Lögberg - 08.01.1925, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.01.1925, Blaðsíða 6
Bls. 6 LöGBEBG FIMTUDAGINN. 8. JANttAR 1925. Hættulegir tímar. Eftir Winston ChurchilL *Það er sikylda mín að <vera hér kyr, Carl”, sagði hann með grátstaf í rómnum. Ricihter Ist'eig einu skrefi nær honum, eins og hann vildi (biðja hann aftur, en nam svo staðar. Hann sá, að það sem þessi ungi Ný-Englendingur hefði einu sinni afráðið væri óumíbreytanlegt. Hann vissi ekki til að Stephen hefði einu sinni breytt ætlun isinni, meðan hann hefði þekt hann. Tvö hundr- uð ára gömul lífsstefna Púrítananna hafði bygt varnarmúra, sem ekki urðu ibrotnir niður. Dómarinn kom alvarlegur fram í hinn endann á skrifstofunni. “Brice,” sagði hann nokkuð hvatskeytlega. Stephen fylgdi honum inn í herbergið ibak við glerlhurðina, iþar isem öllum hlutum ægði saman, og vissi varla við hverju hann ætti að búast. Það lá og við að honum stæði á sama eins og fyrst er hann kom þangað. Whipple liokaði sjálfur fyrst hurðinni og svo glugganum fyrir ofan hurðina. Stephen fann að augu hans hvíldu á sér skörp og rannsakandi. “Brice,” isagði dómarinn, “forsetinn ihefir beð- ið um sjötíu og fimm þúsund sjálflboðaliða til þess að bæla niður þessa uppreisn. Þau munu fara og verða gleypt upp og fleiri munu fara í stað þeirra. Menn segja að þessu stríði verði lokið innan níutiu daga, en eg segi þér, að því verði ekki lokið á sjö sinnum níutíu dögum. Hann sló með hnefanum í borðið. “Það verður barist fram í rauðan dauðann. Önnur hvor hliðin benst meðan nokkur blóðdropi er til og þangað til heimili hennar verða lögð í rústir.” Hann leit hvast á Stepehn undan loðnu auga- brúnunum. “Ætlar þil að fara?” 'Stephen horfði beint framan í hann og svaraði: “Nei, ekki núna.” “Hm,” sagði dómarinn. Svo byrjaði hann að leita að einhverju innan um iblöðin, sem láu á borð- inu, o.g það leit út fyrir að hann ætlaði aldrei að finna það. Loks tók hann upp bréf, lét á sig gler- augun, las það og lagði það svo niður aftur. “Þú gerir nokkuð, sem þarf mikið hugrekki til, Stephen,” isagði dómarinn. “En ef við ætlum að gera eins og isamviskan segir okkur 1 þessum heimi, þá megum við ekki búast við að komast hjá ofsóknum. Fyrir tveimur vikum,” hélt hann áfram með hægð, “fékk eg ibréf frá herra Lincoln viðvíkjandi ýmsu hér. Hann minnist á þig.” “Hlann man eftir mér!” hrópaði iStephen. ■Dómarinn brösti við. “Lincoln gleymir aldrei neinum,” sagði hann. “Hann bað mig að skila til þín þakklæti sínu fyrir það sem þú hefir unnið fyrir repbúlíkanaflokkinn, og hann biður kærlega að heilsa þér. Þetta var í fyrsta og síðasta Iskiftið, isem dómar- inn mintist á starf Stephens við hann. Stephen hefir hlegið að þessu oft síðan, og ihann isegir, að dómar- inn myndi jafnvel ekki hafa miníst á vinnu hans í þetta skifti, ef hann hefði ekki fundið sig knúðan til þess iskyldunnar vegna. Og ihann var glaðari í skapi en hann hafði lengi verið, þegar hann fór út úr dyrunum. Nokkrum vikum síðar bættust fimm herdeildir við Bandaríkjaherinn. Leiðtoginn var fyrir einni þeirra. Og fyrir bænaetað hans fól fotsetinn Nath- aniel Lyons höfuðsmanni æðstu herstjórn í Miss- ouri, þótt að aðrir æðri herforingjar væru nógir til. Stephen stóð í mannþrönginni, sem stóð meðfram strætinu á báða bóga, er herdeildimar gengu brott. Mannfjöldinn var reiður og sendi háðglósur á eftir hermðnnunum. Þarvoru “svörtu veiðimennirnir.” Og það var ekki að furða þó að mannfjöldinn hlæi. Fóta- takþeirra var ekki eins stöðugtog línurnar ekki eins beinar og í A.-herdeildinni. Þar var Riahter og bar höfuðið hátt og mótþróasvipurinn Iskein út úr bláu augunum á íhonum. Og þar var Tiefel litli í lautin- antsstöðunni, sem Stephen sjálfur hefði átt að vera í. Svo kom næsfi deildarfjórðungur ög með þeim fremstu í honum var Tom Catherwood. Faðir hans hafði rekig hann á dyr daginn áður. Bræður hans tveir George og Spencer litli voru í húsi þar skamt frá; og á því húsi hékk óþektur fáni. Svört ský héngu yfir borginni og stórir regn- dropar voru byrjaðir að falla, þegar Stephen gekk heim; og það var sami drunginn í sál ,hans, sem í veðrinu. Hann gekk fram hjá húsinu þar sem ókunni fáninn hékk. Hann hékk þar storkunarlega fyrir augum allra borgarbúa og enginn mótmælti því. Hús- ið var opið allan þann dag og í gluggum þess eátu og stóðu ungir menn úr helstu fjölskyldum borgar- innar. Þeir hentu gaman að því hvað Þjóðverjarnir væru luralegir og Norðanmenn hugdeigir, og höfðu riffla liggjandi á hnjánum til þess að hefna hverrar móðgunar við fánann nýja, sem þeir höfðu dregið upp. í forstofunni innan við dyrnar var hlaðin fall- byssa. Þeir sem þarna stóðu á verði voru hinir “stöðugt viðbúnu.” Þeir voru hermenn, sem höfðu hópað sig saman til þess að verja heiður 'Missouri ríkisins. Hinum megin á strætinu, beint á móti húsinu stóð hópur af forvitnu fólki og Stephen nam staðar hjá honum. Tveir ungir menn stóðu þar á dyratröpp- unum, annar þeirra var Clarence Colfax. Hann hafði hendur í vösum og horfði með kæruleysislegu fyrir- litningarbrosi niður eftir strætinu. Stephen sá bros- ið. Reiðin steyptist yfir hann eins og heitur logi ,eins og við þrælauppboðið fyrst er hann kom til St. Louis. Þetta var hinn óslöikkvandi eldur ófriðarins. Blóðið streymdi með þungum slögum um gagnaugun á hon- um um leið og fætur hans hlýddu tilhneigingu hans — en samt nam hann staðar. “Hvaða rétt hafð) hann til þess að draga niður fánann og deyja á götunni fyrir framan húsið? ------o------- Draumur. Á jólanóttina dreymdi mig að það væri jólanóttin eins og var, eg þóttist koma að kirkju, hún snéri í austur og vestur, eg sá að fólk var að streyma inn í kirkjuna. Eg gekk einnig inn, en þegar eg er kominn inn á gólfið, er eg tekinn og leiddur inn í kór að vestan- verðu. Prestur var fyrir altarinu, séra Jón sál. Benediktsison, sá er fermdi mig, var hann þá prestur í Görðum á Akranesi og síðast í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann var ágætis kennimaður og clskaður og virtur af öllum, nú er eg beðinn að taka að mér með- hjálparaverkin og Istjórna söngn- um. Kirkjuklukkurnar þótti mér vera fyrir innan kirkjudyrnar. Eg skrýddi prestinn fyrst hringdi svo annari klukkunni tvisvar með litlu millibili og samhringdi svo í þriðja sinn. Las eg sivo bænina, Drottinn eg er inn kominn í þetta þitt heil- aga hús. Þóttist eg þá halda á sálmabók frá 1801 er eg á, og fletta henni upp, verður þá fyrir mér sálmurinn 56, Með gleði raust eg helgum hljóm, byrjaði eg svo sálminn. Varð þá svo fagur söngur um alla kikrjuna, að slíikann hefi eg aldrei heyrt fyr né síðar eg leit þá við, og sá að alt var eitt ljós- haf. Leið svo messan til enda, hringdi eg þá annari klukkunni þrisvar, gekk eg þá fram ur kórn- um, til þess að virða fólk þetta fyrir mér, virtist mér það vera í háleitum hugleiðingum. Þá kemur stúlka á móti mér, Elín að nafni, hún .réttir mér hendina og biður mig að leiða sig, “ög hvert á eg að leiða þig ?” spurði eg. “Þangað sem þú ferð,” sagði hún. Enn frem- ur sagði hún. “Eg er nú ekkja, og hefi verið seld manmsali. Bygging sú, sem aðstandendur mínir voru að byggja, er nú ihrunin.” “Hvar er hún,” spurði eg? “Komdu með mér,” sagði 'hún, við komum þá að rútst, sem var mjög leiðinleg út- lits, eg sagði við hana: “við skul- um fara héðan.” Rétti hún mér þá aftur hönd sína og snerum við svo burtu þaðan, og þá hvarf draum- urinn. Stúlka þessi er nú í Chicago, hún á móður hér í Winnipeg. Eg þekki hana lítið, en eg gjörði þessari fjölskyldu dálitla þénustu fyrir nokkrum árum. 25. des. 1924. Magnús Einarsson. ------o------- Frá Islandi. Vikuna 16. til 22. nóvember. Mænusóttin, hefir legið niðri síðustu viku, að því er eg best veit. Læknar í Reykjavík sáu 263 ný mislingatilfelli, og tvö dauðsföll. Annars er sama að segja ög áð- ur, að sóttin fer alstaðar hægt yfir, hefir t. d. verið í Keflavíkur- kaupstað hátt á annan mánuð, en hvergi annrsstaðar í því héraði. Kom fyrir nokkrum vikum á Akur- eyri, svo að héraðslæknir hélt að hún hlyti að fara um allan bæinn, en er þó ekki enn nema á tveimur húsum. Eg býst við, að misling- arnir haldist hér á landi næstum missiri, hver veit hvað lengi. Yfirleitt gott heilsufar um land alt. í Rvík varð t. d. þelssa viku ekkert vart við taugaveiki, barna- veiki, eða skarlatsótt. Kvefsótt gengur víða, og sum- staðar öllu verri en mislingarnir, olli einu dauðsfalli í Rvík vikuna sem leið. <G. B. Síðastl. miðvikudag, 12. þ. m. voru 2 menn frá Staðarhrauni í smalamenlsku, ráðsmaðurinn ósk- ar Eggertsson og drengur einn, Hallgrímur Eyjólfsson að nafni. Þennan dag gengu útsynningsél öðru hvoru og þrumur allmiklar, og er þeir smalarnir voru staddir þar sem iheitir Hagahraun, heyrðu þeir þrumu eina afarmikla, og um leið og hún reið af, fanist óskari sem hann væri sleginn rothöggi ofan í hvirfilinn utan til, svo að hann féll flatur til jarðar á grúfu og þegar hann stóð upp aftur svimaði hann allmikið stundar- korn. Alveg fór eins fyrir Hall- grími. óskar giskar á, að nál. 20' faðm- ar hafi verið á milli þeirra félaga er þruman laust þá. Drengurinn var hálflalsinn eitthvað tvo daga eftir að þetta 'bar til, en að öðru leyti komust þeir báðir óskaddir úr hættu þeirri, er virtist svo nálæg þeim. Sthr. 17. nóv. 1924. St. J. Á mánudagsmorguninn siðastl. druknaði Bjarni Guðmann Sigurðs- son, vinnumaður lí Brautarholti. Hann var að flytja mjólk út í mót- orbát Kjalnesingja í víkinni fyrir neðan Hof. Hafði hann ofhlaðið bátinn, isvo hann fyltist og sðkk. Vélbáturinn var fyrir legfærum, og var formaður að Ihita upp vél- ina; 'brá hann við, en tókst ekki að bjarga Bjarna. Bjarni var röskur maður og ofurhugi. Hann var ættaður frá iMóum á Skagaströnd, lætur eftir sig konu og mngt barn- Að honum er mikill, mannskaði. Af Rangárvöllum. Þar kom svo mikill snjór þ. 2. og 3. nóv., að .haglítið varð, svo að t. d. á Stóra Hofi var öllu fé gefið nema eldri sauðum. Þessi gaddur istóð ekki nema í 3 daga, þá kom suðaustlæg átt með úrkomu og roki, og mátti heita, að aldrei lægði þá viku, sem eg var í Odda. Á sunnudag 9 nóv. var Odda- kirkja vígð. Biskup kom austur og vígði hana; séra Eggert Páslson prófastur var þar líka. Þá var rign ing og rokhvast, en samt kom svo mar.gt fólk, að full varð kirkjan, eitthvað á þriðja hundrað. Sumt þurfti að standa, því kirkjan rúm- ar ekki meira en um 150 manns í sætum. Kirkjan er ljómandi fal- leg og ve'l vönduð í alla staði, og vel smíðuð, með rauðu þaki; hvítir veggir utan, en alhvít að innan, með stjörnum í ikór og mahogni á altari og prédikunarstól. Svo er stór ofn í henni og verður nógur hiti í henni, þó kalt ,sé úti. Ofninn mun ihafa kostað um 6 hundruð krónur. Kirkjan máþví heita fyrir- mynd. Turninn er á hæð 21 alin. Útlits er Ihún með nýju sniði að sumu leyti; ekki loft í henni. Tómas Tómasson frá Reyðarvatni á Rangárvöllum, nú í Reykjavík, hefir smíðað kirkjuna, var aðal- smiðurinn, og á hann mikinn heið- ur skilinn fyrir það, hvað verk er alt vandað ög vel gengið frá öllu. Við fórum þ. 12. þ. m. út að Varmalæk, til að ná í ibíl frá bif- reiðarstöð Reykjavíkur, til að kom ast suður, og á (hún minni heiður sikilinn fyrir flutninginn, ,því við þurftum að borga 19-—20 kr. hver fyrir flutninginn, dýrasta ferð, sem eg hefi farið hingað suður. Þórður Flóventsson. frá Svartárkoti. vikuna 9. til 15. nóv. Mænusóttin. Hvergi getið um nýja sjúklinga. Sjúklingurinn i Miðfjarðarhéraði, sá er nefndur var isíðast, er nú dáinn. Mislingarnir. 230 nýir sjúkling- ar, sem læknar hafa séð í Rvík. Enginn dánn. Talsverðir misling- ar í Keflavík, á Akranesi, (þar af 35 ný tilfelli, og víðar. Taugaveiki. 1 tilfelli í Grímsnes- héraði. Kvefsótt talsvert mögnuð, öllu verri í Rvík en mislingarnir, segir héraðslæknir þar. G. B. Magnús Snæbjörnsson, fyrverandi héraðslæknir dó á heim ili sínu í Flatey 22. þ. m. eftir lang- vinna heilsubilun. Magnús heitinn fæddist 9. des. 1871 á Hrefnkelsstöðum í Fljóts- dal, varð stúdent 1892 með 1. ein- kunn, en kandídat í læknisfræðí við Hafnaháskóla 1903 með 2. betri einkunn. Sama ár fékk hann veitingu fyrir Flateyjarhéraði. Hann var kvongaður danskri konu, Anna Friðrikke Hamsen, sem er dáin fyrir nokkrum árum. Magnús læknir var vel greindur maður, góður drengur, en ein- kennilegur og víðlesinn, hraustur og harðgjör á sínum yngri árum, sundmaður hinn me'sti. Hann á á lífi börn hálfuppkom- in. Lík hans verður flutt hingað suður og jarðað hér. Morgunblaðið 25. nóv. Frú Áslaug og Hallgrímur Benediktsson, stórkaupm., urðu fyrir þeirri song í gær, að missa ■son sinn Geir, á öðru ári. Hann dó úr lungnabólgu. Sparnaðarnefnd hefir stjórnin skipað, samfcv. tillögu Alþingis, og eiga þesisir sæti í henni: Lárus H. Bjarnason, hæstaréttardómarl, Guðm. Hannesson, prófessor, Guðm. SveinbjörnSson, skrifistofu- stjóri, Þorsteinn Þorsteinsson, hag istofustjóri og Ólafur Briem, fyrr- um atþingisforseti. -------o------ Maður hverfur. Síðastliðið miðvikudagskvöld hvarf maður hér í bænum, Gísli Jónsson verkamaður, til heimilis á Bræðralborgarstíg 3. — Á! miðvikudaginn, (fyrripart- inn, hafði hann verið að vinna á- samt ððrum mönnum, við að rífa “Huginn,” sem liggur í fjörunni, vestanvert við Héðinshöfða. Hættu þeir verkinu kl. 12. um daginn, og gekk þá Gísli niður í bæ og heim, en fór út noikkru síðar og hefir ekkert til hans spurst eftir það, að undanteknu því, að til hans sást í Vesturbænum um kl. 6 um kvöld- ið. Togarar ,]áu þá við bryggjur hér og þótti huglsanlegt, að hann hefði ef til vill farið í einn þeirra, og hitt kunningja isinn er þar var fór togarinn um kvöldið, og datt mönnum í hug, að hann hefði ef til vill óafvitandi farið með togar- anum. Var senit skeyti til togarans, og spurst fyrir um manninn, en ihann hafði ekki þangað komið. Leitað hefir verið að manninum bæði af hálfu aðstandenda og lög- reglunnar. Hefir hún leitað með- fram sjó innan og utan, hafnar- innar. En sú leit hefir engan á- rangur borið. En þegar iskip eru farin frá bryggjunum og istorm- lægir, mun lögreglan slæða hér innan hafnarinnar. Því miklar tík- ur eru til, að maðurinn hafi farið í höfnina. ^ Gísli Jónsson lætur eftir sig konu og 3 eða 4 ibörn í fátækt. The Royal Bank oí Canada Aðal Reikningsskil 2Í). NOVEMBER 1924 SKULDIR. Capital St<x*k Pald Up ......................... $20,400.000.00 Iteserve Fund .................................. $20.400.000.00 Ilalance of Profits carrled forward ............ 1,143,806.90 21,543,806.90 IHvidends Unclaimed ........................... 7,814.01 IHvidend No 149 (at 12 per cent. per annuml, payable lst December, 1924 ..............j........... 612,000.00 Honim of 2%, payable lst Devember, 1924 ........ 408,000.00 ------------ 22,571,620.91 $42,971,620 91 Depoftitft not bearinic interent ...............................$123,537,341.85 Depositn bearins: intereHt, Íncludingr interent accru«xl to date of statement .......................................... 338,291,427.71 Total Depositn ..................................... 461,828.769.56 Notes of the Dank in Circulation .......................... 29,821,936.74 Italances due to other Ranks in Canada ......................... 824,923.90 Halanccs due to Banks and Bankinjf Correspondente eisewhere than in Canada ............................... 11,159,913.64 Bills Payable ................................................. 5,884,277.65 ---------------- 509.519,821.49 Uetters of Credit OutHtandinR ...................................... 31,298,066.69 $583 789,509.09 EIGNIR. Current Coin ....;.............................................. $16.881,608.11 Dominion Notes ................................................. 34,730,446.00 Uniteil StateH and other Foreijfn CurrencieH ................*,. ... 27,349,189.70 Deposits in the Central Gold Heserves .......................'. 11,000,000.00 Notes of other Canadian Banks ............................ ChequeH on other Bankn ................................... Baiancen due by other Bankn in Canada .................... lialancen due by Banks and Bankinflr CorreHpondents eiesewhere than in Canada ............................ Dominion and Provincial Govemment Securitiee, (not exceedins: market value) ............................. Cunadian Municipal Securities and British, Foreiifn and Colonial Public Securities other than Canadian, (not excedinic market value) .............................. Railwa.v and other Bonds, Debentures and Stocks, (not excecding market value) .............................. Call and Hhort (not exc<x*ding: thirty days) Uoans in Can- ada on Bonds, Debenturcs and Stocks aml other Se- curltles of sufflcient marketable value to cover ..... Call and Short (not exceeding thirty days) Loans else- where than in Canada on Bonds, Debentures and Stíxks and other Securities of a sufficient market- able value to cover ...................................... Current I.oans and IHscounts in Canada (I«*hh rebate of intereHt) after makina full provision for a11 ba<l and doubtfui debts) ..................................... C'urient Loans and DlscountH elesewhere than in Canada (less reliate of interost) after makinjf fiili provision for ali bad and doubtful debts ...................... Non-Current Iyoans, estimated loss provided for ........ 89,961,243.81 3,004.799.55 25,656,809.28 746.66 28,797,188.34 53,039,825.09 25,634,914.13 17,677,562.02 16,454,174.21 17,797,476.79 -------------$278,024,739.88 148,499,355.15 106,747,583.45 1,978,417.24 257,225,355.84 Bank Premlses, at not more than cost, less amounts writeen off................. 13,350,717.05 Heal Fstate other than Bank I*remise s......................................... 1,668,230.00 MortjfaKes on Real Rstate soid by the Bank .................................... 447,580.69 IJabilities of Customers under Uetters of Credit, as per contra ............... 31,298,066.69 Shares of and Uoans to Contrloled Campanies .................................... 289,501.00 Deposit wltb the Minister for the purposes of the Circulation Fund .... 1,020,000.00 Other Assets not included in the foreifoing: .................................. 465,317.94 $583,789,509.09 NOTE:—The Royal Bank of Canada (F'rance) has been incórporated under the laws of France to conduct the business of the Bank in Paris. As the entire capital stock of The Royal Bank of Canada (France) is owned by The Royal Bank of Canada, the» assets and Jiabillties of the former are included in the abovet General Statement. H. 8. HOUT, I’resident. C. E. NEILL, General Manager. Skýrsla Yfirskoðunarmanna Vér skýrum hluthöfum í The Royal Bank of Canada frá þvl: AÖ samkvæmt Aliti voru hefir öll starfræksla' bankans, sú er vér höfum náö til að kynna oss, verið I fullu samrœmi vlð leyfisbréf hans. Að vér höfum yfirfarið allaT veðtryggingar 1 aðalskrlfstofu bankans og yfirlitið peningaeign hans 29. nóvember, 1924, sem og áður, eins og lagt er fyrir 1 56. grein bankalaganna, og höfum fundið alt að vera rétt og í samræmi við bækur bankans. Einnig fórum vér yfir og bárum saman peningaeign og veðtryggingar 1 öllum helztu útibúum bankans. Vér vitnum, að ofanskráður jafnaðarreikningur var af oss borinn saman við bækur bankans I aðalskrifstofu hans, og við eiðfeatar skýrslur frá útibúum hans, og er hann að voru áliti vel og samvizkusamlega saminn og sýnir sanna mynd af hag bankans, eftir vorri beztu vitund, samkvæmt upplýsingum og skýrlngum, sem oss hafa gefnar verItS„ og samkvæmt bókum bankans. Vér vottum og, að oss voru grelðlega í té látnar allar upplýsingar og skýring- ar, er vér æsktum eftir. Montreal, Ganada, 26. Deiember 1924. W. GARTH THOMPSON, C. A. of Marwick, Mitchell & Co., A. B. BRODIE, C.A., of Price. Waterhouse & Co, Yfirskoðunarmenn. REIKNINGUR UM ÁVINNING OG TAP Ilalanrp nf Profit nml IíOrs Arronnt, 30th Novomhor, 1923 $1,085,830.67 Profits for t.he year, after deducting charsres of managre- ment, aeerued interest on deposlts, fuil provision for all bad and doubtful debts and rebate of interest on unmatured bllls .................................... 3,878,970,23 , --------------- $4,964,806.90 AFPROPRIA’TED AS POLLOWSi^ IMvidends Nos. 146, 147, 148 and 149, at 12% per annum.... 2,448,000.00 ftoniiH of 2 per eent. to Shareholders .................... 408.000.00 Transferred to Offieers’ Pension Iunil ..................... 100,000.00 Appropriation for Ilank Premises .......................... 400,000.00 Reserve for Ifomionion Govemment Taxes, ineiudinfc War Tax on Bank Note Circulatlnn ...................... 465,000.00 llalanee of Profit and laiss carrled forward .............. 1,143,806.90 --------------- $4,964,806.90 H. S. HOI/r, c. E. NP.II.I,... I*re«ident, General Managrer Montreal, 26th December, 1924. RJOMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið lelag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. jiííI; Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Co-operative Dairies LIMITKD ............. ■■ I—

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.