljum ekki vera málsvarar fyrir hræsnina í neinni mynd. En vér viljum ekki heldur sjá, að kveðn- ir séu upp hræsnisdómar yfir mönnum, nema að þeir séu á rökum bygðir. Hví þurfa þessir menn að vera hræsnarar, þó þeir lýsi yfir því, að þeir vilji frið, en að eins heiðarlegan frið ? Getur það ekki verið hræsnislaust frá þeirra hálfu, að vilja ekki vinna það til friðar, að þjóðfélag þeirra sé svívirt og meðborgarar þeirra lokkaðir til þess að bregðast borgaraskyldum sínum, og að þeir vilji held- ur berjast, heldur en að láta óaldarseggi taka af sér fé og fjör varnarlaust? Mundi það ekki vera mannlegu eðli fjær, og öllum mannskap, að lýsa hinu gagnstæða yfir? Finst mönn- um nokkur von til þess, að menn muni nokkurn tíma láta möglunar- og viðstöðulaust af hendi það, sem mönnum er kærast í lífinu, við óaldatlýð, sem vill troða það undir fótum sér? Mundi það ekki í orðsins fylsta skilningi vera ræfilsháttur og bera vott um skort á þrótti og sjálfsvirðingu, og mundi ekki vera fult eins mikil ástæða til þess að væna menn þá, sem slíjku lýstu yfir, um hræsni eins og hina? Sannleíkurinn er sá, að það er aldrei friðar að væuta í heiminum, ef krefjast á þess, að vissir partar mannkynsins eigi að vera svo mikið betri en aðrir, að þeir leggi alt í sölumar. Menn verða að læra að bera virðingu hver fyrir annars skoðunum, og krefjast ekki þess af öðrum, sem þeir ekki vilja eða geta veitt sjálfir, réttlætistilfinn- ingar sinnar, eða sóma síns vegna. En svo er nú þessi hræsnisgrein í Heimskringlu ekki að eins rituð til þess að ávita þann löst, né heldur til þess, að henda gaman að því, að kirkjunnar menn báðu sama guðinn að blessa eigin málstað, en fordæma aftur málstað fjandmannanna—það er, blessa vopn Englendinga, en bannsyngja, vopn Þjóðverja, sem blaðinu finst sú dómadags vitleysa, þar sem báðar þjóðirnar séu lúterskir prótestantar! Hræsnis og sjálfsvarnar textanum er haldið áfram þar til takmarkinu er náð, nefnilega því, að festa hvorutveggja við England. Samt segist greinarhöf- undurinn ekki gjöra það af þvi, að yfirdrepsskap- ur Englendinga sé svo miklu meiri en annara þjóða, heldur af því, að Englendingar eru stærsta nýlendu- þjóðin. En þó verða það nú samt Englendingar, sem haldið er uppi sem fyrirmynd í hræsni og yfirdreps- skap öllum Islendingum Jil athugunar. í sambandi við afskifti Englendinga af Canada far- ast blaðinu þannig orð: “Ætli það hafi ekki verið af því, að þeim fanst ‘brýn nauðsyn’ bera til þess, að ‘leysa Indíánana úr viðjum’, — eins glæsilega og þeir hafa með þá farið, að þeir tóku Canada af Frökkum?” Ekkert er á móti því, að segja rétt og hispurslaust frá misgjörðum Englendinga sem annara. En það er hvorki ætlast til, að menn fái rétta hugmynd um af- skifti Englendinga og Frakka af þessu landi á tímabili því, sem átt er við, með því sem sagt er, né heldiir af- skiftum Englendinga af Indánum. Saga þessa lands gefur ekki á neinn hátt til kynna, að Englendingar, sem þjóð, hafi^misboðið Indíánum Canada, eða farið illa með þá, og er þvi su staðhæfing blaðsins óverð- skulduð og villandi. Vér segjum ekki, að Indíánarnir hafi ekki verið beittir órétti, að því er til verzlunarviðskifta kemur, af einstökum mönnum og félögum,~en fyrir það er ekki neitt vit í að dæma heila þjóð. Hvað viðskiftum Frakka og Englendinga viðvíkur á því tímabili, sem hér um ræðir, er það að segja, að báðar þjóðirnar váttu nýlendur í Ameríku. Nýlendu- fólkið leit á sig sem óaðskiljanlegan hluta af heima- þjóðunum fyrst framan af, og þegar heimaþjóðirnar voru í striði, álitu nýlendurnar sig vera það líka. Þannig hófst hið svo nefnda sjö ára stríð á milli franska og enska nýlendufólksins fyrir vestan haf, og hugmyndin hjá hvoru þjóðarbrotinu út af fyrir sig var að vinna sigur á hinu fyrir heimaþjóðina, en ekki nein- ar landavinningar, og það hefði þjóðarbrotinu öðru- hvoru eða máske báðum, tekist, ef heimaþjóðirnar hefðu ekki veitt þeim að málum, og i þeirri viðureign urðu Englendingar yfirsterkari. Þeir voru með her- ferð sinni á hendur Frakka í Canada, að vernda ný- lendubygðir sínar miklu fremur en að ásælast Can- ada, því það þótti einskis virði á þeim dögum. Um Búastríðið farast blaðinu þannig orð: “Eða efast nokkur um, að það var réttlát sjálfsvörn, sam- fara kristilegu bróðurþeli. er Englendingar færðu þetta hálskalega illþýði, Búana, — friðsama bændur — úr sauðargærunni — sem reyndar var alsett demöntum?” Ekki kemur meiri sanngirni fram í garð Englend- inga í þessum ummælum, en þeim um Canada.- Vér höfum tekið fram, að oss detti ekki í hug að mæla striðum bót, því þegar bezt lætur, eru þau öm- urleg. En þegar um þau er talað, þá eiga báðir eða allir málsaðilar að njóta sannmælis, að svo miklu leyti sem unt er, og það er ekki að láta Englendinga njóta sannmælis, að mála þá svarta en Búana hvíta, í þessu sambandi. Tilfinning sú, að Englendingar hafi misboðið Bú- unum með því að fara út í stríð við þá, sem allmjög hreyfði sér hjá sumum frændum vorum á Islandi á þeim dögum.bygðist ekki á því, að málstaður Eng- lendinga væri verri, heldur á hinu, að leikurinn, eða ó- leikurinn, væri ójafn, að það væru of margir Englend- ingar um einn Búa. En ójafn leikur, eins og ófagur leikur hefir frá alda öðli þótt miður drengilegur. Englendingar reyndu alt sem þeir gátu til þess að jafna sakir við Búana á friðsamlegan hátt, en það tókst ekki, ef til vill sökum þess, að forseti lýðveldisis í Suð- ur Afríku, Kruger gamli, reiddi sig um of á loforð konsúls Þjóðverja þar syðra, sem taldi Kruger trú um, að Þjóðverjar væru reiðubúnir að veita honum alla þá hjálp, sem hann þyrfti gegn Bretum. Óeirðimar á milli flokkanna innan lýðveldisins í Suður-Afríku, voru ægilegar, eins og sjá má af ummælum forseta lýðveldisins, Rev. Tomas Francois Burgers, manns af hollenzkum ættum, stýluðum til og fluttum á Volks- raads þinginu: “Eg vildi heldur vera lögregluþjónn í þjónustu sterkrar stjórnar, heldur en forseti slíks rík- is. Það eruð þið, þingmenn Raad þingsins og Búarn- ir, sem hafið tapað landinu—sem hafið selt sjálfa yð- ur fyrir brennivínsstaup—, þið hafið farið illa með innfædda fólkið, þið hafið skotið það niður, þið hafið selt það i þrældóm, og nú verðið þið að þola dóm þeirra misgjörða. Vitið þið hvað nýlega kom fyrir í Tyrklandi? Sökum þess, að stjórnarfarið þar var ekki samboðið siðuðu fólki. Stórveldin skárust í leik- inu og sögðu: ‘Hingað og ekki léngra’. Og ef þetta er gert þar sem stór þjóð á í hlut, mun þá smáu lýð- veidi verða fyrirgefið, þegar það misbýður réttlæti og velsæmi ?” Innan lýðveldisins sjálfs var barist um hérað, sem gull og demantar fundust i. Og innan lýveldisins var hérað, sem brezkir borgarar bygðu. Þeir kvörtuðu sáran undan illri meðfreð af hendi þeirra, sem ráðin höfðu þar syðra, en Bretar eða Englendingar skiftu sér ekkert af því unz árið 1899 a® 21,000 brezkir borg- arar i Uitland sendu bænarskrá til Victoriu drotningar og báðu um vernd frá yfirgangi og ofríki Krugers for- seta. Sir Alfred Milner, sem þá var umboðsmaður Breta í Suður Afríku, var falið að reyna að semja við Kruger á friðsamlegan hátt, en það tókst ekki. Svo hið svonefnda Búa-stríð í Suður Afríku hófst 11. okt- óber 1899. Það var ekki nema um tvent að gera fyrir Eng- lendingum . Fyrst það, sem þeir gerðu. I öðru lagi, að láta níðast á þeim brezkum borgurum, sem innan lýðveldisins voru og láta yfirgangsseggi reka þá frá eignum sinum og óðulum, og í tilbót að láta kúgast af ófyrirleitnum óeirðarseggjum, eins og þeir sem mest máttu sín á meðal Búanna á þeim dögum óneitanlega voru. Vér höfum fært fram vörn i þessu máli að eins til þess að islenzkir lesendur fengju að vita, að ef frá málavöxtum er skýrt rétt, þá er England í hvorugu þessu tilfelli svo svart, að ástæða hefði verið til þess að benda á það sérstaklega, og oss finst að blað, sem gefið er út innan brezka ríkisins, ætti fremur að sjá sóma sinn í að halda uppi heiðri þess—minsta kosti að látæ það njóta sannmælis—, heldur en að sverta það í augum alheims og þess eigin borgara um skör fram. Alþjóðaþingið í Genf, Því var slitið 20. október siðastliðinn, eftir að hafa setið rúmar fjórar vikur, eða frá 1. september 1924. Þing þetta var að mörgu leyti merkilegt. Þó aðal- mál það; sem það hafði rneð höndum, hafi sjálfsagt verið afvopnunar- og friðar málið, þá voru þar mörg önnur mál rædd, sem snerta velferð mannkynsins í heild. Þetta er hið fimta alþjóða-þing, sem haldið hefir verið og líka hið atkvæðamesta. Fyrstu þingin gengu mjög í undirbúning, því margt var að athuga og fram úr mörgu að ráða í sambandi við stofnun alþjóða sam- bandsins, og var það fyrst nú, sem hinar ýmsu deildir þingsins vissu sjálfar hvar þær stóðu og hvernig hægt væri að beita afli því, sem stofnun sú ætti yfir að ráða, enda virðist sem þingstörfin og framkvæmdir þings þessa hafi gengið betur nú, en riokkru sinni fyr. Á þingi þessu mættu umboðsmenn frá fjörutíu og fimm þjóðum. Tólf forsætisráðherrar.og á meðal ná- lega hverrar einustu sendinefndar til alþjóðaþingsins, var að finna utanríkisráðherra, nú eða fyrverandi, og fullur helmingur sendinefndanna höfðu lika leiðandi mann úr andstæðingaflokki ráðandi stjórnarflokkanna heima fyrir. Menn voru því í færum um að ræða málin á grundvelli reynslunnar, en ekki að eins frá hugsjóna sjónarmiði. Þetta var í fyrsta sinni, sem forsætisráðherrar þjóðanna höfðu mætt á alþjóða- þinginu til þess þar að standa fyrir málum þjóða sinna og á ákveðinn hátt að taka þátt í velferðarmál- um allra þjóða. Telja menn slíkt hafi haft hin beztu áhrif og dregið þjóðir þær, sem i Alþjóðasambandinu eru, nær hver annari en þær áður voru, og í öðru lagi fundu menn til þess, að þing þetta síðasta í Genf vakti svo mikla og almenna eftirtékt, að ekki er gott að hugsa sér stað, sem er hagkvæmari til þess að breiða út hug- sjónir manna, en einmitt hann, og’ þangað munu þeir því, sem einhverjar hugsjónir hafa til þess að birta heiminum, fara ótrauðir. Það, sem ef til vill veitti nýjum lífsstraumum inn í athafnir manna á þessu þingi, voru ræður þeirra for- sætisráðherra Breta, MacDonalds, og forsætisráðherra Frakka, Herriots. MacDonald flutti ræðu sína 4. september, um afvopnun þjóða og frið á meðal mann- anna. Reifði hann mál sitt svo vel, að efni þess smaug i gegn um merg og blóð þingheims. Hann tók fram, að í sambandi við friðarstefnuna færi hann ekki fram á neina nýja löggjöf, heldur að sá partur reglu- gjorðar Alþjóðaþingsins, sem um það mál fjallaði yrði endurbætt. “En áður en það er gjört, þarf hún að verða mönnum kunn.” * r Her^T0tÍÓk 1 Sama streng’ Þe&ar hann talaði, og tók fram: ‘Það er með því< að ihugsa um og leiða í gildi á- kvæði þessa alvarlega hjálparmeðals, a^ Frakkar von- ast eftir að finna reglugjörð þá, sem þeir geta stutt sig við, þegar um framtíðar framkvæmdir þjóðarinnar er að ræða og utanríkismál.” Á meðal mála þeirra, sem rædd og afgreidd voru á þessu þingi, voru: Málið um velferð barna. I því mli var etfirfylgjandi yfirlýsing samþykt: 1. Sjá verður um, að hverju barni veitist þau þroskáskilyrði, sem það þarf til þess að það geti náð líkamlegum og andlegum þroska. 2. Barn, sem er hungrað, verður að fá saðning; þau, sem eru veik, lækning; andlega fötluð, aðstoð; þau föðurlausu og hin, sem látin eru afskiftalaus, hjálp. 3. Á neyðartímum eru það 'börnin, sem fyrstu að- stoð verður að veita. 4. Hverju einasta barni verður að veitast tækifæri til þess að vinna fyrir sér, og það verður að vernda þau frá fjárplógstilraunum annara. 5. Innræta verður öllum börnum, að líf þeirra eigi að vera þjónustustamt líf í þarfir meðbræðra þeirra. I júlímánuði síðastliðnum fékk stjórnarnefnd Al- þjóðasambandsins tilboð frá stjórninni á Frakklandi um að gefa Alþjóðasambandinu hæfilega byggingu, þar sem rannsaka mætti og leita upplýsinga í öllum vandamálum, og veita nægilegt fé henni til viðhalds. —Út úr þessu tilboði varð talsverður meiningamunur í þinginu. Fanst sumum, sem Frakkar mundu ekki geta gjört stofnun þá “international”, eða að óháðri al- þjóðastofnun. Samt varð það ofan á, að þiggja boðið, eftir að fcúið var að trtyggja hag Alþjóðasambandsins í því sambandi. Stjórnin á ítalíu hefir einnig boðið Alþjóðasam- bandinu að setja stofnun á fót tiDþess að athuga mál þau, sem sambandið hefir með höndum, frá lögfræði- legu sjónarmiði. Eitt af því, sem bent hefir verið á sem aðfinslu- vert, hæði af Bandaríkjaþjóðinni og fleiri þjóðum við Alþjóðasambandið, er ósamræmi í alþjóðalögum. Á fyrsta fundi Alþjóðsambandsins var það mál tekið til umræðu og falið nefnd til athugunar, eins og öll önnur mál. Sú nefnd benti á það í skýrslu sinni, að hún lijú svo á, að hagkvæmasti vegurinn til þess að ná því tak- marki, væri, að gæta samræmisins, þegar nýir sátt- málar væru gerðir á mitti þjóða, og það hefði Alþjóða- sambandið gert i þeim tuttugu og fjórum sáttmálum, sem það hefði verið við riðið síðan það tók til starfa. Sænsku umboðsmennirnir létu einkanlega í ljós, að þeir væru samþykkir þeim skilningi, en fóru fram á, að stjórnarnefnd sambandsins færi þess á leit við þær þjóðir, sem í sambandinu væru, að þær legðu fram skrá yfir lög þau, sem liklegust væru til samræfhis og sameiginlegra aiþjóðalaga. Samþykt var á þinginu, að kalla fund til þess að ræða þetta mál og bera sig sam- an um það, áður en langt um liði. Samkvæmt bendingu frá Senator Siraola, formanns Rauðakrossfélagsins á ítalíu, samþykti Alþjóðaþingið að boða til alþjóða fundar til þess að tala um og ráða fram úr hverngig bæta skyldi hag þeirra, sem fyrir stór-óhöppum verða, og Friðþjófur Nansen var leyst- ur frá því embætti að sjá um allslaust fólk í stríðs- löndunum, og verkamálaskrifstofu sambandsins falið það. Mörg önnur mál, svo sem þrælasölumál, ópium- nautna mál, og fjármál, komu upp á þessu þingi, og voru ýmist afgreidd eða fengin standandi nefndum. Eitt af því, sem fjármálin snerti, var skýrsla frá eftirlitsmanni Sambandsins í Ungverjalandi, sem sýndi, að hið f járhagslega ástand þeirrar þjóðar, var að kom- ast í hið ánægjulegasta horf frá því sem var, og er það önnur þjóðin, sem Alþjóðasambandið hefir reist úr rústum. Hin er austurríska þjóðin. Ein smáþjóð sótti um inngöngu í Sambandið,— það var Dominician lýðveldið í Suður Ameríku, sem til skamms tíma hefir verið undir vernd og umsjá Bandaríkjastjórnarinnar. Og fyrirspurn um inntöku- skilyrði kom frá Þjóðverjum, sem lét í ljós, að sú þjóð vildi ganga í sambandið, ef það gæti látið sig gera und- ir þeim skilyrðum, sem hún gæti sætt sig við. — Eftir að þigninu var slitið, létu sendinefndir Breta og Frakka það í ljós, að þær væru þess fýsandi, að Þjóðverjar væru teknir inn í sambandið skilyrðalaust með fullum réttindum; en ekkert ákvæði var um það tekið í þing- inu, sem ekki stóð heldur til. Vér sögðum í byrjun þessa máls, að aðal málið á þessu þingi hefði afvopnunar, eða friðarmálið verið. I því máli var eftirfylgjandi sáttmáli dreginn upp af utanríkisráðherra Czecho-Glóvakiu, IBenés, og stað- festur af þinginu, eða þeim af umboðsmönnum þjðó- anna, sem v^ld höfðu til þess að undirskrifa hann, og yfirlýsingu ninna, sem undirskriftirnar urðu að láta biða, unz löggjafarþingin heima fyrir væru búin að samþykkja hann. Sáttmálinn. Með það eitt í huga, að tryggja alþjóða frið og verndun allra þjóða, sem eiga tilveru sína, sjálfstæði og landeignir í hættu. Viðkomandi sameinuðu malþ^pða styik og takandi fram, að strið, sem sótt eru á hendur þjóðum, eyði- leggja hinn sameiginlega þjóðarstyrk, og að þau séu alþjóðaglæpir. alþjóðaglæpur. Það er vilji vor, að flýta fyrir því, að sáttmáli sá, eða grundvallarlög, sem alþjóða sambandið byggist á, geti notið sin að fullu; að því er til sameiginlegs sam- komulags kemur um atriði þau, er þjóðir greinir á um, og að fyrirbyggja alþjóða glæpi og að sem fyrst kom- ist í framkvæmd það, sem tekið er fram í 8. grein þeirra laga um afvopnun þjóða, svo að ihjá þeim sé ekki um meiri vopnaútbúnað að ræða en til þess þarf að þær geti haldið þjóðarsóma sínum og tekið sinn þátt í að framkvæma þær athafnir, sem skyldur þeirra í Alþjóðasambandinu krefjast. Við, sem undir þennan sáttmála ritum samkvæmt heimild, höfum komið okkur saman um eftirfylgj-" andi: 1. gr. Ríki þau, sem staðfest hafa þennan samn- ing með undirskrift sinni, lofast til þess að gjöra alt, sem í þeirra valdi stendur til þess að fá hann sam- þyktan sem viðauka við 'grundvallarlög Alþjóðasam- bandsins, og þau ganga inn á, að því er þau sjálf snertir, að það sem tekið er fram í þessum sáttmála, skuli vera bindandi fyrir þá, frá þeim tíma, að hann er sarrtþyktur, og að þvi er hann sjálfan snertir, þá skal Alþjóðasambandið.og stjórn þess liafa vald til þess að beita ákvæðum þeim, sem fram eru tekin í horium, eins og frá honum hefir verið gengið af Alþjóðasamband- inu nú. 2. gr. Ríki þau, sem undir þennan sáttmála hafa / ritað, skulu ekki hafa rétt til þess að fara út í stríð hvert við annað, eða við neitt annað riki, sem gengur inn á skilyrði þau, sem hér eru sett, nema að veita mót- stöðu, ef á þau er ráðist, og skal þá fylgja ákvæðum þeim, sem Alþjóðasambandið, eða stjórn þess, hefir sett og í samræmi eru við ákvæði þessa sáttmála. Hversu mikið munt þú eiga þegar þú ert orðinn 65 ára? ÞAÐ ætti að vera auðvelt fyrir yður að eiga frá $5,000 til $50,000 um 65 ára ald- ur, í hlutfalli við laun yðar. Með því að eyða öllu er þér vinnið yður inn, ogtreysta á einhvern dag, er “veitir yð- ur auð“, hefir fátæktin yfirhöndina á eldri árum yðar og þér verðið upp á aðra komin, Það er til öruggarivegur, sem tryggir yður tekjur á efri árum. Bæklingur vor “The Measure of Your Income sýnir yður hvernig slíku má til leiðar koma. 636 McDERMOT AVE. . Gleymið ekki Ald McKERCHAR Greiðið bæjarfulltrúa TOM BOYD 1. atkvœði yðar við bæjarstjómarkosning- arnarar, sem fram fara Föstudaginn 28. Nóv. Hann hefir starfað dyggilega fyrir yður í fjögur ár. Reynsla hans kemur yður að góðu haldi. Mjerkið seðilinn þannig: Boyd, Thomas 1 Traveller JL. MckÍ'rCHAR œskir virðingarfylst áhrifa yðar og at kvœða eitið honum for- gangs atkvœði til endurkosningar tem Bæjarfulltrúa í 2. kjördeild ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦“♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ 4^4 4^4 4^4 4^4 4^4 1.^4 Al T 3. gr. Ríki þau, sem undir þenn- an samning rita, ganga inn á að við- urkenna skilyrðislaust og án nokk- urra sérstakra samninga, vald hins ráÖandi alþjóÖaréttar, þegar um atriði er að ræða, sem tekin eru fram í 2. kapitula 36. greinar grundvallarlaga alþjóðaréttarins, án þess þó að skerða rétt neins ríkis, sem tekinn eru fram, á sérstakan hátt, sem heimilaður er í samningi þeim, sem staðfestur var 16. des. 1920 og gefur leyfi til sérstakra sáttmála i samræmi við áðurnefnda grein. Samþykt á þeim sérstaka sátt- mála, sem lagður var fram 16. des. 1920, verður að fást innan mánað- ar frfí þvi að þessi samningur, sem nú er lagður fram, gengur í gildi. Ríki þau, sem samþykkja sátt- mála þann, sem nú ey lagður fram, verða að fullnægja hinu ofan- nefnda skilyrði innan mánaðar frá því þau gefa samþykki sitt. 4. gr. Til þess að ákvæðið, sem tekið er fram i 4., 5., 6. og 7. grein 15. kafla aðal-sáttmálans nái gildi, þá lofast ríki þau, sem undir þenn- an samning rita, til þess að ganga inn á eftirfylgjandi: 1. Ef fram úr ágreiningi, sem lagður er fyrir Alþjóðasambandið, er ekki greitt af því, samkvæmt fyr- irmælum 3. gr, 15. kafla, þá skal stjórn þess reyna sitt ýtrasta að fá hlutaðeigandi málsaðila til þess að leggja mál sitt í gjörðardóm. 2. (a). Ef hlutaðeigendur geta ekki komið sér saman um að leggja ágreiningsmál sín í gerð, þá skal samkvæmt ósk að minsta kosti eins af hlutaðeigendum gjörðardómur settur, sem er i samræmi við vilja allra hlutaðeigenda, að svo miklu leyti sem unt er að ná því samræmi. (b) Ef að hlutaðeigendur ekki hafa getað komið sér samanan um hvaða menn skuli kvaddir til gjörðar- dómsins annað hvort alla, eða þá eitthvað af þeim innan tíma þess, seni stjórn Alþjóðasambandsins á- kveður, eða um starfsvið þeirra og vald, þá skal stjórnarnefnd Al- þjóðasambandslns taka að sér að ráða fram úr ágreinings atriðunum. Hún skal eins fljótt og unt er, í samráði við hlutaðeigendur, velja menn til gerðardómsins og formann gjörðarnefndarinnar, og skal hún í þvi vali gæta þess, að velja menn, sem sökum þektra hæfileika og þjóðernis að treystandi sé til þess að vera óvilhallir og hæfir til þess að athuga ágreiningsmáliný-— (c) Eftir að kröfur málsaðila hafa ver- ið lagðar fram, þá skal gerðardóms- nefndin, ef eirihver af hlutaðeig- SPARAÐ FÉ SAFNAR FÉ Ef þér hafið ekkl þeffar SparisjéSsreikning, þá getiS þér ekki breytt hyKerileerar, en aS kífrerja peninga ySar lnn á eittlivert af vor- um næstu útibúum. par bíSa þeir ySar, þegar rétti tímlnn kemur tll aS nota þ;V yður til sem mests haffnaðar. Union Bank of Canada heflr starfað í 58 ár og hefir á þeim tíma komið upp 845 útibúum frá strönd til strandar. Vér hjóðiim yður lipra of» ábyggilega affrrelðslu, hvort sem þér gerlð mikil eða lítil viðskifti. Vér hjóðum yður að hcimsækja vort næsta útibú, ráðsmaðnrinn og starfsmenn hans, munn finna sér Ijúft og skylt að leiöbelna yður. ÚTIBÚ VOR ERU A Sargent Ave. og Sherbrooke Osborne og Corydon Ave. Portage Ave. og Arlington I.ogan Ave og Sherbrooke Portage Ave, og Good St. og 9 önnur útibú í Winnipeg. A» ALSKRIFSTOFA: UNION BANK OF CANADA MAI.V and WIIJJAM — — WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.