Lögberg - 08.01.1925, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.01.1925, Blaðsíða 4
Bto. 4 ifOGBEBG, 1IMTUDAGINN 8. JANUAIR 1926. Vopnahlé. Ómenska þótti það í gamla daga á meðal vikinga, að niSast á mótstöSumönnum sinum—aS vega að þeim óviSbúnum, verjulausum, eða föllnum, og vill ritstjóri Lögbergs fylgja hinni sömu reglu nú, þótt víkinga- öldin sé fyrir löngu liðin. MótstöSumaður vor, Sigfús Halldórs frá Höfn- um, liggur á sjúkrahúsi borgarinnar. Var gerður á honum holskurSur á mánudaginn var, viS botnlanga- bólgu. Á ineSan aS hann liggur veikur á sjúkrabeSi. höfum vér ásett oss aS láta hann í friSi, svo hann geti notiS allra krafta sinna gegn sjúkdómi þeim, sem hann á viö aS stríSa, og vér vonum að hann vinni sig- ur í þeirri baráttu og nái fullu, fjöri og heilsu sem fyrst aftur. mannfræSingum, líffræSingum og heilbrigSisfræðing- um.” Um þenna flokk Indiána, sem þúsundum saman býr í þessu Darien héraSi í Panama og þar í kring, er all-mikiS rætt og um þaS, hvemig á þeim standi. Sumir halda, aS þeir eigi þessi afbrigSi sin aS sækja til hinnar sömu breytingar og hvíti kynþátturinn varS fyrir, fyrir mörgum tugum þúsunda ára, þegar hann skifti litum. Ef þaS skyldi vera satt, þá eru þeir þaS sem líffræSin nefnir “sp>orts”, en þaS ástand er mjög eftirtektavert sökum sambands þess viS hiS líffræSi- lega spursmál mannkynsins. MannfræSingurinn, þjóSfræSingurinn og liffræS- ingurinn, sem skoðuSu þessi hvitu Indíána börn, gátu ekki komist aS neinni niSurstöSu um þaS, hvers vegna hörundslitur þeirra væri hvítur, hárið gult og gómur- inn á þeim rauSur, en höfSu aS öllu öSru leyti útlit og skapnaSarlag Indiána, eins og menn hafa kynst þeim á fullkomnustu þroskastigi. Aðrar hugmyndir um þaS, hvernig á þessu fyrir- brigSi standi, em þessar: i.) AS þessir hvítu Indíánar séu “albinos”, (en svo eru þeir kallaSir, sem óreglulegan hörundslit hafa —frábrugSnir aS hörundslit fólki því, sem þeir eru frá komnirý. En þaS skýrir ekki uppruna þeirra, né heldur skýrir það mismun þann, sem er á hörundslit þessara hvítu Indíána og “albinoas” þeirra, sem menn sjá tíðum á meSal annara ættkvísla, sem litarlaust hár og augu hafa. Sumir á meðal mannfræðinga hafa nefnt þessa hvitu Indíána “albinos”, þar sem aSrir fræðimenn i þeirri grein 'og liffræSingar halda fram, aS þeir beri ekki einkenni þess fólks, eins og þeir skilji þau. 2.) AS einhver sjúkdómur hafi náS sér svo niðri hjá þessu fólki, aS hann hafi breytt hinum eSlilega hörundslit þess og með tiS og tima hafi orSiS arf- fastur. Þessir hvitu Indíánar eru langt frá því aS vera óhraustir, og þessi þrjú böm, sem Mr. Marsh kom meS til Bandaríkjanna, eru hraustari og skiln- ingsskarpari heldur en börn gjörast alment á meðal vor. EMorðmálið. SíSan aö dauðadómur var kveSin upp yfir landa vorum Ingólfi Ingólfssyni, hefir skuggi lagst yfir hiS litla islenzka mannfélag hér í landi. ViS höfum öll fundið til út af ógæfui þeirri, sem orðiS hefir á vegi þessa landa vors. ViS höfum fundiS til meS honum og viS höfum líka fundiS til vegna sjálfra okkar. Saga þessa sorglega viSburSar hefir veriS flest- um okkur óráSin gáta. Yfir henni hefir hvílt þoku- kendur þungi, þar til nú, aS íslenzkri alþýðu er gjörS hún ljós af stjórn ÞjóSræknisfélagsins, sem faliS var máliS til forstöðu, eSa réttara væri þó aS segja, af Hjálmari lögfræSing Bergman, sem rannsakað hefir málavöxtuna. ViS þá skýrslu er engu aS bæta frá vorri hendi, því hún er skýr og greinileg, sem vænta mátti. En oss langar til að vekja eftirtekt íslendinga í Vesturheimi á einu eða tveimur atriðum í sam- bandi viS hana. Fyrst, hér er um aS ræða landa okkar, sem rataS hefir i þá mestu ógæfu sem unt er aS rata í —I veriS kærður um morS og dæmdur til lífláts. AnnaS, aS f járhagslegar kringumstæSur hans voru og eru svo, að hann átti ekki kost á aS færa fram sér til málsbóta þau gögn, sem honum gátu aS liSi kom- iS, né heldur aS njóta styrks og 1 eiSbeiningar hæfs lögfræSings sér til varnar. Einmana voeður hann aS standa gegn hinni voSalegu ákæru og varnarlaus, eSa vamralítill verSur hann að hlusta á dóm sinn. I þriSja Iagi ber skýrsla Mr. Bergmans þaS ó- tvíræðilega meS sér, að málsbætur voru til/í máli hins ^kærSa, sem ekki voru færSar fram í réttinum, en hefSu, að voru áliti getað haft áhrif á dómsúrskurS- inn. Hér er ekki um þaS aS fást, þótt íslendingur hafi verið dæmdur til lífláts því frá voru sjónarmiði geta þeir ekki verið nein undantekning frá því eSa öðru, er lög landsins ákveSa, ef þeir hafa til þess unniS. Heldur um það, að hér er um mann af vorum þjóð- flokki aS ræSa, er sökum einstæðingskapar og fá- tæktar, hefir ékki getaS notiS réttar þess og verndar, sem maður í betri efnalegum kringumstæSum hefði getað gert, Á milli þessa manns og gálgans er nú að eins lítið bil. En inn í það bil hefir stigið íslenzkur lög- fræSingur, Hjálmar A. Bergman, sem lika fyrstur manna hefir komið auga á bætur þær, sem til eru í máli þessa manns og samkvæmt ósk fjölmenns fund- ar og stjórnamefndar Þjóðræknisfélags Vestur- íslendinga hrfir tekiS að sér að færa þær fram svo aS segja á síSustu mínútunni. En það kostar fé, og í þeim sökum er ekki í annaÖ hús aö venda en til íslendinga í Vesturheimi, og þeir hafa aldrei brugðist, þeg*r til þeirra hefir verið leit- að í nauS, sem tíSum hefir verið! gjört og oft hefir veriS þörf, en nú er nauðsyn — nauðsyn aS láta þenna mann ekki vera tekinn af lífi, án þess að fram séu bornar þær málsbætur, sem til eru í máli hans. Hvítir Indíánar, Fyrir nokkru síSan heyrði maSur talað um hvita Eskimóa. En nú tala menn mikið um hvíta Indíána, og menn gera meira en aö tala um þá. Þeir eru á- reiðanlega fundnir. ]>ví maSur einn, R. O. Marsh að nafni. verkfræðingur i Bandaríkjunum, hefir komið meS sýnishorn af þeim meS sér úr Darien héraSinu í Panama. Það eru þrjú börn, sem heita Marguerite, OIo og Chepu. Börn þessi hafa verið skoöuð af Dr. Ales Hrdlicka, mannfræðingi frá Smithsonian stofn- uninni; Dr. Charles B. Davenport frá Carnegie stofn- umnm °g Dr. C. W. Stiles, sem við er riöinn heilsu- fræðisdeild Bandaríkjastjórnarinnar. Menn þessir þrír hafa gefið út eftirfylgjandi yfirlýsingu í sam- bandi vio börn þessi: “Spursmálið, sem upp kemur viðvíkjandi 1 hvitu Indíánum, er þýðingarmikið frá vísin sjonarmiði, en úrlausn þess máls er möguleg a meS þvi, að þetta fólk sé nákvæmlega rannsak ollum hliðum heima hjá sér. Nefndin er á Jæirri un, að sú rannsókn eigi aS vera gerð samtín 3.) AS þessir hvítu Indíánar séu afkomendur NorSmanna—þaö' er afkvæmi, sem'NorSurlandamenn hafi getiS með Indiánastúlkum, og aS í þeim blend- ingi hafi einkenni og blóS NorSurlandabúanna orðið yfirsterkari og sett mót sitt á fólk þetta. En sér- fræðingar í mannfræSi segja, að ef það eigi aS geta verið, þá hafi þeir NorSmenn hlotiS aö hafa komið til Panama áður en þeir Columbus og Balboa og aðrir landkönnunarmenn komu til Vesturheims, þvi þeir geti um hvitu Indíánana í Mið-Ameriku og Panama, er þeir hafi orÖið varir viö á ferðum sínum. Ein getgátan er það, að vikingarnir, sem fundu Nýja England og settust þar að á tólftu öld, hafi fundist loftslagið of kalt og haldiS suður á bóginn og sameinast Maya og Aztecs-mönnum í Mexico, sem síðar fluttu búferlum til Panama, og að þeir séu for- feSur þessara hvitu Indíána. Enn fremur vita menn, aS lávarÖur einn írskur sigldi í vestur—i áttina til Ameriku—meS fjölda fólks meS sér árið 1207, og halda enn aSrir, að þessir hvítu Indíánar séu afkomendur þess fólks. ÞaS stendur til, aS Mr. Marsh leggi upp í leiS- angur i næsta mánuöi suður til Darien, til þess að kanna land þaÖ, er fólk þetta býr í og kynnast háttum þess og siðum. í för meÖ honum stendur til að verði i fræðimenn í mannfræÖi, HffræSi og þjóðfræSi. Mál Ingólfs Ingólfssonar. Eins og getið var um í síðasta blaði, lagöi Hjálm- ar Bergman af stað til Edmonton á laugardagskvöld- ið hinn 27. desember síðastliSinn, í sambandi viö mál þetta. Hann kom aítur til borgarinnaf á nýjársdag. Á laugardaginn var ("3. janúar) hélt stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins fund á skrifstofu hans, og á þeim fundi skýröi hann mjög itarlega frá öllum mála- vöxtum. Vegna þess, að mál þetta varðar alla Vest- ur-íslendinga, finst nefndinni viðeigandi og sjálfsagt að leggja fram fyrir almenning upplýsingar þær, sem hún þegar hefir aflað sér. Maður sá, sem hér er um að ræöa, gengur undir nafninu Hans Johnson, en heitir réttu nafni Irígólfur Ingólfsson. Hann er íslendingur. Um það er engum blöðum að fletta. Eftir þvi, sem hann segir sjálfur frá, kom hann upprunalega til þessa lands fyrir 32 ár- um. Nokkrum árum seinna fór hann- til Islands og dvaldi þar í nokkur ár, en kom svo aftur til þessa lands og hefir dvalið hér síSan. í fangelsisskýrslun- um, sem bygðar eru á hans eigin sögusögn, er hann talinn aS vera 59 ára gamall. Eftir útliti hans að dæma, er hann nokkrum árum yngri. Hann sagSi Mr. Bergman, að hann væri 55 eða 56 ára gamall. Samkvæmt réttarskýrslunni er saga þessa máls í stuttu máli á þessa leiÖ: ÞaS er HtiS þorp í Albertafylki, sem nefnt er Fort Saskatchewan, tæpar seytján mílur austan við Ed- monton. í því þorpi var búsettur maður aö nafni Hugh McDermott. Hann var 62 ára gamall og ein- búi. Til þessa þorps kom Hans Johnson (Tngólfur IngólfssonJ um byrjun síðastliSins júlímánaðar. Hann var þá allslaus og átti hvergi höfði sínu að aS halla. Hann og McDermott höfðu þekst í 20 ár. Þeir hittust þarna, og þegar McDermott veit, hvernig ástatt er fyrir Johnson, býður hann honum heim til sín. Johnson þiggur boðið og heldur til hjá Mr. Mc- Dermott til júlíloka. Á þvi tímabili veröur enginn var við aö þeim hafi sinnast, nema litillega einu sinni. Þeir voru þá að spila saman “pool” Johnson tapaði og bar því aS borga fyrir báða, en hafði enga peninga til að borga með. Hann bað McDermott að borga, en hann neitaöi, og Johnson hafði þá i heitingum, að ef McDermótt ekki borgaði, þá mundi hann sjá eftir því. Það endaði með því, að McDermott borgaði. Þegar Johnson er búinn að vera út mánuðinn hjá McDermott, heimtar hann kaup, sem McDermott neitar að borga. Fyrsta ágúst fer Johnson til frið- dómara í Fort Saskatchewan til þess að stefna Mc- Dermott fyrir kaupinu, sem hann þóttist eiga að fá. Friðdómarinn sendir eftir McDermott, og, eftir aS eiga tal við báða, neitaði hann ekki að eins að taka kæru Johnsons til greina, heldur hótaSi hann Johnson, að hann yröi tekinn fastur sem flakkari, ef hann ekki’ væri búinn að hafa sig í burtu úr þorpinu fyrir klukk- an hálf fjögur þann sama dag. Johnson sagði tveim- ur mönnum þá um daginn, að hann ætlaði ser aS fara í burtu, en aS hann kæmi aftur og skyldi þá jafna um McDermott. Alt sýnist benda til þess, aS hann hafi farið í burtu þann sama dag (T. ágúst) með járn- brautarlestinni, sem fór þaðan áleiðis til Edmonton klukkan tæplega fjögur um eftirmiðdaginn. Hann hvarf um þaö leyti og sást aldrei framar i Fort Sas- katchewan. Daginn eftir (2. ágústj sást McDermott í síðasta sinni lifandi klukkan 10 um kvöldið. Þetta var meira en sólarhring eftir að Johnson hvarf. McDermott var daglegur gestur á “pool room”-i þar i þorpinu. Hans var því fljótlega saknað, og á miðvikudaginn (6. ágúst) fóru þrír menn heim til hans til þess að grenslast eftir, hvort nokkuð væri aö. Þegar þeir komu að húsinu, fundu þeir útihurðina læsta að utan meö hespu og hengilás. Þeir litu inn um glugga og sáu þar inni hund og kött, sem McDer- mott átti, en sáu um leið, aö McDermott sjálfur var ekki í húsinu. Þeir tilkyntu svo lögreglunni þetta. Hún sinti þessu fyrst 8. ágúst, og aS kvöldi næsta 3. McDermott dró $10.00 út úr bankanum 2. á- gúst og hafði því á sér eitthvað innan við $10.00, þeg- ar hann var myrtur. Hafi Johnson haft um $100.00 í North Battleford 5. ágúst, þá hafa þeir peningar því komiS einhvers staSar annarsstaSar frá en frá Mc- Dermott. Þó þetta kæmi í ljós við undirbúningsrann- sóknina, ('preliminary hearing), var því miður ekkert að þvi vikið við sjálft réttarhaldið. 4. Það er álitiS, aS McDermott hafi veriS myrt- ur í kofa sínum, og aS honum hafi blætt heilmikið, og að morSinginn hafi svo bisaö honum út úr húsinu og að brunninum og troðiS honum ofan i brunninn. ÞaS er ótrúlegt, aS ekkert blóS hafi lent .á hans eigin föt- um á meSan á öllu þessu stóð. Johnson fullyrðir, að hann hafi veriS i sömu fötunum, þegar hann var tek- inn fastur og þegar hann fór frá Fort Saskatchewan 1. ágúst, og enginn viröist hafa orðiÖ var viS svo mik- ið sem einn blóðdropa á fötum hans. Því miður var engin tilraun gerS til þess aö sanna þetta fyrir rétti, eSa nota þaS Johnson í vil. dags (9. ágúst) fanst lík McDermotts í brunni hans skamt frá húsinu. Hann var alklæddur, aS öðru leyti » en því, aÖ hann var skólaus, en skórnir fundust einnig í brunninum. ÞaS var rigning í Fort Saskatchewan 2. ágúst, og McDermott var i regnkápu þaö kvöld, þegar hann sást seinast lifandi. I þeirri sömu regn- kápu var hann, þegar likiÖ fanst i brunninum. Hús það, sem McDermott bjó i, er í sjálfu þorp- inu — i útjaSri þess. ÞaS var tveggja herbergja kofi, meö aS eins einar útidyr. Þegar inn var gengið, var fyrst komið í eldhúsið. Þar inn af var aðalherberg- iS, sem notað var bæði sem setustofa og svefnherbergi. Brunnurinn er æði spöl frá kofanum, og er bygt yfir hann dálitið skýli. Vatnið er dregið úr brunninum meS fötu. Yfir brunninum sjálfum er hlemmur, og opið á brunninum er 18 þumlunga á lengd og 16 þuml- unga á breidd. Brunnurinn sjálfur er þiljaður inn- an, brunnkassinn er þrjú og hálft fet á hvern kant að ofan, en mjókkar þegar niður kemur. Það eru 20 fet ofan aS vatni. Um Johnson er þaS að segja, að eftir að hann hvarf 1. ágúst frá Fort Saskatchewan, spyrst næst til hans 5 .ágúst i bænum North Battleford, sem er um 250 mílur fyrir austan Edmonton. Fyrstu tvo dag- ana virðist hann hafa nóga peninga, þrátt fyrir j)aS, að hann fór peningalaus frá Fort Saskatchewan fjór- um dögum áður. Hann er þar á einu hótelinu við bjórdrykkju. ÞaS safnast utan um hann talsverSur hópur, og hann borgar fyrir það, sem allur hópurinn drekkur. Eitt vitniS gizkar á, að hann hafi, ef til vill, eytt $100.00 þessa tvo daga. ÞriSja daginn virS- ast peningarnir þrotnir. Þá selur hann úr fyrir $3.00 og yfirhöfn (Mackinaw) fyrir $4.00, og nisti (locket) fyrir $2.00, eSa alls $9.00. Allir þessir hlutir höfSu verið eign McDermotts. Johnson var tekinn fastur í Battleford (syðri bæn- um) 23. ágúst eg settur þar inn. Hann var fluttur þaSan um kvöldiS. Daginn eftir fanst lyklakippa i klefanum, þar sem hann hafði fyrst verið settur inn. A þeirri kippu var lykill aS hengilásnum á kofa Mc- Dermotts, lykill aS pósthólfi hans og lyklar að kassa í bankanum, sem hann geymdi $4,000.00 virSi af “bonds” í. ÞaS er viðurkent, að Johnson hafi enga' tilraun gert til þess að nota þessa lykla til þess að stela pósti McDermotts eða þessum “bonds.” Mál Johnsons var tekið fyrir í lidmonton 3. og 4. nóvember síðastliðinn, og Johnson var fundinn sek- ur um að hafa myrt McDermott. Sá dómur var upp kveðinn, að hann skyldi hengjast 4. febrúar næstkom- andi. Þessum dómi var áfrýjað til hæstaréttar Al- bertafylkis, og dómurinn staðfestur. Málið er þvi nú komiÖ eins, langt éins og hægt er aS fara meÖ það, hvað dómstólana snertir. ÞaS eina, sem hægt er að gera úr þessu, virðist því vera það, aö fara þess á leit við dómsmálaráÖherra Canada (Minister of Justice), aS ný rannsókn (new trial) verði hafin í málinu, eÖa að líflátsdómnum verSi breytt í æfilangt fangelsi. Nýja rannsókn í málinu virðist naumast vera hægt að fara fram á, því engin ný gögn eru fyrir hendi, sem ekki var vitaS um þegar máliS var tekið fyrir i fyrstu. Á hinn bóginn virðist vera nokkurn veginn sjálfsagt, að reyna að fá lifslátsdómnum breytt. Mr. Bergman átti tal viS Johnson í fangelsinu 30. desember síSast- liðinn óg fékk sérstakt leyfi til þess að eiga það tal viS hann á íslenzku, því enginn fær aS eiga tal við fanga, sem dauðadómur hefir veriS kveðinn upp yfir, nema aS fangavöröur sé þar viðstaddur. I því sam- tali lét Johnson ^aS í ljós, aS honum væri þaS kært, aS fá að; halda lifi, og aS hann væri löndum sínum þakklátur, ef þeir gætu komiS því til leiðar, aS dómn- um yrði breytt i æfilangt fangelsi. Fyrir Vestur- íslendinga að hætta nú að hafa frekari afskifti af þessu máli væri að spilla fyrir því tækifæri, sem John- son kynni annars aS hafa haft að fá dómnum breytt, því það væri nokkurn veginn þaS sama, sem að segja, aS, eftir aS hafa kynt sér öll gögn, álitu þeir lífláts- dóminn réttlátan og vildu ekkert liS ljá þessum ó- gæfusama landa sínum. Réttarskýrsl&n er komin 1 hendur dómsmálah ráðherrans, og Mr. Bergman hefir verið gert aðvart, að ákvörðun verSi að líkindum gerð 20. janúar um þaS, hvort liflátsdómnum verði breytt eSa ekki. Ef samskotin í styrktarsjóSinn verða því nægilega mikil til þess að standa straum af þeim kostnaði, sem það hefir í för með sér, hefir nefndin ákveSið að senda Mr. Bergman til Ottawa um næstu helgi til þess aÖ vinna aS þessu takmarki þar. Ef mönnum er því nokkur alvara með þaS að hjálpa þessu máli áfram, eru þeir beSnir aS bregSa viS með fjárframlög sín nú þegar. Nefndin hefir von um, aS þessi málaleitun um að fá dómnum breytt, ætti að geta borið einhvem árang- ur. Það er aS eins á líkum bygt, aS Johnsón hafi framið þetta morð. Og þegar nákvæmlega er íhugað, eru líkurnar ekki eins sterkar og þær virðast vera í fljótu bragSi. Það skal hér að eins vera bent á nokk- ur atriði: 1. Enginn sá Johnson í Fort Saskatchewan eftir 1. ágúst, og McDermott sást lifandi meira en sólar- hring seinna. 2. Johnson og McDermott voru búnir að búa saman í mánuð, áSur en aS glæpurinn var framinn. Johnson gat þvi auðveldlega hafa stolið öllum þess- um hlutum, sem hér er um að ræða, áður en hann fór frá McDermott eSa áður en hann fór frá Fort Sas- Saskatchewan 1. ágúst. Eitt er víst, og þaö er, að ekkert vitnið gat boriS þaS, að nokkur af þessum hlutum hefði veriS í fórum McDermotts eftir 1. ágúst. Eins og dómarinn tók fram, þá getur Johnson ver- ið þjófur án þess aS vera morðingi. Finst mönnum, aS líkurnar, að Johnson hafi framið þetta morS, svo sterkar og ákveðnar, að þær bendi vafalaust til þess, að hann sé morSinginn? Finst mönnum, aS það leiki ekki nógu mikill efi á sekt hans til þess að það sé sanngjarnt aS fara fram á aS liflátsdómnum verSi breytt? Eru íslendingar ásáttir með, aS láta þaS af- skiftalaust, að samlandi þeirra sé tekinn af lífi, þegar ekki er um ákveSnari sannanir um sekt hans en þess- ar að ræSa? í umboSi nefndarinnar, Hjálmar Ghlason, Gísli Jónsson, Arnljótur Bjórnsson Olson. « Jónas Hallgrímsson. Enginn grætur íslending, en torfa kyissir kaldan náinn — söngst þú isorgbitinn. Sjálfur 'hvílir þú ómuna’ í garði Assistents. Ómuna eigi. íslands synir hampa þér gjarnan sem heiðjú sínum, og dætur fslands um aftan raula blíðusöngva sem blæljóð væri. Ómuna eigi! íslands synir steyptu í málm þig, til staðarprýði; • síðan ihalda ísland's saklausu dætur skálmar á brotum skálda tákn. Ómuna þó í Aslsistents garði. ísland's synir og ungu dætur, frjáls, fullhuga, fákaprjáluð: Jónas er ennþá erlendie! Gunnar Gunnarsson. Lögrétta 26. nóv. Síldar át. Um síldar-át okkar íslendinga hefir töluvert verið ritað og mjög á einn veg. Öllum er um þaS mál hugsa, hlýtur að blöskra hve síld eV lítiÖ notuð til manneldis hér á landi, þrátt fyrir allar upplýsing- arnar um næringargildi hennar og öll hvatningarorðin um að a'uka síldarátið, meðan hún var í sem lægstu verSi erlendis. Meira aÖ segja, það var einu sinni stungiS upp á því, að stofna félag í því skyni, að 'kenna mönnum síldar-át. Því miður varð ekki af þeim fé- lagsskap í það sinn. Ekki hefði þó veitt af; mönnum gengur treglega aS meta næringargildi síldarinnar og “komast á átið.” Einkum er það stórsíldin, sem mönnum geng- ur treglega að meta, og þó mun hún vera einhver mestur “undir- stöðu”-matur, sem úr sjó fæst, hér við land, og einhver hinn allra ljúffengasti, ef hún er réttilega matreidd. Aftur á móti hefir smá- síldin frá Frakklandi og Portúgal lengi þótt herramannsréttur, og á seinni árum hefir niðursoðin stór- sild í dósum, frá Noregi, siglt í sama kjölfarið. Máttur vanans er mikill, og get- ur leitt menn afvega langa vegu og bakað ekki ajl-litið fjártjón. Nægir að benda á það almætti hans, er menn keppast um að kaupa hvert rolluslátur á sjö krón- ur og lamba á fimm, eins og sagt var frá í Visi nýlega. Þó að margt sé í geypiverSi i Reykjavík, mun vera leit á jafn rándýrum matar- kaupum. Ýmsar tilraunir hafa veriS gerð- ar til aö koma á fót vísi til krydd- síldarverkunar hér á landi og hef- ir sumum farnast vel. Megnið af þeirri framleiðslu mun þó hafa verið selt erlendis. — Éinn af brautrySjendum þessa iSnaSar, er Ásgeir kaupmaður Pétursson á Akureyri. Hann hefir um nokkur ár starfrækt kryddsíldar verk- smiðju á Akureyri, og munu fles:- ir, sem reynt hafa “gaffalbita” og fleiri teg. þaðan, ljúka upp einum munni um, að þaS sé ágætis mat- ur og fyllilega samkepnisfær við samskonar vöru erlenda. Nú hefir Ásgeir fengiS í félag viS sig Þjóð- verja, þaulvanan kryddsíldar iðn- aði; hafa þeir í sumar fengið sér allar nýtíszku vélar, sem að þess- um iSnaÖi lúta, og stækkað verk- smiðjuna að miklum mun, og munu ýmsar kryddsíldartegundir þaðan bráðlega koma á markaðinn hér. Gefst Reykvíkingum þá enn á ný kostur á, að ganga úr skugga um, hvort ekki muni eins hagkvæmt og manni holt, að kaupa innlenda síld í álegg í stað útlendrar síldar og ýmissa osttegunda, sem fluttar eru inn í landiÖ með undanþágu. — — Visir. Smekkmaðm. ------o------ Ólafur J. Felixson. f. 10. júlí 1832 í Rangárvallasýslu á íslandi; d. 26. júní 1924 í Vatna- bygðum í Saskatchewan, Canada. Keðja frá Miss B. Samson, dóttur- dóttur hans. Falla hin fornu tré fyrri ©r gnæfðu hátt, Vörðu hinn unga við veðrum af hverri átt. Aukast í ættarskóg auðnir um dal og hól; seint klæðist kalin grund kjarngróðri er brestur skjól. Falla hin fögru tré, frumlherjar, lágt að grund, útsækni er áttu í hug íslenska, og þrótt í mund. Ótrauðir ýttu á haf, aldir við misjöfn kjör; vegnesti vonin mest, vestur þeir stefndu för. Fornum að feðra sið fóru þar eldi lönd: breytti í akra auðn ötul á plógi hönd. Landnema lesa má lífssögu um engi og tún, morgunibjört máist ei minningar geislarún. Þrekprúðra í þeirra hóp þú varst, nú krýnir brár hetjunnar heiðurskranz hnýttur um dáðrík ár. Lengi 'þú vanst og vel, víða er þitt iblessað nafn; drýgri eru dygðargjöld dala enn stærsta safn. SPARAÐ FÉ SAFNAR FÉ Ef þér liaffð ekkl þegar SparisjóðsrelknlnK, þá Ketið þér ekkl breytt hygifilegar, en að leggja penlnga yðar lnn A eittlivert af vor- nrn navstu írtibúiun. par bíða þeir yðar, þegar rétti tíminn kemur til að uota þá yður til sem mests hagnaðar. Union Bank of t’anadn hefir starfað í 58 ár og hefir á þeim tSma komið upp 345 útibúum frá ströiul til strandar. Vér bjóðum yður Jlpra og ábyggilega afgreiðslu, hvort sem þér gerið mikil eða lítil viðskifti. Vér bjóðum yður að heimsækja vort næsta Útibú, ráðsmaðurinn og starfsmenn hans, munu finna sér ijúft og skylt að leiðbelna yður. CTIBÚ VOK ERU A Sargent Ave. og Slieirbrooke Osborne og Corydon Ave. Portage Ave. og Arlington l.ogan Ave og Sherbrooke Portage Ave. og Good St. og 9 önnur útibú í Winnipeg. AI) AI »SK KI I’Sl'OFA: UNION BANK OF CANADA MAIN and VViIJjIAM _ _ WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.