Lögberg - 01.01.1925, Page 4
Bls. 4
LOGBERG, J fMTUDAGíNN 1. JANÚAR 1925.
3£oqbna
Gefið út hvern Fimtudag af Tbe Col-
umbia Press, Ltd., (Zox. Sargent Ave. ftt
Toronto Str.. Winnipeg, Man.
Tálsimari N»6327 oé N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Utan&skrift til blaðsins:
THf C0LUM)BI«V PRESS, Ltd., Box 3l7l. Winnlpeg, M«H-
UtanÁskrift ritstjórans:
EOtTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Wlan.
The “Lögberg” la prlnted and publlshed by
The Columbia Presa, Llmited, ln the Columbia
Building, 695 Sargent Ave , Winnípeg, Manitoba.
19 2 4.
ÁriS 1924 mun veröa taliö merkilegt ár i sögu
mannkynsins, þegar tímar lí'ða, því á því hafa skeð
atburÖir, sem almenna eftirtekt hafa vakiö um allan
heim.
Hér í landi, Canada, hefir árið veriÖ farsælt ár.
Heilsufar fólks hefir veriÖ gott, og uppskera þess og
atvinna yfirleitt hefir hepnast og blessast, AÖ vísu
hefir árið liðna ekki getað bætt úr erfiöleikum þeim,
sem menn hafa hér sem annars staöar átt við að búa,
til fulls. En það hefir gert það að nokkru leyti — þaÖ
hefir að allmiklu leyti hrint óhug þeim og lcvíða, sem
lagst haf&i yfir menn eins og mara. Menn líta nú viÖ
áramótin bjartari augum á frmatíðina hér í Canada,
en þeir hafa gjört síðastliÖin fjögur til fimm ár. Bú-
lendur manna hafa hækkað stórum i verði. Afurðir
búlendanna hafa og stigið í verði og efnahagur bænd-
anna í Canada hefir að mun batnað á þessu liðna ári,
en undir efnahag þeirra og afkomu er vellíðan þjóÖ-
arinnar komin á öllum sviðum.
Um stórviðburöi í lífi canadisku þjóðrainnar á
þessu liÖna ári, er ekki aÖ ræða—yfirborð lífs hennar
hefir verið á árinu líkara líÖandi fljóti en straum-
þungri á. Verkföll hafa verið sárafá, og þau, sem
hafa átt sér staÖ. hafa verið jöfnuð á friðsamlegan
hátt. Verzlun landsmanna jókst bæði inná við og út
á við, og innbyrðis eining og bróðurhugur þjóðarinnar
glæddist,—árið liðna var Canadaþjóðinni farsælt ár.
Nágrannaþjóð vor, Bandarikjaþjóðin, er eins og
menn vita, óendanlega miklu stærri og voldugri, en
hin fámenna canadiska þjóð, enda hafa lífsstraum-
arnir þar verið þyngri og stórkostlegri, og hjá henni
hefir margt stprkostlegt og alvarlegt gjörst á árinu
liðna. Hinar verklegu framkvæmdir hjá þeirri at-
orkusömit stórþjóð hafa verið miklar—eru alt af
miklar, því í þeim sökum stendur hún víst ílestum, ef
ekki öllum, þjóðum í heimi framar; en þó munum
vér ekki eftir, að nein sérstök mannvirki, sem sérstak-
lega sé orð á gjörandi, hafi verið framkvæmd á árinu
liðna hjá henni, og ekki heldur er neitt aÖ undra sig á
því, þó auðurinn hafi aukist hjá þjóð þeirri á árinu
liðna. Það er svo undur eðlilegt, hjá jafn hagsýnni
þjóð. I>að er heldur ekki á því sviði, sem þjóðin hef-
ir vakið sérstaka eftirtekt á sér, heldur eru það hinar
andlegu hliðar þess. *
Hryðjuverkin, sem framin hafa verið í Bandaríkj-
unum á árinu liðna, eru ægileg—svo stórkostleg, að
þau hafa vakið eftirtekt manna um heim allan, og
fylt menn hrolli, bæði heima fyrir og út í frá.
En þó eru það ef til vill ekki hryðjuverkin sjálf,
sem mestum óhug og kvíða hafa valdið, heldur hugs-
unarháttur sá, sem á bak við þau hefir staðið og í sam-
bandi við þau hefir komið í ljós. Að myrða mann er
ljótt, en ljótara er að hafa samhygð með þeim, sem
það gjörir af ásettu ráði. Að stela miljónum dollara
er glæpur frá laganna sjónarmiði og allra rétthugsandi
manna, en sá hugsunarháttur, sem miklar þann verkn-
að, og dáir þann, eða þá, sem það gjöra, er rotnun,
sem engu góöu spáir. En alt þetta og meira í þá átt-
ina, sem skeð hefir í Bandaríkjunum á hinu liðna ári,
hefir vakið almenna eftirtekt, og almenna hrygð. Og
sú hrygð er ekki hvað minst hjá hinum hugsandi og
leiðandi mönnum þjóðarinnar sjálfrar, því þeir minn-
ast hinna alkunnu orða: “Að hvaða gagni kæmi það
manninum, þó hann eignaðist allan heiminn, ef hann
liði tjón á sálu sinni?’’
Snemma á árinu lézt fyrverandi forseti Banda-
ríkjaþjóðarinnar, Woodrow Wjilson.
í Evrópu bar margt til tíðinda á árinu liðna. En
það er sérstaklega tvent, sem á skal minst hér, og
mesta þýðingu er líklegt að hafa í framtíðinni, ef
menn bera gæfu til þess að notfæra sér það á hag-
nýtan hátt, en það er Dawes-sáttmálinn, sem gjörður
var á Englandi síðastliðið sumar, og sem vonast er
eftir að verða muni grundvöllurinn til friðar og fram-
þróunar hinum sundurlyndu og stríðandi Evrópu-
þjóðum, og friðar og afvopnunar sáttmálinn, sem
gjörður var á alþjóðaþinginu siðasta í Genf, en sem
því miður fékk ekki eins góðar undirtektir á fundi
þeim, sem haldinn var íRómaborg síðastliðið haust
til frekari umræðu, um það mesta velferðarmál mann-
anna, en sem þó vonandi verður til þess, að ein-
hverjar verulegar framkvæmdir verði gerðar í því
máli, áður en langt um líður, sem allir geta sætt sig
við. í sambandi við friðar- og afvopnunarhugmynd-
ina er vert að geta þess, að sósíalista stjórnin í Dan-
mörku hefir lagt frumvarp fyrir þingið á þessu ári,
sem fer fram á, að her dönsku þjóðarinnar sé lagður
niður og hætt við herútbúnað.
Stjórnarskifti hafa orðið víða í Evrópu á árinu,
svo sem í Noregi, Danmörku, ‘Svíþjóð, Bretlandi,
Frakklandi og í Þýzkalandi.
í Noregi hafa þau nýmæli gerst á árinu, eða gerast
nú við áramótin, að breytt verður nafninu á höfuð-
borg Noregs, Kristjaníu breytt i Osló. Það er hið
forna nafn borgarinnar, sem hún bar fram að árinu
1600.
í Austurlöndum hefir árið verið viðburðaríkt, þó
yfir gnæfi atburðir þeir sem gjörðust í Japan, hinir
ægilegu jarðskjálftar og manndauði, og hið mikla
eignatjón, sem þeim fylgdi. í Kína hefir blóðugt
borgarastríð verið háð, og nú við árslokin er stór
partur þeirrar þjóðar þjakaður og sár út af hörm-
ungum þeim, sem stríðum ávalt fylgja.
A ættlandi voru, íslandi, hefir árið liðna verið sér-
stakt gæða ár. Heilsufar manna gott yfirleitt og at-
vinna þjóðarinnar blessast í ríkum mæli bæði til lands
og sjávar, þó einkum til sjávarins, því árið liðna mun
eitt af aflasælustu árum til sjávarins, sem íslending-
ar hafa lifað í lengri tíð, og sem hefir veitt þjóðinni
í heild svo mikil og arðsöm föng, að hún hefir að
miklu leyti komist hjá hinum fjármunalegu erfiðleik-
um, sem svo margar aðrar þjóðir hafa átt við að
stríða og er það öllum Islendingum gleðiefni.
En árið hefir ekki að eins verið þjóð vorri farsælt að
því er efnalega afkomu snertir, heldur hefir það og
verið farsælt og frjósamt ár andlega talað.
Oss virðist, að árið liðna hafi sýnt meira jafnvægi
í Hfi hinnar litlu íslenzku þjóðar, heldur en það hefir
gjört í lífi flestra annara þjóða, oss liggur við að segja
allra annara þjóða.
Indíánarnir í Canada.
I.
Á íslenzku hefir undarlega lítið verið ritað um
fólk þetta, sem reyndar er að búast við, því það
hefir ávalt verið fjarri oss og vér fjarri því, og þá
sjaldan, að á það hefir verið minst, þá hefir það
verið til þess að aumkva það, en álasa öðrum fyrir
illa meðferð, sem það hefir átt að verða fyrir — og
sökum þess, að nú rétt nýlega var í opinberu blaði
beinlínis sagt, að meðferð Englendinga á Indíánum
í Canada, væri þeirri þjóð til vanvirðu finst oss ekki
úr vegi að fara nokkrum orðum um afskifti hins op-
inbera af Indíánunum, svo fólk geti betur áttað sig
á því, á hve miklum sannleika eða sanngirni að sú
ákæra er bygð.
U.m sögu fólks þess er þetta land bygði, áður
en hvítir menn tóku ser hér bólfestu, er hér ekki að
ræða, því bæði er lítið um gögn fyrir hendi, sem
byggjandi sé á, og svo hitt, að saga sú snertir ekki
umtalsefni það, sem hér liggur til umræðu, — með-
ferð Indíánanna i Canada.
Á það er vert að benda í byrjun, að hvítir menn
skoðuðu Indíánana í Canada sem hina ráðandi þjóð
þessa mikla meginlands. Það voru þeir, sem búið
höfðu í landinu, hver veit hvað lengi. Þeirra sið-
ir voru ráðandi í landinu — þeir áttu landið.
Þetta kemur skýrt fram þegar George III. tek-
un við landi þessu, eftir að Parísar sáttmálinn var
undirskrifaður 1763, þar sem Frakkar afsala sér
öllu tilkalli til Canada, fjórum árum eftir að Wolfe
tók Quebec. í staðinn fyrir þá að Hta á Indíán-
ana í Canada sem sigraða þjóð, þá byrjaði konungur-
inn sjálfur á því að viðurkenna Indiánana í Canada,
sem ráðandi þjóðina í því landi, og sendir Indíána-
höfðingjum vinargjafir, sem bæði báru vott um við-
urkenningu hans og virðingu og svo að hann vildi
eiga vingott við þá á friðsamlegan hátt.
Þessi siður hélst uppi í öll þau ár, er Englending-
ar höfðu stjórn Canada í höndum sér, ekki að eins
frá hálfu konungsins heldur stjórnarinnar á Eng-
landi líka og bendir það ekki á, að Englendingar hafi
viljað misbjóða Indíánunum i neinu, sem þeir held-
ur ekki gjörðu.
Englendingar tóku við Canada árið 1763, eins
og sagt hefir verið, og var stjórnin i þeirra höndum
unz Canada tekur við stjórn sinna eigin mála árið
1847, e®a 1 84 ár.
í öll þessi ár hélst þessi gjafasiður uppi til Indí-
ánanna í Canada frá hálfu Englendinga, og þegar
stjórnin i Canada tók við allri umsjón með Indíán-
um, voru Indiánar orðnir svo vanir þessum gjöfum,
að ekki þóttu tiltök að afnema þær, að minsta kosti
ekki alt í einu. Indíánarnir litu á þessar gjafir frá
Englandí, sem gjald, eða leigu fyrir að lofa hvítum
mönnum landnám í landi sínu og bygðu á það upp á
síðkastið, sem árlegar tekjur. Gjafir þessar voru
margvíslegar: matvara, föt, skrautmunir, kirkjuklukk-
ur og gefur eina þeirra að lita enn í dag i hinni kon-
unglegu kirkju Mohawks nálægt Brantford, Ont-
ario, sem George III. Bretakonungur gaf þeim flokk
Indíana ásamt boðorðunum tíu prentuðum á þeirra
eiginúnáli. Umhyggja Englendinga fyrir Indiánunum
í Canada á meðan að þeir voru undir þeirra hendi,
kom fram i fleiru en vinagjöfum. Það leið ekki á
löngu áður en innfluttir menn fóru að hafa augastað
á löndum þeim, sem Indíánar sátu á sjálfir og áttu og
þeir gjörðust svo djarfir, að nota viðskiftaþekkingu
sína til þess að lokka landeignir út úr þeim fyrir lítið
eða ekkert. Þá tók stjórnin á Engandi undir eins í
tuamana og leiddi í| gildi lög, sem banna sölu á lönd-
um Indiána til nokkurs manns, nema að stjómin á
Englandi gefi samþykki sitt til sölunnar. Eiginlega
voru þau lög í gildi frá 1763, því innihald þeirrra er
þá tekið fram í yfirlýsingu Georgs konungs III., er
hann gerði í sambandi við réttarstöðu manna í Can-
ada.
Um önnur afskifti stjórnarinnar á Englandi af
Indiánum í Canada á þeim stutta tíma, er þeir voru
undir hennar hendi, er ekki að ræða. Landrýmið var
þá yfirfljótanlegt og þeir gátu hennar vegna verið
hvar sem þeir vildy og lifað lífi sínu að öllu leyti ó-
háðir og óhindraðir, eins lengi og þeir héldu
sér frá ofbeldisverkum. Skipulagið á þjóðfélagi
þessa lands var þá í bernsku. Mentamálin í óreiðu.
Eftirlit með heilsu og heilbrigði lítið eða ekkert, hver
og einn sigldi sinn sjó eins og bezt hann gat. Og það
gerðu Indíánarnir Hka—nema hvað þeir höfðu þá yfir
óendanlega miklu stærra og auðugra landflæmi að
ráða en nokkrir aðrir i landinu.
II.
Eftir að stjórnin í Canada tók við málum Indíán-
anna, fór málið að vandast að ýmsu leyti. Vér höfum
áður tekið fram, að Indíánarnir vöndust við að fá ár-
legar gjafir á meðan þeir voru í umsjón og undir
verndarhendi stjórnarinnar á Englandi. Þeim vana,
sem á var kominn, kröfðust þeir að stjórnin í Canadá
héldi áfram, og hún áleit ekki kleift að skella skoll-
eyrum við þeirri kröfu þeirra.
En það var fleira, sem stjórnin í Canada varð að
athuga í þessu sambandi. Canada, sem hafði verið
óþekt land, var nú að( verða þekt um allan heim; kostir
þess og lífstækifæri drógu til sín miljónir manna.
Hvað átti stjórnin að gjöra? Halda landinu lokuðu
fyrir þeim, sem hingað vildu koma og leita gæfunnar,
til þess að vernda lendur Indíánanna, eða það sem að
gjört var, að opna landið almenningi tíl afnota?
Um það mætti deila út í það óendanlega, en sú
deila mundi samt ekki hafa nein veruleg áhrif á atriði
það, sem hér er til umræðu, nefnilega hvernig að
stjórninni í Canada hafi farist við Indíánana.
Stjórninni varð það Ijóst þegar í byrjun, að sam-
búð Indíánanna og hins innflutta fólks, gat aldrei
blessast, svo hún tók það ráð, eins og mönnum er
kunnugt, að setja til síðu landspildur f'reserves) víðs-
vegar um landið, handa Indíánum — landspildur, sem
þeir áttu sjálfir, eða gátu eignast, en ekki selt, nema
með samþykki stjórnarinnar. Landspildur þær voru
í öllum tilfellum valdar þar sem hægt var, þannig, að
þær höfðu til að bera bæði fiskiveiði, fugla- og dýra-
veiði, sem Indíánum var ómissandi til Hfsviðurværis
Spildur þessar voru valdar þar sem bygðir Indíánanna
voru, st'o þeir þyrftu ekki að flytja sig búferlum nema
sem allra minst, og var þar um að ræða sum af bezt
settu og verðmestu landsvæðum í Canada. Og land-
veiting sú var ekki bundin við neina vissa staði, er
ekrufjöldinn bundinn við fermílu lands, handa hverri
Indíána fjölskyldu, sem fimm voru í, og helst sú
reglugerð enn í dag.
En hún gjörði meira í byrjun og gjörir enn. Til
þess að verða við kröfum þeirra um árlegar gjafir
eða leigufé, eins og þeir litu þá á að þeir hefðu fengið
frá stjórninni á Englandi, þá gjörði Canada stjórnin
við þá samninga, að hún skyldi borga þeim mötufé,
sem næmi $5.00 á hvert höfuð, karla, kvenna og barna,
á ári eins lengi og þau lifðu, $20.00 á ári hverjum flokks
höfðingja fchief), og $10.00 á ári hverjum með-
ráðanda (councellor) ; að borga fyrir skotfæri þau,
er þeir þurfa og leggja þeim til netagarn, net til fiski-
veiða og skaffa þeim ákveðna tölu akuryrkju verk-
færa. Og stjórnin í Canada hefir gert þetta í öll þau
ár, sem síðan eru liðin og hún hefir gert meira. Hún
hefir bygt skóla um þvert og endilangt landið fyrir
Indíánana, bæði barnaskóla og iðnaðarskóla. Aðsókn
að barnaskólum Indiánabygðanna á þessu síðastliðna
ári, var 13,500 börn að meðaltali. Ekki vitum vér
hvað margir ganga á iðnaðarskólana; um það eru eng-
ar skýrslur' fyrir hendi, en þeir hafa hlotið að vera
margir, því skólar þeir eru settir víðsvegar um landið,
frá hafi til hafs, þar sem Indíánarnir geta sem bezt
notið þeirra, og til þeirra skóla leggur Canadastjóm
svo hundruðum þúsunda skiftir í peningum á hverju
ári; og lækna hefir stjórnin sett til þess að annast um
sjúklinga í öllum bygðum Indíána ("reserves) og
borgar þeim.
Auk þess, sem nú er talið, hefir Canadastjóm
veitt Jndíánunum tilsögn i landbúnaði, heimilisstjórn
og í öðru er velferð þeirra snertir, og gjörir enn.
Henni var líka ljóst þegar i byrjun, að eitt af því
sem spilti Hfi og velferð Indíánanna, var vínnautnin,
svo hún setti ekki að eins lög, sem banna alla ,vínsölu
til Indíána, heldur hefir hún í langa tíð veitt $4,000 á
ári til löggæzlunnar, er sífelt er á verði að aftra því.
að þeim sé selt vín.
Eitt er enn ótalið, sem stjómin í Canada hefir
fundið sig skylda til þess að gera og hefir gjört og
gerir 1 hvert skifti sem á þarf að halda, en það er að
sjá Indíánunum fyrir matbjörg, þegar uppskera eða
veiðiföng bregðast hjá þeim, sem tíðum hefir komið
fyrir.
III.
Það sem nú hefir verið talið, er ærið nóg til þess
að sýna og sanna, að það er svo langt frá öllum sann-
leika að segja, að illa hafi verið farið með Indíánana
í Canada, og þó er sagan ekki nema hálfsögð.
Þegar að Canadastjórn tók við málum Indíána—
gjörðist vergi þeirra, voru þeir allslausir—kunnu ekk-
ert nema að veiða dýr, fugla og fiska; áttu ekkert, sem
þeim var verðmætt, annað en tjöld sín, hesta og
vagna.
Nú er komin breyting á þetta. Þeir hafa lært
jarðyrkju og framleiða feikimikið af korni og öðrum
jarðargróðri árlega, og standa þar Htt að baki annara
ibúa landsins. Sumir þeirra hafa og gengið menta-
veginn og staðið í opinberum embættum og allur þorri
þeirra les og talar enska tungu, og hefir þannig öðlast
aðgang að miklum hluta af beztu l>ókmentum heims-
ins. (Kr það að fara illa með þá ?) En á sama tima
hafa þeir haldið við máli sínu og því, sem nothæfast
var í þjóðararfi þeirra.
Vér sögðum, að þegar stjórnin hefði gjörst vergi
þeirra, þá hefðu þeir verið nálega eignalausir. Nú
eru eignir þeirra, það er innleysanlegar eignir, um
$62,000,000. Þar af yfir 18,000,000 í sjóði, sem stjórn
Canadaríkis annast. Tala Indíánanna i Canada,
þeirra, sem innan fylkjanna búa, er rétt 100,000, sem
gerir $620 á hvert einasta mannsbarn á meðal þeirra.
Á þessu ári, sem nú er nýliðið, höfðu Indánarnir í
þremur sléttufylkjunum 70,000 ekrur af vel ræktuðu
og vel unnu landi, sem þeir sáðu korni í. Uppskera
þeirra nam 1,250,000 mælum af korni. Það tók á
milli 50 og 60 þreskivélar, sem Indíánarnir sjálfir áttu
og starfræktu, til þess að þreskja það korn. Auk ak-
uryrkjunnar hafa þeir 2,400 kýr og 22,000 hesta, og
eru þeir gripir svo vel útlitandi, að þeim hafa verið
veitt verðlaun fyrir þá á almennum sýningum.
Mikið lengra mál hefðum vér getað ritað um þetta
efni til þess að sýna mönnum, hvernig með Indíánana
hefir verið farið og hve miklum framförum að þeir
hafa tekið. En rúmsins vegna verðum vér að hætta
og vonum að nóg sé komið til þess að allir sjái og
skilji, að það er ekki einasta ósanngjarnt, að nalda
því að mönnum, að illa hafi verið með þá farið, held-
ur blátt áfram ranglátt.
------o------
Bókmentafélags-bækur.
Þær eru nýkomnar vsetur og hafa mikinn fróð-
leik að geyma, eins og menn hafa átt að venjast svo
oft áður. Skírnir, xcviii. ár, með mörgum ágætum
ritgerðum, og stórmerkilegu kvæðí eftir skáldjöfur-
inn islenzka, Einar Benediktsson. Innihald rits þess
er sem fylgir:
I. Ritgerð um dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörð,
með myndum, eftir Hannes Þorsteinsson.
II. Nokkrar athugasemdir, bendingar og tillögur
um alþýðufræðslu í sveitum, eftir Ófeig Vigfússon.
III. Kerlinganöldur; Herdís Andrésdóttir.
IV. Um Magnús Eiríksson, éftir Ágúst H.
Bjarnason.
V. Áhrif geðshræringa á líkamann, eftir Guð-
mund Hannesson.
VI. Minning séra Björns prófasts Halldórssonar
á Setbergi; Hannes Þorsteinsson.
VII. Frosti, kvæði. Einar Benediktsson.
VIII. Átrúnaður Egils Skallagrímssonar. Sig-
urður Nordal.
IX. Hvenær er Jón Arason fæddur? Klemens
Jónsson.
X. Um Þórsdrápu, nokkrar athugasemdir; Guð-
mundur Finnbogason.
XI. Heimsveldi Breta. Hallgrímur Hallgríms-
son.
XII. Islendingar og Norðmenn. Árni Pálsson.
XIII. Latnesk erfiljóð eftir dr. Jón Þorkelsson.
Ritfregnir, eftir Árna Pálsson, Magnús Helgason,
Jóhannes L. L. Jóhannesson, Matt. Þórðarson, Jón
Ófeigsson, Sigurð Nordal, Kristján Albertsson og
Hallgrím Hallgrímsson. Að síðustu skýrslur og
reikningar Bókmentafélagsins. 1923.
Á þessari efnisskrá geta menn séð, hve f jölbreytt
efni Skírnis er að þessu sinni, og þegar menn hugsa
um, að það eru sumir af bezt þéktu mentamönnum
þjóðarinnar, sem ritgerðirnar hafa samið, þá vita
menn á hverju þeir eiga von.
Auk Skírnis eru þrjú fylgirit: Annálar frá 1400—
1800, 7 arkir. Þrjár arkir af fornbréfasafninu og
sérstakt rit eftir Einar Arnórsson um þjóðréttarsam-
band íslands og Danmerkur í fimm köflum.
Bækur þessar allar verða tafarlaust sendar öllum
félagsmönnum, sem i skilum hafa staðið, og þeir, sem
gerast vilja nýir félagar í Bóknæntafélaginn og fá
bækur þessar, geta það með því að senda Finni Jóns-
syni bóksala, 666 Sargent Ave., Winnipeg, $3.00 árs-
gjald félagsins, og verða þeim þá tafarlaust sendar
bækumar meðan upplagið hrekkur.
Hijómbrot
Ljóðmæli prentuð hjá City Print-
ing and Publishing Co. Winnipeg.
Eg hefi um nýafstaðin jól átt
kost á að lesa Hljómbrot — nýja
ljóðabók eftir M. Markússon, mann
bem flestum fslendingum, austan
hafs og vestan er lðngu kunnur
fyrir ljóðlist hans, og lesturinn
hefir veitt mér óblandna ánægju.
iEg minnist þess, að hann gaf út
nokkurn tíma lesið. Eg staðhæfi
að lesendur muni yfirleitt verða
mér samdóma um að það kvæði
megi með réttu metast hrein perla
í íslenskum bókmentum.
Með slík kvæði sem hér hefir
verið bent á er það ekkert undar-
legt þó ljóð Magnúsar Markús-
sonar séu huglþekk alþjóð Vestur-
íslendinga — ein® ljóðelsk og hún
er; hitt mætti telja markverðara,
ef hún ekki metti þau og ynni um-
fram kvæði ýmsra annara skálda,
sína fyrstu ljóðabók fyrir 17. ár-
um, með rúmlega eitt hundrað
lcvæðum og sem þá istrax vakti svo
mikla almenna athygli Vestur- ís-
lendinga á hionurn, >ví ljóð þau
voru alþýðu fólks svo Ihugnæm, að
hún keypti alt upplagið á örskömm
um tíma, og skipaði Magnúsi þá
strax í fremstu röð vestur-ís-
lenskra skálda. Mér líkaði ljóð þau
vel, fy.rir bragsnild höfundarin®
og fo.rmfegurð kvæðanna. Og þó
sérstaklega fyrir þá hlýju fóstur-
landsálst sem ljóðin sýndu að hann
bar til Canada, sem hann hafði
gjört að kjörlandi sínu og að föð-
urlandi Ibarna sinna.
'Nú við lestur þessarar nýju
ljóðabókar, sem er um 280 blað-
síður í 8 blaða broti og með rúm-
lega 150 kvæðum, finn eg höfund-
inn hafa andlega þroskast að
miklum mun á s. 1. 17 árum. Kvæð-
in eru fjölllbreytilegri að efni en
þau í fyrri bókinni, formfegurðin
og rímsnildin söm og fyr, en fram-
setningin þróttmeiri með dýpri
hugsan og rökfestu enn fyrrum,
þótt hinsvegar hvergi kenni slíkra
djúpisæis hugsana-tilþrifa, sem
inna má í ljóðum aftourða stór-
skálda íslenskra, og má færa
kvæðum þessum það til gildis, að
þau eru öll hrein að efni og votta
fojartsýni höfundarins og vissu um
sigur hinis góða á öllum sviðum,
þau eru uppörfandi, hughreystandi
huggandi og trústyrkjandi.
Fyrsta kvæði foókarinnar,
<‘Ljóðadísin,” er að mínum dóml
8V0 gullfallegt, að eg set það hér
í heild, til sýnis.
Helga dís! þú bendir blítt
íböli frá til sólargeima,
landið þitt er ljósum prýtt,
líf í æðum streymir nýtt.
Hver fær töfra/þróttinn þýtt
þinna djúpu strengja hreima?
Helga dís! þú hendir blítt
Iböli frá til sólargeima.
Þegar særir sorg og þraut
syngur þú í hjartað friðinn.
Andans háa, bjarta braut
forosir við þitt hlýja skaut,
ælska jafnt sem elli hlaut
yl við þinna strengja kliðinn.
Þegar særir sorg og þraut
syngur þú í hjartað friðinn.
Göfga dís! þín guðleg sól
geislar meðan aldir renna;
hvert það blóm sem andinn ól
inst við djúp þitt finnur skjól.
Skært frá sálar Isjónarhól
sannleikiseldar þínir brenna.
Göfga dís! þín guðleg sól
geislar meðan aldir renna.
'Mér er ekki kunnugt um að nokk
urt skáld hafi betur kveðið um
þetta efni en hér er gert, og er
þetta gott sýnishorn af efnismeð-
ferð og formfegurð á kvæðum
höfundarins yfirleitt.
önnur tvð kvæði má benda á
sem sýna hugarstefnu höfundar-
ins “Harpan mín” á bls. 115 visur
5 og 8.
Því hvað er skáldsins skylda hæst
á jörð?
að skreyta geíslum dimma tímans
voga,
0g mýkja þjóðlífis-meinin köld og
ihörð.
í mannelskunnar skæra vafurloga.
En það er eitt sem met eg ætíð
mest
í minni fátækt, gefna lífs um daga,
að hljóma það, sem helgast er og
foest
frá hjartans reit á strengi minna
foraga.
■Ekkert skáld getur skapað sér
heilbrigðari né göfugri stefnu \i
notkun Ijóðgáfu sinnar, eú þá sem
hér er framsett og lesendur mega
treysta Magnúsi til að halda fast
við hana.
Þá er minni kvenna—ætíð hug-
næmt yrkiefni—á Ibls. 137, 8. og 9.
það fegursta í sinni röð, bæði að
huglsun o.g bragsnild, sem eg hefi
að iþeim öllum ólöstuðum. Magnúsi
er létt um að yrkja, ljóðin streyma
af vörum hans ein® létt og óbund-
ið mál af vörum mælskra ræðu-
skörunga. Hann hefir borið gæfu
til þess að ná með ljóðum sínum
föstum tökum á samhygð fólfcsins.
Kvæði hans hafa Iblásið hlýhug og
þrótt inn að instu hjartarótum þess
svo að ekkert vestur-ísl. skáld
hefir 'betur gert. Allur andi ljóð-
anna er þrunginn siðmennilegum
hugsunum og hreinferðugu hugar-
fari höfundarins og hugheil ást
hans til Canada og þjóðarinnar
hér skipar hönum á bekk efst o.g
fremst allra vestur-íslenskra
skálda. Þessi innfolásna ræktar-
semi við þetta land verðkisuldar að
kvæðum hans verði hvervetna vel
tekið og eg efa ekki að svo verði.
Eg get ekki stilt mig um, í þessu
sambandi, að foenda á, að nýlega
hafa tvö af vestur-ísl. skáldunum
gefið út allstórar ljóðabækur eft-
ir sjálfa sig- Annar þeirra bóndi
en hinn skólakennari. Báðir hafa
þessir mann búið hér vestra um
eða yfir 40 ára skeið. Báðir komu
þeir hingað fulltíða og þó ungir,
hvorugur gat sætt sig við að láta
föðurland sitt njóta starfskrafta
sinna á komandi manndómsárum
þeirra . Báðir hafa þeir kveðið hlý-
leg ættjarðarljóð um ísland, ágæti
þetes 0g endurminningar þaðan en
hvorugum hefir komið til hugar
að minnast Canada í Ijóðafoókum
sínum, landið, sem alið hefir þá
mestan aldur þeirra 0g veitt þeim
öllum skilyrði til að gera sig að
eins miklum manndómismönnum
eins og meðfæddir hæfileikar
þeirra hafa gert þeim mögulegt að
verða. Maður freistast til að
spyrja sjálfan sig hvernig þjóð-
rækni það muni foafa verið, sem
skólakennarinn innrætti nemend-
um sínum í þau 40 ár, sem hann
foefir fengist við kenslustðrf.
Þjóðrækni Magnúsar Markús-
sonar er í fullu samræmi við þegn-
hollustueið þann, sem hann lagði
af er hann tók foér borgararéttindi
Þess ættu Vestur-íslendingar að
láta hann njóta.
B. L. Baldwinson.
“Earl Kitchener,,
Blöðin hafa sagt frá dómi þeim,
sem skipstjórinn á “Earl Kitchen-
er,” Thomas Worthington, fékk
fyrir veiðar í landhelgi. Var hann
dæmdur í 30 þúis. kr, sekt (ekki
gullkr.) og 3 mánaða fangelei.
Ýmsir ihafa furðað sig á því,
hve þessi dómur væri þungur. En
hann byggist á því í fyrsta laigi, að
hér er um ítrekað forot að ræða.
Togarinn var sektaður í Vest-
mannaeyjum 18. júl„ og síðan var
hann staðinn að veiðum 25. sama
mánaðar, og það er kæran fyrir
það brot, sem hefir verið undir
rannsókn undanfarið og hann hef-
ir nú verið dæmdur fyrir. En jafn-
framt mun hafa nokkur áhrif á dóm
inn framkoma skipsmanna við
menn þá er kærðu togarann, og
eins þrjóslka skipstjórans við
yfirmenn á "Islands Falk.”
Eöstudaginn 25 júlí í sumar
fóru þrír menn, Hjörtur Helgason,
Guðm. Benediktsson og Egill Páls-
son, á vélbátnum óðni frá Sand-
gerði úr frá Kirkjuvogi til þess að
grenslast eftir tveim togurum, er
þeir þóttu'st vissir um að væru að
veiðum í landhelgi. Fýsti þá að
sjá nöfn og merki skipanna, ef unt
væri. Fara þeir beina leið út að
togurunum, og stefna á þann sem
nær var landi. Þegar báturinn á
eftir skamt að togaranum, sjá þeir
að skipið er að veiðum, og er að
spila inn vörpuna. Og þegar enn
nær dregur skipinu, «já þeir, að
breitt er fyrir nafn og númer
skipsins. — Hugsa þeir sér þá, að
renna ®vo nærri skipinu, að þeim
mætti takast að svifta bnrtu ,þvi,
sem breitt var fyrir merkið. En