Lögberg - 20.11.1924, Blaðsíða 6
Bta. •
t!
>
LÖGBERG, HMTUDAGINN.20. NÓVEMIBER. 1924.
Hættulegir tímar.
Eftir Winston Churchill.
Augu Stephens opnuðust í sannleika. Vegna góð-
vilja Whippels dómara gafst honum tækifæri að
heyra margar samræður milli hans og ernidreka frá
öðrum ríkjum — Pennsylvaníu, Illinois og Indiana og
annarstaðar að. Hann sá, að dómlarinn réði allmiklu
í hinum nýja flokki. Whipple sat í iheirbergi sínu og
erindrekarnir komu þangað og röðuðu sér á rúmið
hjá honum. Eitt kvöldið, þegar erindrekarnir voru
farnir, vogaði iStephen sér að segja það sem honum
bjó í brjósti.
Mér sýndist ekíki Lincoln vera sá maður, sem
myndi leyfa nokkur hrossakaup í stjórnmálum.”
Lincoln er heima að leika knattleik. Hann býst
ekxi við útnefningunni,” svaraði dómarinn stuttur í
spuna.
“Þá finsf mér,” sagði Stephen með nokkrum
hita, “að ykkur farist naumast drengilega við ihann.”
Maður gæti búist við að dómarinn hefði rokið
npp. Stundum geðjaðist honum vel að svona tali.
“Eg vona, Stephen”, sagði hann, “að stjórnmál-
in verði ofurlítið hreinlegri, þegar þú verður erind-
reki. Hvað myndir þú gera, ef þú værir sannfærður
um, að Abraham iLincoln væri eini maðurinn, sem
gæti bjargað sam'bandinu, og að eina ráðið til þess
að fá hann útnefndan fyrir forsetaefni væri, að beita
flokk Sewards sömu ibrögðum og hann vill beita aðra?
Eg vil fá einhverja nothæfa bendingu, eittihvað, sem
getur komið okkur að haldi í nótt. Klukkan er nú
orðin eitt.”
Stephen þagði og dómarinn ráðlagði honum að
fara að sofa. Um morguninn gengu fylgismenn
Serwards í fylkingum umi strætin í Chicago, með
lúðraflokika og fána. En meðan þeir voru að.því og
þóttuist viissir um siguir, fyltist fundarsalurinn af
hraustum og þolgóðum erindrekum úr Vesturríkj-
unum, og erindrekarnir frá Pennsylvaníu gengu í lið
með þeim. Þeir voru ekki búnir að æpa og orga sig
hása og lémagna. 0<g á þeim degi lét Drottinn
Seward og al.t hans lið falla í hendur þeirira.
Margir sem enn eru á lífi muna eftir því hvern-
íg að úti var um alla von fyrir Seward þegar búið
var að taka atkvæði í fyrsta sinn og hvernig að
sumir fylgjendur hans grétu yfir óföirunum. Fund-
arsalurinn skalf og nötraði af gleðihrópunum og
fallbyssusikotin drundu yfir úfnu Michigan vatninu.
Þennan dag fékk heimurinn að iheyra nafn mann8 af
vörum stjórnmálalegra bragðarefa, manns sem átti
fyriir höndum að verða nafnfrægur í 'sögunni sem
bjargvættur sinnar þjóðar.
En heiraa í Springfield var hár maður að leika
knattleik á auðum lóðarbletti með nokkrum drengj-
um. Þegar leiiknum var lokið fór hann í treyjuna
sína og gekk heimleiðis milli trjánna. Fóthvatur ung-
linguir kom hlaupandi á eftir honum Og rétti honum
símskeyti. Hái maðurinn tók við því, laa það og hélt
áfram niðurlútur og með löngum skrefum. Seinna um
daginn hitti einn vinur hans hann.
“Heyrðu Abe,” sagði vinurinn, “eg er heldur en
ekki upp með mér af því, að hér í bænum er þö
maður, sem loksins er orðinn alræmdur.”
Snemína um morgun á heimleiðinni frá Chicago
stóðu þeir Stephen og dómarinn framarlega á þilfar-
inu á ferjubátnum ,sem flutti þá yfir Mississippi ána.
Sólin var að þaki þeim. Dómarinn hafði tekið af sér
hattinn og golan af ánni bærði gráa hárlokkana á
höfði hans. Veikindi höfðu sett innsigli isitt á andlit
hans sem var orðið æði gulleitt; en Stephen tók ekki
eftir því. Hann starði á svarta rönd út við sjónar-
hringinn ,sem var alt, er sást af borginni, og í huga
han® var einhver undarlegur ihátíðleiki, sem vel hefði
getað átt við forfeður hans, Púrítanana.. Nú að lok-
um var kominn möguleiki fyrir Ihann til þess að
vígja starf handa sinna og heila í þjónustu Abra-
hams Lincolns, hins grófgerða spámanns Veistur-
landsins. Hann hét því að vinna af öllum kröftum að
því að vinna borgina fyrir þennan mann, sem var
hin eina von sambandsins.
Bjallan hringdi. Stóra vatnishjólið skvetti mó-
rauðu vatninu svo að það vairð að hvítri froðu. Dóm-
arinn tók til máls.
“Eg býst við að við megum ekki liggja á liði
okkar í sumar, Stephen Verði Lincoln ekki kO'SÍnn,
þá hefi eg lifað þessi sextíu og fimm ár til ónýtis.’
Hann lagði höndina á handlegg Stephen® og
riðaði á fótunum um leið og hann gekk niður land-
göngubrúna. ‘Louisíana,” akip kafteins Brents, var
að blása út gufunni, er þeir gengu hægt upp bryggj-
una og brattann á strætinu fyrir ofan. Hófaskellir
og svipusmellir bárust þeim að eyrum, og eins og svo
margir höfðu gert á undan þeim, gengu þeir inn í
búð Carvels ofursta. Innan úr iskrifstofunni heyrðist
mjðg þýð rödd, það var rödd Eliphalets Hoppers.
“Ef þú vilt gefa mér númerin á bög’gunum kaf-
teinn Brent, þá skal eg senda vagn niður að skipinu
eftir þeim.”
“Nei, eg vil heldur eiga við vin minn, Carvel
ofursta. Eg get beðið.”
“Eg gæti selt vörurnar undir eins til kaupenda
frá Texas, 6f þær væru hér.”
“Eg hefi það ein® og eg hefi ávalt haft það,
þangað til eg fæ skipun frá einhverjum, sem á í
versluninni. Hvaða stöðu hefir þú hér, herra
Hopper?”
“Eg geri ráð fyirir, að það megi kalla mig ráðs-
mann verslunarinnar.”
Kafteinninn sló hnefanum í borðið.
“Þú ræður ekki yfir mér,” sagði ihann, “og eg
ímynda mér að þú ráðir ekki yfir ofurstanum.”
Andlitið á Eliphalet var ekki hýrlegt á svip,
þegar hann kom út úr skrifstofunni, en þegar hann
®á Whipple dómara á tröppunum, varð hann aftur
þýður í svörum.
“Ofurstinn kemur hingað á hverri stundu,” sagði
hann.
En dómarinn gekk fram hjá honum inn í skrif-
stofuna, án þess að virða hann svars. Kafteinn
Brent spratt á fætuir ,er hann sá dómarann.
“Ekki nema það þó, dómari góður, þið hafið þó
sannarlega látið verða af því í þetta skifti. Eg skal
samt viðurkenna það, að þið hafið valið góðan mann.
“Þá ættir þú að greiða atkvæði með honum,
Lige,” sagði dómarinn og isettist niður.
Kafteinninn brosti til Stephens.
“Maður hefir úr nógu að velja þetta árið,” sagði
hann. Tvær stjórnir, þrjátíu og þrjár stjórnir, ein
stjórn, sem er skinnuð upp til eins ár,s eða tveggja.”
‘?Eða engin stjórn,” bætti dómarinn við. “Þú ert
ekki svo heimskur, Lige að þú, farir að greiða at-
kvæði á móti ríkjasambandinu.”
“Eg er ekki sá eini í þessari borg,” svaraði
kafteinninn tafarlaust, “sem verður að afráða við
sig, hvort samhygð hans sé á röngum stað. Mín sam-
hygð er með Sunnanmönnum.”
“Hér er ekki um neina samhygð að ræða,” svar-
aði dómarinn þurlega. “Abraham Lincoln fæddist
sjálfur í Kentucky.”
Þeir höfðu ekki tekið eftir fótataki fyrir utan
skrifstofudyrnar.
“Takið1 þið eftir því, ,sem eg segi. Ef Abraham
Lincoln verður kosinn, þá segja Soðurríkin sig úr
ríkjasambandinu.”
Dómarinn hrökk við og leit upp. Sá sem talaði,
var Carvel ofursti sjálfur.
“Og þá,” hrópaði dómarinn æfur, “og þá verður
ykkur refsað og þið verðið dregnir inn í það aftur,
Við Ihöfum nú loksins valið mann ,sem er nógu sterk-
ur sem hræðist ekki orðháka ykkar. Og kjörmenn
hans þurfa ekki að vera upp á neitt komnir nema
attovæði Norðanmanna.”
iStephen stóð upp eins og Ihann æ'tti von á ein-
hverjum ósköpum og kafteinn Brent gerði það sama.
■Ofurstinn steig eitt spor áfram og brann eldur úr
augum hans. En það var ekki lengi. Whipple dómari
sem var náfðlur, riðaði á fótunum og féll í fangið
á iStephen. En það var ofunstinn, sem lagði hann á
legubekkinn.
“Silas!” sagði hann, ‘^Silas!”
Hinir tveir, sem hlustuðu á gátu ekki mælt þá
dýpt meðaumkunarinnar, sem lá í þessu eina orði.
Það hafði ekki liðið yfir dómarann. Harkan í
málróm hans var ennþá aumkunarlegri.
“Það er ekkert,” sagði hann, “ekkert nema hitinn
og morgunmaJtarleysi.”
Ofurstinn var búinn að ná í flöksu af sínu nafn-
kenda Bourbon víni og kafteinninn kom með glas af
gruggugu, ísköldu vatni. Ofurstinn helti þessu ein-
hvernveginn saman og bar þáð upp að vörunum á
vini sínum. Dómarinn ýtti honum frá isór.
“Drektu þetta, Silas,” isagði hann.
“Nei!” hrópaði dómarinn og hneig aftur út af.
Þeir, sem stóðu' umhverfis, héldu að dómarinn væri
rétt að því kominn ,að deyja. En hann beit saman tönn
unum, eins og .hann vildi enn bjóða heiminum byrg-
inn. Ofurstinn horfði á hann ihálf hissa og strauk
hökultoppinn.
“Silas,” sagði hann, “ef þú vilt ekki gera það
fyrir mig að drektoa þetta, þá máské gerirðu það samt
fyrir—fyriiii— AbraJham Lincoln.”
Þeir fcveir, sem sáu þennan atburð, gleymdu
honum aldrei. Fyrir framan í búðinni og vöruhús-
inu, þar sem loftið var svalt heyrðist skrölt í hjól-
ibörum, lSem var ekið um gólfið, og rödd Eliphalets,
sem gaf fyrirskipaniir. En inni í skrifstofunni var
þögn. Ofurstinn stóð hár og beinn við legubekkinn
meðan hann beið. Þannig leið full mínúta. Magra
hendin á dómaranum opnaðist einu sinni og kreptist
svo aftur og einu sinni sást vöðvahreyfing í andlit-
inu á Shonum. Svo alt í einu, þegar enginn átti von
á, settist hann upp.
“Eg held að það gerði ekki Abe mikið gagn ,þó
eg drytoki þetta,” sagði hann. “En ef þú vilt senda
Ephum eftir bolla af kaffi —” ,
Ofurstinn setti frá ®ér glasið og stðkk í tveimur
sporum fram úr shrifstofunni og sagði Ephum að
sækja kaffið. Svo kom hann inn aftur og settist
niður á legubetokinn.
Stephen fann móður sína við morgunverðarborð-
ið ,er hann kom heim. Hann var búinn að gleiuna
fundinum. Hann sagði henni hvað hefði komið fyrir
í búðinni, og að Ofurstinn hefði reynt að fá dómar-
ann til þess að flytja í hús eitt í Glencoe meðan hann
væri á ferðlagi sínu til Evrópu, en að dómarinn hefði
alveg aftekið það. Það stóðu tár í augum ekkjunnar-
þegar Stephen lauk sögyrsinni.
“Og hann ætlar sér að vera hér í hitanum og
taka þátt í kosningarbardaganum?” spurði hún.
“Hann segist ekki fara eitt fet.”
“Það gerir út af við hann,” sagði frú Brice
stamandi.
“Það er það sem ofurstinn sagði honum og
hann sagðist veira fús að deyja eftir að Abraham
Linooln hefði náð kosningu. Hann hefði ekkert ann-
að að lifa fyrir en að berjast fyrir því. Hann hefði
aldrei skilið heiminn og hefði átt í baráttu við hann
alt sitt líf.
"Hann sagði Carvel ofursta þetta?”
“Uá.”
“Stephen!”
Hann þorði ekki að horfa á móður sína og hún
þorði exki að horfa a hann. Og þegar hann kom í
skrifstofuna hálfri stundu síðar, sat Whipple dómari
á stól isínum eins óaðgengilegur og hann átti að sér.
Stephen stundi um leið og hann settist niður við
vinnu sína. Hann var að hugsa um hana, sem hefði
getað gert það sem faðir hennar orkaði ekki að gern.
Uún var nú í Monticello.
Þremur vikum s-íðar nam vagn herra Brins-
mades staðar fyrir framan dyrnar hjá írú Brice.
Brinismades-fjölskyldan hafði dvalið úti á landabygð-
inni um tíma. Brinsmade kom oft við í litla húsinu og
fékk sér te, þegar hann tafðist í bænum. Erindi hans
varð ljóst, er hann sat hjá þeim úti á tröppunum fjrrir
framan húsið, eftir að hann hafði drukkið teið.
‘•Eg er hræddur um að það verði heitt í sumar,
frú Brice. Þú ættir að fara út í sveit.”
Hitinn á mjög vel við mig, herra Brinsmade,”
sagði hún Ibrosandi.
Eg hefi heyrt að Carvel ofursti vilji leigja hús
sitt í Clencoe,” hélt Brinsmade áfram. “Leigan er
ékki há.” Hann gat um hvað leigan væri og hún var
í sannleika mjög lág. “Mér datt í hug aö lofbslags-
breyting væri góð fyrir ykkur. Og þar sem eg vissi,
að þú hefir áhyggjur, eins og við um heilsu Whipples
dómara, datt mér í hug —”
Hann þagnaði og lei,t á hana. Þetta var erfitt
erindi jafnvel fyrir hinn allra lægnasta mann.
Brinsmade hafði eins og svo margur annar maður,
etoki fengið rétta skoðun á þeasari hæglátu konu.
“Eg skil þig, herra Brinsmade,” sagði hún. Bæði
hún og Stephen vissu að honum og Carvel ofursta
gekk góðvildin ein til þess að gera þeim þetta) 'boð.
Það kom gleðisvipur á andlitið á Brinsmade.
“Og þú skalt ekki vera neitt að Ihugsa um hús-
kofann þann arna, frú mín góð. Eg ætlaðist aldrei til
að neinn væri í því að sumrinu til. Eg er viiss um
það, að við yrðum öll fegin, ef I við gætum fengið
ykkur til þeas að fara þangað í isiumar og taka
Wlhipple dómara með ykkur.”
Hann talaði ekki meira um þetta, en bað Stephen
að líta inn í bankann til sín eftir einn eða tvo daga.
“Hvað heldur þú um þetta, Stephen?” spurði frú
Brice þegar Brinsmade var farinn.
Stephen svaraði ekki undir eins. Hvað gat hann
isagt? Hann sá í huganum ungfrú Vigriníu dremb-
na, og honum hraus hugur við boðinu.
Það sem var etokert annað en vinartilboð frá
Carvel ofuirsta og herra Brinsmade var ölmusa frá
henni. Hánn gat ekki hugsað til þess að búa í húsi,
þar sem hann yrði sífelt mintur á hana. Og isamt sem
óður — ætti Ihann að meta sjálfsvirðingu ®ína meira
en heilsu, já, ef til vildi líf iWhipples dómara?
Það var í samræmi við sálarþrek móður hans, að
hún minstiist ekki meira á þetta efni um kvöldið.
Stephen gat ekki sofið um nóttina í hitanum.
Strax eftir morgunverð fór hann beina leið í búð
ofurstans, og vair svo heppinn að finna hann þar;
hann var að ganga frá ýmsu áður en hann legði af
stað í ferðalagið.
Næsta morgun, þegar lestin, sem fór austur,
lagði af istað frá Illinoistown, stóð ungfrú Jinny
Carvel úti á vagnpallinum og veifaði hálf raunaleg
vasaklútnum sínum til nokkurra vina, sem stóðu
eftir. Hún var að leggja af stað til Evrópu. Eftir litla
stund gekk hún inn í svefnvagninn til föðurs isíns,
sem var klæddur í gráa, þunna léreffcskápu. Hún sat
lengi kyr og horfði á maísakrana á isléfctunni og
rjálaði við knippi af vorrósum ,sem lá í kjöltu henn-
ar. Clarence hafði tínt þær fyrir fáum klukkustund-
um á dðggvotri jörðinni 1 Bellegarde. Hún sá í hug-
anum frænda sinn þar sem hann stóð sorgbitinn untl-
ir lestarþakinu á járnbrautarstöðinnni, eins og hún
hafði skilið við hann. Hún hugsaði sér hann ríðandi
heim einsamlan eftir Bellefontaine veginum. Var það
Úst til hans, isem bærði sér í brjósti hennar nú loks-
ins þegar' hafið átti að iskilja þau? Henni varð litið
til föður síns. Hún hafði einu sinni eða tvisvar haft
grun um það að hann vildi halda þeim hvoru frá
öðru. Frænka hennar, Lillian, ihafði blátt áfram
sagt það og hún hafði þaggað niður í henni. En þegar
hún hafði beðið ofurstann að taka Clarence með sér
til Evrópu, þá hafði hann afsagt að gera það, og
samt viisisi hún, að hann hefði beðið kaftein Brent
að koma með þeim.
Virginía hafði veirið heima aðeins eina viku
Hún hafði séð að Clarence hafði tekið breytingum og
hún var himinlifandi glöð yfir því. Fyrlsta daginn
hafði hún rekist á hann á veggsvölunum í Bellegarde
þar sem hann var með ibók um hernaðarreglur í
höndunum. Olarence hafði breyst skyndilega; hann
var ekki lengur unglingur, hann var orðinn að manni
með vist takmark fyrir augum. Og takmark hans var
það ®ama og takmark alls Suðurlandsins.
“Og þeir hafa vogað sér að útnefna þennan
erki-óþoitoka, Lincoln,” sagði hann. Lætur þú þér detta
í hug að við gerum okkur ánáegða með að niggararnir
fái sömiu réttindi og hvítir menn? Aldrei! aldrei! Ef
þeir kjósa hann, þá skal eg istanda og berjast þangað
tl fæturnir verða skotnir undan mér, og þá skal eg
skjóta Norðanmennina, þótt eg liggi flatur í valnum.”
Hjartað í Virginíu hoppaði við að heyra þessi
orð, og það kom aftiur í augu hennar leiftrið, sem
niltuirinn hafði árangurslaust ibeðið eftir að sjá þar.
Hann bar ®ig eins og hermaður, ihann hafði bæði
fiör og og úthald hinna hreinkynjuðu Sunnanmanna,
Hegar áhugi hans var einu sinni vaknaður, þar var í
honum sá efniviður, sem orsakaði undrun alls
heimsins yfir mótspyrnu Sunnanmanna. Orð hans
voru ekki eintómt raup, þótt þau ef til vill létu þann-
ig í ejmum. Og þau voru heldur ekki spnottin af
eintómri áist til frænku hans, nema að svo miklu
leyti.isem hann skoðaði hana eins og æðri veru. Hún
var í augum hans gyðja Suðurlandsins —lands hans.
Hann bar aðdáun sína og ást til hennar fram eins og
fórn, isem er lögð á altari. Honum fanst að umönnun
bennar fyrir sér væri um leið umönnun síns Iands.
Móðir hans, frænka Virginía fann þetta líka og
barðist á móti því af öllum mætti. Hún hafði aldrei
haft vald yfir syni sínum og heldur ekki vald yfir
neinum manni, nema það tímabils vald sem fegurðin
veitir. Og sér til sárrar gremju komst hún að raun
um að hún óttaðist þessa stúlku, sem hefði getað
verið dóttir hennar. Hún varð þessvegna enn hégóm-
legri og smásálarlegri en hún átti að sér að vera,
þegar bún var nálægt Virginíu, það var sjálfsvörn
Ihennair.
Það hafði auðvitað verið talið alveg 'sjálfsagt
að Clarence gengi inn í A-herdeildina. Flestir ungir
menn af betri ættum gerðu það. Nú hljóp hann upp
í herbergi sitt og klæddi sig í hinn fallega en gagns-
lausa einkennisbúning fyrir Virginíu — háu bjarnar-
skinnshúfuna, rauða frakkann með dúfustélinu að
aftan, ljósbláu buxumar og skraufclega beltið. Hann
var heldur en ekki gælsilegur á að líta. Hann bar
stóra riffilinn sinn, eins og gamall hermaður, og á
andliti hans var einbeittnissvipur. Virginía roðnaði
í framan af drambi, þegar hann laut henni, sem var
ástmær hans. Og samt rann upp fyrir hugarsjónum
hennar, án þess að hún gæti að því gert, annað and-
EDW2VRDSBU RG
CROWN
BRAND
lit, þegar Ihann var farinn og hún sat meðal rósanna
og beið hans, andlit, sem lika var fult af einbeitni
það var andlitið á Stephen Brice, eins og það hafði
verið, er hann stóð fyrir framan hana í isumarhúsinu
í Glencoe. Hvernig sem ihún barðist á móti hugsun-
inni, hvernig sem bún neitaði því fyrir sjálfri sér og
öðrum var þetta andlit í huga hennar ímynd Norður-
landsins. öll föðurlandsást hennar og ættarmeðvit-
und riisu upp á móti því. Hún hefði lagt bæði sína
sál og Clarence í sölurnar til þess að geta sigrað
þetta andlit. Hún reis upp og gekk fram og aftur um
stiginn í garðinum og hrópaði upp hátt, að það væri
ekki ósveigjanlegt.
Alt þetta flaug henni í huga nú þar sem hún
sat við vagngluggann og horfði út yfir öldumyndaða
sléttuna og endurminningin um það gerði henni
gramt í geði.
Alt í einu snéri hún sér að föður sínum.
“Leigðirðu húsið þitt í Glencoe?” spurði hún.
“Nei, Jinny.”
“Eg býst við að herra Brice hafi verið og stór
upp á sig að þiggja það fyrir þá vægu leigu sem þú
settir á það, jafnvel þó að hann gæti bjargað lífi
Whipples dómara með því.”
Ofurstinn leit á dóttur sína hálfundrandi. Hún
halað isér aftur á bak í sætinu og hálflokaði aug-
unum.
“Það er etokert hálfverk á því, þegar þér er í
nöp við einlhvern, Jinny. Mér hefir altaf fallið vel við
piltinn og eg ihefi meira álit á honum nú en áður.'
Það var eg sem móðgaði þau með því að tilnefna
þessa leigu.”
“Hvað gerði hann?” spurði Virginía.
“Hann kom fcil mín á skrifstofuna mína í gærr
morgun,” svaraði ofurstinn. ‘Eg heyri sagt að þú
viljir leigja húsið'þitfc’, isagði hann. ‘Já’, svaraði eg
‘Þú hefir leigt það einu sinni áður,’ sagði hann. Eg
sagði, ‘Já’. IMá eg ispyrja hvaða 'leigu þú fékst eftir
það þá?’ spurði hann.”
“Eg sagði honum það,” sagði ofurstinn bros-
andi. “En eg útiskýrði það fyrir honum, að eg gæti
ekki ætlast til þess að fá það aftur, isvona alveg án
fyrirvara. Hann sagði að þau myndu annaðhvort
borgað það, eða eikki taka í mál að flytja í húsið.”
Virginía snéri sér við og ‘horfði út yfir akrana.
ALEXO SAUNDERS
OR0SEDEER DRUMHELLER |
BLAGKGEM, GLOVERBAR 1
SHAND SOURIS
P. & R. ANTHRACITE
ORIGINAL POCAHONTAS
BLUE STAR SEMI-ANTHRACITE
ALLAR STÆRÐIR
J. H. Hargrave & Co., Ltd.
A-5386 Eslablished 1879 A-5386
334 MAIN STREET
RJOMI
Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar
eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl-
una.
Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er
eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn
snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið
að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að
samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er
skapar gott verð á mjólkurafurðum.
SENDIÐ RIÓMANN TIL
The Manitoba Go-operative Dairies
LIMITED