Lögberg - 19.03.1925, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.03.1925, Blaðsíða 3
LÖCrJSERG, FEMTUDAGINN 19. MARZ 1925. Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga Framh. Kóngsdóttir gekk til hallardyra; sá hún þar þá, kóng og drotningu og kóngsson og dóttur stjúpmóður hans í ötSru lagi; þar var gleði- bragÖ mikið á öllum nema kóngssyni, hann var dapur mjög. Enginn þekti kóngsdóttur, og ekkí kóngssonurinn. Var hún þar allan daginn og horfði á, þangað til brúð- hjónin voru leidd til svefnkastala. Var nú kóngs- dóttir mjög hugsjúk og örvænti þegar um sitt mál, þó datt henni ráð í hug, að aldrei mundi sér eins liggja á að nota gripi sína. Tunglskin var á, og fór hún nú að kemba hár sitt með gullkambinum úti fyrir glugg- anum á svefnherbergi brúðhjónanna, og varð brúður- inni litið þangað, sem hún var, og sá hún þá gull- kambinn, og bað hana skifta við sig á sínum, því hún sá, að hann var meiri gersemi Kóngsdóttir neitaði því. Brúðurin bað hana þá selja sér, því hann sæmdi sér betur en ko'tastelpu. Kóngsdóttir kvaðst ekki mundi selja hann. Brúðurin spyr, hvort hún geri hann ekki falan fyrir neitt; hin kvað hann aðeins falan, efí hún mætti sofa hjá brúðgúmanum þá nótt, og keyptu þær þvi. Brúðurih gaf kóngssyni svefndrykk og lét síðan kóngsdóttur fara inn til hans; var hún hjá honum alla þá nótt, og gat aldrei vakið hann. Hafði hún marg- ar harmatölur við hann, en hann hreifðist ekki i rúminu, þangað til brúðurin kom um morguninn, og sagði henni að hafa sig á burt og vakti hann síðan. Kóngsdóttir var þennan dag öllu hryggari, en áður, en hélt þó oft til í höllinni, en ekki þektist hún. Þegar brúðhjónin voru gengin til isvefnhúss þetta kvöld, gerði hifn enn tilraun áð ginna brúðurina með hálsmeni sínu, og fór alt á millum þeirra, eins og hið fyrra sinn, og var nú kóngsdóttir búin að láta svo gripina af hendi, en gat ekki vakið kóngsson um nóttina; bar hún sig nú hörmulega, og barmaði ser á alla vegu yfir mótlæti sínu, og varð að skilja við hann við svo búið um morguninn. En brúðurin gekk inn til kóngssonar, og fóru þau til hallarinn- ar. Um daginn var kóngsdóttur hin mesta raun að, að sjá, hvernig alt fram fór. Þenna dag einu sinni var það, að hinn þriðji föðurbróðir kóngssonar, sem áður er nefndur, kom einslega að máli við hann. Hann bjó í þessari borg og átti svefnherbergi næst við svefnhús brúðhjónanna. Hann spyr bróðurson sinn, hver sú kona sé, sem hjá honum vaki um nætur, og harmi sér svo ákaflega; segir hann, að það sé ein- livern veginn með undarlegu móti. Kóngsson segir að hann viti þar enga konu aðra en sína. Hinn spyr, hversvega hún harmi svo; kóngsson kvaðst ekki vita það„ því hann svæfi alla nóttina. Hinn spy^, hvað því muni valda, að hann sofi svo fast, eða hvort kona hans gæfi honum drykk nokkurn á kvöldin; hann kvað svo vera. Föðurbróðir kóngssonar segir, að hann skuli nú i kvöld láta þann drykk falla í klæði sín og láta svo, eins og hann sofi og vita, hvort hann yrði nokkurs vísari. Leiö nú dagur til kvölds, og barst kóngsdóttir illa af fyrir hrygð, þó hún leyndi sér, og um kvöldið, þegar brúðhjón voru komin í svefnhús, var hún enn úti fyrir glugganum og hélt þar spegli sínum Og\fór um það eins og fyr, að brúðurin ágirnt- ist hann mjög, og keyptu þær því loksins, að kóngs- dóttjr mætti*sofa hjá brúðgumanum þá nótt fyrir speg- ilinn. Gaf brúðurinn kóngssyni þá svefndrykkinn, en hann lét sem hann drykki, en reyndar feldi hann drykkinn niður, og lést svo sofna. Kóngsdóttir fór þá í rúmið hjá honum og reyndi að vekja hann, en hann lést enn sofa; telur hún honum nú upp allar æfiraunir sínar, og barmar sér mjög; bað hún hann muna sam-. veru þeirra og heyra sig, þar sem hún leitaði hans svo harmþrungin. Sagðist hún nú hafa látið alla gripi þá, sem hann gaf henni, til að ná fundi hans. Sakir töfra stjúpu sinnar var kóngsson, eins og hann dreymdi vak- andi þessa viðburði, en loksins kom að því ,að hann kannaðist við kóngsdóttur og varð þá fögnuður þeirra óumræðilegur. Huggaði hann nú kóngsdóttur, eins og hann gat og sagði að nú mundi raunum þeirra vera bráðum lokið; skyldi hún nú, segir hann, fara um morguninn, þegar brúðurin kæmi, og í hús föðurbróð- ur síns, sem væri -þar rétt hjá, en hann kvaðst mundi láta sem hann svæfi. Þegar brúðurin kom um morgun- inn, rak hún hana á burt, og fór síðan að vekja brúð- guma sinn, og síðan gengu þau til hallar. Þegar mest var gleði i höllinni þennan dag, og allir sátu við drykkju kóngur og drotning í hásæti og brúðhjónin í , öðru, gengu þrír menn í höllina; voru þar komnir allir 3 bræður konungs. Einn þeirra bar tvö stúlkubörn á handlegg sér og leiddi konu við aðra ihönd, hún hélt á ungbarni, en hinir tveir hvor á kefli. Þeir námu staðar fyrir hásæti kóngssonar. Sá, sem konuna leiddi spyr þá kóngsson, hvort hanni kannist ekki við þessa konu, og börn þau þrjú, sem henni fylgdu. Hann kvaðst þekkja hana. Skiftu þær mæðgur þá mjög lit- um, og urðu þegar heldur stórvaxnar, og ætluðu að mæla eitthvað; en kóngsbræður, sem héldu á keflun- um, brugðu þeim þegar í gin þeim, en 16 menn, sem þeir höfðu látið leynast undir borðum, hlupu jafn- snemma til og griþu 8 hvora þeirra og lögðu í bönd. Kóngi fanst mjög um þennan atburð; en þegar hann sá hverrar ættar þær mæðgur voru, þótti honum alt vel fara, og fagnaði nú syni sínum og kóngsdóttur. Var þá þegar sent eftir kónginum föður hennar og drötn- ingu hans og drukkið brúðkaup þeirra kóngssonar og kóngsdóttur með miklum fögnuði. Skömmu seinna andaðist kóngurinn, íaðir hans, og var þá kóngssonur tekinn til kóngs yfir alt landið. Ríkti hann með drotn- >ngu sinni vel og lengi og unnust þau hugástum. Föð- urbræður sína gerði hann að jörlum í ríki sínu og voru þeir stjórnsamir og góðir höfðingjar, og efldu mjög ríki kóngs, og héldu vináttu við hann, meðan þeir Hfðu. Grautardalls saga. Það var einu sinni karl og kerling í koti sinu. Þau voru bláfátæk, og höfðu ekkert sér til lífsbjargar, nema þau áttu dall einn, sem aldrei þraut grautur í. Son áttu þau einn, en sagan getur ekki um nafn hans. 1 kotinu /voru þvi þau þrjú lifandi og engin önnur skepna. Þó að kotbúum þætti leiöinkgur grauturinn, sá karlinn, að dallurinn var öldungis ómissandi, því hann var það eina„ sem hélt lifinu í öllu hyskinu. Einhverju sinni bar svo til, að prestur kom að hús- vitja í kotinu. Þegar þresturinn hafSi lokið þar skyldustörfum, fer hann að ræða um hitt og þetta við karlinn, og meðal annars spyr hann karlinn, hvernig hann geti lifað i þessu koti. Karl biður prest að minnast ekki á það, það só aumt líf, sem þau eigi. Af því karli þótti vænt um prestinn sinn, gat hann ekki stilt sig um að bjóða honum graut úr dalli sínum, og segir um leið við prest, að þaö sé einungis dallur- inn sá arna, sem haldi í þeim lífinu; hann hafi þá r.áttúru, að það þverri alddrei grautur í honum, hvað mikið sem úr honum sé étið. Þegar prestur heyrir þetta, leggur hann fölur á dallinn, og 'segir, að karl skuli ekki hafa skaðann á skiftunum. Karl segir, aS þó þessi sífeldi grautur sé leiðigjarn, vilji hann alt um það ekki farga dallinum. En af því prestur gekk fast að, lofar karlinn aö hann skuli senda drenginn sinn meS (lallinn til hans. Prestur fer svo burtu, en þau karl og kerling eru mjög óhyggjufull út af þessú lof- oröi, eigi að síður senda þau drenginn með dallinn að fáum dögum liðnum. Á leiðinni milli kotsins og prest- setursins var kóngsborg; fer nú drengur þar fram hjá og heldur beina leið til pestsins og afhendir honum dallinn. Prestur fær honum aftur dúk, og segir, aö ekki þurfi annað en breiða Iiann á borð og segja: “Hans dúk, Hans dúk, fult meS bezta mat,” þá komi hver rétturinn á borðið eftir annan. Prestur segir sendisveininum, að hann verði að fara rakleiðis heim til sin, en megi meS engu móti koma við í kóngs- borginni. Pilturinn lofar því, kveður prest og heldur á staS. En þegar hann kemur nálægt kóngsborginnl, grípur hann áköf löngun að koma þar við, og heldur, að hann muni litið saka, þó hann skoði sig þar um dá- lítið, og fer nú inn i borgina. Þegar hann er. þangað kominn, verður kóngsdóttirin á vegi fyrir honum, og spyr hann, hvað hann sé að fara. Drengur verður þá laus á Teyndarmálum, og segir henni upp alla sögu. Þegar kóngsdóttir heyrir nefndan dúkinn, stríðfalar hún hann af drengnúm, og biður hann fyrir alla muni aS selja sér hann, og segist skuli margborga hann. Við þessar fortölur hennar, lætur drengur tilleiðast, og af- hendir henni dúkinn og fær i staðinn skæra skildinga; þykja honum þeir bæöi margir og fállegir, og þykist nú vel hafa veitt, og hleypur síðan, sem fætur toga, heim í karlskot. Karl fagnar ekki mjög yfir* þessari ferð og heldur, að þetta muni eyðast einhvem tíma. Þetta varð orð og að sönnu; þvi áður en langir tímar liðu, verður hann uppiskroppa, senddir nú son sinn í annað sinn til prestsins, og biðpr hann í öllum bænum að hjúlpa upp á sig, því nú hafi hann ekkert aS lifa af. Drenguö fer sem áður, að finna prest. Prestur verður byrstur við drenginn, og seigr, að hann hafi prettað sig og farið inn í borgina. Drengur segir hon- urrí þá hið sanna. Prestur segist þá verða að gera þeim úrlausn, fer í burtu og kemur aftur að litilli stundu liðinni og teymir á eftir sér tryppi og segir, aS ekki þurfi annað en segja: “Hryss-tryppa, hryss- tryppa,” þá hristi tryppið sig, og hrynji þá peningar út úr því. Prestur biður dreng að varast, að koma við í kóngsborginni, og heitir drengur honum góðu um það. — Nú heldur hann á stað; en þegar hann kemur að borginni, getur hann ekki á sér setið að fara inn í hana, og þykist nú muni geta betur staðið af sér, þö einhver freisting komi þar fyrir sig, en áSur. í þessu trausti beygir hann inn í borgina og feymir tryppið ! eftir sér. Kóngsdóttir kemur þá enn í móti honum. heilsar honum vingjarnlega og spyr, hvaS hann sé nú að fara. Drengur gleymir nærri því sjálfum sér og segir að það, sem hann hafi fengið hjá henni fyrir dúkinn, hafi orðið æði endas'lept, svo að hann hafi orðið aS> fara að finna prestinn sinn aftur, og hafi hann hjálpaS föður sínum um tryppið að tarna, og þurfi ekki annað en segja við það: “Hryss-tryppa, hryss-tryppa,” og þá hrynji peningar út úr því á allar hliðar. Kóngsdóttir verður nú öldungis óð og upp- væg, þegar hún heyrir þetta, og biöur drenginn með blíðum orðum og fagurgala að selja sér tryppið hvað sem þaS eigi að kosta, og lofar honum miklu meira og betra gjaldi, en þið fyrra sinn. Drengur lætur þá loks tilleiðast, tekur við gjaldinu og fer heim í 'kot til for- eldra sinna, og lætur ekki neitt á neinu bera. Karl þykist nú að vísu hafa fengið mikiö fé hjá presti, en þó fer sem fyrri, að peningarnir verða upp- gangssamir; enda hafði karl keypt þeim nýjan og þokkálegan klæðnað, því hann hugsaði, að þessir pen- ingar.mundu lengi duga þeim. Þó fór svo, þegar fram liðu stundir, að karl varS félaus, og sendi því son sinn í þriðja sinn til prestsins. Drengur verður nú mjög smeykur, af því hann vissi, hvernig alt var í garð búið, og óttaðist aS prest- ur mundi verða þungorður við sig og snupra sig fyrir alla frammistöSuna. Hann herðir þó upp hugann og fer rakleiSis til prests, kveSur hann svo kurteislega, sem hann getur, biður hann fyrir alla muni, að reið- ast sér ekki, og greiða eitthvað úr vandræðum sínum; segist hann hafa brugðið út af boðum hans, farið inn í borgina, og ekki getað komist undan kóngsdóttur, aS selja lienni tryppiS. — Prestur atyrðir nú ekki dreng- inn, fer frá honum, og kemur aftur með kylfu ekki all-litla, og fær drengnum. Prestur getur ekkert um, til hvers kylfan eigi að vera; en til þess hún geri það, sem henni sé ætlað að vinna, eigi að segja: “Upp, upp, kylfa, upp, upp, þegar þú mátt.” Prestur varar dreng ekkert við aS koma í kóngsborg, en biður hann vel fara. — Drengur er nú hreykinn, og fer, sem leið lá, beint inn í kóngsborg, og hugsar að nú skuli hann finna kóngsdóttur, og fara í borgina, fyrst hann hafi eklci verið varaöur við því. Þegar hann kemur í borgina, þarf hann ekki lengi að leita að kóngsdóttur; því hún hafði haft augastað á honum, gengur til hans og spyr hann, sem fyrri, hvað hann sé að fara. Hann segir henni, eins og var, aS hann hafi farið í nauðsyn föður síns að finna prestinn sinn, og hafi hann hjálpaS sér um kylfuna þá arna, og þurfi ekki annað, en segja við hana, þegar hún eigi að taka til starfa: “Upp, upp kylfa, upp, upp, þegar þú mátt.” Kóngsdóttir ímynd- ar sér, að það muni vera tákn og stórmerki, sem kylfan geri eftir þessum ummælum, og falar í ósköp- um kylfuna. Fóru nú skifti þeirra á eina leið og fyrri, að hann selur kóngsdóttur kylfuna, og fer meS and- virðið heim i kot, til karls föður síns. Þegar kóngsdóttir er nú búin að komast yfir alla þessa gripi, kemur hún að máli við föður sinn, og biður hann að lofa sér að stofna til voldugrar veizlu; segist hún vilja reyna þar gripi sína, og sýna öðrum, hversu ágætir þeir séu. Kóngur lætur þetta eftir henni, og býSur til veizlunnar svo mörgu stórmenni, að höll hans er alskipuð. Þegar boðsmenn eru komnir í sæti, kemur kóngsdóttir á settum tima með dúkinn, og óskar á hann sínum réttinum í hvert’ sinn, og svo koll af kolli, bæði vín og vistir, þangað til enginn þykist geta neytt meiri matar né drykkjar. En þeg- ar máltíðinni var lokiS og fara átti að skemta boðs- mönnunum, sækir kóngsdóttir tryppið, og leiðir það inn í höllina og segir: “Hryss-tryppa, hryss-tryppa.” Þá hristir tryppið sig, og peningarnir velta út úr þvi á allar hliðar. Þykir mönnum mikilsvert um þetta, og eru mjög kátir. En kóngsdóttir ætlar sér þó enn að auka fögnuðinn, og því sækir hún kylfuna, ber hana inn i höllina og segir við hana: “Upp, upp kylfa, upp, upp, þegar þú mátt.” Á sömu stundu hefst kylfan á loft, og rotar á svipstundu hvert mannsbarn, sem var i höllinni, nema kóngsdóttur. En þaS er frá karlssyni að segja, að hann hafði komið heim í kóngsríki, til aö ná í eitthvað af veizlu- leifunum, og stóð við hallardyrnar. Þegar hann sér, hverju fram fer, og hvaö kylfan gerir-að verkum, hleypur hann inn í höllina, þrífur kylfuna og- segir við kóngsdóttur, aö hún skuli eiga um tvo kosti að velja, annað hvort að hún eigi sig, eða hann skipi kylfunni að rota hana, eins og hina. Kóngsdóttir segist muni taka hinn fyrri kostinn, og fastnar karlsson sér hana. Eftir þaS.lætur hann prestinn sinn gefa sig saman við hana í hjónaband, og varð hann kóngur í ríkinu. Tók hann svo karl og kerlingu úr kotinu heim í kógnsriki, og veitti þeim marga ánægju og gleðidaga; ríkti hann síðan vel og svo kann eg ekki þessa sögu lengri. Karlssonur og kötturinn hans. Einu sinni voru karl og kerling í kjoti sinu og kóngur og drotning i ríki sínu. Sögunni víkur fyrst til karls og kerlingar. Karlinn var svo ágjarn, að hann græddi feikna mikla peninga; höfðu menn það fyrir orðtak, aS hannl fengi jafnan tvo peninga fyrir einn. Loks kemur þar aÖ, að karl tekur sótt og legst i rúm- iö; leiddi sú sótt hann’ til bana. Karl og kerling áttu aSeins einn son. Fyrstu nóttina eftir lát karlsins dreymdi son hans, að honum þótti maður ókendur koma til sín og segja við sig: “Flér liggur þú, karl faðir þinn er nú látinn og allur hans auður orðinn þín eign, þvi móSir þín deyr bráðum. Nú er þessi auður að hálfu leyti rangfenginn, þessvegna skaltu gefa fá- tækum helminginn, en hinu skaltu kasta i sjóinn; en fljóti nokkuð ofan á sjónum, þegar hitt er sokkiS, annaðhvort blað eða bréf, þá skaltu taka þaS og geyma vandlega.” SíSan hverfur maðurinn, en dreng- urinn vaknaði. Hann verður nú mjög áhyggjufull- ur út af draumnum, og er að velta fyrir sér, hvernig hann skuli fara að, og þykir honum ísjárvert, að glata auðnum; þó ræður hann, aS gefa fátækum helming- inn en hinu fléygir hann í sjóinn. Þá fer eins og draummaðurinn sagði, að hann sér eitthvaS fljóta ofan á sjónum; hann fer til og nær því, og sér það er blað; síðan flettir hann því í sundur og finnur (ý skildinga innan í því. Hann hugsar með sér. “HvaS á eg að gera með þessa sex skiidinga, þar eg er búinn að glata svo miklum auði.” Samt stingur hann þeim niður hjá sér. Hann gerist nú þungbúinn og harmandi út af missi auösins, og legst fyrst í rekkju, en síðan fer hann þó á fætur. Hann ráfar nú burt í þungu skapi, þegar hann var búinn af fylgja móöur sinni til graf- ar. Hann fer út á skóg, og ráfar lengi, þangað til hann kemur aS kotbæ einum; hann ber þar aÖ dyrum, og kemur þar út gömul kona. Hann biður hana *að lofa sér að vera, og segir um leið, aS hann hafi ekkert til að borga næturgreiðann með; hún segir, að honum muni ekki verða úthýst fyrir það. Fer hann þá inn og er hontun þegar borinn matur. Ekki sér hann þar aðra menn, en 2 konur og 3 karlmenn. Ekki er mikið urn viðræður, og þykir honum þar þurlegt- MeSal annars sér hann þar dýr eitt, grátt á lit. en ekki stórt. Þvílikt kvikindi hefir hann jaldrei séð áður; spyr hann hvaS menn kalli þetta dýr, og er honum þá svarað, að það heiti köttur. Síðan spyr hanrt hvjort kötturinn sé failur, og hvað hann kosti; honum er sagt, að hann fáist fyrir 6 skildinga, og kaupir hann köttinn fyrir 6 skildinga og sefur síðan af um nóttina. En að morgni kveður hann, stíngur kettinum undir hempu- laf sitt, og fer siöan á stað. Hann gengur nú allan daginn yfir skóga og eyðimerkur, þangað til hann að kvöldi kemur að bæ einum hann ber aö dyrum, og kemur þar út gamall inaður; sem segist vera þar hús- ráðandi. Drengur biður hann gistingar, en segir hon- um jafnframt, að hann hafi ekkert til að borga honum greiðann með. “Það verður þá að gefa þér nætur- greiðann,” segir karl. Siðan leiðir karlinn hann inn í baðstofu, þar sér hann 2 konur og 2 karlmenn; var önnur kona karls, en hin dóttir þeirra; liann lætur síSan köttinn spretta undan kápulafi sínu, og bregður þá öllum í brún, þvi enginn af þeim hafði séð þess I konar dýr áður; er hann nú þarna um nóttina. En ( um morguninn er honum sagt, að ihann skuli ganga Sigurður kongsson. •— . ---------——----------—‘H Professional Cards ♦------------------- ----------------------------- DR. B. J. BRANDSON 216-220 MEDIOAIi ARTS BU>6. Oor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Offlce ttmar: 2—S Helmili: 77« Vlctor St. Phone: A-7122 WlnnlpeK, Manitoba THOMAS H. JOHNSON 0« H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrlfstofa: Room 811 HcAHbar BuUding. Portage Ave. P. O. Box 165« Phones: A-6849 og A-6M6 Vér legKjurn sérsurka éherzlu á aS selja meðul eftlr forskriftum lækna. Hln beztu lyf, sem liægt er aS íá eru notuð etngöngu. . pegar þér komlð með forskrliftum til vor megið þjer vera vlss um að fá rétt það sem lækn- Irinn tekur til. COI.CIjETj GH & CO., Xotre T>ame and Sherbrooke Phones: N-7659—7659 Giftlngaleyfisbréf aeld W. J. LINDAL,, J. H. LIKDAIi B. STKFAN8SON Islenzkir lögfræðlngar 708-709 Great-West Perm. Bldg. 356 Main Street. Tals.: A-496S þeir hafa einnig skrifstofur að Lundar, Riyerton, Gimll og Plney og eru þar að hitta á eftirfytgj- andl ttmum: Dundar: annan hvern miðvtkudag Rlverton: iFyrsta flmtudag. GlmUá Fyrgta miðvikudag Piney: þrlðja föstudag 1 hverjum mánuði DR. 0. BJORNSON 219-220 MEDIOAIi ART8 BLDfl. Cor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Office timar: 2—S Helmill: 764 Vletor St. Phone: A-7586 Wlnnipeg, Manitoba Stefán Sölvason Teacher of Piano Ste 17 Emily Apts. Emily St. dr. b. h. olson 216-220 MEOIOAIi ARTS BIjDG. C«r. Graham and Kennedy St». Phone: A-1834 Office Hours: 3 to 5 Heimili: 021 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræðmgur Hefir rétt til að flytja mál bæði í Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard. Saak. Selnasta mánudag i hverjum mán- uðl staddur 1 Churchbridge. DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAIi ARTS BIiDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Stundar augna. eyrna. nef og kverka sjúkdðma.—Er að hltta kl. 10-12 f.b. og 2-6 e.h. Talsfmi: A-1934. HeimlU: 373 River Ave. Tals. F-2691. Dr. H. F. Thorlakson Phone 8 CRYSTAL, N. Dakota DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Bulldlng Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstakiega berklasýki og aðra lungnasjúkdðma. Er að finna á skrifstofunni kl. 11 12 f.h. og 2—4 e.h- Síml: A-3521. Heimili: 46 Alloway Ave Tal- etml: B-3168. A. S. Bardal | 8dS Sherbrooke St. Selui líkkistui og anna.t um útfarír. | Allut útbúnaðui sá bezti. Ennfrem- ? ut aelui hánn alakonai minniavarða , og Icgsteina. Skrlfat. tGlsúni S ðeOS $ Helmilts tnlsfmi NfM! § DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega kvenua eg barna sjúkdóma. Sr að hitta frá kl. 10—12 f h 8 til 6 e, h. Office Phone N-6410 Heimili 806 Victor Str. Sími A 8180. EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki að biða von úr vitl. vitl. Vinna öll ábyrgst og leyat ai henúi fljðtt og vel. J. A. Jóhannsson. 644 Burnell Street F. B-8164. Að baki Sarg. Fire Hal DR. Kr. J. AUSTMANN Viðtalstími 7—8 e. h Heimili 469 Simooe, Sími B-7288. JOSEPH TAVLOR DÖOTAKBMAÐUR Hdmillstals.: 8t. John 1846 Skrlfstofu-TnJs.: A «587 Tekur lögtaki bæðl húsalelguriculdJl veðakuldlr, vtxlaakuldlr. Afgreáítir tí (em að lögum lýtur. gkritstofa 256 Maln Stawf DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDIOAL ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Talsími A 8521 Heimili: Tals. Sh. 3217 Verkstofu Tnls.: Helm* Tala.: A-8383 A-9384 G L. STEPHENSON Plumber Allskonar rafmagnsáhöld. svo se*» straujárn vira. allar tesnnulir al glösum og aflvaka (batteries) Verkstofa: 676 Home St. J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald 8t. Talsfmi: A-8889 Endurnýið Reiðhjólið! I.átið ekki hjá Höa að endnr- nýja roiðhjélið yðnr, áður en mestu annirnar byrja. Komið með það nú þegar og látið Mr. Stebbins gefa yður kosinaðar áætlun. — Yandað verk áliyrgst. (Maðurinn sem allir kannast. við) S L. STEBBINS 634 Notre Dame. Winnlpeg Munið Símanúmerið A 6483 ;! og pantið meðöl yðar hjá oss. —' ! Sendið pantanlr samstundis. Vér ! afgreiðum forskriítir með sam- \ vizkusemi og vörugæði eru ðyggj-! ! andi, enda höfum vér magrra ára ! !; lærdðmsrlka reynslu að bakt. — ; Allar tegundir lyfja, vindlar, Is- ; rjðmi, sætindi, ritföng, tðbak 0. fl. McBURNEY’S Drug Store \ Cor Arlington og Notre Dame Ave ; J. J. SWANSON & CO. Verzla rr.sð fasteignir. Sjá um leigu a nusurr.. Annast lán, eldsábyrgð 0. fl. 611 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 ( jÍttínga 02 11/ Jaröajrfara- ®lom með litlum fyrirvara Kirch hlómsali 616 Portage Ave. Tals. B 720 ST IOHN 2 RING 3 ‘ til hallar kóngs, sem sé þar skamt frá. Kóngur sá sé góður maður, og muni hann eflaust gera honum ein- hvern greiSa. Síðan fer drengurinn á stað, og gengur þangað til hann kemur til hallar kóngs; hann gerir boð fyrir kóng, að hann vilji finna hann, en kóngur lætur segja honum, að honum sé leyfilegt að ganga inn í höllina á sinn fund, og gerir drengur svo. Þegar hann Framh. á bls. 7.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.