Lögberg - 27.11.1924, Side 6
LÖGBERG, MMTUDAGINN, 27. NóVEIMBER. 1924.
Hættulegir tímar.
Eftir Winston ChurchilL
áfram frásögunni iþar s«m Richter hætti, kom tómi
vagninn með fjórum hestum fyrir og skrautbúnum
reiðmönnum á vagnhestunum. Það var rétt eins og
jarðarfðr, og allir rauluðu söng. Og við fórum hægt
þangað til við komum að veitingahúsinu hjá myln-
unni, þar sem við Ihöfðum háð margt einvígið við
höfðingjaaynina. Og formaður félagsins hélt þar
nniiir* lanfisniðuTn vínviðnum og við drukkum
“Hvernig geta þau staðið sig við það?” epurði
Virginía lágt.
“Brinsmade hefir sagt mér, að Brice hafi unnið
nokkuð mikilsvarðandi mál í vetur, og að siðanLafi
hann haft þó nokkuð að gera. Hann sknfar l&a
blöðin. Eg hefi frétt að hann hafi neitað ntstjóra-
stöðu, af því að hann vilji heldur halda afram með
málafærsluna.”
“iOg þau ætla þá að flytja í húsið?” spurði hún
eftir nokkra þögn.
“Nei,” sagði ofurstinn. “Whipple afsagði með
öllu að fara út á landábygð. Hann sagðiet með þvt
vera að koma sér hjá því eina verki, sem hann myndi
vinna til nokkurs gagns ó æfinni. Og Brice mæðgin-
in verða þessvegna kyr í borginni.”
Carvel ofursti stundi við um leið og hann lauk
við setninguna en Virginía þagði.
XXIII. KAPITULI.
örið á Richter.
þér til með öllum heiðri. Við drukkum þér til, Karl,
okkar fræga einvígislhetja!” Og ondurminningin
hafði fengið ,svo mikið vald yfir Tiefel að hann stóð
upp, 0g hinir urðu hrifnir með og stóðu upp líka og
héldu Ibjóirkönnunum hátt á lofti og hrópuðu:
“Lengi lifí Karl! Lengi lifi Karl! Drekkum
skál hans! Einn er einn, tveir eru tveir, þrír eru
þrír! Lengi lifi hann.
Og svona drukku þeir til hverjum manni, sem
þarna var staddur, jafnvel Stephen, sem þeir hældu
fyrir ræðuna, sem hann hafði haldið. Hann lærði
fljótt að hrópa með þeim og núa ölkönnunni á borð-
inu eins og Þjóðverjarnir gerðu. Hann var ekki lengi
að sjá að Ridhter var í mesta afhaldi meðal þeirra
og hafði allmikil stjórnmálaleg áhrif í Suður- St.
Louis. Þegar skemtunin stóð sem ihæst kom aldraður
maður ^sem Stephen kannaðist við, ,sem einn af leið-
togum Þjóðverjanna (hann varð síðar yfiihershöfð-
ingi í Bandaríkjaíhernum) inn og stóð Ibrosandi við
íborðið og tók undir sönginn. En eftir nokkra stund
fór hann bunt með Richter með sér.
Þetta sumar byrjaði Stephen Brice að fást við
opinber ræðuhöld. Fyrsta tilraunin tókst fremur vel
en illa, en ekki var hægt að segja það um þær allar.
Þetta var í dálitlu hverfi fyrir utan borgina. Þeir
^em komu ti’l þess að gera óp að ræðumanni og
hæða hann, sátu þögulir og hluistuðu á hann.
Meðan Stephen var að skrifa þá ræðu var hann
að Ihugsa um ráð, sem Lincoln hafði gefið honum.
“Talaðu svo að þeir ltilsigldustu geti skilið þig;
hinir verða ekki í neinum vandræðum með að ski'lja. ’
Þetta iráð gafst vel. Fypst þegar hann var að byrja
ræðuna áður en ihann var byrjaður að tala hiklaust,
kastaði einhver til hans eggi, sem kom -samt hvergi
nálægt honum, sem betur fór. Eftir þetta voru á-
heyrendurnir forviða á mælsku hanis; einkum pó
aldraður maður, sm ,sat á kassaræfli fyrir aftan
aila ihina. Þessi maður hefir ef til vill verið Whipple
dómari; en fyrir því höfum við enga sönnun.
Það er ekki hægt að segja að þessi ræða Steplh-
ená væri frumleg. Hann hlær nú, þegar minst er á
hana Og kallar Ihana ungæðislega tilraun, sem hún
og var. Það er enginn vafi á að mörg af orðatiltækj-
um Lincolns flutu með, því Stephen kunni flestar
kappræðurnar og Cooper Union ræðu Lincolns utan-
bókar. En það var meira en eintóm orðin, sem hann
hafði lært; íhann vair svo gegnsýrður af anda Lin-
colns að áheyrendur ihans urðu hrifnir, og þar með
var lokið öllu fúHeggjakasti og kálhöfða. Þessi ræða
er einkum eftirminnileg vegna þess að þegar henni
var lokið, þyrptust menn utan um Stephen tikþo»s
að leggja spurningar fyrir hann. Eitt af því sem
hann hafði ekki nefnt á nafn, var þrælahaldsafnám-
ið. Var það þá ekki satt, að þessi Lincoln vildi rífa
þrælana frá húsbændum sínum, gefa þeim atkvæðis-
rétt og fjárstyrk og gera þá jafna mönnum, sem
hefðu átt þá?” “Þrælahald má vera, þar sem það er
nú!” hrópaði ræðumaðurinn. “Séu menn ásáttir með
það þar, þá erum við ásáttir með, að það haldi þar
áfram. En við höldum því fram, að það sikuli ekki
þokast einn þumlung inn í Norðurríkin.”
Næsta skifti sem Stephen Brice hélt ræðu var
hann einn af fleiri ræðumönnum á miklu stærri fundi
sem ihaldinn var í garði einum í St. Louis. Áheyrend-
urnir voru flestir þýiskir. Þetta var því jafnvel enn
betri fundur fyrir Steplhen, vegna þesis að hann gat
með allmikilli lei'kni rakið ®ögu föðurlands þeirra
frá Napóleons stríðunum niður að átjórnarbylting-
unni. Hann mintist á það hversvegna þeir hefðu flutt
til þessa mikla lands frélsisins jsem þeir væru nú 5.
Og þegar hann í ofurkappi mælskunnar mintist í
sömu andránni á Abraham Lincoln og föður John,
skulfu blöðin á trjánum af fagnaðarlátum.
Á eftir borðaði hann kvöldverð, isem hann
gleymdi aldrei, í tunglsljósi undir trjánum ásamt
Ridhter og nokkrum háskólafélögum hans frá Jena.
Þar var herra Tiefel, ibláeygur, irjóður og kátur, og
Hauptmann, sem var langur og magur og gulur í
framan; þar var Körner, sem var alvörugefinn og
með mikið rautt skegg, sem snúið var upp á isvo að
endarnir stóðu upp í loftið. Þeir ibörðu með bjór-
könnunum sínum í borðið og sungu fallega stú-
dentasöngva frá Jena. en Stephen var í sjöunda
himni og hugur hans isveif yfir á Saxland — til litla
háskólabæjarins með turnana og hlykkjóttu strætin.
Og þegar þeir sungu stúdentasöngvana runnu tár
niður eftir örinu, sem vair á kinninni á Richter.
Kyrra næturloftið var þrungið af söknuði, þegar
þeir luku við að syngja kveðjusönginn til Jena.
Richter minti Stephen á það átakanlega.
‘tManst þú eftir deginum vinur minn, er þú
kvaddir þinn kæra Harvard háskóla og Boston?”
Stephen aðeins kinkaði kolli. Hann hafði aldrei
talað um beiskju þeirrar stundar, jafnvel ekki við
móður sína. í þesisu !á munurinn á Saxanum og
Engilsaxanum.
Richter reýkti pípu sína þegjandi, ein8 og hann
væri að dreyma; augu hans voru enn tárvot.
“Eg og Tiefel vorum saman við háskólann,”
sagði hann loksims. “Hann man eftir deginum, þegar
eg yfirgaf Jena fyrir fult og alt. Það, Stephen, er
það sorglegasta, sem fyriir mann kemur í lífinu, næst
því að yfirgefa föðurlandið. Við borðuðum saman
miðdagsverð, allir, sem voru í okkar stúdentafélagi,
í borgarkjallaranum, sem var dimm hola undir gömlu
og ljótu hiúsi, en okkur þótti samt vænt um þann stað.
Við sórum ií síðasta sinn að vera hreinlífir, heiðar-
legir og hollir föðurlandinu, og reiðubúnir til þess
að deyja fyrir það, ef það væri vilji Guðs. Og svo
gengum við hægt, bveir og tveir saman á undan
fjölda fólks út í gegnum gamla Vesturhliðið; gömlu
meðlimirnir fyrst, svo refaforinginn og refirnir.”
“Refirnir?” greip Stephen fram í.
“Yngstu, sbúdéntamir eða nýsveinamir, ein/s
og þið kallið iþá,” svaraði Ricfhter brosandi.
*Og á eftir refunum,” sagði Tiefel, sem hélt
“Hvílíkur föðurlandsvinur hefði hann ekki ver-
ið, hefðum við notið föðurlands okkar!” hrópaði
herra Köning. “Eg held að hann hafi verið sá fimasti
maður með sverð, sem nokkurn tíma hefir verið til
í Jena. Jafnvel Körner kærir sig ekki um að mæta
Ihonum, þótt hann sé með grímu og skilmingahatt og
í sboppuðum fötum. Erþað ekki ,satt, Rudolph?”
IHerra Körner nöldraði eitthvað til samþykkis
ofur góðlátlega.
“Eg er ennþá með þrimlum, ®em eg fékk í viður-
eign við ihann fyrir mánuði,” sagði hann. “IHann hefir
barið á mörgum höfðingjanum svo að á honum
Ihefir séð.” *
“Og hversvegna barðist hann ávalt við höfðingj-
ana?” spurði Stephen.
Allir reyndu að svara honum i einu, en Tiefel
var sá eini sem gat látið til ®ín heyra.
“Vegna þess að þeir vildu gera land okkar undir-
gefið Austurríki, vinur minn,” isvaraði hann; “vegna
þes,s að þeir voru uppivöðslusamir og undirokuðu fá-
tæklingana; vegna þe'ss að þeir voru siðlausir flest-
ir hverjir eins og Frakkar, en við vissum að föður-
land okkar yrði aðein,s frelsað með siðgæði og hrein-
lífi. Og svo stofnuðum við félög á móti þeim. Við
sórum að lifa samkvæmt fyrirskipunum hin® mikla
Johns, sem þú mintist á; við sórum að vinna fyrir
frelsi Þýskalands með hugrekki og djörfung. Og
þegar við vorum ekki í einvígum við höfðingjana,
háðum við margar brandasennur meðal okkar sjálfra.
“Með isverðum?” spurði Stephen hissa.
‘'Já reyndar,” sagði Körner og blés þungt. Það
mátti sjá skarðið í nefinu á Ihonum í tungl,sljósi.
Við gerðum það til þess að ihalda okkur við. Þið
Ameríkumenn eruð djarft fólk án þess að þið berjist.
En við börðumst til þess að við yrðum ekki kveifar-
legir.”
Stephen vogaði að spyrja spurningar, sem hann
hann hafði lengi langað til að spyrja.
Hvernig atvikaðist það annars, Kðrner, að
Richter fékk örið, sem hann hefir. Hann verður altaf
sóbrauður í framan, þegar eg spyr hann um það.
Hann segir mér aldrei frá því.”
“Já, því get eg vel trúað,” svaraði Körner. “Eg
sikal segja þér frá því, ef þú ,segir ekki Kairli frá því,
vinur minn. Hann myndi aldrei fyrirgefa mér, ef
hann vissi að eg hefði ,sagt frá því. Ég var í Berlín
um það leyti. Þá gekk nú á ýmsu. Tiefel veit hvort
það er ekki satt.”
“Já,já,” sagði Tiefel með ákefð.
“Herra Brice,’ hélt Körner áfram, ‘Ihefir aldrei
heyrt getið um von Kalback greifa? Nei. auðvitað
ekki. Við í Jena höfðum heyrt hansi getið og allir á
Þýskalandi. Margir í okkar féalgsskap báru merki
eftir sverð hans. Von Kalback fór til Bonn, þar sem
háskóli höfðingjalýðsins er, og þar var hann tilbeð-
inn. Þegar hann kom til Beríln með systur sína, þá
,safnaðist fólk saman í hópa til þess að horfa á
eftir þeim. Þau voru eins og Óðinn og Freyja, sem
eg er lifandi maður! Hvað sem hver segir, þá er
eitthvað varið í ættgöfgina. Hann var beinn Og
stebkur eins og eikarbré í Svartaskógi, og ihún var
fögur eins og ösp.. Það er svona vaxið fólkið í Pomm-
ern.
Það var árið 1847, þegar Karl Richter var kom-
inn Iheim til Berlín til þess að heimsækja föður sinn
fyrir síðasta missirið sitt í háskólanum. Einn góðan
veðurdag reið von Kalback á svörtum hesti gegnum
iBrandenlborgarfhliðið. Hann stærði sig af því, að eng-
inn í hinum fyrirlitlegu sbúdentafélöigum þyrði að
mæta sér. Og Karl Richter tók hólmgönguáskorun-
ina. Allir Berlínarbúar höfðu frétt, áður en kvdld
vair komið, um dirfsku þessa unga frjálslynda með-
lims stúdentafélagsins í Jena. Við, sem þektum Karl
og vorum honum vinveittir, vorum hálfhræddir um
hann, okkur til mestu vanvirðu.
Karl kau® Ehhardt fyrir hólmgönguvott. Ebhardt
var meðlimur germanska klú'bbsins okkair í Jena.
Hann var seinna drepinn í Breiðugötu. Og eg skal
segj þér, vinur minn, þótt þér þyki það máské ótrúlegt
að Karl var kominn til hólmgönguvallarin,s um sól-
arupplcomu með pípuna sína í munninum. Þar var
f jöldi manns samankominn: /höfðingjasynir öðru meg-
in og stúdentafélagamenn hinum megin. Þetta var
rétt um það leyti er sólin var var að koma upp yfir
trjátoppana. Richber vildi ekki fylgja ráðum okkar,
ekki einu sinni læknisins. Hann afsagði að láta
vefja silki um handleggina á sér og hann vildi ekki
vera í stoppuðum brókum og ekki hafa hálsibjörgina
eða neitt. Ebhardt setti á hann haniskana og upp-
mjóu húfuna og brjóstdúkinn með merki Germaníu-
félaganna.
“Greifinn stóð þar rétt eins og myndastytta í
hvítri skyrtu. Og þegar menn sáu að Richter var
líka verjulaus og var hinn rólegasti að reykja úr
stuttri pípu, útbrunninni pípu, þá sló þögn yfir alla.
Von Kalback stappaði með hælnum í jörðina, þegar
hann sá pípuna, og þegar merkið var gefið, æddi
hann að Richter eins og villidýr. Þú, vinur minn, sem
hefir aldrei heyrt hvininn í bitru sverði, veist ekki
hvernig vel æfður armleggur getur látið syngja í
góðu blaði, það lét í eyrum eins og hljóðfærasláttur
þennan umrædda morgun. Þú hefðir átt að ,sjá þessi^
voðahögg, sem aðalsmaðurinn gaf — fyrsta og annað
oig þriðja og fjórða. Og þú hefðir getað séð hvernig
Riclhter bar af sér hvert högg. Von Kalback tók aldrei
augun af bláa reyknum úr pípunni. Hann barðist af
afskaplegri bræði, og eg iskelf niú við að hugsa til
þes,s, hvernig við félagarnir nötruðum á beinunum,
þegar við sáum að okkar maður hopaði undan, fyrst
eitt spor og svo' annað. Það er, eins og þú veist, æ-
varandi skðmm, ef maður verður hrakinn út yfir ihólm
göngutakmörkin 8ín megin. Það lá við að við ætluð-
um ekki að igeta staðist þessa raun. Og svo alt í einu
meðan við töldum; isíðulstu sefeúndiurnar af fyrri
tímahelmingnum, kom hvinur eins og svipuól væri
smelt — og hausinn af pípu Richters lá í grasinu.
AðaLsmaðurinn hafði höggvið pípuna sundur eins
og hún væri tág; og þarna stóð Richter með munn-
stykkið á milli tannanna og með leiftrandi augu, og
blóðið streymdi úr kinninni á honum. Hann ýtti frá
sér lækninum sem kom til hans með nálarnar. Greif-
inn brosti um leið og hann slíðraði sverð sitt, og
vinir han,s þyrptust utan um hann, en Ebhardt kall-
aði upp og sagði að sinn maður gæti háð seinni
Ihelminginn af einvíginu — þó að sárið á kinninni á
honum væri þriggja nála lengd. Von Kalback kallaði
upp, að hann skyldi drepa ihann. En hann hafði ekki
séð inn í augun á Richter; við sáum þar nokkuð, ®em
kom okkur til þess að hug,sa, er við vorum að þvo
sárið. En hann sagði eikki neitt, þegar við töluðum
til hans og við gátum ekki náð munnstykkinu af
pípunni út úr honum.
“Herra minn trúr!” hrópaði Körner, þó með
lotningu, ‘feg vona að eg sjái aldrei annað eins og
þetta einvígi, þó að eg verði hundrað ára gamal’.
Merkið var gefið og sverðin sveifluðust svo ihratt, að
við bara sáum bjarta rák í loftinu og heyrðum hvin-
inn. Og áður en við gátum áttað okkur á hvað gerst
ihafði var greifinn kominn út fyrir sín takmörk og
Ibúinn að kasta frá isér sverðinu upp í stórt tré, og
hann æddi burt af hólmgönguvellinum með höfuðið
niðri í bringu og tárin streymdu niður eftir andlit-
inu á Ihonum.”
Allir þögðu. Körner lyfti upp ölkönnunni sinni
og tæmdi hana með hægð. Það var að hvessa og með
vindinum barst ómur af söngvum og hlátrum frá
f jarlægari hópum — það voru þýskir söngvar og hlát-
ur. Tunglisljósið skein titrandi gegnum trjálaufin.
Stephen fann til einhverrar meðvitundar um undra-
verða hluti. Honum fanst næstum sem að þessi hólm-
ganga, sem hafði svo mikla þjóðlega þýðingu í aug-
um Þjóðverjans hefði verið háð í öðrum iheimi. Hann
gat ekki trúað því að þessi látlausi lögmaður, sem
hann þekti svo vel og i3em nú var orðinn Ameríku-
maður í Ihúð og hár, hefði verið hetjan í henni. Það
var undarlegt hvernig ibarátta þessara leiðtoga ibylt-
ingarinnar í Norðurálfunni hafði orðið að engu
þegar hún var með sem mestum krafti. Stephen fékk
alt í einu þennan dýpri og alþjóðlega skilning á við-
buðrunum, sem einkennir sanna stjórnmálaskörunga.
Var það ekki guðdómleg fyrirætlun að þessi tak-
markalausi kraftur föðurlandsástar og hárra hug-
sjóna hafði veist hinni yngstu meðal þjóða heimsins,
svo að hennar göfuga hlutverki yrði afkastað?
Ungfrú Russell hafði heyrt getið um ræðuhöld
Stephens. Hún og bræður hennar og Jack Brinsmade
stríddu honum á þeim, þegar hann kom að heimsækja
þau á Bellefontainveginum. Það var þá ekki orðinn
siðui;, að nágrannar litu hverjir aðra hornauga eða
gamlir vinir gengju hver fram hjá öðrum án þess
að Mta hver til annars. Enginn lét sér detta í hug að
Lincoln, höfðingi ihvíta sferílsins, yrði kosinn. Og
Jack, esm hélt ræðu fyrir Breckenridge, þrátt fyrir
isambandsstefnu herra Brinsmades, hló að Stephen,
þegar hann kom til þess að vera nótt hjá þeim. Hann
hjálpaði Lóu Russell til þess að hæðast að hinum
heimsku Þýskurum ,og Stephen! hafði vit á að taka
það í gamni. En einu sinni eða tvisvar, er hann hitti
Clarence Oolfax á þessum heimsóknum varð ihann var
við að afstaða hans gagnvart sér var allmikið breytt
orðin. Þetta olli honum meiri óþægilegra hugsana
en hann Ikærði sig um að kannast við. Honum féll
vel við Clarence, ®em minti hann á Virginíu ___en
endurminningin um hana var hvorttveggja í senn
þægileg og sársaukakend.
Það sakar ekkert þó frá því «é sagt (sálarrann-
sóknarfélaginu til góðs) að Stephen dreymdi enn um
hana. Hann var utan við sig allan fyrri hluta dags-
ms, er hann var við verk sitt, því draumarnir fyltu
huga hans, og mynd stúlfeunnar var svo Ijóslifandi
fyrir augum hans, að hann gat varla trúað því, að
hun væri á ferðalagi yfir á Englandi, eins og ung-
frú Russell sagði að hún væri. Bæði ungfrú Russell
og Anna sáu um, að hann visisi hvað ferðalagi henn-
ar liði. Stephen skoðaði það sem alveg sjálfsagt, að
þær héldu, að allir ungir menn vildu gjarnan fá að
vita um Virginíu Carvel.
Því þarf ekki að bæta (Við, að Virginía mintist
aldrei á Steplhen í bréfum sínum, þótt Lóa gætti þess
vel, að minnast á það í hvert skifti er hann hélt ræðu
á fundum svertingjavina. Ungfrú Carvel gaf þeim
fregnum engan gaum. En hún leyndi ekki því, að
sér væri ant um Whipple dómara. Anna skrifaði um
hann, h|versu vel hann þyldi alla erfiðleika kosning-
arbaráttunnar, sem væri jafn óskiljanlegt vinum
hans sem óvinum.
Ný bók um Island.
í fyrra sumar var á ferð hér á
Islandi sænskur rithöfundur, Harry
Blomberg að nafni. Sté hann fyrst
á land á Akureyri, fór þaðan til Mý-
vatns og til baka aftur, frá Akur-
eyri suður fjöll, og síðan um sveit-
irnar hér austanfjalls, og kom á
helztu sögustaðina. Um þessa ferð
og minningar sínar héðan og athug-
anir á landi og þjóð, Ihefir hann
skrifað allmikla bók, er hann nefn-
ir “Bland vulkaner ooh varma
káller.”
Þessi bók er að mestu leyti laus
við þær stórvitleysur, sem oft sjást
MAKXPS -uso or
Í DWAinJSRURC SILVi;U tiLOS.S STARCH - CAN/VOA COUNJ STAUCH
í bókum og greinum þeirra manna,
er hér dvelja um stundarsakir og
skrifa um landið. — Blomberg at-
hugar flest rétt, er fljótur að átta
sig á aðal atriðum og stórum drátt-
um þess, sem fyrir ber. Smávit-
leysur koma víða fyrir. En þær
eru fyrirgefanlegar manni, sem hér
dvelur jafn stutt og H. Blomberg,
er á hraðri ferð oftast og verður að
hlíta frásögn þeirra manna sumra,
sem hann skilur tæplega og þeir illa
hann. Getur auðveldlega af því
stafaö margskonar misskilningur.
Helstu missagnirnar í þessari bók
eru þær t.d. að Haraldur Níelsson
próf. sé foringi guðspekinga hér á
landi, og að “Morgunn” sé tímarit
þeirra, aö mikið kveði að óeiningu
innan kirkjunnar hér á landi, aö
klæöaverksmiðjan Gefjun á Akur-
eyri sé ríkiseign, að presturinn á
Breiðabólsstað heiti Einar, og að
húslestrarbók Hallgríms Pétursson-
ar sé enn mikiö lesin. En þetta,
sem nú hefir verið nefnt, er smá-
vægilegt hjá hinu, sem rétt er með
farið og athugað.
Höfundur bó’karinnar segir fjör-
lega og skemtilega frá. Honum
finst mikið til um landið, dáist að
ljóðelsku og ljóöakunnáttu íslend-
inga, og heldur að hér sé gott að
vera skáld. Lítið fanst honum koma
til höfuðstaðarins svo sem vonlegt
var, kallar hann kofaborg, og segir
að samræmi og fegurð í byggingar-
stíl og gatnagerð sé ekki enn orðið
ljóst íbúum bæjarins. Hann telur
lítið vera um fallegar konur á sögu-
eyjunni, en meira af skyri og mjólk.
—Kvartar hann um að hafa aldrei
fengið annað að borða á ferðinni
um landið. íslenzku hestunum
hælir hann mjög.
Inn í sjálfa ferðasöguna fellir
hann víða yfirlitskafla um sögu
landsins á þessum og þessum tíma,
og er alt rétt farið meö, sem hann
segir um það.
Að öllu samanlögðu er þessi
ferðabók hin bezta og skemtileg-
asta. — Mbl.
Hallgríms kirkjan í
Saurbæ.
Hinn 27 okt. í hauist eru 250 ár
liðin frá dauða séra Hallgrímis
Péturssonar, og eftir tilmælum
biskups verður hins ágæta sálma-
skáldis vors minst á prédikunar-
stölum hinnar íslensku kirfeju &
19. sunnudag eftir Tirínitatis
(26. okt. næstk.) í samibandi við
þetta leyfi eg mér að minnast á
samskotin til hinnar fyrirhuguðu
Hallgrímis’kirkju í Saurbæ. Þau
voru við næstliðin áramót kr. 7833,
85, auk 5 þús. króna tillags frá
Saunbæjarsöfnuði, eða samtals
tæp 13 (þúls. kr., og mun það
thrökfeva skamt til byggingar hinn-
ar skrautlegu kirkju. Samsfeot hafa
nú upp á síðkastið verið mjög lít-
il; þó er vert að geta þess, að séra
Magnús Bjarnartson, prófastur á
Prestabakka, sem var hér á ferð
í sumar, gaf 50, kr. til kirkjunnar.
— Nú eru það vinsamleg tilmæll
mín til presta landsins og annara
góðra manna, að jafnframt því,
sem þeir minnast hinnar miklu
þakarskuld, sem hvílir á oss ís-
lendingnm við hið mikla trúar-
skáld, fyrir hina ódauðlegu sálma
hans, að þeir þá leggi í þakklœtls-
sfeyni þó ekki sé nema lítinn skerf
til Hallgrímskirkjunnar. Eg hefi
áður skrifað um þetta mál og fer
því ekki fleiri orðum um það að
nýju, en eg vil aðeins þakka ðllum
þeim, sem gefið hafa til þessa góða
fyrirtækis og sömuleiðis vil eg
fyrirfram þakka öllum þeim, er
leggja vilja framvegis fyrirtæki
þessu liðsyrði í orði og verki.
Væntanlegum samskotum veita
móttöku hr. ibiskupinn og alllr
prestar landsins. Féð er ávaxtað
í hinum almenna kirkjusjóði.
Herrann Jesús elsfei þá alla, ssm
vilja stuðla að því, að kristindóms
og trúarlíf elist meðal þjóðar
vorrar og megi bera ávexti í fórn-
fýsi og kærleika.
Saurbæ, á Mikaelsmessu 1924.
Einar Thorlacius.
------o-------
Frá Islandi.
Talið er víst að farist hafi mót-
orkútterinn Rask frá ísafirði. Hef-
ir ekkert til skipsins spurst í hálf-
an mánuð. Voru á iskipinu 15
menn.
Guðmundur Finnbogason pró-
fessor hefir verið iskipaður lands-
bókaVörður frá 1. þ. m., en Jón
Jacobson fengið lausn frá því em-
bætti. Legst þá niður af sjálfu sér
prófessorsembættið í. hagnýtri sál-
arfræði.
Mænusóttin vikuna 5. til 11. okt.
Héraðslæknirinn á Sauðárferóki
símar mér að hann hafi fundið
einn sjúkling með væga ('abortiv’)
mænusótt. Annars hefir veikin
hvergi gert vart við sig þessa viku*
Mislingarnir hafa magnast í
Reykjavík. Sáu læknar síðustu
viku 100 nýja sjúklinga. Enginn
hefir látist. Annarsstaðar á land-
inu er sóttin sem fyr mjög hæg-
fara.
Taugaveikin. Hennar hefir ekkl
frekar orðið vart í Reykjvíkur hér-
aði og hvergi getið um hana ann-
arsstaðar.
Barnaveiki. Hefi frétt af einum
sjúkling í Rangárhéraði; annars'-
staðar ekfeert. G. B.
Vélbáturinn Elín úr Hafnarfirði
var á leið isuður frá Siglufirði um
eíðustu mánaðarmót. Hrepti stór-
viðri við Born, tók út einn mann,
Böðvár Sigurðsson, ókvæntan
rnann ungan héðan úr bænum.
Látinn er í Kaupmannahöfn
stúd. polyt. Magnús Kristinnson
prófasts Daníelssonar. Hann var
24 ára að aldri, efnismaður mesti.
Berklar urðu honum að bana.
Síðastliðinn laugardag hrapaðl
maður í klettum fyrir ofan Seyðis-
fjörð og beið bana. Hann hét Sig-
urður Gunnarsson og var frá
Dvergasteini.
Tíminn 18. okt.
--------o--------
Frost var hér fyrst I gær, og
var þá vægt frost um land alt,
nema í Vestmannaeyjum, þar var
1 st. hiti. Á Norður- og Austur-
landi kvað hafa snjóað úálítið víða.
Lögrétta 21. okt.
RJOMI
Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar
eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl-
una.
Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er
eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn
snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið
að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að
samvútnumarkaðs aðferðin er sú eina, er
skapar gott verð á mjólkurafurðum.
SENDIÐ RJÖMANN TIL
The Manitoba Co-operative Dairies
LIMITED